Ísafold - 01.07.1908, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.07.1908, Blaðsíða 3
ISAFOLD 155 Barnaveikin. Með því að hún er óðast að fær- ast yfir land nyðra, að sögn, sú hin voðalega drepsótt, þótt eigi muni vera mjög skæð orðin, hefir heraðs- lælmir Guðmundur Hannesson gert Isa- fold og almenningi þann rnikla greiða, að rita þann hinn ágæta, stutta leið- arvísi um varnir gegn þeim vogesti og meðferð á honum, sem blaðið flytur í dag. Lun dúnaförin. Þeir lögðu af stað á sunnudaginn á Ceres, glimugarparnir sjö fyrnefndir, hvernig sem þeim nú reiðir af. Þeim var fyígt til skips af miklum mann- söfnuði, með blaktandi fánurn, lúðra- þyt og árnaðaróskum. Þeir höfðu rúmlega 6000 kr. faraieyri, svo feng- inn sem hér segir: Landssjóðsstyrkur . . . kr. 2000,00 Samskot frá Seyðisfirði . — 800,00 Samskot frá Norðurlandi (Akureyri) .... — 898,00 Samskot frá Vesturlandi (ísafirð)..............— 300,00 Úr Reyjavik: Frá Iðnaðarmannafélag- inu . . .kr. 300,00 — glímufélag- inuÁrmanni— 200,00 — stjórnmála- fél. Fram . —150,00 —Framfarafél.—100,00 —ungmeyja - fél. Iðunn— 50,00 Almenn sam- skot . • — 34.3>8o — 1343,80 Frá glímufélaginu Hjaðn- ingum í Hafnarfirði. — 100,00 —ungmennafél.Garðars- hólma í Mýrdal . . — 33A0 — íslendingum í Khöfn — 37,00 Innkomið við glímur (að- göngueyrir og gjafir) — 709,10 Frá Pétri Ólafssyni á Patreksfirði. ,. . . — 20,00 — frú Margréti Árnason frá Stokkseyri . . — 8 510 0 —Jóh. Jóh^nessyni bæjarfógeta á Seyðis- firði . . . . • . — 10,00 — Hallgrími Sveinssyni biskup..............— io,oo Samtals kr. 6286,00 Forðaáœtlunargufuskip. Ceres (Gad) fór á sunnudagskveld 28. til útlanda. Meðal farþega var dr. Valtýr Gruðmunds- son og glímumennirnir íslenzku til Lundúna (7). — Auk áður talinna farþega hingað á Ceres í fyrri viku frá útlöndum (23.) voru P. J. Thorsteinsson kaupmaður, Olaf- ur Johnsen f. yfirkennari í Oðinsvé og Oddur Gíslason yfirréttarmálfærslumaður. Ennfremnr ym. Kaaber og frú Trolle, Jón Björnsson verzlunarm. frá Húsum og marg- ir stúdentar. Erá Niðaróssgufuskipafélagi kom og fór um helgina gufuskip Skreien norðan um land og vestan. Norðan um land og vestan kom i gær frá útlöndum gufuskip Vesta með fjölda farþega af höfnum hér við land. Fagnaðarsamsæti það, er haldið var hér 27. f. m. þsim Skúla Thoroddsen og hans frú, var eitt hið fjölmennasta, sem hór eru dæmi til, nær 120 manns, karla og kvenna, og fór mætavel fram. Læknisfrú Katrín Magnússon skipaði forsæti. Fyrir minni Sk. Th. mælti Ari Jónsson ristj., og hins heiðursgestsins, frú Theodóru Thoroddsen, Björn Jónsson ritstj. Skúli Thoroddsen svaraði með ræðu þeirri, er hér er prentuð að framan, og var þá drukkið minn íslands. Frú Theodóra Thoroddsen þakkaði fyrir sína skál og mælti fyrir sjálfstæði hvers einstaklings í þjóðfólaginu. Margar ræður voru enn fluttar, sung- ið og leikið á píanó (það gerði ym. Laura Indriðadóttir af fágætri list). Hr. Ein- ar Indriðason söng: Þú ert móðir vor kær, o. fl. og tókst mætavel. Samkvæmið stóð stundu fram yfir miðnætti. Undirtektirnar. Þingmálafundur fyrir báðar Múla- sýslur var haldinn við Lagarfljótsbrú á helginni sem leið, boðaður að sögn af þingmannaefnum þeirra kjördæma, en það eru þeir Jóhannes sýslumaður og Guttormur