Ísafold - 11.01.1908, Page 1

Ísafold - 11.01.1908, Page 1
Kemur út ýmist einu sinui eða tvisvar i viku Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- iendis 5 kr. eða 1’/» doliar; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin yiÖ áramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fjrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus riÖ blaöiöt Afgreiösla: Austurstræti 8. XXXV. árg. ■ Heykjavík laugardaginu lí. janúar 1908. 2. tölublað Glímufélayið Armann heldur aðalfund sinn í Thomsensskála föstudaginn 17. þ. m., kl. 8% síðd. Áríðandi að allir meðlimir mœti. Rvik 11. jan. 1908. Stjórnin. Jafnframt þvi líérmeð að tilkynna öllum, þeim, er skulda þrotabúi Guð- tnundar klæðskera Sigurðssonar, að mér hefir verið falin innheimta á úti- standandi skuldum búsins, skal eg leyfa mér að skora á þá, að greiða skuldir sínar sem fyrst til min eða semja við mig um þær. Reykjavík, 6. jan. 1908. Karl Einarsson cand. juris Lækjarg. 12 A. Heima kl. 5—6 e. m. með einu talfæri í Reykjavik er frá 1. janúar 1908 42 krónur á ári íyrir notendur, sem hafa einfaldan síma, en 48 krónur fyrir nýja notendur og alla, er hafa eða fá tvöfaldan síma. Gjaldið verður fyrst um sinn óbreytt til ársloka 1912. Borgun fyrir að flytja talfæri milli húsa verður framvegis 15 krónur, en 5 krónur fyrir flutning innanhúss. Stjórn talslmahlutafél. Rvikur. Bankavextir og veltufjár-kreppa Það er ein afleiðingin af hinum miklu peningavandræðum frá þvi i haust, að Hlutabankanum hafa brugð- ist vonir um veltufjáraukann, sem lögheimild var fengin fyrir i sumar, 2 milj. kr. í nýjum hlutabréfum, auk 1 milj. kr. fúlgu fyrir bankavaxtabréf, sem fengið var sömuleiðis loforð fyrir að yrðu keypt. Loforðin voru bundin því skilyrði, að ekki yrði veruleg breyting orðin á peningamarkaði hvorki í Danmörku né annarsstaðar á þeim tíma, er þau skyldi efna, en það var á nýliðnum áramótum. En nú hefir slík breyting orðið, og hún stórkostleg, með mesta móti, sem dæmi eru til. Fyrir því verður engum brugðið um neinar vanefndir. Því valda óviðráðanleg atvik, að svona hefir farið. Þetta er geysimikill hnekkir fyrir bankann og þar með alla þá, er hann þurfa að nota. Hann mun hafa verið búinn að fá að láni erlendis töluvert upp í f]ár- hæð þá, er hann átti von á þann veg, sem nú var greint; og hlýtur þetta að hafa kornið honum í nokkurar kröggur. Þar er sú ein bót i máli, að þeir hafa breitt bak og óveikt, er standa á bak við hann, hinir útlendu hluthafar, sem mest eiga í honum. Því er það, að þótt verið hefði miklu ánægjulegra, að þeir hefðu aldrei til verið, heldur að vér hefðum verið þess megnugir, íslendingar, að eiga bankann sjálfir, þá má það kalla lán í óláni, að eiga svona bakhjarl. ^Enginn getur neitt um það sagt, ,-jA'enær þetta muni lagast og efndir verða á fjáraukaloforðunum til handa bankanum. Nýr hluthafafundur hefir verið auglýstur um miðjan marzmán- uð, i því skyni að fá samþykta þar hina lögheimiluðu höfuðstólsviðbót. En sá fundur hefir þvi að eins til ætlaðan árangur, að þá verði farið að réttast úr til