Ísafold - 07.03.1908, Síða 3

Ísafold - 07.03.1908, Síða 3
ISAFOLD 39 Nýtt kvæðakver. Helgi Valtýsson: Blýantísmyndir. VÍBur og ljóð. — 66 bls. 8vo. Hafnarfirði 1907. — Verð kr. 0,75. Höfundurinn er þjóðkunnur orðinn af ritstörfum sínnm, bæði í stuðluðu máli og óstuðluðu. Hann er einnig góðkunnur, einkum æskulýðnum. — Alt sem hann ritar ber vott um brenn- andi áhuga á því, að verða að liði, landi og lýð. Hn sérstaka alúð leggur hann á að vekja æskulýðinn og hvetja til dáða. Blýantsmyndir þéssar kveðst hann hafa rissað »á ferð og flugi«, er ein- hver hugsun liafi hrifið sig, — eins °g þegar ferðamaðurinn krotar með blýant í vasabók sina myndir af þvi, sem fyrir augun ber. Segist hann einatt hafa ætlað að gera úr þeim heilar myndir við betra tækiíæri; — en tækifærið hafi aldrei kon.ið. Það er auðfundið að hugsanirnar hafa hrifið hann — meira en stuðla- föll og rim. Tömustu viðfangsefnin eru draumsjónir æskunnar og tígu- leiki íslenzkrar náttúru. Þessu ann hann hvorutveggja af heilum huga. Hann tileinkar kverið æskulýðnum, enda er mikill hluti þess til hans kveðinn. Hann sér áhrif ungmenna- félaganna á tápmeiri æskulýð framtíð- arinnar: Hlær mér hugur glaður, hraust’r er sérhver drengur frískur, frækinn, hraður fram í lífið gengur. Brennur æska í barmi, bálar fjör í augnm; spriklar afl í armi, ærslast líf í tauguni. Ber er hver að baki, bróður nema eigi; nái tíu taki, tekst þeim margt á degi. fíritidum svefni af hvarmi ! Hratt að verki sujallir! Hrekjum hræðslu’ úr barmi! höldum saman — allir ! Ollum skíðamönnum verður skiða- drápan kær. Þeir minnast þess, að sú íþrótt átti vel við »okkar unga blóð, °g af þvi var kinn vor svo heit og rjóð«. Káttútumyndir höfundarins eru oft skýrar og fallegar, þótt með blýant séu gerðar. Svo er t. d. myndin af Smjörvatnsheiði og útsýn þaðan (bls. 34). Ættjarðarástar kennir i þessu kveri ekki síður en í syrpum stórskáldanna. »Eg er hluti af þér, eins og steinn eða strá«, segir höf.; og í barrni hans bær- ist sama aflið, sem vekur náttúruna úr vetrardvalanum. — Hann liggur í hraunmosanum á Þingvöllum um lág- nættiskeið, hlustar á andvökuóð Öxar- árfossins og spyr: Hefir þú séð þenna sagnheiga stað og sál þína laugað í fornminnitiga straumi? f»ar eigum vér hið andlega þjóðernisbað, sem þarf til þess að rífa’ oss úr hutidrað ára draumi. Og um storminn kveður hann: Otgar í gjótu, öskrar í gjá, ýlfrar og veinar og beljar og dryuur, klaufir og spruugur kallast á, kiettaborgin öll nötrar og stynur. Fyrsta kvæðið: Til min Hustru og seinustu kvæðin fimm eru á nýnorsku, °8 fylgja þeim nokkrar framburðar- taknanir og orðskýringar. Fremst í kverinu er góð mynd af höfnndinum. Frágangur allur á kverinu er góður °g það eigulegt. Og væntanlega fest- ast myndir höf. í minni lesendanna, þótt ekki sé á þeirn litskrúð eða olíu- gljái. Höf. hefir jafnframt gefið kverið út 3 nýnorsku, með þýðingum af nokkr- 11111 isl. kvæðurn, alls um 6 arkir. __________A. J. Hússtjj órnar skólinn. Forstöðukona hans, frk. Hólmfriður Gísladóttir, hefir nú tekið við honum til fullra umráða frá byrjun þ. á., með þvi sem honum fylgir, skyldum og réttindum. pjún hafði skuldbundið sig til að halda honum uppi eftirleiðis 2 ar fyrir hverjar 1000 kr., er hann ætti skuldlaust eftir mati; en það ejndist nú vera 1800 kr. Nær þá ' uldbindingin til 3 «/B árs. Þetta er Sll 11 e^tlr úlyktun búnaðarþingsins í sj fyar’ °g er skólinn þar með úr um- n °g ábyrgð Landsbúnaðarfélagsins. Seld 1 miljon bankaYaxtabréfa. Það má kalla gleðifrétt, í pemnga- vandræðunum, sem nú ganga yfir, að bankastjóra Em. Schou hefir tekist að koma út í Khöfn, áður en hann lagði á stað heimleiðis, 1 miljón í vaxtabréfum Islands banka. Það er nokkur hjálp, í bráðina, og um allar vonir fram, 'eins og nú stendur. En hins munu vera litlar líkur að svo stöddu, að lagaheimildin til hluta- bréfaviðauka beri nokkurn ávöxt fyrst um sinn. Það verður fráleitt fyr en til muna glaðnar til um^peningaveltu erlendis En þess getur verið langt að bíða enn. Ekki er þó sögð nein hætta á því, að bankar þeir erlendis, sem íslenzku bankarnir hafa við skuldaskifti, fari að ganga venju fremur ríkt eftir því, sem þeir eiga hjá þeim. Þá dregur lítið um það. Enda vita sem er að það getur orðið hæpinn hagnaður til frambúðar. íslands banki kvað og skulda frem- ur lítið sínum lánardrotni í Khöfn, Privat bankanum, en meira í Norvegi. Hann stendur að því leyti til betur að vígi en ella mundi. Smjörsala. Smjör er í óvenju- háu verði á Englandi um þessar mundir og fer heldur hækkandi áfram. Síð- asta frétt um sölu á íslenzku smjöri segir það haía selzt á 1 kr 17 a. pd. brutto, en 1 kr. 10. a. netto. Það er Faber konsúll í Newcastle, sem þetta verð hefir fengið fyrir 4 ílát, er send voru með síðustu ferð Láru í f. mán. frá Hvítárvöllum. Með sörnu ferð var G. Davidsen í Leith sent viðlíka mikið frá sama bæ. Hann seldi á i kr. 10 a. brto, sama sem 1 kr. 2^/2 nto. Það er mikil eftirsjá í því, er svona vel árar á smjörmarkaðinum erlendis, að rjómabúin íslenzku geta ekki starf- að að vetrinum. Bankastjóri Einil Schou er heim kominn aftur úr heilsuhælisvist sinni á Jótlandi í vetur, ásamt konu sinni og börnurn, nokkurn veginn al bata, og er tekinn til starfa aftur i bankanum. Hefir þó verið bannað að reyna á sig að mun fyrst um sinn. Gufuskipin. Pústgufuskip Laura(Aas berg) kom 4. þ. m. frá Khöfn og Leith. Meðal farþega voru (auk bankastjóra E. Sch.), verzlunarm. Chr. Zimsen, frk. Sigrið- ur M. Blöndahl, Gruðm. E. Guðmundsson likkistusraiður og ýmsir verzlunarerindrekar. Fórn Abrahams (Frh.I. — Annaðhvort er hann 7it8kertur eða þá afar-viðsjáll, að honum skuli boma til hugar, að hermenn séu að brjóta heilann um það, sem í biflíunni etendur. Bn hvað sem því líður, þá vildi eg helzt, að hann væri farinn héðan. Eg veit ekki, hverju eg á að trúa um hann? — — þú veizt það vist, Abraham, að du Wallou er dauður? —- Vertu ekki að einblína á ridd- arana þarna ; það eru tíu mínútur enn þangað til þeir koma í skotfæri. — Já, du Wallon er dauður og grafinn. Eg s4 þegar kúlan sprakk og reif undan monum annan fótinn. Samstundis urðum við að hverfa frá og skilja hann eftir hjélparlausan. En einn liðsmaðurinn, sem var hertekinn ésamt honum, en komst undan Beinna, hefir sagt mér, hvað gerðist, þegar rauðálfarnir fundu hann. Hann bað þá kurteislega að miavirða það ekki við sig, þótt hann gæti ekki tekið ofan fyrir þeim. Hanu kvaðst vera mátt- farinn og sig vanhagaði um ýmislegt, til þess að sér gæti liðið vel. En hann vonaði að þeir gestir, sem kæmu til hans heim á fósturjörð hans, tækju ekki hart á sér fyrir það, þótt hann gæti ekki tekið öðruvísi á móti þeim. Síðan skrafaði hann við fyrirliðana um alla heima og geima. En þegar ieir létu prest koma til hans, til þess að skilnaður sálarinnar