Ísafold - 22.12.1906, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.12.1906, Blaðsíða 1
3Kemur út ýmist einn sinni eða 'tvisv. i viku. YerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/, doll.; borgist fyrir miöjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (sarifieg) bnndin ■? Ö áramót, ógíld nema komjn sé til útgefanda fyrir 1. október og kanp- andi sknldlans viö blaðiÖ, Afgreiösla Austumtrœti 8 XXXIII. árg. Reykjavík laugardaginn 22. tlesernber 1906. 85. tölublað I. 0. 0. F. 8812288 */, Fl. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spítal Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12. ’Ðlutabankinn opinn 10—2 */■ og ó1/*— X. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */t siOd. Landakotskirkja. Gubsþj.91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6. .Landsbankinn 10 */*—2 »/*. Ðankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Landsskjalasafnið á þrd., fmd. og id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. 'Náttúrugripasafn á sd. 2—3. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.og3.md. 11—1 í skrautbandi fæst nú Gullöld Islendinga í bókverzlun Isafoldarprentsmiðju. Terð 5 kr. — Bezta jólagjöf. Yerzlunin Edinborg, Reykjavik Tuttugasti hver maður af þeim, sem á bazarnum kaupa, fær enn pen- ingana aftnr, eða ókeypis það sem hann hefir keypt. — Þeir eru þegar fjölda margir, sem hafa orðið þessara hlunninda aðnjótandi og sumir fengið 6—12 kr. muni ókeypis á þennan hátt. Þó að mjög mikið hafi verið keypt, er enn þá talsvert eftir, því birgð- irnar voru miklar. — Menn ættu því að nota tækifærið meðan það býðst, þennan stutta tíma, sem eftir er til jólanna. Nóg er eftir enn af eigulegum munum. I þeirri von að þeir gangi allir út og sumir fari ókeypis, óskar verzlunin öllum viðskiftamönnum sinum fyr og síðar gleðilegra jóla! Allar deildir opnar til ki. 12 i kvold. Reykjavíkur Biograftheater Frd 22.—25?. dcs. verður sýnt: Peningaskáps-ræningjar í Ameríku. »Derby«-dagur á Englandi. Líknardagur barna í Kaupmannahöfn. Hefnd pjötluprangarans. Truflun á veiðinni. Holland. Fiðrildið. Slæmur kaffibolli. Sýning á hverju kveldi kl. 9 og hljóðfærasláttur. Aðgöugumiðar seldir hálfum tíma á undan hverri sýningu. Afsleppar átyllur. Bkki þarf að efasb um, að J)jóðin ejái það, hversu afar-veigalitlar eru áatæður þær, er stjórnarliðið hefir fram að færa gegn kröfunni um þing- rof og nýjar kosningar áður en byrjað -ar á sambandsmáli voru og Dana. það er Lögrétta (19 þ. m.), sem .allranáðugast flytur oss jólaglaðning- una, fagnaðarboðskapinn bæði um það, að engrar áheyrnar sé að vænta um þingrofskröfuua, og af hvaða ástæðum ihún er vettugi virt. Neitunina á að byggja á þeirri meg in-meinloku, að stjórnin og hennar lið á þingi hafi verið og sé í hinu ákjós- anlegasta samræmi við tneiri hluta þjóðarinnar. Fyrir þvf séu framkomn- ar svo fullkomnar sannanir, sem frek- ast verði á kosið. Bjölgun kjósendanna, ■SÚ, er orðið hefir síðan aimennu kosn- ingarnar fóru fram síðast, gefi enga hvöt til nýrra kosninga, því þar sem fjölgunin hafi mest orðið: í kaupstöð- unum, þar bafi kjósendur fengið fyrir