Ísafold - 01.07.1908, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.07.1908, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar 1 viku. Yerð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða l‘/t dollar; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD Upp»ögn (okrifleg) bundin vib áramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kanpandi sknldlaus vib blatoö. Afgreibsla: Ansturstræti 8. XXXV. árg. Reykjavík miövikudaginn 1. júlí 1908. 39. tölublað I. O. O. F. 897109. Angnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 i spítal. Porngripasafn opib á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 V* og B*/a—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siöd. Alm, fnndir fsd. og sd. 8^/t siðd. Landakotskirkja. Gubsþi.91/* og 6 á helgidögnm. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—21/*. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—8 og 0—8/ Landsskjalasafnið á þrd., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrngripasain á sd. 2—8. Tannlækning ók.i rósthússtr.14, l.og3.md.ll— * Faxaflöabáturinn Ingölfnr fer upp í Borgarnes júli 6., 10., 13., 15., 19., 27. og 29.; en suður í Garð júlí 8., 18. og 21. Uppgjöf á réttindum landsins. Samsætlsræða Skúla Thoroddsen 27. júní. Eg þakka fyrir þetta virðulega sam- sæti, sem okkur hjónunum hefir verið boðið til, og kvæðið og ræðurnar, sem okkur hafa verið fluttar. En eg verð að geta þess, út af því sem hér hefir verið svo vingjarnlega sagt, að það er lítil ástæða til að þakka mér nokkuð í þessu máli. Brautin var greið frá upphafi. í fyrsta lagi af því, að þingflokkur rninn og vor stjórnarandstæðinga hafði fengið oss umboð í hendur, sem vér áttum að fylgja. Eg hefi ekki annað gert en að fara eftir því umboði. Leiðin var enn fremur auðrötuð af því, að í fyrra var haldinn fjölmenn- asti þjóðfundurinn, sem hér hefir nokkurn tíma haldinn verið, Þingvalla- fundurinn, og hann ákvað skýrt og vafningalaust þá stefnu, sem þjóðin sjálf óskaði að yrði haldið í sambands- nefndinni. Svo að vér höfðum tiltölu- lega vandalítið starf að inna afhendi. Það er þegar orðið kunnugt um nefndarstarfið. Samvinnan gekk lengi æskilega með oss íslenzku uefndar- mönnunum. Við vorum sammála um alt lengi vel. Loks skildu leiðir. Eg gat ekki orðið þeim samferða þangað, sem þeir voru teknir að stefna. Og sleit við þá samfylgdinni. Ástæðan til þess var sú, að eg gat ekki betur sé en að það, sem þeir vildu ganga að, væri u p p g j ö f á réttindum landsins. Og undir það gat eg ekki skrifað. Gamli sáttmáli eru hin einu ákvæði sem vér höfum samþykt um afstöðu vora við önnur ríki. Og hann er um konungssamband eitt, en að land- ið sé að öðru leyti sjálfrátt um ölj sín mál. Vér höfum aldrei kannast við annan rétt á landinu til handa nokkurri þjóð en þar er til skilinn. Hér var nú að ræða um nýjan sáttmála. Þá reið á að lofa þar ekki neinurn réttindum, sem vér höfðum ekki lofað áður. Og eftir þeim rétt- indum, fornum og iagalegum rétti vorum, eigum vér heimting á að vera fullveðja riki. Eg fæ ekki betur séð en að vér séum það ekki eftir þessum samningi. Danir haýa varast 'óll rétt n'ójn d pvi liugtaki (fullveðja ríki). Þeir hafa farið í kringum það eins og köttur i kring um heitt soð. Þeir feldu fyrir oss orðið Statsforbund, en var um- hugað um að berja hinu inn í stað- inn: Statsjorbindelse. Þeir varast að