Ísafold - 14.11.1908, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.11.1908, Blaðsíða 2
278 ISAFOLD á skemmri tíma en 5—6 vikum, þegar veðratta og aðrar kringumstæður eru mjög hagstæðar. Eftir að byrjað var á sprengingum hér í bænum, vaið skortur á sprengiefni, þar sem dýnamít-sendingu hafði seinkað. Afleiðingin varð sú, að um lengri tíma var ekki hægt að láta vinna að sprengingum, nema með hálf- um mannafla eða þaðan af minna. Enn- fremur hefir óhagstæð veðrátta tafið fyrir verkinu og gert það erfiðara. Svo er kvartað yfir, að skurðirnir séu fullir eða hálffullir af vatni. Hvað ann- að má ætla að só í skurðunum, þegar hellirigning er dag og nótt? Það er mjög.óþægilegt fyrir þá sem vinna í skurðunum og þá» sern leggja pípurnar; en þeir eiga sjálfir að uá burtu vatn- inu, þar sem það er þeim til fyrirstöðu, og þeir gera það líka. Ekki getur það verið til óþæginda fyrir þá, sem í hús- unum búa, og alger fjarstæða er það, að kenna »eftirlitinu« um afleiðingarnar af rigningunni. Vegna hinnar miklu úrkomu og vegna þess, hvað jarðvegurinn er laus, falla skurðirnir stundum saman og eykur það vinnuna, þar sem moka þarf aftur upp þeirri mold, sem fellur ofan í skurðina. Að mínu áliti er þetta verk samt ekki svo mikið, að það mundi svara kostnaði, að setja þéttar skorður við skurðahlið- arnar. Plankar og annað timbur, sem dugar í slíkar skorður, er mjög dýrt hér í bænum; og ef eg vildi skipa þeim mönnum, sem tekið hafa að sér smærri parta veiksins, að setja þéttar og ör- uggar skorður, mundi það baka þeim þann kostnað, er þeir fengju ekki stað ist. Ennfremur mundu slíkar skorður skemmast við sprengingarnar og gera þær erfiðari. Þegar farið verður að grafa í miðbæn- um, milli Tjarnarinnar og sjávar, getur ef til vill orðið nauðsynlegt að setja þéttar skorður við skurðahliðarnar, þar sem mór er sagt, að jarðvegurinn sé mjög laus á þessu svæði. Það mundi samt verða talsverður kostnaðarauki annaðhvort fyrir bæjarsjóð eða einstaka menn, sem helzt ber að komast hjá, ef auðið er. Um eldsvoðahættuna er það að segja, að hún er ekki meiri hér en í öðrum bæjum úti um heim og eg hefi aldrei heyrt fyr, að sú ástæða hafi verið til færð gegn lagningu gas- og vatnspípna. Hér í Keykjavlk eru göturnar þó sæmi- lega breiðar og ef á þarf að halda má fljótt gera þær færar. í mórgum göml- um bæjum í Norðurálfu, einkanlega í gömlum kastalaborgum, eru göturnar svo þröngar og bugðóttar, að þær lok- ast alveg þegar leggja skal pípur undir vatn, gas eða skólp, og íbúarnir verða þá að fara að húsabaki og út í aðrar götur. Sá ótti, sem hér hefir komið til orða, er ekki til sóma fyrir þá bæjarbúa, sem kvartað hafa, og eg get að eins ráðið þeim til að vera enn varkárari en áð- ur með eld og Ijós og halda ekki brenn- ur meðan á þessu verki stendur. Þá er umkvörtunin um pípurnar, sem liggja á götunum. Sá maður, sem tekið hefir að sér lagningu pípnanna, hefir samkvæmt almennri venju heim- ild til að flytja pípurnar áður en byrj- að er á skurðgrefti, og hann hefir kom- ið pípunum vel fyrir; en í þeirri leðju sem er á götunum, hljóta þær auðvitað að óhreinkast, og