Ísafold - 18.11.1908, Side 1

Ísafold - 18.11.1908, Side 1
Kemur út ýmist einu sinni eða fcvisvar l viku, Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr.; er- lendis 5 kr. eða l1/* dollar; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaas viö blaöib. Afgreiösla: Austurstrœti 8. XXXV. árg. Reykjavík miðvikudagiun 18. nóv. 1908. 71. tölublað I. O. O. F. 891120872- Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spital. Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—21/* og 61/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* síöd. riandakofc6kirkja. íjtuösþi.91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6. Landsbankinn 10 4/a—21/*. P-^kastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—B ogr l -6. Lundsskjalasal'nið á þi a., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12, Náttúrugripa-ain á sd. 2—3. Tannlækning ók.i Pósthússtr. 14,l.ogS.ind. 11— Faxaílöabáturinn Ingölfur fer til Borgarness nóv. 24. 28.; des. 3. 9. 13. 20. Keflavíkur des. 6. 16. 18. 28. Ógoldin orgelgjöld til dóm- kirkjunnar fyrir árið 1907 verða tekin lögtaki, ef þau eru ekki greidd til Kristjáns Þorgrímssonar, innheimtu- manns þeirra, innan 14 daga. Fyrir hönd sóknarnefndar K. Zimsen. Heilbrigð stjórn. Réttlátri, ósérplæginni og viturri stjórn á hver þjóð heimting á, — svo réttlátri, svo ósérplæginni og svo viturri, sem tök eru á. Hver þjóð á tilkall til, að henni sé stjórnað eftir því, sem h e n n i sjálfri hagar bezt og ekki öðrum. Hver sá stjórnandi er sekur við þjóð sína, er miðar alt við sína hagsmuni og sinna vildarvina, en ekki hennar, — lætur hennar gagn sitja á hakanum, ef í milli ber. Það er glæpur við þjóð, að líta á upphefð og völd yíir henni eins og hlunnindi þeim til handa, er þau hafa, — eins og tækifæri til að lifa daglega í dýrlegum fagnaði, lifa fyrir munn og maga og hvers konar lystisemdir, at- hafnalítill í þarfir þess lýðs, er þjóna ber af fremsta mætti og kunnáttu. Réttlát stjórn fer ekki i manngreinar- álit. Hún hagar ekki úrskurðum sín- um eftir því, hvort í hlut eiga vinir hennar og gæðingar, eða hinir, sem hún hefir ímugust á af hinum og þessum annarlegum hvötum, öðrum en þeim, er snerta heill lands og lýðs. Hennar vinir eru þeir, sem þjóðinni vilja og geta unnið gagn, en þeir óvinir, sem henni gera skaða. Em- bætti skipar hún jafnan hinum nýt- ustu mönnum, sem kostur er á, en fer þar hvorki eftir annan veg undir kominni vild né venzlum, hversu illa sem þeir eru stöðunni vaxnir fyrir flestra hluta sakir, er óvönduð tekur fram yfir aðra. Vitur stjórn og vel að sér ger, ötul og ástundunarsöm er við það vakin og sofin, er landinu horfir til þrifa í hvivetna. Hún sniður þjóðinni stakk eftir vexti í öllum tilkostnaði, beitir hyggilegri sparsemi, lætur nauðsynjar ganga fyrir munaði, hlynnir að fram- leiðslumagni landsins, eyðir sem minstu í skartgripi, hleypir henni ekki í skuldir að nauðsynjalausu. Hún fer að eins og hygginn frumbýlingur, er metur meira að koma aimennilega fyrir sig fótum, koma sér upp bjargvænlegum bústofni og láta hann ekki fara um koll, heldur en að eignast vegleg húsa- kynni og berast mikið á 1 veitingum eða í klæðaburði. Ekki á sú þjóð skilið að vera sjálfri sér ráðandi, sem lætur heigulshátt og misskilda góðsemi, vorkunnsemi við óvitra og ónýta stjórnendur koma sér til að mæla þeim bót og una því, að þeir stofni henni í voða með ótrygð við lög hennar og rétt, með ófram- sýni og léttúð, með glæfralegri sóunar- semi, ' Því að stjórnendur þjóðar eru til hennar vegna, en