Ísafold - 25.07.1908, Side 3

Ísafold - 25.07.1908, Side 3
ISAFOLD 119 Mestu úr að vel ja! Kvenregnkápur frá io kr. Svuntuefni, margar fallegar tegundir. Silkisvuntur, margar nýjar, Ijómandi tegundir. Kvenslifsi, yndisleg frá 2—3 kr. Lífstykki 0,95—3,90. Sængurdukur, fiðurheldur, tvíbreiður frá 0,90. RÚmteppi, hvít og mislit kr. 2,50—3,95. Drengjaföt frá 3,60, allar stærðir, haldgott efni; 450 klæðnaðir fyrir- . liggjandi. Áður en þér skoðið sams konar vörur annarstaðar, ættuð þér að líta á þær í Brauns verzlun Hamborg* Aðalstræti 9. Talsími 41. Yelsæmis-skjöðurnar. Einhverjar reykvískar kaifikerlingar, sumar í pilsi og sumar í buxum, kváðu hafa fárast töluvert út af því, að »hús- bóndinn* var nefndur hér í bláðinu um daginn bæði rápherra og þeyti- spjald. Tala um, að það gangi of nærri velsæmi, að tala ekki virðulegar en það um landsins æðsta höfðingja, næstan hátigninni. ísafold mundi, ef hún ætti orðastað við velsæmis-skjóður þær, vilja minna þær á tvent. Annað er það, að virðing og við- höfn hlýtur að fara og á að fara mest eftir því, fyrir hve miklu af þeirri vöru maðurinn vinnur, sem hana á að þiggja. Geri landsins æðsti embættis- maður sig að óvöldum ferðalang, sem þeysir hérað úr héraði í kjörfylgis- undirróðurs-erindum fyrir sjálfan sig og sína menn, landið af enda og á, og það þjóðinni til óþurftar meira að segja, að mætra manna dómi, í stað þess að vinna að sínu embætti, þessu sem hann fær fyrir 40 kr. á dag að þjóna, — þá er vissulega engin ósvinna að kenna hann við ráp eða þeyti- spjald. Hitt er það, að þetta er sami mað- urinn, sem lét sitt eigineignar-málgagn, Sannsöglina alræmdu, svívirða af öll- um mætti ýmsa landsins heiðvirðustu menn almúgastéttar, eftir Bændafund- inn 1905, klina á þá smánarlegum uppnefnum og þar fram eftir götun- um, menn, sem eru upp og niður hans jafnokar að manngildi, fyrir það eitt, að þeirsýndu þá föðurlandsást og höfðu þá mannrænu í sér, að mótmælaritsímagjör- ræðinu og reyna að forða þjóðinni við þeirri óhæfilegri og allsendis óþarfri á- lögubyrði, sem áhenni lendir fyrir farg- anið það. Það er enn fremur sami maðurinn, sem lét sér svo vel líka »mannasaurs- greinin« í sama málgagni eftir kon- ungsförina í fyrra, að hann var með ritstjóranum í samsætisfagnaði fám dögum eftir, þar sem drukkið var minni hans með miklum virktum. Vér biðjum ennfremur velsæmis- skjóðurnar að reyna að gera sér tvent annað i hugarlund, ef þær þekkja svo vel til. Fyrst það, hvað blöð, sem stæði fast á sjálfs síns sóma, mundu segja um þennan mann, eins og hann hefir hagað sér, ef hann væri jafn-hátt sett- ur í einhverju öðru siðuðu landí, þar sem landstjórninni hefir ekki verið kom- ið upp á að vera þolað hvert gerræð- is-farganið á fætur öðru. Og hitt er það, hvað hér mundi vera sagt um svona mann, annan en þann, sem væri ráðgjafi. Ráðgjafa-nafnið er áreiðanlega ekki réttur mælikvarði á nokkurn mann- gildisdóm. Mannalát. Miðvikudag 3. júní andaðist að heimili sínu Hindisvik á Vatnsnesi merkisbóndinn Jóhannes Sigurðsson,tæ\>-> lega 53 ára að aldri. Bæði faðir hans og afi höfðu búið á undan honum í Hindisvík, annálaðir atorkumenn til sjós og lands. Eigi var þó Jóhannes heit. siztur þeirra, enda gerðist hann þegar innan tvítugsaldurs formaður hjá föður sinum og var það lengi síðan, meðan sjór var sóttur