og líkamans gæti orðið með kristilegum hætti, bað hann klerk að fara heldur og vitja um vesl ings dáta einn, sem hafði varið skot- inn tveim kúlum gegnum lungun, og stæði nú á öndinni. En er honum var sagt, að dátinn væri skilinn við, fór hann að bölva og ragna, og skipaði prestinum að fara til fjandans. Prest- inum þótti sér víst vera misboðið, því hann fór sína leið, eftir því sem flótta- maðurinn sagði frá. f>á vildu fyrir- liðarnir senda lækni til hans ; en hann sagði að það tæki því ekki að vera að gera nokkurt umstang BÍn vegna; hann vissi bezt sjálfur, hvað sér liði, og að hann væri þegar farinn. — Eg hefi dálítið kynt mér eðli og skapnað líkamans, herrar mínir, sagði hann, — þótt mig grunaði aldrei, að eg fengi tækifæri til þess að reyna þé kunháttu rnína á sjálfum mér. Já, það var úti um hann; að hálfri stundu liðinni dó hann. Og í andlátinu sagði hann við þá, er hjá honum voru: — Nú tek eg ofan, herrar mínir; þjóðveldið Iifi ! Slík urðu æfilok þessa hraustmennis Gamli Jau hristi höfuðið og var raunalegur á svipinn; en svo ýtti hann við van der Nath með olnboganum og sagði lágt: — Verum viðbúnir! Riddarasveitirnar tvær voru nú komnar svo nærri, að greina mátti einkennisbúningana og þeir sáu, að það var léttvopnalið. Riddararnir höfðu hægt á sér, og alt í einu hóf fyrir- liðinn upp sverð sitt, til merkis um, Húsgagnavinnustofan Vonarstræti 2 srníðar alls konar húsgögn, póleruð og máluð, eftir nýjustu tízku; gjört við gömul húsgögn. Myndir settar í umgjörð. Alt fljótt og vel af hendi leyst. Kolbeinn Þorsteinsson. Laust brauð. Holt í Önundarfirði. Nú matið kr. 1525,24. En veitist eftir nýju lögunum, frá fard. þ. á. Við legst Sæhóls- sókn á Ingjaldssandi, þegar Dýrafjarðar- þing losna. Augl. 3. marz, umsóknarfr. til 23 april. Um Skaftafellssýslu sækja þessir lögfræðiskandidatar: Bjarni Jónsson (frá TJnnarholti), Halldór Júlíusson, Karl Einars- son og Sigurður Eggerz. Fjörutíu daga útivlst hafði islenzk fiskiskúta nýlega á leið frá Haugasundi i Norvegi hingað til Reykjavíkur. Kom liúr i miðri viku. Heitir Hildur, eign Jóns Laxdals á ísafirði. Kom við á Hjalt- landi. Var orðin vistatæp mjög. Það happ varð helzt til hjargar, að hún rendi færi og fekk i soðið, 60—70 fiska, skamt nndan Vestmanneyjum 9—10 dögnm áðnr en hingað komst. Þá hrakti hana nndan aftur suður á móts við Eæreyjar. Frá Rússlandi. Málinu gegn Stössel hershöfðingja, er vörninni stýrði í Port Arthur, var lokið 2o. f. mán og hann dætndur til dauða fyrir upp gjöf kastalans áður en þrotin var öl vörn. Ymsar sakir aðrar voru á hann bornar, en sú lang-þyngst. Herdóm urinn, er málið dæmdi, lagði til, að keisari þyrmdi lífi hans og léti koma þar fyrir io ára fangelsisvist, og var að því gengið vísu, að það mundi hann gera. — Svo mun vera, svaraði van der Nath, sem nú mintist þess, að hann hafði ekki séð afturliðsflokk du Vlies, eitt hundrað manna, fara yfir sléttuna - Hvað gátu mennirnir verið að gera þarna niður frá? Hanu var viss um, að eitthvað óvænt hlaut að hafa komið fyrir þennan fá menna hóp, og að uú væri hann í hættu staddur. Gat verið, að þeir hefðu af veglyndi ætlað að fórna sjálf um sér, til þess að hinu liðinu yrði síður náð á flóttanum, eða þeir hefðu talið róttast að leynast í gjánui, til þess að geta unnið óvinunum tjón þaðan? Um þetta var ekki hægt að dæma, því að þeir, sem voru uppi á fellinu, gátu ekki sóð