Ísafold - 10.10.1908, Side 2

Ísafold - 10.10.1908, Side 2
254 ISAFOLD * samvinnu við íslendinga. Vér eigum hægast með að læra gamla, norræna málið, vér munum fljótast venjast líf- inu; það verður hægast að kveikja með oss löngun til að flytjast af nýju til hinnar víðlendu og að mestu leyti ónotuðu eyjar, er áður dró til sín svo fríðan og tiginn skara vorra mestu manna, þeirra, er Islendingar eru af komnir. Norðmenn munu eiga hæg- ast með að ílendast á íslandi. —- — Það er ekki rúm hér til að sýna fram á, hve stórkostlega gagnsamlegt það mundi vera menningu vorri, að geta leitað til íslands að áhrifum af voru fyrri alda andlegu lífi, því er bræðraþjóð vor, sú hin fornfræga, hefir geymt svo trúlega í forntungu vorri og sögu. Hér er að eins rætt um atvinnu-sam- band milli landanna. — — Norðmanna-ferðirnar til kaldra og ófrjósamra héraða í Vesturheimi, sem er nú annars tekið nokkuð að draga úr aftur, þær ættu eins að geta beint stefnu sinni til íslands — og hver- jum mun mundi það ekki valda á þróun hinnar norsku þjóðar, sem nú telur sér útfletjendurna tapaða ? Nægan efnivið gæti ísland fengið úr norskum skógum, og sér hentug- an. Ogsvo sem farmannaþjóð ein með hinum fremstu gætum vér lagt góð- an skerf til siglingaframfara landsins, en landsmenn sjálfir eignast verzlun- arflotann. Verkfræðingar vorir eru vanir slíkum erfiðleikum, sem á ís- landi er við að fást, og að hafa lík verkefni með höndum sem þar þarf, námurekstur, fossiðnað, vegagerð, hafnagerð og járnbrautir. Og ekki mundu íslendingar geta ákosið sér samhentari menn við fiski- veiða heldur en Norðmenn. Og allra-sízt megum vér gleyma því, að hér í Noregi eru þúsundir manna með sömu eðliseinkunn og íslendingar, fæddir upp við miklu óblíðari náttúru heldur en er á ís- landi, — sem mundu leita til íslands hvorri tveggja þjóðinni til gagnsemd- ar, bæta úr fólksskortinum þar, renna smátt og smátt saman við þjóð þess lands og byggja þann veg ísland af nýju. Ein athugasemd að lokum. Það má ekki rugla neinum stjórnmálum inn í þetta mál. Danmörk og ísland um þau. En um hitt munum vér ekki fara að neinna ráðum, að láta hefta ýrjálst verzlunar- og atvinnusamband vort við ísland. Landið er að þessu leyti al- frjálst, og það frelsi er skylt að virða í framkvæmdinni. Spegillinn hans Rikharðs. Reykvíkingar eiga von á skrítinni skemtun á sunnudaginn kemur og eftir- farandi daga. Þá verður s/ndur hér (kl. 12—3) spegillinn hans Rík- h a r ð s. Spegillinn er að sjálfsögðu »fáránleg- ur«, engu síður en spegillinn vondu drotn- ingarinnar < Mjallhvít. Ekki veit eg, hvort hann talar eins og sá spegill eða segir ungu stúlkunum sem í hann líta »hver fegurst er á landi hér« — þó eg gæti bezt trúað því —; en hitt er víst, að þessi nýi spegill ber af öllum landsins speglum að fríðleik og listfengi eins og gull af eiri, eins og Mjallhvít af hiuni vondu drotningu. Fáeina aura kostar að sjá furðu verkið, en marga að kaupa það. þeim 25 aurum er áreiðanlega vel varið, sem ganga til þess að sjá spegilinn, og jafn- vel þó króna væri. Þeir ganga ekki með smærri skildinga í vösunum, ríku mennirnir. Alt hefir sína sögu og spegillinn ekki síður. Ríkharður bjó hann til sem full- numasmíð í tróskurði, án þess að detta það í hug, að hann yrði slíkt umtalsefni, svo við sjálft lægi að hann ærði allan höfuðstaðinn og tæmdi flesta 