Ísafold - 29.12.1906, Side 1
Kemur út ýmist sinn sinni eOa
tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark.
minust) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
D/1 doll,; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
UppBÖgn (sanfieg) bund n Ö
iramót, ógild nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október og kaup-
andi skuldlaus við blaðið.
Afgreiðsla Auxtumtræti 8.
XXXIII. árg.
Reykjavík Iauj*arclag:inn 2í). deseinber 1906.
86. tölublaö
Eftirmæli ársins.
Öllu lakara en í meðallagi mun árið
Aiafa verið yfirleitt, bæði til lands og
sjávar. Vetrarríki allmikið og vor-
Larðindi, einkum norðanlands og auat
an. Vægara sunnanlands og veBtan.
Hafís við Norðurland frá sumarmál-
um^til |fardaga, þó hvergi landfastur,
nema við fíorn, og tepti eigi samgöng-
Ur til muna. Bati kom um land alt
með fardögum. Sumarið sæmilegt
syðra og vestra, en lakara nyróra og
á Austfjörðum, einkum meinlega kalt
og votviðrasamt. Haustveðrátta hvik-
ul og rosasöm um land alt.
Grasspretta sæmileg, einkurn á tún-
Um. Nýting allgóð sunnanlands og
vastan, en fremur slæm í hinum lands-
fjórðungunum, og heyafli með minna
móti yfirleitt. Garðar brugðust mjög,
vegna kuldanna.
Afli allgóður á þilskip og báta syðra
og vestanlandö vetur og vor. Sumar-
vertíð þilskipa lélegri en um mörg ár
undanfarin. Sumar- og haustvertíðir
norðanlftnds og austan með rýrara móti.
Útlend þilskip miklu fleiri en áður
að veiðum hér við land, einkum Norð-
menn við síldveiði. þeir öfluðu alls
um 175 þús. tunnur síldar, yfir 2^/j
kr. virði. Hvalveiðar með minsta móti.
Vélarbátum fjölgað mjög í flestum
meiri háttar veiðiatöðum landsins.
Verzlun sæmilega hagfeld. Verð á
innlendum afurðum hærra en venja er
til, einkum á ull og fiski.
Búnaðarframfarir nokkrar. Jarða-
bætur Btundaðar í góðu meðalagi.
Plægingar fara í vöxt, og á nokkrum
fitöðum farið að nota sláttuvélar.
Itjómabúum fjölgað, en arður þeirra
Aeldur rýr, vegna kuldanna.
Um 100 manns mun hafa fluzt héð-
an á árinu til Vesturheims. Nokkrir
landar fluttust heim aftur að vestan, og
allmargir útlendir ritsímastarfsmenn
settust hér að. Sennilegt að staðist
hafi á endum fólksflutningur úr landi
og í.
Slysfarir óvenjumiklar. Sex inn-
lendar fiskiskútur fórust, og druknuðu
,þar nær 100 manns, Auk þess allmik-
ið tjón bæði á mönnum og skepnum.
Konungaskifti urðu á árinu. Krist-
ján konungur IX. andaðist 29. janúar,
en við ríkinu tók sonur hans Friðrik
VIII.
Eitsími lagður til landsins eystra og
þá andveg til Reykjavíkur. Ritsímafél.
uorræna lét leggja sæþráðinn, frá
Hjaltlandi til Seyðisfjarðar; því var
lokið 23. ágúst. Landsfmann annaðist
landsstjórnin. Hann var tilbúinn til
almenningsnota 29. sept.
Loftritun Marconifélagsius hingað,
er hófst í júní 1905, hélt áfram þar
til er ritsíminn var tekinn til starfa.
Viðtökustöðin hér við Reykjavík stend
Ur óhreyfð.
Konungur og ríkisþing Dana bauð
AÍþingismönnum í kynnisför til Dau-
tterkur. þeir fóru 35 af 40. þeir
v°ru sóttir og fluttir heim aftur á
ríki8ins kostnað. f>eir stóðu við er-
íeodis 12 daga (18.—30. júlf) í bezta
ýörlæti. þeir buðu aftur hingað 40
'^önskum þingmönnum að sumri.