löngu (haustið 1904) að neyta kosn- ingar-réttar síns. Sex menn hafi ver- ið kosnir á þing síðan er almennu kosningarnar fóru fram 1903, og af ,þeim hafi 4 verið fylgismenn stjórnar- innar, en 2 einir andstæðingar hennar. Aþreifanlegri sönnun fyrir vaxandi fylgi stjórnarinnar sé hvorki auðið að fá né heldur þörf á því. Við þetta er það fyrst að athuga, ■sem þó reyndar skiftir minstu, að síð an 1903 minnumst vér eigi að kosnir hafi verið fleiri en ð menn á þing: — fjórir þingmenn kaupstaðanna og 2. þm. Eyfirðinga. Bn hitt er öllum í fersku minni og því má sízt gleyma í þessu sambandi, að enginn kaupstaðaþingmannanna bauð sig fram til þings sem jlokksmann stjórnarinnar, heldur annaðhvort utan flokkaeðaþá beint sems tjórnarands tceðing. Og samkvæmt því framboði voru þeir kosnir. Hefði og fráleitt fleiri en einn þeirra uáð kosningu, ef uppi hefði verið látið þá, að þeir væru á stjórnarinnar bandi. |>aun byr hafði Btjórnin þ á meðal kjósenda, að enginn taldi sér sigurs von undir hennar merki. því er mjög fjarstætt að vitna til þeirra kosninga til sönnunar fyrir vax- andi fylgi hennar. Og sízt mun það hafa aukist síðan. Engu að síður þykjast stjórnarliðar öruggir í seBSÍ, og 1 á t a s t vera sann- færðir um, að þeir séu í meiri hluta bjá þjóðinni. En hvaðan kemur þeim sú vizka? Má vera að þeir haldi að það nægi að tönlast á þessu, segja það nógu oft — því verði þá trúað. En hæpið gæti það reynst, ef á ætti að herða, og því vissast að hætta sér hvergi meðan vært er. Hitt er og alls engin sönDun fyrir vaxandi fylgi stjórnarinnar meðal kjós- enda, þó að þrír af áður nefndum þingmönDum hafi eftir á skipað sér undir merki hennar, þrátt- fyrir meira og minna ákveðnar yfirlýsingar og heit- orð við kjósendur meðan á kosninga- hríðinni stóð. þetta mun flestum vera svo minnis- stætt, að óþarft ætti að vera að rifja það upp frekara. A5 þ e s s u sinni er þvf að eins bent á það bér því til sönnunar, hve afar-hálar og afsleppar eru átyllur þær, er stjórnarliðið ætlar að stikla á fram hjá fullkomlega réttmætri kröfu um þingrof og nýjar kosningar. Kjósandi. Mannalát. Dáin er 30. okt. í haust G r ó a E y- ólfBdóttir, kona Jóns Þorv»lds- sonar, er lengi bjó á Fornastekk f Seyðisfirði. — Synir þeirra hjóna eru þeir Stefán Th. Jónsson konsúll og Eyólfur Jónson banka útibústjóri á Seyðisfirði. — Gróa var fyrirtaks vel gefin kona, greind, glaðlynd og vel metin af öllum er hana þektu. Hún mun hafa orðið nær hálf-áttræð. Skarlatssóttin segir símskeyti frá Sauðárkrók í fyrradag að komin sé á einn bæ í Skagafirði, Miðteig í Blönduhlíð. Erlendar ritsímafréttir til ísafoldar frá R. B. Kh 20. des. 6 45 sd. Viðgerð á konungs-skipinu samþykt til fullnaðar á ríkisþinginu. Konungshjónin norsku, þau Hákon konungur og Maud drotn- ing, eru heim komin aftur úr kynnis- förinni til Lundúna, Berlínar og Khafn- ar. Lárus Bjarnason segir f blaðinu Dannebrog, að Danir virðist gera of mikið úr fánamálinu. Um landsímabilanirnar hefir hr. Krarup ritsímafræðingur ritað laDgt mál og sent ísafold til flutnings, svo langt, að henni or ó- kleift að veita því rúm eins og það er, — það er tímaritsgrein