Ísafold


Ísafold - 01.07.1908, Qupperneq 2

Ísafold - 01.07.1908, Qupperneq 2
154 ISAFOLD þessu þá ákaft rensli úr nefinu. Eftir nokkra daga losna svo þessar skófir, fleiðrið hreinsast og grær, þrotinn hjaðnar og sjúklingi batnar. Barkakýlisbólga lýsir sér aðallega með sogi og andþrengslum, og er öllu hættulegri en kverkabólgn. Skóf- irna myndast þá í barkakýlinu og dreifast stundum út neðar í barkan- um, jafnvel ofan í lungnapípur. Jafn- framt geta skófir myndast í kverkun- um, en að öllurn jafnaði sést þar ekk- ert. Veikin gjörir þá fyrst vart við sig með þurrum og hásum hósta. Eftir nokkurn tíma fer að þrengjast um andrúmið, er barkakýlið þrútnar og þrengist, og kemur þá hóstasog með hverjum andardrætti, einkum er barnið andar að sér. Ágerist and- þrengslin, sést brjóstið sogast inn í hvert sinn er barnið andar að sér. Það kemur einkum í ljós við bringu- teinana beggja megin og fyrir ofan viðbeinin. Ef þrengslin verða áköf, liggur barnið rænu- og afskiftalaust með höfuðið reigt aftur á bak, ákaft sog með hverjum andardrætti, bláleit- an lit á vörum og útlimum, er síðar breytist og verður náfölur skömmu fyrir dauðann. Þó að börnin lifi af veikina, koma stundum kvillar í ljós eftir á, sem sýna tvimælalaust að barnaveiki hefir það verið. Málfærið breytist; börnin verða nefmælt. Maturinn sækir út í nefið, er þau borða, og þeim hættir til að svelgjast á. Þau hætta að sjá á bók, en sjá eðlilega i fjar- lægð. Stundum kemur meira eða minna máttleysi i einhverja limi, sem getur orðið svo mikið, að börnin geta lítið hreyft sig. Orsök alls þessa er máttleysi í sérstökum vöðvum. Þetta kemur ekki í Ijós við neina kverka- bólgu aðra en barnaveiki. Ekki eru skófir í hálsi full sönnun þess, að veikin sé barnaveiki. Þær geta og komið við venjulega háls- bólgu af öðru;n orsökum og er alls ekki auðið að greina ætíð á milli um, hver sjúkdómurinn er. Er- lendis er ráðið fram úr þessum vand- ræðum með því að rækta sóttkveik- juna úr kverkunum; en ekki hafa læknar hér til þessa haft tæki til að hagnýta sér þessa aðferð. Læknishjálp getur komið að miklu gagni í barnaveiki. Tvennu er til að dreifa: barnaveikis- blóðvatni og barkaskurði. Blóðvatnslœkningin er sjálfsögð við hvert einasta barn sem hefir ekki því lengur legið. Blóðvatninu er spýtt undir hörundið og gjörir það líkam- ann ónæman við sóttkveikjueitrinu. Þegar vel gengur, stöðvar það veikina og útrýmir henni bráðlega. En til þess að góðar horfur séu á að þetta lánist, parý að spýta blóðvatninu inn á fyrsta sólarhring eða að minsta kosti áður 2 sólar- hringar eru iiðnir. Sökum þess verður að bregða við undir eins og leita læknis, hvort sem er á nótt eða degi, óðara en grunur er um veik- ina. Hér tjáir ekki að bíða. Barkaskurður er ómetanleg hjálp við sogveikinni. Hann er ekki hættu- legur, ef gætilega er að öllu farið, en bjargar börnunum á svipstundu frá köfnun. Mörgu mannslífinu hefir verið bjargað á þann hátt. Varlegast er að sakja lœkni tafarlaust óðara en greinilegt sog fer að heyrast; og þarf þá að taka skýrt fram við hann, að barnaveiki sé þetta liklega og búast megi við barkaskurði. Meðan ekki næst í lækni skal setja barnið í her- bergi sér ekki mjög stórt og halda loftinu vel röku og hlýju. Ekki er láðlegt að nota steinolíuvél til þessa, því að hún spillir loftinu stórum. Vissast er að sjóðhita vatn í vænum potti frammi í eldhúsi, hella því síð- an í vatnsfötu sem svo er borin inn í herbergið. Til þess að upp- gufun verði meiri, má hafa vænan dúk í fötunni er við og við sé lyft upp úr