Ísafold - 30.05.1908, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.05.1908, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar í viku Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 6 kr. eða 1 >/* dollar; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD Upp8Ögn (skrifleg) bnndin við Aramót, er ógild nema komin só til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus vió blaðió. Afgreibsla: Austurstrœti 8. XXXV. árg. I. O. O. F. 896129. Aagnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 i spital. Porngripasafn opiö A mvd. og ld. 11—12. Ulutabankinn opinn 10—21/* og 6J/i—7. K.. F. U. M. Lestrar- og skrifstofn frA 8 Ard. ti\ 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/! síbd. Landakotskirkja. Guösþj. 9‘/s og 6 A helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/!—12 og 4—5. Landsbankinn 10 */i—2 */i. Bankastjórn við 12—1. Lnndsbókasafn 12—8 og 6—8.‘ Landsskjalasafnið A þrd., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. NAttúragripasafn A sd. 2—3. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.og3.md. 11- Brunafoótagjöldum er við- taka veitt mánudnga og fimtudaga kl. 2Y2—sVa 1 Austurstræti 20. Hvað þeir segja sjálfir. Audiatur et altera pars. Ekki er nema hálfsögð sagan þegar einn segir. Latneski málshátturinn þessi merkir það hér um bil. Hann nær að visu ekki til þessa máls íylli- lega. Skjöl og skilríki höfðum vér fengið í hendur löngu nokkuð áður en þeir komu sjálfir, millilandanefnd- armennirnir, og þóttumst geta rök- stutt með þeim nokkurn veginn það, sem vér höfum um málið sagt, um frammistöðu nefndarinnar. En þann fyrirvara hafði ísafold, að eigi skyldi leggja á það mál fullnaðar- dóm fyr en kostur væri á viðtali við nefndarmenn sjálfa. Þeim skyldi engin ámæli veita fyr en þeir hefðu átt kost á að skýra málið frá sínu sjónarmiði. Þeir hefðu átt úr vöndu að ráða. Vera mætti, að sumum sýndist annað þá, er þeir hefðu tekið sjálfir til máls. Nú höfum vér átt rækilegt viðtal við þá tvo úr nefndinni, er oss eru nákomnastir, þjóðræðisflokksmenn þá tvo, er hingað eru komnir. Það eru þeir Jóhannes Jóhannesson sýslumaður og StejánStejánsson kennari. Þetta er aðalefnið úr þeirri viðræðu, um frumvarpið: — Líkaði ykkur þetta orðatiltæki í i.gr.: det samlede danskeRige, og finst ykkur ísl. þýðingin vera rétt: veldi Danakonungs? Það er þó hvort sinnar merkingar, og íslenzka merk- ingin oss miklu hagkvæmari. — Nei, það líkaði okkur ekki; vild- um helzt ekkert samheiti hafa eins og frumvörpin sýna. En um annað betra fekst ekki samkomulag við Dani í nefndinni. Þeir vildu fyrst hafa: det danske Rigc, og sleppa úr fjórða orðinu (samlede). En við skrif- uðum undir danska textann með þeim fyrirvara, að áminst orð skyldi merkja hið sama í báðum tungum. Báðir textarnir, hinn danski og hinn íslenzki, eru jafngildir, verða báðir löggiltir. Við létum undan, pegar við höfðum fengið því framgengt, að veldi Danakonungs skyldi merkja hið sama og danska orðtækið det samlede o. s. frv. Enda ætti það ekki að standa á neinu, ef frumvarpið sýnir í öðrum atriðum, hvað átt er við, sem sé: tvö fullveðja ríki og jafn-rétthá. Þetta verður þá nafnið eintómt, nafn á ríkjasambandinu eins og það er vaxið samkvæmt frv. — Nú, en hvað segið þið um 2. gr., um ríkiserfðirnar, að þegar kon- ungdómurinn er laus, og enginn