og ekki blaðaritgerð. Hún verður þvi að láta duga að tína úr greininni merginn, og biður höf. velvirðingar, ef skýrsla sú er ónóg; það er óviljaverk, ef svo fer. Hr. K. imyndar sér helzt, og þeir báðir, hann og landsímastjórinn, að bilanirnar séu að kenna skemdnm á þræðinum í flutningi hans frá sjó hér upp á fjöll. þráðarviðunum sumum muni hafa verið fleygt óþyrmilega á grjót, þegar baggarnir voru teknir of- an. J>eh hafi tekið eftir því, að um- búðir af þeim hafi verið viða rifnar eða nuddaðar af. f>ær hafi verið tvö- faldur 8trigi þykkur, og megi velvera, að ónógar séu þær hér, þótt fullnógar þyki annarsstaðar; það sé sín yfir- sjón, og þyki sér ilt. Hitt telur hann óhugsandi, sem haft var eftir Norðmönnum, í ísafold 6. okt., að nokkuð af þræðinum hafi ver- ið úrtíningsrusl (Skrabtraad). f>ví reynd ur hafi hann verið vandlega fyrir fram, 11 viður teknar af handahófi úr öllum þráðarbirgðunum, og reyndist allur sá þráður jafnvel sterkari en um var sam- ið, allur nema í einni viðunDÍ; s5 spottinn þoldi ekki nema 856 pd. þyngsli í stað 862 pd., sem vera átti; hitt alt um og yfir 900 pd. En sá 6 pd. munur sé sama sem ekki neitt. þráðurinn allur úr eir (bronzi), bezta efninu, sem haft er í landsíma, en hvorki úr kopar né því síður stáli. Stál hefði dugað, ef ekki hefði verið um annað hugsað en að koma símrit- um landveg til Beykjavíkur frá Seyð- isfirði, um 600 rastir. En hitt hafi þótt ómissandi, að geta einnig notað þráðinn til viðtals, og það samtímis þvi, sem símritað væri eftir honum. Hr. Krarup ímyndar sér, að allar veilur á þræðinum verði búnar að sýna sig um það er kemur fram í nóvem- bermántið — grein hans er rituð 4. nóvemb.; þá verði hann slitnaður al- staðar þar, sem hann getur slitnað, og verði búið að gera við þær bilanir allar um það leyti, þá hafi ís- land fengið þann ritsíma, er leituu sé á öðrum jafusterkum. (Landsímastjór- inn veit sjálfsagt, hvort þetta hefir staðið heima ; ísafold hefir ekki spurt hann um það). Með 8terkari umbúðum hyggur höf. að varast megi skemdir á þræði, sem síðar yrði útvegaður. Eða þá að kaupa heldur koparþráð, sem sé seigari í sér og óstökkvari, en lakari til símtals. Seljendur þráðarins, þeir Basse & Selve í Altona, segir hann að séu orð- lagðir um alla Norðurálfu fyrir vaDd- aðan frágang á því, sem þeir láti smíða. f>ýzka ríkisstjórnin fái hjé þeira árlega 2 milj. pd. af koparþræði, og danska stjórnin hafi skift við þá 22 ár 8amfleytt, og fengið afbragðs- góðan þráð hjú þeim alla þá t(ð. Nokkuð á 3. þúsund kr. kveðst hr. Krarup loks hafa sparað landssjóði með þvf að kaupa þráðinn svo fljótt, sem hann gerði, áður en hann hækk- aði í verði, og mátti ekki muna nema einuaj degi til þess að hann yrði 3— 400 kr. dýrari. Nú væri svo mikil brögð orðin að verðhækkuninni, að hefði efnið i landsímann ekki verið keypt fvr en í miðjan október í haust, mundi það hafa kostað landasjóð 29 þús. kr. meira en hann gaf fyrir það. Fólkstala i Reykjavlk er nú vafalaust full 10,000. Yantaði ekki nema um 170 í það 1 haust, er talið var, en allmaigtfólk þá ókomið til btejarins.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.