25 aura úr vösum manna. En Ríkharður er piltur austau af landi, sem lært hefir tréskurð og tálgulist hjá Stefáni Eiríkssyni. Er hann fyrsti maðurinn, sem lært hefir list- ina hér á landi, svo að fullnuma væri talinn. Hann er dugandi uiaður, reglu- samur og listfengur. I haust fór hann utan, með lítil fararefni til þess að framast í iðn sinni. Hve vel honum gengur það og hve víða hann getur farið — það er að nokkuru leyti komið undir því, hve margir koma að sjá speg- ilinn eða hvort einhver kaupir hann. Fæstir gera sór Ijóst, hve mikil vinna og fyrirhöfn fer til þess að smíða slíkan grip. í fyrra vetur sat Ríkharður löng- um tímum saman að gjöra uppdrátt af speglinum, fyrst dálitla frummynd, sem hann hugsaði upp sjálfur, og síðan ná- kvæma fullnaðarmynd á sömu stærð og gripurinn er. Myndin afspeglinum var út af fyrir sig sómi fyrir iðnaðarstótt bæj- arins. Svo var að afla efnis — þykkra mahóníplanka —; þá að tálga út úr þeim alt þetta fáránlega víravirki, sem er spegilumgjörðin, alls konar kynja- blóm og undraverur, stúlkm-, sem verða að jurtaflækju og hafa dyrsfætur, jurtir sem verða að villidýrum. í stuttu máli: það ægir öllu saman í speglinum, bæði því sem er til og ekki er til. En glerið kunni Ríkharður ekki að smíða. Það var smíðað einhverstaðar suður í heimi með göldrum. G. H. NB- Spegillinn er til sýnis i skrif- stofu I n g ó 1 f s i HverfÍ8götu. Rótta svarið. Rétta svarið við Uppkasts-farganinu, bæði því sjálfu,frumvarpinu,ogólmand- anum og hamförunum ráðgjafans og hans manna í alt sumar að afla þvi fylgis, — rétta svarið var það, að fella þá alla frá kosningu, nefndarmennina, sem uppkastið höfðu samþykt. Enda má telja nokkurn veginn vist, að legið hafi annarlegar orsakir að þvi, að ekki féllu nema nokkrir þeirra. Það var vissulega ekki fylgi við frumvarpið, sem hinir flutu á inn á þing. Þjóðin hefði átt meira að segja að skirpa þeim öllum út af sinum vör- um, er gerast vildu fulltrúar hennar í þeim erindum, að játast undir rétt- leysiskenning talsmanna Dana og sam- þykkja innlimun þá, er Uppkastið leynir í sér. Þeir hefðu ekki átt að komast að í neinu i kjördæmi landsins. Það svar hefði verið samboðið þeirri þjóð, er hefir ella aldrei til þessa mátt heyra nefnda þá ósvinnu, að hún af- sali sér landsréttindum sínum, heldur haldið i þau dauðahaldi gegnum alt það andstreymi, er yfir hana hefir gengið. Það gerði hún ekki; því er nú mið- ur. En hún var þó enn nær þvi í raun réttri en flokkaskiftingin meðal hinna nýkjörnu þingmanna bendir til. Munurinn er mikill, geysimikill: 23 móti 9. En meira hefði verið 30 móti 4. Og það var handvömm og slysni, að svo varð ekki. Sjálfstæðismenn i Suðurmúlasýslu urðu undir fyrir það eitt, að þá brast fyrirhyggju til að sjá sér fyrir byrvæn- legum þingmannaefnum i tæka tíð, og lentu fyrir það i síðustu forvöðum á mönnum, sem það voru ekki, eftir atvikum. Annar gerði það sem hann gat til þess að spilla sjálfur fyrir kosn- ingu sinni með því að láta það berast út, að hann vildi helzt ekki vera kos- inn, sakir óðum vaxandi heilsubilunar þá, og hinn hafði svo lagaða sérstöðu í innanhéraðs-kappsmáli, hvalamálinu, að hún reið honum að falli. Það er enginn vafi á þvi, að í kjördæminu því var sem viðast annarsstaðar greini- legur meiri hluti móti innlimunarfrum- varpinu. Það er kunnugra manna mál í því kjördæmi, að