Ísafold - 30.09.1908, Side 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisTar i
viku. Verð Arg. (80 arkir minst) 4 kr., er-
lendis 5 kr. eda 1 */* dollar; borgist fyrir
mibjan júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD
Uppsögn (skrifleg) bundin viö Aramót. er
óffild nema komin só til útgefanda fyrir
1. okt. og kaupandi skuldlaas viö blaöiö.
Afgreibsla: Austurstræti 8.
XXXV. árg.
Reykjavík miðvikudaginn 30. sept. 1908.
61. tölublað
i. o. o. f. 891028y2.__________________
Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—8 i spítal
Korngripasafn opib A mvd. og ld. 11—12.
Illutabankinn opinn 10—21/* og 51/*—7.
K. F. U. M. Lestrar- og skriístofa frá 8 Ard. til
10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 l/« síöd.
Landakotakirkja. Gubsþi.91/* og 6 A helgidögum.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6.
Landsbankinn 101/*—21/*. P-c.kastjórn við 12—1.
Landsbókasafn 12—3 og 2 -eJ.
Landsskjalasafnið A þi a., fmd. og Id. 12—1.
Lækning ók. I læknask. þrd. og fsd. 11—12.
NAttúragnpaaaui A sd. 2—3.
Tannlrekning ók. i rósthúsatr. 14. l.og3.md. 11-
Faxaflöabáturinn íngölfur
fer til
Borgarness okt. 2., 9.
Keflavíkur okt. 12., 26.
Garðs okt. 12., 26.
Ógoldin orgelgjöld til dóm-
kirkjunnar fyrir árið 1907 verða tekin
lö£[taki, ef þau eru ekki greidd til
Kristjáns Þorgrímssonar, innheimtu-
manns þeirra, innan 14 daga.
Fyrir hönd sóknarnefndar
K. Zimsen.
á Kjalarnesi fæst til
kaups eða ábúðar.
Semja skal við und-
irritaðan. Reykjavík 24. sept. 190S.
Björn Kristjánsson.
Alberti- hneykslið.
Mesti stórþjófur Danaveldis
æðsti vörður danskrar
réttvisi sjö ár.
Margt stórmenni annað
fær skell, jafnvel
Friðrik konungur?
Yfirráðgj., J. C. Christensen,
vill hanga í emhætti áfram,
en fær ekki.
Tíðindin kastað
mikilli rýrð á Dani
um allan heim.
Kaupmannahöfn 19. sept.
I.
Alberti selur sig í hendur réttvisinni.
Fyrir ellefu dögum, 8. þ. mán., gerð-
ust þau tíðindi hér í bæ, er lengi
munu í minnum höfð, tíðindi, er
annálar Danmerkur munu skipa á bekk
með Strúense-hneykslinu og öðrum
stórhneykslum sögunnar.
Að aflíðandi hádegi þann dag
streymdi múgur og margmenni niður
að Tollbúð. Þangað var von tveggja
hátigna, Alexöndru Bretadrotningar og
Dagmarar keisarafrúar hinnar rúss-
nesku. Stórhöfðingjar landsins, ráð-
gjafar og aðrir hinir helztu menn þjóð-
kunnir fóru og til að fagna þeirn tignu
gestum.
Eins var þó vant í þann hóp, sem
átti ekki að sér að draga sig í hlé, er
svo bar undir.
Það var Alberti geheimekonferenz-
ráð.
En allir hlutir eiga sér sín tildrög,
og svo var og um fjarvist hans.
Um sama leyti, sem embættisbræð-
ur hans þustu til viðtöknfagnaðarins
við Tollbúðina, beindi Alberti göngu
sinni frá híbýlum Bændasparisjóðsins
sjálenzka upp til dómhallar borgar-
innar og gerði boð fyrir lögreglustjóra.
Lögreglustjóri var vant við látinn.
En einhver skrifstofumaður hans tók á
móti Alberti, með mikilli lotningu og
virktum, bauð honum inn í skrifstofu
sína og bað hann setjast.
Þá gerðist það, óðara en hurðinni
var lokað, að Alberti mælti við lög-
reglumann þessum orðum:
Erindi mitt er að kæra sjálfan mig
fyrir skjalafölsun og f jársvik, er nema
allmörgum miljóaum. Gerið svo vel
að skrifa það, sem eg hefi að segja.
