Ísafold - 29.05.1907, Blaðsíða 1
íKemur út ýmist einn sinni eða
tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l‘/s doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
1SAF0LD.
(Jppsögn (sanfleg) buniin vi9
áramót, óg.ld nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október og kanp-
andi sknldlans við blaðið.
Afgreiðsla Austurstrœti 8.
•XXXIV. krg.
Ileykjiivík miövikndaginn 29. maí 1907.
36. tölublað
I. 0. 0. F. 88678 >/2
.Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spital.
T'Forngripasaí'n opið A mvd. og ld. 11—12.
'Hlutabankinn opinn 10—2 ‘/s og ú1/^—7.
t'K. F. U. M. Lestrar- og skriístofa frá 8 árd. til
10 síbd. Alm. fnndir fsd. og sd. 81/* síod.
‘Landakotskirkja. Guösþj.91/* og 6 á belgidögum.
Landakotsspítali f. sjúkravitj. 10 */*—12 og 4—5.
Landsbankinn 10*/«—2 */t. Bankastjórn við 12— 1.
Landsbókasafn 12—3 og 6—8.
Landsskjalasafnið á þrd^ fmd. og Id. 12—1.
'Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12.
'Náttúrugripasafn á sd. 2—8.
'Tannlækning ók. i Fósthússtr. 14, l.ogS.md. 11—1
Millilandanefndin.
Það hefir alt af frá upphafi staðið
•til, að hún væri konungleg, sem kallað
er, þ. e. skipuð af konungi, — alveg
eins og fjárhagsnefndin á sínum
tima (r86i) t. d.
Þess vegna hefir alt af verið svo að
■orði komist í ritsímaskeytum um
dönsku nefndarmennina væntanlegu,
að bent hafi verið á þá og þá menn
í nefndina, af þeim og þeim þing-
fiokki, eða þeir eða þeir menn til
.nejndir í hana.
Ríkisþingið hefir alls engan mann
Í nefndina valið, hvorug deildin, né
meinn þingflokkur, smár eða stór.
Það er nokkurs konar fljótaskriftar-
orðalag, er stundum er þann veg að
-orði kveðið, að þingin, hið danska og
íslenzka, velji menn í nefndina. Það
.er nfiður rétt að oiði komist; en
■skekkjan sú óvillandi þó alveg og að
því leyti meinlaus, vegna þess, að
Itonungur eða stjórn hans fer jafnan
■eftir slíkum »tilnefningum«, telur sig
sama sem bundna við þær.
Alveg eins verður farið að hér á
’þingi i sumar með íslenzku nefndar-
mennina, ej nokkuð verður átt við af
þess hendi að koma nefnd þeirri á
laggir, eða eftir henni óskað, sem
mjög getur brugðist til beggja vona,
og ætti helzt ekkert að verða úr, eft-
.ir því sem nú til hagar.
JÞað eru ekki nfiklar horfur á, að
sfiík nefnd rnundi koma oss að nfiklu
’haldi, mönnum skipuð aðallega eftir
tilnefning innlwiunarjlokksins, sem er
fí svo miklum meíri hluta á þingi hér,
■vegna liðhlaupanna eftir kosninguna
•síðustu, vegna staðfestingar ólöglegra
'kosninga þeim flokki til fyllingar,
vegna þess, hvernig konungkjörnu
sætin voru skipuð síðast, og loks
■vegna þess, ofan á alt saman, aðyjir-
þjóðiri hefir mikinn meiri hluta sinna
manna i nefndinni, til þess að aldrei
íari svo, hvað sem íslendingar segja,
flð þeir, Danir, ráði þar ekki málalok-
um einir síns liðs.
Tvo eða þrjá af sjö íslendingum í
nefndinni mundi minni hlutinn á
þingi, sjáljstasðisjlokkurinn, fá að »til-
nefna* í nefndina, — tvo eða þrjá af
átján alls; þvi ellefu eiga þeir að vera,
hinir dönsku nefndarmenn. Hvaða
slægur getur oss verið i því, að eiga
þar >/Q eða >/6 atkvæða í mesta lagi?
Vér göngum sem sé alveg að því
vísu, að innlimunarflokksmenn mundu
verða Dönum samferða og sammála
að mestu eða öllu leyti, um það er
lýkur.
Það er því eitt íhugunarefnið, hvort
ekki væri réttast gert af minnihlutan-
um, að viðra alveg fram af sér að til
nefna nokkurn mann í nefndina, allra
helzt ef svo færi, að þjóðin mótmælti
netndinni alveg á þingmálafundutn
bæði í héraði og á Þingvöllum. Lofa
meiri hlutanum að vera einum um
að tilnefna menn í nefndina, hvort
heldur væri að sínu leyti eða alla sjö.
