Ísafold - 06.06.1908, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.06.1908, Blaðsíða 2
126 IS A F 0 L D Fullveðja ríki? Fundarræðurnar í síðasta bl. voru mikið styttar og samandregnar, svo sem flestir munu fara nærri um, enda hvorki timi né rúm til að hafa þær fyllri. En þá er jafnan nokkur hætta á því, að eitthvað raskist eða verði ógleggra en skyldi. Einn ræðum., héraðslækni Guðm. Hannesson, hefði viljað hafa einn kaflann í sinni ræðu svo orðaðan, sem hér segir — árið- andi, að þar væri rétt með mál farið og sæmilega greinilega: Um hina réttarlegu eða lagalegu hlið málsins skal eg vera fáorður. Eg er þar ekki fræðimaður. En ekki er það að undra, þó það sé dregið i efa, að landið verði eftir frv. fullveðja ríki, úr því tillaga Skúla Thoroddsen um að í lögunum standi: »ísland er írjálst og fullveðja ríki« var jeld með ollum atkvæðum gegn einu, og ekki eingöngu þessi orð, heldur öll orð og ákvæði, sem nefna þetta blátt áfram. Dr. Berlin, þessi mikla sending, er Danir mögnuðu móti nefndarmönn- um, vitnar oít i próf. G. Jellinek. Eg fæ ekki betur séð en að samkvæmt skoðunum hans sé tæplega nokkur grein í frumv., er eigi sé að einhverju leyti viðsjálsgripur. Eg skal að eins nefna fyrirsögnina og fyrstu greinina. Fyrirsögnin er þannig: »Uppkast að lögum um ríkisréttar- samband Danmerkur og íslands«. G. J. segir: »Ríki getur ekki með lögum myndað samband við önnur ríki« (L. v. d. Staatenvert. 198). Geta skal þess, sem R. Lundborg bendir á, að á öðrum stað telur G. ]. þess dæmi, að sáttmálar séu gjörðir í lagaíormi, og svo segja nefndarmenn að beri að skilja frv. En því þá þessi feluleikur með rétt og skýr orð? »Ekki er heldur mögulegt með samhljóða lögum að mynda virkilegt ríkjasamband« (sama bók 203). »Þegar realunion á að vera virki- legt ríkjasamband getur ekki verið að tala um rikisréttar-, heldur þjóðréttar- samband, því það eitt getur komið til mála milli sjálfstæðra ríkja«. Þetta er nú fyrirsögnin ein. í fyrstu greininni er íslandi gefið nafnið land, en ekki ríki, einmitt sama orðið sem Dr. Berlín hengir hattinn á sem sönnun fyrir því, að ríki hafi landið aldrei verið. Þá er samband- inu gefið hið tvíræða nafn statsjor- bindelse, sem síðan er þýtt á íslenzku með ríkjasamband; og svo kemur að lokum nafnið á báðum löndunum: hin danska rikisheild\ G. H. arfund voru 2 Reykvíkingar og 1 (einn) Hafnfirðingur. Allir önnum kaftiir við fiskverkun og annað, með því að veður var einkar-hagstætt, bezti þerrir. Af BárulnísfuiKliiium. Hr. ritstj.! Sá hefir inisskílið eða mishermt 1 yðar eyru eitt atvik, er sagt hefir yður af því, er gerðist á Bárubúðarfundinum stjórnarliðsins 1. þ. mán. |>að er framkoma Guðm. Magnús- sonar skálds. það er misskilningur, að tillaga hans hafi átt að vera viðauki við aðaltillög- una. Henni var, tillögu G. M., ætlað að koma í hinnar stað, með því að hún var gætilegri og miuna bind- andi um svo Iítið rætt mál. Honum hefir blöskrað sú ofstopa-frekja þeirra stjórnarliða, að fara að heimta af kjós- endum ákveðinn úrskurð um annað eins vandamál, meðan þeir höfðu að eins heyrt um það e i n a ræðu, og hana vitanlega mjög svo hlutdræga. Vér vitum, hve nefndarmönnum þykir öll- um sinn fugl fagur, frumvarps-ómynd- in, en engum þó fegri en sjálfum »hús- bóndanum«. Bn fyrir ofríkis-gjörræði fundarstjóra í upphafi fuudarins vildu stjórnarandstæðingar alls ekki taka til máls á þ e i m fundi, enda gengu marg- ir af