niður í gjána. |>að eitt var víst, að þeirra hafði orð- ið vart og að fótgönguliðið og riddar- arnir mundu veita þeim atlögu og ganga af þeim dauðum, með því að liðsmunur var afarmikill. Hér varð enn einn af þeim viðburð- um, er einkeuna manndrápsstyrjaldir á vorum dögum og sérhver hermaður fær sig fullreyndan af. |>e381 afskekta viðureign hófst og henni l*auk svo, að hvorki sáu til vinir né óvinir. Hávaðinn, skothríðin og rykmökk- urinn gekk fjöllunum hærra. Dornen- borgarar, sem nær voru staddir en nokkurir aðrir, fóru á kreik og reyndu að skygnast ofan 1 gjána, en sáu ekk- ert; rykbólsturinn varð æ þykkari og svartari og færðist norður á bóginn, eftir því sem riddararnir sóttu fram. Svo linti skothríðinni annars vegar; fótgöuguliðið enska hafði að líkindum orðið að hætta við að skjóta, til þess að þyrma félögum sínum, er komnir voru í milli þess og óvinanna. En smám saman dró einnig af skotum Búa, og loks létti þeim alveg að fullu; en húrraópin, ærslin og hestasparkið hélt áfram. |>eir, sem uppi á fellinu voru og sjálfir höfðu verið með f mörgum hild- arleik, gátu vel getið þess til, hvað á gekk: Landar þeirra flýðu alt hvað af tók, en léttvopnaliðið sótti á eftir þeim. Eftir fimm ömurlega langar mínút- ur komu nokkrir Búadátar upp á slétt- una bak við fellið. f>elr grúfðu sig fram á hestmakkana og Iömdu í ákefð með sporunum. Fleiri komo á eftir, og brátt vall þar upp heil þvaga af ridd- urum með barðastóra hatta og lótt- væpningum, sem reiddu sverð sfn og hjuggu í sífellu. Þvögunni hafði Bkotið upp úr gjénni jafnBnögt og óvænt, eins og riddarasveitirnai; hurfu ofan í hana stundu áður; og þessi bamslausi hrika- Allir sjömenn ættu að muna eftir að bómullarteppi ullarteppi lök rekkjuvoðir nærfct sængurfiður hálsklútar er bezt og ódýrast í vefnaðarvöruverzl. Th. Thorsteinssons í Ingólfshvoli. Alt selst með 5°/o afslætti. Samsöngur (hljómleikur) verður haldinn í Bárubúö á sunnudaginn 8. þ mán. ki. 6 síðd. Nánara augiýst á götunuin. Ritstörí. Stúlka, sem skrifar laglega rithönd, er fær um að skrifa dönsku og íslenzku og getur tekið að sér bókfærslu með tilsögn, getur nú þegar fengið atvinnu íér í bænum. Tilboð merkt Bókfarsla sendist atgreiðslu ísafoldar. leikur barst norðúr á við, miðja vegu að þar skyldi nema staðar. f>að fór I í milli meginherflokkanna. f>að glamp a A ín vn 77 7Y7 L) A*<n Ln vn u n V\ km v I X * 7 ____ \:_ 1 _ > I_1 _/_I__ I__.11_ að fara um Dornenborgarana, því þeir héldu að óvinirnir hefðu orðið sín var- ir; en svo héldu sveitirnar á stað aftur. — Þtj11 bundruð faðmar! sagði van der Nath í þungum róm. Menn hans skildu skipunina. f>0ir færðu skotmátana á 300 faðma fjar- lægðarmarkið og hófu síðan byssurnar til skots. Og eftir þennan litla byssu- gný varð alt hljótt aftur, mennirnir biðu og héldu niðri í sér andanum. Nú var að eins örstutt stund þangað til riddararnir væru komnir í skotfæri. En alt í einu gerðu þeir lykkju á leið sína. Sú sveitin, er nær var, beygði til hægri handar og sneri baki við Dornenborgurum, og í sama bili drundi ógreinileg skipunarrödd. Riddararnir tóku skipuninui með fagnaðarópi og þeystu með brugðnum sverðum niður brekkurnar og hurfu ofan í dalkvosina. f>etta bar svo bráðan að, að óvin- irnir voru horfnir áður en launsáturs- liðið fengi tíma til þess að hugsa um að skjóta á þá. Engin sáust merki þess, að þeir hefðu orðið varir við launsátina. f>eir