tala um landhelgi Islands. Nefna hana ýmis landhelgi ríkisins (det samlede danske Riges, dönsku ríkisheildar'nnar) eða landhelgina við ísland. (Með því móti getur hún verið dönsk, verið landhelgi Danmerkur). Eg hefi séð það í ísafold, að ís- lenzku nefndarmennirnir hafa sjálfir sagt, að nefndarmennirnir dönsku væri hræddir við danska kjósendur, og danskir kjósendur væri hræddir við ákveðin orð. En í nejndinni hejir aldrei verið á petta minst. Enda er annað líklegra en að menn, sem eru valdir af þjóð- inni til að gera samning við oss, séu að velta þvi fyrir sér, hvernig þeir eigi nú að orða samninginn til þess að geta blekt kjósendur sína,. s í n a þjóð.------- Fullveðja get eg ekki talið ísland, þar sem það má ekki ráða ráðuin sín- um nema með samþykki Dana. Ef til hernaðar kemur, fylgjutn vér Dönum eins og hvert annað innstæðu- kúgildi. Ef Danir eiga að annast hér her- varnir, þá ráða þeir vitanlega öllum hervarnarráðstöfunum. Setja sjálfir upp hervirki hvar í landinu sem þeir vilja, og geta leyft það öðrum þjóð- um, ef þeim sýnist svo. Og alls ekki ólíklegt að þeir einmitt gerðu það, leyfðu það öðrum þjóðum, t. d. Rússum. Þeir geta sjálfir jarið með her um landið, ef uppkastið verður að lögum, án þess að vér getum nokk- uð skift oss af. íslenzk stjórnarvöld eru þar ekki einráð um neitt. Þá eru utanríkismálin. Vér getum ekki gert samning við nokkurt annað ríki, hvað mikil þörf sem oss er á — nema með samþykki Dana. Og hvernig mundu Danir snúast við því máli, ef þ e i r r a hagnaður væri öðrumegin, en vor hins vegar? Mundu þeir ganga að einhverju fyrir vora hönd sjálfum sér til tjóns ? Vér höfum fyrir oss dæmið. Það var hérna um árið, er Spánverjar buðu oss að lækka toll á íslenzkum fiski móti því að víntollur yrði lækkaður í Danmörku. Stórhagnaður fyrir oss, ef fengist hefði. En Danir neita þar. Og sína eigin' konsúla fá íslendingar ekki að skipa sjálfir. Kornist þessi samningur á, þá fel- um vér Dönum í hendur ýms mál, sem vér höfum hingað til einir leyfi og heimild til að ráða : kaupfána, fiski- veiðarétt o. s. frv. En nú er þeim leyft hér fult jafnrétti við oss: og þó megum vér enga aðra þjóð láta sjá fána vorn, ekki hafa hann nema h e i m a f y r i r. Það var ekki tilgangur vor íslenzku nefndarmannanna, þegar vér héldum að heiman, að ajsala oss réttindum vorum, þeim er vér höfðum, heldur að tryggja rétt vorn og fá hann við- urkendan. Eg get ekki betur séð en að vér stigum stórt skref ajtur á bak, ef vér göngum að frumvarpinu. Gerum vér það, þá geta Danir þyrpst í alla flóa og firði hér við land, sezt hér að, hvar sem þeir vilja, haft hér í seli á sumrum, ef námur kynnu nú að koma hér, og vér get- um ekki rönd við reist. — Fjárhagslega er frumvarpið líka spor aftur á bak. Danir sleppa þar við útgjöld, sem þeir hafa haft: konungs- mötu. Og vér losum þá enn fremur undan kostnaðinum til íslenzku skrif- stofunnar í Kaupmannahöfn. Þeir hafa enn fremur fjárhagslegan hagn að af að sletta i oss eitt skifti fyrir öll hálfri annari miljón króna, í stað tiltekinnar fjárhæðar á hverju ári. Stöku menn hafa það á orði, að skilja algerlega við Dani. Og þeir menn verða fleiri og fleiri með tím- anum. Því að það rekur að því með hverja þjóð, eitir því sem henni vex fiskur um hrygg, að hún vill eiga með sig sjálf. En þá er þarna langt skref stigið aftur á bak. Því að eins og nú er, höldum vér okkar lagalega rétti, og höfum aldrei bundið okkur með neinni samþykt. En göngunt vér að þessu, pd höfurn vér gert það. Þá höfum vér samþykt á oss bönd um aldur og æfi. Dönum er þá heimilað hér jafnrétti við oss. Vér getum ekki slitið samningnum þegar vér viljum. Oddamaður er danskur. O. s. frv. Það hefir verið talinn vinningur af frumvarpsmönnum, að vér förum sjálfir með sérmálin. En eg lít svo á, að þó að þetta frumvarp næði hvorki samþykki alþingis né ríkisþings, eða að eins alþingis og ekki ríkisþings, þá sé þó það unnið á, að skilningur Dana hafi aukist svo á málinu, að ekki muni örðugt að fá því kipt í lag, að ráðgjafir.n fari úr ríkisráðinu. Það var nú reyndar engin tilslökun af Dana hálfu, þó að þeir vildu gefa það eftir. Því að það sem vakti fyr- ir þeim, þegar þeir þóttust þurfa að hafa hönd i bagga með sérmálunum og vildu hafa ráðgjafann í ríkisráðinu, það var að tryggja sér fiskiveiðar hér og önnur atvinnumál. En með þess- um samningi tryggja þeir sér hér 'óll atvinnumál um aldur og æfi.--------- Mér þykir mjög sennilegt, að hægt helði verið að ýta Dönum lengra í tilslökunaráttina, ef við hefðum verið samheldnir. Því að það er vist, að Danir vildu fyrir hvern mun sam- komulag. En þegar Danir sjá, að ís- lendingum í nefndinni er það ekki nein alvara að heimta meira, þá þyk- ir þeim vitanlega því vænna um, sem þeir þurfa minna að láta af hendi. Oss rekur engin nauður til að ganga að þessu. Og á ekki að gera. Við getum hamrað á Danskinum þangað til við komumst að þeim málalokum, sem eru viðunanleg. Einhvern tíma leiðist þeim þófið, og þá getum vér haft fram vorn vilja að lokum. Vér getum meira að segja undir eins beitt Dani vopnum, sem þeim kemur illa. Arður þeirra hér á landi er mest- megnis af fiskiveiðum og verzlunar- viðskiftum við landið. Vér geturn bægt þeim frá hvorutveggja. Færeyingar eru nú teknir til að jarma út af því, að þeir eigi að missa fiskiveiðarétt hér við land eftir 25— 40 ár. Það verður sjálfsagt ekki meiri vandi að fá Dani til að jarnta. íslenzka þjóðin á nú um tvo kosti að velja. Ekki að eins fyrir sjálfa sig. Það nær líka til niðja vorra. Og um það eigum vér að hugsa sam- vizkusamlegast í þessu máli: að gera niðjum vorum ekki örðugt fyrir. Betra að alt sé samnings-to«/ en að vér semjum aj oss þau hin miklu réttindi, sem vér h'ójmn til að verða fullveðja þjóð. Og eg ætla að lúka máli mínu á þeirri ósk, að þjóð vor ráði það eitt af í þessu máli, sem íslandi verður til mestrar gæfu og mestrar frægðar. Barnayeiki (diptheritis) Við heimkomu Skula Thoroddsens alþingismanns úr sambandsnefndarförinni 1908. Þeim svíður við hjartað, sem sæti’ áttu’ i skut og sjálfur réð stjórninni forðum, að taka nú gefins við hilfum hlut og hógværum Bkapraunarorðum. Við þökkum þér, Skúli’, að þú heldur heim með hendurnar tómar frá skiftum þeim. Á höfðingjafundum i húshóndans sal sést hefðin og framtiðargróðinn; með hörnin BÍn arflausu skarta þar skal á skörinni prófentuþjóðin. Þú vildir ei, Skúli,’ og við þökkum það, að þú ættir móður á slíkum stað. Hjá hverjum, sem Fjallkonan ókúguð á, i öndvegi krefst hún að vera, og trygðapants handjárn vill hún ekki fá, en hring, sem hún fagnar að hera. Hún vill ekki tálvon i tign síns manns né tina sitt frelsi’ upp úr Vösum hans. Og fóstran, sem þráir að sjá okkur sæl á sigurför hlekklausra þjóða: hún fagnar þér, sonur, sem fórst