henni með spýtu eða öðru áhaldi, og má þannig á stuttri stund fyllu herbergið með vatnsgufu. Þessu skal halda áfram nótt og dag til þess er læknir kemur, svo að loftið í stof- unni haldist hlýtt og rakt, eins og í fjósi. G. H. Raddir frá almenningi um samhandsmálið. V. Eg tel ekki gangandi að frumvarp- inu: 1. Það viðurkennir ekki ísland sem ríki og því síður sem fullveðja ríki, þó nefndarálitið að vísu við- urkenni það sem ríki. Sá tvíveð- rungur óhafandi og ósæmilegur. Rangt að tæla nokkurn mann til að ganga að frumvarpinu, Dani eins sem íslendinga. 2. Með óuppsegjanlegu málunum er ísland reyrt við Danmörku um aldur og æfi, ef Danir vilja. Og hver þarf að efast um þeirra vilja, sem þekkir til afskifta þeirra af íslandi ? 3. Fresturinn óhæfilega langur, þangað til uppsegjanlegu málin geta orðið vor mál. Danir gætu notað þann tíma svo, að alþingi gerði á sínum tíma enga tillögu um breytingu á þeim málum, eða slíka tillögu, að þau stæðu flest við sama. Þetta eru svo miklir ókostir, auk annara fleiri, að bæði óhyggilegt og rangt virðist að taka frumvarpinu, þrátt fyrir ýmsa kosti, sem það hefir þó. í mínu bygðarlagi, Seyðisfirði og Loðmundarfirði, fær frumvarpið mjög lítinn byr. Dvergasteini, 19. júní 1908. Björn Þorldksson. VI. Herra ritstjóri! Þér hafið beðið mig um álit mitt á Uppkastinu svonefndu og hvern byr það fær hér vestra. Við þessum til- mælum yðar vil eg verða. Á borgarafundinum á ísafirði 12. þ. m. lýsti eg því yfir, að eg gæti ekki fallist á uppkast þetta óbreytt; benti eg þar á helztu agnúana, er mér þykja vera á þvi, svo sem orðalag 1. gr., einveldi Dana yfir utananríkismál- um vorum, hervarnasamband vort við Dani, ótakmarkað jafnrétti þeirra hér á landi, ágang á sérmálasvæði vort í fánamálinu, takmörkun á rétti vorum til aukinnar landhelgisvarnar, og gjörðardóminn eða nefndina með því nær vísum meiri hluta danskra manna. Hins vegar tók eg það líka fram, að mikið hefði áunnist fyrir oss með þessu starfi sambandsnefndarinnar, Danir viðurkent oss í nefndarálitinu sem sérstakt ríki og fullveðja samn- ingsaðila um samband vort við þá. En það er einmitt þessi viðurkenn- ing, sem eykur svo ákaflega ábyrgðar- hluta vom í þessu máli. Þjóðarheiður, þjóðarheill og þjóðar- frelsi vort veltur að miklu leyti á því, hvernig þessir samningar takast af vorri hálfu. Vér megum ekki binda enda á þennan samning fyr en hann er full trygging fyrir óskoruðu fullveldi voru yfir öllum okkar málum. Ella semjum vér að meira eður minna leyti af oss rétt vorn sem sjálfstætt og fullveðja ríki. En hvað verður, ef vér samþykk- jum Uppkastið óbreytt? Vér samþykkjum einveldi annarrar þjóðar yfir utanríkismálum vorum um aldur og æfi. Vér samþykkjura hervarnasamband við annað ríki og einveldi þess yfir þeim málum líka um aldur æfi. Vér samþykkjum sameiginlegan þegnrétt við annað ríki og jafnrétti annarrar þjóðar við oss, að vísu gegn þeim hlunnindum að vér njótum sama réttar hjá henni, — gyllingar- ákvæði eitt, sem aldrei getur komið oss að neinurn verulegum notum, en orðið oss til mikils ógagns. Vér samþykkjum mjög viðsjárverða takmörkun á rétti vorum til að vernda annan aðalatvinnuveg vorn, fiskivtið- arnar umhverfis land vort. Vér' samþykkjum beinan ágang á sérmálasvið vort með því að gera kaupfánann að sameiginlegu máli. Vér samþykkjum, að mikilsverð ágreiningsmál milli vor og danska rikisins verði útkljáð af nær því vís- um meiri hluta danskra manna. Vér samþykkjum að lokum lög, eins og um innanríkismál væri að ræða, í stað sáttmála milli tveggja