Ísafold - 22.07.1908, Qupperneq 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar í
viku. Yerð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er-
lendis 5 kr. eða l1/* dollar; borgist fyrir
miðjan júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD
Dppaðgn (akrifleg) bnndin yið áramót, er
ðgild nema komin aé til ðtgefanda fyrir
1. okt. og kanpandi sknldlane yið blaðib.
Afgreíbsla: Anaturatræti 8.
XXXV. árg.
I. O. O. F. 897249.
Augnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—3 i spítal
Forngripasafn opið A mvd. og ld. 11—12.
Hlutabankinn opinn 10—2 J/2 og b1/*—7.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til
10 síðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 V* síðd.
Landakotskirkja. Guðsþj. 9x/a og 6 á helgidögum.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—B.
Landsbankinn 10 x/a—2^/s. P-'xkastjórn við 12—1.
Landsbókasafn 12—3 og í -6.
Landsskjalasafnið á þi u., fmd. og Id. 12—1.
Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12,
Náttúrugrípasam á sd. 2—3.
Tannlsekning ók. i Pósthússtr. 14, l.og3.md. 11— '
Faxafloabáturinn Ingölfur
fer til
Borgarncss júlí 19., 27. og 29.;
ágúst 3., 9., 19. og 28.
Keflavíkur og Garðs júlí 21. og ágúst
1., 4,. 11., 22. og 30.
Sandgerðis ágúst 1., 12. og 23.
Yanþekkingar-rökleiðsla.
Uppkastsmenn eru enn að telja
mönnum trú um, að »det samlede
danske rige« sé alveg meinlaust orða-
tiltæki. Til þess að samsinna ekki
því, að nefndarmenn hafi rangfært
þýðinguna, halda þeir enn fram þeirri
kenningu, þó að margir geri það nú
svo að minna beri á en áður, aö hug-
takið sé hið sama og felst í orðunum:
veldi Danakonungs.
Jón Oi. segir það bændum uppi í
sveit, að ráðgjafa sjálfum áheyrandi
og samsinnandi, að Islendingar þurfi
ekki að óttast þetta orðalag, því að
sambandsheiti Austurríkis og Ungverja-
lands sé alveg sams konar, það sé á
dönsku: det samlede österrigske rige, og
detti þó engum i hug að halda, að
Ungverjaland sé ekki fullveðja ríki.
Vér skiljum, að hr. J. Ó. geti sagt
þetta mönnum, sem hann veit að
muni sjálfsagt ekki hafa þekkingu til
að andmæla þvi. En ráðgjafinn ætti
þó að vita, að þetta eru ljótari ósann-
indi en svo, að þau fegri hans mál-
stað að nokkru.
Sambandsheiti Austurríkis og Ung-
verjalands er vitanlega ekki annað á
dönsku heldur en þýzku. Og vér
gizkum á, að nafnið sé að finna i
hverju almennu lexikoni sem er, hverri
þýzkri landafræði sem er, o. s. frv.
Vér höfurn fyrir oss tvö stór lexi-
kon. Annað þýzkt, hitt danskt (Meyers
og Salomonsens). í þýzkunni segir
að sambandsheitið sé: (die) österreichisch-
ungarische Monarchie og á dönskunni
byrjar greinin um þessi tvö sambands-
lönd svona: Osterig-Ungarn, e 11 e r
nojagtigere: det österrig-ungarske
Monarki. Austurísk-ungverska
einveldið ■— pað er rétta heitið á
sambandinu. Sambandsheiti Danmerk-
ur og íslands, sem svaraði til þessa,
væri: dansh-islenzka ríkisheildin, en
ekki ríkisheildin danska eins og stend-
ur í Uppkastinu.
Tón Jensson segir i ritgerð sinni
um Uppkastið:
»Á nafninu á sambandinu hafa
menn hneykslast rnjög: Det samlede
danska Rige. Þeir gleyma því, að það
er að eins sambandsheiti út á við, og
ríkisheitið í því að eins til að tákna,
að bæði ríkin eiga að koma fram út
á við eins og eitt riki, þó að þau séu tvö
fullvöld ríki í sjálfu sér, eins og ríki
sem eru á ríkjasambandi. En sam-
bandið sjálft er ekkert ríki, heldur
ríkjasamband.*
Það er ekki að cins rétt, að vér
höfum hneykslast á nafninu um dönsku
ríkisheildina. Oss finst það með öllu
óhæfilegt og óboðlegt annari þjóð en
þeirri, sem gerir sér það að góðu, að
vera undirlægjupjóð, Danmerkur. Hitt
er ekki alveg rétt hjá J. þ, að vér
gleymdunr því, að það sé að eins
sambandsheiti út á við. Sannleikur-
inn er sá, að vér könnumst ckki við að
Reykjavík miðvikudaginn 22. júli 1008.
