Ísafold - 13.04.1907, Side 1

Ísafold - 13.04.1907, Side 1
TSAFOLD. Uppsögn (sarifleg) baadín <- ö áramót, ógild nema komm sé til átgefanda fyrir 1. október og kaup andi sknldlaus við blaðið. Afgreiftsla Austurstrœfi 8 Reykjavík laugardaginn 13. apríl 1907. 22. tölublað íKemur út ýmist einn sinni eBa tvisv. i viku. Yer0 árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. efta l‘/9 doll.; borgist fyrir mifljan júli (erlendis fyrir fram). :XXXIV. árg. Sambandsmál Yort. Bkki aft stofna sjáirstæöi vorn 1 neina hættu. Svo má líta á, og svo er líka litið á af mörgum íslendingum, að aldrei hafi runnið upp yfir þetta land jafn- mikilvægir tímar í stjórnmálum, eins og þeir, er nú fara í hönd, síðan 1262. Þá sömdum vér og samþyktum sambandslög vor, Gamla-sáttmála. Síðan höfum vér engin sambandslög samþykt. Síðan höfum vér reist all- ar vorar sjálfstæðiskröfur á Gamla- sáftmála. Vér höfum ávalt haldið þeim kröfum fram, þegar vér höfum haldið nokkuru fram um sambands- mál vort. Vér höfum ekki fengið þær kröfur viðurkendar á síðari txm- um. En vér höfum jafnan sagt: Rétt- inn eigurn vér óskertan enn. Vér íbiðurn þar til er réttlætinu vex svo fiskur um hrygg, að réttur vor er ekki lengur fyrir borð borinn með .ofurefli. Xú eigum vér að fara að semja urn :sambandsmál vort. Þrent er hugsanlegt að þá geti fyr- :ir komið: 1. Að Danir unni oss réttar vors og viðurkenni, að vér séum frjáls sambandsþjóð, að jafnframt því sem vér höfum konung með þeim, eigum •vér æðsta vald á 'óllum vorum mál- um, svo að þau mál, sem Danir kunna að fara með fyrir vora hönd, hafi þeir með höndurn fyrir þá sök eingöngu, að vér höfum falið þeim 'þau, og ekki lengur en um semst að ryér felurn þeim þau. Að öðrum kosti -■erum vér ekki frjáls sambandsþjóð. 2. Að Danir fáist ekki til að við- urkenna sjálfstæðiskröfu vora og að 'Vér höldurn henni samt fram óhikað. Þá takast engir samningar, og breyt- ing kemst engin á sambandsmál vort. Vér eigum þá óskertan allan þann ■,rétt, sem vér eigum nú. Og þegar vér höfum fengið nýja reynslu á Dön- um í þessu efni, högurn vér css eft- ir henni með þeim hætti, sem oss þykir skynsamlegastur og bezt sam- boðinn íslenzkum mönnum. 3. Að vér sleppum rétti vorum í hinurn væntanlegu samningum. Að vér förum að semja um og samþykkja þann réttargrundvöll, sem Danir hafa haldið að oss og margir þeirra halda að oss enn. Að vér förum að hætta að halda því frarn, að vér séum frjáls sambandsþjóð, eða þá leggjum ein- hvern þann skilning i þau orð, sem ekki eru og aldrei hafa verið i þeirn fólgin. Að vér förum sjálfir að stað- festa innlimunina. Það er þriðja greinin i þessum hugs- anlegu úrslitum, sem ekki má með nokkuru móti koma fyrir. Þau úr- slit væru svo óumræðilega hryllileg. Þau sýndu það, að vér ættum í raun og veru engan rétt á þvi að vera að telja oss sérstaka þjóð. Nú höfum vér fengið stjórn vora inn i landið. Með henni hefir verið lagt upp í hendurnar á þjóðinni mik- ið vald. Enginn íslendingur ætti að geta til þess hugsað, að þetta vald verði þegar á fyrstu árunum notaðtil þess að ofurselja réttindi landsins í hendur útlendum mönnum. Yér börð- urnst fyrir réttindum vorum, meðan valdið var alls ekki neitt. Vér börð- umst fyrir þeim, meðan efnin voru miklu rninni en nú. Vér börðumst fyrir þeirn, meðan fólkið í landinu var rniklu færra en nú. Vér börð- umst fyrir þeim, meðan trúin á land vort var rniklu minni en nú. Hvern- ig ættum vér þá að geta ti) þess hugs- að, að