fundi undir eins, þér og aðrir. Tillaga G. M. var því að réttu lagi ekkert annað en breytingartillaga, og átti því að bera hana upp á u n d a n aðaltillögunni. |>að mundi hver óhlut- drægur fundarstjóri hafa gert. En að henni samþyktri var óvíst, að aðaltil- lagan fengi að standa, og hefði þá •sigur heimastjórnarmanna« á fundin- um orðið vafaBamur. |>a® hpfi*- fund- arstjóri séð og haft snarræði til að af- stýra þeim háska. Hr. G. M. hefir því ekki komið fram í þetta sinn að minsta kosti sem neinn attaníoss ráðgjafans, heldur þvert á móti. |>ó að hann kunni vera ann ars ákveðinn stjórnarsinni, hefir vakað sama fyrir honum og mörgum stjórn- arandstæðÍDgum, bæði yður og fleirum, sem glögt kom fram á fundinum dag- inn eftir: að nefndarmenn ; ætti þökk fyrir vasklega framgöngu, o. s. frv., þ ó a ð frumvarpið hefði ekki getað orðið betra en þetta. Þetta vildi eg hafa tekið fram. þeir eru sannarlega nógu margir, »attaní- ossarnir*, þótt ekki sé við þá bætt að óþörfu. Virðingarfylst Fundarmaður. Reykjavikur-annáll. Brunabótavirðing s&mþykti bæjarstjórn í fyrra dag á þessum hÚBeignum i kr.: Sæmundar Þórðarsonar i Njúlsgötn . blOO Steingrims Jónssonar (Grettisg. 39) . 2262 Vér vitum ekki, hvernig frum- varpinu muni verða tekið af þjóðinni, og vér ætlum ekki að geta neins til um það. Sumir nefndarmennirnir hafa látið uppi þá skoðun, að vér þyrftum ekki á meiri réttindum að halda en þarna væri fengin. Vér værum ekki enn svo þroskuð þjóð, að okkur mundi blessast meira frelsi. Það er sama sagan, sem hefir ver- ið sögð svo oft um konur. Þær eigi ekki að fá fult jafnrétti við karlmenn fyr en þær standa til jafns við þá að hæfileikum. Þær séu ekki fyr nógu þroskaðar(l) til að taka á móti frels- inu. Þær eiga að þroskast og dafna i böndunum ! Nei, nei, nei —, þetta er úttauguð skammsýni! Því meira sem vér eigum frelsið, því meiri eigum vér þroskavonirnar. Ef algert frelsi, óháð öllum afskiftum annarra þjóða, stendur ofar þroska vor- um, þá merkir það ekki annað en að það sé föt, sem eru við vöxt. Þjóðin á fyrir sér að vaxa upp í þau. Vér skulum taka enn skýrara dæmi: Frelsisandinn er brúðgumi þjóðar- innar. Ef hann stendur ofar þroska henn- ar, má þá ekki brúðurin taka upp fyrir sig ? Má hún ekki vaxa og dafna við hlið hans dag frá degi ? Má liann ekki leiða hana að hug- sjónamarkinu ? Er of mikil gleði yfir íslenzkri þjóð, er of mikill þróttur hennar, of mikil frægð heunar, þó að hún komist ein- hvern tíma^ þangað, sem aðrar þjóðir eru komnar fyrir langa-löngu ? Vér mótmælum nefndarfrumvarp- inu óbreyttu, af því að vér treystum þjóðinni. Vér treystum henni til að þroskast. Og fyrir vorum augum er engin þroskaleið til önnur en frelsis- brautin. Vér neiturn því, af því að vér vilj- um láta niðja vora sjálfráða. Vér viljum, að þeir þurfi aldrei að gjalda þess, sem vér höfum gert. Vér neitum því, af því, að vér get- um ekki slitið oss frá þeirri löngun, að landamæri framtiðarlandsins og fósturjarðar vorrar — þau liggi saman.' V7ér neitum því, af þvi að vér viljum reynast sjálfum oss trúir. Af því að vér trúum því, að frelsis- sólin eigi að skína skærast yfir ísland. K. Veðrátta viknna frá 31. mai til 6. júní 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf Þh. s 6.5 7.3 11.5 10.0 6.0 9.6 M 10.0 6.7 99 9.0 3.5 7.7 Þ 10.8 6.5 12.5 8.6 8.0 7..; M 10.5 13.0 17.5 11.0 5.7 8.2 F 6.2 6.0 7.9 5.7 5.3 10.7 F 8.0 5.5 6.0 7.0 4.0 8.0 L 6.9 7.8 9.3 2.7 7.6 5.6 Aö eins ráðgjafar-afskifti. Ari Jónsson ritstjóri tók svo til orða í ræðu sinni 2. þ. m. nm væntanleg afskifti vor af utanríkismálnm og hermálum á sínnm tíma, að ihlutun islenzkra stjórnarvalda yrði þar eftir Bem áðnr aldrei nein yfirráð, heldur svipaðs eðlis og afskifti ráðgjafarþinganna forðnm af stjórnmálum — en ekki: alþingi ráðgjafarþing eftir sem áður. Prestkosning i Holti i Önundarfirði 23. f. mán.: Páll Stephensen ... 