Ísafold - 25.07.1908, Page 2

Ísafold - 25.07.1908, Page 2
178 ISAFOLD flokk vinstrimanna, er hann sá það mundi vera byrvænlegt til valda og upphefðar. Hann aflaði landi sínu mikillar ófrægðar, er hann keyrði fram á þingi fyrir nokkrum árum hin al- ræmdu hýðingarlög. Hann var at- hafnamaður mikill, ötull og óvæginn. En að fáu góðu mun hans getið verða í stjórnarsögu Dana né vor ís- lendinga; og væri óskandi, að hans andi svifi sem skemst yfir vötnunum þar né hér. Jón Jensson Og ríkisráðssetan. Kafli úr kunningjabréfi. Þú segist skilja það um hina, þessa sem brugðist hafa málstað stjórnarand- stæðinga í sambandsmálinu. En ekki um Jón Jensson. Því hefðirðu aldrei búist við af honum. En þá get eg sagt þér, að við hérna kunningjar hans skiljum það ofurvel. Okkur er fjarri að gruna hann um græsku. Það kémur okkur ekki í hug fremur en þér. En hitt vitum við, að hann hefir aldrei víðsýnn maður verið. Og í þessu máli sér hann ekkert nema rikisráðssetuna. Um hana hefir hann svo mikið ritað og á henni klifað ár- um saman, að hann er löngu blindur orðinn á alt annað. Hann er eins og maður sem einblínir látlaust á einn og sama blettinn. Hann verður beint ringlaður af því á endanum. Veit hvorki í þennan heim né annan. Nú skilur hann svo Uppkastið, að það leysi íslandsráðgjafann út úr rikis- ráðinu. Þá finst honum alt fengið. Alt annað megi vera eins og vera vill, eða alveg eins og Danir vilja hafa það og Uppkastsmenn eftir þeim, — ráð- gjafinn fyrstur og hinir aftan í honum, allir nema Skúli. Það er í hans aug- um allra meina bót. Lausnin við rík- isráðið er í hans augum sá lífsins steinn, sem gerir alt Uppkastið að skíru gulli. Hann sér þar engan sora framar. Hann sér ekki lævísina þá, að með því að taka undir sig ekki einungis utanríkismál og hervarnir um aldur og æfi, heldur einnig valdið til að meina alþingi að gera íslending- um nokkurn tíma hærra undir höfði en Dönum í atvinnumálum, at- vinnurekstri hér á landi og hér við land, hafa Danir á unnið alt það, er fyrir þeim vakti, er þeir heimtuðu íslenzk mál borin upp í ríkisráðinu. Þá er þeitn enginn akkur í því fram- ar. Þá hafa þeir alt í sínum höndum. um aldur og æfi, alt, sem þeir slægj- ast eftir. Þá er þeim alveg sama, hvorum megin hryggjar liggur sérmála- ráðgjafinn íslenzki. Hann má vera hvort eð vill utan ríkisráðs eða inn- an. Svo blindur er hann (J. f.) í þessu máli, að hann hefir ekki athugað það, að Uppkastið minnist ekki einu orði á ríkisráðssetuna. Islandsráðgjafinn getur með öðrum orðum eftir alt sam- an setið í ríkisráðinu, þótt Uppkastið yrði að lögum. Því er enginn hlutur til fyrirstöðu. Það þarf stjórnarskrárbreyting til þess, að koma honum út úr ríkisráðinu. Þá fyrst, er hún er gengin í gegn, með þar til heyrandi þingrofi m. m., — pá jyrst losnar hanri við ríkisráðið. Og það er vel sennilegt, að Danir amist ekkert við því þá; þeim sé það meinfangalaust, af fyrgreindum ástæð- um. En er þá víst, að Islendingar láti sér svo ant um það ? Ef t. d. ráðgjaf- inn, sem nú er, hefði meiri hluta á þingi, er þar að kæmi, þægt og þjált húskarlaliðið, eins og haft hefir hann undanfarið ? Og svo skyldi hann ekki langa neitt til að láta vísa sér út úr stáss-stofunni