Tíminn - 20.12.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.12.1979, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 20. desember 1979. n Gróskuuiiidð útgáfuár hjá Sögufélagí Sögufélagiö hefur gefiö út fimm rit á þessu hausti og er hiö siöasta nýútkomiö: „Snorri. Atta alda minning”. Er þar meö lokiö gróskumiklu ári hjá félaginu sem eins og kunnugt er sérhæfir sig i útgáfu á vönduöum sagnfræöirit- um. Sögufélagiö hefur þrátt fyrir takmarkaöan markaö og fjárráö komiö ýmsum góöum verkum á- leiöis á árinu og fer hér á eftir kynning á útgáfubókum ársins. 1. Söguslóöir, afmælisrit gefiö út til heiöurs prófessor Ólafi Hanssyni á sjötugsafmæli hans 18. september s.l. og kom þaö út sama dag. Ritiö var gefiö út i samvinnu viö Sagnfræöistofnun Háskóla Islands, Sagnfræöinga- félagiö og Sögusjóö Menntaskól- ans i Reykjavfk, en hver þessara aöila átti sinn ritnefndarmann, sem annaöist útgáfuna: þeir voru Bergsteinn Jónsson, Einar Laxn- ess og Heimir Þorleifsson. Sögu- slóöir hafa aö efni ritgeröir eftir 25 höfunda, vini og samstarfs- menn ólafs Hannssonar, sem rita um ýmis áhugasviö hans, einkum sagnfræöileg efni. í ritinu er auk, þess heillaóskalisti meö rúmlega eitt þúsund nöfnun og skrá yfir ritverk próf. Ólafs. — Söguslóöir eru prentaöar i Prentsmiöjunni Hólum. 2. Arnessýsla. Sýslu- og sóknar- lýsingar Hins islenzka bók- menntafélags 1830-1843. Þetta rit á rætur aö rekja til þess, aö Kaup- mannahafnardeild Bókmennta- félagsins ákvaö áriö 1838 aö til- lögu Jónasar Hallgrimssonar aö gefa út nákvæma lýsingu á Islandi. 1 þvi skyni var dreifibréf sent öllum prestum landsins, þar sem spurt var fjölmargra spurninga. Jónas Hallgrimsson átti aö skrifa Islandslýsingu, en hann féll frá áöur en þaö verk yröi framkvæmt. Svarbréf prest- anna hafa varöveitzt og veita fróölega og yfirgripsmikla land- lýsingu kirkjusókna landsins. — Sýslu- og sóknarlýsingar Arnes- sýslu gefa góöa hugmynd um Ar- nessþing um miöja siöustu öld. Svavar Sigmundsson frá Hraun- geröi, lektor i Kaupmannahöfn, hefur búiö ritiö til prentunar, en til útgáfunnar hefur Sögufélag notiö styrks frá sýslunefnd Ar- nesssýslu og Arnesingafélaginu i Reykjavik. Ritiö er prentaö i Prentsmiöju Suöurlands á Sel- fossi. Þess skal getiö, aö áskrif- endasöfnun hefur fariö fram austanfjalls og hefur Páll Lýös- son bóndi I Litlu-Sandvik, veriö aöalskipuleggjandi þessa starfs og hann hefur einnig veriö ó- metanlegur tengiliöur milli útgef- anda og prentsmiöjunnar eystra. 3. Saga, timarit Sögufélags fýrir áriö 1979 undir ritstjórn Björns Teitssonar og Jóns Guöna- sonar. í ritinu, sem er á fjóröa hundraö bls. aö stærö eru aö venju markveröar greinar islenzkrar sagnfræöi. Upphafs- greinin og sú lengsta er eftir önnu Agnarsdóttur og ber heitiö „Ráöageröir um innlimun íslands i Bretaveldi á árunum 1785-1815”. Aörir helztu höfundar eru: Ólafur R. Einarsson, Anders Fossen og Magnús Stefánsson, Helgi Þorláksson, Sveinbjörn Rafnsson, Jón K. Margeirsson og Loftur Guttormsson. Auk þess eru i Sögu fjölmargir ritdómar, ritaukaskrár um sagnfræöi og ævisögur 1978, skýrsla um aöal- fund Sögufélags 1979 og skrá yfir alla félagsmenn, en langt er siöan slik skrá hefur birzt. Sýnir hún, aö félagar Sögufélags eru fleiri nú en nokkru sinni fyrr, en félags- menn teljast þeir, sem kaupa timaritiö Sögu, svo aö þaö er sú kjölfesta, sem félagiö byggir fyrst og fremst á. — Saga er prentuö I Isafoldarprentsmiöju. 