muna markaðskröggun- um erlendis. Landsbankinn ber sig upp undan því, að hann hafi verið affluttur hér í síðasta blaði, þar sem minst var á verð á bankavíxlum hér um þessar mundir. Þar var svo að orði komist, að víxlar kostuðu hér nú orðið 8% °/oi og væri það voðaverð. En Landsbankastjórinn skrifar ísa- fold, að hanu hafi aldrei tekið nema 7 %• Það er stórmikill munur; og hefði verið illa gert að hafa þá sæmd af Landsbankanum, að hann verzli með svo miklum mun betri kjörum en keppinautur hans. En svo er mál með vexti, að Isa- fold vissi það af áreiðanlegra manna sögusögn, að bankastjórinn hafði marg- lýst því yfir sjálfur, að hann, bank- inn, væri peningalaus (o: til útlána) og að ekki væri til neins að vera biðja sig um ián, því að hann gæti ekki lánað; þó að kongurinn kæmi sjálfur og bæði sig, þá fengi hann ekki eyri. Þessu gat blaðið vel sagt frá um daginn, og orðað svo frásöguna um veiðið á bankavíxlunum, að þeir feng- ist nú að eins í Hlutabankanum og kostuðu þar 8% %. En einmitt til þess að komast hjá að bera Lands- bankanum öðru vísi en vel söguna eða gera almenningi kunnug bágindi hans, var orðum hagað þannig, að þar var hvergi nærri komið, heldur þess eins getið, að víxlar kostuðu hér í bæ þetta, sem þar er til nefnt, 81/2 %■ Það merkti það vitaskuld, að þetta væri verðið á fáanlegum víxlum. Hitt hefði verið gabb, að fara að skýra frá verði á ófáanlegum víxlum, þ. e. því verði, er lánveitandi segði vera á þeirri vöru hjá sér, en bætti því við, að hann hefði hana alls ekki til: — hann hefði enga peninga til að kaupa fyrir víxla með n e i n u verði, háu eða lágu. Það hefði verið svipað því, er sagt er frá um merkiskaupmann, er átti í harðri baráttu við kaupfélag og kvaðst selja tiltekna matvörutegund fyrir nær fjórðungi minna verð en þar var á henni, en — hafði hana alls ekki til, er til átti að taka; kvað hana vera þá alveg ný-uppgengna, er kaupendur fóru að gefa sig fram. Nú hefir ísafold orðið þess vísari frá því um daginn, að það hefir verið meðfram barlómur hjá bankastjóran- um, er hann kvaðst enga peninga hafa og að hann mundi neita sjálfum konginum um lán, hversu vel sem hann bæði sig. Landsbankinn veitir áreiðanlega ein- hverja ofurlitla úrlausn mörgum manni gegn víxlum og ábyrgðum, fyrir að eins 7 % í vöxtu, auk nokkurra veðdeild- arlána; þau veita báðir bankarnir fyrir 5 %, eins og undanfarið, þótt mjög sé úr þeim dregið. En hann má sjálfum sér um kenna, Landsbankastjórinn, er út hefir borist frá honum, að þar væri alveg tekið fyrir víxillán eða ábyrgðar. En — væri þessi mikli vaxtamun- ur hjá bönkunum hér nokkuð veru- legt annað en orðin tóm eða prent- sverta á pappif, mundu öll ný við- skifti dragast að Landsbankanum, en hinn hafa alls ekkert að gera, nema að veita veðdeildarlán (sem þeir gera báðir eitthvað). En öll mun þó raunin önnur vera. Fátt er það með öllu ilt, að ekki boði nokkuð gott. Það er vafalaust, að peningavand- ræðin þessi kenna meiri varúð og að- gæzlu í bankaviðskiftum en verið hefir. Bankarnir verða vandari að viðskifta- mönnum og aðgætnari, og