dönsku, hafandi setið þar við háborðið mörgum, mörgum árum saman. Hvernig mundi þá fara? Mundi húskarlaliðið fara að gera það honum i móti skapi, að draga hann út þaðan á eyrunum? Eg held nú varla. Og mundi honum svo sem verða skotaskuld úr því, að verja ríkisráðs- setuna áfram all-áheyrilega ? Mundi hann ekki geta sagt: Nú er alveg hættulaust, að eg sitji kyrr, Nú getur enginn hinna dönsku ráð- gjafa slett sér nokkurntíma fram í flutn- ing íslenzkra mála í ríkisráðinu, með því að nú stendur berum orðum í 6. gr. sambandslaganna nýju: »Að öðru leyti ræður hvort landið að fullu öll- um sínum málum ?« lÁður þögðu þeir fyrir náð, gerðu það fyrir mig og konunginn að þegja, til þess að gera ekki íslendinga hvimpna við ríkisráðs- setuna; nú er bundið fyrir munninn á þeim með lögum. — Er þetta ekki svo sem sæmilega á- heyrilegt ? Og svo ætti J. J. að vita meira: það, að kvisast hefir einmitt úr sam- bandsnefndinni, að þetta hafi borist á góma þar eða í Hafnardvöl þeirra fé- laga, og að þeir gangi þess eigi duldir, að þetta, einmitt petta muni vera í ráði, þ. e. að láta íslandsráðgjafann sitja í ríkisráðinu ejtir sem áður, ef alt geng- ur að óskum »húsbóndanum* og hans mönnuml Von er þó J. J. sé »lukkulegur< yfir Uppkastinu, eða hitt heldur! Enn af Galtarholtsfundinnm. Herra ritstjóri! Maður sá, sem hefir sent yður skeyti af því sem gerðist á fundinum í Galtarholti 7. þ. m., hefir leikið yður illa: komið því til leiðar að ósannindi eru á prenti í yðar heiðraða blaði. Frásögn hans af fundarstjórninni, sem yður hefir þótt vissara að prenta með feitasta letrinu yðar, er röng í öll- um atriðum. Þegar fnndurinn hafði staðið í nokkr- ar klukkustundir, las einn fundarmanna upp svolátandi tillögu til ályktunar: Fundurinn krefst þess að gerðar verði hinar ítrustu tilraunir til þess að fá þær breytingar á frumvarpi millilanda- nefndarinnar, að ísland só og verði full- veðja ríki, jafnrótthátt Danmörku. Hann afhenti mér síðan tillöguna og bað um að hún yrði borin undir atkvæði. Á eftir því sem hann hafði lesið upp stóðu þessi orð í svigum: (sórstaklega: að öll mál nema konungs- sambandið verði uppsegjanleg). Þar á eftir komu nöfn 16 kjósenda. Af því að svigagreinin hafði ekki verið lesin upp, hugði eg að ekki væri ætlast til að hún yrði borin undir atkvæði. Eg lót í ijós að öllum þorra þeirra manna, sem viðstaddir voru, mundi ekki vera vauþörf á að íhuga enn þetta vanda- mál áður en þeir legðu dóm á það, en skaut því jafnframt til tillögumanna hvort þeir vildu ekki tilgreina, hverjar breytingar þeir ætluðust til að gerðar yrðu á frumvarpinu til þess að það bæri með sór að Island yrði fullveðja rfki. Mér var svarað, að það væri tekið fram á blaðinu, þ. e. í svigagreininni, og var þannig gefið i skyn, að svigagreinina ætti að bera undir atkvæði líka, enda las eg hana þá upp. Þessa lætur sögumaður yðar ógetið. Tillaga sú, sem upp átti að bera, var alt önnur en bann segir. Nú ber þess að gæta að í nefndar- áliti millilandanefndarinnar er því 1/st yfir af Dana hálfu, að konungssamband eitt, án þess að utanríkismál og hermál fylgi, só ekki til neins að fara fram á. Að breyta frumvarpinu í þá átt að nefnd mál verði uppsegjanleg er