Ísafold

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1906næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Ísafold - 22.12.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.12.1906, Blaðsíða 2
338 ÍS AFOLD Illa er þeim við það. , |>eim virðiat hafa verið afar-illa við blaða ávarpið frá upphafi, stjómarlið- um, bæði tólfmenmngunum og hin- um. |>að er ekki gott að skilja, hvað Lögréttu-mönnum hefir gengið til að vera nokkurn tíma að skrifa undir það. Hræðsla við að skerast úr leik og neita alveg samvinnu að því að koma fram sem einn maður í kröfun- um gegn Dönum? Vera með og ekki með? þurfa ekki að komast í ber- högg við neinn ? Synda milli skers Og báru og fljóta í því meinleysi inn á þing uæst ? Fyrirvarann alkunna um ríkisráðs- setuna kunna þeir að hafa hugsað sér að nota til að smjúga út um, ef á lægi. En þar varð brátt lokað fyrir með réttri skýring þess máls. |>á var farið að leita að öðrum út- göngudyrum. En gekk ekki greiðara Akureyrardeildin þeirra tólfmenning- anna slæddist með sínum sunnlenzku höfðingjum, en fór undir eins að leita sér að smugu. það er skeytið alkunna um, hver voði væri að láta Dani hafa atkvæði um ríkisráðsákvæðið. það varð þó brátt að reyk. f>á var nýtt ráð upp tekið. pað var látlaus söguburður þar nyrðra um sundrung meðal ávarpsmanna hér og afturköllun, og þar fram eftir götun- um. þjóðræðismenn þar urðu að vera að gera hverja fyrirspurnina hingað á fætur annari um, hvort nokkuð væri hæft í því, og hafði blað þeirra (Norð- land)varlaundan að bera þær söguraftur. Nú síðast eru ekki nema fáeinir dag- ar síðan er spurt var í talsíma, hvort satt væri, að ritstjóri þjóðólfs væri genginn úr skaftinu og hefði gefið út yfirlýsiugu um það eða þvf um líkt á- samt Jóni Jakobssyni og einhverjum þriðja manni. Með öðrum orðum : skáldað og skáld- að endalaust, eins og þar væri starfandi a n n a ð »sannsöglinnar« mál- gagn. Legið í talsímanum mikinn hluta dags og skáldskapnum þeytt út þaðan frá. Mundi það brölt alt koma þeim að miklu haldi? Nýlega heldur Lögrétta sig græða á því, að slíta út úr sambandi orðatil- tækí í ísafold í grein sem fyJgdi á- varpinu 15. f. m. : að ekki sé ætlast til að ísland verðr ríki sér. Orðin í línunni á undan : gagnólíkt óaðskiljan legum ríkishluta, sýnamjög greinilega, að hér er að eins verið að sneiða hjá að svo líti út, að ísland eigi að raða sér við hliðina á stórveldunum. Sambands- 1 a n d þótti því bezt eiga við að kalla það, og meira en nóg, þegar sæist að öðru leyti, í væntanlegum sambands- sáttmála, hve langt sjálfstæði þess næði. Eíki var það aldrei kallað þær 3—4 aldir, er það var alveg sjálfstætt þjóðveldi, heldur að eins 1 a n d. því mundi þá ekki það heiti duga nú ? En Lögr. sleppir alveg fyrnefndum orðum: gagnólíkt o. s. frv. og kemur þann veg að sinni rangri merkingu. Með því að slíta orð og setningar út úr réttu sambandi má alt af hér um bil fá út úr þeim aflagaða merk- ingu. Ríkisheildarhjalið: um ríkisheildina, sem ekki eigi að skerða, kemur heim við danska sambræðsluhugsun og inn- limunar. Annað er það ekki. Hugsunin í ávarpinu er, og hún hverjum manni auðsæ, sem sjá vill og skilja : vér förum ekki fram á skiln- að, ekki fram á að verða sérstakt ríki í hóp annarra ríkja álfunnar í algengri merkingu, heldur frjalst sambandsland við Danmörku, með sameiginlegum konungi og þeim sameiginlegum mál- um öðrum, sem um semur og ekki verður hjá komist eftir atvikum og ástæðum (»hljóta«). þau eiga að vera sem allra fæst. Og eigi annar samn- ingsaðili að fara einn með þau (Danmörk), verður það að vera eftir samningsheimild frá hinum. V é r getum ekki að því gert, þótt þeim sé illa við þetta alt, vorum virðu- legu bandamönnum eftir ávarpinu. Væri ekki drengilegra að segja sig annaðhvorr b e r u m orðum frá því, eða þá að framfylgja því sleitulaust? Reykjavíkur-annáll. Fasteignasala. Hinglýsingar frá í fyrra dag: Einar Horsteinsson verzlm. selur Hórarui