44. tölublaö
þetta nafn sé nokkurt sambandsheiti
milli íslands og Danmerkur. Og vér
ráðum Uppkastsmðnnum til að hætta
að kalla það sambands- heiti tveggja
rikja, sem að eins felur í sér nafn á
öðru ríkinu, en hins hvergi viðgetið.
»Ríkisheitið á að tákna að bæði rík-
in eigi að korna fram út á við eins
og eitt ríki«, segir J. J.
Hvar i ósköpunum getur maður-
inn séð það á sambandsheitinu, sem
hann kallar svo — hvar getur hann
séð það á orðunum »det samlede
danske rige«, að Island og Danmörk,
bœði rikin, komi þar fram eins og
eitt ríki út á við?
Nei, ef bæði ríkin, Isiand og Dan-
mörk eiga að koma fram eins og
eitt ríki út á við, þá verða þau vitan-
lega að eiga sér eitthvert sambands-
heiti. Austurríki og Ungverjaland
koma fram eins og eitt ríki út á við,
og sambandsheiti þeirra er: austurísk-
ungverska einveldið. Noregur og Svi-
þjóð komu fram eins og eitt ríki út
á við, og sambandsheiti þeirra var
sænsk-norska sambandið (den svensk-
norske union, oft að eins nefnt: union-
en) eða sænsk-norska sambandsríkið,
(den svensk-nörske unions6tat). Norð-
mönnum hefði sjálfsagt þótt súrt í
brotið, ef þeír hefðu átt að vera part-
ur úr sænskri ríkisheild .— det sam-
lede svenske rige.
Þriðju g}dlingarslikjunni hefir verið
varpað yfir þetta orðatiltæki af ráð-
gjafanum. Svona eru nú hans rök í
þessu máli:
»Það hefir verið sagt, segir hann,
að veldi Danakonungs sé ekki sama
sem: det samlede danska rige. En
það má segja um svo rnörg orð á ís-
lenzku, að þau séu ekki hið sama og
útlendu orðin, sem þau eiga að tákna.
Eg skal taka t. d. orðið: justitiarius.
Það merkir í raun og veru ekki
annað en mann, sem fæst við dóms-
mál. En á íslenzku er það nefnt:
háyfiráómaril Það er alt annað«.
Dæmið er algerlega rangt. Það vita
allir, að sé frummerking týnd úr ein-
hverju orði, og það sé að eins orðið til í
afleiddri merkingu, þá er líka sjálf-
sagt að pýða það í þeirri merking og
engri annari. Að diskutera er komið
af latneska orðinu discutor og merkir
upphaflega: eg sker í sundur. Nú er
það að eins til í afleiddri merkingu,
þeirri að rökræða o. s. frv. Og nákvæm-
lega er eins háttað um »justitiarius«.
Það er ekki lengúr haft í þeirri merk-
ingu, að það tákni hvern þann mann,
sem fáist við dómsmál. Ef það væri
lngt svo út á íslenzku, þá væri þýð-
ingin vitanlega röng. Það fælist þá
alt annað hugtak í orðinu á íslenzku
heldur en gerir á öðrum málum.
Ef »det samlede danske rige« væri
þýtt svo á íslenzku, að það væri kall-
að: rikisheildin danska — þá væri ekki
þýtt eftir orðunum, en þýðingin væri
rétt samt sem áður, af því að öll hin
sama hugsun felst í báðum orðatil-
tækjum.
Ráðgafi hefir sagt ennfremur, máli
sínu til stuðnings, að »Bandaríkin«
væri t. d. ekki nákvæm þýðing á »De
forenede Stater«, og þó dytti engum
í hug að finna að því orðalagi. En
í raun og veru ætti það að vera »Sam-
einuðu ríkin.«
Þetta mundi hann ekki láta sér um
munn fara, ef hann kynni nógu vel
íslenzku.
