Ísafold - 21.03.1908, Side 3

Ísafold - 21.03.1908, Side 3
ISAFOLD 47 Áhrif vor a aðra. Eftir Ólaý ísleifsson. Erindi flutt á búnaðarnámsskeiði að Þjórsártúni 22. ján. 1908. I. Oft heyrist sagt, þegar menn fara eitthvað heiman frá eér á mannfundi eða mannamót, að þeir fari til þess, sð sýna sig og sjá aðra. |>etta er vanalega sagt þegar menn þykjast fara alveg erindislaust eða hafa einkis- vert erindi að reka. En það er raunar mikilsvert erindi. |>að er ekki eins lítilsvert, að koma á mannfundi, þar sem gefst tækifæri að sýna sig og sjá aðra, eins og alment er álitið; því eftir framkomu vorri þar erum vér dæmdir, svo framarlega sem oss er nokknr eftirtekt veitt. Komum vér á mannfundi, þar sem vér erum öllum ókunnir, þá munu þeir, sem fyrir eru, geta að miklu leyti séð, hverir vér erum, jafnvel þótt ætl- un vor sé alls ekki að vekja eftirtekt á oss. Vér getum aldrei farið svo ueitt, að vér höfum ekki sjálfa oss með oss. Af framkomu vorri má sjá, hvort vér erum snyrtimenn, hvort vér erum ruddalegir, framhleypnir og montnir, hvort vór erum frá myndarheimilum, hvort vér höfum fengiö mentun eða gott uppsldi, og hvort vér erum vanir að umgangast gott og siðað fólk, og ýmialegt fleira. Oss finst oft að vér getum eins og steypt yfir oss einhverri dularblæju, 'svo að enginn geti neitt í það ráðið, hverir vér erum. En sú blæja er einatt svo gagnsæ, að sjá má glögt gegnum hana vorn innra mann, því sambandið á milli sál- ar og líkama er mjög náið. f>að er því ekki einkisvert, að koma til þaBS að sýna sig. Komum vér á mannfundi til þess að sjá aðra, er það einnig mikilsvert, bæði að sjá menn og hlusta á þá. Sú þrá, sem knýr mann til þess að fara að heiman frá sér langar leiðir til þess að sjá aðra og hlusta á þá, er mjög virðingarverð. |>að er sú þrá, sem dregur alla menn saman, þessi löngun, sem hreyfir sér í hvers manns brjósti, að nálgast hver annan. Sá sem finnur til þess, að hann er ekki sjálfum sér nógur, finnur til tómleika hjá sjálfum sór og þörf á fé- lagsskap við aðra menn — þörf á nýjum áhrifum frá öðrum, hann á mikið erindi á þá staði, þar sem hon- um gefst færi á að hlusta á menn og verða fyrir nýjum áhrifum. Sannarlega er sá maður ver kominn, sem er svo vaxinn inn í sjálfan sig, að honum finst hann ekki þurfa að hafa neinn félagsskap við aðra menn eða verða fyrir neinum nýjum áhrifum frá öðrum, sem finst hann hafi ekkert af sinni andlegu eign þegið frá öðrum, eða þurfi neitt af öðrum að læra. Enginn er sjálfum sér nógur. Fáir mundu þola það, að vera algjörlega útilokaðir frá áhrifum annara, án þess að bíða andlegt tjón. Eftír fraœkomu vorri er oss dómur kveðinn. En oft er því þann veg far- ið, að vér gerum oss litla grein fyrir, hvað undir framkomu vorri er komið. Með henni gefum vér öðrum eftirdæmi, og það fer varla hjá því, að einhver dragi dám af oss og það oft ósjálfrátt. Fáir munu þeir foreldrar vera, sem hafi ekki mikil áhrif á börn sín, er þau upp ala. |>au áhrif, sem menn verða fyrir á þroakaskeiðinu, markar djúp spor í meðvitundarlífi þeirra og ræður oft stefnu manna og framkomu á lffsleið- inni. Maðurinn getur oft verið þesa van- máttugur, að hafna hinum óhollu áhrif- um og vekja þau betri, því bann get- ur orðið þeim háður fyr en hann veit af. f>að virðist líka svo