hefði þar verið á boð- stólum sæmilegir menn, utan héraðs eða innan, sem lausir væri við alveg sérstaklega hnekkjandi agnúa, mundu kosningaúrslit hafa orðið öll önnur þar. Likt var um Rangárvallasýslu. Þar var full vissa fyrir öruggum meiri hluta móti frumvarpinu síðustu daga á undan kosningu, — svo mikil vissa, að frumvarpsandstæðingar ugðu of lítið að sér. Fyrir það lánaðist hinum að fá töluverðan hóp kjósenda í 2 hrepp- um sýslunnar til að sitja heima, menn, sem voru annars eindregið fylg- jandi þingmannaefnum frumvarpsand- stæðinga. Það reið baggamuninn. Það voru hin síðustu óyndisúrræði stjórnarliða i ýmsum kjördæmum, að tæla kjósendur til að sækja ekki kjör- fundi, þá er þeir fengu ekki við ráðið annan veg. Almenningur veit ógjörla um öll þau brögð, er kjósendur hafa verið beittir i því skyni. Grunurligg- ur á, að þau hafi ekki verið öll sem fegurst eða löglegust. En um það tjáir ekki að fást. Hitt er aðalatriðið, úr þvf sem komið er, að kjósendur láti sér ekki á verða sama yfirsjón annað sinn, — að þeir öðlist sem skjótast allir þann stjórnmálaþroska, að þeir skilji það, að forfallalaus van- ræksla að neyta atkvæðis síns til stuðn- ings réttum málstað og þjóðinni heilla. vænlegum er þrásinnis alveg eins vita- verð ávirðing og alveg eins hættuleg, eins og að neyta atkvæðis síns beint til stuðnings röngum málstað. Viðskiftasamband milli íslands og Noregs. í einu meiri háttar Kristjaníublaði, Norske Intelligentssedler, er löng og rækileg grein (2. og 3. sept.) um væntanlegt viðskiftasamband milli Noregs og íslands, einkum í atvinnu- málum, eftir einhvern sem kallar sig »fésýslumann« ; og er hér lauslegt ágrip af henni. Það er mikið rætt um Island um þessar mundir. Ekki eingöngu út af þvi, að eftir nokkra daga verður land- inu að miklu leyti sköpuð og skorin sin stjórnarfarsleg forlög um ókomn- ar aldir. Nei, það er fleira en stjórn- arlög landsins eða samband þess við Danmörku, er veldur svo almennri eftirtekt á sögu-eynni frægu og frænd- um vorum þar. Það vakir sennilega enn ljósara fyrir vitund manna, að hér ræðir um land, sem er að vakna til þróttmikils atvinnulífs. Geysi-víðáttumikið land, umhorfið hinum aflasælustu fiskimið- um í Norðurálfu, með ótæmandi auðs- uppsprettum, ýmsum námulöndum, fossafli, laxám, skínandi heilsu-lofts- lagi og einkum fyrirtaks-skilyrðum til útflutnings á landsafurðum á mark- aði bæði á Englandi og öllum Norð- urlöndum. Alt þetta hefir verið hulið augum almennings þar til nú fyrir skömmu, ekki að eins utan íslands, heldur líka sjálfum landsmönnum, eða svo virð- ist vera. Svo fast hefir féflettingar- mara verzlunar-einokunarinnar þrýst oki dauðans á anda og hugsanir lands- manna, að hér virðast menn jafnvel hafa mist um margar aldir trúna á sjálfar sönnur fornsagnanna, að ísland sé gott land, þar sem búskapur geti auðgað hvern bónda og verzlun og samgöngur auðveldar við nágranna- löndin. Þeim verður ekki neitað, hinum sorg- legu sannreyndum um hnignun ís- lenzkrar atorku og trausts á sjálfum sér, þegar litið er á vaxtarleysi fólks- fjöldans, algerðan skort á verzlunar- fleytum landsmanna, sem þeir sjálfir eigi eignarrétt á, skeytingarleysið, sem verið hefir til þessa um landsins mesta velferðarmál inn á við, skógamálið, hið hlægilega lága verð á jarðeignum, fágætan skort á allri samvinnu-fram- takssemi