Ísafold - 20.02.1909, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.02.1909, Blaðsíða 1
Kemur út ýniist einu sinni eða tvisvar í viku. Verð árg. (80 arkir minst) 1 kr., er- lendis 6 kr. eða 1 ’/i dollar; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bnndin viö áramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus viö blaöiö. Afgreibsla: Austurstrœti 8. XXXVI. árg. Reykjavík laugardaginn 20. febr. 1909. 11. tölublað l. O. O. F. 892I28V2- Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—8 i spítal Forngripasafn opib á mvd. og ld. 11—12. íslandsbanki opinn 10—2 V* og ö */a—7. K. F. U. M. Lestrar- og skriístofa frá 8 árd. ti) 10 siöd. Alm, fundir fsd. og sd. 8 */* siód. LandakotBkirkja. Gubsþi. 91/* og 6 á helgidögum Landakot9spit.ali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5. Landsbankinn 10 */*—21/*. R-r.kastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og l -6, Landsskjalasafnid á þLaM fmd. og Id. *2—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12 NáttúrugnpaHafn (i landsb.safnsh.) á sd, l1/*— i.1/* Tannlækning ók. i Fóst.húsHtr. 14. l.ogB.md. 11- Umræður um Sambandslagafruinvarpið. Um það stórmál var fyrsta umr. í' gær í neðri deild. Fyrstur tók til máls, eins og lög gera ráð fyrir, Hnnnes Hafstein ráðgjafi: Það þarf ekki að skýra frá því, hvernig frv. er til orðið. Texti þess er hinn sami eins og í frumvarpsuppkasti því, sem sambandslaganefndin eða réttara sagt 19/20 hlutar hennar urðu ásáttir um, eftir að hinir dönsku netndar- menn höfðu með mannúð og velvild slakað til í öllum meginatriðum í ósk- um og kröfum íslendinga, eftir þvíi sem itrast var unt, ef konungssam- bandið skyldi haldast. Munurinn er að eins sá, að nú er uppkastið orðið stjórnarfrumvarp, sem; konungurinn lætur leggja fyrir alþjngi og ríkisþingið samtímis, og málið er nú endanlega komið úr höndnm sam- bandslaganefndarinnar og hennar manna til þinganna og þeirra nefnda, sem þingin væntanlega setja til þess að íhuga það. Aðalbreyting frv. frá því sem nú er, er i stuttu máli þessi: í stað þess að stjórnarskipun lands ins, sú sem nú er í gildi, er bygð á ráðstöfun (delegation) af hálfu hins danska ríkisvalds á löggjöf og stjórn tiltekinna sérmála í óaðskiljanlegum rikishluta, verður stjórnarskipunin, ef þessi sambandslög verða samþykt, eftir- leiðis bygð á ráðstöfun íslands sjálfs, er það gerir sem sérstakt ríki um alla hagi sina, þar á meðal emnig um meðferð þeirra mála, sem í þessu sambandslagafrumvarpi eru talin sam- eiginleg og að meira eða minna leyti falin umsjá sambandslandsins fyrir ís- lands hönd. Það vald, sem dönsk stjórnarvöld íá til meðferðar í þeim málum, er léð þeim af íslandi. Þetta kemur og skýrt fram í frumvarpi því til nýrrar stjórnarskrár fyrir Island sem ríki, sem fylgir sambandslaga- frumvarpinu frá stjórnarinnar hendi. Eg álít tilgangslaust fyrir mig að fjölyrða um þetta mál að svo stöddu. En áður en það fer til nefndar þeirrar, sem væntanlega fær það til meðferðar, vil eg nefna nokkur atriði, sem haía orðið fyrir misskilningi í umræðunum um málið á undan þingkosningunum í haust, og skýra frá því, hvern skiln- ing höfundar frumvarpsins leggja i þau. 1. Fyrst eru orðin »er eigi verður af hendi látið«, í i. gr. frv. Þau hafa verið skilin svo, sem í þeim fel- ist einhver óbein viðurkenning á rétti Dana yfir landinu. Þessi orð eru runnin frá Islendingum í nefndinni — öllum —, en ekki sett þar eftir ósk dönsku nefndarmannanna. Þau eru tekin eftir sambandslögum Svía og Norðmanna I814, 0g tilgangurinn með þeim var að slá því föstu, að ísland væri ríki, en ekki eign eða