um suma menn, að þeir séu viðcæmari því sem síður á við, en hinu, sem betur mætti fara. Maðurinn á alt af hægra með að stíga sporið niður fyrir sig en upp á við. Maður með veiklaða og hvarflandi lyndiseinkunn er oft sem strá í vindi fyrir áhrifum, atvikum og tilhneiging um. Innræti og lyndiseinkunnir ráða miklu um framkomu mannsins. En þó eru þau ahrif, sem hann verður fyrir frá öðrum, engu minna um verð. Einn spekingur hefir sagt: — Segðu mér, hverja þú umgengst; þá skal eg segja þér hver þú ert. Vitanlega eiga ekki allir kost á að Umgangaat þá menn, sem þeim eru fremrij eða þá líklegir til að hafa góð áhríf út frá sér. En menn leggja yfir leitt of litla rækt við sinn andlega gróður. Á því hefir hver maður ábyrgð að láta sór verða eitthvað úr því, sem honum er lánað, og afleiðingin af slíkri vanrækslu verður oft tilfinnanleg. Einhver hin óþarfasta hugsun, sem ungur maður getur fengið inn í sig, er sú, að hann sé til einkis nýtur og að hann geti ekkert Iært og ekkert farið fram — að honum sé fyrirfram mark- að svið á hinum dökku reitum mann lífsins. Ekkert, sem er mikilsvirði, fæst án fyrirhafnar. Mann8sálin er lengi að þroskast; en fltístum tekst að þroska sál sína, sem löngun hafa tíl þess og hafa viðleitni á því. þegar við fáum einhverja hugmynd frá einhverjum manni, sem er oss áð ur ókunn, er hún oss í fyrstu óljós og ekki vort meðfæri; en smámsaman skýrist hún fyrir oss eftir því sem vór kynnumst henni og hugsum meir um hann. (Niðurl:) Reykjavikur-annáll. Brunabótavirðing samþykti bæjarstjórn í fyrra dag á þessum hnseignúm, í kr.: VerksmiðjunDar Iðunnar .... 85,195 Landssjóðs við Klapparstig . . . 8,135 Páls Guðmundssonar í Njg. . . . 6,864 Dansk Petrol. Aktieselsk. við Amtmst. 5,568 Þórðar Narfasonar, Nýlendug. . . 3,280 Bæjargjaldkerastaðan auglýsist með 2500 kr. launum og 4000 kr. veði. Umsóknar- frestur til 15. maf. Hina fráfarandi gjaldkeri fær 1000 kr. f eftirlaun. Dánir. Bjarni Guðmundsson unglings- piltur i Hvg. 27 B, dó 18. þ. mán. úr mislinga afleiðingum. Þóranna Helgadóttir ekkja (Brbst. 21), 67 ára, dó 10. marz. Ertðafestulönd. Bæjarstjórn bafnaði i fyrra dag forkanpsrétti að Norðurmýrar- bletti nr. 15, er Ární Guðmundsson selur á 5000 kr., og að Melstaðarbletti, sem Jón Guðmundsson selur á 3,500 kr. Fasteignasala. Þinglýsingar frá bæjar- þingí: Bjarni Chr. Eyólfsson myndasmiður selur 4. marz Gisla Þorbjarnarsyni búfræðing húseign nr. 7 við Spitalastig. Bæjarstjórnin selur 8. marz Einari Bene- diktssyni sýslum. 4!) feráina lóð við Aust- urstræti (14) á 735 kr. Einar Helgason selur 8. marz Sveini Sig- fússyni kaupmanni húseign nr. 33 við Skóla- vörðustig með 700 ferálna lóð á 7,500 kr. Gifli ÞorbjarnarBon búfræðingur og H. Tborarensen sláturhússtjóri selja 22. janúar Bjarna Chr. Eyólfssyni myndasmið húseign nr. 7 við Spitalastig. Jón Sigmundsson selur 9. marz Sveini Sigfússyni kaupmanni húseign nr. 38 við Hverfisgötu með 1250 ferálna lóð á 5,200 kr. Sigurður Ásbjörnsson trésmiður selur 12. marz Davið Gstlund trúboða húseign nr. 9 við Spitalastíg. Simon Sveinbjörhsson skipstjóri selur 12. marz Jóni Þórarinssyni og Benjamín Jóns- syni smiðum húseign nr. 43 B við Lauga- veg ú t 000 kr. Sveinbjörn Kristjánsson trésmiður selur 10. marz C. L. Lárussyni & Co. húseignir