Ísafold - 10.02.1909, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.02.1909, Blaðsíða 1
Kemur út ýmiat einu einni eúa tviayar i viku. Verð árp;. <80 arkir minst) 1 kr., er- lendia 5 kr. eða 1'/« dollar; borgiat fyrir nnð.jan júli (erlendia fyrir iram). ISAFOLD Uppsögn (akrifleg) bnndin vib áramót,, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi sknldlaus vib blabib. Afgreibsla: Austurstræti 8. XXXVI. árg. Reykjavík miðvikudaginn 10. febr. 1909. 8. tölublað I. O. O. F. 892i28y2. Augnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. ‘2—8 i spltal Forngripasafn opib á mvd. og ld. 11—12. íslandsbanki opinn 10—2 */* og ö1/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skriístofa frá 8 árd. til 10 slbd. Alm, fundir fsd. og sd. 8 V* siöd. Landakot&kirkja. Gubsþj.ðVa og 8 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 x/a—12 og é—5. Landsbankinn 10 V*—21/*. ^-nkastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—8 og Í -8. Landsskjalasafniö á þia., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasain (í landsb.safnsh.) á sd. 1 */■—21/*. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.ogB.md. 11- —' ' ........ " »_____L— Danskar hótanir. Gorgeir, fákœnska og einfeldni. Eftirfarandi listilcga hugvekju flytur eitt helzta blað Dana, Berlingur, i. f>. mán. Og er sýnilega ætlast til, að hún skjóti oss þeim voða-skelk í bringu, íslenzkum alþingismönnum, að vér þ o r u m ekki annað en að sam- þykkja nefndarfrumvarpið alræmda, Uppkastið sæla. Lesendur munu ganga fljótt úr skugga um, hver líkindi eru til að hún hafi þ a u áhrif og ekki þvert á móti. (Það eru feldar úr henni hér í íslenzku þýðingunni fáeinar setn- ingar hingað og þangað, þær er engu máli skifta). Þeir hafa furðað sig á því á Islandi, að dönsk blöð skuli ekki hafa rætt meira í vetur kosningarnar íslenzku og aðstöðu íslendinga við nefndar- frumvarpinu heldur en raun er á orð in. — Danmörk hefir látið íslandi í té meiri góðvild en gert mundi hafa nokkurt annað ríki í hennar sporum. En íslendingar hafa tekið því öðru- vísien nokkur óhlutdrægur maður hefði búist við, hérlendis eða nærlendis. ísland hefir verið svo slysið á mjög mikilsverðum timamótum, að eiga með- al stjórnmálamanna sinna óbilgjarna undirróðursseggi, er virðast meta meira persónuleg völd en velferð íslands. Og íslenzkir kjósendur hafa verið svo léttúðugir í sumar, að láta nefndar- frumvarpið falla með 12—1300 atkv. meiri-hluta. En það skulu Islendingar vita, áður farið er að fjalla um nefndarfrumvarp- ið á alþingi, að Danir ætla sér enn að samþykkja nefndarfrumvarpið ó- breytt og gera þar með skýlausa af- stöðu Danmerkur við Island. Það er ekki tii hér á landi nokkur stjórnmálamaður, sá er ekki veit, að Danmörk mundi hafa óhag af því í öllum atriðum, ef hún færi að sam- þykkja nefndarfrumvarpið, en að ís- lendingar mundu hafa einskæran hagn- að af því að sama skapi. Og það er sjálfsagt öllum Ijóst, að Danmörk af- salar sér réttindum og ríkismagni, því er íslandi — 80 þús. íbúa þess — mundi enginn vegur vera að hrófla við. Þar sem þó er haldið sér við nefnd- arfrumvarpið óbreytt, þrátt fyrir fjand- samlega frávísun og undirróður við Danmörku í íslenzkra stjórnarandstæð- inga flokki, þá