Ísafold - 27.01.1909, Page 2

Ísafold - 27.01.1909, Page 2
14 ISAFOLD Samhjalp. Bók Krapotkins. A árinu nýja er liðin hálf öld síð- an er Charles Darwin, höfundur lif- fræðinnar nýju og frumþróunarrann- sókna, gaf út Uppruna tegundanna, aldarinnar affaramesta ritverk; bók, sem allar mentaðar þjóðir eiga á sinni tungu — aðrir en íslendingar. — Einhver merkasti þáttur hennar er um náttúruvalið. Nátturan velur úr til lifsins þá einstaklinga, sem bezt komast af i líjsbaráttunui. En hverir eru þeir? Lærisveinar Darwins hafa ekki ósjaldan gert tilgátur hans að fullyrðingum sínum, og eins hér; hafa talið aflmestu einstaklingana vera hæfasta til þess, og gert miklu meira úr þeirri tilgátu en hann sjálfur. Fyrir sex árum kom út bók um það mál á ensku eftir P. Krapotkin fursta, rússneska rithöfundinn nafn- fræga, fræðimann i náttúrusögu og þegnfélagsvísindum. Það er bókin sem hér verður frá skýrt: Mutual aid — Samhjálp. Samhjálpin, félagslyndið — það er einkenni þeirra einstaklinga, sem verða fyrir náttúruvalinu, bera hæstan hlut í baráttu lífsins. Ekki aflið, heldur samhjálpin. Þróttmestu einstaklingar verða undir í baráttunni, ef þeir eru ófélagslyndir. Þeir sem aflminstir eru hafa betur, ráða niðurlögum hinna, ef þeir leggja saman og hjálpast að. Fyrir samhjálpinni stenzt ekki afls- munurinn; hún er sterkasta aflið i baráttu lífsins. Um þar er bókin; það á hún að sanna. I. Samhjáip meðal skepna. Höf. sýnir fram á, hve því fari fjarri, að Darwin hafi skotist yfir þetta atriði, hvers konar samfélag þróist bezt. — Það samfélag, sem á sér mest- an fjölda af samúðarmestum félögum, mun þróast bezt og verða mestra af- kvæma auðið, ritar Darwin í bók sinni um Ætterni mannkynsins. Eins og þúsundir heilsulítilla og sjúkra skálda, vísindamanna, hugvits- manna og nýmælaskörunga, auk ann- arra þúsunda svo nefndra flóna og heilaveiklaðra vinglara séu ekki ein- hver dýrmætustu vopnin, sem mað- urinn beitir í baráttu lífsins, vitsmuna baráttu og siðferðis; Darwin hefir sjálfur tekið þetta fram í nýnefndri bók. — Til þess að sanna, að skoðanir höf. á náttúrunni standi heima við sann- reyndirnar sjálfar, gagna dæmin bezt, dæmi úr dýraríkinu og lífi þeirra manna, sem standa náttúrunni næstir, villimanna. Höf. telur sæg af slíkum dæmum. Smæstu skordýr hlíta samhjálp svo sem náttúrulögmáli, engu síður en stærri skepnur. Um bjöllur má færa til ótvírætt dæmi um samhjálp meðal hrægrafara. Þau dýr þurfa að hafa rotnunarhrúgu til að verpa í, svo að lirfan nái í næring. En hrúgan má ekki leysast upp of fljótt. Því eru þau vön að grafa niður hræ alls konar smádýra, sem þau rekast á. Venjulega lifa þær einangruðu lífi; en rekist einhver á dauða mús eða fugl, sem hún fær illa komið ein niður í jörðina, kallar hún á aðrar bjöllur tii að hjálpa sér. Þurfi þess við, draga þær dýrið þang- að sem jarðvegurinn er nógu gljúpur til graftar og búa þar um það sem bezt þeim er og hentugast, og metast aldrei um, hverjum skuli hlotnast hreiður í hræinu grafna. Því hefir verið veitt athygli um almennan krabba á því tímabili, sem hann skiftir skurn, að hann lætur annan skurnharðan krabba halda á vörð fyrir óvinum, er kynni að verða nærgöngulir þeim, sem skurnin er mjúk á og óhörðnuð, og þar með varnarlausir að öllu. Líf mauranna er alt ein óslitin sam- hjálp; þeir vinna alt í sameiningu, hjálpa til að ala upp afkvæmið, safna vistum, gera göng o. s. frv. En þó er það einna einkennilegast um marg- ar maurategundir, að hver og einn maur er skyldur til að deila fæðu — jafnvel þó að hann sé búinn að gleypa hana og farinn að melta, — deila