Gerið svo vel að leggja á mig gæzlu-
varðhald.
Þessi orð mælti hann með frábærri
rósemi og stillingu, eins og ekkert
væri um að vera.
En lögreglumanni brá svo við, að
hann mátti eigi pennanum h.ilda.
Hann rauk þegar til og bað lögreglu-
stjóra að koma sem skjótast sér til
fulltingis.
Lögreglustjóri kom, og hafði þá
Alberti upp aftur sömu orðin. Var
hann þá tekinn og farið með hann i
gæzluvarðhald.
Hér voru orðin skjót umskifti.
Upp til dómhallarinnar gekk fyr-
verandi dómsmálaráðgjafi Dana um 7
ára skeið, Islandsráðgjafinn fyrverandi,
geheimekonferenzráðið, hinn hágöfgi
herra (excellense), kommandör af
dannebrog, stórkross Olafsorðunnar,
stórkross lausnaraorðunnar (grísku),
Pétur Adler Alberti; en út úr dóm-
höllinni var leiddur og yfir í fangelsið
stórþjófurinn, féglæframaðurinn, svik-
arinn og falsarinn Alberti.
Valdasólin Alberti var gengin til
viðar, en upp risinn í hennar stað
stórglæpamaðurinn Alberti.
Þetta var á hádegi.
Tveim stundutu síðar gaus fyrsti
kvitturinn upp úti í borginni — og
svo flaug sagan eins og eldur í sinu
á örstuttum tima um gervalla borg-
ina og land alt.
Enda þótt það væri alþjóð kunnugt,
aðAlberti væri enginn engill, átti marg-
ur maður örðugt að kyngja þessum
ósköpum.
Fljótlega var þó gengið úr skugga
um, að sönn væri sagan.
Blöð öll ristu hana gleiðu letri í
glugga sína og fregnmiðarnir tóku til
að þeytast eins og fjaðrafok út um
stræti og gatnamót.
Þegar eg kom iun i bæinn var sami
bragnr á strætum og torgum sem
daginn þann fyrir nokkrum árum, er
spurðist andlát Kristjáns 9. Sömu
sýn bar alstaðar fyrir. Stórhópar af
fólki fyrir utan alla blaðaglugga. Allir
blaðasalar umsetnir af þéttum mann-
múg. Þeir hrundu hver öðrum, bit-
ust og börðust til þess að festa hönd
á blaðsnepli, er satt gæti forvitnina
og staðfest kvittinn. Og er þeir höfðu
lesið tíðindin, urðu þeir agndofa á svip.
Þeir litu hver framan í annan.
Er þetta ekki lygi? Er þetta ekki
draumur? — Hvílík ógn og skelfing!
Æðsti vörður réttvísinnar og hið vold-
ugastastórmenniDanaveldis um margra
ára skeið, sú hin mikla valdasól, er
allir lutu, skriðu á hnjánum fyrir og
smjöðruðu við á alla lund — hann
er í einu vetfi.ngi orðinn einhver
hinn mesti stórglæpamaður, er sögur
fara af. — Nei, ekki orðinn, hann hafði
v e r i ð það alla þá tíð, er hann hafði
verið yfirgæzlumaður réttvísinnar í
landinu, og miklu lengur þó. Öll þau
ár hafði æðsti verndari réttvisinnar og
aðalafbrotamaður við hana verið einn
og sami maðurinn.
Þetta hér um bil mátti lesa á hvers
manns ándliti.
Breytileg eru mannanna kjör I Fám
dögum áður, 4. september, sat Alberti
veizlu (á Skydebanen) innan um lands-
ins mestu stórmenni — sat á hægri
hönd konungi, alþakinn orðum og titl-
um hlaðinn, tignaður cins og skurð-
goð!
Hinn 8. s. mán. var hann orð-
inn ærulaus stórglæpamaður, þjófur
og falsari.
— Mikil hlýtur að vera spillingin í
því þjóðfélagi, þar sem slíkt getur
gerst, sagði einn ónefndur íslending-
ur, er eg mætti á götunni þenna dag.
Sama skoðun kveður við í öllum
blöðum heims, og ekki að raunarlausu.
II.
Svik Albertis.
Alberti var formaður fyrir Bænda-
sparisjóðnum sjálcnzkra, mikils háttar
stofnun, með nærri 40 miljóna inn-
lögum.
