Ísafold - 14.03.1908, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.03.1908, Blaðsíða 3
ISAFOLD 48 Samanburður. Alexandra Bretadrotning er tíður gestur á myndasýningum. Er það eigi að eina sakir þess, að hún aun pent- listinni, heldur og sakir hins, að hún veit, hve mikilsverð heimsókn hennar er fyrir listamanninn sjálfan. Oft hefir verið tekið eftir því, að hún kýs fremur að koma þangað, sem sýndar eru myndir ungra íþróttamanna, er hafa ekki blotið enn almenna viður- kenningu, heldur en hinna, er orðnir eru fastir f sessi. Eitt sinn var eg við, segir sá er þetta ritar, < West End í Lundúnum, er drotning kom til að líta á myndir. Hún gekk við hlið málarans um allan sýningarsalinn, athugaði myndirnar vandlega, og keypti eina sjálf. Geta má nærri, hve mikið happ þetta var fyrir málarann. Heldri mennirnir fetuðu hver á fæt ur öðrum í fótspor drotningar, og keyptu allar myndirnar. Málarinn var um þetta skeið lasinn til heilsu, og herti það enn meir á drotningu að gera sér það ómak, að skoða myndasafn hans (Rev.of Reviews) En hvað þetta er líkt aðferð höfð ingja vorra f sumar sem leið, er kon- ungur vor og föruneyti hans var hér á ferðinni. Yér eigum nú, aldrei þessu vant, ungan, efnilegan, en bláfátækau mál &ra — og þó raunar tvo Hann hafði myndir sínar til sýnis á auglýstum stað í höfuðborginni. Tækifærið var hér óvanalega gott fyrir höfðingja vora, til þess, frekara en orðið var, að styðja þenna álitlega vísi til innlendrar pentlistar, með þvi að sýna stórmennum Dana inn í Byn- ingarstofu Ásgrfms svo sem hálfa stund. Lítils háttar ómak hefði það koBtað, auðvitað. En höfðingjar vorir voru ekki að ómaka sig. |>að var annað en hin unga, innlenda pentlist, er ráð- gjafa vorum og gæðingum hans lá þá ríkast á hjatta. Krossmörkin á h i n tryggu brjóstin, með litunura hennar dönsku mömmu við Eyrarsund, — það voru djásnin sem þá dreymdi um, vakandi og sofandi. það var einhver annar og hugþekk- ari blær yfir þeim, en myndunum land aus, unga og fátæka ! ! Hjá honum var blærinn ramm-fslenzkur, alt ramm ísleczkt út í æsftr. Voru þeir hræddir um, að í s 1 e n z k- a n í myndum Ásgríms mundi styggja konunginn og beztu menn hans ? Hvernig fór um drápu forsteins Er- lingssonar ? Vox patrue. Vol er sagan borin landinu af vestanmanni einum, sem hér var á ferð í sumar, í Lögbergi nýlega. Hann heitir Ásmundur P. Jóhannssou, trésmiður, og er gamall Miðfirðingur; á nú heima f Winnipeg. Hann ferðaðist upp um Borgarfjörð og norður í Húnavatnssýslu, dvaldist hér á þriðja mánuð. Hann segir (Lögb. 19. des.) sér hafa yfirleitt litist svo vel á sig, sem hann hafði getað gert sér frekast hugmynd um. Hér mætti ejá framfarir í hvívotna, bæði í stærri og smærri stíl. Séretaklega þótti hon- um orðin mikil og hagkvæm breyting á verzlunarfyrirkomulagin: peninga- verzlun orðin almenn, vörur seidar og keyptar fyrir peninga. Sömuleiðis miklar framfarir í húsagerð. Enn- fremur jarðabætur drjúgum að aukast og ýmsar aðrar umbætur í búnaði all- miklar, svo sem túngirðingar og jafn- vel engjagirðingar