Ísafold - 22.07.1908, Síða 2
174
ISAFOLD
Sjö höfuðgaiiar.
Nú befi eg lokið við að lesa Bláu-
bókina um gjörðir sambandsnefndar-
innar o. fl.
Engan veginn get eg fyrir mitt
leyti sagt, að niðurstaðan hjá nefnd-
inni hafi valdið mér vonbrigðum, því
eg bjóst aldrei við góðum árangri af
starfi hennar.
En eftir því sem eg athuga það
betur, sé eg fleiri ókostina á því, og
er skoðun mín á því i fáum orðum
sú, að það hafi fyrir víst sjö höfuð-
galla.
Samningurinn er í fyrirsögninni
nefndur lög en eigi sáttmáli og ísland
er í i. gr. nefnt land, en eigi ríki.
Hvorttveggja þetta gerir alt málið á
eftir óákveðnara og líkast því sem
hér sé af hræðslu eða bragðvísi
verið að fleka aðra hvora þjóðina eða
báðar, og því er það óhafandi. Skýr
orðtök eru kostur á öllu lögmáli,
en þokuorðin glötunarvegur.
2. ísland er innlimað Danmörku
í utanríkismálum um aldur og æfi,
ef Danir vilja svo vera láta; en að
slík tilhögun geti haft margfaldan
hagnað af landinu, ætti víst öllum að
geta skilist. Mér hefir að vísu verið
sagt af meðhaldsmönnum frv., að vér
getum fengið öllum samningnum
breytt síðar; en þetta er ekki satt;
því sumum atriðum getur hvor þjóð-
in um sig ein látið konung breyta
eftir 25 ár, en aftur eru sum atriðin
þannig, að Danir geta þar engum staf
breytt án vors leyfis og vér engum
staf án þeirra leyfis. Vér Islendingar
einir getum þar því ekkert gert, held-
ur að eins með vilja hins aðiljans, og
slíka samninga er vani að nefna cevar-
andi, þótt auðvitað sé að hinu leytinu
víst, að engar gjörðir manna séu ei-
lífar. í utanríkismálum erum vér því
eftir frv. í ævaranda tjóðri.
3. Hermálin eru látin vera á sama
hátt óuppsegjanlega sameiginleg; en
eftír því sem eg fæ bezt séð, eiga
þau ails eigi að vera sameiginleg,
hvorki uppsegjanlega né óuppsegjan-
lega má þau við aðra binda. Þar
fara breytingar Skúla eflaust of skamt.
Á móti því að hafa hermálin sameig-
inleg mælir raunar alt, svo það er
undur, að allir islenzku nefndarmenn-
irnir skyldu eigi þvertaka fyrir það.
Fyrst er nú það, að jafnskjótt sem
ísland fer á einhvern hátt að taka
þátt í stjórn sameiginlegu málanna,
verður það að taka hlutdeild í kostn-
aðinum af þeim (sbr. 7. gr. frv.)
Þetta er eðlilegt; en jafnframt ríður
oss lífið á að byrja sem fyrst að taka
þátt í meðferð þeirra, svo að hags-
muna vorra í utanríkismálunum verði
þó að einhverju leyti gætt. En af
þessu leiðir, að allur herkostnaður
Dana skellur þá samstundis á oss
eftir réttri tiltölu. Það er konungs-
matan ein, sem vér þurfum að borga,
meðan afskifti vor af sameiginleg-
um málum eru engin, og hún er því
undantekning. Nú vita allir, að her-
skatturinn með Dönum og öllum
herþjóðum er voða-þung útgjaldabyrði
og það jafnvel á friðartímum, en þó
margfalt meiri ef ófriður er. Því er
það, að færi svo að Danir lenti í
ófriði, mundi hluti íslendinga af
kostnaðinum eta alveg upp margra
ára tekjur landssjóðs. Þetta er oss
því með öllu ofvaxið.