séu þær látnar utan við akbrautina, þá er þar alstaðar vatns- rensli, skólp og saur; og séu pípurnar annan daginn teknar upp úr rennunum, þá er þeim velt ofan í þær aftur hinn daginn. Það gerir nú samt engan skaða, að pípurnar séu óhreinar að utan; það verða þær hvort sem er, og að innan verða þær áreiðanlega hreinsaðar. Áður en farið verður að nota pípurnar, verð- ur eins og alstaðar er gert, allir bruna hanar bæjarins opnaðir og vatnið látið streyma með fullum hraða um pípurn- ar dag og nótt, þangað til ekki er auð- ið að finna nokkur óhreinindi í vatninu. Að öllum líkindum mun verða nokkurt tjörubragð að vatniim fyrst í stað, sem stafar af því, að pípuruar eru asfalter- aðar að innan; en þetta mun hverfa að hálfum mánuði liðnum. Allar þær umkvartanir, sem Bæjar- búi ber fram, bera vott um skort hans á þekkingu og reynslu. Það er auðvit- að ekki nú bezti tími árs til að fram- kvæma pípnalagningu. Annarstaðar er byrjað á slíku verki að vorinu og unn- ið til hausts. Það er bæði erfiðara og kostnaðarsamara að vinna þetta að vetr- inum til, auk þess sem verkinu miðar ekki eins fljótt áfram; en þeir met}n, sem eru að vekja æsingar gegn verkinu, mega vita, að aðalhugsunin með vetrar- vinnunni er að reyna að bæta úr at vinnuleysinu í bænum. Með miklum erfiðleikum hefir verið útvegað svo mikið af verkfærum, að unt er sem stendur að veita um 250 manna vinnu. En það er heldur ekki hægt lengur að fá nokkurt verkfæri í bænum eða grend við hann. Það er þá fyrst hægt að koma fleiri mönnum að, er hamrar þeir og borastál, sem pantað hefir verið, kemur til bæjarins. Þegar verið er að fást við stór alls- herjarfyrirtæki, eins og vatnsveituna, og mjög veltur á því um kostnaðinn, að það takist vel, er nauðsynlegt að allir góðir borgarar sóu samtaka og stuðli að því, að unnið geti orðið að því í friði. Þá menn, sem af hégóm- legum og persónulegum hvötum vilja reyna að æsa menn gegn slíku verki og tefja framkvæmd þess, þegar búið er að samþykkja það og byrjað er á því, mætti með réttu telja slæma borgara og háskagripi. Reykjavík, 12. nóvember 1908. Holger A. Hansen. Vatnsveitunefndin hefir beðið um að þess væri getið hér í blaðinu út af einni af mörgum röngum aðfinslum í áminstu málgagni, að þar sem á stöku stað sé miklu grynnra á vatnspípum í jörðu en til er tekið í reglunum um frágang á pípulagningunni og nauðsyn- legt er vegna frosta, þá só það ekki annað en að óbúið er að svo stöddu að gera jörfa þar yfir, svo háan, sem þarf til, að 4—5 fet verði niður að pípunni; það er gert þar, sem klappir eru undir, af þeirri einföldu ástæðu og hverjum manni skiljanlegri, að það er mikill sparnaður —, sprenging á klöppunum miklu dyrari. Þetta vita allir og skilji, sem þekki nokkurn skapaðan hlut til vatnsveitugerðar. Nýjar oísóknir. Stjórnarblöðin hafa byrjað á nýrri fit um rannsóknir dularfullra fyrir- brigða. Reykjavík og Lögrétta flytja greinar fullar af ásökunum og aðdróttunum um svik til okkar Indriða Indriðasonar. Inn í þær er prjónað miður góðgjarn- legum ummælum um Björn Jónsson og Skúla Thoroddsen. Og yfirleitt er öll þsssi rannsókn svívirt. Vestri kvað flytja lesendum sínutn eitthvað svipað. Greinarnar í Reykjavík og Lögréttu hefi eg lesið. Vestra hefi eg ekki séð. Og af skiljanlegum ástæðum hirði eg ekki um að hafa fyrir því að útvega mér hann. Vitanlega væri okkur I. I. auðvelt að fá ritstjóra blaðanna dæmda. 