Ísafold - 17.04.1907, Blaðsíða 2
90
ÍS AFOLD
Fáua-hjal.
Hr. ritstjóri ! Eg get borið um
blekkingarbrall það í fánamálinu, er þér
víkið orðum að í næst-síðasta bl., þegar
verið var að lokka katipmenn og útgerðar-
menn hér til að skrifa undir yfirl/sing-
una sælu, frá »40 riddurunum«.
Einn, sem undirskriftarsendillinn átti
við, var meðal þeirra, er fastast höfðu
fylgt fram fánatillögúnum í Stúdenta-
félaginu í vetur. Hann er hvorki kaup-
maður né útgerðarmaður. En hann
slæddist þ ó með í tölu þeirra 40. Eg
furðaði mig mjög á því, og lét það á
mér‘skilja einu sinni, er þetta mál barst
í tal.
En hverju haldið þér að maðurinn
hafi svarað ?
Hann kvaðst hafa skrifað undir til
þess að g e r a g a b b að sendlinum
og honum til minkunar!
— Hvernig þá það? spyr eg.
— Það er honum til skammar, svaraði
maðurinn, að hann er að fá menn til
þess að skrifa undir aðra eins vitleysu
og þá, að undirskrifendur ætli sér ekki
að skifta um verzluna r-fána fyr en
lög mæla svo íyrir eða leyfa það. Það
er vitlaus maður, sem er að láta fólk
lofa hátíðlega að gera ekki það, sem
ekkert lagaleyfi er til að gera. Því lög
leyfa ekki að svo stöddu að hafa annan
v e r z 1 u n a r-fána en dannebrog, þ. e.
á skipum milli landa eða svo að aðrar
þjóðir skuli taka mark á honum.
— Nú, já-já! En yður finst ekki,
að undirskrifendur geri s é r
minkuu með því, að skrifa undir slíka
markleysu?, Þér haldið ekki, að fólk út
í frá líti svo á, að þ e i r hafi gert sér
til minkunar með því að gerast ginn-
ingarfífl undirskriftarsmalans að s 1 í k r i
yfirlýsingu ?
Mér fanst nú hljóta að vera skríti-
lega skapaður heili í manni, sem jafn-
einfalt mál speglaði sig s v. o n a fárán-
lega í. Mér fanst og finst enn slíkur
heili mega til að vera nokkurs konar
spóspegill, e f þetta væri af hreinskilni
mælt.
En — eg efaðist vitskuld um það
með sjálfum mér.
Eg þóttist sjá, að annaðhvort
sáriðraðist maðurinn eftir glappaskot
sitt, en vildi reyna að klóra yfir það
og bera sig mannalega, þótt m ó r fynd-
ist nú þetta miður karlmannlegur fyrir-
sláttur, — að gera sjálfan sig að heimsk-
ingja heldur en að kannast við sann-
lcikan —, e ð a þá að hann væri að
leika alkunna list, en miður hefðarlega :
þá, að leika tveim skjöldum, öðrum há-
íslenzkum, er á væri markaður nýi fán-
inn Stúdentafólagsins, sem hann hafði
fylgt þar af kappi, en dannebrog á hin-
um, til þess að koma sér við Dani.
Eg hafði haft töluverðar mætur á
þessum manni og nokkra virðingu.
En n ú á eg bágt með það.
Eg get ekki að því gert.
En söguna þessa set eg hór öðrum
til viðvörunar — til viðvörunar við því
tvennu: a ð láta glæpast á jafn-aug-
sýnilegri blekkingu sem þeirri, er þessi
náungi varð fyrir, og a ð gera sig út
af svona lítilmótlegan, er hann var
kominn í bobbanu og þurfti að greiða
sig úr honum aftur.
Honum var engin vorkunn að sjá
það undir eins, til hvers refarnir voru
skornir: að gera yfirlýsinguna að m ó t-
m æ 1 u m gegn íslenzka fánanum bæði
hér og einkanlega í D a n m ö r k u,
frammi fyrir dönsku mömmu, —
eins og raun er á orðin.
Maðurinn s a g ð i s t að vísu ekki
hafa hugsað sór, að nöfnin ætti nokk-
urn tíma að birta á prenti! Hann
kvað t. d. smalann ekkert leyfi hafa
fengið hjá sér til að birta s i 11 nafn!
