Ísafold - 20.05.1908, Síða 2

Ísafold - 20.05.1908, Síða 2
106 ISAFOLD Undirtektirnar. Að svo stöddu er þetta frekast kunnugt hér um undirtektir undir tillögur millilandanefndarinnar. Landvarnarfélagið samþykti í einu hljóði á f]ölmennum fundi fimtudags- kveldið 14. þ. m., að frumvarpið sé alveg óhafandi, og telur skilnað einn fyrir höndum, ef konungsamband fæst ekki. Félagið Frarn (stjórnarliðar) kvað hafa samþykt í einu hlj. á fundi sama kveld, heldur fámennum þó, að nefndin ætti þakkir skilið fyrir frammi- stöðu sina og að Danir í nefndinni hefði sýnt sanngirni. Stúdentaýélaqið samþykti á fundi á laugardaginn með 20 atkv. gegn 2, að skilnaður sé æskilegastur, ef ekki fæst konungssamband eitt. Nokkrir (7—8) greiddu ekki atkv. vegna þess, að þeir vildu bíða frekari vitneskju um málið, er nefndarmenn kæmi heim, og sama hafði öðrum mót- mælandanna tveggja gengið til; hinn er formaður í Fram. Sunnudagskveldið 17. þ. m. sam- þykti félagið Skjaldborg á Akureyri í einu hlj. á fjölmennum fundi svo- felda ályktun: Fundurinn telur frumvarp milli- landanefndarinnar bygt á alt öðrum grundvelli en kröfur Þingvallafundar. Fáist þeim ekki framgengt, telur fund- urinn ekki annað fyrir höndum en skilnað. Þjóðólfur telur (15. þ. m.) »athuga- verðasta í frv. hina óuppsegjanlegu skuldbinding eða játun um aldur og æfi undir vald Dana í hermálum og utanrikismálum. Með löglegri sam- þykt á sliku ákvæði (t. d. á þjóðfundi) viðurkennum vér fullkomið drottin- vald Dana og höfum enga heimild til að rifta þvi síðar. Og það munu margir kalla innlimun. Því fer og harla fjarri, að landið sé fullveðja, óháð ríki eftir frumvarpinu.-------— Skyldi annars vera óhugsandi, að Danir féllist á verulegar breytingar og lagfæringar á frumvarpinu (þ. e. á þjóðfundi), t. d. ef þeir sæju skilnað- ar•alv'óruna á bak við hjá islenzku þjóðinni? Jafngott þótt reynd væri i þeim þolrifin til þrautar«. Ingóljur 17. þ. mán. kemst svo að orði um að ganga að frv. nefndarinn- ar, er hann minnist á fundinn í Landvörn 14. þ. m.: »Það óhappa- verk vildi enginn maður verða til að vinna, að binda þann fjötur afkom- endum sínum, og því kusu allir held- ur skilnaðinn hiklaust og orðalaust*. Talskeyti frá Seyðisfirði í gær seg- ir svo: »Allur Austjirðingajjórðungur móti frumvarpi millilandanefndarinnar, það er til hefir spurst, þar á meðal Austri eindreginn. Ókunnugt enn um Eski- fjarðarblaðið. Jón i Múla er og ein- dreginn móti gjörðum nefndarinnar*. Önnur blöð íslenzk hafa ekki látið til sin heyra enn, svo kunnugt sé. Lióðir í kaupstoðum. Þær eru einn skattstofninn hjá skatta- málanefndinni, bygðar lóðir og óbygð- ar. Þess vegna hefir hún safnað skýrslum um stærð þeirra. Sú skýrsla er á þessa leið: Bygð 1. Óbygð 1. í Reykjav. 292,607 1,227,457 feráln. Á ísafirði 46,748 255,508 — - Akureyri 65,862 1,426,545 — - Seyðisf. 51,471 161,769 — Verð lóðanna má ætla í Reykjavík 1 kr. fyrir feralin hverja upp og niður í bygðri lóð og óbygðri, segir nefndin, og skal það um leið tekið fram, að kunn- ugir menn telja þessa áætlun helzti lága, svo að 1 kr. 50 au. fyrir alin mundi nær sanni. í hinum kaupstöð- unum má áætla verð lóðanna 50 aura feralin í bygðri lóð og 10 aura í óbygðum lóðum. Sé nú reiknað eft- ir þessum mælikvarða, þá er verð löðanna hér um bil þetta: í Reykjavik . . . kr. 1,520,064 Á ísafirði .... — 48,924 - Akureyri .... — I7S,S8S - Seyðisfirði . . . — 4L911 Samtals kr. 1,786,484 Auk þess eru hér ótalin erfðafestu- lönd, sérstaklega í Reykjavík, og verzlunarlóðir í öðrum kauptúnum landsins; og getur enginn skynsam- legur vafi verið á þvi, að þær eignir nemi meira en til vantar til þess, að lóðirnar nemi samlals 2 milj. kr., — segir nefndin. Nýmæli um jarðamat. Allar jarðir á landinu skal meta til peninga 10. hvert ár, fyrsta sinn ár- ið 1911, og síðan hvert ár, er ártal- ið endar á o. Þessi er upphafsmálsgreinin i jarða- matsfrv. skattamálanefndarinnar. En það er í 11 greinum alls. Stórskemdir veita eiganda jarðartil- kall til endurmats milli 10 ára frests, og landssjóði slikt hið sama, ef jarðir hækka stórkostlega í verði án tilkostn- aðar af hálfu eiganda. Hverja jörð skal meta eins og hún mundi vera sanngjarnlega seld, í full- um hundruðum króna, með hliðsjón á tekjum af jörðinni, hæfilegum leigu- mála, söluverði á siðustu 10 árum, og virðingu til lántöku og veðsetn- ingar. Meta skal hverja jörð út af fyrir sig, sem er séreign, hefir sérstök bæjarhús og afskift tún og engi með ákveðnum merkjum, hvort sem talist hefir áður lögbýlí eða hjáleiga. Með hverri jörð skal meta hús þau, er henni fylgja og höfð eru til ábúð- arnota, svo og alls konar hlunnindi og ítök í annarra lönd, en ekki inn- stæðukúgildi, eða annað lausafé, er henni kann að fylgja. Eigi skal meta sér sameignarafrétt- ar lönd, sem notuð eru eingöngu til uppreksturs, en taka upprekstrarrétt til greina i mati jarða þeirra, erhann eiga. Þrætulöndum skal skifa í móti jafnt milli jarða þeirra, er löndin eigna sér. Skattanefndir leggja mat á jarðir, í júnimán., að viðstöddum eigendum eða umráðamönnum, ef vilja. Næsta mánuð allan liggur matið til sýnis á þingstað hrepps eða öðrum hentug- um stað, og sendist eftir það for- manni yfirskattanefndar, svo og bréf- legar kærur yfir matinu, til fullnaðar- úrslita. Yfirskattanefnd yfirskoðar mat allra jarðeigna í umdæmi sínu, heimtar nán ari skýringar, ef eitthvað virðist vera óljóst eða rangt, og lagfærir því næst jarðamatið eftir því sem henni þykir rétt vera, sendir síðan fyrir septem- bermánaðarlok landsstjórninni alt sam- an, en lætur skrásetja eftir þvi jarða- bók fyrir land alt, er sé gjaldstofn fasteignarskatts 10 ár hin næstu. Landssjóð^iítgjöld. Skattamálanefndin gerir ráð fyrir þessum útgjöldum á landssjóði um árið upp og niður 10—20 árin næstu, í kr. 1. Kostnaður til æðstu stjórnar landsins á ári 2. Alþingiskostnaður og yfirskoðun 66 þús. kr. á fjárhagstímabili, eða á áíi til jafnaðar . . 33 T Dómgæzla og valdstj. 110 4- Læknaskipun og heil- brigðismál .... 140 5- Póstmál 100 6. Vegabætur .... 160 7- Gufuskipaferðir . . 70 8. Ritsími og talsími 160 9- Vitar og sjómerki 30 10. Kirkja og andleg stétt 30 11. Æðri skólar . . . 65 12. Alþýðufræðsla . 120 n- Vísindi og bókmentir 60 i4. Verkleg fyrirtæki . . 170 15- Skyndilán til embætt- ismanna, eftirlaun og styrktarfé .... 70 16. Til óvissra útgjalda . 5 = 1373 þús. Þá eru eftir 27 þús. upp í 1400 þús. krónurnar, jafnaðartölu nefndar- innar. Það er þá varatala, fyrir tekju- vanhöldum eða ófyrirséðum kostnaði. Nefndin gerir ráð fyrir flestum út- gjaldaliðunum hærri nokkuð en nú eru þeir, eftir því sem hér greinir nánara. Stjórnarkostnaðinn (1. tölul.) lætur hún þó standa í stað og mun vera mjög hæpið að það lánist. Alþingiskostnaði gerir hún ráð fyr- ir 8 þús. kr. hærri um árið (16 þús. á hvert þing) en nú er áætlað. Býst við 10—-11 vikna þingi í stað 8—9. Svo munar og um ljós og 'nita, er þing er haldið um vetur. Hún hugs- ar ekki til neins sparnaðar, t. d. ekki