er það af því, að stað- ið er við það sem nefndarmennirnir dönsku hafa heitið. Það eru íslend- ingar sjálfir, sem verða að taka á sig ábyrgðina á aðstöðu sinni við Upp- kastið og það er þar af hlýzt. Þeir skulu vita það, forkólfar stjórnarand- stæðinganna, að á þeim lendir ábyrgð- in gagnvart íslenzku þjóðinni og dómi sögunnar. Það er undir þeim kom- ið, hvort nú verður stutt að þvi eða spornað við þvi, að ísland verði við- urkent ríki í rikistengslum við Dan- mörku. Þeir hafa, stjórnarandstæðinga-for- ingjarnir íslenzku, sjálfir sagt dönsk- um stjórnmálamönnum til vegar, ef svo fer, að frumvarpið fellur á íslandi. Þeir hafa sagt, að réttastaða íslands eins og hún er nú væri betri en sú er því hlotnaðist með Uppkastinu. Þetta má herma upp á þá ef svo ber undir, og láta alt standa við sama. — Jafn-öruggir sem íslendingar geta verið um það, að þjóðerni þeirra og framförum inn á við mun ekki verða misboðið á nokkra lund af Dana hálfu, jafn-vísir mega þeir vera þess, að þeir munu ekki geta hróflað minstu vitund við stöðu íslands í ríkinu eða réttind- um Dana á íslandi eins og þau eru nú. Það er hættuleg úrræði fyrir ísland, er stjórnarandstæðingar héldu fram í sumar, því, að þeir ættu aðra leið til vara, þá, að halda sér við Gamla-sátt- mála. Og Danmörk mundi vaila missa neins í, þó að svo færi. Eftir Gamla-sáttmála getur konung- nr sem sé sett jarl yfir ísland. Kon- ungur íær allar skyldir íslands og óbundið f)árveitingarvald(I). Er það þetta, sem vakir fyrir stjórn- arandstæðingunum íslenzku ? Það halda víst margir íslendingar, að við séum allsendis ófróðir, Danir, um það, sem rætt og ritað er á ís- landi. En þar skjátlast þeim. —- — Hér í Danmörku er alment litið svo á, að ísland sé ekki færara um nú að vera sérstakt ríki heldur en það var á 13. öld. Danmörk getur 1000 sinnum fremur verið án Islands, en það án hennar. En Danmörk hefir ábyrgð á íslandi og rétt sinn andspænis íslandi. Danmörk getur ekki gert það fyrir sakir léttúðugrar íslenzkrar stjórnar- andstöðu, að láta íslendinga eiga sig og vita ekki nema það tapist Norður- löndum fyrir bragðið. Og i sambúð við ísland öldum saínan, bæði í blíðu og stríðu, hefir Danmörk hlotnast þau réttindi gagn- vart íslandi, sem enginn mun lá oss þótt vér viljum ekki sleppa. * * Hér er ekki rúm né tími til að fara langt i andmæli gegn þessnm samsetningi, sem hefir það sér til ágætis aðallega og öðru framar, að Danir slá sér þar beint á munninn um það, er þeir segja í ástæðunum við Uppkastið góða, að þeim sé mjög fjarri skapi að neyða upp á oss neinu yfirforræði. Þar logar upp úr hverri línu ótæpur yfirforræðisandi og mis- kunnargorgeirs. Þá er og ekki tiltakan- lega aðlaðandi japlið gamla á því, að stjórnarandstæðingar meti meira per- sónuleg völd en velferð landsins. Danir eru nú búnir að lifa við þing- stjórnarfrelsi nær 2 mannsaldra og eru þó enn að japia á græningjabrigzl- inu um, að engum geti annað gengið til allrarstjórnarbótarviðleitni en persónu- leg valdaííkn. ' Þar, í Danmörku, hafa aldrei verið alla þá tíð þeir amlóðar við stjórn, að þeir hafi ekki þurft að brigzla eða láta brigzla þeim, sem voru óánægðir við þá, um óviðráðanlega ílöngun í embætti þeiria. Hlægilegast af öllu hlægilegu í þessum