Ísafold


Ísafold - 27.04.1907, Qupperneq 1

Ísafold - 27.04.1907, Qupperneq 1
J'Semar út ýmist eina sinni eöa tvisv. i vikn. VerÖ úrg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða VI, doll.; borgist fyrir miÖjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Oppsögn (skrifleg) baudut við úramót, ógild nema kom:n sé til útgefanda fyrir 1. október og kaup- andi sknldlans við biaðið. Afgreiðsla Austumtrœti B XXXIV. árar. Reykjavík laugardaginn 27. apríl 1907. 26. tðlublað Gamli-sáttmáli og Nýi-sáttmáli. Sjálfstæðið sama og eftir Gamla- súttmála, — þaðer aðalkjarninn í hinum nýju sjálfBforræðiskröfum vorum, eins og þær komu fram í blaðamannaávarp- Ídu frá 12. nóv. f. á. og eins og óháðir stjórnmálamenn landsine hugsa sér þær nú. Nýi Báttmáli á að verða að því leyti til endurnýjun Gamla Báttmála. Frjálst sambandsland er ekki landið að öðrum kosti. Einu gildir, hvemig tvískinnungB-tól ■Btjórnarinnar og óheilinda-kindur streit- ast við að toga orð og ummæli ávarps- ina og hræriþvarast út af þeim, — það er óbifanlegb, þetta: a ð frjáiat aambandsland gerum vér tilkall til að vera, og það erum vér -ekki með öðru móti. Stjórnarhættir eru miklu margþættari nú en þeir voru á 13. öld. f>ar af leiðir, að nýr sambandssáttmáli, N ý i' eáttmáli fyrirhugaður, hlýtur að verða itarlegri miklu en Gamli sátt- -máli. En meginþáttur hans verður að vera sama efnis. Konung höfum vér yfir obb hinn sama og sambandsþjóð vor. En þau æin mál önnur fara aðrir með en vér, ær vér veitum frjálst samþykki vort til að geri það. f>að verða þau ein mál, er h I j ó t a eftir ástæðum að vera utan við sérmálasviðið, sem nú «r svo kallað. |>au verða það, m e ð- a n bvo um semur, en lengur ekki. f>ví getur ekkert valdboð ráðið. J>vi að þá værum vér e k k i frjálst sam- bandsland. Um þessar sjálfsögðu kröfur og því 'flamkvæmar, er vakað hafa alla tið •fyrir sjálfstæðis-forvígismönnum vorum, frá því er stjórnarbarátta vor hófst um miðja öldina sem leið, — um þær hélt nærri að málgögn allra stjórnmálaflokka í landinu yrðu sammála nú fyrir tæpu missiri. f>að var fyrsta sporið til að fá þeim kröfum framgengt. f>að skildi þjóðin þegar, og hún var og er þeim mönnum mjög þakklát, er það spor stigu. En íslands óhamingju verður flest að vopni. Stjórnarflokks-málgögnin, öll nema «itt, mátu meira vistráðin hjá stjórn, eeto enga aðra hugsjón hefir en að hanga við völd alla æfi. l>au skárust úr leik, er á skyldi herða, þótt líklega létu í fyr8tu Hreinskilnislega og drengilega þorðu þau ekki 14ta þag Uppj_ Laumu- spili Og óheilindum beittu þau og hafa beitt alla tíð síðan. Jjjóðin sá að vísu von bráðara gegn- um allan þann vef. En söm er þeirra gerð, og Bundrungu ^alda þau með þjóðinni, sundurlyndi °g flokkadrætti í máli, þar sem henni reið á um fram alt að koma fram sem einn maður. Og það gerðu þau vitaskuld um leið, að dæmi allra sundruugarmanna, að bregða ö ð r u m um ófrið, brigzla þ e i m um friðarspjöll, sem alt gerðu til þess að koma á fullum friði og sáti, koma á sátt og samræmi í lífsvelferð- armáli þjóðarinnar. Eftir að skýlan var af þeim dregin í sjálfu sambandsmálinu, hefir starf þeirra og viðleitni öll lotið að því, að fá þjóðina til að hverfa frá allri um- hugsun um það, sambandsmálið, en koma henni út í rifrildi um tilhögun á stjórn þeirra mála, er vér hefðum með höndum. En ekki hefir það tekist enn og mun ekki takast. þjóðiu sér glögt, til hvers þeir refar eru skornir. J>að á að eyða með því sambands- málinu