Ísafold - 30.01.1909, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.01.1909, Blaðsíða 2
18 ISAFOLD lega raiklu heldur fella það en sara. þykkja óbreytt, ef ekki væri neraa um það tvent að velja. En mikilsvirtur kjósandi í Hafnar- firði lagði þá spurningu fyrir hann, hvort hann mundi greiða atkvæði raeð frumvarpinu óbreyttu, ef ekki væri um fleira en tvent að tefla: að sam- þykkja það eða fella. Dr. Valtýr kvaðst þá greiða atkvæði með því. Öll þessi framkoma var svo óljós og tvíræð, að auðsjáanlega hefði ekki verið nokkur vegur fyrir dr. Valtý að ná kosningu í hinu gamla kjör- dæmi sínu. Hann hvarf líka frá þvi að hugsa til þess og fór af laudi burt. Og hann lét það uppi við ritstjóra þessa blaðs, áður en hann fór, að hann mundi ekki leita kosningar neinstaðar að sinni. Sama segir hann dönskum blaðamönnum eftir heimkomuna til Khafnar. Ekki verður þetta áform samt hald- betra en svo, að hann leitar kosningar á Seyðisfirði, — leitar hennar að flokks- stjórninni fornspurðri gegn mikils- virtum sjálfstæðismanni, sem átti al- veg vísa kosningu þar, ef dr. Valtýr hefði ekki komið með sitt framboð. Hann kvartar undan því, að ein- hverir í Reykjavík hafi lagt sér það illa út og talið sig »stjórnarliða« og »innlimunarmann«. Oss liggur við að spyrja, hvort honum finnist ekki sjálfum, að þeim mönnum væ.ri nokkur vorkunn, sem létu sér slíkt til hugar koma í kosningaundirbúningnum, eftir því sem á undan var gengið. En til þess að ganga úr skugga um afstöðu dr. V. G. í sambandsmálinu^ eins og hún var þá orðin, fekk ísa- fold sér símritaða stefnuskrá þá, sem hann hafði sent til Seyðisfjárðar um leið og hann bauð sig fram, — þó ekki fyr en nokkuru eftir að kosning var um garð gengin og eftir mikla rekistefnu áður. Enda lék orð á, að um hana hefði verið leikið tveim sverðum fyrir kosningu, saql úr henni sitt hvað og sitt hverjum, en aldrei birt þá; og var það lagt svo út, sem refar þeir hefði verið til þess skornir, að afla þingmannsefninn fylgis úr báð- um flokkum. En vel gat það hafa verið gert án vilja hans og vitundar; verið kænskubragð umboðsmanns hans. Þar, í téðri stefnuskrá, tekur hann það loksins fram, að fáist ekki það ákvæði samþykt af stjórn og þingi Dana, að ísland sé viðurkent jidlveðja riki, pá eigi frumvarpið að falla. Þessi yfirlýsing kemur mjög illa heim við þá skýring, sem hann hafði ritað í ísafold. Og hún er alveg þveröfug við ummæli hans við kjós- andann í Hafnarfirði. ísafold hefir aldrei haft neina til- hneiging til þess að draga fjöður yfir það, sem dr. V. G. hefir unnið vel og þarflega í landsmálum vorum, og hefir það ekki enn. Hún hefði ekki heldur séð neina þörf á því að vera að rifja upp þessi hamskifti, ef dr. V. G. hefði látið sér nægja að leiðrétta það, sem honum þótti ranghermt í frásögninni af fundi Stúdentasamkund- unnar. En hitt dylst ísafold ekki, sem eng- um manni dylst, að menn, sem haga sér eins og dr. V. G. hagaði sér í sumar í mesta vandamáli þjóðarinnar, þeir hljóta að verða fyrir ómildum dómum, — jafnvel ómildari en þeir kunna stundum að hafa til unnið. Meðal annars mega þeir ekki