Auk þess var hann formaður í smjör-
útflutningsfélagi, er rekur all-víðtæka
verzlun við Breta.
Báðar þessar stoftianir féfletti hann,
svo fádæmum sætir, smjörútflutnings-
félagið um hér um bil 4 miljónir
króna, en sparisjóðinn um rúmar 10
miljónir.
Reikningum þessara stofnana vöðl-
aði hann saman — jafnaði reikninga
annarar stofnunarinnar með því að
stela frá hinni.
Þegar reikningsskil skyldi gera í
sparisjóðnum lét hann greipar sópa
um fjármuni smjörflutningafélagsins
— sagði það vera eign sparisjóðsins.
Með sama hætti »flutti« hann það,
sem sparisjóðurinn átti, yfir í reikning
smjörflutningsfélagsins, er hann þurfti
á þvi að halda.
En þetta var ekki einhlítt til þess
að hylja fjársvikin í sparisjóðnum.
Svo miklu námu svikafjárhæðirnar
þar.
Til þcss að klóra yfir þau svik greip
hann til þess úrræðis, að ljúga því, að
í Privaibankanum vceru geymd skulda-
bréj, sem nærnu 9 miljónum króna og
ekkert væri lánað út á.
Til sönnunar því, að svo væri, sýndi
Alberti endurskoðendum og stjórn
sjóðsinsyfirlýsingarskjal frá stjórn bank-
ans, um að bankinn hefði skjöl þessi
óveðsett í sínum vörzlum.
En petta skjal hajði Alberti falsað
jrá upphaji til enda.
Fölsunin kvað þó vera með aíbrigð-
um illa af hendi leyst, — ekki einu
sinni gerð tilraun til að stæla rithönd
bankastjóranna.
Hefir Alberti í þessu sem öðru
treyst á það, að enginn léti sér detta
í hug að gruna hann, sjálfan dóms-
málaráðgjafann.
Þetta skjal kom raunar til umræðu>
á síðasta aðalfundi sparisjóðsins.
Endurskoðandinn annar gat þess þar
út af árásum, er þar voru gerðar á
stjórn sjóðsins, og dylgjum er komu
fram um það, að eigi mundu allar eignir
sjóðsins óhultar, að formaður sjóðsins
(Alberti) hefði sýnt sér umrætt skjal.
Frá þessu varð skýrt í blöðunum.
Stjórn Privatbankans varð hvumsa
við, er hún las þetta, kannaðist illa
við slikt skjal og bað Ablberti skýr-
ingar.
Hann svaraði því einu, að endur-
skoðandi þessi væri svo mikill klaufi
að tala, að alt kæmi hjá honum á aft-
uríótunum I Þar við bættist svo al-
kunnur misskilningur blaðanna! Þetta
væri eina skýringin á, að svo ægileg
vitleysa væri á borð borin. Eins og
stjórnin vissi, væri engin skuldabréf
geymd í bankanum I
Þetta svar lét stjórn Privatbankans
sér lynda.
Hugsunin sú hjá henni sem öllum
öðrum: Hér á hlut sjálfur dómsmála-
ráðgjafinn. Honum verðum við þó
að trúa I
Á þessu falsaða skjali gat Alberti
flotið fram yfir aðalfund sparisjóðsins,
sem var í lok maímánaðar, en lengur
ekki.
Ellefti júní er annar aðalskuldadag-
ur á árinu, eins og kunnugt er. Þá
þurfti Alberti en að halda á 1 l/t
miljón.
Hann fór þá og fann vin sinn og
embættisbróður J. C. Christensen yfir-
ráðgjafa, er um það leyti gegndi einn
fjármálaráðgjafaembættinu, og bað hann
fyrir sparisjóðsins hönd um háljrar
annarar miljónar króna lán úr ríkissjóði.
Hann barði því við, að bankarnir væru
svo illa staddir, (að þeir gætu eigi
stutt sparisjóðinn eins vel og ella.
Engin fyrirstaða hjá J. C. Christen-
sen. Hann veitti lánið með orðinu,
enda þótt Alherti hefði lýst þvi yfir
fyrir fáum dögum, að í Privatbankan-
um lægju 9 miljónir óveðbundnar í
skuldabréfum. Enda sá hver hálfviti,
að út á þessi skuldabréf hefði t. d.