55 atkv. Ásgeir Ásgeirsson . 49 — Böðvar Bjarnason . 8 — Af atkvæðum B. B. var eitt ógilt, hafði verið skakt sett. Greidd atkvæði eftir þessu 112, af 283 kjósendum alls. Þar af 10 í Kirkjubóls- sókn, en binir allir i Holtssókn. Hátiðarmessur. Hvitasunnud. kl. 8 árd. sira J. H. Hádegi dómkirkjupr. (altarisg.). Síðdegis kl. 5 kand. S. Á. Gr. Annan á hádegi sira B H. (altarisg.). Sið- degis ki. 5 kand. Guðm. Einarsson. Breiðaflóaferðirnar hefir gufubáturiun Geraldine (skip- stóri Jón Arnason) tekið að sér í sum- ar, eftir Reykjavíkina sokknu, og er faritin vestur þangað fyrir nokkru. Bæjarstjórnin nýja í Hafnarfirði héltsinn fyrsta fund í gærmorgun kl. 10—11 undir stjórn Páls sýslumanns Einarssonar, sem er nú á förum þaðan, — laus frá næstu mánaðamótum, en hefir þar að auki fengið fararleyfi norður í land í miðjum þ. m., og er Magnús Sigurðs- son cand. jur. og yfirréttarmálfærslu- maður settur sýslumaður frá þeim tíma þar til er sýslan verður veitt. Sýslumaður mælti í fundarbyrjun nokkurum samfagnaðarorðum um, að kauptúil þetta hefði nú loks fengið kaupstaðarréttindi, og óskaði hinum nýja bæ vaxtar og viðgangs og góðra þrifa á hinni nýju braut. Fundarefnið var að öðru leyti að velja bæjarstjóra og gjaldkera. Bœjarstjóri var kjörinn til bráða- birgða hinn setti sýslumaður, M. S., en frestað fullnaðarkjöri þar til er sýslan væri veitt, í því skyni að geta átt kost á hinum nýja sýslumanni í bæjarstjórnarstöðuna, ef það litist ráð. Gjaldkeri var kosinn i bráð, til næstu áramóta, Guðmundur Helga- son bæjarfulltrúi, með 150—200 kr. launum þann tíma. Veizlu skyldi halda um kveldið, í gærkveldi, til minningar um upphefð kauptúnsins og líklega skilnaðarveizlu um leið við sýslumann (P. E.), sem er og hefir verið alla tíð mjög vel látinn; hefir verið í þvi embætti rúm 8 ár. Viðstaddir þenna fyrsta bæjarstjórn- Bæjarvatnsveitan. Samþykt var á siðasta bæjarstjórnarfundi eftir tillögu vatnsveitu- nefndar tilboð Lössls um pipulagning i grafna skurði utanbæjar 15,370 kr. og iun- anbæjar 18,036 kr.; samtals 34,406 kr. Elutning á vatnsveitupipum utanhæjar höfðu þeír boðist til að taka að sér fyrir 3100 kr., Daniel Daníeisson ljÓBmyndari og Valentínus Eyólfsson skósmiður, og var það samþykt. Dánir. Guðriður Þorsteinsdóttir, háöldr- nð ekkja í Kaplaskóli, 3. júni. flalla Guðmundsdóttir prestskona, ung, 4. júni. Jes Thomsen, f. verzlunarstjóri i Vest- manneyjum, 67 ára, dó 31. maí. Fasteignasala Þinglýsingar frá siðasta bæjarþingi: Bjarni Þórðarson selur 23. mai Þórði Bjarnasyni húseign nr. 2 við Bergstaða- stræti á 5500 kr. Guðmundur Egilsson trésmiður selur 1. april Erasmus Gislasyni kaupm. 