ekki’ á hæl i fylgi við málefnið góða. Já, vel sé þér, Skúli. Við vorum menn. Nú verður það sýnt, hvað við dugum enn. Þ. E. er næmur sjúkdómur, sem árlega gjör- ir vart við sig víðs vegar um land og má heita að liggi í landi í sumum héruðum, t. d. Eyjafirði. Sum árin ber þó óvanalega mikið á veiki þessari og getur hún þá orðið að drepsótt í heilum héruðum. Oft og einatt fer hún huldu höfði tímum saman án þess að læknar viti af henni, og kemur þetta einkum til greina þegar hún er mjög væg, en það er hún ekki sjaldan, svo að al- þýða hyggur að þá sé ekki á ferð nema hættulaus hálsveiki eða kverka- skítur, og vill tæpast trúa læknum til þess að sjúkdómurinn sé hin illræmda barnaveiki. Sóttvarnakvíðinn styður og að þessu. Þegar börnin á sýktu heimilunum hressast fljótlega og lifa öll, þykir þarflaust að gjöra úr slíku rekistefnu og eiga á hættu að sitja í samgöngu- varúð vikum saman. Svo væg er veikin oft, að börnin eru lítið eitt lasin í 1—2 sólarhringa, og stundum eru þau altaf á fótum og leika sér eins og ekkert væri; en ætíð sýkjast nokkur alvarlega eða deyja, o’g koma þá öll hin hættulegú einkenni í ljós. Úrlítilfjörlegum kverka- skít er þá orðin bráðdrepandi, ili- kynjuð sótt. Veikin getur sýkt menn á öllum aldri. Jafnvel fullorðnir geta dáið úr henni. Lang-hættast er þó börnum á 2—5 ára aldri (45%)» Þar næst a 6—10 ára aldri (26°/0). Þegar barnaveikin er sem hættuleg- ust, deyr jafnvel þriðjungur barna þeirra er sýkjast. Nú kemur slikt ná- lega ekki fyrir síðan tekið var að nota barnaveikisblóðvatn, en algengt er að tíunda hvert deyr, ef sóttin er ekki tiltölulega væg. er örsmár gerill (bak- Sóttkveikjan , , . . tena), sem venjulega sezt að í kverkunum eða barkakýlinu, og veldur drepi í yfirborði slímhúðarinn- ar. Drep þetta er að sjá eins og grá- leit skóf, sem verður ekki strokin burtu, þótt við hana sé komið. Ekki ósjaldan þrífst sóttkveikjan í koki heilbrigðra manna á veikindaheimilun- um, án þess að þeirn verði hið minsta meint við, og það jafnvel vikum eða mánuðum saman. Munnvatn, hrákar og nefslím sjúklinganna úir og grúir af þessum sóttkveikjum, og með því einkum flytjast þær úr likama sjúklinganna á aðra. Sóttkveikjan er Ujseig. Hún getur lifað í koki sjúklinganna vikum og mánuðum saman, eftir að veikin er afstaðin. í húsakynnum og fötum getur hún lifað að minsta kosti l/2— 1 ár eða lengur. Þurk þolir hún vel, svo að vel gelur hún haldist í fullu fjöri i uppþornuðum hrákum, gólf- ryki og hvers konar óhreinindum. Frost drepur hana ekki. Hita þolir hún illa, drepst fljótlega í snarpheitu vatni, en á svipstund við suðu. Sóttkveikjan framleiðir eiturefni í líkamanum, sem að ýmsu leyti valda sjúkdómseinkennunum og auka á hætt- una. Það eru þessi eiturefni, sem barna- veikisblóðvatnið hefir áhrif á og gjörir ósaknæm. Sýkingarháttur. Sýkin berst mann frá tnanni, eigi að eins frá augljósum sjúklingum, heldur einn- ig frá heilbrigðum mönnum, ef þeir ganga með sóttkveikjuna í hálsinum. Af sjálfri sér kemur veikin aldrei upp. Ætíð á hún rót sina að rekja til manna, sem ganga með sóttkveikjuna í sér, eða til einhvers er frá slíkum mönnum kemur, t. d. dauðra muna, sem sóttnæmið loðir við. Frá sjúklingnum flyzt sóttnæmið með munnvatni, hrákum og nefslimi. Börnin bera alt í munninn og þreifa á öllu, og er því greiður vegur fyrir sóttkveikjurnar að berast á alt, er börn- in