ríkis- arfi til, þá eigum vér ekkert atkvæði að hafa um nýjan konung eða nýja konungsætt ? — Við segjutn, að það atriði geti fyrst og fremst ekki verið oss neitt kappsmál. Það séu smámunir. Enda engar líkur til að það muni að hönd- um bera svo öldum skiftir, að kon- ungsættin, þessi sem nú stendur til til ríkis í Danmörku, verði aldauða. En veigamesta ástæðnn er þó sú, að vér getum breytt þessu þegar endur- skoðunarfresturinn er á enda. Og hverju skiftir það, þótt það standi þangað til? Reykjavík laugardaginn 30. maí 1908. 30. tölublað — Þá er 3. greinin, sú um kon- ungsmötuna o. s. frv. — Já, þar gtæðum vér líklega um 20 þús. kr. árlega frá því sem ráðgert hefir verið, meðan aliir hugsuðu sér konungsmötuna miðaða við fólksfjölda í báðum löndum. ítalan það miklu minni á konungsborð en áður, sjálf- sagt a/3 minni. — Alveg rétt. En nú koma hin málin óuppsegjanlegu, utanríkismál og hervarnir ? — í því atriði var Þingvallafundar- ályktunin óframkvæmanleg. Öllu öðru í henni höfum vér fengið framgengt, öllum nema þessu eina. Og af hverju slökuðum við þar til ? Af því að Dan- ir settu okkur tvo kosti: Annaðhvort gangið þið að því, að þessi mál séu sameiginleg og óuppsegjanleg. eða þið gangið jrá öllu konungssambandi, slitið því, en Þingvallafundurinn krafð- ist að konungssambandið væri óupp- segjanlegt. Ef við hefðum ekki geng- ið að þessu, þá hefði ekki verið um annað að tefla en skilnað. Og hann hefðum við heldur viljað, að okkar leyti, heldur en að hafa konung einn sameiginlegan með Dönum. Við vildum þá heldur hafa íslenzk- an konung en danskan, heldur kon- ung á Islandi en í Daumörku, ef um ekkert annað væri að tefla. Og önnur ástæða liggur til þess, að við slÖKuðmn til um þetta atriði, eða með öðrum orðum, að við gengum að samningnum. Hún er sú, að okkur fanst það blátt áfram samvizkusök, ef þjóðinni væri ekki gefinn kostur á að skifta sér neitt af þessu tilboði, ef hún mætti ekki ráða neinu um það mál, ekkert atkvæði hafa um það, hversu nærri sem það kynni að liggja hennar óskum. Við hugsuðum sem svo: Hafni hún því, ef hún vill. Taki hún því, ef hún vill. Okkar skylda var það eitt, að geja henni kost á því hvorutveggja, og reyna alt til þess að boðið væri sem glæsilegast. Kost höfum við gefið henni á því með því að ganga að samningnum, og samninginn höfum við gert henni eins hagfeldan og við áttum framast kost á. — En finst ykkur ekki ábyrgðar- hluti, ef vér göngum að þessum samn- ingi, og ekki má segja upp sumum málunum um aldur og æfi? — Um aldur og æfi? í raun og veru kemur aldrei til þess. Vér höf- um þverbreytt skoðun Dana í þessu rnáli, nefndarmennirnir íslenzku. Og það eru engar líkur til, að það verði óhægra að 25 árum liðnum að fá nýjum breytingum framgengt. Og þó að það tækist ekki, getumvérgertannað, ef oss svo sýnist. Viðskulum hugsaokkur að þeir neiti að breyta til eftir kröfum vorum. Vér segjum við þá: Nú vil- jum vér ekki hafa þessi mál lengur sameiginleg. Þeir kunna að svara: Þið um það; vtr viljum hafa þau sam- eiginleg. Þá svörum vér því einu, að vér slítum konungssambandi, kjós- um oss heldur skilnað. Hvað gera þeir þá? Gera ekkert; þeir hafa heit- ið að beita oss ekki vopnum, þó að vér færum svona að. Og ef þjóðin gengur að þessum samningi, þá sjá- um við ekki betur en að hún standi ólíku betur að vígi að skilja við Dani