nr. 17 B og 19 C við Grettisgötu á 16,000 kr. Sveinn Olafsson selur 14. marz bæjarsjóði Rvíkur húseign nr. 11 við Smiðjustíg með 1800 ferúlna lóð á 6000 kr. Þórðnr J. Thoroddsen bankagjaldkeri selur 1. marz Þorsteini Sigurðssyni kaupmanni húseign nr. 46 við Laugaveg á 30,000 kr. Hjuskapur. Guðmundur Pálsson frá Hafnarf. og ym. Katrin Björg Ólafsdóttir frá Fitjum á Miðnesi, 14. marz. Hallckór Kristinn Guðmundsson (Lveg 73) og ym. Olöf Jónsdóttir, 8. d. Otto Ferdinand Borchorst cand. jur. og héraðsfullm. frá Rolding og ym. Emma Johanne Kyörboe, 19. marz. Sundkensla. Bæjarstjórn fól veganefnd á síðasta fundi að ráða Pál Erlingsson til að kenna hér sund i sumar 4 mánuði kl. 12—8 hvern virkan dag fyrir 450 kr. i kaup. Aðra tíma vinni hann fyrir sjálfan sig. Sömu nefnd var heimilað að verja alt að 450 kr. til að láta kenna sund karl- mönnum hér i bænum minst 3 mánuði, og 150 kr. til að kenna stúlkum. Ennfremur 62 kr. til áhaldakaupa við sundkensluna. Gufuskipin. Laura (Aasberg) kom af Vestfjörðum 15. þ. m. og bélt á stað til útlanda miðvikud. 18. Að vestan flutti hún meðal annars kaupmennina Sæmund Halldórsson, Ingólf Jónsson og Jón A. Egils- son frá Stykkishólmi, er tóku Bér einnig far með henni út, svo og Einar Markússon kaupm. frá Ólafsvik, en héðan Thor-Jensen kaupmaður, Bjarni Jónsson frá Vogi og Einar Gunnarsson ritstjóri. Sterling (Em. Nielsen) kom aðfaranótt miðvikudags (19.) frá Khöfn og Leith með 10 farþega, þar á meðal Jón Þórarinsson skólastjóra og hans frú, Einar Benedikts- son f. sýslumann (frá Skotlandi), kaup- mennina Ben. S. Þórarinsson og Olaf Ás- bjarnarson, ennfremur Jón Sigurðsson frá Arnarfirði, Fr. Haakonsson bakara og Björn Blöndal frá Arnarfirði, m. fl. Frá útlöndum. Suður í Marokko gerir ófriður held- ur að magnast.en réna. Frakka^biðu í öndverðum f. mán. allmikinn ósig- ur fyrir þarlendum mönnum, upp- reistarher Mulai Hafids, hins nýja soldáns, er landsmenn virðast hafa yfirleitt gengið á hönd, en undan bróður hans, Abdul-Aziz, er ráðið hefir ríkjurn undanfarið í skjóli Frakka. Nú hafa og Spánverjar skorist í leik með Frökkum og gert herhlaup á hafnarborg eina í Marokko, norður við Miðjarðarhaf. Hernaður þessi þar suður i Mar- okko skiftir litlu vorrar álfu þjóðir annað en það, að margir ugga eld- kveikju út af honum með sumum stórveldunum hér, og þá helzt Frökk- um og Þjóðverjum. Uppþot nokkurt varð nýlega í ensk- utn blöðum og jafnvel á þingi út af bréfi, er Vilhjálmur keisari ritaði flota- málaráðgjafa Breta, Tweedmouth lá- varði, og grunur lagðist á að hefði stefnt að því að eyða ugg Breta út af fyrirhuguðum herskipastólsviðaukaÞj óð- verja. Sú rekistefna komst svo langt, að fyrirspurnir voru gerðar á þingi. Það sannaðist þá, að bréf ktisara hafði verið alveg meinlaust kunningjabréf, að eins minst eitthvað á, að ýmsir menn misskildu það sem Þjóðverjar hefðu í ráði að auka herskipastól sinn. Við það sættu þingmenn sig i báðum deildum. Búist er við, að Campbell-Bann- erman, yfirráðgjafinn brezki, muni verða að láta af embætti bráðlega sak- ir heilsubilunar. Hann hefir tvo um sjötugt. Asquit ráðgjafi er sagður líklegastur til að taka við af honum. VoSaslys varð í borg einni í Banda- ríkjum (N.