í landinu sjálfu, o. s. frv. En alt þetta verður skiljanlegt, þegar vér lesum verzlunarsögu landsins. Þ á furðar oss fremur á því í raun og veru, að þessi litla þjóð skuli ekki hafa gersamlega uppræzt undir oki algers viðskiftabanns við aðra heldur en einka-verzlunina í Kaupmannahöfn En það er tekið að birta upp af nýju fyrir hinni þrautseigu, frægu söguþjóð. Það hefir af tilviljun fundist gull við vatnsboranir í nánd við Reykjavík, og nýlega stórt kolalag á Vesturlandi. Og nú fyrst verða gerðar vísindaleg- ar rannsóknir á málmaríki landsins, þar sem reist hefir verið í Reykja- vík efnafræðis-rannsóknarstofa. Hvort landið geti fleytt fram meiri fölksfjölda? Látum hagfræðina svara. íbúatala höfuðstaðarins, Reykjavíkur, hefir margfaldast á hér um bil 20 árum. Kaup hefir hækkað svo geysilega síð- ustu ár, að nú verður að gjalda meðal- vinnumanni jafnhátt og hærra kaup en í Noregi og Danmörku. Alt land- ið hrópar á meiri vinnukraft. • Þróunin gengur áfram með stór- feldum hraða.---------— En það er enginn vafi á því, að íslendingar verða að leita til útlanda um arðfé, vinnukraft og verklega kunnáttu. En einmitt það, sem lengst mun aftra íslendingum frá að leyfa útlend- ingum algert atvinnufrelsi í landinu, sem sé fámennið og óttinn við, að útlent þjóðerni og menningaráhrif verði þjóðinni að ofjarli, mun að lik- indum fremur en nokkuð annað verða til að nota sér það, hvað N o r ð - m e n n eru ágætlega vel fallnir til Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Þar hefir verið skip- aður skólastjóri 10. f. mán. Steján Stejánsson kennari. — Símfrétt að norð- an í gær segir hann hafa legið nú um tima í botnlangabólgu, en vera heldur í afturbata. Landsbókasafnið. Halldór Briem uppgjafakennari frá Akureyri hefir verið skipaður síðari eða óæðri aðstoðarbókavörður við það safn (laun 1000 kr.). Bæjarbruni. Símað er í dag af Sauðárkrók: Bær brann nýlega á f>rasa8tö(5tim < Fljót- um til kaldra kola. Alt óvátrygt. Druknun. Unglingspiltur, Sveinn Stefánsson, frá Hrólfsstöðum í Blönduhlíð, drukn- aði í Héraðsvötnum við fyrirdrátt. — Þetta er símað í dag af Sauðárkrók. í arin að átta sig? Nú þykir stjórnarblöðunum það bæði ódrengskapur og óþjóðrækni, að vilja ekki breyta frumvarpinu. Þau segja það hljóti einhverju að vera skrökvað upp á hann Finn i simskeytinu um daginn, þessu sem greindi, að hann réði Dönum frá breytingum. »Öðru munu þeir eiga bágt með að trúa, sem þekkja drengskap og pjóðrœkni dr. Finns«, bæta þau við. Veðratta viknna frá 4.—10. okt. 1908. Tvímessað á morgnn i dómkirkjnnni, á hádegi og kl. 5 siðd. Kand. Signrbjörn A. Gislason stigur i stól i hádegismessunni. Þá er ferming. Siðdegis síra Bjarni Hjalte- sted. Oufusbipln. Laura kom i gær af Vestfjörðum. Meðal farþega var Magnús Torfason sýslumaður og bæjarfógeti á ísa- firði. Ferð skipsins út er frestað til mánu- dags (12.). Thoreskip Sterling fór frá Leith i gær á hádegi hingað á leið, og H e 1 g i K o n g u r i morgun þaðan áleiðis til Aust- fjarða, Reykjavíkur og Vestfjarða. Biskupaskiftin. Þriðji maður í nefnd þeirri, er færði herra Hallgrími biskupi k v e ð j u presta 5. þ. m., í ljóðum eftir síra Vald. Briem, var præp. hon. Jó- hann Þorkelsson dómkirkjuprestur, en ekki síra Jón próf. Sveinsson. Skrifstofu hefir hinn nýi biskup fyrst um sinn á sama stað og áður (í húsi