henni við hvern félaga, sem er úr samfélaginu, þess er hennar þarfnast. Þegar tveir maurar hittast, hvor af sínu kyni eða fjandsamlegu hreiðri, forðast þeir hvor annan; en þegar hinir hittast, sem vingjarnlegt er í milli eða eru úr sama samfélagi, skift- ast þeir á hreyfingum með fálmurun- um, og sé annar þeirra svangur eða þyrstur, biður hann undir eins um mat, ekki sízt ef hinn er með fullan magann. Maurinn sem beðinn er, synjar aldrei; hann opnar munninn, kemur sér í mátulegar stellingar og ælir upp gagnsæjum vökva, sem svang- ur félagi hans sýgur í sig. — Sumir náttúrufræðingar halda, að meltingar- færum mauranna sé skift i tvo hluti, eftri hlutinn sé handa einstaklingnum sjálfum, hinn fyrir samfélagið. Saddan maur, sem synjar félaga sínum um fæðu, er farið með ver en nokkurn óvin. Synji hann þess á meðan hinir maurarnir eiga í höggi við óskyldar tegundir, ráðast þeir eftir-á á þennan singjarna félaga með enn meiri ofsa en þeir gerðu á óvin- inn. Og þegar einhver maur hefir gefið öðrum mauri fæðu, sem heima á i fjandsamlegu hreiðri, er farið með hann svo sem vin af frændum hans. Þetta er sannað af nákvæmri og áreið- anlegri rannsókn. Maurar eru geysi-herskáir. Engi- sprettur, fiðrildi, mý og flugur, alt flýr þá. Og alt þeirra afl er fólgið í þessu eina, samhjálpinni. Að vitsmunum til eru þeir efstir í skordýraflokknum, eru hugaðir ekki síður en hvert hrygg- dýr, og heilaskapnaður þeirra einhver dásamlegasti útbúnaður, sem til er, að því er Darwin telur, ef til vill enn dásamlegri en heili mannsins; og svo skyldi þetta alt vera að þakka því, sem er langlíklegast, hvað þeir er fé- lagslyndir: að samhjálpin hver við annan hefirútrýmt baráttunni hvers við annan í samfélagi þeirra. Og svona er um samhjálpina upp eftir öllum dýraflokkum, upp til manns- ins og að honum meðtöldum. Dæmin eru deginum ljósari um fugla, þegar þeir eru að veiða sér til matar, að þá leggja þeir saman, gera hópinn sterkan og stæðilegan fyrir að- vífandi atlögum, hjálpast að um alt og skifta með sér veiðinni. Það er svo alkunnugt, að dæmi um það eru óþörf. Það eru sannreyndir, sem allir kann- ast við. Öflugustu ránfuglar verða máttlausir fyrir minstu fuglum, þegar þeir ráðast á þá samtaka — og það jafnvel annar eins fiðurgrettir og grimmur fugl sem örninn er, er borið getur héra eða unga antilópu i klónum. Páfagaukar eru allra fugla félags- lyndastir, og eiga óefað því að þakka hitt, hvað þeir eru gæddir miklum og nærri mannlegum vitsmunum. — — Og svona er um röðina upp eftir. Þau dýr, sem næst standa mannin- um að öllum hæfileikum, eru þau sem eru félagslyndust; það fer saman. Svo er um apana. Flestum þeirra liður illa nema þeir séu stöðugum samvistum við kyn- bræður sína. Neyðaróp eins apa safnar saman öllum hópnum á svip- stuudu. 1 dýraríkinu mæranna í milli er samhj álpin öflugust af öllu því, sem eflir þróun og framfarir. Hver einasti smáblettur að kalla í vornáttúrunni, hvert gerði, hver lund- ur, hver melur og mói, hvert smá- sker, hvert stöðuvatn, hver tjörn er þá vottur um samhjálparinnar mikla magn, um aflið og þrekdirfðina og óttaleysið, sem hún veitir hverri lif- andi skepnu, hversu magnlitlar og varn- arlausar sem þær kunna að vera ein og ein. Og það er skiljanlegt. Andlegur og líkamlegur þróttur tveggja einstaklinga er öflugri í sam- lögum, heldur en hvor í sínu lagi. Samúðin sjálf, samruni krafta þeirra beggja skapar þrótt hins þriðja. Póstgufusklp Vesta (Gottfredsen) kom nokkuð á eftir áætlun i þetta sinn, 24. þ. m. að morgni, i stað 22. Farþegar 18 alls, aðallega útlendir