I öðru lagi er heimska að vera í
hervarnarsambandi við smáþjóð, er
eigi getur varið sjálfa sig og því síð-
ur oss svona langt í burlu, en eiga
þó á hættu að lenda í ófriði með
henni. Þótt Danir væri allir af góð-
vild gerðir og hefði herkastala á
hverju nesi og fimm skip í flota fyrir
hverjum landsfjórðungi, gætu þeir
samt eigi varið landið fyrir útlendum
her, og mundu að vonum meta sitt eigið
land meira, enda væri þeim tjón í
að skifta afla sínum á svona fjarlæga
staði.
Hið priðja er, að þetta mannsnauða
strandflæmi á íslandi er alveg óver-
jandi hverri þjóð i heimi fyrir öflug-
um aðkomuher, nema Bretum einum,
og mundi þó Atlanzhafsfloti þeirra
varla duga til. Vér erum því í engu
bættari fyrir þessa hervernd, heldur
ver farnir. Það sést á athugasemd-
unum við frv., að Danir hafa verið
ófáanlegir til að samþykkja að kon-
ungssambandið eitt af öllum sameig-
inlegum málum skyldi vera óupp-
segjanlegt, annars yrði alt að vera
eins og nú er; en samt er óliklegt
að þeir hefði eigi með lagi fengist til
samþykkis, ef utanrikismálin máttu
að viid þeirra vera óuppsegjanleg, þótt
hermálum væri slept úr. Eg get
sem sé eigi skilið, hvernig þeir hafa
hugsað sér að geta varið ísland, sér
skammlaust, ef rétt rök hafa verið
sýnd þeim. Ekki er eg nú samt að
mæla föstu sameigninni í utanríkis-
málunum bót með þessu; en þó var
hún ein ólíkt betri fyrir oss en þessi
með herskapinn.
í Jjórða lagi þurfum vér engar
hervarnir, því lega landsins hefir ver-
ið og er oss enn bezta vörnin.
Gæzla fiskiveiðanna heyrir eigi undir
hernað, heldur er að eins löggæzla í
landhelgi. Vér höfum alt frá því
landið bygðist, fyrst um nær 400 ár
undir sjálfstjórninni og síðan rúm
600 ár undir útlendri stjórn, komist
af án nokkurra hervarna og þó engin
þjóð á oss ráðist, og það samt á vík-
ingsöldum og ójafnaðartimum. Þá
ætti sama að duga oss enn á þessari
mannúðartíð. Rán Tyrkjans var eng-
inn eiginlegur hernaður, enda rændi
hann víðar en hér og líka í herskap-
ar löndunum. Svo vita nú allir,
hversu vel danska verndin dugði oss
þá. Bezt er því eins og Skúli vill
að fá hlutleysi landsins í ófriði við-
urkent af stórveldunum og friðtrygg-
inguna svo samþykta með alþjóða-
samningi, svo sem sum önnur smáríki
hafa fengið. Það verður áreiðanleg-
asta vörnin. Fáist eigi breytt þessu
atriði um hermálin, er sjálfsagt að
fella frumvarp þetta.
4. Landhelgin islenzka heimiluð
Dönum til fiskiveiða að minsta kosti
um 30 ár, án þess að vér fáum nokk-
ur nýt réttindi í móti. Eg trúi nú
að einhverir segi, að eftirlitsskip
þeirra þjóða, sem ekkert herlið eiga
sér, séu eigi að alþjóðalögum viður-
kend sem varðskip til landhelgisgæzlu.
Ef þetta er satt, sem eg veit ekkert
um, þá kynni að mega fá því breytt,
er til vor kemur. En ef það bætist
enn við, að íslendingar hefðu vegna
fátæktar eigi treyst sér fyrst um sinn
til að gæta veiðiréttar sins, þá lá
hendi næst út af þessu tvennu, að
gera samning við Dani eða aðra um
veiðiréttinn og vörn hans. Hér er
svo mikið í boði, að slíkt er líklega
alstaðar auðsótt. Mátti þó álls eigi
minna vera en að þjóð sú, er leyfð
væri landhelgin um ákveðið áraskeið,
jafnt sonum landsins, tæki að sér í
staðinn að annast veiðivörnina fyrir
oss á meðan eigi lakar en Danir
gera nú, og Islendingar íengi alt
sektaféð. Annars hafa Danir aldrei
fengið hjá oss leyfi fyrir veiðiréttin-
um heldur hrifsað hann til sín heim-
ildarlaust; en slíka aðferð eigum vér
eigi að þola þeim lengur. Búsetulög
gæti þar eflaust dugað oss nokkuð,
en þó varla til fulls, meðan fáninn
er sameiginlegur.
j. Danskur kaupfáni lögskipaður
hjá oss um 30—40 ár. Herfána
þurfum vér engan; þar að auki er
með mörgum þjóðum sami herfáni
sem kaupfáni, þeim er fult eins eftir-
breytnisverðar eru eins og Danir. Fyrir
oss yrði skiftingin á fánum ávalt
eintómur hégómi. En sérstakan kaup-
fána þurfum vér að fá, og það er ís-
lenzkt sérmál eftir stöðulögunum;
þetta er því lakara en það sem nú
gildir. Heyrt hefi eg að visu, að
Austurriki og Ungverjaland eigi einn
fána saman; en slikt lag er varla
eins viðunandi fyrir oss, sem erum
á leið til að verða mikil farmensku-
þjóð. En hvað sem því líður, þá
benda fyrirmæli frv. hér til hins lak-
ara um það atriði sem áður eru engin
bein ákvæði um. Vitanlega er oft
mjög slæmt að hafa engin föst fyrir-
mæli um eitthvert málefni, en þó
getur það verið betra en annað verra.
6. Dönum og íslendingum veitt
á pappírnum ævarandi jafnrétti, hvor-
um í annars landi, sem af eðlilegum
ástæðum verður óhæfilegt misrétti
fyrir íslendinga. Annars er þessi 5.
gr. um jafnréttið undarleg og lítt
skiljanleg. Því að i 3. gr. er talið
upp, hver séu sameiginlegu málin,
bæði föst og laus. En síðan kemur
hér i 5. gr. þetta ákvæði um þegna-
jafnréttið og með því skapað enn eitt
sameiginlegt mál í viðbót, sem þó er
eigi talið með hinum á þess rétta
stað.
En hvað merkir svo þetta: »Dan-
ir og íslendingar á íslandi og íslend-
ingar og Danir í Danmörku njóta
fulls jafnréttis* ? Eru það að eins:
»Danir og íslendingar hér búsettir?«
eða líka »Danir og íslendingar búsettir
í Danmörku og Færeyjum« ?
Þetta síðara verður eflaust merking
orðanna látin vera, svo að menn
heimilisfastir í Danmörku, bæði dansk-
ir og íslenzkir, mega reka hér atvinnu
með sama rétti sem vér, ýmist að
staðaldri eða þá um lengri eða skemmri
tíma á hverju ári.
Með þessu er oss þá fyrirmunað
að semja nokkurn tíma búsetulög,
sem tryggi það, að ísland sé fyrir
íslendinga eina.
Hér er því v o ð i á ferðum fyrir
þjóð vora.
7. Forseti hæstaréttar er gerður
að oddamanni í ágreiningsmálum milli
Dana og íslendinga, svo að þeir, en eigi
vér, hafa yfirhöndina við atkvæða-
greiðslu. Þar er tillaga Skúla einnig
miður hagfeld. Helzt vildi eg að
einhver óvilhallur útlendingur væri
oddamaður.
Hér hefi eg þá tekið fram hið
helzta, sem eg hefi á móti frv., og
reynt að rökstyðja álit mitt, því
órökstudd ummæli eru að mínum
dómi nálega engisverð.
I þessu bygðarlagi taka menn frv.
alment mjög illa. Það eg til veit,
eru það einungis örfáir dansklundaðir
eða flokkfylgisblindaðir heimastjórnar-
menn, er mæla því bót.