Guðmundsyni 282 ferálna lóö við Lindar- götu á kr. 451,20 Haraldur Sigurðsson kaupm. selur Otto N. JÞorlákssyni o. fl. húseign nr. 22 við Vesturgötu með lóð á 23,000„kr. _ Jakob Jósefsson selur Jóni Arnasyni skipstjóra húseign nr. 2 við Stýrimanna- stýg á 9,200 kr._ Jóh. Jóhannesson kaupm. selur Jóhanni Magnússyni húseign nr. 29 við Hverfis- götu á 7000 kr. , Jón Jónsson selur Benóný Benónýssyni kaupm. húseign. nr. 43 B við Laugaveg með tilh. lóð á 5300 kr. Kristján Þorgrímsson konsúll selur Hjör- leifi Þórðarsyni snikkara 1279 ferálna lóð við Hoitsgötu á kr. 959,25. Páll Vidalin selur Jens Eyjólfssyni 625 ferálna lóð við Grettisgötu á 1000 kr. Hátíðamessur. Aðfangadagskveld (kl 6.) stígur sira Jón Helgason i stól í dómkirk- junni og síra Ingvar Nikulásson i fríkirk- junni. Jóladag á hádegi biskupinn i dómkirkjunni, en fríkirkjupresturinn (síra 01. 01.) í hinni. Siðdegis (kl. 5) dómkirkjupr. í dómkirkjunni. Annan í jólum á hádegi síra Bjarni Hjaltesteð í dómkirkjunni, en frikirkjupr. í hinni. Gamlársdag jkl. 6 sira Kikarð Torfason i dómkirkjunni, og cand. theol. Haraldur Nielson i hinni. Engin hádegismessa á morgun í dóm- kirkjunni, og engin guðsþjónusta í frikirk- junni. Sunnudag milli jóla og nýárs messað í báðum. Hjúskapur. Olafur Teitsson skipstjóri og yngismær Þórunn Guðmundsdóttir Waage (Bergstaðastr. 32). Samein.félag. Gufuskip Vesta kom loks í morgun snemma. Farþegar frá Khöfn kaupmennirnir Kristinn Magnússon og Þorsteinn Þorsteinsson, EggertBriem óðalsb. frá Viðey og mágkona hans frk. Guðrún Thorsteinsson, Þórður Sveinsson læknir, Guðm. E. Guðmundsson trésmiður o. fl. Frá Eskifirði kom cand. jur. Ari ritsjóri Jónsson. Fánamálid. Hingað send frá Ákureyri með tal- síma í fyrradag sú frétt frá ísafirði, að þar hafi verið 15. þ. m. á fjölmenn- um borgarafundi því nær í einu hljóði skorað á þjóðina að taka upp Stúdenta- félagsfánann. Piltur varð úti 15. þ. m. frá Sámsstöðum í Laxár- dal í Dölum, um fermingu. Mun hafa verið að líta eftir kindum. Var ófuud- inn, er síðast fréttist. HvanLeyrarskóliun. Hjörtur skólastjóri frá forstöðu hans. það þykir að vonum miður góð frétt öllum þeím hinum mörgu, sem vita, hver afbragðsmaður Hjörtur Snorrason er í sinui stööu. Hann hefir þau 11 ár, er hann hefir staðið fyrir kenslu og búnaði á Hvanneyri, komið þeirri stofnun úr alkunnri niðurlæging til mikils gengis og þrifnaðar, svo að nú er þar eitt hið stærsta og blómlegasta bú á landinu, vel af kenslunni látið og heimilisstjórn öll fyrirmynd. Stjórnin (ráðgjafinn) hefir veitt for- stöðu skólans búfræðiskandldat frá Khöfn Halldó ri Vilhjálmssyni (Bjarnarsonar, frá Rauðará), og selt honum á leigu jörðina og búið(?). Hr. H. Sn. er því frá því hvorutveggja í næstu fardögum. Það mun þó vera fremur þingi en stjórn að kenna, að landið rnissir nú mann þennan úr áríðandi stöðu, þeirri er hann reyndist mætavel vaxinn, en fær í staðinn óreyndan mann, þótt lík. legur sé. f>að (þingið) setur í lög þá viðsjálu reglu, að því að eins megi reka bú á bændaskólajörðunum álands- sjóðs kostnað, að öðru verði eigi við kom- ið. Að selja jörð og bú á leigu telur hr. H. Sn., eins og fieiri, háskatilræði við þær stofnanir; mikil freisting fyr- ir gróðafíkinn leigjanda að rýra það stórkostlega i verði, með því að farga beztu gripunum og hugsa ekki um annað en að halda við höfðatölunni, vanrækja jarðarbætur m. m.; og kaus hann heldur að láta af skólastjórn en að Ijá sitt lið til að komaþeirri breyt- ing á. Kunnugt er, hve eitt skólabúið stór skaðaðist fyrir nokkurum árum einmitt þann veg, sem fyr segir. Engin átylla er að visu til að gera ráð fyrir því um hinn unga, efnilega mann og af góðu bergi brotinn, er nú tekur við á Hvanneyri, að hann muni fara líkt að ráði sínu og gert var á Hólum. En brautin er hættuleg. Já-nei og nei-já. Ekki stendur það á miklu i sjálfu sér, hvort fréttatíningur héðaní Politiken birtist þar heldur i símskey ta liki eða fréttapistla, skrásettra