viðskifta- menn þeirra ódjarftækari og forsjálli. Það er að heyra á bankamönnum hér, að þeir hugsi helzt til að verja bankanna litlu kröftum í bili til að reyna að láta ekki þilskipaútveginn leggjast niður eða þurfa að draga mjög saman seglin fyrir fjárafla skort til útgerðarinnar. En að mjög muni taka fyrir hina aðalatvinnuna hér í bæ, sem stuðst hefir aðallega við banka- lán: húsasmíðar. Það þykir af tvennu til heldur eiga að vera út undan, þótt ilt sé og mein-bagalegt. Mannalát. Föstud. 3. þ. m. andaðist að heimili sínu Viðvík í Skagafirði Zophonias prófastur Halldórsson, 62 72 árs að aldri, f. 11. júní 1845, af bændafólki í Svarfaðardal. Hann var kominn tölu-vert yfir tvítugt, er hann tók til að stunda skólanám, varð stúdent 1873 og prestaskólakand. 1876, hvort- tveggja með 1. eink., vígðist s. á. prestur að Goðdölum, er hann þjón- aði 10 ár, en fekk Viðvfkurbrauð 1886 og varð fám árurn siðar (1889) pró- fastur í Skagafirði. Síra Z. H. heitinn var einn meðal helztu merkispresta landsins, góður kennimaður og vandaður sæmdarmað- ur í hvívetna, áhugamaður um kirkju- mál og frjálslyndur framfaramaður i landsmálaskoðunum, hvatamaður og forgöngutr.aður ýmissar þarflegrar ný- breytni eða umbóta. Hann var ann- ar stofnandi Prestafélagsins í Hóla- stifti hinu forna og formaður þess alla tíð. Sömuleiðis einn af stofn- endum Kaupfélags Skagfirðinga og formaður þess framan af. Hann var og mikið riðinn við Hólaskóla, hafði þar umsjón lengi og nokkra kenslu. Hann var í fám orðum framkvæmda- samt lipurmenni, er lét sin hvarvetna að góðu getið. Kvæntur var hann (1876) einni dóttur Jóns heit. Péturssonar háyfir- dómara, Jóhönnu Soffiu, og fyrri konu hans Jóhönnu Bogadóttur frá Staðar- felli, og lifir hún mann sinn ásamt 3 sonum þeirra: Pétri bankaritara og ritstjóra Templars í llvik, Páli bú- fræðing og Guðmundi mentaskóla- pilti. Aðfaranótt 5. þ. m. lézt hér f bæ Júllus Jórgensen verzlunaamaður, stjúp- sonur J. G. Halbergs kaupmanns, 33 ára gamall. Faðir hans var Jörgen- sen veitingamaður, er hér hafði lengi veitingar í húsi því, er upp reis úr siðan hótel ísland, en var áður þjónn hjá Trampe greifa stiftamtmanni. Hann lézt á ferð í Khöfn fyrir 30 árum — varð undir sporvagni. Júlíus var kvænt- ur Petreu Halldórsdóttur frá Grund á Akranesi, er lifir mann sinn. Þau voru barnlaus. Hann var maður vin- sæll og vel greindur. UmKvíabekk og Desjannýri sækja Ólafsvikurprestarnir, síra Helgi Árnason og aðstoðarprestur hans síra Sigurður Guðmundsson, sinn um hvort brauðið; aðrir ekki. Eftir nýju lögunum verður Kvía- bekkur, sem sr. H. Á. sækir um, með beztu brauðum landsins fyrir mann í hæsta launaflokki, sem hann mun vera, 1700 kr.: góð bújörð og kirkjan ekki nema ein. Skirnir. Ritstjórn hans er nú falin Einari Hjörleifssyni frá upphafi þessa aigangs. Erl. ritsímaíréttir til ísafoldar. Kh. 10. jan. kl. 3‘/j sd. Thorefélag. Það sendir Sterling 11 beinar ferðir til Reykjavíkur þetta ár. Fannkyngi. Snjór hefir stöðvað allar járnbrautar- ferðir i Danmörku. Harden dæmdur í 4 mánaða fangelsi. (Það mun