111- mælin eru ótvíræð. En við ætlum að fresta því að minsta kosti, og sjá hverju fram vindur. Mér eru mála- ferli ógeðfeld. Mér er engin hug- svölun að því, að eigendur Reykja- víkur og Lögréttu borgi einhverjar sektir fyrir Magnús Blöndal og Þor- stein Gíslason. Ekki væri mér held- ur nein ánægja að því, að þeir væri látnir inn, ef eigendur þeirra vildu koma sér undan gjaldinu. Það mundi koma þyngst niður á saklausum vanda- mönnum þeirra. I. I. lítur eitthvað líkt á málið. Auðvitað getum við orðið til máls- höfðunar neyddir. En við frestum henni í lengstu lög. Meðfram líka vegna þess, að við, og allir, sem unna rannsókn dular- fullra fyrirbrigða, mega vera blöðun- um þakklátir fyrir árásina, þó að ekki væri til hennar stofnað í góðum til- gangi. Illmæli þeirra hafa orðið til- efni til þess, að nokkurir af mest málsmetandi mönnum þessa bæjar hafa tekið sig saman um að gefa út yfirlýsing þá, sem prentuð er á öðr- um stað í ísafold í dag. Svo mikinn stuðning út á við hefir það mál aldrei fengið enn hér á iandi, sem verið er að svívirða. Eg get að mestu látið mér nægja að vísa til þeirrar yfirlýsingar; eg veit að hún vekur hina mestu athygli úti um alt land. Ef það er af heimsku einni, að eg hefi sannfærst um að dularfull fyrirbrigði gerist, þá er eg í góðum félagskap með þá fákænsku, ekki að eins i veröldinni yfirleitt, heldur og á þessu landi. Og ef við I. I. erum að hafa svik í frammi í þessu máli, þá hlýtur íslenzk þjóð að vera furðu-einföld. Enginn mun halda því fram, að mennirnir, sem undir yfirlýsinguna hafa skrifað, séu ekki meðalmenn að vitsmunum, eftir því sem gerist hér á landi. Og við I. I. ættum þá að vera svo slungnir snill- ingar, að stjórnarblöðunum hlyti að þykja mikils um vert, ef við gætum leikið á slíka menn viku eftir viku og ár eftir ár. Samt ætla eg að bæta við fáeinum athugasemdum til leiðréttingar og skýr- ingarauka. Eg ætla að reyna að gera það svo góðlátlega, sem farið hefði verið að mér með stillingu og kurt- eisi, eins og góðum drengjum samir, en ekki með illmælum, svikabrigzlum og hegningarlaga-hótunum. Mér finst það samboðnast því félagi, sem hefir sýnt mér þá sæmd að kjósa mig for- mann sinn, og þeim málstað, sem ekki allfáir menn hér á landi og annar- staðar telja mest um vert af öllu, sem verið er að ræða í heiminum. Og eg ætla þá fyrst að taka það fram, að eg hefi' ekki haft atvinnu af rannsókn dularfullra fyrirbrigða, eins og blöðin segja. Eg hefi lagt í söl- urnar fyrir hana þann tíma og það litla fé, sem eg hefi séð mér fært. Það fé, sem greitt hefir verið fyrir tilraunafundi úti um landið, hefi eg ekki fengið. Og Indriði Indriðason ekki heldur. Ekki nokkurn eyri. Hann er í þjón- ustu Tilraunafélagsins, og má ekki halda tilraunafundi án þess leyfis. Síðastliðið vor var Tilraunafélagið beð- ið um hann norðan af