Ísafold - 20.05.1908, Síða 1

Ísafold - 20.05.1908, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar i viku. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis B kr. eða 1V* dollar; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsðgn (skrifleg) bundin við áramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla: Austurstrœti 8. XXXV. árg. Reykjavík miövikudaginn 20. maí 1908. 27. tölublað I. O. O. F. 895299. Augnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 i spit.al. Porngripasafn opið A mvd. og ld. 11—12. Hlutabankiun opinn 10—2 V* og B1/8— K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofn frá 8 Ard. til 10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */* síöd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9*/» og 6 á helgidögum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 10*/*—12 og 4—5. Landsbankinn 10 */s—2*/i. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Landsskjalftsafnið A þrd., fmd. og Id. i2—l. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasafn á sd. 2—3. . Tannlækning ók. i Póstliússtr. 14. l.ogS.md. 11- Brunabótagjöldum er við- taka veitt mánudaga og fimtudaga kl. 2l/%—jl/2 í Austurstræti 20. Hervarnirnar sameiginlegt mál. Vér eigum náðarsamlegast að fá að auka á vorn kostnað fiskiveiðastrand- gæzluna hér við land. En að sleppa henni taka Danir alls ekki í mál 25 árin næstu að minsta kosti, enda ætl- ast til í móti jafnréttis við oss til fiskiveiða í landhelgi (5. gr. frv.). Þeir hugsa sér að eins því sambandi slitið eftir 25 ár, ef konungi þóknast eftir tillögum alþingis (9. gr.). Alt er þetta sök sér. En hvað eigum vér að gera að öðru leyti með danskar hervarnir? Hver nauðsyn ber til, að þær séu sameigin- legt mál með oss og Dönum um aldur og æfi ? Gagn af þeim getum vér aldrei haft. Danir eru þess alls ómáttugir, að verja oss fyrir annarra þjóða ágangi. Þeir eru gersamíega máttvana á sjó hvar sem er. Þeir væri ekki komnir hálfa leið liingað með sinn litla flota áður búið væri að ná valdi á landinu annarstaðar frá, ef þeir annars létu sér detta í hug að hreyfa hönd eða fót oss til varnar, þá er svo bæri undir, enda stæðu ekki t. d. jreinu ná- grannastórveldinu hálfan snúning, er hér væri koraið og þeir ættu að verja svo stórt land sem ísland er. Vita- skuld tækju þeir slikt blátt áfram aldrei nokkurn tíma í mál. Þeir mundu meira að segja kveðja óðara heim Valinn sinn, til viðbótar við heimaflotann, þó ekki væri annað en að þeir þyrfti að halda uppi hlutleysi af útlendum ófriði, en ættu alls ekki sjálfir i höggi við erlenda fjendur. Valinn, sem smíðaður var beint til viðauka við herskipastólinn danska með þvíkænsku- bragði, að telja Islandi þann kostnað, vegna þess að ekki var nærri því kom- andi við fólksþingið, að verja 1 eyri úr ríkissjóði beint í danskt herskip nýtt, meðan landvarnarnefndin sæti á rök- stólum. — Það er eitthvert aðdáan- legasta drengskaparbragðið(l) og sann- girnis hjá hagfræðisskrifstofunni í Khöfn, að hún telur oss beint til skuldar það sem Valurinn kostaði og útgerð hans, pó að hann sé aldanskt herskip og ekki sé ætlast til að vér cigum í honum eyrisvirði. Hugsum oss og, að Danir ættu host á einhverjum