470 fer- álna lóð við Grettisgctu á 470 kr. Guðmundur Jakobsson trésmiður selur 28. maí Erasmus Gislasyni kaupmanni bygg- ingarlóð við Laugaveg (76) á 1800 kr. Jóhannes Kr. Jóhannesson og Loftur Sig- urðsson trésmiðir selja 22. apríl Halldóri Sigurðssyni trésmið húseign nr. 56 við Hverfisgötu mað 1725 ferálna lóð á 14,300 kr. Sígurður Björnsson selur 16. maí Þóroddi Guðmundssyni og Gisla Guðmundssyni liús- eign nr. 36 við Grettisgötu með 500 ferálna lóð á 4U00 kr. Uppboðsafsal 21. maí fyrir húseign nr. 58 A við Laugaveg til handa Oddi Glsla- syni yfirréttarmálaflutningsmanni og J. J. Lambertsen kaupmanni á 6600 kr., og vest- urhelmingi húseignar nr. 12 við Bankartræti til handa Jóhannesi Nordal á 4200 kr. Grjótiand i Eskihlíð leyfði bæjarstj. i fyrra dag, 2 dagsláttur, þeim Guðjóni Gamalielssyni 0. fl., til 5 ára, fyrir 50 kr. eftirgjald á ári. Hjúskapur." Einar Ingibergur Erlcndsson trésm. og læknisekkja Sigriður Helgason, 30. maí. Einar Runólfsson trésm. og ym. Guðlaug Einarsdóttir, 5. júni. Jón Guðmundsson verzlm. og ym. Vig- dis Bjarnadóttir, 2. júni. Karl Ólafsson Ijósmyndari (i Hafnarfirði) og Málfriður Björnsdótt.ir, 30. mai. Sigurgeir Jóhannsson steinsm. og ym. Bóel Bergsdóttir,’ 30. maí. Mæling bæjarins gengur seigt og fast i meira lagi. Þeir gefast app hver á fætur öðrum, sem hana taka að sér. A. L. Peter- sen verkfræðingur sagði verkinu upp i byr- jun þ. mán. Safnaðarfundar-nefna var haldin hér i gær i þjóðkirkjusöfnuðinum. Fundarmenn 40 af líklega um 3000 kjósendum í söfnuðin- um! Fundarstarfið alt var: að kjósa safn- aðarnefnd. Tveir nefndarmenn voru endur- kosnir: Sigurður Jónsson kennari (34 atkv.) og Knud Zimsen verkfræðingur (um 30). Þar við bætt þessum 3 nýjum: frú Önnu Thoroddsen, Bjarna Jónssyni kennara og kand. Sigurbj. Á. Gislasyni, — öllum með um 20 atkv. Meðal þeirra, er hafnað var, er Kristján Þorgrimsson konsúll, sem hefir lengi i safn- aðnefnd og reynst ötull framkvæmdarmaður. Nú eru 4 af 5 safnaðarnefndarmönnum heimatrúboðsfólk. En alls er gizkað á að heimatrúboðsmeun muni vera í þessum söfn- uði 40—50 i mesta lagi. Þeim verður þvi sæmilega vel til valda i 6000 manna söfn- uði. Erl. ritsímafréttir til ísafoldar. Kh. 5. júni kl. 10 árd. Persaland. Persakonungur fiúinn úr landi. Frá París. Líkið af Emile Zola fiutt i yasr í Fantheon. Dreyfus veitt tilrœði með skoti. Varð sár í handlegg. Sambandsmálið. Nordenstreng ritar í Stockholrns Dag- blad um sanibandsmalið. Hann álitur frumvarpið ágætt fyrir ísland, en aö það veiti þó ekki fullveldi. Vort Land hamast gegn frumvarpihu. Alþingi á að fá málið til meðferðar á undan ríkisþinginu. * :f. * Þjóðhöfðingi Persa, er þar kom til ríkis fyrir fám niissirum og sumir kalla keisara en aðrir konnng, befir átt í brösum við löggjafarþing það, er faðir hans hafði sett á laggir skömmu áður en hann féll frá, viljað helzt senda það norður og niður og hafa enga ráðgjafa með neinni þingsábyrgð o. s. frv. Hann varð þó sáttur að kalla við þingið í vetur, en grunt mun sú sátt hafa staðið, og banatil- ræði var honum veitt skömmu síðar. Nú hefir kárnað enn um svo, að hann hefir ekki haldist við. Pantheon er leghöll mestu afreks- manna þjóðaritinar. Þangað var Emile Zola, hinu fræga sagnaskáldi og mann- vini, er lézt fyrir nokkrum missir- urn, vísað í vetur af meiri hluta þings, en minni hluta fanst það vera hin mesta ósvinna, og varð úr mikil senna innan þings og utan. Eitt hans mesta afrek var, hve drengilega og djarfmannlega hann stóð í ístað- inu með Dreyfus höfuðsmanni, átti manna rnestan og beztan þátt í því, að sannaðist sakleysi hans og hann var leystur úr prísundinni í Púkey. Þess hefir hann (D.) nú verið látinn gjalda og á hann ráðist af ofstækis- fólsku. Nordenstreng þessi er sænskur