handfjalla, ekki sizt barnagull. Hver minsta vitund af hrákum og nefslími er afsýkjandi, en þetta berst á föt, rúmföt, klúta og hendur sjúklinga og þeirra, er stunda þá. Nokkuð af þessu þornar og rykast upp og berst svo með andardrættinum upp í néf og kverkar allra, er inn í herbergin koma. Auk þessa dreifist ósýnilegur úði úr munni sjúklingsins við hvert verulegt hóstakast, og án efa flytur hann alla- jafna sóttkveikjur með sér, er svífa í loftinu í herbergi sjúklingsins. Sótt- kveikjurnar flytjastþannig upp í kverkar og andardráttarfæri heilbrigðra manna með andardrættinum, en auk þess hjá börnum með leikfangi o. fl., er börnin bera i munninum hvert eftir annað. Sóttvarnir. Ef veikinni er snemma veitt eftirtekt, og mörg börn eru á heimili, má reyna að forða hinum frá sýkingu. Sjúka barnið er þá sett í herbergi sér, og engum Ieyft að koma inn nema þeim, sem stunda barnið. Við það herbergi má alls ekki hafa neinn samgang, sízt að börn fái að lita þar inn. En umgengní öll skal vera þar svo þrifaleg, sem fram- ast má. Öll óhrein föt og vasaklútar, er þaðan koma, eru soðin í vatni. Gólf- ið er þvegið daglega, loftinu haldið hreinu. Sóttvörn milli bæja er miklu tryggi- legri, og í raun og veru óbilug, ef henni er samvizkusamlega haldið uppi og nægilega lengi. Lang-erfiðast er að eiga við það, hve lengi sóttkvcik- jan kann að lifa eftir að veikin er gengin um garð, því að enginn endist til þess að haida uppi samgönguvarúð heilt eða hálft ár, þó að þess væri oft og einatt full þörf í raun og veru. En til allrar hamingju er það þó sjaldnast, að sótthættan vofir svo lengi yfir. Oftast má gjöra ráð fyrir að hún sé litil eða engin, er 5 vikur eru liðnar frá þvi er veikin gekk um garð og sótthreinsun er afstaðin. Ef engar samgöngur eru við sýkt- an bæ, getur veikin alls ekki borist pað- an. Ströng samgönguvarúð er jafn- tryggileg. Þá mega engir koma inn á sýkta bænum eða gista þar. Heim- ilismenn þaðan mega heldur ekki koma inn á heilbrigðum bæjum. Það er hættulaust að menn tali saman úti við. Öll snerting (kossar, handaband) er varhugaverð og getur valdið sýk- ingu. Óðara en grunur er um að veikin sé komin upp á einhverjum bæ, skal tilkynna lœkni pað tajarlaust og beita strangri samgönguvarúð til þess er full vissa er fengin. Elnkennl. Tvö einkenni eru aðal- lega á barnaveiki: kverka- bólga og barkakýlisbólga (sogveiki). Hvorttveggja er sami sjúkdómurinn; staðurinn einn mismunandi, sem veik- in legst á. Kverkabólgan hefir sömu einkenni og hver annar kverkaskitur: Eymsli og sárindi við að renna niður, þraut í kverkunum; slim og slefja sækir í munninn. Kirtlarni aftan undir og neðan til við kjálkabarðið bólgna oft mikið, svo aS hálsþrotinn sést glögg- lega að utan. Ef litið er upp í kverkarnar í byr- jun veikinnar (tungurótunum þrýst fram á við og niður á við með mat- skeiðarskafti) sjást gráleitar skófir eða blettir á öðrum úfkirtli eða báðum. Þessar skófir sitja fastar, þó að við þær sé komið með skeiðarskaftinu. Oft eru þessir gráleitu blettirí fyrstu örsmáir, stundum ekki stærri en vænn títuprjónshaus, en bráðlega stækka þeir, ef veikin hjaðnar ekki því fyr niður, dreifast út um allan úfkirtilinn og stundum víðar: út urn kokið, á úfinn o. s. frv. Þær geta jafnvel dreifst út um alt nefholið, svo að það verði gráleitt að innan og fylgir V

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.