Þeb verða í för með konungi, Bem þá
<er hingað von. þingmenn áttu f för-
þessari lítils háttar samtalsfund við
30—40 rfkisþingsmenn um stjórnmál
landsins; þeir tóku vel á því að, að
sinna kröfum íslendinga. — Almenn
óánægja í landinu yfir stjórnarástand-
inu eins og það er, og vottar fyrir ákveðn-
ari sjálfstæðsþrá en áður. — Tillaga
ura sérstakan íslandsfána fær alment
góðan byr.
Heilsufar sæmilegt yfirleitt. Mis-
lingar fluttust til Seyðisfj. með færeysk-
um sjómönnum, en voru stöðvaðir þar;
urðu engum að bana. Skarlatssótt
gekk við Eyjafjörð, Vopnafjörð og
komst til Skagafjarðar. Taugaveiki
g6kk í Hafnarfirði á öndverðu ári;
allmikil brögð að henni í Rvík undir
árslok. Hennar varð og vart á Seyð-
isfirði.
Reykjavikur-annáll.
Brunabótavirðing var samþykt á síðasta
fundi á þessum búseÍKnum i kr.:
Jóiis Péturssonar á Glíslaboltslóð . 6,383
Otta Guðmundssonar i Vesturgötu . 27,»'87
Dánargjöf höfðinglega hefir f. útveg6bóndi
Einar heit, Sigvaldason hér í bæ (f 8. nóv.
þ á., hálfniræður) ánafnað Fiskimannasjóð
Kjaiarnesþings, á að gizka 5—6 þús. kr.
Það var aleiga hans.
Dánir. Árni Sæmundsson trésm. (Grtg.
57), 25. des., 43 ára.
Magnús Árnason steinsmiður (Hverfisg.
31) varð bráðkvaddur Þorláksmessudag á
rjúpnaveiðum skamt frá Baldurshaga, 28
ára.
Sigríður Gnðrún Gnðmundsdóttir í Heil-
mannshúsi, 34 ára, ógift, dó 26. des.
Sigriðnr Kristjánsdóttir járnsmiðs, yngis-
stúlka, 19 ára, dó 24. des. úr taugaveiki.
Hátiðarmessur. Kveldsöngur gamlársdag
kl. 6 í dómkirkjunni: sira Rikarð Torfa-
son; i trikirkjunni cand. tbeol. Har Niels-
son. Nýársdag siðdegis cand. theol. Sigurbj.
A. Gislason. — Sóknarprestarnir að öðru
leyti: á morgun á hád. og á nýársdag.
Heilsufar. Taugaveikin heldur í rénun.
Þessa viku bæzt við að eins 2—3. Alls
veikst frá byrjun um 80. Mörgum batnað,
þótt fleiri séu hinir. Einn dáið þessa viku.
Hjúskapur. Bogi A. J. Þórðarson kaup-
maður og yngismær Kristin Sigurlaug Lár-
usardóttir (Laugav. 23) 22. des.
Brynjólfur Olafsson og ym. Jónina Sig-
riðnr Jónsdóttir (Njálsg. 49 B) s. d. f
Eirikur fiinarSBOn og ym. Sigriður Olafs-
dóttir (Njg. 43) s. d.
Guðlaugur Sigurður Eyólfsson (frá Eski-
firðí) og Málhildur Þorkelsdóttir 24. des.
Jón Jóhannsson og ym. Guðrún Guð-
mundsdóttir (Hverfisg. 58) 22. des.
Pétur Pálsson skrautritari og ym. Mar-
grét Isaksdóttir (Grtg. 2 s. d.
Leikhúsið. Nafnkent leikrit franskt, eftir
Alexander Dumas hinn yngri, Kamelíufrúin
(afleitt heiti á íslenzkn), var tekið til við
hér annan í jóium. Þar þótti frú Stefanía
Guðmundsdóttir leika höfuðpersónuna til-
talianlega vei, og er þó allvandasamt. Þá
var húsfyllir. Færra kveldið eftir, vegna
kuldans helzt.
Næturvörður hinn þriðji hér er skipaður
Sigurður Jónsson, Laugaveg 50 B.