Akureyri. Fé- lagið gerði kost á því, gegn því að greitt væri fyrir ferð hans svo mikið, sem svaraði ferðakostnaði. Að þvi var gengið nyrðra. Meðan hann var á Akureyri, kom beiðni um að hann kæmi til Húsavíkur og félaginu boðið ákveðið gjald fyrir. Eg gekk að því fyrir félagsins hönd. Þegar eg fór vestur í síðasta mán- uði, slóst I. I. í förina, með ráði Til- raunafélagsins, tií þess að finna einn félagsmann vestra. Honum var ekki ætlað að halda neina fundi í þeirri ferð annarstaðar en á heimili þess manns, sem för hans var heitið til. En á þrem stöðum var sótt svo fast að fá tilraunafundi, að mér þótti rangt að skorast undan. En mér þótti, eftir atvikum, alveg rangt að hleypa mönn- um að slíkum fundum endurgjalds- laust. Minni tryggingu gat félagið ekki heimtað á ókunnum stöðum fyrir því, að um fund væri beðið af ein- lægni og alvöru, en þá, að menn vildu eitthvað láta af hendi rakna. Enda gerðu menn það fúslega. Peningunum, sem greiddir voru í báðum þessum ferðum, var gjaldkera Tilraunafélagsins skilað, þegar við komum heim. Svona er þetta mál vaxið. Og þetta er um atvinnu mína af rann- sókn dularfullra fyrirbrigða að segja. Þá skal eg taka það fram, að sögur þær, sem blöðin eru að segja um lif- andi menn, sem hafi átt að gera vart við sig á fundum, af því að 1.1. hafi haldið að þeir væru andaðir, eru allar tilhæfulausar. Hjá honum hefir það aldrei við borið, að lifandi menn hafi verið sagðir andaðir. Sérstaklega skal eg taka það fram, út af því, sem í Lögr. stendur, að á einum fundin- um vestra var spurt eftir Þórði í Hala, og sá ósýnilegur gestur, sem talaði, sagðist ekkert um þann mann vita, hvort hann væri lífs eða liðinn. Ekki er heldur til neinn flugufótur þess, að I. I. hafi sést »hjálpa« af stað stól, eins og Rvíkin segir, né neinum þeirra hluta, sem fluttir hafa verið til á fundum. Þar á móti eru nú á hverjum fundi nægar sannanir þess, að hlutir eru fluttir til af ein- hverjum öflum, sem við vitum ekki, hver eru, þegar I. I. situr kyr á stól og haldið er utan urn hann. Lögr. virðist skilja það, að I. I. geti ekki flutt hluti langt, meðan Skúli Thoroddsen heldur utan um hann. En hún er svo góðgjörn að drótta því að mér, að eg muni hafa flutt til þá hluti, sem I. I. gat ekki flutt. Og hún kemur með þá spurn- ingu, hvar eg hafi þá verið. Mér er alls ekkert ógeðfelt að svara þeirri spurningu. Eg sat á milli tveggja fundarmanna. Til dæmis að taka sat eg á ísafjarðarfundinum við hliðina á sýslumanni og bæjarfógeta þar. Lögr. getur reynt að spyrja hann, hvort eg muni hafa verið vald- ur að flutningunum þar. Þá skal eg svara þeirri spurmngu, hvers vegna ekki séu haldnir hér í Reykjavik slíkir fundir, sem haldnir hafa verið vestra. Hér eru haldnir Tilraunafélagsfundir tvisvar í viku. Á þá fundi geta allir komið, sem langar til að koma þangað og Til- raunaíélagið langar til að fá á fundi sína. Þá er eftir að svara þeirri aðfinslu, að Stefán skólameistari Stefánsson hafi ekki fengið aðgöngu að Akur- eyrarfundinum, né frú Bríet Bjarn- héðinsdóttir að Húsavikurfundinum. A Akureyrarfundinum var vist tugum manna vísað frá vegna þrengsla. Og þó að Stefán Stefánsson sé einn af mínum beztu vinum, er mér ókunnugt um það, að hann hafi neitt til unnið i pessií tnáli, að hann sé látinn ganga fyrir öðrum. Á Húsavíkurfundinum var líka alt of fult. Og ekki var sjá- anleg brýn nauðsyn þess, að þar væri að auka þrengsli kona, sem heima átti í Reykjavík og átti þess jafnan kost að fara þess á leit við Tilrauna- félagið að koma á fundi þess. — Þá held eg, að þvi sé öllu svarað, sem í þessum greinum stendur og þörf er að svara — nema ef vera sky'idi þeirri fjarstæðu, að rannsókn- irnar hafi verið notaðar óspart í kosn- ingabaráttunni siðastliðið sumar, sem Reykjavíkin fullyrðir. Eg veit ekki, hvernig það hefði átt að gera. Og i þvi mun ekki heldur nokkur annar maður botna, sá er hugmynd hefir um tilraunafundina. Eg læt mér skiljast það, að stjórnar- blöðunum sé vorkunn, eins og nú er komið fyrir þeim. Sjálfsagt hafa þau mikla þörf á einhverju æsingaefni. En eg vil skjóta því að þeim til íhugunar, í allri vinsemd, hvort petta efni muni vera sem hentugast. Hingað til hefir það sýnilega ekki reynst sem bezt. Það hefir verið notað ósleitilega. Og hver er árang- urinn? Stendur flokkur þeirra betur að vígi eftir undangengnar ofsóknir en áður en byrjað var á þeim ? Lögr. kannast jafnvel sjálf við það, að ýmsir ætlist til þess, að við æðsta embætti landsins taki maður, sem verið hefir í Tilraunafélaginu síðan er það var stofnað. Það er eins og hana óri fyrir því, —- þó að henni þyki það kynlegt, — að þjóðin muni ekki meta nokkurn mann minna fyrir það, þótt hann standi við það í öllum efnum, sem hann telur satt og rétt. Stjórnmála-árangur hefir enn eng- inn o.rðið þessum blöðum í hag af ofsóknum þeirra gegn rantisókn dular- fullra fyrirbrigða. ÞaÖ hljóta þau að sjá. Og ekki hafa ofsóknirnar heldur getað hnekt starfi Tilraunafélagsins. Það hefir aldrei verið með öðrum eins blóma og nú. Aldrei staðið jafnvel að vigi eins og einmitt eftir þessar síðustu svivirðingar. Hvað er þá á þessum látum að græða? Hugsa blöðin sér, að meira muni ávinnast eftirleiðis? Nú er fjöldi manna, sem er þeim sammála i stjórnmálum, orðinn hlyntur rannsóknunum, og sumum þeirra eru þær mjög hjartfólgnar. Því að mikill ókunnugleika-misskilningur er það hjá þeim, að halda að samhugurinn með þessu máli skiftist eftir stjórnmála- flokkum. Með illmælunum særa þau suma af mætustu mönnum flokks sins, alveg eins og suma andstæðinga sina. Og renna þau aldrei grun í, að betri hluti þjóðarinnar sé orðinn sár- leiður á þessu illinda-gjammi, hvoru megin sem menn annars skipa sér um aðalefni málsins; Getur þeim ekki skilist það, að góðir og skynsamir menn með þjóð vorri muni líta svo á, sem það mál eigi að ræða með rökum og skyn- semd, en ekki með rógi og svivirð- ingurn, sem ekki að eins nokkurir af beztu mönnum þessarar þjóðar telja afar-mikilsvert, eftir nákvæma og langa rannsókn, heldur og miljónir manna úti um allan hinn mentaða heim; og þar á meðal ekki allfáir af nafnkend- ustu vísindamönnum heimsins. Eg geri ekki annað en spyrja. Og mér getur staðið alveg á sama, hverju svarað er. Einar Hjorleifsson. |>að bar til í fyrra vetur eiuhvern tírna, að eg meiddi mig lítils háttar á höfði og hafði bundið um það nokkra daga. Slysið varð heima hjá mér, brotnaði undir mér stóll, og skall eg á hnakkann á gluggakisturönd, svo að sprakk fyrir. Jpetta, að eg sást ganga með bund ið um höfuð, hefir verið notað nýlega í ráðgjafamálgagninu hér, þessu sem hann á sjálfur eittbvað í eða hefir átt, að smíðarefni í þá skáldsögu, að höf- uðmeiðslið hafi stafað af áverka á Tilraunafélagsfundi af hendi miðils þ; ss er félagið notar að jafnaði, — stafað’ af sviksamlegu athæfi hans þar, sem lýst er eitthvað frekara, af skáldlegu hugviti höf. Mér kæmi vitaskuld ekki óvart, þó að hið göfuga málgagn, er hér á hlut að máli, eða þeir sern að því standa, lýstu frásögn mfna um atvik að áminstu, lítílfjörlegu slysi eintóm ósann- indi. Bn þá eiga þeir við það óhapp að stríða, meinlegt óhapp þeim til handa, að eg er hér ekki einn til frá- sagnar, heldur var vottur að því, er eg meiddi mig þetta, héraðslæknir G u ð- raundur Hannesson. Hann var staddur inni hjá mér, og hann batt. um sárið þegar í stað. —Annað skifti en þetta eina hefi eg ekki meitt mig á höfði og haft bundið um það á eftir, frá því er eg man fyrst eftir mér, og getur því ekki verið hér ueitt um að villast. Evfk 12/u ’08. B. J. ritstj. Gull-leitin i Eskihlið. Hér kom í kynnisför í sumar vest- an frá Alaska íslenzkur gullnemi Svein- björn Guðjohnscn frá Húsavík. Hann dvaldist nyrðra fram á haustið, hjá ættfólki sínu þar, en er nú hingað kominn fyrir nokkrum vikum, á leið til Dantnerkur og þaðan vestur uni haf aftur. Það mun hverjum manni hafa flog- ið í hug, er hann heyrði getið ferðar þessa manns og ber fyrir brjósti að eitthvað spretti upp af þeim vísi til málmnáms, sem hér hefir bólað á lít- ils háttar, að þarna væri maðurinn, sern ráðgast þyrfti við um gull-leitina og neyta hans fulltingis til hennar, ef hann gæfi kost á sér. Hann hefir fengist við gullnám vestra tíu ár und- anfarin, er skýrleiksmaður og vask- leikamaður mikill, afgóðu, þjóðkunnu bergi brotinn og af öllum borið bezta orð, þeim er til hans þekkja. Þar þurfti því ekki að kvíða neinum blekkingum né vankunnáttu-vitleysum. Og eru það dýrmætir kostir þar, sem svo stendur á, að leggja þarf í stórfeng- legt fyrirtæki af svo sem engri þekk- ingu, hvorki verklegri né hins vegar. Nú hefir ísafold sem aðrir beðið eftir því til lengstra laga, að stjórn félags þess, Málms, er hefir tekið að sér málmleitina hér í Eskihlið (Vatns- mýrinni), leitaði máls við hr. Svb. G. um leiðbeining og fulltingi. En það er ekki orðið enn, og er meira að segja ekki annað sýnilegt en að hún liafi beinlínis first viðtal við hann um það mál, — lætur ekki finna sig á þeim tíma, er hún hafði sjálf til tekið til slíks viðtals I Líkar nú félagsmönnum þetta? Finst þeim engin þörf á að fá hald- inn fund í málinu núna áður en hr. Svb. G. leggur á stað héðan, sem verður í miðri næstu viku, 18. þ. m. og að mælast til við hann, að hann komi á þann fund? ísafold hirðir ekki um að svo stöddu að fara frekari orðum um þetta

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.