hjálenda, sem Danmörk eða Dana konungur sem slíkur gæti ráðstafað. Þetta var sett og samþykt áður en við feng- nm framgengt eða vissum, hvort við mundum geta fengið framgengt ýms- um öðrum ákvæðum, sem einnig slá þessu föstu, og merkir að eins frekari áherzlu á orðunum »frjálst og sjálf stætt land«, sem á undan þeim eru. 2. Orðin »veldi Dana konungs« og »det samlede Danske Rige« i danska textanum áttu að vera nýnefni um hið nýja samband milli Danmerk- ur ogíslands. Tilgangurinn var, að tínna annað heiti en hingað til hefir verið notað um Danmörk og Island, annað en »den danske Stat«, sem ísland eftir stöðulögunum á að vera hluti af. Þetta er heiti á hinu nýja rikjasambandi, en táknar ekki og hefir aldrei átt að tákna neins konar innlimun íslands í hið danska ríki, heldur þvert á móti. Ef til vill hefði orðið »Monarki« farið betur, en surnir voru á móti því af því, að í því heiti gæti verið sérstök söguleg merking. 3. Orðin i3.gr. 2. lið: »er snertir ísland sérstaklega* þýða hið sama eins og þar stæði: »er snerta málefni íslands, sem ekki er farið með sem sameiginleg mál eftir lögum þessum« ; undantekningin nær þannig til allra ríkjasamninga, sem á einhvern hátt koma við mál, sem ísland sjálít fram- kvæmir hið æðsta vald yfir. 4. Orðið »samþykki« i sama lið þýðir, að íslenzk stjórnarvöld hafi fult synjunarvald að því er Island snertir gagnvart öllum ákvæðum í rikissamn- ingum, er koma við þessi nýnefndu; mál. Það er að eins fyrir máltizku sakir, að orðið »Medvirkning« er notað í danska textanum í þessu sam- bandi í staðinn fyrir »Samtykke«, en þýðir sama. Þetta ákvæði takmarkar svo mjög »delegationina« á meðferð utanríkismálanna, að engan veginn er hægt að segja, að þau séu algerlega sameiginleg. 5. Þar sem stendur í 4. lið 3. greinar, að aukning á strandvörnum af Islands hálfu skuli vera »eftir sam- komulagi við Danmörku*, þá á það að eins við hið nánara fyrirkomulag á eftirlitinu. Meðan Danir eftir sam- bandslögum hafa strandvörzluna á hendi, bera ábyrgð á henni gagnvart öðrum löndum, er nauðsynlegt að samræmi sé í þeim vörnum, er þeir halda uppi fyrir vora hönd og þeim, sem vér gerum út sjálfir. Þetta og ekki annað merkja orðin. 6. Orðið »jafnrétti« í 5. gr. þýðir sama og »sami réttur að öðru jöfnu«, eins og tekið er fram í athugasemd- um nefndarinnar við frv. Það merkir, að þjóðernið út af fyrir sig skuli ekki valda misrétti, en að bdðir verði að öðru leyti jafnt að fullnægja öllum skilyrðum landslaganna' fyrir því, að verða réttindanna aðnjótandi. 7. Ákvæðin i 9. gr. um uppsögn sameiginlegra mála, sem mér fyrir mitt leyti virðast vera full-ljós, merkja, að konungur kveður á um sambands- slit í hinum sameiginlegu málum, sem þar eru nefnd, alt samkvæmt hinni framkomnu tillögu um það, eða, ef bæði alþingi og ríkisþingið gera tillögur um þetta efni, þá sam- kvæmt þeirri tillögunni, sem lengra fer. Eftir samkomulagi milli Neergaards forsætisráðherra og mín býst eg við að þjóðþingið hafi sett nefnd í þetta mál, og sé hér sett nefnd í dag, geta nefndirnar upp frá þessu með ritsíma- skeytum borið sig saman um það, sem vafasamt kann að þykja, og leitað samkomulags, ef svo ber undir. Eg ætla því ekki að tala um málið frekara að sinni; eg vona fastlega, að það verði af öllum hlutaðeigendum tekið til rólegrar og stillilegrar yfir- vegunar, og alt sem að því lýtur at- hugað með gætni og glöggu auga, án ofurkapps og hleypidóma; vona eg að hátív. meiri hluti muni, að það er ekki að eins á hans v a 1 d i, heldur og á hans á b y r g ð, hvort landið á að verða aðnjótandi þeirrar stórkostlegu réttarbótar, sem hér er