Steinoliubirgðir ætlar danska deildin úr
Standard Oil Co. i Ameriku að hafa hér
eftirleiðis í Örfirisey; hefir fengið til þess
leyfi bæjarstjórnar gegn 25 a. árgjaldi eftir
feralin hverja.
Veðrátta. Alhvit jól og eftir þvi köld.
Hvassviðri af ýmsnm áttum, oft með fjúki.
Frostið sem hér segir (C): jólanótt 12.6;
næstu nætur tvær 11.9 og 11.3; i fyiri nótt
10 7; en i nótt sem leið 1,8.
Þjóðhátiðarnéfndin sótti um 800 kr. styrk
úr bæiarBjóði til að greiða tekjuhalla við
þjóðhátiðarhald hér siðustu árin, en bæjar-
stjórn synjaði þess á síðasta fundi.
Fjallkonu-ritstjóraskifti.
Með þessum áramótum lætur E i n a r
Hjörleifsson af ritstjórn Fjall.
konunnar, bæði sakir heilsubilunar, og
þess annars, að hann þráir mjög að geta
gefið sig við öðru, er alkunnugt er að
honum lætur manna bezt hér á landi,
en það er að rita skáldsögur.
Þar missir íslenzk blaðamenska sinn
ritfærasta mann, eftir 19 ára dyggilegt
starf og mjög svo mikilsvert, »vestan
hafs og austan«. Missir hann í bráð.
Vér v o n u m, að það verði þó ekki fyrir
fult og ait.
Missiriun er meiri en lýst verði í ör-
fáum orðum.
Ritsnild hans og rökskygni fylgir fá-
gæt mannúð og drengskapur, einlægni
og trúmenska við góðan málstað, hvort
sem almennum byr á að fagna eða ekki.
En það eru einmitt þeir kostir, er
blaðamenn prýða framast.
Blaðið Fjallkonan heldur áfram, með
óbreyttri landsmálastefnu, og gerist kand.
Einar Gunnarsson ábyrgðarmaður
þess.
Ritsímabilanir.
|>ær hafa verið með langmesta móti
nú um jólin. Samband slitið milli
Seyðisfjarðar og Akureyrar öll jólin
þangað til í gærkveldi. Hraðskeyti
frá Khöfn jóladag legaðist á Seyðis-
firði þangað til i morgun. Og ekki
komst haidur hraðskeyti frá Akureyri
annan í jólum fyr en nú í dag.
Ritsímastjórinn, hr. O. Forberg, hef-
ir beðið ísafold fyrir þennan pistil út
af Krarups-greininni í sfðasta bl.:
Hr. ritstjóri! Það er misskilningi undir-
orpið, er hr. Krarup ritsímaráðunautur gef-
ur i skyn t (sjá útdráttinn úr grein hans í
slðasta bl. Isafoldar), að eg sé honum sam-
dóma uni, að aðalástæðan til hinna
tiðu BÍmslita hér sé ill meðferð á siraa-
þræðinum við flutning hans hér á landi.
Sennilegt er, að einstöku símslit hafi orð-
ið af þeirri ástæðu, en þó mjög fá. Það
hefir komið í ijós, að flest símslitin hafa
orðið annarsstaðar en þar, sem flutningur-
inn var lengstur og erfiðastur. Það hefir
ekkert orðið að simanum á verstu fiallveg-
unum, Heljardalsheiði, Smjörvatnsheiði og
Fjarðarheiði. Aðalorsök óhappanna hlýtur
þvi að vera önnur, og vil eg þá fýrst og
fremst benda á það, að harðdreginn eir-
þráður »er fyrst i stað mjög næmur og
viðkvæmur fyrir hitabreytingum«. Enn verð-
ur eigi séð, að slitunum fækki. Þau munu
aldrei hafa verið eins tið og nú í harð-
viðrunum um jólin. — En þótt horfur séu
iskyggilegar sem stendur, treysti eg þvl
fastlega. að úti sé hið versta um það er
liður þessi vetur; þvi þráðurinn hefir
sína kosti.
I grein hr. Krarups er þess getið, að
harðdreginn koparþráður sé lakari til sam-
tals en eirþráður. Þetta hlýtur að vera
sprottið af misskilningi. Koparþráður veitir
rafmagn8straumnum minni mótspyrnu en
eirþráðurinn, og er sá munur likt og 2‘/2: 3l/2.