á Vatns- nesi. Miklu færri en vildu gátu róið hjá honum; svo mikilla vinsælda og trausts naut hann jafnan. — Ábýlis- jörð hans Hindisvík var áður hálf klausturjörð og hálf kirkjujörð. Klaust- urpartinn keypti hann fyrir nokkrum árurn og hafði nú í hyggju að kaupa hinn. Jörðina bætti hann mjög með girðingum og túnsléttun og jók varpið, sem tilheyrir jörðinni. Timburhús hafði hann látið gjöra í stað gamallar bæjarbyggingar. Við sveitarstörf var hann talsvert riðinn um tima, og iýsti það sér þá jafnan, hvað réttsýnn maður hann var og vandaður. Hann barðist mjög fyrir því síðari árin, að sigling kæmist á Lambhúsvik, löggiltan verzl- unarstað hér á nesinu, þótt það hafi ekki tekist enn þá, sem við þökkum dugnaði(!) þingmanna okkar og lip- urð(l) Samein. félagsins. Sjálfur hafði Jóhannes heit. leyst borgarabréf og hafði stundum lítilsháttar sveitaverzlun. Við Vatnsnesingar megum sakna Jóhannesar fyrir margra hluta sakir, en framar öllu fyrir það, hvað við eigum þar á bak að sjá falslausum, einlægum og ágætum dreng, sem hvarvetna kom fram til góðs og ekki mátti vamm sitt vita. Við söknum þessa vinar okkar, sem alt af gat gert okkur létt i skapi með sinu glaða og vingjarnlega viðmód; en eiukanlega sakna hans heimilið og ástvinirnir, sem mistu þar hjartfólgnasta vininn sinn. Jóhannes var kvæntur Helgu Björns- dóttur, ættaðri úr Vatnsdal, honum samhentri myndarkonu. Þau áttu 4 syni, tvo sem gengið hafa skólaveg- inn: Sigurður, útskrifaður i fyrra vor, og Jón, i 6. bekk Mentaskólans. Guðmundur og Jóhannes eru yngri heima. Jarðarför Jóhannesar heitins fór fram föstud. 19. júní og var þar fjölmenni mikið saman komið, enda var Jóhannes víða þektur og hvar- vetna að öllu góðu. Vatnsnesingur. Hmn 21. f. mán. andaðist snögg- lega úr lungnabólgu Magnús Erlends- son, bóndi í Gröf i Hrunamannahreppi, atorkumaður og drengur góður. Dáin er í Khöfn nýlega hálfníræð að aldri sýslumannsekkja frú I n g i - björg. Schulesen, ekkja Sig- fúsar Schulesen (Skúlasonar), sýslum. i Þingeyjarsýslu (+ 1862), en dóttir Óla Sandholts kaupmanns í Reykja- vík og systir þeirra Árna og Bjarna Sandholts kaupmanna, sem dánir eru fyrir 30—40 árum, svo og frú Ásu Clausen etazráðs. Tveir synir þeirra hjóna, Hans Árni og Óli Theódór, dóu uppkomnir. En dóttir þeirra lifir, Fanny, ógift, i Khöfn. Þriðja son átti hún við Gísla Magnússyni skólakennara, Arna Beintein, er varð stúdent og lézt í Khöfn fyrir n ár- um, nær þrítugur, efnistnaður. Erl. ritsímafréttir ti) ísafoldar. Khöfn 24. júlí kl. 10 */4 árd. Alberti. Alberti fallinn. Falliéres. Falliéres Frakklandsforseti mí á ferð i Khöfn. Sambandsmálið. Advokat Voss í Dagblaðinu telur frum- varpið vera sjálfstœðisafsal. Jydsk Morgenblad samsinnir því. Þing'maiinsefni fyrir Reykjavík af hendi sjálfstæðis- manna voru tilnefnd á þar til kvödd- um fundi i Báruhúsinu i fyrra kveld. Atkvæði, skrifleg, lentu á þessum þremur: dr. Jóni Þorkelssyni lands- skjalaverði, Magnúsi Arnbjarnarsyni cand. jur. og Magnúsi Blöndahl verk- smiðjustjóra. Þeirra reyndist eftir á M. Á. ófáanlegur, og verða því hin 2 þingmannsefni sjálfstæðismanna í þessu kjördæmi. Nokkurir aðrir voru til nefndir á undan atkvæðagreiðslu, en þeir höfðu sumir ráðið sig annarsstaðar og aðrir færðust undan af öðrum ástæðum, — einum, Þórði J. Thoroddsen banka gjaldkera, sem