verzlnnarerind- rekar, auk ráðgjafans og vestanmanna þriggja. Ennfremur frk. E. Kaaber, konu- efni Kleppslæknisins (Þ. Sv.). Um viðskiftalífið hér á landi er m i ð u r v e 1 bor- in sagan í norsku blaði Örebladet i Kristjaníu, i .f.m., í pistli frá tíðindamanni þess o. fl. norskra blaða, er heitir P. Lykke-Seest og ferðaðist hér um land í sumar. Hann gerir þar fyrst grein fyrir að- fluttum og útfluttum vörum það ár, er Landshagsskýrslur vorar ná síðast til. Telurupp þær vörutegundir, er vérfáum fráNorvegi, og þykir það vera helzti lit- ið. Kvartar um, að í skýrslum vor- um muni vera töluvert af norskum vörum eignað ýmist Dönum eða Bret- um, ef fluzt hefir í skipum þaðan, frá Danmörku eða Bretaveldi. Vill halda, að Norðmenn gætu hæglega kept við Dani um ýmsan varning, er flyzt landa í milli áður en hingað er sendur. En þá segist hann þurfa að gera athugasemd. Þá sem sé, að verzlnn- arástand sé ekki gott á landi hér um þessar mundir, og biður norska kaup- menn fara varlega i að lána óþektum íslenzkum verzlunum. Það er enginn vandi, segir hann, að koma varning sinum út á íslandi, en mjög erfitt að fá hann borgaðan. íslendingar eru ekki tiltakanlega vandir að hátterni í þeim efnum; það stendur ekki á þeim að kaupa, og vandfýsnir eru þeir og heimtufrekir; en greiðsiu á andvirð- inu finst þeim ekkert liggja á; hún getur beðið þangað til síðar, oft þang- að til býsna-löngu siðar. Þá Islend- inga, sem vilja'ekki borga út í hönd, er því naumast ráð að koma sér í viðskifti við. Og þá vil eg koma hér með alvar- lega viðvörun. Yfir landið hefir gengið nýlega gróðabrallstið. Hún stóð árin 1902 — 1906; þá endaði hún á skyndilegu hruni. Hið hastarlega gróðrabrallsuppþot átti sér enga rót í aukinni velmegun, heldur átti það að sumu leyti skylt við stjórnfrelsislega og þjóðernislega lyfting þá, er þá var vakin. Þá var stofnuð ný verzlun með útlendu vinnufé, íslands banki (1903), er lánaði peninga í allar áttir. Blöðin létu mikið yfir viðrrcisn landsins, nýrri framfaraöld, og lánþegar létu ekki á sér standa. Þeir ruku til að koma sér upp húsum að nauðsynja- lausu, stofnuðu verksmiðjur, sem eng- in þörf var á, keyptu lóðir til að græða á þeim, lögðu niður fiskibáta sínaog keyptu sér nýjar skútur þess í stað, er þörfnuðust fleira fólks og dýrara útbúnaðar. Þeim óx ekkert í augum. Þar til er bankanum fór ekki að lítast á blikuna og hann tók fyrir lánin. Og það sýndi sig þá, að framfarirnar voru ekki annað en hjóm, er hjaðnaði eins og vindbóla, og hlaut að hjaðna. Nú situr ís- lands-banki uppi með mikið af verð- bréfum, sem eru engis virði og hvorki eru greiddir af vextir né afborganir; húsagerðar-hitasóttin er horfin og verk- smiðjurnar hættar; þetta var ekki annað en skýjaborgir undirstöðulausar. Veruleg og áreiðanleg efnahagsvið- reisn á íslandi kemur ekki til neinna mála öðru vísi en í sambandi við landbúnaðarframfarir. Það er hin QÍna örugga undirstaða; sjávarafli er miklu fremur eins og hlutavelta. Reykjavík er nú orðin svo freklega húsuð, að nægja mun fyllilega næstu árin, þvi bærinn mun naumast vaxa að fólksfjölda um fram það sem vana- legt er. Verksmiðjur þær, sem var komið á stað vegna húsagerðarsóttar- innar, eru nú aðgerðarlausar, með því að þær voru ekki til annars en að styðja gróðabrallið, meðan það stóð. Mér er samt sagt úr áreiðanlegum stað, að tveir íslenzkir fésýslumenn, sem hafa verið viðriðnir gróðabrallið, hafi aflað sér fjár í Norvegi til þess að halda verksmiðjunum áfram. Það er talað um tólf milj. kr. Hér kem eg með viðvör- u n m í n a. Eg hygg, að því norsku fé sé ekki hyggilega varið. Eg