En það skal sagt mörgum heima-
stjórnarmönnum hér til maklegs heið-
urs, að þeir eru mótfallnir frv. og
vilja heldur skilnað landanna, en að
ákvæði þess verði að lögum.
En helzt óska þeir, að tilraun verði
gerð með breytingar á frv. og vita
svo hvað Danir segja, því það skín í
augu allra, einkum þó landvarnar-
manna, að hér er engu tapað, heldur
er hitt víst, að þetta sem frv. býður
fæst ávalt hjá Dönum, ef menn endi-
lega vilja sjálfum sér og niðjum sín-
um svo illa, að fara að samþykkja
það óbreytt.
En úr því nú að menn í öllum
flokkum eru sáróánægðir með margt
í frv. þessu, hví skyldi þeir þá vera
að renna því niður og samþykkja það
svona umsvifalaust, án þess að gera
tilraunir til umbóta á því? Slíkt er
ósamboðið hverjum frjálsum íslend-
ingi.
Kvennabrekku 16. júní 1908.
Jóhannes L. L. Jóhannsson.
Raddir frá almenningi
um
sambandsmálið.
IX.
Eftir því sem eg kynni mér betur
uppkast eða frumvarp sambandslaga-
nefndarinnar, því minna þykir mér
í það varið. Enginn sannur ættjarð-
arvinur, sem þekkir til hlítar hinn
sögulega sjálfstæðisrétt íslenzku þjóð-
arinnar, getur nauðungarlaust fallist á
að gera það óbreytt að lögum. Sam-
þykki íslendingar það, afsala þeir sér
allmiklu af réttindum þeim, er bæði
guð og menn vita að þjóðin og land-
ið á með réttu.
Margt er að vísu gott í garð vorn
í frumvarpinu; en til þess það verði
viðunandi, þarf að gera á því tölu*
verðar breytingar.
Þetta er í fæstum orðum álit mitt
á frumvarpi sambandslaganefndarinnar
eins og það kemur fyrir sjónir. Svip-
að álit munu flestir skynbærir kjós-
endur hér í sveitinni hafa. Á þing-
málafundi þeim, sem í gær var hald-
inn á Búðum fengust, — með mikl-
um eftirgangsmunum — 13 kjósendur
(óhappatalan) til að aðhyllast frum-
varpið, en á fundinum voru 30 kosn-
ingarbærir menn.
Hofgörðum á Snæfellsnesi 10. júlí 1908
Jón G. Sigurðsson.
Síinalagningará kafi
og
söludeildarráðsvinna.
Hundar ikrækja’ af höggi beins,
ef hitt er rétt & trýnið.
Bólu-Hjálmar.
t fréttapistli minnm í 29. thl. V e s t r a,
þ. á., hrutu mér af hendi tvær svolitlar
beinflisar, önnur i sambandi við umsjón á
simastauraflntningnum og ráðningu sima-
lagningarverkmanna héi i sýslu, en hin fólst
i þeirri meinlitlu setningu »frá almennu
sjónarmiðic, er minst var á söludeildina hér
á staðnum, >að það sé ekki lítið áríðandi,
að stjórnendur slíkra innlendra verzlunar-
fyrirtækja séu verulega hygnir og ráð-
deildarsamir menn«.
Það vfrðist svo, sem bærilega beinskeyt-
ur hafi eg verið, þvi ekkert meira eða
minna verður úr en það, að Guðjón minn
Guðlaugsson, kaup- og sölndeildarstjóri hér
á Hólmavik, gefur sig tafarlaust fram sem
réttan viðtakanda flisanna, og rekur upp
háan skræk i 32. tbl. V e s t r a þ. á., á
likan hátt og Bólu-Hjálmar segir um hund-
ana; er þvi full vissa fengin um það, að
flisarnar hafi honum sársauka valdið, þótt
smáar væru.
í smiðju hefir Guðjón minn farið með
stílsetningu þessa svo nefnda svars sins i
Vestra; það atriði er öllum ljóst, sem
þekkja ritfærni mannsins. Aftur er hrokinn
og ofstopinn i svarinu hans ódeild eign.