kippa sér upp við það, að lagður sé trúnað- ur á undarleg ummæli, sem eftir þeim eru höfð, líka þegar þau ummæli fá nokkuð annan blæ í frásögninni, en á þeim hefir í raun og veru verið — eins og hér virðist hafa farið. Skipstrand. Enskan botnvörpung, er hér lá á höfn, nýkominn frá Grimsby, rak upp hérna á miðvikudagskvöldið (27.) í klettana við Klapparvör, og liggur þar nú hálffullur af sjó, með því að steinarnir standa gegnum skipsbotn- inn. Það heitir City of London. Nýju björgunarskipi er von á nú um helgina frá Danmörku, í stað Svöfu. Þá verður botnvörpung þessum eflaust náð út, ef hann fer ekki i spón áður. LaíHÍskjáSftarnir miklu. Á s k o r u n. Kæru landar! Yður er öllum kunnugt um hina miklu landskjálfta, er um áramótin gengu yfir Ítalíu. Eru þeir hinir óg- urlegustu og afdrifin hin voðalegustu fyrir land og lýð, er mannkynssagan veit af að segja. Víðs vegar um allan hinn mentaða heim gangast menn nú fyrir samskotum í þarfir hinna bág- stöddu, svo og hér í Danmörku. Væri nú ekki rétt, að einnig Islend- ingar réðust í þetta mikla mannúðar- verk, er aldrei hefir áður verið jafn- mikil þörf á? Auðvitað eru íslendingar fámenn þjóð og hafa ekki af jafnmiklu að miðla sem stórþjóðirnar; en hér er ekki eingöngu um fé að ræða. An efa mun það gleðja, hughreysta og hvetja hina bágstöddn, er þeir sjá, að jafnvel hin fjarlægustu þjóðfélög hlaupa undir bagga með þeim, er á ríður. Engu síður er það víst, að íslend- inga mun getið með sóma og virðing, er það spyrst, að þeir hafi tekið þátt í þessum samtökum. Ritstjórar, embættismenn og aðrir góðir menn munu sjálfsagt fúsir á, að veita fé viðtöku og senda áleiðis. Vilji nokkur senda mér, skal eg fúslega veita því viðtöku og koma því til ítalska sendiherrans í Höfn. Skal þá síðar meir gerð skilagrein í íslenzkum blöðum fyrir gjöfunum. Vonandi að önnur íslenzk blöð taki góðfúslega upp þessa áskorun og mæli með málinu. Með vinsemdarkveðju Adolf Niclassen, BÓknarprestur Norup pr. Otterup, Fjóni, Danmörk. Höf. þessarar áskorunar er stúdent frá Reykjavíkur lærSa skóla frá 1885, há-íslenzkur í anda, þótt danskur só aS ætt og uppruna, alinn upp á ísafirSi. £kki tölum vór um, hve stóránægju- legt væri, að geta oröið við áskorun hans, — hve einstaklega ætti vel viö, að landskjálftaland rótti landskjálftalandi hjálparhönd, — landskjálftaland, sem oft hefir hjálpar notið af öðrum þjóðum, er því hefir sams konar áfall að höndum borið. En mátturinn er því miður smár, ekki sízt nú, í fjárhagskröggum og pen- íngavandræðum. Mjög hætt við, að ár- angur af almennri samskotatilraun yrði bæði rýr og seintekinn. En hálf er hjálp und hvötum. Hin leiðin væri líklegri miklu, sem bent hefir verið á í öðru blaði, að þingið veitti dálitla fúlgu úr landssjóði. Þá gæti hjálpin komið fljótt og í einni fúlgu, sem yrði aldrei höfð svo lítil, ef farið væri til þess á annað borð, að ekki bæri þó dálítið á. Sjálf- sagt að senda hana beina leið, alveg fram hjá Dönum. Þeir mundu kalla hana aldanska, ef þeir fengi hana milli handa til afgreiðslu. Gaman að senda haua t. d. Helenu drotningu til útb/t- ingar, hinni