stórkostlegum [flunn- indum tilhandasjálfum þeim eðaað þeir gætu losast við einhverjar illar bú- sifjar með þv{ leggja ísland i söi- urnar, dettur nokkurum lifandi manni í lmg, að þá mundu ekki renna á þá tvær grímur, hversu ríkt sem væri að orði kveðið í »lögum um ríkis- réttarsamband milli íslands og Dan- merkurí, að landið »verði ekki af Hendi látið«? Vér segjum ekki þetta af því, að vér berum hinar minstu brigður á »bræðraþc^« við oss. Ekkert bræðra- þel stoðar VÍ^ióti þeim óviðráðanleg- um sannleika, að þeir yrðu að sleppa oss hvort sfitn væri, hefði alls ekkert bein í hendi til að haida i oss, ef hinum væri kappsmál að hremma oss, t. d. einhverju stórveldinu. Það þarf alls ekki að líkja þeim við rússnesku móðurina í sleðanum, sem úlfarnir eltu, en flevgði í þá barninu sínu til að tefja fyrir þeim, meðan þeir væri að rífa það í sig. Þó að þeir bæri aldrei nema enn heitari ást til vor en móðir til barns, þá hlyti svona að fara. Jafngreinilega liggur hitt í augum uppi, að aldrei hafa Danir nokkurt gagn af oss til hervarna. Enda ætl- ast þeir til að haldast skuli áfram undanþága íslendinga frá allri herþjón- ustuskyldu á sjó og landi. Þvi veld- ur auk annars fjarlægðin milli land- anna, að herþjónustukvöð á oss tr ekki takandi í mál. Hún yrði og óbærileg sakir fólksfæðar hér og fátæktar, nauðsynarinnar að verja öllum tima og öllum kröftum til þess að hafa í sig og á. Hitt er annað mál, að hvað sem líður öllu sambandi við Dani eða sambandsleysi, hvort sem það er inn- limun eða sambands-sjálfstæði, þá hljót- um vér fyr eða síðar að koma oss upp dálitlu vopnuðu löggæzluliði, ef vér eigum nokkurn tíma að verða að mönnum. Vér getum ekki unað því ástandi til langframa, að vera upp- nærnir fyrir hverjum Jörundi hunda- dagakongi, sem dytti í hug að gera það sér til gamans að leika hér lands- höfðingja. — Dæmið um hann Jýsir annars mætavel verndinni dönsku. Og þann óraveg eru Danir langt í burtu frá allri meðvitund um vernd- arskyldukvöð við »hjálenduna« sína þessa, að þeir gera sér enn næsta hugljúfa skemtun að því að minnast á Jörund heitinn og »hernað« hans liér, í stað þess að fyrirverða sig fyrir hlutdeild þeirra í þeim atburði, gjör- samlegt vanmætti og sæmilegt vilja- leysi að auki til að halda skildi fyrir fyrir oss. Vitaskuld voru þeir sjálfir þá í úlfakreppu. En gæti ekki svo far- ið nú? En — þykjast samt eiga oss, og stórhneykslast, ef því er ekki samsint allra-auðmjúklegast og undir- gefnast. Kostnaðargrýlu úr því löggæzluliði þurfa þeir ekki að hugsa til að búa til, vorir mörgu og glæsilega búnu Dana-fylgifiskar. Löggæzluliðsmenn- irnir mundu ganga að venjulegri vinnu, stunda sína atvinnu eins og hverir aðrir mikinn hluta árs, eins og gerist annarstaðar um landvarnarlið, sem svo er kallað, eða milits á aðrar tungur. Stórhertogadæmið Luxemburg, sem er fullveðja riki, er þrefalt fólksfleira en vér, og er allur herinn þar 8 liðs- foringjar og 275 óbreyttir liðsmenn. Það er alt og sumt. Það munu í stuttu máli fáir skilja, hvað vér eigum að gera með sameig- inlegar hervarnir við Dani. Er ekki slikt hlægileg hugmjmd og andhælis- leg? Hlunnindi geta oss aldrei að þvi orðið, en háski nógur. Því hvað segir einn stórmerkur