Vigfússon fyrir Norð- ur-Múlassýslu (hefir nú kjördæma- skifti), en Jónar tveir fyrir hina. Þar voru um 100 kjósendur. Jóhann- es barðist þar eins og ljón fyrir Uppkastinu, og Guttormur bergmál- aði það. £n engra getið annarra, er þvi hafi lagt liðsyrði á þeim fundi. Búist var við atkvæðagreiðslu um málið, en því voru fundarboðendur mótfallnir, er þeir sáu, hve lítið fylgi þeir höfðu. Þá heimtaði mikill meiri hluti fundarmanna atkvæðagreiðslu, og tór hún fram þann veg, að 80 atkv. urðu í m ó t i Uppkastinu, en ekkert með því, — þeir fáu, sem með því voru, ekki viljað greiða atkv., er þeir sáu, hve fáliðaðir þeir voru. ÞingmannaefniÁrnesinga, þeirHann- es Þorsteinsson ritstjóri og Sigurður Sigurðsson ráðunautur, höfðu boðað til fundar á Stokkseyri sunnud. 28. f. m. kl. 4 síðdegis. Þar komu og, héðan sendir af höfuð- stöðvum stj órn arhjálpræðishersina, þeir »mikli maðurin« snæfelski (L. H. B.) og fóstbróðir hans Halldór Jónsson bankagjaldkeri; mátti vel missa sig þá frá bankanum. Þeim var ætlað að »kristna« Árnesinga. — Sumir kunna það að ssgja af kveðjum »mikilmenn- isins« til fornvinar þess, ritstjóra Þjóð- óifs, þar á fundinum, að kristilegri mundi þó hafa mátt hafa þær. Þessi tillaga var borin upp á fund- inurn, frá Helga Jónssyni verzlunar- stjóra: — Fundurinn lýsir sig mótfallinn sambandslagauppkastinu eins og það er orðað, og telur breytingar á því sjálf- sagðar. Fundurinn lýsir fullu trausti sínu til fundarboðenda (H. Þ. og Sig. Sig.) í þessu máli. — Fyrri hluti samþ. 42: 13, en síð- ari hluti 28: 13. Nielsen verzlunarstj. fekk samþykt með 45 samhlj. atkv. eitthvert þakk- arávarp til tiefndarinnar. Fundarstjóri hafði og borið upp sfðar, er margir voru gengnir af fundi, einhverja tillögu frá síra Gísla Skúla- syni, þess efnis, að fundurinn h a 11 - a ð is t a ð frv.(!) og hafði hún fengið 22 atkv. — Við þessi málalok þar á Stokkseyri leizt þeím félögum L.ogH.eigi að veitaþeim H. Þ. eftirför lengur, heldur lögðu krók á hala sinn heim á leið aftur, kom- ust að Selfossi um kveldið og heim hingað daginn' eftir, óvenju-daprir í bragði. — Arni Arnason umboðsmaður í Höfða- hólum, sem stjórnarliðið mun hafa talið sér alveg vísan, lýsir svo í dag í símtali frá Lækjamóti skoðun sinni á Uppkastinu, að það sé með öllu óaðgengilegt. Breytingar á þvi þýð- ingarlausar, af því að verulegar efnis- breytingar muni ekki fáanlegar hjá þessi er laglegur útlits, og tilbúinn til notk- unar þannig, að hver og einn kaupandi, getur strax sett hann upp á heimili sínu. Hann er bæði til að standa á borði og hanga uppi, og heyrast orðin mjög skýrt á löngum vegi. Fullkominn lulsími sam- an stendur af 2 talfærum og 2 elementum ásamt 25 metr. löngum þræði vel vöfðum. Verð með ollu tilheyrandi kr. 32,00. Ómissandi eign fyrir hvert heimili. Hústalsími cfilönéafíl & Cinarsson Lækjargötu 6 Reykjavík Dönum. Það sé því brýn nauðsyn að jella jrtmvarpið með öllu. — Hugir manna í Húnavatnssýslu mjög ákveðn- ir gegn ajsalinu. Hafði ferðast um marga hreppa sýslunnar og undir- tektirnar alstaðar hinar sömu. Svo bregðast krosstré sem önnur tré, mega þeir segja, »húsbóndinn« og hans menn. ísafirði 20/6. »Herrann« kom á ísafjörð um dag- inn og átti þar að »tromfa« í gegn þakkarávarpi