sjálfu, koma því á það stíg, að Danir ráði einir, hvernig því er skipað. þeir og þeirra sporgöngumenn hér- lendir. |>að gerist með þeim hætti, að vér berum að vísu fram vorar sambands- sáttmálakröfur, en þann veg lagaðar þó eða þær einar, er vér vitum fyrir fram að muni vera Dönum þóknan- legar. jþað sem þar er fram yfir, er ilt í þeirra augum, stjórnarliða. f>að er sprottið af skort á bróðurhu g(!), segja þeir. Og helzt eigum vér ekki að vera að tala um nýjan sáttmála, með þvi að það kunna Danir illa við, heldur að eins um endurskoðun stöðulaganna frá 1871, hinnar vald- boðnu lögleysu, sem á nú að belga með staðfestingu beggja þjóðanna og gera þauórjúfaDlegum aldur og æfi, með lítilsverðum breytingum eða án þeirra. Eifrildi um landstjórnarfyrirkomu- lag að sambandssáttmálanum fengn- um fá þeir piltar ekki komið þjóðinni út f né óháðum málgögnum hennar, hvernig Bem þeir leitast við. Hún gerir það ekki að kappsmáli fyrir fram, hvort af tvennu tiltækilegu er heldur kosið, ráðgjafastjórn eingöngu með kon- ungi, eða jarls (landstjóra) með ráð- gjöfum. Henni dettur ekki í hug að fara að binda sig fyrir fram við aDnað, en fordæma hitt. Utan ríkisráðsins danska hlýtur landinu að verða stjórn- að hvort heldur er. f>ví ella getur það ekki heitið f r j á 1 s t sambands- land. f>að hefir að öðru leyti sinn kost og löst hvort um sig, þetta tvent fyrir- komulag, sem nú var nefnt. Með öðru þeirra er konungsvaldið flutt inn í landið. Með því væri með öðr- um orðum fengin hin rífasta heima- stjórn, sem kostur er á, meðan ekki er gerður fullur skilnaður með oss og Dönum. f>að er ekki heimastjórnarlegt, að vilja heldur hafa það vald í öðru landi. f>jóðlegt getur það aldrei orðið þar. f>að sjá allir. Hér er þó heldur vegur að reyna að gera það þjóðlegt. f>á er og ríkisráðið danska alveg úr sögunni um afskifti af íslenzkum mál- um. Vitanlega eiga íslenzkir ráðgjafar að undirskrifa með konungi skipun jarlsins (laudstjórans). Ella erum vér ekki frjálst sambandsland. JarUhugmyndin eða landstjóra hefir alt af öðru hvoru verið höfð efst á baugi í stjórnarbaráttu vorri, enda er hún 8amkvæm Gamla-sáttmála, og er ekki verri fyrir það, þótt fyrsti jarlinn (og eini) væri ekki betur þokkaður en hann var og jarlsnafnið hyrfi úr sög- unni með honum, ekki fyrir neinn ímugust landsmanna á þ v í, heldur komu þar fram vanefndir konungs* valdsins á þvf atriði sem öðrum í sátt- málanum; því hefir þótt það of veg- legt fyrir oss. En dýrara er hætt við að það yrði en hitt, að hafa tóma ráðgjafastjórn, t. d. þriggja tnanna ráðuneyti, er einn færi með mál á konungs fund, þau er til hans kasta eiga að koma. Og kostnaðaratriðið getur ekki legið oss í litlu rúmi, meðan oss vex ekki betur fiskur um hrygg, — þótt of dýrt m e g i kaupa sparnaðinn. Kost og löst á þessu tvennu hvoru um sig á að mega ræða með mestu spekt og rósemi. Sáttmálakröfur vor- ar eru hvorugu bundnar hinu fremur. f>eir sanna það, stjórnarliðar, að þeir fá þjóðina aldrei til að leggja ár- ar í bát um sambandssáttmálakröfur sfnar, en að fara f þess stað að þrasa um landstjórnartilhögunina. Fjárkláði. Skrifað er ísafold úr Dalasýslu 16. þ. m. m.: Nýlega er kominn upp allmikill fjár- kláði á Gunnar8Stöðum í Hörðadal. Sá bær liggur alveg á sýslumótum. f>ví er kent um, að kláðinn hafi fluzt frá Borgum á Skógarströnd, þar sem fjárkláðinn var svo mikill í fyrra vor, og þaðan voru kláðakindurnr, er fundust í sláturfénu í haust í Gunn- arsstaðaey. En yfirvöldin í Snæfellsnessýslu