því sama sem að girða fyrir að samningar takist. Eg hlaut nú að gera ráð fyrir að einhver ákveðin hugsun lægi í tillögunni, og gerði mér þannig grein fyrir henni: til- lögumenn áJíta að í frumvarpinu felist ekki að ísland verði fullveðja ríki, þeir vilja að það verði fullveðja ríki og þeir vilja sórstaklega hafa það fram með því móti, að engir samningar takist. En hvernig á það að verða nema með al- gerðum skilnaði við Dani ? Eg lót í ljós að eg fengi ekki betur séð en að hór væri í raun og veru farið fram á að fundarmenn greiddu atkvæði með eða móti fullum skilnaði, að það hefði ekki verið tilgangurinn með fundarhaldinu og að menn mundu illa undir það búnir: ef slíkt ætti að fara fram, yrðu menn að kjósa sér annan fundarstjóra. Eg spurðl hvort enginn vildi gera breyting- artillögu, en því var ekki svarað, og fór eg svo ofan af ræðupaliinum, en þá kom til mín maður sá, sem hafði afhent mór tillöguna, og kvaðst taka hana aftur, og fekk eg honum hana. Eg spurði hvort fleiri óskuðu að taka til máls, og gerði þá einn fundarmanna fyrirspurn til ráðherra H. Hafsteins, og er hann hafði svarað henni og fleiri báðu sór ekki hljóðs, var fundinum slitið. Það er því ósatt, sem stendur í blaði yðar, að eg hafi slit- ið fundinum samstundis og útrætt var um tillöguna. Mór er sagt að maður sá, sem afhenti mór tillöguna, hafi síðar beðið um að boriðyrði undir atkvæði, hvort hana skyldi bera upp. Eg hef ekki veitt því eftir- tekt, enda höfðu þá í sömu andránni ýmsir verið að kalla, að engin atkvæða- greiðsla ætti frarn að fara. En fyrst eg heyrði ekki hvað um var heðið, befi eg ekki getað neitað um það, enda er eg mór þess ekki vitandi að hafa gert það. í frásögunni í ísafold er þannig ekk- ert orð satt, auk þess hvaðhún er heimsku- lega sett saman: fuudarstjóri neitaði að bera tillöguna upp, hótaði að segja af sér fundarstjórn, ef það yrði gert (o: tillagan borin upp, sem ekki gat orðið fyr en hann var búinn að segja af sér fundarstjórn, úr því hann vildi ekki bera upp tillöguna sjálfur). Eg gat þess áðan að eg hefði helzt þózt fá það út úr tillögunni, þegar eg las hana á fundinum, að verið væri að fara fram á skilnað við Dani. En það er nú varla svo vel, að það sé hugsunin. Það er víst ekki hægt að fá út úr henni rétta hugsun. Það er farið fram á þær breytingar á frumvarpinu, að ísland só (sic) og verði fullveðja ríki, sórstaklega svo lagaðar breytingar — að frumvarpið geti ekki orðið a ð 1 ö g u m. Eins og fundarstjóra getur nú ekki verið skylt að bera upp tillögu ósæmi- legs efnis, eins verður ekki af honum heimtað, að hann láti hafa sig til að gabba fundarmenn með því að láta þá vera að skipa sér með og móti vanhugs- uðum óskapnaði, sem hann veit að þeir g e t a ekki botnað neitt i. Eg skal geta þess, að eftir að búið var að afhenda mór tillöguna, kom til mín einn af þeim sem undir hana voru skrifaðir og bað um að nafn sitt yrði strikað út. Annar þeirra lót í ljós við mig eftir fundinn að sér hefði þótt vænt um fyrir sitt leyti, að tillagan var ekki borin upp. Eg byst við að fleirum af þeim, sem lóð hafa nafn sitt undir hana án þess að íhuga hvað í henni lægi eða hvort nokkurt vit væri í henni, muni nú, er þeir sjá hana