voru ekki að forða sér undan skotum þaðan, heldur að búast til áhlaups á herleifar, er enn voru þar niður frá. f>að fór heldur að ókyrrast um Dornenborgara. f>eir ri8u upp úr fylgsnunum og spurðu hver annan, hvað valda mundi þessu hátta- lagi. Gat það verið, að flóttamenn væri enn eftir niðri í gjánni, — eða hvers vegna var svo reglulegt riddara- áhlaup gert þarna, rétt fyrir augum þeirra? En úrlausnarinnar var ekki langt að bíða. Drynjandi skothríðin heyrð- ist að neðan úr tveim áttum og húrra- óp riddaraliðsins fóru vaxandi — Eylgdarlið, sagði Jan van Gracht, og var Btuttur í spuna aði á sverðin í BÓlskíninu, handbyssu- skotin hvinu og rykið þyrlaðist upp, svo að ekki sást nema stöku sinnum, hverju fram fór. Ef stórskoti var hleypt af í þessum ærslum, mátti eins búast við að fyrir því yrðu vinir sem óvinir. f>e88 vegna kom engum slíkt til hugar, Eltingaleikurinn barst frá suðvestri til norðausturs, eftir lands- laginu. Við það ^komst glundroði á hægri fylkingararm Búa og hún riðl- aðist gersamlega, en að öðru leyti var sæmileg regla á hernum. Rúmurhelm ingur Búaflokksins féll fyrir sverðum óvinanna eða var fótum troðinn af hestum þeirra, en hinír komust und an vestur á bóginn. Neyðarvein og fagnaðaróp, skotdun- ur og skarkali af ótal ósamkynja hlut um, sem þeytt var saman, heyrðist greinilega upp að fellinu. Og frá báð um hliðum var hiu snarpa viður- eign vandlega athuguð í sjónpípum Van der Nath og menn hans gátu vel greint ýmsa atburði í viðureigninni, sem var háð örskamt frá þeim, en þeir fengu með engu móti veitt félög um sínum nokkura hjálp. f>eir sáu meðal annars, hvar ungur og tígulegur foringi skaut þrjá Búa, hvern eftir annan, en féll síðan sjálf ur, án þess að greint yrði, hvað hon um varð að falli. Hestur steig ofan á andlit honum, marði það sundur og klemdi höfuðið niður i milli jarðfastra steina; og þarna lá hann svo hljóð andi og spriklandi. Grand Hotel Nilson Köbenhavn mælir með herbergjum’ sínum, með eða án fæðis, fyrir mjög væga borgun NB. íslendingar fásérstaka ívilnun Tiáuf- og kolaverzl. selur kol frá þessum degi á 4 kr. skippundiö á staönum. Nýkomið til H, Andersen & Sön hinar eftirspurðu misl. manchettskyrtur, hvítir og misl. silkihálsklútar o. fl. o. fl. nýkomnar til Jes Zimsen. Fyrirlestur um »Dýrið« og »merki dýrsins« (Op. 13. kap.) verður haldinn í »Betel« sd.kvöld kl. G* l * 3/2. Frönsk sjöl mjög falleg, eiu nýkomin í verzlun Augustu Svendsen í Aðalstræti 12. Verð 21—70 kr. þær hinar heiðruðu dömur bæjarins, sem vilja fá sér góð og falleg tau í vor- og sumarbúning, ættu að líta á sýnishorn þau, sem við höfum frá góðu verzlunarhúsi í Berlin, áður en s/s Laura fer þ. 18. þ. m. H. Andersen & Sön. Stjórnarvaldaaugl. (ágrip) Skuldum skal lýsa i þrbú Guðm. Stefánssonar húsgagnasmiðs Laugaveg 11 Rvík 6 mán. frá 20. marz (Rvík); dbú Julíusar Jörgensens Rvík 6 mán. frá 20. marz (Rvib). Nauðungaruppbod á Vetrarbæjarlóð við Garðastræti i Rvik 8. apríl. Snðnrhluta húseignar nr. 8 við Suður- götu i Rvik 8. apríl. Húseign nr. 2 við Stýrimannastig i Rvík 14. april. Húseigu nr. 27 við Skólavörðustig i Rvik 11. april. Húseign nr. 58 A við Laugaveg I Rvik 11. april. Húseign Hjörleifs trésmiðs Þórðarsonar við Holtsgötu i Rvik 14. april. Afturkallað uppboð á húseign Unu Gisladóttur við Garðastræti og húseign nr. 3 við Laufásveg.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.