Ísafold - 19.12.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.12.1906, Blaðsíða 2
334 ISAFOLD Undanbrögó frá þingrofi. Undan þingrofeáskorunblaðanna, sem þorri þjóðarinnar mun vafalaust taka emdregið undir, spá þeir, sem erusæmi lega kunnugir hugsunarhætti stjórnar- innar, að hún ætli sér tvær smugur. Önnur er sú, að úr því að bornar séu brigður á samræmi þings og þjóð- ar, eins og þingið er nú skipað, þá sé bezt að fresta kosningu í millilanda- nefndina þangað til á þingi 1909, eftir almennar kosningar 1908. En heldur mjó mun henui rejmast smugan sú.' Höfðinu kemur hún út um hana f hæsta lsgi, en meira ekkí. |>ar verður hún föst, og smugan frem- ur að snöru en útgöngudyrum. |>ví annaðhvort er, að hún treystir á fylgi þjóðarinnar, eða hún treystir því ekki. Ef hún treystir því, má hún verða fegin að eiga kost á því að sanna sitt mál sem allra fyrst og mega svo sitja í næði 6 ár þar á eftir, hvað sem á dynur. Treysti hún því ekki, liggur það hverju mannsbarni á landinu í eug- um uppi, að henni gengur það eitt til með dráttinn, að hanga í valdasessin- um þau missirin enn, í óþökk þjóðar- innar. Eíkisþingið kýs í nefndina í vetur, og nefndarmenn þeir verða sjálfsagt í hóp þeirra 40 þingmanna, sem ningað boma kynnisför í sumar. Heldur færi vel á því, ef þeir væri látnir grípa þá í tómt og fá það svar, að þeir yrðu að bíða tvo vetur enn, tvö þing enn í Khöfn, áður en þeir f e n g i að taka til starfa, vegna þess, að stjórnin islenzka yrði að lafa við völd það lengi, en vissi þess litla sem enga von, ef nefndarkosningarmálinu væri skotið til þjóðarinnar uú þegar! þeim mundi finnast það heldur skoplegt gabb, og þykja sem íslendingum fyndist sér liggja ekki á. f>eir gæti verið dánir, helmingurinn af þeim, eða af þingi þar í Danmörku fyrir þann tíma; því þing- rof er til þar, eins og hér. Hin smugan er sú, að úr því að meiri hlutinn, sem nú er á þingi, hafi haft upptökin að málaleituninni um nýjan sambandssáttmála, í utanförinni í sum- ar, þá fari bezt á því, að hann haldi því máli áfram, með marg-umtalaðri nefndarkosning. En þá mundi þjóðin vilja spyrja, hvaða umboð þingmenn hafi haft til ákveðinna samninga við Dani í utan förinni í sumar, og þar næst, hvort þeir geti ábyrgst, að nefDd, sem þeir kjósa í sambandsmálið, geri ekki eitt- hvað það, er þjóðinni sé mjög í móti skapi og hún sæti fyrsta færi til að ó- nýta, þ. e. sæti fyrsta tækifæri, sem hún hefir til þess að skifta um þing- menn. Væri þingið í sumar ekki síðasta þing á kjörtímabilinu, gæti verið dá lítið vit í að segja: vér getum ráðið því frá íslands hálfu, hver verða enda- Iok á sambandssamningunum, þvf að vér hinir sömu fáuœ málið til meðferð- ar frá nefndinui á næsta þingi, og þarf því ekki að kvíða ósamræmi milli hennar og vor, umbjóðenda hennar. — f>etta gætu þeir sagt þá, ef neyta vildu valds síns svo sem lög leyfðu frekasc, og hirða ekki hót um, hvort þjóðinni líkaði betnr eða ver. En nú er ekki því að heilsa, vegna þess, að kosningar m e g a t i I fram að fara milli þinganna 1907 og 1909, e f ekki er þing rofið áður, er óumflýjan- Iegt, að ýmsir aðrir þingmenn fjalli um málið, þegar það kemur f r á nefnd- inni, heldur en þeir, er í hana kjósa, og komi þar fram fylsta ósamræmi. Smugurnar eru báðar jafnófærar. Stjórnarvaldaaiifflýsingar hefir »Sannsöglin« hrept. Hún varð hæstbjóðandi, fyrir Sll1/^ kr. Aðrir buðu 520, 500 og 400 kr., — sem sé ísafold, Lögrétta og þjóðólfur. Almenna aðdáun hefir sú stjórnar ráðstöfun hlotið. Samkynja aðdáun og æði-margar aðgerðir stjórnarinnar aðrar. Aðdáun fyrir firaleikann að hitta á það, sem sízt dettur nokkurum manni í hug og first