sumstaðar. Sjávar- útvegur hefði og eflst mikið sfðari árin. Kaupgjald verkafólks hækkað mikið, orðið nær tvöfalt á við það sem verið hefði fyrir 8—10 árum. Yinnufólk torfengið og fólksekla mikil. En vinnu- kraftur betur notaður en áður, af meiri fyrirhyggju. Nú mundu á mörgu bændabýli 2 verkamenn afkasta því sem áður þurfti til ekki færri en 3. Enda tekið að færast í vöxt, að nota ýmis konar jarðyrkjuverkfæri. Bændur stæð- ust hið háa kaupgjald fyrir það, að innlenda varan væri komin í svo hátt verð, bæði landvara og einkum þó Baltfiskurinn. Búskaparlag mjög að breytast til sveita, meðal annars víða hætt að færa frá ám, heldur væri þær látnar ganga með dilk. Smjörgerð þó naumast minkað, með því að naut- peningsrækt færi vaxandi og smjörbú um að fjölga, enda smjör komið í í miklu hærra verð en áður, alt að 80—100 a. pundið. Amerfbuhugur hefði honum virzt lítill orðinn í fólki og margt benda í þá átt, að meira færi að verða um vestanfiutninga en vesturferðir, enda viðurk væmilegt, að þeir, er væru svo orðn- ir efnum búnir vestra, að vel sæju sér fyrir það farborða heima á íslandi, flyttust þangað með efni sín og reynslu og létu fósturjörð sína njóta góðs af hvorutveggja. — Hann er óvenju-bjartsýnni, þ6S8 landi vor, og ber oss það sízt að lasta. Nóg er af hinu að jafnaði. Hann segir sór hafi verið tekið hér hvarvetna forkunnarvel, enda haft mikla ánægju af ferðinni. Biður að flytja kunningjum sínum austan hafs alúðark veöju og þakkir fyrir víðtökurnar. Maunalát. Nýlega er dáin í Khöfn (31. jan.) ein af 4 góðkunnum systrum fslenzk- um, Jacobsenssystrum, er þar hafa dvalist langan aldur, aldrei gifzt og alla tíð búið saman, dætur Kristjáns Jakobssouar, er var kaup- maður hér í Reykjavík fyrir miðja öld- ina sem leið (f 1851) og konu hans puríðar Onnu Margrétar Melbye (t 1846). þessi sem dáin er, hót I n g i rfður J a c o b b e n, cær sjötug að aldri, f. 21. maí 1839. Hinar þrjár heita Sigriður, Kristjana og Anna. Jungírú Ingiríður sál. fæddist upp með þeim þjóðkunnu sæmdarhjónum Guðm. heit. Thorgrimsen kaupmanni á Eyrarbakka og konu hans frú Sylvíu Thorgrimsen, — faðir hennar homhenni þar fyrir, er hún misti móður sína; hún var þá á 8. ári. Rúmlega tvítug fluttist hún til Khafnar með fósturfor- eldrum sfnum (er munu þá hafa átt þar vetrarsetu), komst þar í meiri háttar gistihús, hotel Phönix, til þess að fullkomnast í matreiðslulist. Eftir það gerði hún sór að atvinnu að halda mönnum borð, í fólagi við systur sínar, og veita þeím húsnæði. j?að voru að allega heldri menn danskir, þeirra á meðal Schulin lénsgreifi, meðan hann var ókvæntur, ásamt bræðrum sfnum. Hún hafði notið bezta uppeldis hjá fósturforeldrum sínum, hins sama eins og börn þeirra sjálfra. Schulin greifi hélt í hönd með þeim systrum síðan, veitti þeim meðmæli við kunningja sína. þær hættu atvinnu sinni fyrir nokkr um árum, er ellin færðist yfir þær, og munu gamlir borðmenn þeirra hafa þá styrkt þær til sómasamlegs framfæris, og kváðu hftfa fyrir skömmu útvegað þeira dálítið legat; og er það ljós vott- ur þeirrar hinnar miklu velvildar og virðingar, er þær systur nutu alla tíð hjá þeim sem öðrum, er kynni höfðu af þeim, hvort heldur voru samlandar þeirra eða útlendir menn. j?