-Am.) 4. þ. m., Cleveland í Ohio-ríki. Kviknaði i barnaskóla- og brunnu inni eða köfnuðu og lim- lestust 152 börn af 300 alls i skól- anum. Leopold Belgíukonungur hefir nú loks selt af hendi stjórn sína í Convo- ríki í Afríku, en við tekið ríkisstjórn- in í Belgíu og löggjafarþingið þar. Konungur hafði misbeitt svo valdi sínu, sér til fjárplógs, að hneyksli vakti um allan mentaðan heim. Það bar til í Kristjaníu eigi alls fyrir löngu (10.), að maður skaut 12 marg- hleypuskotum inn um haliarglugga hjá Hákoni konungi, þar sem hann átti að sér að hafast við inni fyrir. En þau voru hvorugt heima, konungs- hjónin, og enginn maður í herberg- junum. — Hvern þremilinn eigum vér að gjöra með konung í þessu landi? sagði maðurinn, er hann var hand- samaður. Hann var talinn vera ekki með öllum mjalla. Sumir segja, að hann hafi verið sænskur. Fórn Abrahams íFrh,). Nokkrir hestar rákust á og byltust um koll með riddurunum á; aðrir sóttu fram, yfir hina föllnu og stikl- uðu á þeim þangað til þeir féllu niður í miðja þvöguna, þar sem alt iðaði af fálmandi böndum og fótum. En brátt var alt hulið þykkum rykmekki. Há- vaxinn riddari, er fremat hafði BÓtt f höggorustunni, hrökk úr söðlinum, en náði ekki fætinum úr íataðinu. Skot reið af rétt við nasir heatsins, svo að ha’nn fældist, þaut út yfir Bléttuna og dró á eftir sér riddarann. Hann reyndi á allar lundir að losa um sig, en við það varð heBturinn óðari en áður. Ymist slengdist riddarinn á grjótið, eða hann tók hátt á loft, og þótt alllangt væri f milli, þóttust áhorf- endurnir á fellinu heyra dynkina, þeg- ar líkamanum sló niður á mishæðirn ar. þeir sáu andlitið afskræmt af kvölum, og þá langaði til að ekjóta hestinn neyðarskoti. En það var ómögu- legt að festa skot á honum. Hesturinn fór með flughraða yfir sléttuna; hann þaut í ýmsar áttir og dró á eftir eér mannræfilinn, sem nú var hættur öllum tilraunum til að losna og tættist sundur á steinunum ögn fyrir ögn; og blóðdrefjar, fatatuskur og heilaslettur mörkuðu ferilinn. Alt varð í einni svipan. Menn og hestar féllu ; særðir menn voru troðnir undir til bana og Iimlestir. Orustu- liðið dreifðist í allar áttir, og ýmsar smáskærur voru háðar, áður en lokið var. þegar orustan hafði staðið fimm mínútur, fór aftur að draga af áhlaups- mönnunum, eins og þeir hefðu oftekið sig. Riddararnir námu staðar til þess að átta sig, og tvær tylftir Búa not- uðu tækifærið og hleyptu á stað frá þeim svo fljóct, sem hestarnir gátu farið. þegar er flokkarnir voru þannig skildir, var tekið til að skjóta fall- by8sum úr skarðinu og sprengikúlurn- ar dundu á Englendingunum. þeir þrjózkuðust við um stund; en er byssu- skotin frá fellinu bættust við og ridd- ararnir fóru að velta úr söðlunum einn eftir annan, fóru þeir að hypja sig á brott og héldu í bug austur á við. flópur særðra manna var eftir á vígvellinum, og voru nú þeir, sem gátu, að skríða ýmist niður í gjána eða upp undir fjallsræturnar. Og enn bar ýmis- legt eftirtektarvert fyrir þá, sem voru uppi á fellinu. — |>eir, sem lítilli stundu áður höfðu borist á banaspjót um, virtust nú hafa gleymt öllum óvin- arhug. Enskur riddari gaf Búa einum að drekka úr dátapela sínum og leit á hann meðaumkunaraugum, er hann skildi við hann. A öðrum stað var Búadáti að hjálpa andstæðingsínum áfætur og fekk honum byssu sína fyrirhækju. En svo