samsetningi er þó það, að eftir Gamla-sáttmála eigi konungur alla skattheimtu af landinu og alt f]ár- veitingarvald I Það er orðið þetta lít- ið úr réttinum til 10 álna gjalds af hverjum skattbónda á landinu I Því, sem vér höfum sagt um, að hyggilegra væri að láta alt standa óhreyft eins og er um sambandið milli landanna, en að ganga að lands- réttindaafsali því, er Uppkastið í sér felur, er alt úr lagi fært. Það er ekki of mælt, að hér ægir saman gorgeir, fákænsku og einfeldni. Einfeldnin lýsir sér eigi hvað sízt í því, að ímynda sér að h ó t a n i r séu bezta ráðið til að laða oss til samkomulags og innlimunar. Það er lítið betra en þegar þeir voru að láta Georg Brandes smána oss hér um árið fyrir sjálfstæðisviðleitni vora. Og það er ritstjórn elzta blaðsins í Khöfn og eins hins merkasta þar að al- mannadómi, sem sýnir af sér þannig vaxna stjórnlagni og stjórnmálaþroska. Norðurlanda-bókasafniö i París. (Collection Scandinave, Bibliothéque Sainte Geneviéve, 6, Place du Panthéon). Norðurlanda-bókasajnið er deild í bókasafni því, er kent er við Gene- viéve hina heigu (Bibliothéque Sainte- Geneviéve). Upptök þess voru þau, að franskur maður, Dezos de la Roquette, er hafði verið konsúll i Kaupmannahöfn og Kristjaniu, gaf safninu 1500 bindi af bókmentum Norðurlanda. Við þennan stofn voru lagðar bækur þær er Geneviéve-safnið átti áðnr af Norðurlanda bókmentum, og síðan hefir safnið aukist mjög, er ríkisstjórnirnar, háskólarnir, visindafé- lög og útgefendur i Danmörk, Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi hafa sent og senda safninu stöðugt bækur, tíma- rit og blöð. Safnið er nú orðið 30 —40 þús. bindi, og er opið 3 daga í viku hverri til lesturs og útláns. Allir guðir eiga sér ölturu í París, því þatigað koma menn og konur af öllutn þjóðum. Hvergi er slík mið- stöð allra menningarstrauma. Öldurn saman hafa Norðurlandabúar lagt leið- ir sínar þangað og dvalist þar lengri eða skemmri tíma — flestir þeir sem nokkuð hafa verið að manni. Norð- urlandabókasafnið kemur þeim i góð- ar þarfir. Þar eiga þeir aðgang að nýjum blöðum, tímaritum og bókutn að heiman og jafnframt að öllutn merkustu ritum úr bókmentum sín- um. En auk þess er safnið hin bezta auglýsing fyrir bókmentir Norðurlanda meðal Frakka og annarra þjóða sem hingað koma og vilja kynnast Norð- urlandaritum, og þeim fjölgar smám- saman. Eg hefi rekið mig á nokkra sem komu á safnið til að spyrja þar um íslenzkar bækur og bækur sem snerta ísland Og safnið á talsvert af íslenzkum bókutu, fyrst og fremst mikið af fornbókmentum vorum, en líka talsvert af ný-islenzkum ritum. Flest þeirra munu vera gjöf frá mál- fræðingnum Paul Passy. Mér dettur nú í hug að skjóta því til íslenzkra rithöfunda og útgefanda bóka og blaða, hvort þeim þætti ekki vel nlýða að fylla flokk annarra stétt- arbræðra sinna á Norðurlöndum, og senda safninu heiztu rit sem þeir gefa út. Butðareyri borgar satnið sjálft. Að vísu er hér fátt um íslendinga enn þá; en vonandi er að þeim fjölgi smám saman sem koma hingað til að mannast, og ekki mun þeim síður en öðrum þjóðum verða kært að eiga aðgang að bókmentum ættjarðarinnar, þegar þeir dvelja fjarri henni. En um hitt er ekki minna vert, að þeir sem koma á safnið