ær voru orðlagðar fyrir góðvild og kurteisi, og staka gestrisni við landa sína, eftir því sem efni leyfðu framast. S. Hinn 23 f. mán. lézt að heimili sínu Sigurður Magnússon bóndi á Skerðingsstöðum f Dölum, eftir langa legu, nær fimtugur að aldri; f. 1858 á Krossi á Skarðströnd, sonur Magnúsar Jónssonar, er Iengi bjó í Glerárskóg- um og Hólmfrfðar Sigurðardóttur fyrstu konu hans. — Sigurður sál. var með föður sfnum þar til er hann fór að búa vorið 1883. Hann var tvíkvæntur, átti fyrst (1883) Sigríði Ásgeirsdóttur bónda < Ásgarði, en misti hana 1893 frá 4 börnum í ómegð. Síðari konu BÍna, Helgu Ásgeirsdóttir, systur fyrri kon- unnar, gekk hann að eiga 1896. Hún lifir mann sinn ásamt 2 börnum þeirra 1 ómegð. Sigurður heitinn bjó fyrst 4 ár í Asgerði, síðan 20 árí Sælingsdal, en fluttist þaðan í vor sem leið að Skerðingsstöðum. Hann bjó alla tíð við lítil efni, enda lengst á harðinda- jörð, — var þar leiguliði. Hann hirti ábýlisjarðir sínar mjög vel og var snyrti- maður við búskap, hagsýnn og hygg- inn. Hann lét lítið á sér bera út á við, en var þó vel metinn og virtur fyrir vandað framferði f hvívetna. Heimil- isfaðir var hann hinn umhyggjusam- asti og ftlúðlegasti. Hann var maður tryggur og vinfastur, hjálpsamur og greiðvikinn, og gestrisinn við hvern mann sem að garði bar. X. Reykjavíkur-annáll. Dánir. Guðrún Júnsdóttir lausakona i Bergs.str. 40, dó 8. þ. m. Margrét Jónsdóttir ekkja i Norðurbæ i Hliðarhúsum, dó 3. marz, 81 árs. Fasteignasala. Pinglýsingar frá síðasta bæjarþingi: Guðríður Einarsdóttir selur 9. marz Olafi ísleifssyni ‘/4 af húseign nr. 21 við Ný- lendugötu á 1500 kr. Jóhann Hafliðason selur Sæmundi Þórð- arsyni 450 ferálna lóð við Njálbgötu á 650 kr. Jónas Jónsson steinsmiður selur 6. marz Þorsteini Ásbjörnssyni húseign nr. 3 við Klapparstig á 5500 kr. Þorsteinn Ásbjörnsson selur 9. marz hluta- félaginu Yölundi húseign nr. 3 við Klapp- arstig á 5074 kr. Hjúskapur. Jóhann Hafsteinn Jónssontré- smiður og ym. Guðlaug Árnadóttir, 7. marz. Þórður Þórðarson skipstjóri (Vesturg. 56) og ekkja Borghildur Oddsdóttir, s. d. María Jóhannsdóttir heitir ein yngsta skáldkona vor, frá Viðidalsá i Strandasýslu, bóndadóttir þaðan. Hún befir lesið hér fyrir almenningi i bænum tvisvar i vikunni kafla úr skáldsögu eftir sjálfa sig (Sýsturnar frá Grænadal). S. gan er efnislítil og orðmörg. En höfund- uiinn les laglega; af engri snild, en lát- laust og einstaklega skýrt, svo að heyra má hvert orð. Það er meira en sagt verð- ur um þá alla hér i bæ, sem við það eru að fást. Hljómleikar, lijóðfæraleikar, sanisöngur. Lagfæring. Mönnum finst, að þeir geti ekki nefnt þá athöfn sam-sönjf, að leikið er á fleiri en eitt hljóðfæri i senn og ekkert sungið. Maðurinn, er fyrstur hafði orðið til þess að nefna stuðlað mál, sem nú er komið á bvers manns varir, hann hjó og þá til þetta orð: hljómleikar. Það var fyrir tveimur árnm. Hann sagði, að vér