ætla að því muni vera alveg glatað. Og eg vil skjóta því til norskra auðmanna, sem hafa lagt út í þetta, — þetta hlutafélagsgróðabrall —, að hugsa sig um, áður en það er um seinan, og afla sér frekari og áreiðan- legrar vitneskju um, hvernig til hagar. Eg styð viðvörun mína bæði við það sem eg hefi veitt eftirtekt sjálfur, og við samtal við meiri háttar íslenzka verzlunarhöfðingja, sem eru þeim málum kunnugastir. * * * Svo mörg eru sannleiks(?) orð Aust- mannsins þessa, sem þykist geta talað eins og sá er vald hefir — þótt ekki hafi hann gert nema rekið hér inn nefið allra snöggvast. Og er það að vísu engin nýlunda af útlendum ferðamönnum. Skyldi m. a. þessir íslenzku verzl- unarhöfðingjar, sem hann ber fyrir sig, ekki vera danskir kynblendingar, ef ekki aldanskir? Enginn vafi er á því, að þetta sam- sull af sönnu og ósönnu stórspillir viðskiftum milli vor og Norðmanna; og er margt ólíklegra en að greinin sé beint innblásin af einhverjum dönsk- um höfðingja, sem einu gildir, að ekki gerist of dátt með oss og Norðmönn- um um þessar mundir. Hyað nu er að frétta. Svo spyr nú margur maður. Og þarf í engar grafgötur að ganga um, hvað við er átt — að ekki er átt við almenn tíðindi. útlend eða innlend, heldur það eitt, sem nú býr ríkast í brjósti hverjum hugsandi og þjóðrækn- um íslending. Það er málið mikla, sambandsmálið, sem allir eiga við. Kemur hann með einhverja umbót á frumvarpinu, ráðgjafinn okkar? Hvað hefir honum orðið ágengt í utanför sinni um það eða annað? Kemur hann jafnnær? Eða hefir hann nokkurn tíma ætlað sér að koma öðru vísi en jafnnær í því máli? Er það ekki skilyrði þess, að hann sé í náðinni hjá Dönum áfram og haldi völdum, — er það ekki sjálfsagt skilyrði þess, að hann berjist fyrir nefndarfrumvarpinu óhögguðu ? Það eitt er Dönum þóknanlegt og annað ekki. Kemur hann nú með þingrofsheimild vasanum, eða hvað? Eða — ætlar hann nú að fara frá orðalaust í þingbyrjun, hvort sem hann fær vantraustsyfirlýsingu í móti sér eða ekki? Eða ætlar hann að reyna fyrst, hvort ekki tekst að kljúfa andstæðingaflokk- inn, i tvent eða þrent, svo að rætist þetta, sem hann hefir skáldað í eyru d ö n s k u mömmu, að hann v æ r i klofinn ? Þessu er engu hægt að svara að svo stöddu. Það er hulinn leyndar- dómur. Það getur ekki heitið svar, þótt fyrir hafi borið úr stjórnarliðsherbúð- unum, að þingrofi sé hann og hans félagar afhuga, og mun það vera svo að skilja, ef satt er, að honum hafi verið synjað um það á hæstu stöðum, ekki þótt árennilegt, að fara að rjúfa ' nýkosið þing. Það fylgir og þessum kvitt, að maðurinn hugsi til að sleppa völdum þegar í þingbyrjun, hvort sem hann fær nokkra bending um það eða ekki. En ekki er þetta að neinu hafandi að svo stöddu, hvorki af né á. Dáinn er fyrir fám dögum héraðslæknir Strandamanna, Guðm. Scheving, hátt á fimtugs aldri, f. 1861, sonur Bjarna heitins sýslum. Magnússonar (f 1876) og konu hans frú Hildar Bjarnadóttur amtmanns Thorarensen, sem enn lifir — bróðir Páls Vídalíns Skagfirðinga- sýslumanns. Hann var kvæntur danskri konu, er lifir mann sinn, barnlaus. Kjalarness-bátstapinn. Pilturinn, Betn druknaði með þeim Gnðmnndi hrepp- stjóra frú Esjubergi 20. þ. m. og var frú Hæðarenda 4 Seltjarnarnesi, hafði heitið Sigurður (e k k i Magnús) Sveinsson (Ei- riksBOnar, bónda ú Hæðarenda). Hefir ver- ið farið bræðravilt. f I Feneyjum. PerðapÍ8tlar ettir mag. Guðmund, Finribogason. IV. A þessu torgi fanst mér eg skilja hin dulspöku orð um meistaraverk húsgerðarlistarinnar, að þau séu »frosn- ir hljómar«. Mér fanst líka alt af að Markúsar- torg væri