finni ekki sæti vort meðal Norðurlandaþjóða autt eða illa skipað. Bókmentir vorar hafa verið og eru sómi vor í augum allra þeirra sem nokkuð vita um þær, og þær eru svo merkur þáttur í bókmentum Norður- landa, að vér ættum að hafa þann metnað, að láta þær skarta sem bezt í þessu safni við hliðina á bókment- um bræðraþjóða vqrra í höfuðborg heimsmenningarinnar, og greiða þann- ig götu þeirra, sem eitthvað vilja um oss vita. París 30. jan. 1909. Guðm. Pinnbogason. Þingmalafundir. Keflavík 2. febr. Fjölmennur fundur. Þingmenn báðir viðstaddir. Fundarstjóri Arn- björn Olafsson kaupm., skrifari Sól- mundur Einarsson kennari. Um sambandsmálið var eft- ir nokkrar umræður þessi tillaga sam- þykt með óllum atkv.: Fundurinn óskar að alþingi gæti þess, að ísland glati engu af sjálf- stæði sínu og sjálfstæðisrétti, réttinum til að ráða og ráðstafa sjálft málum sínum öllum ásamt konutigi, og sam- þykki engin lög eða sáttmála, er tak- marki þetta á nokkurn veg, nema svo sé áskilið, að vér getum aftur krafið það í vora hönd, þegar tími er til að sjálfra vor áliti og vilja. Þar næst var í a ð f u t n i n g s- bannsmálinu eftir nokkrar um- ræður þessi tillaga samþykt með 48 samhlj. atkv.: Fundurinn skorar á alþingi, að taka aðflutningsbannsmálið fyrir á þessu þingi, og lögleiða aðflutningsbann hið fyrsta á öllu áfengi og yfir höfuð á öllu því, er menn geta orðið ölvaðir af. Um f j á r h a g s m á 1 landsins urðu all-langar umræður, og að þeim lokn- um þessar tillögur samþyktar með öllum greiddum atkv. a. Fundurinn skorar á alþingi að viðhafa meiri gætni í fjármálum en hingað til. b. Fundurinn óskar að þingið veiti heimild til að veita lán úr landssjóði ef unt er, til að byggja barnaskóla þá, sem samkvæmt fræðslulögunum verður óhjákvæmilegt. c. Fundurinn treystir því að fé verði veitt úr landssjóði til Gullbringu- sýsluvegarins eins og á síðasta þingi. d. Fundurinn skorar á alþingi, ef það sér það fært, að veita styrk til að koma á fót ábyrgðarfélagi fyrir opna báta. Um bankamálið var eftir nokkrar umræður samþykt með öll- um atkv. þessi tillaga: Fundurinn óskar að veltufé Lands- bankans verði aukið, ef kostur er á, með láni, sem helzt sé tekið utan Danmerkur, og að stjórn Landsbank- ans verði tryggilega fyrir komið. Með öllum greiddum atkv. gegn 1 var samþ. að skora á alþingi að af- nema e f t i r 1 a u n embættismanna. Þá var samþ. með öllum atkv. áskorun til alþingis um að halda ör- uggan vörð um þ i n g r æ ð i ð og gera sitt ítrasta til þess, að almennar þingræðisreglur sé ekki brotnar. Ennfremur var þessi vantrausts- yfirlýsing til ráðgjafans samþykt •með öllum samhljóða atkv.: Fundurinn væntir þess að sjálfsögðu eftir öllu sem fram er komið, að nú- verandi ráðherra fari pegar frá völd- um. Þá samþykti fundurinn með öllum greiddum atkv. þann veg orðaða til- lögu: Funduiinn telur það ó h æ f u , að konungkjörnu þingmenn- i r n i r greiði atkvæði á þingi um sambandsmálið. Með öllum atkv. var samþ. þessi tillaga um e 11 i s t y r k : Fundurinn mælir með því að al- þýðustyrktarsjóðslögunum verði. breytt þannig, að karlmaður greiði 2 kr., en kvenmaður 1 kr., en sé haldið óbreytt- um að öðru leyti. Og um vélarbáta-eftirlit. Fundurinn skorar á þingið að veita fé