sjálfstæðra og óháðra ríkja. Þótt vér samþykkjum alt þetta sem fullveðja samningsaðilar, fæ eg ekki séð, að vér að slíkum samningi gerð- um séum fullveðja og sjálfstætt ríki. Til þess þyrfti þessi samningur að minsta kosti að vera uppsegjanlegur í öllum greinum, er vér óskuðum. Það stendur heldur hvergi í upp- kastinu, að ísland sé sfullveðja ríki«, og getur ekki staðið þar með nokk- urum rétti eftir öllu orðalagi þess og enda að öðru leyti, og verður örðugt verk að kenna íslendingum að lesa það milli línanna, og það því heldur, sem sú breytingartillaga Sk. Th., að koma þessum orðum inn í uppkastið, var feld í nefndinm með öllum atkvæð- urn gegn einu, ásamt öðrum breyting- artillögum, er beint leiddu af henni. Ekkert gat verið sjálfsagðara en að taka þetta fram með berum orðum, hefði það verið tilætlun allrar nefnd- arinnar, að ísland væri frjálst og full- veðja ríki. Nei, það eru Danir, sem hér hafa náð sér niðri í þessum samningi; vér megum ekki dyljast þess; og það er illa farið, að meiri hluti vorra manna i nefndinni skuli ekki geta kannast við það afdráttarlaust, þar sem telja má víst, að þeir í hjarta sínu hafi óskað þess, að alt Uppkastið væri ljós vottur um fullveldi íslands yfir öllum sínum málum, eins og líka framkoma þeirra í nefndinni fram í aprílmánuð ljóslega bendir á. Þess er heldur ekki að dyljast, samkvæmt nefndarálitinu og skjölum frá Dana hálfu í nefnd þessari, að þeir í raun og veru líta sömu augum og hingað til á viðskifti vor og sam- band við Danmörku: að þeir, Danir, eigi að vera yfirþjóðin, þótt þeir fyr- ir vasklega íramgöngu landa vorra hafi allmikið brotið odd af því oflæti sínu. Því er haldið fram af meiri hluta vorra manna í nefnd þessari, að vér samkvæmt Uppkastinu stöndum betur að vígi að endurskoðunarfrestinum liðnum til að fá kipt öllum málum vorum undan yfirráðum Dana, heldur en vér gerum nú, þar sem vér sam- kvæmt stöðulögunum erum óaðskil- janlegur hluti Danaveldis. Þetta er ekki alls kostar rétt, af þeirri einföldu ástæðu, að vér höfum aldrei samþykt stöðulögirr, en hér geta Danir kastað oss því í nasir, að þetta höfum vér sjálfir bundið föstum og órjúfanlegum samningum. Vér höfum enn ekki afsalað oss rétti til að vera frjálst og fullveðja riki, en vér gerum það, ef vér sam- þykkjum Uppkastið óbreytt. En hvað eigum vér þá að gera? Vér eigum að taka þessum mála- lokum í nefndinni með ró og still- ingu og forðast allar æsingar, en vinna að því af fremsta megni, að ná burtu þeim agnúum, sem enn eru á þessu máli. Vér höfum aldrei á umliðinni þjóðaræfi vorri haft meira vandamál með höndum; aldrei ríður því meira en nú á því, að fara gætilega, rasa ekki fyrir ráð fram og láta ekki stjórn- ast af öðru en heill og hagsæld ætt- jarðarinnar í bráð og lengd. ■Beri þjóðin við næstu kosningar gæfu til þess, að standa sem einn maður á verði fyrir óskertum réttind- um sínum og bregðist fulltrúar henn- ar ekki í þessu máli, getur sá tími komið óðara en varir, að vér náum viðunanlegum samningum um þetta mál. Reynist það ókleift sökum þver- girðingsskapar Dana, þá er að reyna að spila algerlega á eigin spýtur, þótt veikar séu. Þær eru nógu sterkar, ef ekki vant- ar trú á forsjónina og traust á land- inu og sjálfum oss. Eg held mér sé óhætt að fullyrða, að Uppkastið hafi fremur lítin byr hjá öllum þorra hugsandi manna hér vestra. Vigur, 20. júní 1908 Sigurður Stefánsson. VII. Húnavatnssýslu 16/„ Gjörðir millilandanefndarinnar hafa vakið almenn vonbrigði og gremju. Flestir lelja nú skilnað æskilegastan og það eina, sem