einmitt nú verði farið að grafa grundvöllinn undan sjálfstæðiskröfum vorum ? Alveg er líka óhætt að fullyrða það, að allur þorri íslendinga getur ekki til þess hugsað. Við þá hugsun fer hrollur um sálir íslenzkra manna. En því miður er því ekki að leyna, að menn eru hræddir urn að þetta verði gert. Vegna þess ótta vildu menn fá þing rofið á undan næsta alþingi. Mönnum nægði alls ekki að vita það, að samningar við Dani yrðu lagðir fyrir þjóðina áður en þeir öðluðust gildi. Menn sáu það í hendi sér, að hættan við landsréttinda-afsal ykist stórurn við það, ef fulltrúar ísiend- inga færu að gera sanxninga urn þá óhæfu. Og öðru eins máli vildu rnenn ekki stofna í nokkura hættu, hvorki srnáa né stóra. Svo virðist sem neita eigi um þing- rofið. Óttinn hefir aukist við það. Sú krafa var svo sanngjörn og sjálf- sögð, að þjóðin fengi að hafa hönd í bagga urn það, hverir semji um sjálfstæði hennar, t að það vekur eðli- lega megnan óhug, þegar neitað er um annað eins. Nú verður að reyna aðra leið: Senda áskoranir til alþingis urn að fresta kosningu nefndarmanna þar til er nýtt þing hefir verið kosið. í þeim áskorunum verður að vera svo rnikil alvara, sem þjóðin á til. Sjálfsagt færi bezt á því, að urn það mál kæmi áskorun frá allsherjar- fundi, sem haldinn væri á helzta sögu- stað landsins, Þingvelli. Bezt á við að þjóðin fylki sér þar, svo að öllum mönnum sé sýnilegt, um sjálfstæði sitt og réttindi ættjarðar sinnar. E. H. Hádegisguðsþjónusta i dómkirkjunni & morgun (B. H.) Síðdegisguðsþjónusta i dómkirkjunni kl. 5 á morgun (J. H.). Yeiðin sýnd, en ekki gefin. En meðan þetta mikla bapp Matreiddu og átu þankar hans, Færið bilaði, flyðran slapp, Fór við svo búið heim til lands. Svo má syngja um stjórnina okkar núna, vesaling. Það er ekki ein báran stök fyrir henni. Fáninu, þingrofsáskoranir, þráðlausa firðritunin, — alt angrar hana. Nýlega hefir hún þar á ofan ’ farið ákaflega skoplega sneypuför. Það er hinn nýi ritstjóri Fjallkonunn- ar, sem virðist hafa leikið á hana held- ur hlálega. Hana vantaði »assistent« á eina skrif- stofu sína hór, þarna upp í )>stjórnar- ráðinu«, er þeir kalla svo, í stað Sigurð- ar Eggerz, sem er settur sj'slumaður Rangæinga. Hún var komin í samninga við ungan, efnilegan lögfræðing hér í bænum, sem hafði enga fasta stöðu. En þágerist það, að ritstjóri Fjallk., eand. jur. Einar Arnórsson, slær upp á því við einhvern stjórnarskrifstofuem- bættismanninn, sem hann þekti, miklu fremur í gamni en alvöru, að sumir segja og að líkindum ræður, að h a n n taki við stöðu hr. Sig. EggerZ. En sá lét ekki segja sór það tvisvar, heldur rýkur óðara í »húsbóndann« og kemur þaðan aftur að vörmu spori með harla fúslegt samþykki hans. Það varð geysifögnuður í ísrael yfir þessum tíðindum. »Húsbóndinn« var á förum í sina róttferðugu frumvarpareisu út í ríkisráðið. Eu mælt er að hann hafi fyrirskipað að slátra skyldi sfnum vænsta alikálfi og slegið upp hina næstu daga dýrlegri veizlu fyrir hinum endur- fundna, iðranda syni. Fagnaðarefnið var margfalt: efnilegur liðsmaður hremdur ór klóm »stjórnaB#jenda«, blað hans lík- lega steindautt fyrir bragðið, svo tann- hvast og óhlífið sem það hafði verið hjá honum engu síður en áður, nema frem- ur væri, og óvenju-vel fær maður bund- inn á stjórnarklafanum um aldur og æfi líklegast. Veizluna skyldu sitja með skrif- stofuþjónum »húsbóndans« alt blaða- þjónustulið hans, það er til næðist: öll ritnefnd Lögréttu, eins og