þykir fara öllu viti. Víðlesin þykir ella hlýða að þau blöð séu, sem flytja stjórnarvalda auglýsingar. Hér er til þess valið blað, sem um sannaðist fyrir fám mísstrum með d ó m i, að það hafði eftír skýrslu sjálfs afgreiðslumanns þess ekki yfir 600 kaupendur alls, um sama leyti sem það þ ó 11 i s t hafa þá á 4 þús. kaupendur. Nú þykjast menn vita um blað þecta, að það sjáist ekki í heilum sýslum. það þykir hlýða, að þau blöð séu nokkurs metin, er með stjórnarvalda- auglýsingar fara. En mundi vera hægt að hafa blað í minni metum en þorri manna hefir þetta blað, sem nú hefir hlotið þær? Stjórnin hafði til tekið, að helm- ingur hvers tölublaðs minst yrði að vera fréttir eða annað lesmál en aug- lýsingar. þetta blað er eða hefir að minsta kosti verið aðallega til þess ætlað, að flytja t ó m a r auglýsingar. En gjaldið, hið háa gjald, — helgar þ a ð ekki alt um það þessa stjórnar- ráðstöfun? spyrja menn. — Jú, þvf ekki það, e f það verður ekki fært eftir á niður um helming ! Eitt aðdáunaratriðið er það, og ekki hvað minst, að svo er ráðgjafinn ósér- plægimn, að þetta háa gjald lætur hann sitt eigineignar málgagn bera, og hugsar sér þar með að greiða það úr sjálfs sfn vasa og meðeigenda sinna, ef svo kynni að fara, að blaðið risi ekki undir því sjálft. þetta er og því aðdáanlegra, sem reynslan er eú um arðinn af stjórn- arvaldauglýsingum undanfarin ár hin síðari, að fyrir þær gelzt alls og alls 8—900 kr. um árið, og væri þvl rétt eða hæfilegt gjald eftir þær svo sem 300 kr., eftir vanalegum afsláttarmæli- kvarða við Btærstu og beztu auglýs ingaskiftavini. — Að ísafold bauð nú rniklu hærra, var eingöngu gert til að prófa, hvort stjórnin stæði við það sem hún hafði sagt nývemið fyrir munn Lögréttu: að hún mundi ekki í neitt manngreinarálit fara um það, hvern stjórnmálaflokk blað fylti, er í þær byði. Af því að ísafold hafði mjög lengi flutt síjórnarvalda-auglýsingar, gerði hún það til þæginda lesendum sínum, er þær voru færðar yfir í annað blað fyrir nær 4 árum, að láta þá vita eftir sem áður innihald þeirra, í stuttu ágripi. Nú þyrftu sem flest blöð vor að taka upp þann sið, til þess að almenningur fari hvergi alveg þess á mis, sem lögboðið er að auglýsa og mörgum er áríðandi að vita, svo sem eru skuldbeimtutilkynningar, nauð- UDgaruppboð og ýmislegt fleira. Peningaleiga enn að hækka á heimsmarkaði. Sfmskeyti til Islandsbanka frá Khöfn í gær segir hana vera komna upp í 7% á jiýzkalandi. Reykjavikur-annáll. Oánir. G-lsli Tómasson vm. (Bergst.str. 46 B) 17. des. Gnðný Gnðmundsáóttir ekkja, 76 ára (Grtg. 46 B) 11. des. Þórnnn Pálsdóttir ekkja, 74 ára (Berg- stöðum) 15. des. Fasteignasala (leiðr.). Yegna hálfgerðra makaskifta hafði sölnverð húseignurinnar nr. 34 við Laugaveg, sem um getur í sið- asta bl., veriö að réttu lagi um 7000 kr. Hjúskapur. Axel Meinholt söðlasm. og yngism. Kristin Benediktsdóttir (Laufásveg 20) 15. des. Ingvar Bjarnason og ym. Steinunn Gisla- dóttir (Yitastíg 15) s. d. Sigurjón Jóhannsson og ym. Margrét Þor- leifsdóttir (Barónsstig 18) 16. deB. Vilbogi Pétursson og ym. Kristín Bryn- jólfsdóttir (Hverfisg. 51) 15. des. Þorbjörn Klemensson trésmiður og Guð- riður Agústa Jónsdóttir (Vesturg. 