Og af þeirri vöru á hann jafnan feikna-
birgðir. En við, sem höfum dagleg kynni
af Guðjóni mínum, vitum lika vel, hve
nauðalitið er eftir skilið persónunni, þegar
ofstopinn og vindbelgingurinn eru frádregnir.
Ekki ber Guðjón við að hrekja þau
ummæli min, að allir, sem stauraflutning-
inn tóku að sér, hafi ábatast á því verki
meira og minna, alt upp að 200 kr. i
hreinan ábata. Maðurinn sér ekki fært að
hrekja þetta, þvi hann veit ofboð vel, að
sönn er sögnin, enda komin mér hvorki frá
honnm né binu andlega skyldmenni hans,
Gróu á Leiti.
Ósatt segir Guðjón um dráttarfærið, að
það hafi >alls ekki fengist þolanlegt fyr
en verkinu var nálega lokið hjá öllumc.
Eg hef engan af stauraflytjendum heyrt
kvarta yfir dráttarfærinu nema 2 menn úr
Bitrunni, og er það lítill hluti af öllum
þeim, sem við dráttinn fengust.
Þá þykir Guðjóni djarflega mælt af mér,
að margir þeirra slmalagningarmanna, sem
hann hefir ráðið, séu »léttingsmenn«. Tel-
ur þá sjálfur >verkhæfa«, »og að þeir muni
ekki gera verkamönnum landsins neinn
vansa með ódugnaðic. En þvi miður fyr-
ir Gnðjón og landið er þegar komið upp
úr kafinu, að ummæli mín voru á rökum
bygð. Simalagningsverkstjórinu hér í
Steingrimsfirði, hr. Osnes, sem fekk til yfir-
ráða 9 af þessum mönnum, mun þegar hafa
látið uppi við Guðjón alt annað en glæsi-
legt álit sitt á mönnum þessum, flestum
hverjum. Og mér hefir hann sagt, að einir
3 af þeim væru duglegir og verkhæfir menn,
hinir meira og minna lélegir. Og einn af
þeesum hefir þegar verið heim sendur.
•Varð lasinn, en hefði verið visað frá hvort
sem var, að sögn verkstjóra.
Af öllu þessu er bert, að eg hefi hér
ekki farið með neinar öfgar i fregnbréfi
minu til Vestra. Og hollast hefði Guðjóni
verið, að kyngja þessum ummælum minum
öllum saman mótmælalaust, því nokkrar inn-
tökur, málinu viðvíkjandi, á eg enn handa
honum, sem naumast yrði honum gómsætari.
Að marki hefir Guðjóni mínum þótt
komið við kaunin, þar sem eg mintist á
hann i sambandi við söludeildina hér á
Hólmavik, og drap um leið á þau tvimæla-
lausu sannindi, að það sé »ekki litið árið-
andi, að stjórnendur slikra innlendra verzl-
unarfyrirtækja séu verulega hygnir og ráð-
deildarsamir mennc. Hann hefir fundið
sem var, að hann átti hér ekki óskylt mál.
Guðjón kveðst aldrei hafa sagt, »að sölu-
deildin á Hólmavik hafi orðið fyrir miklu
eignatjóni næstliðið ár, auk þess, sem geng-
ið hefir yfir allar verzlanir*.
Mín orð voru heldnr ekki þau i frétta-
greininni, að sölndeildin hefði orðið fyrir
mik 1 n, heldur tilfinnanlegu eigna
tjóni. Og eg ætla, að söludeildin, undir
stjórn Guðjóns Guðlaugssonar, standi aldr-
ei i meiri blóma en þeim, að jafnvel
nokkur hundruð króna tjón verði deildinni
tilfinnanlegt. En hvort sem nú tjón þetta
nemur á endanum meira eða minna, þá á
það rót sina að rekja til ráðdeildarskorts
Guðjóns mins.