Hallgr. biskups). Maunslát. Hér andaðist í fyrra kveld eftir nokkra vanheilsu f. franskur konsúll og kaupm. Christian Zimsén, hátt á sjötugsaldri, f. 26. febr. 1841 í Khöfn, sonur Chr. Zimsens þess, er hér var lengi faktor við N. Havsteens verzlun, þá er J. P. T. Bryde keypti síðan, en bróðir Nielj. Zimsens kaup- manns hér, er dáinn er fyrir 17—18 árum, og frú L. Finnbogason, ekkju Guðbr. konsúls Finnbogasons. Hann kom hingað til lands 14 ára gamall með föður sínum og var með honum þar til er hann fluttist til Hafnarfjarðar fyrir nálægt 40 árum; var hann þar lengi verzlunarstjóri fyrír P. C. Knud- zons verzlun og síðan kaupmaður, þar til er hann fluttist hingað eftir lát fyrnefnds bróður síns og tók við hans verzlun, er hann seldi síðan í hendur syni sínum, konsúl Jes Zimsen, fyrir nokkrum árum. Jafnframt verzl- un sinni og siðan eftir það hafði hann á hendi afgreiðslu Sameinaða gufu*- skipafélagsins. Kona hans var Anna Cathinca Jiirgensen, fósturdóttir Chri- stensens heit. kaupmanns í Hafnar- firði, og lifir hún mann sinn ásamt 7 börnum þeirra hjóna, 3 sonum og 4 dætrum. Þrjú börn mistu þau ung. Elztur sona hans er Knud Zimsen verkfræðingur, þá fyrnefndur Jes konsúll, og yngstur Christen kaup- maður. Ein dóttirin, Cathinca, er gift Jóhannesi Sigfússyni kennara við mentaskólann. Önnur er gift í Dan- mörku, og 2 ógiftar. C. Zimsen var valinkunnur og vel metinn sæmdarmaður í hvívetna, stakur reglumaður um alt, yfirlætislaust lipur- menni, frábærlega vel að sér í sinnar stéttar mentum, viðbrugðið fyrir vand- aða reikningsfærslu, enda gegndi hverju starfi með mestu alúð og vandvirkni. Var og mjög á hann hlaðið trúnaðar- störfum, er lutu að fjárgæzlu og reikn- ingsmensku. ------------- Báðgjafaskifti segir nú stjórnarblaðið annað (L.) að hægt sé að láta fram fara með rit- símaskeytum milli Khafnar og Reykja- víkur. Ber það fyrir því til styrkingar, að ekkert óhagræði eða tímatöf fyrir þingið þurfi að fylgja því, þótt þau gerist ekki fyr en þing er byrjað. Þetta væri vænt að heyra, ef treysta mætti því, að það væri nokkurn skap- aðan hlut að marka; enda er miklu lík- legra, að það sé sagt beint út í bláinn, til þess að ekki sé verið að halda því lengur að »húsbóndanum«, að hann eigi að fara frá fyrir þing, Það mun naumast vera nokkurtdæmi þess, að þjóðhöfðingi geri sér að góðu að vera látinn fela ráðgjafaembætti ein- hverjum þeim manni, sem hann hefir ef til vill aldrei séð né heyrt og á því síður kost á að ræða við um stjórnmála- skoðanir hans áður en hann tekur við embætti. Fæði æst á Hverfisg. 19. Kenslubœkur þessar hefir Bókverzlun ísafoldar til sölu fyrir sjálfa sig, allar i bandi: Kr. Balslevs Biblíusögur..........0,75 Barnalærdóm H. H..............0,65 Danska lestrarbók Þorl. Bjarnas. og Bjarna Jónssonar.......2,00 Danska orðabók nýja (J. J.) . . 6,00 Ensku kenslubók H. Br.........i,oo Hugsunarfr. Eir. Briem........0,50 Kirkjusögu H. Hálfd...........4,00 Kristin fræði (Gust. Jens.) . . . 1,50 Lesbók handa börnum ogungl. I. 1,00 — — — — II. 1,00 Mannkynssögu P. M..............3,00 Reikningsbók Ögm. Sig. . . . 0,73 Ritreglur Vald. Asm............0,60 Siðfræði H. Hálfd..............3,00 Stafsetningarorðbók B. J.......i,oo Túsk, svart, blátt, gult, grænt og rautt, í bókverzlun ísafoldarprentsmiðju.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.