ættnm að venja oss á að segjast ganga til leika i stað þess að fara d söng. Þvi var það, að hann vildi nefna hljóm- leika hverB konar concert sem væri. Nú er farið að nota þetta orð. Það var haft fyrsta skifti sem stofnað var til hljómleika án söngs hér í bæ. En nafnið er rangt, eins og það var þá auglýst i blöðunum. Hljómleikar er fleirtölnorð (án eint.); en hljómleikur, eintöluorð (án flt.), merkir alt annað (= musik). Hljóðfœraleikur virðist mér sjálfsagt nafn á útlenda orðinu instrumental-musik. Samsöngur er ágæt þýðing á orðinu kór, þegar átt er við raddirnar, en söng- sveit, þegar átt er við mennina. t. Laust prestakall. Staður i Stein- grimsfirði, sem anglýstur var 12. nóvbr. f. á., auglýsist af nýju til nmsóknar, roeð þvi að hin framkomna' umsókn hefir verið aftur- kölluð af sækjanda. — Veitist frá næstu fardögum, með launakjörum eftir nýju presta- launalögunum. TJmsókuarfrestur til 28. april. Verðlatrskrár 1908—1909. Þessi er meðalalin í sýslufélögum landsins m. m. næsta kvossmessuár, i aurnm: Norðurmúlasýsla og Seyðisfjörður . . 67 Suðurmúlasýsla.......................64 Austurskaftafells....................54 Vestuiskaftafells....................52 Vestmanneyja.........................47 Rangárvalla..........................53 Arnessýsla...........................63 Gullbr. og Kjósars. með Reykjavik . 62 Borgarfjarðars.......................52 Mýrarsýsla......................• . 66 Snæfellsnes- og Hnappad..............58 Dalasýsla............................58 Barðastrandars.......................63 Isafjarðars. með kaupst..............63 Strandasýsla.........................56 Húnavatns............................55 Skagafjarðar.........................65 Eyjafjarðars. og Akureyrarkaupst. . . 58 Þingeyjarsýsla.......................58 Um Reykholt sækja 2 prestar og 2 prestsefni: sira Einar Pálsson i Gaulverja- bæ, síra Gisli Einarsson i Hvammi, háskóla- kand. Guðmnndur Einarsson (frá Fiekku- dal i Kjós) og prestaskólakand. Þorsteinn Björnsson frá Bæ. — Sira Brynjólfur Jóns- son á Olafsvöllum sótti, en tók aftur nm- sóknina. Snæfellsnesi 15. febr. Héðan af nes- inu er að frétta heldur góða liðan fólks yfir höfuð. Almenn heilbrigði siðan mislingarnir fóru að minka. Þeir mnnn nú vera um það búnir. Það sem af er vetrinum, hefir verið bezta veðrátta, og skepnulvöld góð. Ekkert orðið vart við kláða i fé og engin bráðapest. Afli fyrirtaksgóður fyrir jólin i Olafsvík. Fjdrverð var mjög bátt í haust; og ættu þvi skuldir að vera litlar nú. En svo mun þó ekki vera. Því er nú miður. Ekki er hægt að segja með vissu, hvort það er að kenna afturför í búnaði eða öðrum or- sökum. Liklegt er, að þær hafi aukist nokk- uð af húsabyggingum og bæja, vélarbáta- kaupum og háu kaupgjaldi verkafólks. Aftnrför verður að telja það í búnaði, að bændur eru að flytja sig í kaupstaðina. Til framfara i búnaði mætti telja það, að i sumar kom fyrsta skifti sláttuvél hing- að 1 sýsln. En hefir orðið litið notuð enn. V.