Ef vér þýddum »det samlede danske
rige« ordrétt, þá nefndum vér það
fhið sajnaða danska ríku, En það
köllum vér ekki íslenzku. Þess vegna
köllum vér það ríkisheildina dönsku.
Og af sömu ástæðu er það, að vér
nefnum Bandaríkin f stað »Samein-
uð'u nkjanna«, spítala í stað sjúkra-
húss, geðveikishæli í stað geðveikru-
hælis, hvítabjörn í stað hvíts bjarnar
o. s. frv. — —
------Hvert mannsbarn á landinu
á að fá að skilja, hvað »det samlede
danske rige« merkir, — þó að það
verði einu dönsku orðin, sem sumir
læra og vita hvað merkja.
Enginn peirra manna, sem vilja
samþykkja Uppkastið óbreytt, hefir
getað borið d móti pví, að orðin: hin
danska ríkisheild sé hárrétt þýðing á
»det samlede danske rige«. Ef þeir
hefði ekki kannast við að sú þýðing
væri rétt, þá hefðu þeir kannast við,
að þeir skildu ekki dönsku.
En nú segir i Uppkastinu, að Dan-
mörk og Island eigi að heita einu
nafni: hin danska ríkisheild. Öll
danska ríkisheildin á að vera til sam-
ans: Danmörk og ísland. Því neita
ekki Uppkastsmenn. Þá neita þeir
víst ekki hinu heldur, að Island sé
einhver partur úr þessari dönsku ríkis-
heild. Hver er þá munurinn á þessu
og því, að,vera danskt land?
Þegar menn skilja þetta orðatiltæki,
þá hætta menn að spyrja hvort svo
mikið velti á því. Menn sjá þá, að
það er eitt af þeim ekki svo ýkja-fáu
orðum og ákvæðum í Uppkastinu,
sem þar eru valin af því, að þau eru
nógu óákveðin til þess að þau geta
falið í sér innlimun. Þetta nafn ekki
hvað sízt. Það er samnefnari innlim-
unar-ákvæðanna.
Hyernig lízt yðnr á?
Ritstjóri þessa blaðs gat þess í
ræðu á fundinum við Þjórsárbrú um
daginn, eins og reyndar gert hefir
verið hér í blaðinu, að blöð stórþjóð-
anna, sem nú mintust á sambands-
mál Danmerkur og Islands, hefðu alt
sitt vit um það mál úr öðrum þess-
um aðilja, sem sé Dönurn. En þeir
segðu þeim það eitt, sem þeir vildu
vera láta. Svo að þar væri ekki að
búast við sem óvilhöllustum dómum
um þetta mál. Blöðin hefðu ekki
kynt sér málið sjálf.
Ráðgjafi svaraði ræðunni, og var
heldur en ekki drýldinn, þegar hann
kom að þessu atriði. Spurði, hvort
ritstj. pyrði að segja, að J. C. Poestion,
íslandsvinurinn þýzki, þyrfti að fá
fregnir um málið frá Dönum, og
hvort hann vissi ekki, að hann hefði
þó, Poestion, ekki alls íyrir löngu
ritað í Neue Hamburger Zeitung, þar
sem hann segði, að með þessu frum-
varpi væri öllum sjálfstæðiskröfum ís-
lands fullnægt o. s. frv.
Svo mörg voru hans húsbóndalegu
orð.
Og þarna hafði hnífur stjórnarblað-
anna komist í feitt kjöt ekki síður en
ráðgjafans.
Nú ritar Gísli Sveinsson, exam. jur.,
pistil frá Kaupmannahöfn, sem hér
fer á eftir:
Eg sé í bl. »Reykjavik« frá 9. þ.
m., að getið er greinar eftir I. C.
Poestion í »Neue Hamburger Zeitung«
(16. f. m.), þar sem komist er svo að
orði, að nú »hafi íslendingar fengið
óskir sínar uppfyltar*.
Eg vil ekki, vegna ágætismannsins
Poestions og málefnisins, láta hjá líða
að skýra frá, hvernig þessu víkur við:
Poestion skrifaði, meðan nefndin
sat að störfum, ágæta grein um sjálf-
stæðismál íslands, þar sem hann rakti,
hver væri réttur landsins, er þjóðin
krefðist viðurkenningar á, sem sé
óskoraður ríkisréttur, fullveldi í kon-
ungssambandi einu við Danmörku.