hún ekki fyrir þá. Það hefir vitur maður sagt, að stjórn- málaþroska þjóðar megi mildu fremur marka á því, hvort hún lætur stjórn sinni haldast ekki uppi neinskonarrang- læti né aðrir óknyttir í stjórnarfram- ferði, heldur en hinu, hve vel hún gengur frá stjórnfrelsi sínu með lögum. Aðdáanleg stjórnarlög er ónýtt þing, ef þá skortir dáð og drengskap til að láta beita þeim, er þeirra eiga að njóta. Hvað skal rögurn manni langt vopn ? Þeir eru að jafnaði fiknastir í völd og upphefð, sem minst hafa með að gera, annað en að svala hégómagirni sinni eða munaðarfýsn. Þeir eru oftast þaulsætnastir í valdasessi, sem þar gera minst gagn. Þeir hafa sér við hönd óhlutvanda vildarmenn, er syngja þeim ótæpt lof og dýrð, kalla þá hverjum manni meiri stjórnvitringa og þjóðinni þarfari, til þess eins, að mata s i n n krók og lauga sig í geislum valdasólarinnar, meðan við nýtur. Þá fyrst lærist þjóð að skipa vel til valda, er henni skilst, að þau eiga ekki að vera og mega ekki vera brauð handa þurftugum, heldur umboð handa þeim, er bezt fara með þau og láta gott eitt af sér leiða þar, eftir því sem þeir hafa orku til og vitsmuni. Þeim mönnum er jafnframt næsta ljúft að láta völd sín af hendi, er þeir vita sig eigi kunna með þau að fara til fullra nota. Þeim mönnum er fjarri skapi að halda völdum í almennings óþökk. Þann veg er góðri stjórn farið. Þ a ð er heilbrigð stjórn. f -----=*ss----- Skipstrand á Fossfjöru. Tiu menn bjargast, en tveir deyja af þreytu, hungri og kulda. I’aö var kl. 3 aðfaranótt miðvikudags- ins 4. þ. m., er enskur botnvörpungur frá Húll strandaði á Fossfjöru í Hörgs- landshreppi í Y.-Skaftafellssýslu, hór um bil 800 faðma fyrir austan P r e m - i e r, sem strandaði í fyrra á Hörgs- landsfjöru, ogörskamt fyrir austan Veiði- ós, sem svo er nefndur og sóst á öllum íslandsuppdráttum. Skipið heitir J a p a n, merkt H. 550, er 84 smálestir á stærð og 126 feta langt, 4 ára gamalt. Skipstjóri Charles Cook. Skipið hafði lagt á stað í þessa ferð frá Húll á laugardagsmorguninn 31. okt. ki. 9, og vissi eigi fyr af landi að segja en hann sigldi þarna á það; og var að koman heldur kuldaleg. Ofsaveður var, með bleytukafaldi til lands, svo að gránaði jörð, og ólmlátar öldur Atlanzhafs, sem enginn getur gert sór hugmyr.d um, er hefir ekki sjálfur horft á hamfarir þeirra, veltu sér hvítfyssandi yfir skipið, er það kendi grunns, og hóf það hærra og hæria, um leið og það nötraði alt og hrikti í hverju tré fra þilfari niður í kjalsog, eins og það mundi þá og þegar liðast sundur. En járnbolur þess stenzt allar árásir Ægis; og að síðustu er skipið komið svo hátt, að holskeflurnar brotna fyrir aftan það, og faldur þeirra og brimlöðrið nær að eins að ganga yfir þilfarið. Þá fyrst áræða skipverjar að koma upp úr skipinu og fara að bjarga sór á land smámsaman eftir því sem út fellur undan skipinu, því um háflóð var, er það strandaði. Og eftir margar tílraunir og nóga hrakninga tekst það; og loks standa þeir allir 12 lifandi í fjörunni og lofa guð fyrir lífgjöfina. En óvistlegt er þar fyrir þá, hrakta og svanga ; þeir hafa vakað alla nótt- ina og engis neytt, og engu hafa þeir getað bjargað með sór á land. En ofan við fjöruborðið sór í svartan vegg, sem er sandbylurinn, litlu mun betri hinum alræmda öræfasandbyl, er Samum nefnist. En ekki er til góðs að bíða þarna, sem þeir eru komnir; og þó að óárenni- legt só að leggja út í lemjandi sand- bylinn, þá er það þó eina lífsvonin, því einhverstaðar í þeirri átt er bygða að leita og líknandi