En þá fanst mér nú taka steininn úr
um einfeldnina eða — óeinlægnina. Eg
hló framan í hann, hló kuldahlátur og
vantrúar upp f opið geðið á honum.
Mér hefði í stuttu máli fundist karl-
mannlegra bæði af honum og öðrum
undirskrifendum, að kannast blátt áfram
við það undanbragðalaust, að þeir urðu
að gera það til geðs stjórnirmi hér, sem
sendillinn gerði út, og y f i r-þjóðinni
Dönum, a ð mótmæla i'slenzka fánanum,
mótmæla sérstökum fána handa Islandi,
en lýsa æfinlegri trygð sinni við d a n s k a
fánann.
Því þ a ð sjá a 11 i r, að yfirlýsing-
in er hlægileg markleysa, ef ekki er
ætlast til að hún só þann veg skilin,
þótt farin só krókaleið með orðalag
hennar.
Að öðrum kosti samsvarar hún alveg
því, ef kaupmenn færi að kveða upp
með það úr eins manns hljóði, að þeim
dytti ekki í hug að svíkja toll, meðan
tollskyldan væri í lögum, — eins og
þór komnst að orði, hr. ritstj.
Virðingarf.
Yðar
Mercator islandicus.
Fra Ve8tur-l8lendingum.
íslenzkir þingmenn.
Kosningar til fylkisþingsins í Mani-
toba eru nú nýafstaðnar (í marz),
voru sóttar af allmiklu kappi, eins og
títt er, eftir því sem vestanblöðin segja.
Urslitiu urðu þau, að framsóknarmenn
höndluðu 10 þingsæti ný, en mistu hins
vegar 5 af þeim 7 þingsætum, er þeir
höfðu á undan. Flokkaskipunin er því
þessi: 28 íhaldsmenn, sem fylgja þeim
Koblin yfirráðgjafa og hans fólögum
(Roblin-stjórninni), eu 12 framsóknar
menn. Aður hafði stjórnarflokkurinn
33 atkv., en stjórnarandstæðingar 7.
Tveir íslendingar voru kosnir, báðir
1 liði framsóknarmanna: Thomas H.
Johnson málfærslumaður fyrir vestur-
hluta Winnipegborgar, og Sigtryggur
Jónasson fyrir Gimli-kjördæmi.
Thomas H. Johnson (Tómas Hermann
Jónsson) kepti um kosníngn móti 2
enskum íhaldsliðum, Mr. Sharpe fyrv.
borgarstjóra og Mr. K. Mc. Kim, og sigrað-
ist á þeim með 228 atkvæða mun.
Móti Sigtr. Jónassyni kepti Baldvin
L. Baldvinsson Heimskringluritstjóri um
kosningu af hálfu stjórnarflokksins, en
féll með um 150 atkv. mun. Baldvin
hefir verið mörg ár á þingi.
Tómas H. Jónsson er fæddur 12. febr.
1870 á Héðinshöfða í Þingeyjarsýslu,
sonur Jóns Björnssonar, er þar bjó,
bróðursonar Kristjáns amtmanns Krist-
jánssonar. Móðir Tómasar, fyrri kona
Jóns Björnssonar, var Margrét Bjarna-
dóttir frá Fellsseli í Köldukinn. Hún
var dáin nokkuru áður en þeir feðgar
fluttu til Vesturheims (um 1880?).
Tómas kvað hafa aflað sór allmikillar
mentönar, fyrst í alþýðuskólum og síð-
an í æðri skólum, og lögíræðisnámi
lauk hann og útskrifaðist árið 1900.
Hann hefir haft drjúg afskifti, af almenn-
um málum í Winnipeg. Hann var fyrsti
jormaður í framsóknarfólagi íslendinga
þar í Winnipeg, og í skólanefnd bæjarins
var hann kosinn 1904. Það starf þótti
hanti léysa svo vel af hendi, að hann
var endurkosinn í þá nefnd í fyrra í
einu hljóði.