35) s. d. Samein. félag. Gufuskip Vesta lagði á stað frá Seyðisfirði biugað i gærmorgun kl. 10. Kemur þá liklega á morgun ein- hvern tíma; átti hvergi að koma við nema í Vestmanneyjum. Parþegar með s/s Laura um daginn héð- an voru, auk þeirra, er þá voru nefndir, Th. Tborsteinsson kaupm., V. Claessen lands- féhirðir og frk. Þórunn Jónsdóttir frá Flens- borg (Hafnarfirðí). Kangárvallstsýslu (miðri) 28. nóv. Tíðarfar hefir verið stirt hér og óstöðugt þetta haust, alt fram að byrjun þ. m. Þá batnaði veðrátta og héizt það til 15., en versnaði þá aftur. Hinn 17. gerði hér aftaka-vonzku-byl, sem hélzt til 18. Fén- aður var úti um alt og urðu víða fjárskaðar meiri og minni. Fé fenti, og er nú sumt fundið, ýmist dautt eða lifandi. Frá mörg- um bæjum sem liggja nærri Þverá (Markar- fljóti), hrakti fé i hana og fórst þar. Þó var nokkru bjargað lifandi eftir bylinn, er hafði staðið á bökkum hennar og hún flóð þó langt upp yfir þá. Hross lentu og allmörg i flóði úr henni fram undan Fljótshlíð utanverðri (móts við Lambey). Munu þau flest hafa náðst lifandi, þó við illan leik; stóðu orðið i miðjar síður. Þó urðu björgunarmenn varir við 1 hross dautt. Þeir töldu liklegt, að fleiri kynni þau að vera; því fleira vantar af hrossum, sem biifðu haldið sig þar. Heyskapur varð viða heldur iýr hér um slóðir, sakir þess, að grasspretta varð heldur með lakara móti, og þar við bættist, að sláttur varð mjög endasleppur sakir rosa og rigninga. Munu margir hafa gengið nærri sér með að farga kúm og jafnvel lömbum. Hfer er allmikill áhugi með ýmsar fram- farir, svo sem jarðabætur og húsa. Nokkurir breppar hér um miðsýsluna og austan til hafa haldið plægingamann í alt sumar. Hann mun hafa plægt nál. 40 dagsl. að minsta kosti. Maður þessi heitir Guðmundur Sig- urðsson, Rangæingur að ætt, og hefir lært plæginguna í Brautarbolti Fólki líður yfirleitt vel hér i sýslu. Sveitarþyngsli fara óðum lækkandi í mörg- um breppum. £n undan þeim hefir löng- um verið kvartað, og ekki um skör fram. Það sem bændur þykir helzt að sér ama, er vinnubjúaeklan. Það væri þarft verk, ef hægt væri að finna ráð við henni. Áburðarfélagið Vegna vanskila á borgun fyrír hreinsun salerna sér félagið sér ekki fært annað en breyta til með inn- heimtu. Er því ákveðið að hafa til sölu miða sem menn geta keypt og þannig borgað fyrirfram. Verður þvi ekki hreinsað hjá neinum eftir 1. jan. næstk., sem ekki hefir keypt slíkan miða. þeir fást keyptir hjá: Jónatan þorsteinssyni kaupmanni Laugaveg 31. f>orsteini Sigurðssyni Laugav. 5. Jes Zimsen Hafnarstr. 23. Einari Árnasyni Aðalstr. 14. Hreinsað verður í hverjum hluta bæjarins sömu nætur og áður. Reykjavík 12. desbr. 1906. Stjórnin. Bjarni iYarsson bókbindari. Laugaveg 24. Tls. 118. Búnaðarf élag Garðahrepps heldur hinn ákveðna að- alfund 15. janúar 1907 í Goodtempl- arhúsinu í Hafnarfirði kl. 12 á hád. Bakka 17. des. 190A ____ísak H.ini-iiason, formaður._ Tveir piltar, 16—18 ára að aldri, frá góðum heim- ilum, geta komist að á Hotel ísland frá næsta nýári til að læra alt þaðr er lítur að veitingu og sölu, m. fl.t á gisti- og veitingahúsi. A sama stað getur vinnumaður milli. tvitugs og þrítugs fengið vist með háu kaupi. Menn eru beðnir að snúa sér tií veitingamannsins, hr. S. Carlsen á Hotel Island, 1. og 3. herbergi. Karlmanna- og kvennmannaúr, með tveggja, þriggja og fjögra ára skriflegri ábyrgð, aftur komin í verzL Matth. Matthíassonar- Spyrjið fyrst um verð á niðursoðnum vörum í AðaMræti nr. 10. Ætíö bezt kaup þar. Spil og jdlakert j fást í verzlun Matth. Matthíassonar. Hver sá er borða vill gott Margaríne fær það langbezt og ödýrast eftir gæðum hjá Guðm. Olsen. Telefon nr. 145. Syltetau ágætt, lang-ódýrast í Aðalstrœti 10. Jólatrésskraut, mikið og fagurt, nýkomið í verzlun Matthiasar Matthiassonar. Umboð Undirskrifaður tekur að sér að kaupa útlendar vörur og selja fsl. vörur gegu mjög sanngjörnum umboðslaunum. G. Sch. Thorsteinsson. Vindar, Vindlingar, Lemonade, óáfengt Ö1 (Dimm- ur) og Maltöl fæst í verzlun Matth. Matthíassonar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.