Taldi hann liklegt, að Danir mundu
eigi sjá sér annað fært en verða við
þessum réttmætu óskum íslendinga.
Þessa grein sendi Poestion blaðinu
N. H. Z.; en það gerir sér litið fyrir
og liggur á henni langa lengi, svo að
höf. var orðinn úrkula vonafi um, að
það mundi flytja hana. En viti menn,
undir eins og skeyti hefir verið sent
út um »árangur« nefndarstarfsins,
kemur greinin setn leiðari 1 blaðinu,
og hafði því ótrúlega gerræði verið
beitt af ritstjórnarinnar hálfu, að grein-
inni var breytt þannig, að ummæli P.
um það, sem hann taldi sjálfsagt að
ætti að uppfylla, voru sett í pdtíð;
snerist bá alt við, svo sem óskirnar
væru allar uppíyitar!
P. var, sem von var, bæði hryggur
og reiður yfir pessari svivirðilegu aðjerð
ritstjórnarinnar, en fekk við ekkert
ráðið; blaðið, sem vitanlega fær frétt-
ir héðan frá Höfn, flutti enga leið-
réttingu á þessu.
Þetta get ekki að eins eg vottað,
heldur og, ef þess gerist þörf, Ragn-
ar ritstj. Lundborg í Uppsölum.*
Höf» 26. júni 1908.
Gisli Sveinsson.
Hvernig lízt yður á?
Knerinn kali
til Dana.
Danska blaðið Dannebrog hefir
minst á Norðmannakveðjurnar, sem
ísafold flutti hér í vor, þær um sam-
bandslagafrumvarpið eða út af því.
Blaðið vítir þau afskifti Norðmanna
af íslandsmálum, að þeir skuli vera
að eggja þjóðina á skilnað við Dani.
Segir, að það muni reyndar ekki fá
svo góðan byr hér á landi, því að
konungur sé einkar-ástsæll af íslend-
ingum.
Þetta er hverju orði sannara, að
konungur hefir hlotið hér almenna
lýðhylli, svo scm faðir hans. En
sjálfstæði vort metum vér meira en
konunginn. Fáist það ekki, óskorað
sjáljræði oss til handa, með öðru
móti en skilnaði, þá á sú hreyfing
sér ekki síður gróðursælan jarðveg
hér á landi fyrir þá sök, að vér virð-
um og elskum konung vorn: að hann
er ástsæll af alþýðu manna. Oss þyk-
ir gott að eiga góðan konung. En
ef vér eigum að velja i milli hans og
sjálfsforræðis vors, þá kjósum vér held-
ur sjálfstæðið.
Kongsþrælar íslenzkir aldregi vóru,
•*n siðar skrílþrœlar, lyndi með trenn,
en ætið þó héldu þá eiða, þeir sóru,
og ágætir þóttu því konungamenn.
(B. Th.)
Og það viljum vér vera enn. Vér
viljum vera ágætir konungamenn.
Það verðum vér með því að halda
þá trúnaðareiða við konung vorn, sem
vér höfum svarið honum, svo lengi
sem hann heldur trúnað sinn við oss.
En þann einn eið höfum vér svar-
ið, að vér viljum lúta konungsvaldi
svo sem sjálfstæð þjóð, laus af yfir-
ráðum allra þjóða annara. Séum vér
það ekki, þá erum vér lausir allra
mála. Öðru höfum vér aldrei heitið.
Öðru höfum vér alt af mótmælt.
Menn ætti að geta skilið, að sjálf-
stæðisbarátta vor íslendinga á ekkert
skylt við svo nefnt Danahatur. En
Danir virðast halda það, sumir hver-
ir að minsta kosti. Eitt með helztu
blöðum þeirra, Vort Land, getur ekki
annað skilið en að Jón Sigurðsson
hafi verið ofstækisfullur Danahatari.
Og þegar Einar Hjörleifsson ritar
Frjálst sambandsland, þá heldur sama
blað að það sé alt gert af óvildarhug
til Dana.
Engum íslendingi, sem til þekkir,
hefir nokkurn tíma dottið annað eins
í hug, um hvorugan þessara manna.