þess, að hætta að prenta þingræðurnar, að dæmi flestra þjóða annarra, bók, sem allir eru hættir að lesa — hafa nóg annað —, og er vitanlega nauðalitils virði, með því að þar er þrásinnis prentað ekki það sem þingmenn töl- uðu og ekki það sem þeir ætluða að segja, heldur það sem þeir vildu eftir á helzt hafa sagt, en sögðu aldrei —, eftir á: þ. e. þegar búið er að reka þá í vörðurnar og þeir sjá að þeir höfðu farið með bull. Kostnað til dómgæzlu og lögreglu- stjórnar lætur nefndin standa því nær í stað, en hækkar dálítið kostnað til læknaskipunar, úr 135 þús. í 140 þús. Póstmálum ætlar hún 100 þús., í stað 90 nú. Vegabótafé hækkar hún um nál. 10 þús., en lætnr gufuskipaferðastyrk haldast nær óbreyttan. Ritsimum og talsimum ætlar hún 160 þús. um árið. Svo mikið gerir hún ráð fyrir að muni á bresta að þeir »beri sig«. Alþýðufræðslukostnaður býst hún við að muni hækka um eitthvað 30 þús. á ári; styrkur til vísinda og bók- menta lætur nærri því sem verið hef- ir, og verkleg fyrirtæki þarfnast lítils eins meira. Stýrimannaskólinn. Hinu minna stýrimannspróji luku þessir nemendur stýrimannaskólans 14. f. m.: Stig 1. Egill Þórðarson, Ráðagerði . 59 2. Gísli Jónsson, Patreksfirði . 59 3. Ari Helgason, Patreksfirði . 53 4. Hermann Stefánss., Akureyri 53 5. Halldór Jónsson, Ráðagerði . 52 6. Sigurður A. Guðmundsson Patreksfirði....................52 7. Sigurður Ólafsson, Rvík. . 52 8. Sigurður Mósesson, Dýraf. . 49 9. Jón Kristófersson, Rvík . . 47 10. Kristján Kjartanss., Önundarf. 47 11. Bjarni Jónsson, Berufirði, . 46 12. Þorsteinn Jónsson, Rvík . 30 Tveimur var vísað frá prófi. í gær, 15. maí, útskrifuðust þessir — tóku hið meira stýrimannsprój: Stig 1. Ólafur Þórðarson, Arnarf. . 96 2. Gísli Jónsson, Patreksf. . . 91 3. Hermann Stefánss., Akureyri 88 4. Jón Erlendsson, Rvik . . 88 5. lón Kristófersson, Rvik . . 86 6. Bjarni Þorkelss., Seltjarnarn. 82 7. Sig. A. Guðmundss. Patreksf. 80 8. Sig. G. Guðnason, Keflavik 78 9. Sigurður Mósesson, Dýraf. . 65 Einn stóðst eigi prófið. Prófdómendur voru við bæði próf- in með skólastjóra (P. H.) þeir Eirík- ur Briem prestaskólakennari og Hann- es Hafliðason skipstjóri, og ennfrem- ur í tungumálum og sjórétti cand. jur. assistent Magnús Guðmundsson. Það er nýlunda og mikil framför, að nú hafa 9 nemendur í einu lagi leyst af hendi hið meira prófið. Þeir einir mega fara með skip milli landa. Því prófi hafa lokið alls 6 stýrimenn áður við þennan íslenzka skóla, á samtals 10—20 árum, og eru nú flestir dánir. Þetta er því þörf við- koma. Sambattdsnefndin. f>eir ætluðu af Btað i gær frá Khöfn hingað á leið á s/a Laura, millilanda- nefndarmennirnir, og koma a 11 i r hing- að, eins binir norðlenzku og austfírzku. Eru því væntanlegir hingað seint i næstu viku. Aflabrögð nndir Jökli sunnan. Óminnilegur landburður. Eftirfarandi kafli úr bréfi Kjartans kaupmanns þorkelssonar á Arnarstapa, ritaður 5. þ. m., sýnir að engu siður fær blessan drottins fallið atorkumönn- um og framkvæmdar í skaut undir Jökli en annarstaðar á landi voru. Færi vel að þeir menn, sem það hafa látið sér um munn fara, að engin skil- yrði væri þar til annars en auðnar einnar, hvorki frá hendi uáttúrunnar eða búandmanua þar, mættu nokkurn lærdóm taka af bréfkafla þessum, er hljóðar svo: .......»Mestu og beztu fréttirnar eru það, að hér er kominn ómunagóður fískafli síðan á páskum. Fiskurinn er hér upp f þurru landi. Sjórinn úir og grúir af lífi: fiskurinn og sílið neðan- sjávar og fuglinn ofansjávar. Við höf- um tvíróið á hverjum degi og aldrei fengið minna en 70 í hlut á dag og oft upp að og um 100. Höfum við því þenna stutta tíma síðan á pásk- um fengið þann ágætisafla, að slíkur hefir ekki sést á Stapa í tíð þeirra manna, er nú lifa. Fiskurinn er stríð- feitur og nær allur roskinu. Við höf- um ekki einu sinni getað komið vél- arbátnum við vegna þess, að fiskurinn er alveg upp við lendingu, og höfum við því róið tveimur smábáoum, og þá höfum við auBÍð fulla af fiski á svip- stundu. ......