-Sbaftafellssýsla (Mýrdalnum) 29. fehr.: Héðan úr Mýrdal verður ekkert orð skrifað þennan dag, þ. e. 29. febr., fyr en 1912, hver sem lifir þá. Nota eg þvi siðustu mínútur þesBa sjaldgæfa dags til þess að skrifa Isafold örfáar línur. Siðan um nýár hefir veturinn alt af smátt og smátt verið að ýfast og espast i lund. Siðustu 4 dagana i röð hefir verið grejjandi norðanbylur. En i dag hofir verið fagurt veður og hlýtt, og hafa Vikurmenn og Reynishverf- ingar róið, fyrsta sinn á vetrinum, en urðn ekki fiskvarir. Mislingar stinga sér niður á stöku stað; reyndar ekki vist, hvort þeir eru annarstað- ar en í Vik, nú sem stendur. Héraðslækn- ir okkar, Stefán Gislason, hefir gengið mjög vel fram í þvi að verja sveitina, og hefir þegar sýnt mörgum >vantrúuðum,« að sótt- varnir eru mögnlegar og sannfœrt þá um það. Nú halda menn, að það ætli að fara að »koma fram, sem Krukkur spáði.« I dag mátti ganga þurrum fótum fyrir framan Dyrhólaey; það þykir tlðindum sæta. Eft- ir er að vita, hvort ægir kyssir tærnar á Reynisfelli enn. Ef svo er eigi, þá get eg búist við að ekki líði á löngu, áður en eg eða aðrir segja frá þeim merkisatburði, að pósturinn hafi farið fyrir sunnan Dyrhólaey og Reynisfjall með alla kofforta-hestana. Þó er ekki vist að þetta verði fyr en næsta hlaupársdag. St. H. Stjórnarvaldaaugl. (ágrip) Nauðungaruppboð á Húseign Guðmundar skipstjóra Magnús- sonar i Olafsvik 29. april. Húseign Gnðna söðlasmiðs Gíslasonar i Stykkishólmi 6. mai. Um bókarastöðuna við Landsbankann sé BÓtt fyrir 10. mai. Veitist frá 1. júni. Árs- laun 3500 kr. Nýtt rjómabússmjör fæst í Bernhöfts bakaríi í 5 og 10 pd. stk. Stofa til leigu nú þegar í mat- söluhúsinu við Hverfisgötu nr. 10 C. Augl. Hinn 7. þ. mán. var í Breiðholti hirtur og tekinn á gjöf blá- grár óskilahestur með marki: standfj. fr. á báðum eyrum. Hesturinn er kliptur og skaflajárnaður. Eigandi vitji hans sem fyrst og borgi auglýs- ing þessa og áfallin kostnað. Guðni Símonarson. Peningabudda með peningum, lotteríseðlum minnis- pening og fleiru í, tapaðist í leikhúsinu 1. marz, óskast skilað í afgreiðslu ísa- foldar, mót góðum fundarlaunum. U ppboðsaugl ýsi nsr. Föatudaginn 20. þ. m. verður selt við opinbert uppboð það sem eftir 6r af búðarvarning, tilheyraudi þrotabúi Benóný Benónýssonar. Uppboðið verð- ur baldið í húsi búsins nr. 58 A. við Laugaveg og hefst kl. 11 f. h. Söluskilmálar verða lagðir frarn við uppboðið. Bæjarfógetinn í Rvfk 14. marz 1908. Halldór Daníelsson. Uppboðsauglýsing. Fimtudaginn 19. þ. m. verða seldir við opinbert uppboð eftirlátnir lausa- fjármuuir Páls Vídalfns. Meðal ann- ars sem selt verður má nefua: Laga- safn alþýðu, 5 hefti af lðunni, Kon- ráðs orðabók, sönghefti Jónasar Helga- sonar o. fl. bækur. Innanstokksmunir af öllu tagi; þar á meðal stofuklukka, Bkrifborð, orgel; ennfremur hnakkur, söðull, beizli, sængurföt og fverufatn aður. Uppboðið fer fram í húsi Páls heit., nr. 32 B við Laugaveg og hefst kl. 11 f. h. Söluskilmálar verða lagðir fram við uppboðið. Bæjarfógetinn f Reykjavík 14. marz. 1908. Halldór Daníelsson P. Schannong K.m.höfn selur fegursta og ódýrasta legsteina. Umboðsm. er Einar Finnsson, Klapparstíg 13 A, Rvík, sem gefur allar upplýsingar um útlit og verð. Trælast. Svensk Trælast i hele Skibsladninger og billige svenske Möbler og Stole faas hos Undertegnede, der gerne staar til Tjeneste med Priser og Kataloger. Erust Wickström, Köbenhava. 