mannhjálpar. Upp á líf og dauða er því lagt á stað út í sortann, þó að sandurinn lemji andlitið og íylli svo augun og önnur skilningarvit, að óvönum liggi við köfn- un, og verði þeir nær ringlaðir. Svo er þá haldið áfram um hríð. En hamingjunni só lof: þarna kom- um við að vatni, og þá minkar sand- bylurinn. En hvað e r það 1 Er það stöðu- vatn eða lón inn úr sjónum 1 Það sór hvergi fyrir endann á þessu vatni nó yfir um það. Smágert jökuldustið fyllir alt loftið og lokar fyrir alt útsýni. Hversu lengi sem með þessu vatni er gengið, sór aldrei fyrir endann á því. Það er því nauðugur einn kostur, að leggja út í þetta óþekta vatn og reyna að komast yfir um það. En þá taka við nýjar þrautir; vatnið er ekki djúpt, víða ekki nema í kálfa og hnó; en þó sökkva þeir fólagar öðru hvoru i mitt læri og stundum upp í mitti eða meira. Sandbleyta, — sandbleyta heitir þessi óvættur, sem smádregur allan mátt og þrek úr skipbrotsmönnum; þeir vita ekki nema þeir sökkvi á kaf þá og þeg- ar ; þeir halda til vinstri handar, síðan til hægri, þá beint áfram, en hvergi verður hún umflúin, og er þeir líta aft- ur, er vatn að sjá í allar áttir. Það verður þvi að taka til áttavitans, og halda áfram með hans hjálp. Lcks eftir langa mæðu og þrautir sjá þeir til lands; en það er ekki annað en nokkurir sandkollar (melabætur), sem standa upp úr vatninu, og í þeim og úr þeim skefur sandinn. Eun er lagt á stað til hinna næstu, og brátt sór ekki annað en þessa kolla, hvert sem litið er, og vatn á milli, sem geymir sandbleytuna. Nú er eldurinn tvöfaldur, sem vaða þarf í gegnum : sandbylurinn og sand- bleytan, og það ekki ofurlitla stund, heldur tímum saman, í bálviðri ög slag- veðursrigningu. Stígvólin klofhá, rosabullurnar, eru full af vatni og sandi, og auka ekki lít- ið á erfiðið, en hungrið sverfur að og bítur fast í innýflin. Enn sér ekki votta fyrir neinni breyt- ingu. Þá kviknar hræðslan um, að þeir sóu orðnir viltir, og þá greinir á, skipstjóra og stýrimann, um, hvert skuli stefna. Þeirri deilu lýkur svo, að flokkurinn skiftist, og fylgja 5 menn skipstjóra og aðrir 5 stýrimanni. Halda hverir sína leið. Skipstjóri og hans förunautar halda áfram til þess er þeir rekast á staur (stiku) með spjaldi, er bendir í aðra átt en þeir fóru. Þeir hafa stefnt í norð- ur og austur. En spjaldið á stikunni bendir norður og vestur. — Skipstjóri breytir því stefnu sinni, og heldur í þá átt. Hann reynir að halda stefnunni, eftir því sem spjaldið benti til. Eftir nokkurn tíma koma þeir að annari stiku og á spjaldinu á henni eru sýnd 3 bæjarþil, og ör sýnir stefn- una, sem halda skal. Það glaðnar held- ur yfir hópnum, og vonin, sem var far- in að dofna, lifnar óðum og færir nýjan þrótt 1 nær aflvana limu skipbrotsmanna. Þeir eru nú orðnir ekki nema 5 í hópn- um: einn hefir dregist aftur úr og er týndur; það er annar stýrimaður. Hver hefir átt nóg með sig, og öll samhygð virðist hafa verið hoifin. Nú er komið innan stundar á gras; og enn hitta þeir fyrir stiku, sem bein- ir í rótta átt. Þó verða þeir að halda áfram meira en 1/2 stund enn, og ekki sór til bæja, þvl loftið er £ult af jökul- dusti. Síðustu afltaugarnar eru að verða lómagna. Einn hásetinn hnígur niður, en kemst á fætur aftur og staulast áfram. Þá dettur annar, en skreiðist á legg aftur og eigrar áfram á eftir hin- um eins og höfuðsóttarkind. Nú dettur sá fyrsti aftur, og það hvað eftir annað. Hann er kominn að þrot- um. Hann finnur, að hann getur ekki staðið upp aftur nema tvisvar eða þris- var og ekki eigrað nema órfáar mínútur. En þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Hann heyrir gleðióp, lítur upp og sér nokkra faðma fram undan sór gráa brunahraunsbrún og undir henni bæinn með þremur þiljunum, Orustustaði á Brunasandi, þar sem skipbrotsmennirn- ir af Friðrik, þýzka botnvörpungnum, komu fyrir nokkrum árum, kalnir á fótum, og þar sem heima á hinn mis kuunsami Samverji og gæðakonan, sem mennirnir kölnu, eins hinir elztu, sem hinir yngstu, kölluðu mömmu sína, þegar hún kom síðar að finna þá, þar sem þeir lágu í sárum sínum á Breiða- bólstað á Síðu. Nú eru þrautirnar á euda fyrir þeim; og því skil eg við þá, en læt þess get- ið áður, að stikurnar, sem skipstjóri sjálfur hefir sagt mór að bjargað hafi lífi þeirra allra, er komust heim að Or- ustustöðum^þær hefir Thomsen kon- s ú 11 látið reisa alt frá Hvalsíki og heim að Orustustöðum, til leiðbeiningar fyrir skipsbrotsmenn austan af Skeiðarársandi. Hefðu þeir haldið þeirri stefnunni, sem þeir höfðu, er þeir hittu stikuna, sem sýndi þeim rótta leið til bæja, þá hefðu þeii komist að Hverfisfljótsvatna- klasanum, og ekki fundist þann dag, og þá orðið úti og króknað um nóttina af þreytu, hungri og kulda, allir hold- votir. Nú er þar til að taka, er fyr var frá horfið, um þá stýrimaun og hans fólaga. Þá bregðum vór oss frá Orustustöðum eina bæjarleið í suður og vestur á Bruna- sandinn. Þar fram á sléttlendinu langt frá hrauninu, er bær, sem heitir á Slótta- bóli. Þar búa myndarhjón og eiga 6 drengi; 2 eru yfir fermingu. Þennan dag eru þeir hjá föður sínum við fjár- hús, er stauda nokkuru sunnar en bær- inn. Hann var að láta jötufjalir í þau. Þá sór annar yngsti drengurinn mann suður á sléttunni, sem honum þykir bera sig einkennilega, legst niður annað veifið, en stendur upp hitt. Drengurinn hleypur til föður síns og segir honum, hvað fyrir hann bar. Bóndi veit, að þar er engra manna von, sízt í þessu veðri; þetta vissi að sjó, en frá allri bygð. Hann tekur tvo hesta og ríður þang- að, er maðurinn er að eigra. Þar eru þá komnir tveir þeirra, er fylgt höfðu stýri- manni. Þeir eru aðfram komuir báðir og hafði annar lagst fyrir. Þeir höfðu ekki tekið eftir bænum. Bóndi setur þá upp á eyki sína og flytur heim til sín. Fer því næst að leita fleiri með vinnumanni sínum og elztu drengjunum. Eftir nokkra leit finnur hann enn 3 þeirra 5, er með stýrimanni höfðu farið, 1 fyrst og 2 síðar í annari átt. Hann hafði þá með sér flóaða nýmjólk, með því að hinir, sem fyrst fundust, bárust svo illa af vegna hungurs. En stýrimaður fanst eigi. Myrkur og nótt datt yfir áður meira yrði að gert. En frá Orustustöðum var búið að tilkynna hreppstjóra tíðindin; og þá er skilist hafði af bendingum, að 12 hefðu þeir verið saman í upphafi fólagar, en ekki voru nema 10 fundnir, voru gerðir 10 menn þegar í dögun dag- inn eftir að leita hinna, stýrimannanna beggja. Þeir fundu daginn þann fyrsta stýrimann eða líkið af honum, réttara sagt, í einni melabótinni. Hann lá upp f loft með vitin full af sandi. Hann hafði auðsjáanlega örmaguast og dáið af þreytu, hungri og vosbúð. Hinn manninn fundu þeir ekki. Var því leitað næsta dag af 5 mönnum. Þeir fundu ekkert. Og / dag eru 4 að leita. Þeir höfPi ekkert fundið um miðjan dag; síðan hef eg eigi frótt. Vitanlega getur ekki á tvennu leikið um forlög hans. Dáinn af hungri, þreytu og kulda. Tveir menn á bezta -skeiði aldurs síns deyja þarna hörmuleg- um dauða, og þó hefði verið auðvelt að afstýra því. Lítill vafi á því, að þeir væri báðir á lífi, ef verið hefði skipbrots- mannahæli þarna í nánd. Líkt og það, sem er á Kálfafellsmelum á Skeiðarár- sandi. Staðurinn er þarna rótt hjá, sem til- búinn af forsjóninni til að setja á húsið; hanu heitir Mávabót og er rótt utan við Veiðiós, sóst ágætlega á landsuppdrætti mælingamannanna. Eg hefi bent Thomsen á þenna stað, að þar hagaði vel til að reisa hæli fyr- ir menn, er biöu skipbrot milli Hval- síkis og Skaftárós. Hann hefir reynt að vekja áhuga manna á þessu máli, og gefið sjálfur gott dæmi með hælinu, sem hann hefir reist á Skeiðarársandi. En þeim hefir ekki skilist, að hór væri um verulega þörf að tefla. En nú hafa verkiu sýnt merkin. Þeir finna ekki til þessa, sem sitja inni í heitum húsum í óveðrunum eða byljunum, sem skipbrotsmenn hreppa á þessum voðalegu öræfum. Ef útlend fiskifólög, sem þetta mál stendur næst, vilja eigl hjálpast að, að koma upp þessu hæli í Mávabót og öðru hæli og vita á Ingólfshöfða, sem er bráða- nauðsynlegur, þá verður þing og stjórn að hlaupa að einhverju leyti undir bagga til að hrinda þessu áfram. Látum ekki fleiri mannslífum verða fórnað á altari ómannúðar og framtaks- leysis. Prestbakka á Síðu 7. nóv. 1908. Magnús Bjarnarson. Áramót hins evangelisk- Júterska kirkjufélags ís- lendinga i Vestnrheimi, 1908. F j ó r ð a á r. Ritstjóri: B j ö r n B. Jó n s s 0 n. Kirkjuþingið þeirra síðasta vakti ó- vanalega mikla athygli fyrir meðferð- ina á skólamálinu. Og fregnir um þau málalok hefir ísafold flutt í sum- ar. í sjálfu kirkjuþingsritinu, sem nú er fyrir nokkuru hingað komið, er lítið sem ekkert skýrt frá þeim um- ræðum, né umræðum um önnur mál, er rædd voru á þinginu. Áramót flytja að eins stutt ágrip af þingskýrslunni. Það ágrip er eftir hinn nýja forseta kirkjufélagsins, síra Björn B. Jónsson, og endar á fremur smeðjulegum þakk- lætisorðum til hins gamla forseta, síra Jóns Bjarnasonar. Vissulega á hann þakkir skilið fyrir margt, sem hann hefir unnið þar vestra að kristindóms- málum um dagana, þótt hann sé nú á síðustu árum tekinn að verða þar til tálmunar og þrándur í götu and- legra framfara. En mikið má það vera, ef honum finnast ekki sjálfum þessi ummæli eftirmanns sins væmin. Ritið byrjar á ritstjóraspjalli. Ritstjórinn furðar sig á því, að ekki skuli kirkjan hér heima á Fróni hrista af sér ríkis-hlekkina, þar sem frelsis- hreyfingarnar séu þó svo miklar í stjórnmálunum, og heldur mjög ein- hliða fram kostum fríkirkju. í því sambandi mætti minna hann á, að dæmi það, sem kirkjuþingin tvö síð- ustu hafa gefið, eru fremur fráfælandi heldur en hitt í augum kirkjunnar hér heima. Reynslan hefir sýnt, að ofsi og þröngsýni eiga enn öruggara skjól á síðari árum í fríkirkjunum en þjóð- kirkjunum. Frelsið með öðrum orð- um minna þar. Og langt er frá því, að nokkurar sönnur séu á það færð- ar, að kristindómur landa vorra vestra sé sannari eða risti dýpra en kristinna manna hér heima, þótt háreystin sé minni hér. En sú kirkjan er bezt, sem gerir mennitia bezta. Ritstjórinn hefir og lagt til í þennan árgang ritsins ali-langa ritgerð um Ágsborgarjátningu. Hún er aðallega um það, hvernig það játn- ingarrit er til orðið. Eftir síra Jón Bjarnason er þar fyrirlestur eða inngangsræða um gildi trúarjátninganna, ein hin furðulegasta ritgerð, er eg minn- ist að hafa lesið. 1 henni eru öllu trúarlegu eða kirkjulegu frelsi sagt strið á hendur. Alla kenning prest- * anna á að rígbinda við margra alda gamlar trúarjátningar kirkjunnar. Kenn- ingarfrelsi presta er með öllu afneitað,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.