vösku og hugðnæmu dóttur fjallaþjóðarinnar austan Adriahafs, er getið hefir sér skínandi frægðarorð fyr- ir framgöngu sína í hinum miklu nauð- um þegna sinna eftir landskjálftahörm- ungarnar. Fjárveitinguna mætti samþykkja í fjáraukalögum undir eins og þing kem- ur saman. Dæmin höfum vér fyrir oss um ýms þing annarra þjóða, er það hafa gert nú, t. d. sambandsþing Banda- rlkjamanna í Washington (3/4 milj. doll.), þing Grikkja, Spánverja, Búlgara, Serba. Það væri ólíkum mun ánægjulegra, að vita dálítinn skerf lagðan úr lands- sjóði í þá guðskistu, heldur en hneyksl- isfjárausturinn alræmda í sukkið og svallið við konungskomuna og hans föru- neytis hér í hitt eð fyrra. En athuga verður, hvað sem liður gjöfinni, og hvort sem hún verður stór (tiltölulega) eða smá, að ekki er hægt að gera þetta öðru vísi en með konungs samþykki, — samþykki konungs vors og Dana, með því að hann á löglegt samþyktaratkvæði um íslenzk fjárauka- lög sem önnur lög. Skautakapphlaupið á Tjörninni á morgun hefst kl. 2 (ekki 1), og kl. 6 verður verðlaun- um útbýtt á skautasvæðinu. Þeir verða 20, sem skeiðið þreyta. Dans- að á Tjörninni á eftir. Samhjálp. Bók Krapotkins. II. Samhjálp meðal villimanna og Barbara. Það væri þveröfugt við alt sem vér vitum um náttúruna, ef maður- inn væri eina undanþágan frá sam- hjálpar reglunni, svo varnarlaust sem mannkynið var á sínu frumskeiði. Langflestar apategundir eru félags- lyndar; örfáar eru það ekki, og það þær, sem fækkar smátt og smátt, ein- mitt af því (órangútan og górilla). Þær lifa í smám fjölskyldum, sem flakka um í skógum einar sér. Allar aðrar apategundir lifa í félagsskap. Darwin hafði svo opið auga á því, að apar sem lifðu einir sér mundu aldrei þróast það, að verða að mann- legum verum, að hann vildi heldur halda að maðurinn ætti ætt sína að rekja til svo tiltölulega táplítillar teg- undar sem chimpansinn er, en félags- lyndrar þó, heldur en t. d. til þrótt- mikillar, en ósamblendinnar górillu- tegundar. —• Það er óhætt að fullyrða, að ótamd- ir séreðlishættir — eigingirni — eru nútíðar mannfélagsmein, en ekki nein sérkenni frumtíðarmanna. — Skógarbúar í Afríku, villimenn, standa á afarlágu þroskastigi — svo lágu, að þeir búa ekki einu sinni í húsum, heldur sofa í jarðholum, sem þeir grafa niður og refta stundum einhverju yfir. Þó vitum vér það um skógarbúa, að þegar Evrópumenn komu þar fyrst, lifðu þeir í smáum kynflokkum, er oft voru í tcngslum sín í milli; að þeir voru vanir að veiða í samlögum og skifta fengnum þrætulaust; að þeir skildu aldrei særð- an mann einan eftir, og sýndu mikla vinsemd og hollustu félögum sínum. Liechtenstein (þýzkur dýrafræðingur og Afríkufari) segir frá einum skógar- búa, sem var rétt komin að druknun í fljóti, en varð þó bjargað af félög- um sínum. Þeir tóku af sér feldinn, og vöfðu honum um hann til að orna honum, en skulfu sjálfir af kulda; þeir þerruðu hann og neru við eldinn, smurðu líkama hans hlýrri feiti og héldu því áfram, þangað til þeim tókst að lífga hann við. Þegar skógarbúar geta fyrst komist í skilning um, að Evrópumenn séu þeim góðviljaðir, sýna