síðarmeir, heldur en ef það stendur óhaggað áfram, að ísland sé »óað- skiljanlegur hluti Danaveldis*. — Hvað hafið þið fyrir ykkur um það, að ekki verði þá beitt við oss ofríki, vopnurn, ef vér viljum skilja? — Þau ummæli í athugasemdun- um aftan við fruravarpið, að ekki þurfi að óttasl, að með Dönum búi nokkur »ósk um, að þröngva upp á ísland beinlínis eða óbeinlínis nokkurri lögráðandatilsjón« (noget Onske om direkte eller indirekte at paatviuge Is- land noget Formynderskab). — Finst ykkur það vera nógu djúpt tekið í árinni ? — Já. Ekki hægt að taka ákveðn- ara til orða með sæmilegri kurteisi. — En getið þið ábyrgst, að sr.mi skilningur verði í þau orð lagður eft- ir mannsaldur? — Nei, en líkur eru alls engar til annars. — Finst ykkur ekki kenna einhvers yfirdrotunaranda af Dana hendi i 4. lið (d-lið) 3. greinar, um, að vér megum ekki auka landvarnir hér við land nema með peirra leyji, hvað slælega sem oss kann að finnast þeir gæta landhelginnar? — Nei. Vér stæðum ekki vel að vígi, ef þetta ákvæði væri ekki. Skip þeirrar þjóðar, sem hefir ekkert hern- aðarlið, eru ekki viðurkend landhelg- is-varðskip af öðrum þjóðum. Danir gera þetta að eins til að tryggja oss það samkvæmt þjóðaréttinum, að hér séu löghelgar landhelgisvarnir. En hitt kemur vitanlega aldrei til, að Danir fari að banna oss að verja land- helgi vora á eigin kostnað, þó að vér eigum það uhdir þeim. Enda má breyta þessu þegar samningarnir verða end- urskoðaðir að 25 árum liðnum, ef málinu verður þá ekki sagt upp sem sameiginlegu o. s. frv. — Breyta því, þegar Danir eru búnir að sleikja innan alla firði? — Ta, því trúum við nú ekki þeir geri, enda getum vér sett ýmsar skorður fyrir það, t. d. með fiskiveiða- samþyktum. — En þá er fæðingjarétturinn ? — Já, það helzt, sem hefir verið. En þetta nýja ákvæði merkir, að þeir sem fæðast á tímabilinu frá því, er samningurinn er löggiltur, fá fæðingja-' rétt í báðum löndum eins og verið hefir. Annars þyrfti að veita þegnrétt hverju mannsbarni. — Það, sem verður einna sárastur þyrnir í augum, eru óuppsegjanlegu málin. — Vér erum alveg Jullveðja yfir þeim málum. Vér h'óldum þar full- veldi voru, en vér bindum það. Dan- ir fara þar með vald, sem vér eigum, en ekki þeir, fara með það í umboði voru. Enginn verður ófullveðja fyrir það, þó að hanti ráði sig í vist, eða geri samning við annan mann um að gera eitthvað fyrir sig. — Nú, en hvað segið þið um gjörðardóminn, og að oddamaður er danskur ? — Við segjum það fyrst og fremst, að hann einn sér er órækur vottur þess, að Island sé fullveðja ríki. Mál eru aldrei lögð í slíka gerð nema á milli fullveðja ríkja. — En hvernig stendur á þvi að hvergi í samningnum er nefnt berum orðum, að ísland sé jullveðja ríkil Hvernig stendur á, að það má ekki heita svo í samningnum, úr því Dan- ir líta svo á, sem það sé ríki, og það fullveðja ? — Danir segja: Vér skulum gera stjórnartilhögun ykkar sem hagkvæm- asta á borði. En við skulum sneiða hjá mjög ákveðnum heitum; við skul- um láta vísindamennina skýra þau. Ef vér eigum að fá þessu fram- gengt með dönsku þjóðinni, þá þurfum vér ekkert að varast jafnmik- ið og orð, sem hún er hvimpin við. Mörgum þykir full-langt farið með því orðalagi, sem er, hvað þá ef meira er að gert. — Er það nokkuð, sem þið viljið sérstaklega leggja áherzlu á í þessum samningi? — Já. Þessi atriði: Að vér eigum fyrir oss að breyta honum öllum, ef vér viljum, þegar endurskoðunarfresturinn er liðinn. Að Þingvallafundarályktannnier fylgt svo langl fram, sem unt er. ísland er fullveðja ríki með fullveldi yfir öll- um sínum málum. Að út af Þingvallafundarstefn- unni er ekki vikið nema að eins í einu atriði: óuppsegjanlegu málunum. Að ekkert hefði orðið úr neinum samningum, ej við hefðum ekki geng ið að því. Að hann mundi vitanlega hafa ver- ið öðru vísi úr garði gerður að orð færi og ýmsu öðru, ej við hefðum mátt einir ráða. Og — síðast en ekki sfzt — það tvent, að við höfum farið á fremstu grös við Dani um að sjálfstæði voru yrði sem allra-bezt borgið með þess- um samningi; að við töldum það skyldu við þjóð vora, að hún fengi sjálf að hafa nú atkvæði um þetta stórmál. En það hefði ekki lánast, ef ekki hefði orð- ið af neinu samkomulagi í nefndinni. Erlend tíðindi. Tilrætt varð um, hverja kosti fyrir- komulagið eftir nefndarfrv. hefði um fram það sem nú er. Þeir félagar töldu þá vera: a) ísland fullveðja ríki, en ekki óaðskiljanlegur hluti Danaveldis; b) Ríkisþingið setti eitt stöðulögin (1871), en þessi fyrirhuguðu lög setur löggjafarvald beggja landa (ríkja); c) Sérmálin ein upp talin í stöðu- lögunum og öll önnur mál látin vera sameiginleg, en nú sameiginleg mál upp talin og öll önnur lögð undir vor óskoruð yfirráð; d) Hæstiréttur í Danmörku úr sög- unni þegar vér viljum; e) Árstillaginu breytt í höfuðstól; f) ísland losað alveg við ríkisráðið í öllum málum, sem það hefir ekki falið Dönum til flutnings, sbr. orðin í 6. gr.: »Að öðru leyti ræður landið að Jullu öllum sínum málum« ; g) Samið um gerðardóm um ágrein- ing milli landanna, en það gera ekld nema fullveðja ríki; h) Sambandslögin óhagganleg nema með beggja ráði, þeim verður aldrei breytt né þau feld úr gildi með dönskum lögum; i) Landhelgin íslenzka og landhelg- isvernd svo og fæðingjaréttur viður- kent að vera íslenzk sérmál; j) íslandi ætluð síðar meir hlutdeild í meðferð sameiginlegra mála, þegar vér æskjum hennar (7. gr.); k) íslenzkur ríkisfáni sérstakur á landi, og íslenzkur kaupfáni getur orð- ið það á sjó eftir endurskoðunarfrest- inn, hvort sem Dönum líkar eða ekki. Tilrætt varð ennfremur um, hvern skilning beri að leggja í 9. gr., er kemur til þeirra mála, sem eru ekki þar beint undan skilin uppsögn um aldur og æfi, en það er konungs- sambandið, utanrikismál og hervarnir með gunnfána, sbr. greinina í síðasta bl.: »Einir ráða þeir—«. í öllum öðrum málum getum vér slitið sam- bandinu við Dani að þeim nauðugum. Þvi konungur er skyldur að segja þeim sundur með oss eftir 36—37 ár eftir kröfu alþingis e i n s, þó að ríkis- þingið sé þvi mótstæðilegt. Orðin eru: »ákveðíir konungur þá«, en ekki: »getur ákveðið«. Hann er með öðr- um orðum skyldur til þess. — En ef hann gerir það nú ekki? — Þá gerir hann sig sekan í laga- broti, og fær þá engan íslending til að undirskrifa með sér, fremur en Oscar II nokkurn Norðmann 1905. Svo ? Ekki N. N. eða einhvern hans nóta eða niðja? HöntUaðir botnvörpungar. Þrjá sökudólga hefir Valurinn hremt þessaviku og fengið dæmda, 2 íVest- manneyjum, ókunnugt hve mikið, og 1 hér úr Garðsjó. Sá heitir Britta (Sören M. Nielsen), frá Esbjerg, af fiskiutveg fiskiveiða-miljónafélagsins danska, þerrra Lauritzens og hans fé- laga. Hafði sést að veiðum, en