Ísafold - 16.11.1907, Page 1
5Senmr it ýmist einn sinni efia
visv. í vikn. YerÖ árg, (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa
l‘/» doll.; borgist fyrir miOjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Oppsögn (skrifleg) bandin v.B
iramót, ógild nema komis sé til
átgefanda fyrir 1. október og kaaj -
andi sknldlans við blaðiö.
Afgreiðsla Austurstrœti 8,
XXXIV. arg.
U
Reyk,javík laugardaginu 16. nóv. 1907.
72. tölublað
Jónas Hallg’rímsson.
1807—1907.
Hér fekk okkar glæstasta gigja sinn hljóm
og gullið í strengina, sína;
og sæll ertu, Jónas, því sólskin og blóm
þú söngst inn í dalina þína,
og þjóðin þín fátæka fegin sig býr
og frægir með gimsteinum þínurn,
og málið þitt góða í faðminn þinn flýr
með flekkina’ á skrúðanum sínum.
Og heiðraðu, móðurjörð, hörpuna þá,
þvi hann varð oss kærastur bróðir,
sem söng við oss börnin, og benti’ okkur á,
að blessa og elska þig, móðir,
sem ástvana sjálfur og einmana dó
og andaður fekk ekki leiði,
sem söng þegar geislarnir sendu’ honum fró
og svolítill blettur í heiði.
En sárt var að kenna þá svipinn hans fyrst,
er sólin var. slökt undir bránum,
og minnast þá barnsins, hve brjóstið var þyrst,
og bjóða’ honum armana dánum.
En látum sem fæst yflr högunum hans
og hinna, sem frægðir oss vinna,
svo móðirin gangi’ ekki döpur í dans
í dulunum barnanna sinna.
Hann Jónas sá morguninn brosa við brún;
en bágt á hér gróðurinn veiki,
þvi lágur er geislinn, sem teygist í tún
og tröllskuggar smámenna’ á reiki;
og þyki þér hægfara sól yflr sveit,
þá seztu’ ekki niður að kvíða,
en minstu þá dagsins, sem meistarinn leit
og myndin hans ætlar að bíða.
Og gaktu’ honum aldrei í gáleysi hjá:
hann gleymdi’ ekki landi né tungu,
og æfinni sleit hann við ómana þá,
sem yfir þig vorhimin sungu.
Hér biður hann dagsins sem ljósvættur lands
og lítur til blómanna sinna:
þess fegursta’ í ættjarðarhlíðunum hans
og hjörtunum barnanna þinna.
ÞaS er í dag 100 ára aftnœli »listaskáldsins góða«. Og verður i þess minn-
ingu afhjúpuö hér standmynd sú af honum, er gert hefir Einar Jónsson. Hún
hefir sett verið til bráðabirgða i tún Guðm. landlæknis Björnssonar neöan til,
skamt upp frá lækjarbarminum. Bjarni Jónsson frá Vogi flytur afhjúpunarræðu.
Þá verður og sungið kvæði það hið fagra, er hér er prentað, eftir Þorstein Er-
lingsson, við nýtt lag eftir Sigfús Einarsson. Margt verður og gert annað til við-
hafnar og minningar um hinn mikla meistara, er þjóðin hans ann því heitara,
sem lengra líður frá því er hún átti honum á bak að sjá, helzti ungum.
Af Akureyri er símað í gær:
Jónasarhátíð á morgun í Good-templarahúsinu með ræðum og söng;
Marconiskeyti um Atlanzhaf.
Stórtíðindi í
hraðskeytaflutningi.
17. október 1907.
Þann dag, 17. f. mán., hafa orðið
stórtíðindi í heimi hraðskeytalistar-
innar, ef svo mætti að orði kveða.
Þá hefir Marconi tekist að koma
ótakmörkuðum orðafjölda reglulega og
viðstöðulaust um þvert Atlanzhaf,
milli Nýja-Skotlands og írlands, 1940
mílur enskar, sama sem hér um bil
415 vikur sjávar eða danskar mílur.
Það er meiri vegarlengd en 6 sinn-
um alt ísland af enda og á.
Marconi var sjálfur á nýreistri
loftskeytastöð í Nýja-Skotlandi, þar
sem heitir Glace Bay, og sendi það-
an 30 orð til viðtökustöðvar þeirrar,
er hann hefir reisa látið á írlandi
vestast, í Clifden í Connemarahéraði.
Skeytið barst alla leið á 2 tæpum
mínútum.
Það var kveðja til blaðs í Dýflinni,
Dublin Evening Mail, fyrsta blaðsins,
sem hagnýtti þráðlaus skeyti, fyrir 9
árum, segir þar.
Þetta var snemma morguns, og
var siðan haldið áfram loftrituninni
milli fyrnefndra stöðva um daginn,
send 40—50 orð á mínútu.
Um miðjan dag fekk eitt meðal
helztu blaða í Lundúnum, Dnily Mail,
samfagnaðarskeyti frá blaðinu Times
í New-York, loftleið til írlands og
þaðan með ritsíma.
Fáeinir stórhöfðingjar fengu að loft-
rita hjá þeim Marconi þann dag. En
almenningi ekki ætlað að komast að
fyr en eftir 8—10 daga.