Þjóðbankinn óðara lánað margar milj-
ónir. Enn hætti Christensen gráu
ofan á svart, með því að verða við
bón Albertis um að halda láni þessu
leyndu. Af þessari greiðvikni sinni
meðal annars hefir J. C. Christensen
nú fengið að súpa seyðið, eins og
síðar mun verða á vikið.
Fyrir þessa hjálpsemi Christensens
tókst Alberti nú að klóra i bakkann
um sinn. En svo varð Neergaard
fjármálaráðgjafi. Hann kunni illa þessu
óvanalega láni úr ríkissjóði og krafð-
ist þess, að það yrði endurgoldið nú
i haust. Þvi hafði Alberti eigi gert
ráð fyrir.
Jafnframt tóku árásirnar á hann að
magnast, einkum á sparisjóðsstjórn
hans, er á leið sumarið. Politiken
gerði hverja atlöguna annarri skæðari.
Hún bar honum ótvírætt á brýn röng
reikningsskil og hélt þvi hiklaust á
lofti, að hér mundi vera um fölsuð
skjöl að tefla í sparisjóðnum. Hún
fór fram á, að eftirlitsmaður spari-
sjóðanna (af ríkisins hálfu) væru látinn
rannsaka þær ritningar.
Hér var komið í öndverðum sept-
ember.
Um 10. september átti eftirlitsmað-
urinn að fá skýrslu u:r. hag spari-
sjóðsins, og um miðjan mánuð átti að
greiða ríkissjóðslánið.
Þá hefir Alberti séð, að fokið var i
öll skjól, og vitað, að nú mundi hver
snefill í allri hans reikningsfierslu verða
rannsakaður, — það var áform eftirlits-
mannsins, — og ioks hefir hann eng
in ráð séð til þess að greiða ríkis-
sjóðslánið, nema upp kæmust svikin
um leið. Þá hefir hann kosið held-
ur að selja sig sjálfur í hendur rétt-
vísinni en að láta aðra gera það.
Fjársvik Albertis hófust, að sjálfs
hans sögn, 1891, um það leyti, er
hann fór að gefa sig verulega við
stjórnmálum.
Það ætla menn, að stórkostlegar
mútur við kjósendur og gej'sikostn-
aður við blað hans Dant.ebrog hafi í
upphafi komið Alberti á glapstigu, —
en auðvitað ekki gleypt öll þessi ó-
grynni fjár. Hann var allmikill sæl-
lífismaður, en þó eigi svo, að eigi
mundi honum nægja venjulegar árs-
tekjur hans til lífsviðurværis; þær
voru um 90,000 kr. Það sem mestu
munaði og mest fór í aí hinu stolna
fé, var gróðabrall hans erlendis,
einkum i amerískum gullnámufélög-
um. Hann skýrði svo sjálfur frá við
fyrstu prófin, að hann hefði með þessu
gróðabralii ætlað sér að ábatast svo,
að hann fengi goldið aftur það, sem
hann hafði stolið. En á því gróða-
bralli tapaði hann sí og æ stórfé, —
hætti því meira til, sem tap hans óx.
En hamingjudísin brosti aldrei við
honurn. Er ekki ólíklegt, að eitt-
hvert stórtjónið hafi yfir hann dunið
í sumar, og meðal annars flýtt fyrir
falli hans.
Ein fjögur réttarpróf hafa haldin
verið til þessa yfir Alberti, en lítið
verið á þeim að græða. Hann verst
nær allra frétta, ber við minnisleysi.
Er því ekki annað sýnna en að dóm-
arinn verði að hlíta eingöngu sjálfs
sín rannsókn — verði að pæla í gegn um
alla bréfa og reikningaþvögu Albertis.
En þar var alt í óreiðu og sukki,
engar bækur haldnar, engin yfirlit gerð.
Má því búast við, að langur tími líði
áður en rannsókninni lýkur.
Alberti kvað vera jafn-uppþembdur
eins og áður, þóttalegur og óskamm-
feilinn við prófin.