var tekinn utan landhelgi og hafður hing- að inn. Sekt 1000 kr. með upptöku afla og veiðarfæra, sem er enn óselt. Fra Englandi. Skömmu eftir Norðurlanda-kynnisförina brá Játvarð- ur konungur sér suður í Neapel og hitti þar Viktor Emanúel konung. Heim er hann kominn nú til þess að vera við og fagna Falliéres Frakk- landsforseta, er kemur að líta á sýn- inguna miklu í Lundúnum, sem hófst á krossmessunni (14. þ. m.) og er kend við báðar þjóðirnar, Frakka og Breta, er lagt hafa saman um hana og til var stofnað til minningar um sam- dráttinn milli þeirra hin síðari missir- in og til að glæða hann enn frekara. Prinzinn af Wales helgaði sýning- una i fjarveru föður síns. Eitt það, er gera skyldi forsetanum til fagnaðar, var sjónleikur i helzta leikhúsinu í Lundúnum, Covent Gar- den, núna á miðvikudaginn (27.). Þar kostuðu sæti um 150 kr. Leikhús- sæti höfðu komist í enn hærra verð, er Loubet forseti, fyrirrennari Falliéres, kom til Lundúna fyrir nokkrum ár- um, og þessa hæst, er Játvarður kon- ungur var krýndur 1901; þau feng- ust þá ekki fyrir minna en 420 kr., beztu sæti. Svo fór, sem gizkað var á hér í blaðinu, að einhver þingmaður í neðri málstofunni mundi þoka fyrir Win- ston Churchill ráðgjafa, hinum unga stjórnskörung, til þess að hann héldi embætti, þótt feldur hefði verið frá kosningu í Manchester. Það gerði þingmaður borgarinnar Dundee á Skot- landi. Þar var Churchill borinn á höndum sér, og hlaut meira en 3000 atkv. fram yfir keppinaut sinn hinn hlutskarpasta. Bretar hafa lengi haft í ráði að veita úr ríkissjóði ellistyrk öllum gamalmennum, er hefði aldrei þegið af sveit, en hikað sér við það alt til þessa, með því að það yrði afarþung byrði á ríkissjóði, en nóg horn önn- ur í að líta, þar á meðal nú síðast mikinn herskipastólsviðauka, vegna þess, hve Þjóðverjar færa sig hóflaus- lega upp á skaftið með sinn flota. Það er nú eitt hið fyrsta stórvirki nýju stjórnarinnar, þeirra Asquiths og hans félaga, að bera upp á þingi það nýmæli, að veita skyldi 'óllum sjötug- um gamalmennum, körlum og kon- um, þeim er hefði eigi minst 10 sh. (nál. 9 kr.) við að lifa um vikuna, 5 sh. (4^/2 kr.) ríkissjóðsstyrk á viku, hjónum 7^/3 sh. Asquith bar sjálfur upp frumvarpið. Hann ætlaði á að 500,000 manna (hálf miljón) mundi njóta þessa styrks og að hann mundi nema um 6 milj. pd. um árið, sama sem nál. 110 milj. kr. Það er mik- ið, en þó ekki meira en einmitt sem svarar væntanlegum tekjuafgangi eftir þ. á. fjárhagsáætlun. Þar er gert ráð fyrir um 158 milj. pd. tekjum og um 152 milj. pd. útgjöldum. Það er sama sem 2844 og 2736 milj. kr. Hátt upp í 3000 miljónir hvort um sigl Ekki er nú kotunglegur búskapur- inn brezki. Tilrætt var á þingi nýlega, í neðri málstofunni, að nú mætti til að fara að leyfa aftur aðjiutning Jjár á Jati. Kjöt væri orðið svo rándýrt vegna aðflutningsbannsins. Sérstaklega væri blóðugt til þess að vita, að Ameríku- menn (Bandamenn) rökuðu saman fé á niðursoðnu kjöti (dósakjöti), er þeir seldu Englendingum og þeir neydd- ust til að kaupa, þótt ekki vissu nema það væri mesta óæti. Friðþjófur Nansen hefir nú fengið lausn frá sendiherrastöðunni í Lund- únum, fyrir Norðmenn. Nylega gaus upp úlfaþytur í móti honum í ensk- um blöðum. Þau báru upp á hann, að hann hefði farið mjög svo niðr-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.