Söludeildarstjórinn sendir í haust, er leið,
verzlunarhúsi i Kaupmannahöfn fisk, um
2000 kr. virði, sem söludeildin átti. Þegar
fyrir nokkru var honum og velflestum
fullkunnugt um, að verzlunarhús þetta
mnndi standa tæpt að efnahag, riða við
falli.
Hefir fiskur verið nú um hríð svo óút-
gengileg vara, að endilega þ’yrfti að senda
hann út upp á von og óvon?
Eða hvi var ekki varúðarreglum beitt
við sendingnna?
Sést nokkurt vit i þessu ráðslagi ?
Það er segin saga, að verzlunarhúsið
varð gjaldþrota, áður en það gerði nokk-
ur skil fiskiandvirðisins. Eru því þessir
peningar orðnir að vonarfé fyrir óhyggilega
meðferð.
Guðjón segir, að ekki verði óhapp þetta
fært sér a ð ö 11 u til vansæmdar.
Eg segi: jú, hreint að öllu.
Hann réð einn sendingnnni,.eins og vant
er, og ber þvi einn vansæmdina af þessu
ekki einstæða flaustri sinu og ihugunarleysi.
Guðjón vill gefa í skyn, að eg hlakki
yfir þessu óhappi. En það væri dálítið
skrítið, ef eg ;gerði það, þar sem þetta
og bvert annað óhapp söludeildarinnar
snertir mitt eigið fé, með þvi eg á álitlega
fjárhæð inni í stofnsjóði hennar, sem eg
þó mundi fást til að selja með miklum af-
föllum, ef þess væri kostur. Tel mér hana
ekki vissari en það.
Þá segir Guðjón, að aldrei verði eg álit-
inn svo hygginn né ráðdeildarsamur maður,
að eg yrði tekinn fram yfir hann sem
kaupfélagsstjóri, þó kostur væri. Þar til
svara eg því, að eg mundi jafn-ófús sem
aðrir til að gefa kost á mér til þess að
karra kálfinn eftir Guðjón.
En um hygni mina 0g ráðdeild er það
að segja, að eg ætla mig í augum héraðs-
búa minna standa feti framar Guðjóni, enda
þarf ekki hátt að seilast til þess. Og al-
drei hef eg sýnt sams konar ’ráðdeild og
Guðjón, þegar hann, sem leiguliði til fárra
ára á Kleifum, þaut til að reisa þar timb-
urhús og fleiri mannvirki, af einskærri for-
dild, og varð svo bráðiega að láta þetta
af hendi fyrir lítið meira en hálfvirði; og
er þetta að eins eitt dæmi af mörgum.
Annars verður söludeildarstjórastöðunni
naumast slegið upp fyrst um sinn að sjálf-
vilja Guðjóns; svo er hann hreykinn af
henni.
Eg hefi á lifsleiðinni haft kynni af ýms-
um söludeildarstjórum, og hafa þeir lang-
flestir verið vel hygnir og ráðdeildarsamir
menn, sem stundað hafa starf sitt með góðri
kostgæfni.
En einn söludeiJdarstjóra þekki eg, sem
í margra óþökk snatar uppi menn og mál-
efni og skiftir sér af mýmörgu, aðalverki
hans óviðkomandi, sem þann veg virðist
vera haft að hjáverki, en bráðfirtist svo,
ef að þessu atferli hans er fundið, þó að í
mestu hógværð sé.
Eg þekki söludeildarstjóra, sem meö köfl-
um er svo snúinn og afundinn, að menn,
þegar svo ber undir, forðast, svo fremi þeir
geta, að eiga nokkur viðskifti við haun þá
stundina.
Eg þekki söludeildarstjóra, sem er svo
hagsýnn í innkaupum, að af einni vöru-
tegund kaupir hann þær birgðir, er árum
saman verður ekki séð fyrir endann á, en
aftur litið eða ekkert af annari vöruteg-
und, engu ónauðsynlegri.