stjórnmálavitringur Dana, öldungurinn dr. jur. A. Hindenburg hæstaréttar- málfærslumaður ? — Margir jóðurlandsvinir húast við endalokum Danmerkur áður langt um líðar (Mange Fædrelandsvenner imódeser Danmarks Undergang i en nœr Frem- tid, sjá bækling hans: Dagspressens Betydning og dens Ansvar, Kbhavn 1907, bls. 15). Þetta segir ekki maður, sem er nokkurn veginn sama um, hvað Dan- tnörku liður, heldur eldheitur föður- landsvinur. En hvað yrði þá um ísland? Er ekki sjálfsagt að það mundi sogast niður í sama svelginn, eins og smá- bátur, sem er staddur of nærri haf* skipi, sem er að sökkva? Og er það ekki að vera of nærri, að vera i órjúf- anlegu hervarnasambandi við höfuð- ríkið ? Það er síður en svo, að þessi um- mæli séu sprottin af neinum kala til bræðraþjóðar vorrar. Það getur ekki verið af neinum ímugust sprottið eða neinni ástriðu að spá hennihrakspám, þótt vitnað sé i ummæli eftir há- danskan föðurlandsvin, þegar tilefni er til og ábyrgðarhluti er að dyljast þess, sem satt er og rétt i þessa sambandi, hvort sem vel lætur í eyrum eða ekki. Hver er sjálfum sér næstur. Og hyggjum vér oss miður borgið í hervarnasambandi við samþegna vora en án þess, þá hlýtur oss að vera leyfilegt að kveða upp úr um það. Unnað getum vér bræðraþjóð vorri engu miður fyrir það, — unnað henni svo sem efni eru til: mikið, ef hún sýnir af sér bræðraþel í orðum og athöjnum; litið að öðrum kosti. Tekjuaukinn. Þess var getið um daginn, að skatta- málanéfndin byggist við að þurfa mundi landssjóðsbúið sem svarar 240 þús. kr. tekjuhækkunar á ári frá því sem nú er upp og niður næstu 10 —20 ár. Þær eru nú 1160 þús., en þurfa að verða að dómi nefndarinnai 1400 þús. kr. með skaplegri framför og gætilegri. Hér er nánara til greint, hvernig nefndin hugsar sér að hafa megi sam- an þann tekjuauka svo, að eigi sé landsmönnum um of íþyngt eða ósanngjarnlega. 1. Fasteignarskattur . . kr. 102,000 2. Tekjuskattur og eignaskattur ... — 90,000 kr. 192,000 Þar frá dragast skattar, er afnem- ast a. Abúð.sk. kr. 17,000 b. Lausaf].- skattur. — 26,000 c. Húsask. — 10,000 d. Tekjusk.— 18,000 kr. 71,000 Mismunur kr. 121,000 3. Stimpilgjald .... — 30,000 4. Erfðafjárskattur hækk- aður um................— 3,000 5. Tollar hækkaðir um . — 86,000 Samtals kr. 240,000 Skipastóll landsins. Skattamálanefndin hugsar sér lagðan ofurlítinn eignarskatt á öll skip í landinu og kemur þvímeð þessaskýrslu um stærð skipastólsins, og er i I. dálki tala skipanna, II. smálestatala þeirra samanlögð, III. áætlað verð hverrar smálestar í kr., og IV. hvers virði þau eru öll samtals, í kr.; það verða rúrnar 4 milj. I II III IV Gufuskip 45 6346 350 2,221,100 Seglskip 190 8000 135 1,080,000 Vélarbátar 250 Verð 3000 750,000 Samtals kr. 4,051,100 Það munu flestir reka augun í, að gufuskipatalan sé furðu-há. En þetta er hún talin í skrásetningarskýrslum landsins. Segir nefndin, að líklegast sé ekki fleiri en 10 af þeim 45 gufu- skipum eigti íslendinga sjálfra. Hin 35 eigi Danir og Norðmenn, en láti »skrifa« þau hér, — auðvitað til þess að fara i kringum fiskiveiðalögin. Vélarbátatöluna setur nefndin eftir ágizkun. Þeir hafa ekki verið taldir fram nema 85. En það nær engri átt. Talan 250 er