til hans í mesta snatri. Sent eftir síra Sigurði í Vigur í hálf- ófæru veðri og stóðst það rétt á end- um að hann næði í fundinn. En svo fór, að þakkarávarpið var ekki tekið upp; Laxdal hafði það í vasanum, en porði ehki að bera það upp, enda var því vts dapur dauði, og hafði þó »klíkan« smalað rækilega. Stúdentar. Þessir 11 útskrifuöust úr Mentaskól- anum í lok f. m., 4 einir innan skóla, hinir allir utan. Þeir eru hér stjörnu- merktir (utanskólamenn). Ásmundur GuSmundsson . (ág.).I. 105 Jakob Jóhanness.* (frá Kvennabr.) I. 99 Tryggvi Þórhallsson (Laufási) . I. 99 Bogi Ólafsson *...........I. 98 Jón Sigtryggsson *........I. 90 Jakob Ó. Lárusson * .... I. 89 Skúli Thoroddsen *........I. 88 Magnús Björnsson *........I. 85 Siguröur Sigurðsson * (frá Vigur) II. 77 Árui Gíslason.............II. 76 Hjörtur Hjartarsou........II. 72 Stúlka hrapaði í smalaferS laugardagskveldið er var, og beið bana af — Ragnheiður B o g a d ó 11 i r frá Hringsdal í Arnar- firði, dóttir merkishjóna þar. Bóndinn dáinn fyrir nokkrum árum, en ekkjau býr þar eftir. Stúlkan hrapaði ofan af hjöllum skamt fyrir ofan veginn. Þyk- ir líklegt hún hafi fengið svima. Hún var 17 vetra gömul; efuileg stúlka. Aðal-kaffiverzlun Reykjavíkur A. V. Carlquist. Jón Kristjánsson nuddlæknir Aðalstræti 18, talsimi 124. Heima til viðtals daglega frá kl. 2—3 og 3—6. Húskennari reglusamur og siðavandur, sem tekiÖ getur að sér kenslu i vanalegum barnaskólanámsgreinum og helzt veitt tilsögn á harmonium, óskast til undir- ritaðs næstkomandi vetur (frá byrjun október—maí). Umsóknir með meðmælum, ásamt tilgreindu netto-kaupi fyrir veturinn, óskast innan 15. ágúst. Patreksfirði 26. júní 1908. Pé.tur kA. Olajsson. Teiknipappír í örkum og álnum fæst í bókverzlun Isafoldarprentsmiðj u. Organista-staðan við Bíldu- dalskirkju er laus frá 14. okt. næstk. Lysthafendur sendi umsóknir sínar, ásamt meðmælum, og tilteknu kaupi yfir árið, til sóknarnefndarinnar í Otr- ardalssókn fyrir 1. september næstk. Bíldudal 26. júní 1908. Sóknarnefndin. tJCennarGsförf. Þeir sem kynnu að vilja sækja um 1. og 2. kenuarastarf við barnaskólann á Patreksfirði, sendi umsóknir til skóla- nefndar Patreksfjarðar-hrepps með til- teknum kjörum, og séu þær komnar henni í hendur í síðasta lagi innan 15. ág. og fylgi þeim meðmæli um kennarahæfileika. Til leign frá 1. okt. 3 eða 5 herbergja íbúð á Lanfásveg 20, efra loft. Menn snúi sér til Péturs Ingi- mundarsonar, Laufásveg 16, sem gefur allar nauðsynlegarupplýsingar. Geymsla nægileg, þvottarúm m. m. Kúnstverzlun opna eg 2. júlí í húsi Jóns Sveins- sonar, Pósthússtræti 14. Kristín Þorvaldsdóttir. Bæjargiöldum verður veitt viðtaka á sama stað og tima og áður þennan mánuð. # 124 herbergi vistleg. í hin kom aldrei neinn. Aldrei kom nokkur maður inn á húsagarðinn, enda var enginn sem hirti hann. Einir tveir karlmenn voru í öllum búgarðinum, vinnumaður og gamall karl, sem hafði þá iðju að höggva brenni. Tvær stúlkur voru þar auk ráðskonu, og áttu að hjálpa henni til við búverkin og í eldhús- inu. En maturinn var sefinlega góður og ríkmannlega fram borinn. Og hún s j á 1 f og Ingiríður gengu alt af prýði- lega klæddar, og fólkið um gekst þær svo sem mikila háttar og tiginbornar konur. þó að