hafa verið i yfirrétti. Hann var, Maximilian Harden þessi, ritstjóri fyrir timaritinu Z ikunft i Berlín, sýknaður i undirrétti, — i meiðyrðamálinu við Kuno Moltke greifa, er hann hafði dróttað að andstyggilegum saurlifisglæp). Veðrátta enn Böm og verið hefir. Aldrei öðrn hærra. Hvergi froststirðningur i dag, ekki einu sinni norður á Fjöllum. Heitara i gær á Seyðisfirði en suður i Eæreyjum. Dálítil frostskerpa á miðvikudaginn fyrir norðan 0g austan (5—10 stig), en linaði óðara aftur. Græn jól taia ensk blöð um að verið hafi þi.r, á Englandi. JÞað mun vera það sem vér köllum rauð jól. En ólikt veður er i Danmörku nú þesBa vikuna, eftir simfréttinni þaðan i gær. Hér er hitataflan vikuna þessa (5.—ll.jan.) Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. | Þh. s M Þ M F F L +1.8 -t-0.5 -y0.5 -i-0.4 +2.2 +2.4 +2.4 —0.5 +0.5 +-1.0 +8.0 +2.6 +2.4 +3.1 +2.0 +0.5 0.0 +7.0 +1.4 +2.0 +3.0 —4.U +1.0 +3.0 —10.0 +4.0 +1.0 +0.5 —1.5 +1.6 +0.8 +5.0 —0.7 +5.5 +5.0 -3.6 -2.5 -3.5 00 -1.7 JÍS Þh. — Þórshöfn í Færeyjum. Það var byrjað að simrita veðurskeyti þaðan seint í fyrri viku, fóstudag og laugardag, og var þá hitinn þar -J-4,2 og -J-4,3. Hinar skammstafanirnar merkja: Rv. = Keykjavik. Bl. = Blönduós. Ak. = Abureyri. Gr. = Grimsstaðir á Ejöll- um. Sf. = Seyðisfjörður. Laiist brauð. Viðvik i Skagafirði. Það eru 4 sóknir: Viðviknr, Hóla, Hof- staða og Ripur. Mat kr. 1499,91. Prests- ekkja er í brauðinu, og hefir áhúðarrétt á hálfu prestsetrinu næsta fardagaár, en eftir- laun hennar greiðast úr landssjóði. Veitt frá næstu fardögum, eftir nýju prestakalla- lögunum. Um8Óknarfrestur til 18. marz. Reykjavíkur-annáll. Álfadans hafði Ungmennafélag Reykja- vikur hér á þrettánda kveld (6. þ. m.) á Austurvelli, með miklum áhorfendasæg. Álfarnir þóttu vera óvenjuvel búnir. En blybin nutn sin ekki fyrir slagviðri. Dánir. Július Jörgensen verzlunarm. 5. þ. m. . Sigriður Jónsdóttir, tvitug kona (Laugav. 43 B), dó i fyrra dag af barnsförum. Fasteignasala. Þinglýsingar frá síðasta bsejarþingi (9. þ, mán.): Árni T. Jónsson selur 8. desbr. f. á. Jóni Guðmundssyni á Laugalandi búseign nr. 37 við Bergstaðastræti á 2300 kr. Grodthaabsverzlun selur 6. nóvbr. f. á. hlutafélaginu P. J. Thorsteinsson & Co. húseignir verzlunarinnar við Austurstræti (16) og Barónsstig og skúr á Melunum, m.m. Guðm. Guðmundsson fátækrafulltrúi selur 2. desbr. 1903 Jóni Jakobssyni forngripa- verði 9—10 dagsl. af Norðurmýrarbletti á 4800 kr. Uppboðsafsal 3. þ. m. til handa Bjarna Jónssyni trésmið fyrir Kasthúsum á 800 kr. Þorsteinn Sigurðsson kaupm. selur 31. desbr. 1906 Jóni Pálssyni organista húseign nr. 5 B við Laugaveg með 600 ferálna lóð á 15,000 kr. Hjónaefni. Hinrik Erlendsson læknaskóla- stúdent og jungfrú Súsanna Eriðriksdóttir. Heilsufar slæmt i bænum eun. Barna- dauði allmikill, helzt úr lungnabólgu upp úr kvefi. Þrjú börn dóu í gær i frikirkju- söfnuðinum. Nýársnóttin verður leikin í kveld í 12. sinn. Alt af húsfyllir til þessa að horfa á hana. Baakavextir segir hraðfrétt frá útlöndum lil bank- anna hér að hafi verið lækkaðir