þeir þeim hjart- næma vinsemd og hollustu. Um ást þeirra á börnum sínum ætti að vera nóg að geta þess, að þegar einhver Evrópumaður þóttist þurfa konu þaðan til ambáttar, stal hann barninu hennar; hann vissi þá eins og á fingrunum á sér, að móðir þess kæmi á eftir til að láta eitt yfir bæði ganga í ánauðinni, sig og barn- ið sitt. — Það mætti segja ótal dæmi um hjartnæmar tilfinningar milli villimanna og barna þeirra. Venjulega fóstra mæður börn sín þar til þau eru fjögra ára, og það er ekki dæmalaust, að móðir eða frænka stytti sér sjálf ald- ur til þess að fylgja barninu þegar það deyr og stunda það í öðrum heimi, —og svona mætti lengi telja. — Þegar vér vitutn jafnframt, að þess- ir ástúðlegu foreldrar myrða oftsinnis nýfædd börn sín, þá finst oss sem sú venja hljóti að vera komin á af hörðu skylduboði lífsþarfanna, það sé skylda við kynstofninn og ráð til að koma þó hinum upp, sem fá að lifa. Hitt hefir sannast, að foreldrar hætta að deyða börn sín undir eins og eitthvað ofurlítið rætist úr högum þeirra, og allar þeim hugsaulegar leið- ir eru fundnar upp til að þurfa þess ekki, og þyrma bömunum. Það er þekkingarleysi, menningar- leysi, en ekki grimd, sem ræður fyr- ir þessari venju. Og trúboðarnir mundu breyta betur og hyggilegar, ef þeir færðu þeim árlega birgðir af vistum og matvælum, í stað þess að vera að romsa yfir þeim langar sið- vöndunar-prédikanir. — Sama máli gegnir um föðurmorðin. Þegar villimaður sér, að hann er orð- inn kynstofni sínum til þyngsla, þegar hann verður að nærast daglega á því, sem börnin eiga að hafa — þau bera sig ekki jafnkarlmannlega og feður þeirra, þau orga þegar þau eru svöng — þegar verður að bera hann dag eftir dag á herðum sér um ógreið- færar merkur og grýttar strendur, þá fer hann að hafa upp fyrir sér sömu iaunatölurnar og rússneskt örvasa al- múgafólk gerir enn í dag: Tchujoi vek zayedayn, Para na pokoil (Eg lifi lífi annarra manna; nú er kominn tími til að hvílast). Og hann gerir það sem hver hermaður mundi gera, sem líkt stæði á fyrir. Þegar fjör og frelsi allrar hersveitarinnar er komið undir því, að hún geti haldið áfram, en hermaðurinn getur ekki fylgst með, og sér fyrir sér dauðann hvort sem er, þá biður hann félaga sinn, þann sem honum er heilhugaður, að veita sér síðasta greiðann, og skjálfandi hendi beinir vinur hans byssunni að deyjandi félaga sínum. Sama gera villimenn. Gamalmennið kýs sjálfur að deyja, hann vill ekki hliðra sér hjá þeirri síðustu skyldu við kynstofn- inn, og biður um samþykki hans; hann tekur sjálfur að sér gröfina og býður vandamönnum sínum til skilnaðarboðs. Faðir hans hefir gert hið sama á sinni tíð; nú er komið að honum. — Það er talin helg skylda, sem má ekki rjúfa. Þess eru dæmi um konu, sem átti að deyja á gröf bónda síns, en trúboði bjargaði við og kom henni heilu og höldnu til eyjar, að hún flýði burt þaðan um nótt og synti yfir um breitt fljót til þess að kom- ast aftur til kynsftokks síns og fá að deyja á leiði manns síns. Vesturevrópeiskir vísindamenn eru í vandræðum að koma slíkri siðleysis- venju villimanna heim við