þessa uudanfarna daga hefir sjórinn verið eitt fiskkrap, því alveg hefir verið sama hvar öngli hefir ver- ið rent ofan úr Bjómáli og niður í botn; því alstaðar hefir fiskurinn verið jafn- mikill, en allravænstur er hann þó í miðjum sjó. Mönnum sýnist helzt sem komið hafi þrennar fiskgöngur, hver of- an á aðra, fyrst smá-fiskur, svo roskinn fiskur og síðast mjög vænn styttingur. Stapi er því nú í augum okkar gull- náma. Mig vantar að eins nógu marg- ar hendur til þess, að handsama gull- ið við landsteinana hérna. Eg get ekki dregið dul á þá skoðun mína við þig, að ólíku meiri framtfðarheill hlyti að fylgja þvi, að eitthvað af því mikla fé, sem bankarnir hafa lánað til húsa- gerðar í Reykjavík, væri nú komið hér i báta og vinnuafl. Eg á bágt með að trúa þvi, að þeir menn breyttu ekki Bkoðun sinni, ef staddir væru bér þessa dagana, sem látið hafa það uppi, að hús hér járnvarin, vátrygð og gerð að öllu leyti með sama hætti og hús í Reykjavík, yrðu ekki metin til verðs, nema í eldinn. Og ekki get eg trúað því, að slíkur framkvæmda- og framfaramaður sem Tryggvi bankastjóri Gunnarsson gæti látið um sig spyrjast, að hafa þvílíka óvitaskoðun, ef haun sæi sjálfur þorskkasirnar hjá okkur daglega, sæi túnabreiðurnar, sem við erum búnir að girða, vantar að eins fé til að rækta til fullrar hlítar, og loks, ef hann virti fyrir sér höfnina hér. Eg þori að segja, að hann hyrfi sem skjótast frá eldiviðarhugleiðing- unni, áliti að hér ætti að húsa mikiu meira, þvi hér væri framtíðarstaður. þá mundi honum ekki vaxa í augum að gera hcr með tiltölulega litlum kostnaði örugga bátakvf, svo ekki sé stærra nefnt. ......ísland á tvo g u 11 b a n k a: frjóan jarðveg og fiskisælt haf um hverfis sig, — bara að seðlabank- arnir í Reykjavfk bindi ekki á okk- ur hendurnar svo, að við getum ekki notað gullbankana................< — Kafli þessi er úr bréfi til manns hér í bænum. Bárður. Breiðafjurðarbáturinn. Reykjavíkur strandið um daginn gerði ferðirnar þær endasleppar að sinni. Bigendur Reykjavíkur, þeir Frederik- sem & Co. í Mandal, eru þar lausir allra rnála. |>eir höfðu ekki viljað taka að sér, er samningur var gerður í vor, að halda uppi ferðunum, ef eitt- hvað yrði að Reykjavíkinni nú. Brent barn forðast eldinn. — f>að er í orði, að reynt muni að fá G e r a 1 d i n e, Faxaflóabátinn frá í vetur í millibili, til þess að taka að sér Breiðafjarðarferðirnar. f>að er nú verið að hreinsa hana hér við dráttarbrautina. Gufuskipin. Thoreskip Mjölnir kom ngað af Vestfjörðnm sunnudagsmorguninn . þ. m. með nokkra farþega, þar á með- Sighvat Bjarnason bankastjóra. Til út- nda hélt það héðan i fyrra kveld. Helgi kongur er væntanlegur um þessar undir frá útlöndum. Toll-lagabreyting. Svona vill skattamálanefndin láta tollana vera á hverjum potti: af alls konar öli og gosdrykkjum 8 a. alt að 8° brennivíni............ 70 - - 8—12° brennivíni..............110 - - sterkara brennivíni en 120 . . 