45, Sortedams Dossering. Kr. Knudsen. kib smægler. Befragtning, Kjöb og Salg af Damp- og Sejlskibe. Agentur og Commission. Christianssand, S. Norge. Telegr.adresse : Nesdunk. Til aiineuiiitigs. Eins og kunnugt er, voru á síðasta alþingi samþykt lagaákvæði um það, að greiða skuli skatt, er samsvari a/3 af aðfluttningsgjaldinu, af Kína- líls-elixír mínum, sem hvarvetna hefir þótt hollur og ómissandi. Sökum þessa afarháa og óvænta gjalds og af því að öll efni hafa hækk- að mjög í verði, sé eg mér því mið- ur eigi annað fært, en að hækka verð hverrar flösku af Kna-Iifs- elixir i 3 kr. frá þeim degi, er nefnd lög öðlast gildi. — Eg vil því ráða öllum neytendum Kína-lífs-elixirs- ins til þess að afla sér sem fyrst birgða til lengri tíma af elixírnum áður en hann hækkar í verði. Það er þeim sjálfum fyrir beztu. Valdemar Petersen. Nyvej 16 Köbenhavn V. Kveldskemtun til styrktar fátækri, blindri stúlku verður haldin x Iönaðarmannahúsinu fimtudaginn 19. þ. m. Nánara á götuauglýsingum. Piltur sem hefir löngun til að nemaskradd- araiðn getur strax feugið atvinnu. Reinhold ^Andersson skraddari Liverpool. REYKIÐ aðeins vindla og tóbak frá B. D. Krnsemann tóbakskonungi í Amsterdam (Holland). Fallegust, bezt og ödyrust fataefni og urval af Mlslíni selur klædskeradeildin Liverpool. Ef þér viljið fá yður verulega gott léreft í kvenlín, karlmannsskyrtur eða því um líkt, þá kaupið nr. 1 á 22 a. al. í Th. Th.orsteinsson’s vefnaðarvöruverzlun að I n g ó 1 f s hvoli. Úrval af reyktu kinda-, svína-, nauta- og hestakjöti selur Liverpool. Stúlka, sem skrifar laglega rithönd, er fær um að skrifa dönsku og íslenzku og getur tekið að sér bókfærslu með tilsögn, getur nú þegar fengið atvinnu hér í bænum. Tilboð merkt Bókfarsla sendist afgreiðslu ísafoldar. OSTAR - PYLSUR mest úrval í LIVERPOOL- Hérmeð tilkynníst, að móðir min, Þórunn Helgadóttir. andaðist 10. þ. mán. að heimili minu, 21 við Bræðraborgarstig. , Jarðarfðrin er ákveðið að fari fram að Útskílum, en huskveðjan hefst þríðjudaginn 17. þ. m. kl. 4, á heimili mínu. Reykjavik, 14. marz 1908. Kristján Jónsson. Allskonar kál <* ávexti selur Liverpool, tals. 43. í bakaríi B. Símonarsonar er aðfiutt nýmjólk nú seld á 16 a. pt., en bæjar-nýmjólk á 18 aura. Stofa til leigu 14. maí með for- stofuinngangi og nálægt miðbænum. Ritstjóri vísar á. Fundist hefir úrkeðja við Báru- búð. Vitjist í Aðalstræti 12. Blómsturíræ og matjurta fæst hjá Maríu Hansen, Kirkjustræti 8. Einnig seinar rósaplöntur og blaða- plöntur. Til leigu gott herbergi við Stýri- mannastíg frá 14. maí næstk. Ritstj. vísar á. Efri íbúðin í húsinu Bakki við Bakkastig jœst leigð jrá 14. mal. Oddar Oíslasou, Fræsölu gegnir eins og að undan- förnu Ragnlieiður Jensdóttir Laufásveg 13.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.