var manna líklegastur til kjörfylgis hér, b a n n a ð að fara á þing, öðru vísi en að sleppa stöðu sinni! Kúgunar-frumvarpið. Hálfáttræður karl undir Jökli skrifar hingað ættingja sínum 21. þ. m.: — Eg er staddur hér í dag ásamt öllum alþingiskjósendum hreppsins á stjórnmáíafundi, til þess að andmæla og fella frá okkar hálfu millilanda- kúgunar-frumvarpið dansk-íslenzka. Veðrátta vikuna frá 19. júlí til 25. júlí 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. s 10.7 12.0 15.8 13.6 9.6 10.1 M 10.2 11.8 14.3 12.0 14.5 10.0 Þ 11.5 15.0 14.4 14.0 9.2 11.0 M 11.1 13.9 13.4 11.5 10.8 11.3 F 119 12.6 10.3 10.7 9.4 11.6 E 12.2 10.4 10.0 7.6 11.6 11.0 L 12.4 9.9 10.0 9.2 8.4 11.2 Til hvorrar handar víkja skal. (Fyrirspurn). Af þvl að svo margir af þeim, sem ferðast eftir akbrautunum, eru í óvissu um, til hvorrar handar ber að víkja þegar menn mætast á veginum, hæði með vagn, lestir og eins lausríðandi, þá vil eg hiðja yður, heiðraði ritstjóri Isafoldar, að gefa skýrt svar hessu viðvlkjandi, mönnum til Jeiðbeiningar. Ferðamaður. Svar: Vegalögin nýju, frá 22. nóv. 1907, fyrirskipa greinilega um það, sem hér segir i 56. gr. þeirra: »Vegfarendur, hvort heldur eru gangandi, riðandi eða á vagui eða bjólum, skulu, þá er þeir mæta einhverjum, eða einhver vill komast fram fyrir þá, halda sér og gripnm slnurn á vinstri helming vegarins eingöngu«. Gufuskipin. Sterling (Em. Nielsen) fór héðan til útlanda 23. þ. m. með yfir 50 farþega, flest útl. feroamenn, einkum þýzka. Ennfremur stórkaupm. Lefolii og Chr. Fr. Nielsen, sira Bj. Hjaltested, Sig- fús Einarsson söngskáid, Berthelsen dansara, Þórh. Daníekson verzlunarstj. úr Horna- firði og hans frú, m. fl. A-Skaftafellssýslu 12. júli: Tíðar- far hér hefur mátt kalla afbragðsgott alt vorið; skepnuhöld góð, en grasvöxtur naum- ast að því skapi; þó eru menn nú að hyrja slátt, og er þao með fyrsta móti, þvi nú er jörð sem óðast að spretta. Viða er hér hk\i-kvillasamt á marga lund og taugaveiki stungið sér niður í tveimur stöðum, í Hólum og í Höfn, einn maður á hvorum hæ. Þorleifur hreppstjóri í Hólum hefir legið i henni siðan fyrir miðjan júnimán., en er nú, sem hetur fer, i afturhata. Alls enginn vafi leikur á því, að hann nái kosningu til þings fyrir næsta kjörtimabil, og gleöur það bæði mig og aðra, sem unna frelsi og framförum föður- landsins; þvi þeir eru alt of margir, sem elska myrkrið meira en ijósið, eða fjötrana meir en frelsi og framfarir. — En þeim piltum eyðir dauðinn og timinn smátt og smátt, og vonandi gefur aðra i staðinn, sem unna þvi frjálsa og góða; vaxandi mentun og mentaþrá bendir óefað í þá átt. Við Austur-Skaftfellingar héldum hér þjóðminningardag þann 17. júni (fæðingar- dag Jóns Sigurðssonar); hann mátti kalla vel sóttan og menn komu úr öllum hrepp- um sýslunnar. Skemtanir voru margs konar: Fyrst veðreiðar til verðlauna. Fyrstu verð- laun fyrir skeið hlaut hestur verzlunar- stjóra Þórhalls Danielssonar i Höfn; og fyrstu verðlaun fyrir stökk hlaut 3—4 ára foli, sem Einar Þorleifsson á Meðalfelli á. Svo var glímt til verðlauna; aflraun á kaðli, stökk, hlaup og margt fleira. Ræður voru og haldnar. Sira Benedikt Eyólfsson i Bjarnanesi setti samkomuna með laglega orðaðri ræðu og lýsti þar tilgangi svona lagaðra mannfunda og hve mikið þeir efldu félagsskap og framfarir