150- öðrum brendum drykkjum alt að 8°....................100 - - öðrum br. dr. 8—120 ... 130 - — sterkari en 120 ... 200 - - rauðvíni og örðum borðvín- um samskonar................. 30 - - öllum öðrum víuföngum . . 100 - - bittersamsetningum, sem eru ætlaðir til drykkjar óblandaðir 100 - - hverjum pela í öðrum bitter- tegundum.....................100 - Þar næst af hverju pundi í þessum aðfluttum vörum: tóbaki abs konar............. 75 a. vindlum......................300 - vindlingum................150- kaffi og kaffibæti allskonar 14 - sykri og sírópi'.............. 6 - tegrasi...................... 50 - súkkulaði og kakaó........... 20 - öllum brjóstsykri og kon- fekttegundum................. 50 - Engan toll skal greiða af 160 vín- anda, sem er ætlaður til eldsneytis eða iðnaðar og gerður óhæfur til drykkjar undir yfirvalds umsjón, né af tóbaksblöðum, sem flytjast hingað undir yfirvalds umsjón og eru notuð til fjárböðunar, né af vistum, sem eru ætlaðar skipverjum eða farþegum á aðflutningsskipum, sé skipsforðinn ekki meiri en ætla má að nægi, eftir því sem tíðkast hefir. --------------------- X Frétta-hraði. Fátt hefir meiri breytingum tekið f heimioum á sfðari tín>um en frétta- burðarhraðinn, aðallega þó síðari hlut • aldarinnar Bem leið. Fyrsta frétt af landskjálftanum mikla í Lissabon 1. nóv. 1755 birtist í enskum blöðum réttum 4 vikum síð- ar, eða 28. nóvbr., og í Berlínarblöð- unum 2. desbr. Nú flytja blöð að morgni dags flest sem við befir borið fréttnæmt um nótt- ina hvar aem er um siðaðan heim, hvað þá heldur eldri tíðindi, frá deg- inum áðúr eða þar á undan. Blöð keppa mjög um það í stórborgum heims einkanlega, að verða fyrst með fréttir. Eitt hið mesta flýtis-þrekvirki vann fyrir fám árum Lundúnablað eitt, er nefnist Daily Mail. Chamberlain ráðgjafi var þá í sem mestu gengi enskra stjórnmálamanna. Hann ætlaði að flytja mikils háttar ræðu fyrír kjósendum sínum í Birming- ham. það er nær 5 þingmannaleiðir frá Lundúnum. Blaðið hafði látið setja upp á hent- ugum stað í fundaraainum hljóðgeymi, er hirti hvert orð af vörum ráðgjafans jafnóðum og sendi jafnharðan með rafmagnstóli suður til Lundúna eftir ritsímanum þangað. þar voru hraðrit- arar viðlátnir með heyrnartól við eyra sér. þeir lögðu við hlustirnar 2 mín- útur hver í senn og hreinrituðu því næst hver sinn kafla til prentunar. Chamberlain hóf ræðu sfna kl. 8,10. Fyrsti hraðritarinn tók tii að brein- rita sinn kafla kl. 8,12, en kl. 8,12 fór fyrsti setjarinn að setja (letra) ræðuna. Ræðan stóð réttar 2 stundir hjá Chamberlain; hann lauk við hana kl. IOjio- Kl. 10,30 var tekið til að prenta hana og kl. 10,33 var farið að selja blaðið, sem ræðuna flutti alla frá upp- hafl til enda. Almenni ritsfminn tók ekki til að síma ræðuna til Lundúna fyrr en kl. 923 og var ekki búinn að þvf fyr en kl. 11,87, meira en heilli klukkustund eftir það er hún var komin öll á prent í Daily Mail! ■-------------------- Óskilaklndarauglýsing. »Ritkorn- i» um réttarstöðu íslands*, sem »mikli maðurinD* var að láta tól sitt hér geippa um að hann (Hann Sjálfur) hefði samið og lagt fram i nefndinni, segir Norðurland (,s/4) að heyrst hafi að sé álika langt og meðal sendibréf og sé reyndar samið af öll- um nefndarmönnum. Hér getur enginn frætt »fólkið« um neitt ritverk eftir Hann Sjálfan. Það veitir lik- lega ekki af að lýsa eftir þvi eijAog óskila- kind. Ekki mun vera hætt vj(£ að markið þekkist ekki, ef einhver sfeýldi rekast á gemlinginn.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.