mannúð- lega fóru ekki allir að ráði sínu, sem ekki var heldur við að búast um menn, Bem um langan tíma höfðu verið æstir hver upp á móti öðrum. Undirforingi einn, sem orðinn var nærri óður af vígahug, skaut særðan mann, er lá við hliðina á honum, og ætlaði að skjóta annan, en var þá sleginn flatur með byssu- skefti. Riddari sá, er gefið hafði Búan- um úr pela sinum, vék sér að til þess að hjálpa yfirmanni sínum, og nokkr- ir fleiri riddarar bjuggust til nað veita honum lið, og um stund leit út fyrir að alt ætlaði að lenda í uppnámi. En þeir sáu brátt, hve óviturlegt það var, að hefja slíkan aðgang þarna rétt hjá fellinu. Æsingin dofnaði og riddar- arnir fóru að hypja sig, sumir Bkríð- andi og sumir hlaupandi, og þeir þökk- uðu hamingjunni fyrir að komast í burtu sem skjótast. Formáli sorgarleiksins var á enda. Á vígvellinum var ekki annað eftir en dauðir og hálfdauðir hestar, stynjandi af kvölum, og hræðilega limlestir mannabúkar. þeir fjörutíu Búar, er höfðu orðið viðskila við félaga sína við þessa skyndi- legu árás, höfðu riðið til norðvesturs og voru nú staddir hálfa enska mílu frá fellinu, en hálfa aðra mílu frá fjöllunum, sem förinni var heitið til. f>eir voru króaðir frá meginhernum, því riddarafylkingin, sem farið hafði vestur með fjallabrúninni, var nú komin neðar og í milli þeirra og fjall- anna. Eftir því sem lengra dró frá einum óvinahópnum, færðust þeir nær öðrum, og dauðinn var þeim vís, ef þeir héldu lengra í sömu átt. Eftir stundar umhugsun sneru þeir við til fellsins og sameinuðu sig Dornenborg- urunum. Riddarafylkingin hélt enn áfram um stund, en varð að hörfa undan, er skot- hríðinni laust á frá Búum, bæði ofan úr fjöllum, frá fellinu og úr skarðinu. Van der Nath skipaði þessum óvænta liðsauka niður meðal manna sinna, og beið nú eftir að framhald yrði á bar- daganum. Ekkert tillit hafði enn verið tekið til flokks hans. En nú vissu óvinirnir af honum, og að lík- indum mundu þeir nú láta það verða sitt fyrsta verk að reka þá burtu frá fellinu eða neyða þá til að gefast upp. Van der Nath sá það nú, er hann leit yfir orustusvæðið, hve skarpskygn de Vlies hafði verið, er hann valdi einmitt þessa aðstöðu og setti þetta fámenna lið til varnar við fellið. þessu liði var ekki fórnað til ónýtis, ef á þann hátt væri hægt að draga athygli óvinanna frá de Vlies sjálfum, og alt benti á, að Englendingum léki sterk- ur hugur á fellinu. Skotskýli og skot- gríðum var ekið fram og Bett upp í hér um bil þúsund faðma fjarlægð, og fylking valinna fótgönguliða skildi eft- ir hesta sína hæfilega langt frá og bjó sig til áhlaups. Yfirhershöfðinginn hafði tekið hinum óumflýjanlegu breyt- ingum með stillingu, enda var hann orðinn vanur þessum snörpu skærum, sem hvarvetna urðu í útjöðrum hers- ins. Hann gerði sínar ráðstafanir ró- legur og eins og sá, er veit, að hann hefir ekkert að óttast. Alt var í glundroða á hinu geysi- mikla orustusvæði, en komst þó brátt í sæmilega reglu aftur við nýja fylk- ingarBkipun. Fótgöuguliðið hélt kyrru fyrir niðri í gjánni, með því að Búar þeir, er í skarðinu voru, létu Btórskot- in dynja niður í norðurhluta gjáarinn- ar og vörnuðu því á þann hátt, að veizt yrði að fellinu frá þeirri hlið. En nokkru austar var búist til áhlaups á hendur þeim, er í fjöllunum