húu leggur sig, að ritstjóranum viðbættum, »Sann- söglis«-ritstjórinn allur og hans venzla- lið m. m. — — . Sumum þykir nú hr. E. A. hafa lengt gamanið heldur úr hófi fram. Hann stóðst sem sé ekki mátið, held- ur sezt að vinuu þar'uppi í stjórnar- skrifstofunni einni nú eftir helgina, óð- ara en hr. Sig. Eggerz hvarf þaðan, og var þar hinn spakasti dag eftir dag alt þangað til í gær, er Fjallkonan kom út, eins og til stóð, með hans ritstjórn eins og áður! Þá sprakk blaðran. Því bezt er að hætta hverjum leik þá hæst fram fer. Það v a r illa hægt að halda leiknum áfram lengur. Lögrótta hafði verið látin »hlaupa apríl« með tíðindin á miðvikudaginn. H ú n »oftók« sig á þeim. Hún var svo gorkát yfir þeim, að betri skemtun hefir bærinn ekki haft síðan »Drengur- inn minu« var leikinn. Hr. E. A. var hennar »einasti Pótur«. Kátínan og kærleiksatlotin við hann voru engu skaplegri en kerlingarflaksins þar. Fyrsta símafróttin, sem veslings-»hús- bóndinn« fær, er hann kemur við land á frumvarpaflakkinu, verður sjálfsagt urn þennan gamanleik, — hve neyðar- lega slippifengur hann hefir orðið. Því líklega verður ekki vanrækt að síma það, fremur en afrek »hinna 40 riddara«, hollustueiðinn til d a n s k a fánans. Frá Vestur-Islendingum. W i n n i p e g 1. marz : Ýmislegt mætti segja um líðan landa hór, en þó mun mega segja að hún só yfirleitt góð. Auðvitað eru sumir fátækir; en hér eru líka margir íslendingar vel efnaðir og sumir jafnvel auðmeun ornir. Það sem að mínu áliti stendur lönd- um hér mest fyrir líkamlegum þrifum, er barátta þeirra fyrir því, að vera sem mest út af fyrir sig andlega og líkam- lega, — baráttan fyrir því, að glata ekki þjóðerni sínu. Það er afardýrt og því nær ókleift fyrir oss landa hér, sem erum um 25 þús., dreifðir innan um 90 miljór.ir manna af ýmsum þjóðum og kynkvíslum, að halda við fornum hátt- um og siðum hór, þar sem alt er frjálst og fljúgandi. Aðalvandinn er sá, að fara rétt á stað — fljúga beint áfram; annars rekst maður á og verður til á miðri leið. Sumir gefast líka upp á fluginu, leggja. saman vængina og reyna aldrei til að fljúga framar. Ameríka er undraland og byltinga- land, fult af auðæfum, og þó eiga sum- ir hér aldrei neitt. Dollarinn er hér kallaður almáttugur, enda elta hann margir, því þeir vita, að hann er afl þeirra hluta sem gera skal. Og óneitanlega er afarmikið gjört hór. Allar hendur á lofti, þegar hægt er. Hór í Winnipeg voru t. d. reist hús árið sem leið fyrii fullar 12 milj. doll- ara (um 44 milj. kr.). Hér f borginni eru þó að eins 100 þús. rnanna. Islenzkir gooatemplarar í Winnipeg, um 550 að tölu, eru að koma sór upp samkomuhúsi, sem er nú því nær fullsmíðað. Það er múrhús með steinkjallara og kostar með lóð og hús- búnaði nærri 20,000 dollara (70—80 þús. kr.). Það þykir mörgum í ofmikið ráðist af svo fámennum hóp, og marg- ir lítt aflögufærir, eins og gerist. En þörfin er brýn og tilgangurinn góður, og eg hefi beztu von um, að vel reiði af með fyrirtækið. Settnr sýslumaður í Rangárvallasýslu er Sigurður Egg- erz, eand. jur. og stjórnarakrifstofuað- stoðarmaður. Einar sýslumaður Bene- diktsson hefir fengið lausn 9. þ. m. í náð með lögmæltum eftirlaunum. Samein. fél. Gufuskip Ceres (Gad) komst á stað á mánudagskveldið. Farþegar: H. Hafstein ráðgjafi, Jón Magnússon skrifstofustjóri, Skúli Thoroddsen alþm. og ritstjóri ásamt frú sinni, David Östlund ritstj. o. fl.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.