við eigum að keppa að í framtíðinni. Allir ættu að sjá það, að við munum lítið græða á sambandi við þá þjóð, sem hefir nú berlega sýnt það, að hún hefir enga hugmynd um að fullkomið frelsi og jafnrétti eru f y r s t u skilyrðin fyrir góðri samvinnu og samkomulagi þjóð- anna. Eða hvar er nú öll mannúðin og menningin danska ? Höfuð-formælandi hennar, Georg Brandes, virðist þegar hafa sýnt okkur hvað hún er innviðasterk: Orð, orð innantóm. Fögur er fyrirmyndin. Von þó að lærisveinarnir séu ekki fremri meistaranum. Stjórnar-kosningasendlar eru nú komnir ájkreik og þotnir á stað I allar áttir að »kristna« lýðinn, boða honum Uppkasts-evangelíið og gylla fyrir honum þingmannaefni Upp- kastsmanna, en níða hina, safna und- irskriftum undir áskoranir til stjórnar- fylgifiska um að gefa náðarsamlegast kost á sér til þingmensku og reyna þann veg að binda fyrir fram atkvæði þeirra, með því að síðan er því hald- ið að þeim, að svikarar séu þeir, ef þeir kjósi ekki einmitt þann.mannog engan annan, þ ó a ð annar kynni að bjóðast síðar miklu líklegri, og þ ó a ð þeir séu ekki búnir að átta sig á því til neinnar hlítar, hvernig taka beri í höfuðvelferðarmál þjóðarinnar á þingi. Af sunnmýlska kaupamanninum, er einna fyrstur arkaði á stað í slíkt ferðalag, er símað fyrir skemstu af Seyðisfirði, að 8 (átta) fundi hafi hann haldið í þvi kjördæmi og að sótt hafi þá fundi um 20 kjósendur alls (2—3 hvern fund að meðaltali), en enginn maður hafi tekið til máls á neinum fundinum nema hann einn (I. Ó.). Látið hafði hann alt um það harla vel yfir árangrinum af ferðalaginu: kjördæmið alt á einu bandi með »hús- bóndanum« og Uppkastinu. Sama frétt lætur þó þess getið, að alveg sé sýslumaður Sunnmýlinga Uppkastinu andvígur, og prófastur slíkt hið sama, og enn fremur t. d. ann- ar eins maður og Sveinn í Firði Ólafsson. — »Og flestir sýslubúar«, vilja sumir bæta við; en það mun nú vera ágizkun, en engin vissa. Vestur á Mýrum var á ferð fyrir skemstu alkunnur farandpostuli, sem fáir halda vera með öllum mjalla og hornað hefir land alt undanfarin miss- iri, fer með guðs orð öðru veif- inu, en stuðlað níð í hinu um ýmsa helztu kennimenn landsins og aðra, þar á meðal einkum suma stjórnar- andstæðinga, þá er einna mest ber á um þessar mundir. Því mjög er hann ástfólginn »húsbóndanum«, enda tign- ar hann og tilbiður í hverju orði. Hann kvað ferðinni vera heitið í þetta sinn vestur í Litla-Rússland og eiga að mæla þar með þingmannsefni »hús- bóndans« og hans manna. Nýjan kviðiing hafði hann yfir eftir sjálfan sig, óþverra-níð um nafngreinda stjórn- arandstæðinga. Vel var hann penn- ingaður og vel hestaður, og tók sjálf- ur svo til orða, allmjög hróðugur, að nú reri hann á s t j ó r n - borða ! Flogið hefir fyrir út af þessu sú tillaga, að ferðafærum sjúklingum á Kleppi yrði veitt sumarleyfi núna fram yfir kosningar, og vita, hvort þeir gæti ekki orðið notaðir í viðlíka sendi- faiir sem áminstur farandpostuli. Sparnaður bæði fyrir landssjóð og kosningasjóð stjórnarliða (Uppkasts- mr.nna). Kleppsmenn þeir yrðu frá- leitt kaupdýrir. Landlæknir (Guðmundur BjörnBaon) leggur á stað 3. þ. mán. norður í Skagafjörð í umsjónarferð og þaðan vestur sveitír alt að Gilafjarðarbotni, þá um Dali og út á Snæfellsnesi suður Mýrar og Borgarfjörð heimleiðÍB. Býst við að verða um mánuð í ferðinni. Veðrátta. Vætusarat undanfarið nm hríð, bezta gróðarveðrátta. Frá því núna á helg- inni miklir hitar, 17—18 stig C. hér á daginn í forsælu; nú f morgun kl. 7 voru rúm 18 st. á C. á Grímst. á Fjöllum. Vér