Stórtiðindi þessi flutti enskur botn-
vörpungur hingað i gær, í Lundúna-
blaði frá 18. og 19. f. m., The Daily
Mirror, er ísafold hefir fengið í hend-
ur fyrir góðvild Mr. Newmans
Marconistöðvar-varðar hér. Ritsíma-
skrifstofunni dönsku, Ritzaus Bureau,
hefir ekki þótt þau frásagnar verð I
Hálfa leið um Atlanzhaf tókst fyr-
ir nokkrum missirum að koma loft-
skeytum reglulega og að staðaldri, en
ella ekki nema orði og orði, er vel
stóð á, fyr en nú. Þeir hafa, Mar-
coni og hans félagar, verið að berjast
við það alla tíð síðan, að koma á
greiðum, reglulegum og áreiðanlegum
skeytasendingum þá leið alla. Vald.
Poulsen hinn danski kom með í fyrra
sína nýju umbót á loftrituninni og
hugðist mundu skjóta Marconi langt
aftur fyrir sig. *
En svo hefir ekki orðið.
Þetta gerir stórkostlega byltingu í
öllum þeim hinum mikla ritsímaat-
vinnurekstri og bakar sjálfsagt öllum
ritsimafélögum i heimi geysitjón. Er
því meira er skiljanlegt, að þeim sé
ekki vel við þessa nýjung. Enda tek-
ur Marconi eða hans félag ekki nema
38 aura (5 d.) á orðið, en ritsimafé-
lögin 90 a. (1 sh.) milli Englands og
Ameríku. Hlutabréf Maconífélagsins
gerðu meira en tífaldast í verði fyrsta
sólarhringinn, sem haldið var uppi
loftritun um þvert Atlanzhaf. Stöð-
varnar sendust þá á 14,000 orðum.
Næsta þrekvirkið þessu er það, er
Marconi tók að senda hingað að stað-
aldri og reglulega skeyti með ótak-
mörkuðum orðafjölda snemma sum-
ars 1905, fráPoldhu á Englandi syðst,
1120 mílur enskar, sem hann heldur
enn áfram, og fær stöðvarvörður hans
hér löng skeyti þaðan daglega, en
má ekki láta nokkurn mann af þeim
vita, vegna einkaréttar Ritsímafélags-
ins norræna!
Reykjavíkur-annáll.
Fasteignasala. Þinglýsingar frá siðasta
bæjarþingi:
Árni Jósefsson selur 9. nóvbr. Eiríki
Bjbrnssyni húseign nr. 42 B við Grrettisgötn
með 625 ferálna lóð á 5500 kr.
Björn Simonarson kaupmaður selur 15.
ágÚ8t Þórarni Guðmundssyni skipstjóra hús-
eignina Ánanaust með 2500 ferálna lóð (í
skiftum fyrir hálft skip m. m.).
Bæjarstjórnin selur 11. nóvbr. Jóni Guð-
mundssyni trésmið 1428 ferálna lóð fyrir
sunnan Birtingabolt fyrir jafnstóra lóð (til
vegar) í Bráðræðisbolti.
Grisli Magnúseon steinsmiður selur 13,
nóvbr. Einari M. Jónassyni cand. juris hús-
eignina Hlið við Skólavörðustíg með 1225
ferálna lóð á 3200 kr.
Hjörtur Rjartarson trésmiður selur 6.
nóvbr. Guðmundi Pálssyni 500 ferálna lóð
í Bráðræðisholti á 500 kr. .
Ólafur Theódórsson trésmiður selur 7.
nóvbr. Einari M. Jónassyni cand. juris ý8
af Nýjatúni (Akurgerði) á 6000 kr.
Sigvaldi Bjarnason trésmiður selur 6.
nóvbr. Hirti Hjartarsyni trésmið 840 fer-
álna lóð við Miðstræti á 420 kr.
Torfi Þórðarson selur 26. septbr. Pétri
Jónssyni pjátrara 748 ferálna lóð við Ný-
lendugötu á 1496 kr.
Þorsteinn Gunnarsson selur 25. septbr.
Oddi Ögmundssyni húseign nV. 54 B við
Laugaveg með 500 ferálna lóð á 2700 kr.
Hjúskapur. Björn Bogason bókbind. og
ym. Elin Klemensd. 14. nóv.
Eiríkur Olafsson bakari og ym. Sigriður
Pálsdóttir, bæði frá Hafnarf., 9. nóv.
Guðmundur Gíslason frá Yestm. og ym.
Elín Jónsd.
Guðm. Helgi Jakobson (Klapparstig 10)
og ym. GuðlaugHelga Klemensdóttir, ll.nóv.
Jón Gunnlaugsson i Bassabæ og ym.
Margrét Vigfúsdóttir, 9. nóv.
Jón Jóhannesson Zoéga og ym. Hanna
Petrea Sveinný Sveinsdóttir, s. d.
Lárus Jónsson (Lindarg. 12) og ym. Guð-
riður Pálsdóttir, s. d.
Þórarinn Gislason verzlm. og ym. Matt-
hildur Þorsteinsdóttir, bæði frá V.estm.,
12. nóv.