hvar í heimi sem væri. Sira Pétur talaði fyrir minni kon- ungs, Þórhallur Danlelsson fyrir minni Is- lands, sem kom næst eftir samkomuræðuna; Sigurður Arngrímsson í Höfn fyrir minni Jóns Sigurðssonar, síra Benedikt minni Austur-Skaftafellss., og síðast og hezt (að minu áliti) talaði Þórarinn Sigurðsson odd- viti i Stórulág fyrir minni kvenna. Kvæði voru og ort: fyrir minni íslands og Jóns Sigurðssonar eftir Eymund Jóns- son í Dilksnesi, og fleiri. Fyrir minni Hornafjarðar (mjög gott kvæði) eftir Hjalta Jónsson i Hoffelli. Dagurinn var fremur kaldur, og fengu margir kvef; en það borgaði sig vel, þvi skemtanirnar veru öllum vonum hetri. Og blái fáninn blakti á fundarhúsi okkar Nesja- manna allan daginn og fálkinn yfir inn- ganginum. Samkomustaðurinn var prýði- lega úthúinn, og allur völlurinn umgirtur rauðum, hvítum og bláum borða, og ekki neitt sparað, hvorki fyrirhöfn né kostnað- ur, svo að alt gæti verið i góðu lagi. Eitt vantaði tilfinnanlega; það var Þorleifur hreppstjóri i Hólum. Hér eru menn þegar farnir að hlakka til 17. júní n. á. Ekki þóknast þvi Sameinaða að láta skip sin koma hér á ósinn, og er hann þó við sama og hann hefir verið 40 ár siðan er eg kyntist honum. Kartöfluí, Laukur fæst í Liverpool. Ostar 03 Pylsur bezt kaup í Liverpool. Hey til sölu! taða og stör. Menn snúi sér til Signrðar Jónssonar, Görðum í Reykjavík. Umboð Undirskrifaður tekur að sér að kaupa útlendar vörur og selja ísl. vörur gegn rnjög sanngjörnum usnboðslaunum. G. Sch. Thorsteinsson. Peder Skramsgade 17. Kjöbenhavn. Hotel Dannevirke i Grundtvigs Hus Studiestrœde 38 yed Raadhuspladsen, Köben- havn. — 80 herbergi með 180 rúmum á 1 kr. 60 a. til 2 kr. fyrir rúmið með ljósi og hita. Lyfti- vél. rafmagnslý8ing, miðstöðvarhitnn, bað, góður matur. Talsimi H 960. Virðingarfylst Peter Peiter. Norges Handelskalender. Útgefandi S. M. Bryde. Þessi góðkunna bók gefur upplýs- ingar um alt, sem menn óska að fá vitneskju um i Noregi, verzlun, iðnað, landbúnað og ótal margt fleira. Afar- nauðsynleg öllum, sem einhver við- skifti hafa eða vilja hafa við Noreg. Til i 5 . á g ú s t tekur Sveinn mála- flutningsmaður Björnsson við auglýs- ingum í bókina og pöntunum á næstu útgáfu. Agætur OSTUR frá Hvanneyri fæst keyptur á Rauðará. Vilhjdlmur Bjarnarson. Ribet heitir ný tegund af súkkulaði sem fæst í Liverpool. Böggull sem inniheldur súkkulaði, sykur og mjólk er efni í 2 bolla, og kostar aðeins 8 aura. Efnið hrærist út i vatni og er svo brugðið yfir eld; er þá strax tilbúið ágætt súkkulaði. S m j ö r írá Olafsdal nýkomið. Selt á Laugaveg 11. f£)avió (Bsílunó prédikar í Betel á suntiudag kl. 6*/j. Allir velkomnir. Regnkápur með nýjasta sniði úr agætu efni, nýkomnar í Klæðaverzlunina Liverpool. 156 157 160 158 • oo hann að hlusta á ? Átti það aidrei að breytaBt? Oft var það líka, að hún sagði hou- um sögur. Og etundum þegar frásögn- in stóð sem hæst, var eins og móða rynni af audlitinu og svipurinu yrði skær og hreinn, og þá gat hann sagt margt svo yndislega fallegfc og gáfu- legt. Manni með fullu viti hefði aldrei getað dottið annað eins í hug. Bn meira þurfti ekki til að Ingiríði tæki að vaxa hugur, og nú var viðleitnin mikla byrjuð af nýju.