Sigtryggur Jónasson er með elztu ís-
lenzkum landnemum vestan hafs. Hann
fluttist vestur tvítugur, árið 1872. Er
nú maður hálfsextugur. Hefir og verið
alla tíð í fremstu röð landa þar, at-
kvæðamaður og atgervismaður um flesta
hluti. Hann var stofnandi hins fyrsta
blaðs Islendinga vestan hafs, Framfara, á
Nýja-íslandi, og ritstjóri þess um hríð;
og ritstjórn Lögbergs hafði hann á hendi
mörg ár eftir heimför Einars Hjörleifsson-
ar, Hann komst fyrstur íslenzkra manna
á þing vestan hafs, Manitobaþing. Það
var árið 1896. En fóll í næstu kosningum
fyrir lar,da sínum Baldvin L. Baldvins-
syni. Hann er kvæntur systur síra
Valdimars Briem og þerra bræðra, Rann-
veigu Olafsdóttur, hinni mestu merkis-
konu fyrir vitsmuna sakir og mannkosta.
Flóa-áveitan.
Skýrsla verkfræðings.
þesa var getið um daginn, að Karl
Thalbitzer verkfræðingur, sá er Heiða-
félagið danska hjálpaði um í fyrra til
þess að gera undirbúningsrannsóknir,
mælingar og áætlanir um fyrirbugaða
áveitu á Skeið og Flóa, hefði samið
og prenta látið í vetur skýrslu sína og
álit um þær rannsóknir.
Með því að hér er um að tefla eitt
hið stórfenglegasta framfarafyrirtæki
vort, það er lengi hefir verið á dag-
skrá, þykir oss hlýða að gera nokkra
grein fyrir ýmsum fróðleik þeim hin-
um helzta, er skýrsla þessi flytur.
Bygðin nú, Skeið og Flói, segir höf.
sé um 8V„ fermíla, milli fjórsár að
austan og Hvítár og Ölfusár að vest-
an, frá Vörðufelli niður að sjó; það
er 4V2 míla, en breiddin milli ánna
ofan til um 3/4 mílu, en alt að 3 míl-
um, úr þvf kemur niður fyrir Hestfjall.
Hann minnist lítið á Skeiðin. Segir
að ekki sé til neins að hugsa um á-
veitu á þau fyr en búið sé að hefta
sandfokið þar. En til þess dugi engin
áveita, heldur að eins melsáning og
girðingar. En engin tormerki telur
hann á að ná þjórsá upp á Skeiðin og
yfir mikið af þeim. Hentast hyggur
hann muni verða að taka ána upp í
bugnum fyrir neðan þrándarholtshólma.
Og vatnið úr þjórsá telur hann enn
betra enn úr Hvítá; meira í því af
jökul-leðju.
Af fyraefndu svæði öllu hefir honum
mælst að vatni megi veita á gras-
spildur, er nema fullum 3 fermílum alls,
víðs vegar um Skeiðin og Flóann. Frá
ganga hraun (Merkurhraun), holt og ás-
ar, svo sem niðuroddinn á Skeiðunum,
landið kringum Asabæina í Villinga-
holtshreppi, mikið svæði kringum óegn-
ishóla í Gaulverjabæjarhreppi, Stokks-
eyri og Eyrarbakki, spilda með Ölfusá
frá Kallaðarne8i austur (fyrir Sand-
víkur og upp að Rauðalæk fyrir ofan
Laugardæli,) og enn allmikið land við
Hvítá kringum Oddgeirshóla. Sést það
alt greinilega á glöggum uppdrætti yfir
þessa bygð, er skýrslunni fylgir, og eru
á hann markaðir allir meiri háttar
skurðir, bæði áveitu og frárenslis, með
lengd þeirra og stærð á áveitublettun-
um. •
Skurðir þeir allir og annar umbún-
aður til áveitunnar ætlar hann að muni
kosta um 600,000 kr.
Áveitan ætlast hann til að sé alstað-
ar uppistöðuáveita, og sé hún gerð
tvisvar á ári, sumar og haust, 2 mán-
uði í senn, fyrir og eftir slátt.
Afarmikil vinna verður þetta, og
hyggur höf. að ekki muni veita af
2—3 árum til hennar, með því naum-
ast verði hægt að hafa saman nægan
vinnukraft til að gera það á skemmri
tíma, og muni þó verða að fá hann
mestallan frá öðrum löndum.
f>ví að eins segir hann að vit sé í
að ráðast í þetta, a ð fjármagnið til
þess fáist með haganlegum kjörum, og
a ð horfur séu á svo mikilli fólksfjölg-
un í Flóanum, að jarðabæturnar verði
hagnýttar til hlítar.