Ef vér hefðum koparþráð jafngildan eir-
þræði þeim, er nú höfum vér, mundu sam-
töl héðan heyrast eins glögt til Seyðis-
fjarðar eins og þau heyrast jú til Reykja-
hliðar.
En hvort sem notaður er kopar- eða eir-
þráður, fæst aldrei eins örugt samband milli
Reykjavikur og Seyðisfjarðar eins og með
stálþræði. Bæði af þeirri ástæðu og til
þess að geta haft full og eðlileg not af
ritsímasambandinu væri því mjög æskilegt,
að fá slikan þráð lagðan sem ailra fyrst;
enda mun það verða nauðsynlegt áður langt
um liður, bæði hentugra ug hagvænlegra.
Reykjavik 28. des. 1906.
Forberg.
Frjálst sambandsland eða ekki.
Lögkktta síðasta (22. þ. m.) flytur
mjög villandi og blekkjandi ritstjórnar-
grein um ȇgreininginn milli meiri og
minnihlutans um sambandsmálið«; og er
því miður ekki rúm tii að svara heuni
í þetta sinn öðru en því, að sé Lögr.
og hennar liði alvara að Island verði
f r j á 1 s t sambandsland við Danmörku,
g e t u r húu eða það með engu móti
viljað halda í ríkisráðssetuna. M e ð
henni er hégómi að tala um frjálst sam-
bandsland. Það er eintóm blekkiug, að
vera að veifa þeim fána á slíkum grund-
velli. Viðurvistartilbúningurinn — að
Islandsmál séu flutt í ríkisráði af ís-
landsráðgjafanum, á n þess að hann só
meðlimur ríkisráðsins, að eins í á h e y r n
hinna ráðgjafanna, — er eintómur reyk-
ur. Lögr. á því enn alveg ósvarað,
hvað henuar menn hugsa sér að gera,
ef Danir vilja ekki líta við þeim tilbún-
ingi; en það þarf enginn að láta sér
detta í hug að þeir geri.
Um ríkisráðið getum v é r engar reglur
sett. Það er dönsk stofnun, sem Danir
ráða einir og vér getum eigi notað öðru
vÍ8Í eu þeir vilja.
Að tala um, að lakara geti verið fyrir
oss að hafamál vor utan ríkisráðs, er sama
sem að segja, að lakara geti verið að vera
frjálst sambandsland en innlimaður hluti
Danaveldis. Séu Lögréttu-menn þeirrar
skoðunar, þá eiga þeir að segja það
yfirdrepsskaparlaust. Þá er »frjálsa
sambandslandið« úr sögunni fyrir þeim.
Þá eiga þeir að draga þann fána niður.
Með svofeldu móti er tóm blekking að
veifa honum.
Þá fyrst, er vér erum lausir við ríkis-
ráðið og viðurkent er, að vér séum frjálst
sambandsland, kemur til vorra kasta, að
ráðstafa stjórn vorri. Þá ráðum vér
einir tilhögun hennar, með konungi.
Það mál er órætt enn. Hitt verður að
ganga fyrir.
Erlendar ritsímafréttir
til ísafoldar frá R. B.
Kh 25. des. 6, 6 sd.
Kommgskomaii.
Samein. félags gufuskip T i e t g e n á
að verða samferða konungsskipinu í sum-
ar til íslands með skemtiferðamenn.
Stjórnmálafundur í Khöfn.
Fjölsóttur stjórnmálafundur meðal ís-
lendinga hér í bænum. Frummælandi
Einar sýslumaður Benediktsson, og tal-
aði frá sjónarmiði Landvarnarmanna.
Langar og fjörugar umræður á eftir.
P o 1 i t i k e n átti síðan tal við Einar
Benediktsson. Hann fann mikið að stjórn-
arskrárfrumvarpi Alberti (1903). Lárus
Bjarnason ritar stiarplega á móti honum
í Dannebrog.
Valurinn.
Islands Falk verður ferðbúinn 8. jan,
Persakonungfur
liggur fyrir dauðanum.
Ingi kongur strandaöur.
Ritsímafrétt frá Akureyri 27. des. :
Kong Inge strandaði við Flatey á Skjálf-