með nýárinu í Lundúnum (Englandsbanká úr 7°/0 niður í 6%. En óhreyfðir kváðu þeir vera enn bæði á Þýzkalandi, Hollandi og Norð- urlöndum. Botn v örpuiigurinn Marz hafði ekki komist til Eng- lands á nýárinu, eins og formaðurinn (Hjalti Jónsson) ætlaði sér, heldur kom hann hingað á mánudagsmorg- uninn vestan að með fullfermi, og hafði þó selt þar á Vestfjörðum blaut- an fisk fyrir um 1400 kr. Hitt lagði hann á stað með suður til Englands þá um kveldið, ísvarið. Landburð af fiski sögðu þeir Marz-menn hafa verið um áramótin við ísafjarðardjúp. Sum- ir höfðu 60 kr. hlut eftir einn róður. Nýárskveö.ja frá konungi hefir verið birt í stjórnarbl. svolát- andi, send ráðgjafanum 2. þ. m., en hann hafði ávarpað konung áður með simskeyti: Með þakklátri endurminningu um hina minningaríku íslandsför sendi eg aftur hjartanlega kveðju og hlýjustu óskir um heill og hamingju Islandi til handa á hinu nýja ári. — Éfederik R. Landsbókasafnið. Nú eru settir menn í öll hin nýju embætti þar, með nýárinu, sem við voru nfiðuð hin nýju lög um stjórn safnsins, þótt fjárlögin geri ekki ráð fyrir launagreiðslu eftir þeim fyr en á nfiöju ári, er búist er við að farið vtrði að flytja í nýja safnið og þá eitt- ivað til að gera meira en nú er. Þessir hafa hlotið brauðin þau: Jón Jakobsson yfirbókavarðarembætt- ið með 3000 kr. launum. Dr. Björn Bjarnason (frá Viðvík) æðri aðstoðarbókavarðarstöðuna með 1500 kr. þóknun; og Jón Jónsson sagnfræðingur hina óæðri með 1000 kr. um árið. Þetta, að menn þessir eru að eins settir að sinni, mun eiga að merkja það á pappírnum, að aðrir megi enn sækja um veitingu, ef þá langar til. Sjálfsmorð. Símað er í fyrra dag af Seyðisfirði til blaðanna hér: Þórhallur Sveinsson, ókvæntur lausa- maður hér í bænum, hálffertugur að aldrí, skar sig á háls í dag í brjálsemis- kasti. Hann var vel metinn maður. Druknun. Bátur fórst 19. f. m. úr ísafjarðar- kaupstað í fiskiróðri með 4 mönnum, er druknuðu allir. Formaður hét Sigurlaugur Kristjánsson ókvæntur húsmaður þar í kaupstaðn- um, er lætur eftir sig 3 börn í ómegð. Hinir hétu: Kristmundur Friðriksson, kvæntur húsmaður á (ísafirði; Guð- mundur Rósenkranzson, vinnumaður; Búi Jónsson, vinnumaður, ættaður úr Álftafirði. Sæsímabilunin. Þau eru óbætt enn, sæsimaslitin milli Skotlands og Hjaltlands, frá því á jólum, og veit enginn hér, hvenær við muni verða gert. Póstbátur fer með símskeytin þar í milli, tvisvar á dag, að mælt er. Blaðahraðskeytið, sem sent var frá Khöfn um nfiðjan dag i gær, kom hingað í morgun. Taugaveiki gengur í Hafnarfirði. Sjö piltar og tvær stúlkur liggja í Flensborgarskóla og er honum lokað þessa daga, með- an verið er að ganga úr skugga um, hvort það er tangaveiki eða ekki, sem að nemendum gengur. Heilsuhælisfélagið. Nýlega hafa gefið því 200 kr. þau hjón Stefán kaupm. Jónsson og hús- frú Elín á Sauðárkrók, og Kvenfélag Vopnaf)arðar 100 kr. Félagið á nú í sjóði rúmar 10,000 krónur. Prófastur i Skagafjarðarsýslu er settur 6. þ. m. síra Árni Björnsson áSauð* árkrók.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.