gerðu engar ráðstafanirtilað útrýma þeim illa kvilla, hvorki í fyrra vor né í haust, og má það teljast hegningarverð óhæfa. Sýslumaður hér hefir nú látið fram fara rækilega böðun á öllu Gunnars- staðafénu, og verður því kláðiun éilaust læknaður þar. En hvað stoðar það, þótt eg slökkvi f húsvegg mfnum, ef hús nágrannans heldur áfram að loga? f>essi lækning á Gunnarsstöðum verður auðvitað gagnslaus, nema að stjórnin taki nú rögg á sig og fyrir- skipi duglega kláðaböðun í innhluta SDæfellsnesBýslu, og það sem allra fyrst. f>etta dæmi ætti eflaust að verða henni hugvekja í þá átt. En efasamt er, hvort Snæfellingum sjálfum er trúandi til að baða fé sitt. Sláturféð frá Borgum í haust er sagt að hafi verið hýst á nóttum í fjár- húsunum á Gunnarsstöðum, og svo var heimafóð hýst í þeim skömmu sfð- ar. f>ann veg halda menn að kláðinn 8é kominn að Gunnarsstöðura. f>að má annars telja skaðlegt, að ekk- ert varð úr fjárböðun á síðastliðnu hausti, og sér nú fljótt á, að Myklestad gamli er farinn. En vonandi er, að næsta alþingi taki alvarlega f taum- ana með mál þetta; því að fari svo, að kláðinn færist út aftur, er öllu því mikla fé, er eytt hefir verið til að út- rýma honum, sama sem kastað í sjó- inn. Hlutabankinn og peningahagur Yor. Það eru góð tíðindi, að bankastjóra Em. Schou hefir gengið allvel erindið í utanför hans. En það var að rýmka um peningahag bankans. Hann hefir að sögn fengið ádrátt um allríflega við- bót við veltufé bankans, jafnvel svo miljónum skiftir, sumpart fyrir banka- vaxtabréf hans, og sumpart með því að auka stofnfóð enn til muna, en til þess þarf samþykki löggjafarvaldsins. Það var ekki vanþörf á þessu. Stofn- fé bankans, 3 miljónirnar, voru upp- gengnar, auk hátt upp í 1 milj. í inn- lagsfó, og búið að taka nokkuð lán er- lendis. Svo er peningaþörfin mikil. En ekki í annað hús að venda nú; því að Landsbankinn hefir lítið sem ekkert getað hjálpað síðari partinn í vetur, að eins veitt lítils háttar úrlausn í smálánum. Þetta þarf engan að furða. Enda var margsýnt fram á það hér um árið, er verið var að berjast við að koma bank- anum upp, að fyrirhugað stofnfó hans væri heimskulega lítið. Og nam verzlun landsins þá ekki nema 16—18 miljónum éða ekki það, en er nú komin upp í nál. 3 0 m i 1 j. Víxlaviðskifti bankans námu í fyrra 9 miljónum. Öll viðskiftaveltan nær 40 miljónum. Það er ekki von að stofnun, sem á að birgja aðallega bæði verzlun landsins og búnað m. m. að viðskiftafó, komist af með örfáar miljónir. Erlendar ritsimafréttir til ísafoldar frá R. B. Khöfn 25. apr. 6,16 sd. Englandsbanki hefir lækkað vexti niður í 4°lo. G u ð m. Hannesson lœknir d Akureyri skipaður héraðslœknir i Reykjavik 19. apríl. Th orefélag aðalfund i dag. Vaxandi ágáði. Félagsstjórninni veitt umboð til að auka stofnféð upp i mil- jón, og bæta manni i stjórnina við tœki- færi, ef til vill fslendingi. Bókmentafélagið endurkaus formann sinn Þorv. TTioroddscn og stjórn. Frumvarp um ir skt r á ð verður lagt fyrir þingið í Lundúnum 7. mai. Ölafsvíkur-verzlim Einars Markússonar, aðalverzlun- inni þar, hefir verið breytt i vetur i hlutafélagseign og nefnist B æ n d a- verzlunin Einars Markús- sonar & Co. Hlutaféð 100,000 kr., í 100 kr. hlutun. J>ar af á hr. E. M. sjálfur 30,000 kr. Hann hefir lagt í félagið verzlunarhús sín og fiskiskútur, vöruleifar og útistandandi skuldir. Alls eru hluthafar 110, bændur í Nes- hrepp innri og Breiðavíkurhreppi.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.