gerum það aldrei! IV. Flaustrið. Hún riður ekki við einteyming, blekkingaflækja sambandsnefndarinn- ar. Þar er eitt til marks flaustrið, — óðagotið, sem þeir hafa komið sér saman um að skyldi verða á úrslitum þessa máls. Þeim liggur lífið á að hafa tímann svona nauman, sVo að þjóðin hafi ekkert ráðrúm til að átta sig á blekk- ingunum; svo að þær komi ekki upp úr kafinu áður en hún hefir gengist undir það. Því að eftir á stendur þeim nokkuð á sama, hvernig þjóðin lítur á þetta mál. Gangi hún einu sinni að því, er það nóg. Því verður ekki riftað úr því. Það verður ekki aftur tekið. A tveim mánuðum ætlar nefndin þjóðinni að hafa fengið bjargfasta vissu um, að hún eigi að ganga að samn- ingi, sem hún er bundin við um ald- ur og æfi. Og það anna-mánuðina rnestu. Þeir geta talið það sinn klaufaskap, nefndarmenn, að það er svo illa breitt yfir blekkingarnar í Uppkastinu, að þjóðin parf ekki lengri tíma en þetta til að sjá það út í hörgul, að hún gengur aldrei að svofeldum samningi. Á tveim mánuðum 1 Sjá ekki allir, að þetta óðagot er ein blekkingartilraunin ? Þeir hafa verið hræddir um, að því lengur sem það drægist, því betur mundu opnast augun á þjóðinni. Enda er reyndin að verða sú. Það er alt af að koma fram ný og ný ástæða til þess að senda Uppkast- ið óbreytt aftur þeim, sem það er runnið frá, með þeirri kveðju, að vér viljum ekki fá Dönum sverð í hend- ur, sem þeir geta haft til þess að snúa að oss egginni þegar þeim Hzt, þó að þeir lofi því að snúa alt af að oss bakkanum. Þeir hafa brugðið loforð sín áður. Það er ekki nóg, að nefndarmenn og þeirra félagar vilji þröngva þjóð- inni til að binda sig Dönum um ald- ur og æfi. Þeir vilja ekki einu sinni heyra talað um, hvernig hún bindur sig. Hún má ekki einu sinni ráða því sjálf, til þess að vera að þeirra skapi. Svona verðið þið að gera það, segja þeir. Svona vilja Danir hafa það. Uppkastinu má ekki breyta; þá verður ekkert af samningum. Snælega snuggir, kváðu Finnar. Mörgu hafa nefndarmenn nú skrökv- að, en engu’svona skrítnu. Ekki breyta uppkasti! Uppkasti! Ef ekki væri ætlast til, að frumvarpinu yrði breytt, þá héti það ekki Uppkast til laga. Það héti þá lög. Konungur samþykkir ekki uppkast til laga frá alþingi. Lög frá alþingi samþykkir hann. Það gengur ofbeldi næst við þjóð- ina, að heimta kosna eftir að eins tveggja mánaða umhugsunarfrest, og það á mesta annatíma árs — heimta kosna menn, sem hún á að trúa fyrir þessu' stórmáli, og fela alla ábyrgð sína á hendur. En vér vitum hverju hún svarar. Vér vitum það á undirtektunum. Hún svarar: — Ykkur verður ekki kápan úr því klæðinu. Þið segið að Uppkastið færi okkur nær skilnaði en áður, ef við göngum að því. Nær — eftir 37 ár! Ætlið að veiða okkur í pá snöru! Nei, það hefir fært oss nær skiln- aði en áður, eins og það er: Upp- kast, en ekki lög. Það hafa þær unn- ið á, blekkingarnar, sem beitt hefir verið í þessu máli. Og eiga eftir að gera það betur. Bankarnir. Hlutabankastjóri E m i 1 S c h o u brá sér utan á Ceres 28. f. m. og var ferðinni heitið til Lundúna, í þeim erindum að fá þar lán til að auka veltuíé bankans, með betri kjörum en fáanlegt er í Danmörku eða Norvegi. Þetta er rösklega gert og betur að vel hepnaðist. Hálfa miljón króna í bankavaxta- bréfum hefir Hlutabankinn keypt I vor af Landsbankanum beina leið, til þess aó greiða fram úr peningaskorti hans, og auk þess um ^/4 milj. af einstökum mönnum. sem Landsbank- inn hefir ekki getað hjálpað um pen- inga fyrir bréfin.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.