til vélarbáta til að hafa eftirlit úr landi með fiskiveiðum útlendinga í landhelgi. Ennfremur um Flensborgar- s k ó 1 a : Fundurinn skorar á alþingi að sjá borgið alþýðu- og gagnfræðaskólan- um í Flensborg sem einkar-gagnlegri mentastofnun fyrir unga alþýðu, og efla og styðja þá stofnun með nauð- synlegri fjárveiting. Loks viidi fundurinn láta lögleiða b ú s e t u fastakaupmanna, og flytja k j ö r d a g (til alþingis) frá 1 o. sept. til 10. okt. Fræðslulögin nýju hjá sveitalýðnuni. Eftir Sveitaprest. II. Hver verður svo árangurinn? Eg þykist vita, að ekki þurfi fyrir því ráð að gera, að lögunum verði svo rækilega. hlýtt um land alt, að allur þorri 14 ára barna standist vorprófin. Þá yrði árangurinn fram yfir beztu vonir þeirra, sem bezta trú hafa á fræðslulögunum. En gerum samt ráð fyrir, að þetta tækist: að árangurinn yrði svo frábær- lega mikill. En væri þá alþýðumentuninni kom- ið í bærilegt horf? Hefði hún þar með tekið miklum framförum ? Verða þau börn, sem lært hafa undir prófin og staðist þau, ment- aðri og þroskaðri menn, en þeir ella mundu ? Hæpið tel eg að vonast eftir því. Það fer mest eftir því, hvað börn- in hafast að frá því þau sleppa við prófin og þar til er þau verða full- tíða. Ef þau halda áfram bóknámi á þeim árum, má telja víst, að fræðsl- an á barnsaldrinum verði þeim að notum sem byrjun og undirstaða frek- ara náms. Hún verður stuðningur mörgum þeim, sem skólaveginn ganga. En er ekki líklegt, að allur porri barna láti námi lokið, þegar prófin eru af staðin? Foreldrar þeirra munu líta svo á, að þá sé nóg komið. Þeir eru ef til vill búnir að rýja sig inn að skyrt- unni til þess að halda börnunum í farskóla 2—4 mánuði á vetri 3 ár samfleytt, jafnvel komnir á sveitina fyrir þá sök. En börnin sjálf? Er líklegt að skólanámið hafi vak- ið hjá þeim löngun eftir rneiri ment- un ? Það þarf mikla bjartsýni til þess að gera sér slíkar vonir — og mikla vanþekkingu á högum og hugsunar- hætti íslenzkra sveitamanna. Vitanlega m á gera skóla svo úr garði, að veran þar geti orðið nota- leg og ánægjuleg hverju barni. Og íil eru þeir kennarar, sem hafa lag á að gera hverja kenslustund að sannri skemtistund fyrir börnin. En allir vita, að fjárframlög til sveitakensl- unnar verða af skornum skamti og allur aðbúnaður því í naumasmíði. Og á snildar-kennurum verður ekki víða völ. Þeir eru svo fáir til, og þó að þeir séu til, þá eru ekki efni til að halda þeim. Eg geri því ekki ráð fyrir neinum snillingum við sveitakensluna. En eg ætla að gera ráð fyrir, að kennararn- ir verði skylduræknir, láti sér ant um að kenna börnunum rækilega það sem heimtað er, og reyni að gera foreldra og fræðslunefnd ánægða. Þeir verða þá að nota timann vel, því að tírninn er skamtaður hverju barni svo naumur, sem írekast er fært, vegna kostnaðarins. Framfærslu- menn barnanna heimta það, að kenn- arinn vinni kappsamlega og reki á eftir börnunum til þess að koma því setn fyrst af, er læra skal. Og eg býst við, að fræðslunefndirnar taki í sama strenginn. Börnin verða því látin sitja við námið hér um bil allan dag- inn, með nokkurra minútna hvíldum þegar bezt lætur. Slíkt nám verður fáum börnum geðfelt. Það er ekki

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.