Eg þekki söludeildarstjóra, sem virðist
ætla harðæri og góðæri jafn-hentugt. tíma-
bil til að reisa verzlunarhús.
Eg þekki söludeildarstjóra, sem látið hef-
ir uppgerða stofnsjóðsbók frá sér fara með
eiuni ritviliu og eínni reikniugsvillu, eigin
handar, á s ö m u biaðsíðunni. Sami hef-
ir látið stofnsjóðsbækur liggja hjá sér óupp-
gerðar á 3. ár.
Eg þekki einn söludeildarstjóra, sem læt-
ur höfuðbækur verzlunarinnar vera ólög-
giltar ár frá ári, og færir þær með þeirri
glæsimensku, að þær eru sumar iikari
kladda en höfuðbók, þar sem í sumum
reikningunum má sjá blekklessur, útstrikan-
ir og útkrotanir (raderÍDgar), og mun stór-
vafasamt, hvort þannig færðar höfuðbækur
hafa nokaurt sönnunargildi að bjóða í
skuldamálum.
Svona söludeildarstjórar munu þó vera
harla fágætir hér á landi, sem betur fer. —
Eitthvað er Guðjón minn að fimbulfamba
um það, að stétt sú, sem eg tilheyri, lækna-
stéttin, hafi hneisu af mér.
Jafnvel þótt svo hefði verið, mundi sú
hneisan miklu minni þeirri, sem Guðjón
gerir verzlunarmannastéttinni, er hann tróð
sér inn í, eftir að útséð var um, að úr
honum yrði nokkurn tíma bóndi í lagi.
En nú er svo gott að vita, að eg er mér
þess ekki meðvitaudi, að eg hafi gert eða
geri stétt minm hneisu með læknisverkum
mínum eða læknisþekkingu, sem hvort-
tveggja er á borð við það, sem alment
gerist meðal lækna her á landi. Annað
mál er það, sem Guðjón mun þó ekki eiga
við, að eg gerði áður fyrrum stétt minni
hneisu siðferðislega, með því að drekka
stundum áfengi úr hófi fram; því vín-
drykkja er slæmur blettur á hverjum lækni,
og reyndar á hverjum manni. En þó ber
að athuga það, að eg hafði þá mannrænu
að leggja þann löst niður, og er síðan
maður að meiri. Guðjón minn er ekki
laus við þennan sama siðferðisbrest, og
máske fleiri; en lítinn vott hafa menn séð
þar til lífernisbetrunai hjá honum til þessa.
Þá tæpir hann enn fremur, maðurinn, á
þvi, að héraðsbúar minir fari margar ferð-
ir suður að Miðhúsum. Þetta er aldrei
nema satt, og engiu ástæða til að draga
dul á það, að ýmsir béraðsbúar leita Odds
læknis Jónssonar í Miðhúsum. Oddur er
kunnur að því að vera góður iæknir, var
læknir hér í Strandasýslu á undan mér, og
er snjallari mér í ýmsum greinum, og er
þvi mjög eðlilegt að hans sé leitað héðan
við og við, þar sem ekki er lengra í milli.
En það væri annars gaman að vita hvað
það hérað heitir, þar sem a 11 i r leita
héraðslæknisins einvörðungu. Þegar
það hérað er fundið, er nógur timi til að
kasta rýrð á mig; fyr ekki. Og ekki er
nema sanngjarnt að getið sé hér þess um
leið, að það ber ekki sjaldan við, að hér-
aðsbúar Odds fá hjá mér meðul og ráð-
leggingar, þvi i sumum greinum þyki eg
honum fremri.
Hér er sannleikurinn sagður afdráttar-
laust.
Með venjulegri orðfimi sinni er Guð-
jóa að böglast við að smeygja seppanafni
á Yíkursveitunga; því að litið er honum
betur við þá en mig. En að þeir menn
eiga ekki hundsheiti skilið, sanna þeir bezt
með þvi, hve ófyigispakir þeir jafuan hafa
reynst Guðjóni. Þaö er óhætt að geíft