meira en torg, það væri salur — stærsti salur í heimi, sam- komusalur Feneyinga. Veggirnir gerð- ir af manna höndum, en þakið blá- hvelfing himins, sem sýnist hvíla á þessum mikilfenglegu marmarabrúnum. Og hvar getur fegri hvelfingu, eða hvelfingu, sem á hverri stund fær ný- jar myndir og nýjan blæ ? Eg sá hana ljósbláa í sólskininu. Eg sá hana eitt kvöldið í þrumuveðri. Regnið féll í fossum, svo torgið varð eins og drif- inn sjór, skruggurnar drundu og leiftr- in riðu hvert af öðru og brugðu blá- hvítum ljóma yfir hvelfinguna, þar sem Markúsarkirkja kom fram úr myrkr- inu eins og dýrleg altaristafla. — Og eg sá hana um heiðskírt kvöld. Mér lá við að ljósta upp fagnaðarópi; svo fagurtær var bláminn. Eg hefi síðan leitað að þessum bláma í öllnm safír- um sem eg hefi séð, en engan fegri fundið. Feneyjar vita líka vel, hvers virði Markúsartorg er. Það er daglegur samkomusalur þeirra; þangað renna allir mannstraumarnir og þaðan falla þeir aftur. A öllum tímum dags er þar fleira eða færra af fólki, en flest á kvöldin og síðari hluta dags, þeg- ar menn ganga í búðir, etida virðist þá sem það sé aðalstarf borgarbúa. Auðvitað er erfitt á að gizka, hve margt af þessum búðargestum eru út- lendingar, því af þeim er jafnan urm- ull í Feneyjum. Á sumarkvöldin kl. 8^/2—iol/j er hljóðfærasláttur (her- liðsflokks) á torginu, eða þá stundum á Litla-torgi eða Riva degli Schiavoni, sem alt liggur saman. Koma þá allir sem vetlingi geta valdið til að hlusta á og hreyfa sig í kvöldblíðunni, eða fá sér hressingu frammi fyrir kaffihús- unum. Eitt af því, sem alt af mætir aug- anu á Markúsartorgi, er dúfnahópur- inn, sem þar hefst við. Þessar dúfur hafa átt sér þar óðal síðan 877. Það var siður að sleppa dúfum út úr for- dyri Markúsarkirkju eftir guðsþjón- ustu á pálmasunnudag. Þeim var gert erfitt fyrir um flugið með pappírs- fjötrum og fólkinu leyft að elta þær uppi. Þær sem náðust voru fitaðar, og étnar á páskunum. Hinar, sem undan komust, leituðu sér hælis upp um kirkjuþakið og uku þar kyn sitt. Fengu þær smámsaman á sig eins konar helgi og voru fóðraðar á ríkis kostnað, alt til loka lýðveldisins. Þeg- ar það leið undir lok, komust þær á vonarvöl og féllu margar úr hungri. Einhver hefðarfrú varð til að arfleiða þær að eigum sínum; en nú lifa þær góðu lífi á góðgerðasemi tr.anna, ekki sízt útlendinga. Þar má alt af sjá einhvern umkringdan af þessari spöku hjörð, sem sezt á herðar manna og höfuð og etur úr lófa þeirra. En hræddur er eg um, að þeir helgu og háu herrar, sem standa í marmara uppi á Markúsarkirkju, þyrftu að þvo sér eftir blíðlæti blessaðra dúfn- anna, sem gera sér sýnilega dælt við þá — ef þeir væri ekki úr steini. Það eru viðbrigði að koma til Fen- eyja úr vagnaskrölti og skarkala ann- arra borga. Manni bregður svo við að þurfa aldrei að líta i kringum sig til að gá að, hvort ekki komi spor- vagn, hestavagn, vélavagn eða reiðhjól þeysandi með þeim elskulega ásetn- ingi, að sletta heila grandvaralausra manna um steinbrúna. Hér má fara í hægðum sínum ótta- laust og áhyggjulaust og njóta þess, sem fyrir augun ber, ogí hverju spori ber eitthvað einkennilegt fyrir, eitt- hvað, sem mannshöndin hefir mótað með list og smekkvísi, eða þá spegil- mynd þess niðri í álnum. Það kynni að vera að maður viltist stundum, því ekki er auðratað í fyrstu um allar þessar mjóu götur, er kvíslast eins og rangalar í allar áttir, og enda svo stundum við einhvern álinn, sem ekki ’ verður yfir komist bátlaust, eða á torgi fram undan einhverri kirkju, sem mað-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.