ættarsið- ferði á háu stigi, og leyfa sér að ef- ast mjög um frásögn sjálfra sjónar- vottanna í stað þess að leita að skýr- ingum á þessum tveim samfara sann- reyndum og andstæðum þó, að þeim finst. En ef þessir háu herrar segðu villimönnum, að í Norðurálfu séu til menn, frábærilega þýðii í viðmóti og þyki fjarska vænt um börn sín, og séu svo tilfinninganæmir, að þeir gráta í leikhúsinu, þegar einhverjum manni í leiknum er rangt gert til, en búa alt að einu við hliðina á fátækum þurfamönnum, og viti, að börnin þeirra manna deyi hópum saman af hungri og vanhirðu, ja, þá mundu villimenn ekki heldur skilja Norðurálfubúa I — Ef vísindamenn vorir hefðu lifað meðal kynstofns, sem verður að hálf- svelta og fær ekki annað til matar dögum saman en einn maður getur torgað, þá mundi hann fara að skilja venjur þeirra. Eins er um villimann- inn. Ef hann lifði vor á meðal og fengi vort uppeldi, þá mundi hann skilja vel kæruleysi Evrópumanna um nágranna þeirra. Næsti kafli í bókinni er um sam- hjálp meðal þeirra þjóða yfirleitt, er Rómverjar nefndu Barbara; hann er rannsókn á samfélagsþróun þeirra stig af stigi, þangað til komið er að nú- tíðartilhögun. Oll söguritun fram á þennan dag hefir verið mjög einhliða. Sólbjört og gleðileg samúðarhliðin á lífi mann- kynsins hefir verið gersamlega byrgð af öllu því, sem óskaplegast er og hræðilegast. Lesið mannkynssöguna I D ö k k u hliðinni er lýst út í hörg- ul, þar sem annaðhvort er drepið á hina, þá bjartari, eða látið sem hún sé ekki til. Hernaði, orustum, árekstri manna og þjóða, ofbeldisverkum og öllum hugsanlegum mannlegum þján- ingum, — því er lýst út í yztu æsar, leitað eins og að saumnál að því, sem getur gert það hryllilegast, en varla minst á þær ótölulegar aðgerðir, sem bera vott um samhjálp og fórn fyrir aðra, er vér þekkjum þó svo vel af reynslunni. Kjarnanum í voru dag- lega lífi: félagslegum eðlishvötum vor- um, er svo að kalla gengið fram hjá. Þessi einhliða og algerlega ranga söguritun hefir spilt stór-mikið fyrir réttum skilningi á öllu þróunarlögmáli. Og það Hður ekki á löngu áður en farið verður að hefja sögurannsókn frá nýjum upphafsstað, og grundvelli söguvísindanna verður gerbreytt.----- Sú mynd sem hugsfníðar vorar hafa dregið upp af Barbörum, svo sem mönnum er legið hafi í sífeldum ill- deilum og manndrápum sér til ánægju og engis annars, hún er jafn-fjarri öll- um sanni sem hitt, að villimenn séu ekki annað en blóðþyrst dýr. Réttarfarshugmyndum Barbara og villimanna svipar mjög saman. Hvor- irtveggja trúa, að morð eigi að gjalda með morði, sár með sári o. s. frv. Hefndin var heilög skylda, skylda við foreldrana, sem inna varð af hendi um bjartan daginn, aldrei koma fjand- manni að óvörum, og lýsa vígmu svo víða sem auðið er. Goðin sjálf voru þeim til fuiltingis, sem hefndir tóku. Siðar verður sú framför, að grafið er undan trúarsetningunni: Sár fyrir sár og blóð fyrir blóð, og farið er að taka bœtur fyrir þá, sem vegnir eru. Af öllum þeim dæmum sem höf. tekur til að sanna sem rammlegast samhjálp meðal Barbara, nefnum vér eitt um Kabýla (heimaþjóðina í Alzír í