þar í Khöfn. Það er öðru nær. Hitt er nokkurs um vert, að ekki haldist málsmétandi blöðum uppi skaðlegt laumuspil. Lögrétta er e n n að reyna að klóra í bakkann með t.vöfeldnis- aðdróttanir sínar, e f t i r a ð hún hafði tekið þær aftur, með því að þræta fyrir fyrir- sagnaraðgreininguna í Poltiken, sem ísafold benti á um daginn, milli símskeyta og annarra frétta, og ætlast til, að ú r þ v i a ð tilgreind simskeyti séu eftir E. H., þá leið- ist fólkjtil að imynda sér, að hitt sé það lika. En að segja að orðin Privat for Politiken m e ð staðgreining og dagsetning sé sama yfirskrift og á n þess hvorstveggja, það er viðlíka rétt og að segja t. d. að Saga og Saga íslands sé sami bókartitill, L ö g r. kannaðist við um daginn, að hún hefði ekkert fyrir sér um margnefndar aðdróttanir. Réttur hlutaðeigandi hefði gert fulla grein fyrir þvi. Nú er hæst i henni að bera á móti þvi, að hún hafi ?ekið orð sin aftur. En er þó jafnráðalaus og áður um að fá þeim nokkura stoð. Það er já-nei og nei-já upp aftur og aftur. Fornleifafélagið. það hélt ársfuud sinn 17. þ. m. j?ar skýrði forseti (E. Br.) meðal annars frá störfum Brynjólfs Jónssonar í þjón- ustu félagsin8 í sumar. Hann hefir fund- fornar bæja rústir í þórsmörk, sömu- leiðis uppblásna bæi á Landinu, þar á meðal Skarfanes bið forna ; þar fund- ust beinagrindur, eins og verið hefði þar kirkjugarður einhvern tírna, þótt enginn vísbí til þess. Hann var nú kjörinn heiðursfélagi í einu hljóði. Biðjiö kaupnmim yðar um rUEMTE ASTRQS I ft P D CTCARETTCN ' T»P TQP og önnur algeng nöfn á vindlum vor- um, cigarettum og tóbakstegundum og verið vissir um, að þér fáíð jafnan vörur af beztu tegund. Karl Petersen & Co. Köbenhavn. Vinar-stólar eru þeir sterkustu stólar, sem hægt er að fá. Af þessum ágætu stólum komu nú miklar birgðir til undirritaðsr og seljast með mikluni afslætti til jóla. Sömuleiðis seljast nýkomnar birgðir af gólfdiikum með miklum afslætti. Aldrei slíkt tækifœri að kaupa góða vöru fyrir lágt verð. Jönatan hrsteinsson. Alt efni í góðar kökur til jólanna fá inenn bezt og ódýrast £ Liverpoo). Jólagjafir af mörgum sortum komu með Vestu til JóuataiiH Þorsteinssonar. Prjón tekur unirskrifuð að sér í húsi Sigurðar Vigfússonar i Hafnar- firði. Oddrún Þorkelsdóttir. Jölagjafir i bokverzlun Isafoldarpr.sm. Rit-áhöld (skriftau) — Pennagrindur Reglustikur Þerrivelir — Bréfapressur Reiknibestik Bækur: Gullöldin. Úr heimahögum. Hafblik. Ljóðmæli M. Joch. og Gr. Th. Andersens æfintýri. Úrvalsrit S. Br.fj. Kvennafræðarinn. Orðabækur. Talsvert af útl. bókumr t. d. Andersens Eventyr, Frk. Jensens og Fru Constantins Kogeböger o. s. frv.

x

Ísafold

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-1046
Tungumál:
Árgangar:
54
Fjöldi tölublaða/hefta:
3899
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1874-1929
Myndað til:
31.12.1929
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Björn Jónsson (1874-1878)
Grímur Þ. Thomsen (1878-1879)
Björn Jónsson (1879-1895)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1897-1900)
Björn Jónsson (1900-1909)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1900-1901)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1895-1896)
Ólafur Rósenkranz (1909-1909)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1909-1909)
Ólafur Björnsson (1909-1919)
Sigurður Jón Hjörleifsson Kvaran (1912-1913)
Vilhjálmur Finsen (1919-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1921)
Valtýr Stefánsson (1924-1929)
Jón Kjartansson (1924-1929)
Ábyrgðarmaður:
Björn Jónsson (1895-1901)
Sveinn Björnsson (1919-1919)
Útgefandi:
Björn Jónsson (1895-1901)
Efnisorð:
Lýsing:
Lýsingu vantar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað: 85. tölublað (22.12.1906)
https://timarit.is/issue/275299

Tengja á þessa síðu: 338
https://timarit.is/page/3948454

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

85. tölublað (22.12.1906)

Aðgerðir: