Ísafold - 02.03.1907, Page 1
'Xeinur nt ýmist einn sinni eBa
■tvisv. i vikn. YerÖ árg, (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l'/j doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndín víð
áramðt, ógild nema komvn sé til
átgefanda fyrir 1. október og kanp-
andi sknldlans við blaðið.
Afgreiðsla Austurstrceti 8
XXXIV. árg.
Reykjavík langardaginn 2. marz
1907.
12. tölublað
I. 0. 0. F. 88388 'I,
AagnlœkDÍng ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 i spítal.
JTorngripasafn opió A mvd. og ld. 11—12.
Hlutabankinn opinn 10—2 V* og bl 2 3 4/a—7.
lK. F. U. M. Lestrar- og skritstofa frá 8 árd. til
10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 »/* síöd.
Landakotskirkja. Guðsþj. 91/* og 6 á helgidögum.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—B.
SLandsbankinn 101/*—21/*. Bankastjórn við 12—1.
Landsbókasafn 12—8 og 6—8.
Landsskjalasafnid A þrd^ fmd. og Id. 12—1.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 11—12.
!NAttúrugripasafn á sd. 2—8.
Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.ogB.md. 11—1
Koiuingsmyndin.
Eindæmi mun það vera um alþjóðlega
samskota-áskorun hér á landi, og það frá
ýmsum helztu mönnum þjóðarinnar,
að e k k e r t af blöðum landsins fá-
ist til að styðja hana, hvað þá heldur
að almenningur vilji líta við henni.
Það er áskorunin um að reisa Krist-
jáni konungi IX. standmynd í höfuð-
stað landsins.
Blöðin hafa ýmist gert að andmæla
',því fyrirtæki, hin óháðu flest eða öll,
eða þá gengið þegjandi fram hjá henni;
sum jafnvel eigi fengist til að birta
hana.
Og ekki hefir heyrst nokkursstaðar
af landinu getið um, að áskorunin hafi
nokkurt fylgi fengið, er því nafni
megi nefna, nema ef það er meðal
fáeinna danskra manna, er hér eiga
;sér- bólfestu.
Vitaskuld eru þær afleitu undirtek-
ir alls eigi sprotnar af neinurn imu-
gust á þeim oss góðviljaða sæmdar-
manni, er áskorendur ætlast til að
'haft sé svona mikið við. Það er
iblátt áfram hitt, að þjóðin telur sig
sjálfa hafa átt frá því er bygð hófst
:hér þó nokkura þá afreksmenn, sem
■eigi margfalt meira tilkall til slikrar
sæmdar heldur en ú 11 e n d i n g u r,
sem hún á ekki meira upp að inna
en það tvent, a ð hann lét svo litið
að koma hér einu sinni á æfinni, og
a ð hann lét eftir það þjóðina njóta
hjartagæzku sinnar, einkum ef óhöpp
bar að hendi. Hins minnist hún þó um
íleið, að hann lét oss bíða ófyrirsynju og
þreyja nær fjórðung aldar eftir nokk-
urn veginn sjálfsagðri umbót á stjórn-
arhögum vorum. En hvað sem þvi
liður, — hvað er þá hans ágæti í
samanburði við þau ástverk öll þjóð-
inni til handa, er henni hafa unnin
verið af innlendum þjóðskörungum
og afreksmönnum, hverjum á sinn
hátt? Henni finst ekki konungsnafn-
ið e i 11 ærið til þess, að gera megi
svo stórkostlega upp í milli hans og
þeirra. Henni finst þetta tiltæki bera
konungsdýrkunar-keim, sem er flest-
um frjálshuguðum mönnum ógeðfeld-
ur, en einkum þó þjóð, sem lifað hefir
sitt bezta blómaskeið konungslaust, og
telur sigeiga konungsvaldinu yfir sér
töluvert minna gott en ilt upp að inna
að öllu s’amanlögðu.
Svar þjóðarinnar við konungsmynd-
aráskoruninni er þvi ofur-eðlilegt. Það
á rót sína í réttmætri skoðun og
ómengaðri þjóðræknistilfinningu.
Vér vitum nú það frekast um þetta
fyrirtæki, að nokkrir dansk-íslenzkir
eða aldanskir kaupmenn í Khöfn, þeir
er auðgast hafa á verzlun hér, muni
leggja drjúgum til þessarar konungs-
myndar, og muni hún komast upp
fyrir þeirra fulltingi aðallega, að við-
bættu tillagi fésterkra manna .í áskor-
unnarnefndinni sjálfri. En alimjög
skerðist vegur sá, er ætlast er til að
fylgi slíku minningarmarki, ef segja
má með sanni eftit á, að þ j ó ð i n
hafi sama sem alls engan þátt átt í
koma því upp.
Frá Khöfn er skrifað nú með síð-
ustu ferð, að myndin muni vera sama.
sem pöntuð þar, hjá dönskum mynda-
smið ungum, en gengið fram hjá
Einari Jónssyni. En þar virðist eitt-
hvað hafa farið í milli mála. Vér
höfum fyrir satt, eftir vitneskju frá
nefndinni, að hennar áform sé að
bjóða þeim b á ð u m að reyna sig
við myndina, líklega að gera sitt sýn-
ishornið hvor, og ráða til verksins
þann sem betur þykir takast.
Árnessýslu (Flóa) 24. febr. Harðindi
og stöðug gjafatið siðan í þriðju viku jóla-
föstu. Ef harðiodin haldast góu og einmán-
uð, er nauðsynlegt fyrir þessar austursýsl-
ur (Árnes- og Rangárvalla), að fá upp skip
með skepnufóðri um sumarmél. Því vana-
legast er það i hörðum vetrum, að kýrnar
verða verst úti, þvi annar fénaður hefir þá
fengið fóðnr þeirra. En að kvelja þær eða
hordraga fram undir sumargagnið er bæði
stórskaði og skömm.
Mörgum hrýs hálfgert hugur við kon-
ungskomu-viðbúnaðinum, þar á meðal gripa-
sýningunui við Þjórsárhrú, sem hætt er við
að verði kák eitt og oss til lítils sóma,
vantar húsnæði fyrir ýmislegt, er sýna bæri
o. fl., staðurinn þar ofurleiðinlegur, og ilt
tilsjónar nema ofan i kolsvárt árgljúfrið og
yfir grððurlitla heiðafláka.
Um landsmál litið rætt enn. En það
mun vakna með vorinu.
Flestir heimastjórnarmenn tóku blaða-
ávarpinu mjög vel og hyggja það stefni
að föstn marki. Sundrung og óheilindi duga
ekki í sjálfstjórnarbaráttu vorri við erlent
vald. Það er oft áður sýnt.
Talsverður áhugi að skerpa framkvæmd
og rekstur tóvinnuvélanna við Reykjafoss,
enda liggur það vel við i alla staði. Yatns-
aflið óþrjótandi vetur og sumar. Raflýsing
auðfengin, og aflvakinn nægur í fossinum;
það er alt ólikt þvi þar sem svo hagar til,
að alt þarf að framkvæma með kolaafli.
Siðdegisguðsþjónusta i dómkirkjunni kl. 5
á morgun (J. H.).
Föstuprédikun næst (miðvikud. 6.) flytur
i dómkirkjunni sira Ingvar Nikulásson.
Um
að auka menning og áhuga
bændalýðsins.
Ágrip af fyrirlestri við Þjórsárbrú 29. jan.
Eftir
Sigurð Sigurðsson búfræðing.
II.
(Niðurlag.)
f>á vík eg máli mínu að því, hvað
auðið muui að gjöra til þese að auka
menning og áhuga bændalýðsins.
það segir sig sjálft, að fyrst og
fremst þarf að fræða bændur um þeirra
atvinnuveg, búnaðinn, svo að þeir geti
orðið sem beztir bændur og bústólpar
þesaa lands. Jafnframt þarf að auka
áhuga og skilning bænda á almennum
málum, og þó einkum þeim þjóðmál-
um, er að landbúnaði lúta.
En þá ríður að minni byggju ekki
hvað minst á því, að uppfræðslu og
mentun hinnar upprennandi kynslóðar
8é meiri gaumur gefinn en verið hefir.
f>að væri sorglega illa farið, ef sú
kynslóð yrði enn ver á vegi scödd að
því leyti en vér, sem komnir erum á
miðjan aldur og þar um fram.
Um fram alt ríður á að innræta
henni þjóðrækni og ætljarðarást, og
jafnframt því metnað og virðing fyrir
atorku og starfsemi.
Eg vil því næst benda á nokkur at-
riði, er eg tel að verða mættu til þess
að auka áhuga og menning bænda-
lýðsins.
1. Bændaskóli eða stutt náms-
skeið í búfræði fyrir bændur og bænda-
efni. Stjórn Landsbúnaðarfélagsins fól
mér einmitt að hreyfa þessu máli
hér og leita álits manna um það,
hvort slíkfc námsskeið mundi verða sótt.
Eg er ekki í neinum vafa um, að
bændaskóli með stuttu námsskeiði
mundi gjöra gagn, sérstaklega í þá átt,
að vekja og glæða áhugann. Eg hef
hugsað mér námsskeiðið nálægt tveim-
ur vikum, og að kenslan væri aðallega
fólgin í fyrirlestrum og samræðufund-
um. Fyrirlestrarnir yrðu um helztu
atriði jarðræktarinnar, hirðing áburð-
arins, þurkun jarðvegarins og fram-
ræslu. Einnig um búfjárrækt, meðferð
búpenings, fóðrun hans og helztu at-
riðin í kynbótum. Auk þessa mundu
verða haldnir fyrirlestrar um ýms önn-
ur búnaðaratriði, svo sem mjaltir,
mjólkurmeðferð, garðrækt, samvinnu-
félagsskap og fleira.