Það kennir engis hala til Dana í
stjórnmálabaráttu vorri, þeirri sem nú
stendur yfir. Hvorki vor Sjálfstæðis-
manna né Uppkastsmanna.
Þegar Danir eru að semja við oss
um að verja oss framvegis fyrir öðr*
um þjóðum, þá er það ekki af Dana-
hatri, að vér segjum: Vér treystum
ykkur ekki til þess. Þið eruð svo
lítil þjóð, að stórþjóðirnar geta gleypt
ykkur á hverju augnabliki. Ef þetta
er Danahatur, þá er Georg Brandes
ósvikinn Danahatari, því að hann
hefir sagt þetta manna ákveðnast. Og
Danir vita þetta allir.
Vér könnumst við það, eins og
vér könnumst við að 2 og 2 séu 4,
að danska þjóðin sé oss fremri um
margt. En vér könnumst líka við,
að íslendingar séu Dönum fremri um
sumt. Það gera þeir sjálfsagt ekki.
Blátt áfram af vanþekkingu.
Vér könnumst við, að Danir séu,
og hafi verið langa hríð, einhver
mesta listaþjóð á Norðurlöndum. En
vér kennum peim mikið um, samband-
inu við þá, að vér erum ekki orðin
viðurkend listaþjóð fyrir langa-löngu.
Vér könnumst við, að leiklistin sé
ekki annarstaðar í Norðurálfu á hærra
stigi en í Danmörku (Höfn) eða hafi
verið til þessa — nema á Frakklandi
(París).
Hitt vitum vér, að það er varla nú
orðið sjón að sjá dönsk skáldrit. Svo
mjög hefir bókmentum þeirra hrakað.
Danskur menningargróður er tekinn
að skrælna og það til muna. Það
segja Danir sjálfir. Það er ekki að
eins, að nýjustu skáldrit þeirra séu
hörmulega bragðlaus og vatnsborin og
væmin og tepruleg. Þau eru meira
en lítið siðspillandi í viðbót.
Þetta er ekki sagt hér af neinum
kala, fremur en þá er gert af öðrum
þjóðum, þar sem dæmt er um nú«
tíðar-bókmentir Dana.
Svona er það orðið, þetta gamla
menningarland.
En Danir eru mikil atorkuþjóð,
afbragðs-landbúnaðarþjóð, og alþýðu-
mentun er óvíða betri en í Danmörku.
Þetta vita allir.
En það nær ekki til vor í þessu
máli, sem nú erum vér að fjalla um:
sambandsmálinu. Vér höfum ekki
gagn af því, hvað alþýðumentun er
góð í Danmörku. En hinu höfum
vér tjón af, ef vér treystum á vernd
Dana, hervarnir þeirra gegn öðrum
þjóðum — treystum þar á vernd,
sem engin er.
Það gætir engrar fæðar við Dani
af vorri hendi í baráttunni.
En sé svo, að margra alda kúgun
þeirra á þessari þjóð og þessu landi
valdi því, að u n d i r n i ð r i búi
kali til þeirra, þá er leiðin til að
verma hugi vora áreiðanlega engin
önnur en sú, að verða við öllum
sjálfstæðiskröfum vorum, losa af oss
öll bönd. Fyr geta margir ekki lagt
á þá fulla v i r ð i n g.
Neiti þeir því, þá finst oss sem
þeir muni ekki vera héðan af öfunds-
verðir af sambúðinni.
Erl. ritsímaíréttir
til íaafold&r.
Edinburgh. N.-Dakota, 19. júli 1908 á. h.
Vestur-íslendingar á fjölmennutn
fundi á Garðar láta i Ijós sem einhuga
vilja sinn, að ísland segi skilið við Dani
og gerist fullveðja og sjálfstœtt lýðveldi.
Ástœður bréflega.
Wintaipeg, Man., 22. júli
íslendingar á allsherjar fundii Wintii-
peg 20. júlí vilja fsland verði fullveðja
sjálfstœtt ríki, segi sig úr sambandi við
Dani, gerist lýðveldi
Skipstrand.
Gufuskipið Givent strandaði 18. þ.
m. við Langanes á leið til Sauðárkróks
með kolafarm. Á skipinu voru far-
þegar þeir Zöllner stórkaupm. og Jón
í Múla. Mannbjörg varð, en skipið
ónýtt.