4. Jón Sigurösson forseti, 1811- 1879 eftir Einar Laxness. Rit þetta er yfirlit um ævi og starf Jóns Sigurössonar I máli og myndum, gefiö út I tilefni aldar- ártíöar hans, sem var sama dag og bókin kom út, 7. desember s.l. Er þessu riti ætlaö aö vera alþýölegt yfirlitsrit fyrir þá, sem vilja fræöast i hæfilega löngu máli um höfuöleiötoga islenzkrar sjálfstæöisbaráttu, en telja má, aö skort hafi slikt rit um Jón for- seta. 1 ritinu er sjórnmálaferill Jóns Sigurössonar og stefna I sjálfstæöisbaráttunni einkum haft I fyrirrúmi, auk þess sem fjallaö er um fræöistörf hans og ýmsa persónulega þætti. Annar aöalkjarni bókarinnar er fjöl- breytt myndaefni, sem ætlaö er aö bregöa ljósi á hina fjölmörgu þætti, sem varöa lff Jóns forseta, samferöa- og samstarfsmenn, fjölskyldu hans og vini, auk, mynda af umhverfi þvi, sem hann liföi og hræröist i heima á íslandi og i Kaupmannahöfn, þar sem hann átti heimili sitt i nær hálfa öld. — Ritiö um Jón Sigurösson er Ungu listamennirnir ásamt Viimundi Gylfasyni, menntamálaráö- herra. Myndir 10 bama sendar í teiknisam keppni á vegum S.Þ. A sl. ári var Islenskum börn- um, 11 ára og yngri gefinn kost- ur á aö taka þátt I alþjóöiegri teiknisamkeppni, sem efnt var til af Menningarmáiastofnun S.þ. Samkeppni þessi tengdist aiþjóöaári barnsins. en viö- fangsefni myndanna skyldi vera „Llf fólks áriö 2000”. Samtals voru 10 myndir vald- ar úr öllum þeim fjölda, sem barst og voru þær sendar utan til aöalstööva UNESCO, til þátt- töku i keppni um alþjóöleg verö- laun. Fyrir skömmu var svo börn- um þeim er gert höföu myndirn- ar tiu boöiö I menntamálaráöu- neytiö, ásamt myndmennta- kennurum þeirra. Þar voru bömunum m.a. afhent sérstök bókaverölaun frá ráöuneytinu. prentaö I Prentsmiöjunni Hólum. 5. Snorri. Atta alda minning, gefiö út i tilefni þess, aö á þessu ári eru talin 800 ár frá þvi rithöf- undurinn Snorri Sturluson var i heiminn borinn. 1 þessari bók eru ritgeröir um sagnritarann og stjórnmálamanninn Snorra Sturluson eftir sex höfunda: Hall- dór Laxness, Gunnar Karlsson, Helga Þorláksson, óskar Hall- dórsson, ólaf Halldórsson og Bjarna Guönason. Fjöldi mynda prýöir bókina og hefur veriö leit- azt viö aö safna saman sem flest- um myndum af Snorra, eins og ýmsir listamenn hafa hugsaö sér hann. Útgáfuna hafa annazt Gunnar Karlsson og Helgi Þor- láksson. Bókin er prentuö I Prent- smiöjunni Hólum. Höfundar bókarinnar um Snorra, frá hægri til vinstri: óskar Halldórsson, Gunnar Krisson, Halldór Laxness, ólafur Halldórsson, Helgi Þorláksson og Bjarni Guönason. (Tfmamynd: Tryggvi) SPIUÐ UM STJÖRNUMERKIN í ASTRO SPILINU FINNURÐU PERSÓNULÝSINGAR ÞÍNAR OG VINA ÞINNA Á SPENNANDI OG SKEMMTILEGAN HÁTT AÐ VITA ALLT UM SJÁLFAN ÞIG ÞANNIG ER ASTRO —STJÖRNUSPILIÐ: Þú spilar í þínu merki á móti hinum. Meö nýja ASTRO-teningnum finnur þú afstööu þína gagnvart hinum merkjunum og græöir og tapar samkvæmt henni. Stjörnusjóöur leggur íé á merkin eftir stjörnukortunum. Þú getur veöjaö og grætt ennmeira meö því aö snúa viljahringnum í vissa afstööu. Meö spilinu fylgir bók meö 864 mismun- andi persónulýsingum fyrir öll merkin og bæöi kynin sérstaklega. Hluti af spilinu er fólginn í því aö tryggja sér sem bestar persónulýsingar og aö spilinu loknu geta þátttakendur boriö saman hvaöa merki ber gæfuna meö sér. í ASTRO-stjörnuspilinu fylgir: Spilaborð, viljahringur, spilapeningar, stjörnukort, bók meö persónulýsingum og leikreglum.talnablokk og ASTRO-teningurinn, sem er fyrsti sinnar tegundar i heiminum, meö tólf flötum og íslensk uppfinning. SPILABORG HF. SIMI44622 ASTRO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.