--------- f>að var eitfc kvöld í rökkrinu; tungl- ið var að koma upp. Snjór var á jörðu, fannkyngi mikil. Og ís lá á vatniuu, grár og gljáandi. Trén voru dökkbrún, og himininn logarauður, því að sólin var að setjast. iDgiríður var á leið niður að vatninu; húu æfclaði á skauta. Hiiu gekk mjó- an traðk. sem var kominn í snjóinn. Gunnar Hede gekk á eftir henni. J>að var eins og hann ætti ekki áð sér að ganga svona, eins og hann væri færð- ur undir olnboga. Þeim, sem hefðu séð hann, mundi hafa dottið í hug hundur, sem fylgir húsbónda sínum. Ingiríður var þreytuleg á svip. Glampinn var enginn í augunum og hún var föl og bleik í andliti. Á leiðinni var hún að hugsa um, hvort dagurinn, sem nú væri að slokna úfc af, væri ánægður með sjálfan sig. Hvort það væri af fögnuði, að hann léti sólarlagið vera svona fagurt og veBturloftið alt skína í svona logarauðu röðulflóði. Hún vissi, að h ú n gat ekki kynt neitt fagnaðarblys í dag. Og ekki heldur aðra daga. Nú var liðinn mán- uður síðan, er hún þekti aftur Guun- ar Hede, og allan þann tíma hafði hún ekkert unnið á. Og nú í dag var hún gagntekin af ótta. Henni fanst hún geta Iagt alla ást sína i sölurnar fyrir þetta. J>að lá við hún gleymdi alveg stúdentinum; svo var hún sokkin niður í hugsanir um sjúklinginn. Allur leikur, alt sem fagurt var og lóttbærfc og auðfengið, var horfið úr ást hennar. Og hún var ekki annað nú orðið en þung og beisk alvara. ait þekti hann. lngiríði sá hann ekki, hún var á skautum langt úti á vatni. Nú rann í brjóstið á Gunnar Hede. Ekki svefn. Nei, ró og friður rann í brjóst honum. Sú ein ró, sem býr í heimahögunum og annarstaðar er ekki að leita. Hann teygaði óttaleys- ið og öruggleikann eins og svaladrykk, andaði að sér sælunni eins og nýju og hreinu loffci, og laugaði sig í unaðar- blæ, sem um hanu lék. Og alt kom þetta frá hólmanum litla í vatninu. Kom og bældi niður óróleikann í sál hans, sem bvaldi hann og pínði jafnt og þétt. Hann hélt alt af, að hann ætti óvini alt í kring um sig, og var alt af búinn að verja sig. Árum saman hafði ekki runnið á hann sú ró í vöbu, að hann gleymdi sér alveg. En nú kom hún. Gunnar Hede sat þarna á steinin- um og hugsaði ekki um nokkurn skap- aðan hlut. Hann hreyfði sig ofurlítið til, alveg ósjálfrátt, eins og sá einn maður getur gert, sem þekkir sig bezt þar sem hann er staddur, er þar á róttri hillu. Hann litaðist um: ísinn cenusléttur og gljáandi fyrir framau morgni til kvölds tum í herbergi jóm- frú Stöfu, bara til að fá að heyra hana leika á fiðlu eða gítar stutta stund úr degi. Henni fanst, að það yrði stórmik- ill vinningur, ef hún gæti fengið af honum að koma inn i einhverja stof- una. En það var ekki að nefna. Hún lokaði sig inni og sagði, að nú spilaði hún ekki oftar, nema haun bæmi inn. J>egar hún hafði haldið kyrru fyrir svo sem tvo daga og aldrei komið út, þá tók hann að búast til ferðar, svo að hún varð að láta undan. Hann hafði stórmiklar mætur ó Ingiríði, mat hana langmest allra manna. En hann gat ekki látiðhana bera með sér neinn hluta af byrði hræðslunnar. Hún bað hann að hætta að vera í kufiinum og fara að ganga í almennileg- um frakka. Hann var undir eins fús á það, en daginn eftir var hann kom- inn í kuflinn aftur. f>á fal hún hann fyrir honum. Ekki tjáði það, því að rétt á eftir var hann komiun í kufl af vinnumanninum. |>á var hon- um aftur fenginn sinn kufl.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.