Afríku), þá er hann kveður svo að orði um, að alt þeirra líf sé gagnsýrt af samhjálpar-hugmyndinni. Það er til þess tekið um gjafmildi þeirra og hjálpsemi við snauða menn cg bágstadda, hvað hún sé mikil, hverir svo sem eru, vandalausir menn og al-ókunnir sem aðrir. Árin 1867—68, hallærisárin miklu í Alzír, tóku Kabýlar við öllum mönnum er þangað leituðu í þorpin og fæddu þá, af hvaða kynstofni sem voru. I al-e i n u héraði (Dellys) voru fæddir 12000 manna, er þar komu frá öllum landshlutum í Alzír, jafn- vel frá Marokko. Meðan fólk í Alzír lézt hrönnum saman af hungri hvar- vetna annarstaðar, kom ekki nokkurt hallæris-kast í neinum landshluta Kalýba. Sveitarfélögin sáu fyrir hjálp- inni, með því að ieggja sjálf til það sem nauðsynlegast var, og gerðu það án þess að krefjast nokkurs styrks af stjórninni eða bera sig upp undan því; þeir töldn það vera sína sjálfsagða skyldu. Meðan látin voru út ganga alls konar lögregluboð með evrópeiskum nýlendumönnum til að girða fyrir þjófnað og róstur, er hljótast rnundi af hinu mikla mannfjölda-aðstreymi, þá voru slíkar reglur alveg óþarfar með Kalýbum — það þurfti hvorki nokkurn styrk né neina vernd utan að. Fyrirlestraterö fór Einar Hjörleifsson ritstj. nýver- ið upp í Borgarfjörð, eftir ráðstöfun nefndar þeirrar, er stendur fyr- ir alþýðufræðslu Stúdentafélagsins (form. biskup Þ. B.). Hann flutti 2 erindi í ferðinni, er hann hefir nýsamið og annað heitir Skapstór- ar knnur (Bergþóra, Hallgerður, Guð- rún Osvífursdóttir), en hitt Sannleiks- ást, á 3 stöðum: Skipaskaga, Hvann- eyri og í Borgarnesi. Húsfylli var áheyr- enda á Skipaskaga og í Borgarnesi (og fram yfir það), enda hinn mesti rórnur gerður að rnáli hans. Fyrirlestrar- dagana á Hvanneyri var blindhríð, og kom þó fyrri daginn að allur Hvítár- bakkaskólinn. Síðara daginn (sunnud. 24.) var alófært veður, og hlýddi þá ekki þeim tíðum nema búnaðarskól- inn og annað heimafólk, sem er ærið margt. Valurinn danski þ. e. lslands Falk, kom hingað sunnudaginn var, 24. þ. m., frá Kaup- mannahöfn og Færeyjum. Nýr yfir- maður: E. J. G. Brockmeyer. Veðrátta vikuna frá 2.4—BO. janúar 1909. Rv. tf. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. Sunnd. H.4 -0.7 3,2 1.5 —06 0,5 5,6 Mánud. 1.6 0.7 1,6 0.7 —4,0 4.7 7,5 Þriðjd. 8.3 1.3 4,5 4,2 -0,9 4.2 5,5 Miðv<1. -0 ,& 0,9 6,6 0,6 —1,6 6,7 9,1 Fimtd. -0.3 -0.3 -0,5 —1.0 -26 4.1 6,4 Föstd. —2,5 -6,9 -6,9 -60 -9.0 -4,2 1.1 Laugd. 4,5 —5.3 -5,3 -5,5 —12,0 —6,2 -3,8 Rv. = Reykjavík; íf. = íaafjörður [nýbœtt viðl; Bl. = Blönduóg; Ak. = Akureyri; Gr. = Grirngstaöir; Sf. = Seyðisfjörður; Þh. = í»órshöfn i Færeyjum. Alþingi hefst 15. febr., svo sem kunnugt er. Sira Hálfdan prófasti Guðjóns- syni, 2. þm. Húnvetninga, er ætlað að stiga í stól undan þingsetningunni. Einn þingmaður, þeirra er langt eiga að, er kominn, — kom í gær- kveldi. Það er Gunnar Olafsson, kaupm. i Vík, þm. Vestur-Skaftfell- inga. Hann reið á 4 dögum heim- an frá sér; fekk beztu færð, rifahjarn, að eins nokkurn snjó á Hellisheiði. Hinir koma flesrir á s/s Ceres 10. febr.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.