ekki væri annað, sem dafnaði vel á herragarðinum, þá var þó að minsta kosti jarðvegurinn ekki annar- staðar frjórri til hugsjóna. Og þó að önnur blóm væri hór aldrei ræktuð, þá var það ekki svo um hugsjónarósir Ingiríðar; hún var vakin og sofin að sinna þeim. þær spruttu upp hring- inn í kring um hana, hve nær sem nokkur tómstund var að grípa til. þá fanst henni þær oft og einatt dftfna bvo fljótt og vel, að þar sem 126 hún sæti, væri alt i eínu kominn yfir sig hásætishimin af rauðum hugsjóna- rósum. Einn var sá stígur í eynni, sem Ingiríði var tíðgengnastur. Hann lá með öllum eyjarjaðrinum hringinn í kring. Tré slúttu þar fram yfir vatn- ið og skutu löngum greinum út í star- gresið. Og hér var það að öll tré, stór og smá, þrifust bezt. það var krökt af mannanöfnum í trjánum; og þarna voru gamlir bekkir og garðhúsa- skrifli og tvö skemtiskýli, heldur kom- in á fallanda fót nú orðið, og maðk- smogin öll, svo að hún þorði ekki einu sinni að lfta inn í þau. Hana furðaði á öllu sem hún sá. Að hugsa sér, að hér höfðu átt heima almennilegir menn, að hér hafði þá verið lifað og elskað, að hór hafði hún þá ekki alt af verið, þessi töfra- höll! Hór niður frá var töfrakyngin Iang- mest. Hér var það, að hún hafði séð hjá sér andlitið, sem var ekki annað en bros. Stúdentinum var það alt að þakka, að hún hafði komið hingað, og að nú var hún sæl, og að nú þótti 128 ekki úr huga hennar. Nótt og dag var hún hjá honum. Hún átti ilt með að sinna öðrum; hún undi sér ekki annarstaðar en hjá honum. Einn daginn sá hún, að snjónum hafði verið mokað úr trjágöngunum. Henni lá við hræðslu. Kora hann í dag? — Daginn eftir sat h ú n s j á 1 f, jústiz- ráðsfrúin, við stofugluggann og horfði fram eftir veginum; hún hafði setið þar frá þvf um morguninn. Ingiríður settist spölkorn frá henni, þorði ekki að sitja nærri glugganum; hún var tekin að óróast. Veiztu hverjum eg á von á í dag, Ingiríður ? Ingiríður kinkaði kolli; hún þorði ekki að svara, vissi ekki hvað röddin væri styrk. — fíefir jómfrú Stafa nokkuð minst á við þig, að sonur minn sé undar- legur? Ingiriður hristi höfuðið. — Hann er fjarska undarlegur — — hann---------Eg get ekki minst á það; eg get ekki talað um það.--------- þú skilur það. — 121 sagt, að þú hétir Mignon. þegar það rann nú upp fyrir Ingiríði, að hér ætti hún að eiga fastan samastað úr þessu, þá sannfærðist hún enn betur um, að hún hefði bom- ið hingað með einhverjum yfirnáttúr- legum hætti. Og hún hvíslaði fyrst þakkarorðum að verndaranda sínum, hinum ósýnilega, og þá gekk hún til jústizráðsfrúarinnar og þakkaði henni, og þá til jómfrú Stöfu og Önnu gömlu. Ingiríður lá í þriggja feta hárri tjald- sæng, og fjaðradýnur í. Línlakið rúðu- saumað, og silkiábreiða yfir, blómsaum- uð sænskum rósum og frönskum lilj- um. Rúmið var breitt; hún gat varla farið svo illa í rúmi, að hún ylti út úr; hún gat legið f því þveru og endi- löngu og hvernig sem hún vildi. Og bvo var það hátt, að hún varð að stíga upp á kistil til að komast upp i það. Uppi undir ioftinu var IftiU ástarengill, og fest þar við marglit rúmtjöld, er héngu niður alt í kring um hana. f>á voru aðrir ofan a rum- stuðlunum, á sínum stuðlinum hver(

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.