Verulegt nám getur þetta auðvitað
ekki verið. En fræðast má þann veg
um ýmislegt áður ókunnugtj eða miður
ljóst. En vekjandi áhrif á þetta að
geta haft og komið bændum til að
hugsa meira en áður um búskapinn
og hvernig hann verði bættur.
þessir bændaskólar með stuttu náms-
skeiði hafa reynst mætavel bæði í
Danmörku og í Noregi, og eins á Hól-
um í Hjaltadal.
Gjört er ráð fyrir því í bændaskóla-
lögunum nýju, að í sambandi við þá
sé komið á fót stuttum fyrirlestranáms-
skeiðum fyrir bændur og bændaefni.
Jafnvel þótt þessu verði framfylgt við
bændaskólana, sem eiga nú að verða
að eins tveir, þá þykist eg vita, að
bændur hér að austan muni naumast
fara vestur að Hvanneyri í þeim er-
Betri sæti Almann sæti
50 a. 25 a.
Gleymið ekki liinum
nýjn lifandi myndum
vikulega
i Reykjavik Biograftheater
Betri barnasæti Alm. barnasæti
25 a. 15 a.
indum um bávetur. Alt öðru máli er
að gegna, ef slík tilsögn færi fram hér
eystra, t. d. við þjórsárbrú.
f>etta ætti að byrja næsta vetur í
janúarmánuði. þá eiga sveitamenn
helzt heimangengt. Kenslan er hugs-
að til að verði ókeypis, og að Lands-
búnaðarfélagið sjái fyrir henni.
2. Fyrirlestrafundir í sveit-
um í sambandi við búnaðarfundi hrepp-
anna mundu gjöra nokkurt gagn.
Stjórn Landsbúnaðarfélagsins fól mér
einnig að hreyfa því máli hér, og ráð-
gjörir að senda starfsmenn sína á
þessa fundi til skrafs og ráðagerðar.
Færi sjálfsagt vel á því, að búnaðar-
félögin og smjörbúin héldu sína aðal-
fundi upp úr nýárinu, og að starfs-
mennirnir gætu unnið á þeim til skiftis.
f>etta mundi koma sér vel, þá er
einhver ný mál væru í undirbúningi,
þau er þyrftu skýringar við. Auk þess
gott, að menn koma saman við og við
og ræða mál sín. f>etta mundi og
gera fýsilegrá að koma á fundina.
3. H é r a ð s f u n d i til að ræða
almenn mál ætti að halda við og við
og helzt árlega á hentugum stað.
Hentugastur fundarstaður þessum sýsl-
um væri hér við þjórsárbrú. Tveir—
fjórir kjörnir fulltrúar úr hverjum
hreppi. |>eir einir ættu að hafa at-
kvæðisrétt, en allir málfrelsi.
Fundir þessir mundu auka áhuga
manna á almennum málum og þroska
skilning þeirra og eftirtekt. |>eir yrðu
og eins konar þingmálafundir, eða öllu-
heldur undirbúningsfundir undir þá, og
jafnvel undir sýslufundi.
Slíkir fundir eða þeim svipaðir eru
haldnir árlega í Vestur-ísafjarðarsýslu
og sömuleiðis við og við í Suður-f>ing-
eyjarsýslu; ef til vill víðar.
Umræðuefni mundi ekki skorta.
Jafnan er nóg um að ræða fyrir vak-
andi og hugsandi menn, t. d. meðal
annars samgöngur í héraðinu og vega-
bætur, járnbraut og hvar hún ætti að
liggja, hafnargerð, áveitan yfir Skeið
og Flóa, talsími hingað austur, bind-
indismálið, um mentun alþýðú og fleira;
um fjármál þessa lands, og það vítt,
sem miður fer í þeim efnum.
4. L ý ð s k ó 1 i eða unglingaskóli
þarf að komast á fót f þessum sýslum,
einn fyrir báðar sýslurnar í bráð.
Hann er bráðnauðsynlegur. Hér búa
11,000—12,000 manns, sveitirnar svo
vænlegar til framfara í búnaði, að eigi er
annarsstaðar fremur, fólksstofninn efni-
legur og þrautseigur ; en mentun tæp
meðal alþýðu, eins og víðar, og enginn
mentaskóli á öllu þessu svæði. Skól-
inn ætti að vera sniðinn eftir lýðhá-
skólunum dönsku, er reynst hafa svo