líklegast lieldur lág en of há. Með þvi að leggja 3 kr. skatt á hverjar þús. kr. í þessari skipaeign, fær landssjóður 12 þús. kr. á ári upp úr þeim gjaldstofni. He|lræði(?) og hótauir. Svo látandi simskeyti barst oss frá Khöfn í fyrra dag: Khöfn 18/5 kl. 5,ls sd. Flest dönsk blöð eru með nefnd- arfrumvarpinu. Vort Land kemst svo að orði: — Milli þessara tveggja skoð- ana hefir komist á eining i nefnd- inni með þeim hætti blátt áfram, að islenzka skoðunin hefir hafst fram i öllum atriðum, Danir (i nefndinni) heykst, lagt árar í bát og gert sér hneisu. Eina vonin er, að íslendingar verði svo hroka- fullir af hepni sinni i nefndinni, að alþingi dirfist að koma fram með ný skilyrði. Þá er frumvarp- ið frá og alt stendur við sama og og nú er. Útlend blöð, ensk og þýzk, líta svo á, að ísland sé viðurkent full- veðja riki. Lundborg segir, að ísland sé viðurkent fullvalda konungsríki. Sambandið sé nálega eins og var milli Noregs og Sviþjóðar. Óupp- segjanleg mál sameiginleg hin sömu og milli Austurríkis og Ungverja- lands. Þessu muni þjóðræðismenn óefað ganga að og landvarnarmenn ætti að gera það líka. Hagerup sendiherra hefir leyít að hafa það eftir sér, að ísland sé með frumvarpinu viðurkent að vera fullveðja ríki (suveræn Stat). — Þessar tilvitnanir allar, í ummæli danskra blaða, enskra og þýzkra, eiga vafalaust að vera sama sem heilræði til vor íslendinga um að géra oss að góðu kosti þá, er oss standa til boða í nefndarfrumvarpinu; og er það enn frekari árétting, þetta sem haft er eftir íslandsvininum Ragnari Lund- borg í Uppsölum og Hagerup pró- fessor hinum norska, sem var yfir- ráðgjafi Norðmanna tvivegis fyrir og eftir aldamótin og er nú sendiherra þeirra í Kaupmannahöfn. Til enn frekari áréttingar eru flutt orð fyrir orð nokkurummæli blaðsins Vort Land, með greinilegri hótun um, að ef vér viljum ekki ganga að þéssu, fáum vér alls ekkert. Mikils þykir þeim við þurfa. Vér skulum líta lauslega á máls- gögn nefndarfrumvarpstalsmanns þess, er skeytið hefir sent. Flest dönsk blöð segir hann að séu með frumvarpinu. Þó ekki öll eftir því. Með öðrum orðum: einhver þeirra eða sum taka i annan streng, líta á það líkum augum og vér, eða hvað ? Þá mætti segja, að bragð sé að, er barnið finnur. Jafnvel dönsk blöð sum láta sér ekki líka fyrir vora hönd þetta sem oss stendur tii ooða? Að ensk blöð og þýzk líti eins á máliðog dönsku blöðin flest, þarf engan að furða. Þau eru gjörsneidd allri þekkingu á máliriu og bergmála að vanda það sem stendur í dönskum blöðum (flestum). Þeim er jafnvel sent beint frá Khöfn það sem þau eiga að segja um mál, sem er i þeirra augum aldanskt. Fyrst, þegar nefndin kom saman i vetur, fluttu eitthvað 20 þýzk blöð þá skýrslu um afstöðu vora við Dani, að vér skulduðum þeim 5 milj. 300 þús. kr. og að þeir legðu oss 60 þús. kr. ársstyrk úr ríkissjóði. Þetta hafði þeim verið skrifað frá Khöfn og þau hirt það orðalaust. En að dönsk blöð (flest) láti vel yfir gjörðum nefndar, þar sem Danir eru í mjög stórum meiri hluta, það þarf engan að undra. Danskir blaða- menn vita og sem er, að það sem aðrir eins menn og þeirra lögfræðislegu háspekingar Goos og Matzen undir skrifa, það muni ekki vera hættulegt »ríkiseiningunni«, sem þeir svo kalla og bera niest fyrir brjósti. Blaðið Vort Land er alræmt hægri- mannablað, hið svæsnasta og ofstopa- mesta, sem þar er til, eins og sjá má greinilega á því sem eftir þvi er haft. Fylgi þess ermjög litið, aðallega meðal andlegra afturhaldsnátttrölla. Engum, sem til þess þekkir, kemur á óvart, að það talar svona þursalega. Enda hefir það aldrei mátt heyra annað tek- ið í mál en að hafa oss al-innlimaða. Hagerup sendiherra var ihaldssinn- aður sambandsvinur við Svia, meðan hann var á þingi Norðmanna og i ráðuneyti þeirra. Vér þurfum því ekki að búast við, að hann sé tiltax- anlega frjálslyndur fyrir vora hönd. Sízt er hægt að skilja í ummælum Ragnars Lundborg, ef þau eru rétt hermd og hafi hann fengið rétta skýrslu um niðurstöðuna hjá nefnd- inni. Þau virðast koma miður vel heim við framkomu hans áður og skoðun hans á ríkisafstöðu lands vors undanfarið Hann segir og svo i bók sinni Handbok i allmán statskunskap (bls. 8): »Fullveðja (suveræn) telst það riki, sem hefir vald til að ráða sjálft sín- um tnálum innan ríkis og utan án tilhlutunar aunars ríkis. — — Hálf- fullveðja er það riki, er á frelsi sitt og sjálfstæði að einhverju leyti undir öðru ríki, sem er þá þess yfirdrotn- ari.« Það eru lítil meðmæli með fyrir- huguðu sambandi íslands og Dan- merkur, að það sé nálega eins og Norvegs og Svíþjóðar. Því hvernig blessaðist það? Svíþjóð hafði ekki meiri yfirburði yfir Norveg en það, að mikil tvísýna þótti á, að Svíar réði niðurlögum Norðmanna, ef í harðbakka slægi, og þó — þó fengust þeir aldrei til að kannast við jafnrétti Norðmanna, jafnvel ekki í orði og þvi síður á borði. En við erum lj30 á við Dani. Er þá efnilegt fyrir oss, að ekki sé betur búið um jafn- réttið en millilandanefndarfrumvarpið ætlast til? Ekki þarf að fræða oss utn sam- bandið milli Austurríkis og Ungverja- lands. Vér höfum nóg ritgögn í hönd- um um það. En hitt viljutn vér benda á, að vel hefir það aldrei blessast, legið við að slitna hvað eftir annað, síðast nú í vetur sein leið; og búast fæstir við, að það tolli lengur óslitið en þangað til Franz Jósefs keisara missir við. Og þó standa þar saman tvö viðlíka öflug ríki, er hvorugt get- ur ráðið öðru framar, ekkert hægt að gera, nema bæði vilji; þeir hafa milli- ríkjaþing, til að jafna mál með sér o. s. frv. En vér þeir lítil- magnar móts við Danmörku, þótt kotríki sé, að Danir hljóta einir að ráða, ef í milli ber, og það langsam- lega. Það þarf eitthvað öðru vísi um að búa sambandið milli ríkja, sem svo er háttað. Skattamálaneliidarfrum - vörpin. Þau eru ekki færri en 15 alls, er hún hefir snarað á pappír- inn á þessurn 6 vikum, sem hún sat hér á rökstólum, þó ekki öll nema 1 mánuð, með því að Guðl. G. vant- aði framan af. — Þetta eru nöfn á þeim: 1. Um fasteignarskatt; 2. Um tekju- skatt og eignarskatt; 3. Um skatta- nefndir; 4. Um jarðamat; 5. Um verðlag; 6. Um hreppskilaþing; 7. Um laun hreppstjóra; 8. Um stimpil- gjald; 9. Um erfðafjárskatt; 10. Um breyting á tolllögum; 11. Um sveit- argjald; 12. Um breyting á sveitar- stjórnarlögum; 13. Um breyting á vegalögum; 14. Um sóknargjald; 15. Um aukatekjur presta.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.