fræðimaður, er hér telur sig kunnug- an, með því að hann ferðaðist hér fyrir nokkrutn árurn. Grein hans skýrir frá, að ekki muni liggja við að við verðum fullveðja ríki, þótt ágætt þyki honum frumvarpið. Hon- um finst iíklegast vera fyr gilt en valið sé oss til handa. Aðstoðarlækiiir á Akureyri er skip- aður kand. Yaldemar Steffensen og á ísa- firði kand. Eiriknr Kjerúlf. Bankabókari við Landsbanbann er 8kipaður 29. f. mán. Albert Þórðarson bankaritari eftir samhljóða tíllögum banka- stjórnarinnar. Gaman'Tig alvara. Vilkjálmur keisari II. var stundum óþekk- ur móður sinni, þegar hann var barn. Hann fekst ekkijtil að þvo sér og greiða áður en hann fór út á morgnana, — sem ekki er einsdæmi um börn. Móður hans hugkvæmdist ráð til að venja hann af þvi. Haun varð fyrir þvi einn fagran morgun, er hann hafði stolist út óþveginn, að skýl- isvörðurinn við haliardyrnar lét sem hann sæi hann ekki, er liann gekk fram, það er að segja: hann heilsaði houum ekki með byssu sinni, eins og 6Íður er til við þjóðhöfðingja og þeirra syni eða skyldmenni. Sveinninn veitir þvi óðara eftirtekt og spyr hvatskeytlega, hverju sæti sllk ósvinna. — Mér hefir verið bannaö að heilsa óþvegnum og ógreiddum prinzum, svaraði maðurinn. Þetta hreif. Piltur hljóp aldrei út eftir það óþveginn og ógreiddur. Kenslukona, sem átti að segja Vilhjálmi keisara til, þegar hann var barn, tók hann einhverju sinni og flengdi hann fyrir óhlýðni; það hafði móðir hans sagt henni að gera, ef því væri að skifta. Stúlkan hafði þann eftirmála, að sig tæki alveg eins sárt að þurfa að b e i t a refsingunni eins og sárt væri að verða fyrir henni; eg kenni með öðrum orðum i rauninni engn minna til núna en þér, prinz, mælti hann. — Já, en ekki á sama s^að, segir strák- ur kjökrandi. Sumum mönnum er svo mismæla gjarnt, að það er eins og það sé veiki á þeim. Eftir sama raanni eru t. d. höfð önnur eins mismæli og þessi, og fleiri þó. Einu sinni byrjaði hann ræðu um kven- réttindamálið á þessum orðum: — Það eru nú liðin nokkur ár síðan eg fór að fá álniga á kvennamálum. Annað sinn koni haun i fjós til stór- bónda: — Þetta er fjölmennur kúahópur, sagði hann, þegar hann gekk út. Einu si mi var hann að segja frá Hinrik fjórða Þýzkalandskeisara, ferð hans suðnr á Norður-ítaliu. Þá tók hann svo til orða: — Hann gisti á Italíu hjá Norður-Matt- hildi frændkonu sinni. D a 111 ps k i bsse I s k ap í l»rándheimi (Trondhjem) ætkir að senda hingað Gufuskipið Bchreien. Það á að leggja á stað frá Þránd- heitni 16. júi'ií, og kemur vænt- anlega hingað til Heykjavík- UP um 28. júní. Viðskiítabækur (kontrabækur) nægar birgðir nýkomnar í bókverzlun Isifoldarprentsmiðju. Verð: 8, 10, 12, r 5, 20, 25 og 35 aurar. Harmoniumskdli Ernst Stapfs öll 3 heftin, í bókverzl- un ísafoldarprentsm. 8 K A N i) 1 N A V I 8 K Exportkuff i-Sur r o g iv t Kobenhavn. — F- Hjorth & Co. Sálmabókin (vasaútgáfan) fæst nú í bókverzlun ísafoldarprentsm. með þessu verði: 1,80, 2,25 og gylt í sniðum, i hulstri, 350 og 4 kr. Taubiákka óefað bezt í bókverzlun ísafoldar. Okeypis til reynslu. Reynið Boxcalí-svertuna Slin; þér brúkið ekki aðra skósvertu úr því. Hvarvetna á íslandi hjá kaupmönn- um. Buchs litarverksmiðja, Kaupniannaliöfn. Kr. Mnudscn. Sk ihsmæg'lcr. Befragtning, Kjöb og Salg af Dantp- og Sejlskibe. Agentur og Commissioti. Christianssand, S. Norge. Telegr.adresse; Nesdunk.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.