. Til þess að hæna fólk að megi til
að gera því kost á að eignast þar jarð-
ir með góðum kjörum.
Sé það gert, telur hann víst að lands-
sjóður muni fá með tímanum vexti af
tilkostnaðinum og fram yfir það.
Hann vill láta jarðareigendur í Fló-
anum, sem gagn hafa af áveitunni,.
selja landssjóði nokkuð af áveituland-
inu með því verði, sem nú er á þvb
landi, og skyldi halda eftir af söluverð-
inu tillagi þeirra til fyrirtækisins. f>á
þyrftu þeir yfirleitt engu til að kosta
beinlínis til áveitunnar, og kunni að fá
jafnvel meira, er þeir gætu þá varið tib
frekari jarðabóta, er miðuðu til að hafa
áveitunnar sem mest not. f>ann veg
mundi gjaldþol þeirra áukast á skömm-
um tíma.
f>á fengi landssjóður miklar jarð-
eignir í aðra hönd, og gæti hagnýtt
sér þær eins og bezt þætti henta, selt
þær eða leigt innflytjendum.
f>að telur höf. sjálfsagt, að lögð yrði
sú kvöð á alla þá, er áveitunnar nytu^
að greiða árlegan kostnað til viðhalds-
þeirra mannvirkja og gæzlu.
Aðalfjárframlagið ætlar hann lands-
sjóði, en vill þó láta sýslusjóð og sveit-
arsjóði bera nokkuð af því, með því-
að gjaldþol bænda á áveitusvæðinu*
muni aukast að góðum mun.
Fánamálið.
Því hefir enn verið víða hreyft, í
fólögum og á almennum mannfundum,,
og fær hvarvetna hinar beztu undir-
tektir.
Það mál er sýnilega orðið brennandi
áhugamál þjóðarinnar. Hun er orðin'
sér þess meðvitandi, að sérstakur íslenzk-
ur fáni táknar betur eti nokkuð annað'
þá sjásfstæðisþrá, sem hún ber í brjósti.
pess vegna vill hún eignast slíkaii
fána.
Á fjölmennum fundi Kinnunga (í Þing-
eyjarsýslu), sem haldinn var í vetur,,
var samþ. svo feld yfirlýsing með öllum
atkv. gegn einu:
Fundurinn lýsti því yfir, að hann
telur nauðsynlegt og sjálfsagt að ísland
fái sérstakan fána, og aðhyllist fyrir sitt
leyti þann fána, sem Stúdentafélagið í
Rvik leggur til að tekinti só uþp.
Almennur kjósendafundur í Húsavík--
urhreppi, sem var haldinn í Húsavík
28. febr., samþykti með öllum samhljóða
atkvæðum tillögur Stúdentafélagsins um.
fánamálið.
Ungmennafélag Beykjavíkur samþyktr
á fundi 24. f. m. svofelda yfirlýsingur
Ungtnennafélag Reyjavikpr fylgir þvf
eindregið, að Islendingar taki upj> sér-
stakan fána, er verði löggildtir, en notr
eigi erlendan fána. Félagið fylgir fána-
tillögu Stiidentafélagsins í Reykjavík.
Ennfremur lýsir félagið óánægju sinni
yfir því, að Islendingar skuli bindast
samtökum gegn þessu róttmæta sjálf-
stæðismálefni þjóðarinnar (kaupmanna-
undirskriftinnar).
Á almennum borgarafundi á Seyðis-
firði 2. þ. m. voru samþ. þessar tillögur:
1. Fundurinn er eindregið með því,
að íslendingar taki upp sérstakan fána,
og skorar á þjóðina að veita fánamálinu
örugt fylgi.
2. Gerð fánans álítur fuudurinn auka-
atriði.
3. Fundurinn aðhyllist fyrir sitt leytí .
tillögu Stúdentafélagsins um gerð fán-
ans: hvítan kross í bláum feldi.
Prentaraýélagið í Beykjavík samþykti
á fundi 14. þ. m. svolagaða yfirlýsingu:
Hið íslenzka prentarafólag Iýsir því
yfir, að það álítur rótt að íslenzka þjóð-
in taki upp sórstakan fána*, og aðhyllist
fánagerð þá, er StúdentafólagiS hefir
stungið upp á.