í nekt sinni, standa á sama þótt hún hefði horfið úr sögunni án þess að komast í annála. Eg hefði heldur ekki farið að halda henni á loft, ef fregnriti ísafoldar hefði ekki neytt mig til þess. Arnarholti 19. júlí 1908. Sigurður Þórðarson. Tíðindamaður ísafoldar, sá sem blöð- unum sendi skeytið, er ekki í bænum sem stendur og er því ekki kostur á að fá athugasemdir hans eða mótmæli gegn þessu skrifi sýslumanns, en aðrir menn sem á fundinum voru, segja söguna eins og skýrt hefir verið frá henni í ísafold og öðrum blöðum, og er það mjög öf- ugt við frásögu sýslumannns; og ber þeim sórstakiega öllum saman um, að sýslumaður neitaði berlega að bera það undir fundinn, hvort tillöguna skyldi bera upp eða ekki, og að það var ein- mitt þá fyrst, sem hann sagðist segja af sér og skipaði að kjósa annan fundar- stjóra. Sýslumaður ber það ekki af sér, að hann hafi neitað að bera upp tillöguna sjálfa. Þetta er aðalatriðið, og með því stendur í rauninni eða fellur málstaður hans sem fundarstjóra. Um önnur at- riði er frásögn hans ekki þeim mun sennilegri en hinna fundarmannanna, að ástæða virðist til að taka hana trúan- legri en þeirra, sórstaklega þar sem hann er hér dómari í sjálfs sín sök. Meðal fundarmanna í Galtarholti var hr. Sigurður Hjörleifsson, rit- stjóri Norðurlands, og ber frásögn hans í nýkomnu blaði Nl. 18. mán. alveg saman við það, sem tíðindamaður vor skýrði frá, en e k k i við frásögn sýslu- manns. Hún er á þessa leið: »Þessa tillögu (áður marg-auglýsta) n e i t a ð i fundarstjóri að bera upp, og sömuleiðis sinti hann ekki áskorunum um að láta fundinn ráða því, hvort ganga skyldi til atkvæða, en sleit fundi von bráðara. Óhætt mun þó að fullyrða, að tillagan hefði verið samþykt með veru- legum meiri hJuta, ef til atkvæða hefði verið gengið«. Þeytingurinn. Fyrra dag snemma lagði hann á stað héðan á vélarbát upp 1 Borgar- nes, »húsbóndinn« þeirra eða ráð- gjafinn okkar öðru nafni. Hestasveinn- inn mun hafa átt að taka hann þar og þeysa með hann norður að Sveins- stöðum, til þess að prédika fyrir fólk- inu þar á morgun. Húnvetningar höfðu fyrir löngu stofnað til þing- málafundar þar þann dag. Þaðan ætlar hann þá líklega norður i Eyjafjörð, og fara um Skagafjörðinn um leið í sömu erindum sem um önnur kjör- dæmi landsins. Heyrst hafði hann ennfremur nefna Dalina, er hann var að skrafa um ferðaáætlun sína morg- uninn sem hann lagði á stað. En hvort hann stendur við það, sýnir tíminn og reynslan. Það er eins og hann sé farinn að hlífast við að nota dönsku herskipin til að skutla sér landsenda í milli í Uppkasts-gyllingar-erindum. Þykir er til vill forsjálla, að trana ekki um of dönsku valdstólunum framan í þjóðina. Hann hafði farið klyfjaður nýjum flogritum, prentuðum nóttina áður. Undirtektirnar. Vestur á Snæfellsnesi hafa enn verið haldnir þingmálafundir um sambandsmálið. Fyrst á Staðastað 19. júlí. Þar komu 22 kjósendur, að ísafold er skrifað, allir einhuga hlyntir breyting- um á Uppkastinu, samkvæmt yfirlýs- ingum þeirra, þótt ekki væri beint til atkvæða gengið; það þótti ekki við eiga vegna þess, að margir hinir sömu höfðu greitt atkvæði með breytingum á Búðafundinum 9. júlí. »Margir Stað- sveitungar í