voru, og á hæðunum vestur undan safnaðist ógrynni liðs. það var auðsjáanlega áform hershöfðingjans að láta veita Búum yfirskinsatlögu alstaðar samtím- is, meðan verið væri að viuna á fjalla-flokknum. Hann hugðist vita allar fyrirætlanir óvina sinna og ákvað að taka skyldi þegar til starfa, til þess að þeir fer:gju ekki neinn umhugsunar- frest. Stórskotaliðinu var gefið rrerki um að hefja skothríðina og fótgöngu- liðinu skipað fram. Skothríðin hóíst, og steinbúarnir uppi á fellinu hrukku við, því nú voru það þeir, sem veizt var að. Fyrsta fallbyssan púaði þunnum reykjarhring fram úr kjafti sér og leiftri brá fyrir. Kúlan flaug gegnum loftið með voða- hvin-----------nokkurra augnablika æst eftirvænting, og skeytið sprakk langt fyrir aftan markið------------hið næsta fyrir framan og svo koll af kolli. Stórskotaliðið gat unnið þarna í ró og næði og stilt fallbyssurna hæfilega eftir fjarlægðinni, sem var meiri en bvo, að smábyssur Búa gætu komið að liði. Til þess að menn van der Nath,s stæðu ekki auðum höndum, skipaði hann þeim að skjóta á fótgöngulið, sem færðist óðum nær og var nú kom- ið nær en á 500 faðma færi. Þeir höfðu hniprað sig saman bak við varnargarðinn, er þeir höfðu hrófað upp, og notuðu nú tækifærið. það er hver- jum manni ofraun, að sitja fyrir stór- skotadrífu án þess að geta komið við nokkurri vörn, og ýmsir voru þeir meðal manna van der Nath’s, er farn- ir voru að skima eftir, hvort auðið mundi verða undankomu, ef á þyrfti að halda. f>eim var þó nokkur fróun í því, að fótgönguliðið fekk að koma á byssuskotum þeirra, og þess vegna tóku þeir minna eftir kúlum óvinanna, sem sprungu æ nær og nær þeim. Á hverri stundu mátti búast við, að þær leutu inn á milli þeirra, og þá var þeim vís dauði. Mdnudaginn 23. þ. m. og fleiri daga verður selt við opinbert uppboð ýmis- legur varningur tilheyrandi þrotabúi Guðmundar Stefánssonar, svo sem: ógrynni af veggjapappír og mikið af alls konar finum húsgögnutn, borð- um, stólum og sófum, fullgjörðum og hálfgjörðum. Uppboðið hefst kl. 11 f. h. og fer fram í húsinu nr. 14 við Bankastræti. Uppboðsskilmálar verða lagðir fram og lesnir á undan uppboðinu. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 21. marz 1908. Halldór Daníeisson. Klæðskeraverzlunin Liverpool hefir enn á ný fengið mikið úrval af nýtísku fataefnum, úrval af nærfatnaði, erfiðisfatnaði mjög ódýrum og alls konar hálslini, slauf- um og slifsi. Alb, Philipsens Patetit axlabönd o.fl. Ibúð fyrir kyrlátt heimili fæst í húsi síra Ólafs Ólafssonar 14. maí. Til leigu 14. maí íbúðin í Þing- holtsstræti 26. 1 herbergi til leigu frá i4.mai, með húsgögnum ef óskað er, í Tjarn- argötu 8. Blómstur og matjurtafræ mikið úrval selur Jón Eyvindsson, Stýrimannastíg 9. Ibúð til leigu. Efri byggingin í húsinu nr. 1 við Fischerssund, Krist- jánshús, er til leigu frá 14. maí. Menn semji við Kristin Magnússon kaupm. Búnaðaríélag Mosfellssveitar vill fá nokkra duglega menn til jarða- bótavinnu og byrji þeir strax er klaka leysir í vor. Gott kaup boðið. Semja ber við Guðmund Magnússon, Geithálsi. SKÁNDIN AVISK B xportkaffi-Surrograt Kebenhavn. — F- Hjorth & Co. Fræsölu gegnir eins og að undan- förnu Ragnheiður Jensdóttir Laufásveg 15,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.