Eða þá láta ráðgjafann einan ráða,
hverjum nefndin væri skipuð af ís-
lands hálfu. Það mun koma nokk-
urn veginn í sama stað niður, eins
þingið er nú skipað og auk þess
alveg umboðslaust aj pjóðarinnar hendi
til að koma nærri nokkurri ráðsálykt-
an um fyrirkomulag hinniÉ sameigin-
legu mála, en það fyrirkomulag eitt
á neindin um að fjalla beinlínis.
Það er haft; eftir ráðgjafanum, að
konungur hugsi til að skipa nefndina
fyrsta daginn, sem hann dvelst hér á
landi. Þá er ætlast til, að þingmenn
hér verði búnir að tilnefna menn í
hana. Hann hefir með sér yfirráðgjafa
sinn, J. C. Christensen. En honum
er sjálfsagt ætlað að unditskrifa það
skipunarskjal með konungi.
Erlendar ritsimafréttir
til ísafoldar frá R. B.
Khöifn 28. mai 7 sd.
Daniel Bruun farinn á stað til að
rannsaka fornar rústir fyrir norðan
Akureyri (á Gásum?)
Bammershöj höfuðsmaður, 2 premier-
lautinantar og 18 öbreyttir liðsmenn
lagðir á stað til íslands til þess að
halda fiar áfram landmœlingum
á Vesturlandi.
Þingið i Brúnsvík hefir kjörið til
landsstjórnar Johann Albrecht, hertoga
frá Mecklenburg.
Sex nýsmíðuð fiskiþilskip i Esbjœrg,
eign Lauritzens konsúls, leggja bráðum
á stað til íslands til þorskveiða.
Konungshjónin norsku i kynn-
isför í Paris; fagnað þar hjartanlega
af rikisforseta.
Þrjatíu þúsund Kinve rj a r hafa
gert uppreisn i Kvantungshéraði.
Lokið fundi rússneskra jafnaðar-
manna í Lundúnum.
Raflýsinparmálið ræðir bæjarstjórn
á aukafundi i dag. Það er kölluð fyrri
umræða um samninginu við félagið, sem
ætlar að taka að sér raflýsinguna. Síðari
umræða kvað eiga að verða á næstareglu-
legum fundi, 6. júni.
Minst mun verða á samninginn lítils
háttar hér i blaðinu á laugardaginn.
-----V- *
Kosningalagabreytingin
fyrirhugaða.
Meiri jöfnuður í kjósendatölu á
hvern þingmann, minni freisting til
hreppapólitíkur og sérstaklega miklu
betur en áður gætt réttlætis og jafn-
aðar í fulltrúa-ítölu kjósenda eftir mis-
munandi landsmálaskoðunum — það
eru kostirnir á hinni fyrirhuguðu nýju
kjördæmaskiftingu, ásamt hlutfallskosn-
ingurn til alþingis. Það er áþreifan-
legt ranglæti og alt að því hneykslan-
legt, að 501 kjósandi af 1000 í kjör-
dæmi ráði einir, hver eða hverir fari
með umboð þeirra allra 1000 á þingi,.
en hinir 499 alls enga. Ur þeim
ójöfnuði eiga hlutfallskosningarnar
sérstaklega að bæta. En það fyrir-
komulag gerir aftur nfiklu stærri kjör-
dænfi nauðsynleg en nú eru þau;
það er auðvitað mál. Líklegast ekki
hægt að hafa þau nfinni, svo vit
verði í, heldur en gert er í stjórnar-
frumvarpinu og skýrt var frá hér um
daginn.
En þá koma agnúarnir.
Þeir eru miklir og margir.
Vitaskuld hefir verið nógu nfikið
að því gert stundum til mótspyrnu
gegn líkleguin nýmælum, að þau ætti
ekki við hér vegna ólikra staðhátta.
En hér, í þessu dæmi^ e r u það
einmitt gagnólíkir staðhættir, sem
gera þetta nýmæli mjög svo varhuga-
vert.
Allra annarra landa bezt þekkjum
vér land, er meira að segja byggir
hámentuð framfaraþjóð, þrítugfalt fjöl-
mennari en vér erum, en þó svo
greiðfært yfirferðar, að ferðast má um
það landsenda í milli á einum degi.
Þar væri nfiklu hægra að hafa a 11
landið eitt kjördænfi (í stað 114),
heldur en hér sjö. Alt um það eru
þar eintóm einmenniskjördæmi, ekki
einungis til sveita, heldur jafnvel í
borgunum. Þ æ r eru hlutaðar niður
í einmenniskjördæmi, kliptar sundur
í örsmáa bita einmitt til þess. Þar,
í Danmörku, minnist varla nokkur
maður á þessa fyrirmyndartilhögun:
sem stærst kjördæmi og hlutfallskosn-
ingar. — Og svo ætlum vér hér,
með vorum afarörðugu samgöngum,
að hafa kjördæmin svo stór, að þau
yrðu 4—5 dagleiðir enda á nfilli
beina leið!
Með öðrum þjóðum er mjög mik-
ið um svo vel efnum búna menn,
að þeir þurfa ekkert handarvik að
vinna árið um kring sér og sínum
til framfæris. Þeir geta leikið sér
öllum stundum, alla æfi, ef þeir vilja
og eru svo gerðir. Og þeir geta
einnig varið öllum sínum tíma í
landsins þarfir, sem kallað er, alveg
endurgjaldslaust. Þeir geta ekki ein-
ungis setið á þingi þjóðar sinnar
meiri hluta árs, jafnvel endurgjalds-
laust, heldur varið hinum tímanum
öllum til að ferðast um landið, um
kjördæmi sitt eða annarra, haldið fundi
og spjallað við kjósendur. Hve marg-
ir hafa ástæður til þ e s s hér ? Hve
margir hafa ástæður til að ferðast
jafnvel einu sinni eða tvisvar á ári t.
d. um allar sveitir nfilli Smjörvatns-
heiðar og Kúðaftjóts og kynna sig
kjósendum og kynnast þeim, ræða
við þá um áhugamál þeirra á mál-
fundum og utan þeirra?
Viðkvnningin við kjósendur, sem
varla má minni vera en nú er hún
yfirleitt, mundi hverfa að mestu með
annari eins kjördæmastækkun og hér
er farið fram á.
Smá kjördæmi greiða fyrir kosn-
ing héraðsríkra atorkumanna, hvað sem
líður þingmannshæfileikum þeirra. En
ekki er hitt betra, sem stóru kjör-
dæmunum fylgir, að þar komast þeir
einir að, sem eru víðkunnir, svo sem
embættismenn, blaðamenn, farandsal-
ar (kaupahéðnar) o. fl., þótt miklu
nfiður séu í þingmannsstöðu hæfir.
Hin fyrirhugaða kjördæmabreyting
mundi líklegast fjölga enn embættis-
mönnum á þingi hér, þótt fæstum
þyki á bætandi, nema stjórninni.
Afnám konungkjörinna þingmanna
er vafalaust orðinn almennur þjóðar-
vilji, ekki sízt eftir síðustu almenna
og alræmda hagnýting stjórnar vorr-
ar á þeim kosningarrétti. Er þá nokk-
urt vit í að vera nú að búa til nýja
kjördæmaskipun, sem bygð er á því,
að þeir haldist í lögum áfram ?
Ekki er trútt um, að fullerfitt veiti
lítilsigldum kjósendum að krossa rétt
kjörseðlana leynilegu, sem nú eru lög-
boðnir. Hitt er þó stórum mun
vandameira, að tölusetja rétt nöfn
á langri þingmannaefnaskrá og marg-
faldri, eins og nýmæli þetta ætlast til.
Það er þvi ekki annað sýnilegt en
að vér hljótum að neita oss enn
um hríð um þá hina fullkomnari og
réttlátari kosningatilhögun, sem stór
kjördæmi með hlutfallskosningum hafa
í för með sér; og er oss þar satt að
segja ekki vandara um en meiri hátt-
ar þjóðum, sem láta sér enn lang-
flestar lynda gamla lagið.
Ráðgjafakjörtlæmið,
Eyjafjörður, kvað eiga von á »hon-
um sjálfum« norður þangað nú eftir
mánaðamótin. Hann kvað ætla að
láta Valinn danska skjóta sér norður
þá, hafa með sér landritara sinn í ís-
brjóts stað, ef þar kynni að verða fyrir
einhver jakaslæðingur einhverstaðar,
sem naumast mun þurfa ráð fyrir að
gera. Landritari er þar öllumleiðuro
kunnugur frá fornu fari.
Þing’vallafundarkjör
fyrir Garðahrepp með Hafnarfirði í
gærkveldi: sira ]ens próf. Pálsson
og Sigurgeir Gíslason vegavinnustjóri.
Að kjósa 2 fulltrúa fyrir þann eina
hrepp, Garðahrepp, mun vera látið
helgast af þvi, að bæði er það lang-
fjölmennasti hreppurinn á landinu, og
Hafnarfirði auk þess af tómum rang-
indum synjað um kaupstaðarréttind! á
siðasta þingi.