ferðum. Þar eru í mesta lagi 3 eða 4 kjósendur, sem vegna ótta eða þá af þægð vilja hanga frumvarpinu óbreyttu*. Tveim dögum síðar, 21. júlí, var þingmálafundur haldinn að Arnarstapa í Breiðavík, eftir fundarboði frá síra Sigurði prófasti Gunnarssyni, þing- mannsefni sjálfstæðismanna. Þar talaði hann fyrstur gegn Upp- kastinu, og því næst Einar Þorkels- son landskjalaritari i Reykjavik, en með því settur sýslum. Guðm. Eggerz og Bjarni bóndi Jónsson frá Knerri. Þessi tillaga var borin upp og sam- þykt með 21 atkv. gegn 2: Fundurinn telur nauðsyn á, að gerðar verði breytingar á frum- varpi sambandslaganefndarinnar, í þá átt, að tryggja landinu full- veldi yfir öllum sínum málum. Guðm. Eggerz var sendur hingað út á nesið til að kristna lýðinn, bæt- ir tíðindamaður ísafoldar við. Hann fer dagfari og náttfari; og virðist sum- um, sem einhver óskiljanlegur ótti reki á eftir honum. Mörgum þykir hann grannur og gelgjulegur andlega og efnislega, enda að litlu höfð orð hans, og fer því bónleiður um hérað. Frá ^Akureyri barst ísafold í gær- kveldi svolátandi talskeyti: Hér flutti í gærkveldi Bjarni Jóns- son frá Vogi erindi um sambands- málið og mæltist prýðisvel. Að því loknu hófust umræður um málið miklar og ákafar, og töluðu þeir með Uppkastinu af miklum móði Stefán kennari, Jón Þorláksson verkfræðingur og Guðl. Guðmundsson. Loks var fundarstjóra aflient svolátandi tillaga, undirskrifuð af 15 kjósendum: Fundurinn lýsir yfir þvi, að hann vill ekki ganga að sam- bandsnefndarfrumvarpinu nema á því séu gerðar gagngerðar breytingar, er kveði skýrara á um fullveldi landsins. Fundarsalurinn var fullur af fólki, og var mikill rómur gerður að til- lögunni. En þá tóku stjórnarmenn það ráð, að þeir gerðu hark og háreysti svo mikið, að alt ætlaði að verða í upp- námi, engri fundarstjórn varð við komið og hröklaðist fjöldi manna af fundi. En er loks tókst að koma á stjórn aftur, og henni alls ónógri þó, töldust 28 atkv. með tillögunni og 42 á móti. Þar næst var borin upp önnur tillaga, um að veita Uppkastinu fylgi, og var samþykt með sama at- kvæðamun eða líkum. Þá var komið fram á nótt og fjöldi manna genginn af fundi, einkum verkamenn, er ganga skyldi til vinnu snemma morguns daginn eftir. Þeir keppa um þingmensku í Stranda- sýslu Ari Jónsson ritstjóri og Guðjón Guðlaugsson. Þeir töluðu á þingmála- fundi í tÁrnesi sunnud. 19. þ. m. Þar var samþykt með öllum þorra atkv. svofeld tillaga; Fundurinn krefst þess, að gerðar séu hinar ítrustu tilraunir til að fá þær breytingar á sambands- nefndarfrumvarpinu, að ísland sé og verði fullveðja ríki, jafnrétt- hátt Danmörku, og að öll mál nema konungssambandið verði uppsegjanleg, sérstaklega að Dön- um veitist ekki jafngreiður að- gangur að auðsuppsprettum ís- lands og frunivarpið fer fram á. Þeir ætla að hafa tvo fundi enn, þingmannaefnin þessi, annan á morgun að Heydalsá íTungusveit, hinn sunnud. 