Ýmsar hviksögur hafa gosið upp
um menn, er hafi átt að eiga einhver
skifti við Alberti. T. d. á konungur-
inn að hafa lánað honum stórfé. Sömu-
leiðis Heide hinn auðgi Privatbanka-
stjóri. Það var i almæli einn daginn,
að Heide hefði skotið sig. Þá er og
sagt, að Raben-Levetzau greifi, utan-
ríkisráðgjafi, einn með meiri háttar
stóreignamönnum Dana, sé að komast
á vonarvöl fyrir hjálpsemi við Alberti.
En á sögum þessum er auðvitað litlar
eða engar reiður að henda.
III.
Fall ráðuneytisins.
Þegar er uppvíst varð um glæpi
Albertis, bentu dönsku blöðin á það,
fyrst og fremst Politiken, að eigi mætti
við það hlita, að ráðuneyti Christen-
sens héldi völdum.
Það hafði í allan vetur haldið hlífi-
skildi yfir Alberti. Christensen svar-
aði svo öllum árásunum á hann á
ríkisþinginu, og engu öðru, að engar
sannanir væru fram komnar um nokk-
urt misferli, og að hann bæri fult
traust til Albertis. Þvi sama lýsti
Anders Nielsen yfir, formaður stjórn-
arflokksins þá, en síðan landbúnaðar-
ráðgjafi, — lýsti því yfir fyrir fiokks-
ins hönd. Bæði flokkurinn og ráðu-
neytið höfðu tekist á hendur stjórn-
arfarslega og siðferðislega ábyrgð á
Alberti.
Ofan á þetta bættist síðan lán það,
er Christensen veitti Alberti í vor úr
ríkissjóði. Töldu blöðin óhjákvæmi-
legt, að ráðuneytið slepti völdum, —
þótt ekki væri annars vegna en að
bjarga við sæmd Danmerkur í augum
annarra þjóða.
En ekki var J. C. Christensen um
það gefið. Ráðgjafarnir áttu fund með
sér daginn eftir fall Albertis. Þar var
það afráðið, að ráðuneytið skyldi sitja
sem fastast, svo sem ekkert hefði i
skorist.
En þá var landslýð nóg boðið.
Dundu þá raddir við hvaðanæfa, úr
öllum flokkum um land alt, líkasjálf-
um stjórnarflokknum, um að ráðuneytið
yrði að fara frá. Gekk svo nokkra
daga. Gremjurokur og reiðistormar
skullu jafnt og þétt á stjórninni, unz
utanríkisráðgjafi Raben-Levetzau greifi
stóðst eigi mátið lengur, heldur gekk
á fund konungs og tjáði honum, að
hann teldi sig eigi mega lengur gegna
embætti sóma sins vegna, og beiddist
laustiar. Þá var Christensen kvaddur
á konungs fund. Þeir töluðust við
skamma stund, og þegar eftir þá sam-
ræðu baðst Christensen lausnar fyrir
a 11 ráðuneytið. En ráðuneytið gegnir
daglegum störfum unz rikisþingið
kemur saman í lok þ. mán.
Eigi er hægt að leiða neinar get-
ur um, hver verður til að koma
saman nýju ráðuneyti. Margir eru
tilnefndir, t. d. Neergaard fjármála-
ráðgjafi, aðalmaður miðlunarmanna,
Frijs greifi, Hansen konferenzráð o.
s. frv. Þykir Dönum mest undir því
komið, að hinir nýju ráðgjafar verði
fyllilega heiðvirðir menu. Þeir eru
búnir að fá nóg af hinu. Alberti-
hneykslið hefir hvarvetna í heiminum
hnekt svo áliti dönsku þjóðarinnar,
að hún býður þess varla bætur um
langan aldur.
Auk J. C. Christensens og ráðu-
neytis hans hefir Alberti dregið niður
í fenið með sér Ole Hansen, er áður
mörg ár var varaformaður Bændaspari-
sjóðsins sjálenzka, unz hann var gerð-
ur í sumar Þjóðbankastjóri. Það þótti
ekki vel ráðið, að maður, sem enga
hugmynd hafði haft um stórsvik
Albertis við sparisjóðinn, þrátt fyrir
daglega samvinnu og eftirlit, hefði nú
með höndum stjórn á aðalpeningastofn-
un ríkisins. Hann varð því að láta
af bankastjóraembættinu, þótt nauðugt
væri; árslaun eru þar 16,000 kr.
Enn eru ekki fleiri ofan komnir
með Alberti, en enginn vafi á, að
fleiri muni þeir verða.