2. ágúst að Prestbakka í Hrútafirði. Bragð or að þá — Ein hótunargrýlan, sem notuð hefir verið af Uppkastsliðinu, með höfðingja þess i broddi fylkingar, er afstaða ann- arra ríkja við sambandsmálinu. Vér mundum missa allan samhug þeirra, ef vér gengum ekki að Uppkastinu, segja þeir. Vitanlega hafa þeir ekki getað borið fyrir sig ummæli nokkurs manns, sem við er riðinn nokkura landstjórn nokk- ursstaðar í heiminum utan Danmerkur. Og þó — þó er ófeilnin svo mikil, að þeir fullyrða, að öll heimsins ríki hér um bil muni kippa af oss hend- inifi og verða oss mótdræg, ef vér látum ekki reka oss í innlimunarkvína orðalaust, eftir skipun »húsbóndans«. Hvað hafa þeir þá fyrir sig að bera ? Einhver utanríkis-ö/öd. En eru pau þá sama sem stjórn- endur ríkjanna? Nei. Ekki alveg. Og hvað er þá um blaðatilvitnan- irnar að segja ? Þetta, sem hefir verið margsagt áður í þessu blaði, að það lítið sem þau hafa látið til sin heyra, þá er það nær undantekningarlaust ekkert annað en innblástur frá Khöfn, frá sambands- nefndinni handgengnum mönnum þar, ef ekki beint frá henni sjálfri, hinum dönsku nefndarmönnum. Hér var nýlega getið um klausu í 7imes, heimsins frægasta blaði, þar sem var beinlínis tekið fram, að það sem oss stæði til boða eftir Uppkast- inu væri aukin heimastjórn og annað ekki. Höfundur þessa pistíls, dansk- ur blaðamaður handgenginn nefndar- formanninum, yfirráðgjafanum danska, hafði verið svo hreinskilinn þá, að segja eins og er. Hitt er öllum minnisstætt, sem skýrt hefir verið frá nýlega í þessu blaði, að greinin í Hamborgar-blaðinu með nafni J. C. Poestions undir, sem »húsbóndinn« hefir verið að hampa framan í kjósendur hér á þingmála- fundum á þeytingi sínum um kjör- dæmi landsins, hún er hvorki meira né minna en — Jölsuð! Það er eins og tekið hefir verið fram áður í þessu blaði, að stórþjóða- blöðin vita engan skapaðan hlut um ísland eða að minsta kosti um íslenzk stjórnarmál. Þau hirða fyrir náð það sem að þeim er rétt í pistlum frá mönnum í »móðurlandinu«. Það er alt og sumt. Þar er enga sjálfstæða þekking né sjálfstæða hlutdeild um að tefla. Og þegar maður ætlar sér að rita í þau af sjálfstæðri þekking, fara með satt mál og rétt, eins og slíkur maður sem J. C. Poestion, þá er hans ritgerð fölsuð, — liklegast eftir inn- blæstri frá Khöfn, að undangengnum bréfaskriftum þar í milli og ritstjórnar Hamborgar-blaðsins. Það eru Norðmenn einir, sem um oss rita og mál vort af þekkingu, bæði þekkingu og samhug. Símfréttin frá í gær er enn dæmi af því. Það er mikið merkur stjórnmála- rithöfundur norskur, Voss málfærslu- maður, sem ritað hefir í Dagblaðið í Kristjaníu, eitthvert helzta blað Norð- manna, og kveðið upp úr um það afdráttarlaust, að Uppkastið feli í sér sjáljstceðis-ajsal aj vorri hendi. Og hraðfréttin flytur meiri tíðindi en það. Hún flytur þau tíðindi, að vandað og merkt vinstrimannablað í Dan- mörku, Jydsk Morgenblad, samsinnir pessari kenningu Norðmannsins. Bragð er að þá barnið finnur. Nú eru þá dönsk blöð farin að sjá og skilja og kveða upp úr um það, um þatin sannleika, þau háskalegu sann- indi oss til handa, sem allmikill hóp- ur íslenzkra stjórnmálamanna þrætir fyrir og rær að öllum árum að varna þjóðinni að sjá 1 Þvernauðugir og grátandi létu lands- höfðingjarnir undan útlendu innlim- unarvaldi á Kópavogsfundinum, út- lendu hervaldi, tneira að segja. Hvað gera landshöfðingjar vorir nú ? Samanburðurinn sá er blátt áfram — grátlegur!

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.