kostur á, eða fara á mis við hana urú langan aldur eða að öllu leyti. Skúli Thoroddsen kvað óþarft að tala langt um þetta mál, svo marg- rætt sem orðið væri. Þólti lands- stjórnin eigi hafa sýnt sig jafnóhlut- dræga sem vera átti, er hún hefði að eins látið simrita til íslands álit meiri hluta millilandanefnarinn- ar og eins látið sér nægja að birta þ a ð eitt í Lögbirtingablaðinu, i stað þess að þjóðin hefði átt heimting á að fá samtímis að heyra álit minni hluta nefndarinnar. íslenzku nefndarmenn meiri hlut- ans hefðu látið mjög drýgindalega yfir því, þegar Sk. Th. bar fram breyt- ingartillögur sínar í nefndinni, að þær mundu eiga litlum byr að fagna á íslandi, og meðal annars hefði einn þeirra kveðið svo að orði við dönsku nefndarmennina: Seks trækker bedre end én; þ. e. að sex dragi meira að sér en einn. Sk. Th. kvað það gleðja sig, að raunin hefði orðið önnur við kosningar. Hann kvað sér hafa gengið það aðallega til, er hann kom fram með breytingartillögur sínar, að i Uppkast- inu fælist uppgjöf á þeim réttindum, sem vér nú hefðum, og-teldum oss eiga: tilkall til. T. d. gætu íslendingar nú, eftir stöðulögum og stjórnarskrá, skip- að fiskiveiðamálum og annari atvinnu- löggjöf svo sem sýndist þeim, og því heimilað íslendingum sérréttindi; fram yfir Dani, ef þeim sýndist svo. Sama væri og um það, að íslend-; ingar gætu nú tekið sér hvaða verzl- unarfána sem þeim sýndis, en öðru máli gegndi, ef Uppkastið yrði sam- þykt. Þá veik hann orðum að, hver hætta væri fólgin í jafnréttisákvæði Upp- kastsins, ekki sizt þar sem frumvarpið gerði ráð fyrir, að því yrði aldrei haggað. Það virðist nokkuð hjáleitt, að fela Dönum hervarnir og utanríkismál vor um aldur og æfi samtímis þvi, að Danir ætluðu íslandi að verða fullvalda riki, og færi svo, að sjálf- stæði Danmerkur yrði hætt, t. d. af ófriði i Evrópu, þá væru íslendingar miklu ver farnir, ef frumvarpið yrði samþykt, og viðbúið að ísland yrði þá ekki talið vera annað en ríkishluti, er að sjálfsögðu yrði að fylgja Dan- mörku. Þrátt fyrir það þó að nefndarmenn- irnir dönsku hefði látið svo í veðri vaka annað veifið, að íslandi væri ætlað að vera sjálfstætt ríki, hefðu þeir þó verið ófáanlegir til að taka upp um það ljós ákvæði, og felt breytingartillögu sína (Sk. Th.), þess efnis, og ekki fengist til að nota orðið Statsforbund (ríkjasamband) í 1. gr. frumvarpsins, en kosið heldur Statsforbindelse (rikiseining). Það væri af sömu rótum runnið, að ekki hefði mátt nefna á nafn í frumvarpinu sérstakt, íslenzkt land- helgissvæði, heldur notað orðið Sö- territorium til þess að alt skyldi benda sem bezt á það, að ríkið væri eitt. Það væri talinn aðalábatinn við Uppkastið, að ísland fengi full ráð sérmála sinna. En þetta væri reyndar lítilla þakka vert, er þess væri gætt, að Danir hefðu trygt sér með Uppkastinu jafn- rétti til fiskiveiða og atvinnureksturs hér yfirleitt; en einmitt vegna atvinnu- málanna hefðu þeir þózt þurfa til þessa að hafa hönd í bagga með sér- málalöggjöf vorri. Um undirskrift undir skipun íslands- ráðgjafa væri það naumast vafasamt, að henni mundi nú hér eftir fást hag- að svo sem íslendingar óskuðu sér, og um afskifti Dana af sérmálalöggjöi' vorri skifti það mestu, hversu á væri haldið af íslendinga hálfu. Aðal-ágreiningur milli stjórnar og sjálfstæðismanna væri sá, að stjórnin teldi ekki meira fáanlegt en það sem í Uppkastinu stæði, og vildi jafnharð- an taka því sem fáanlegt væri, þar sem vér sjálfstæðismenn vildum á hinn bóginn eigi loka neinum sund- um, en hamra á og bíða betri tíma, í þvi örugga trausti, að ekki væri ti engis beðið, heldur hlytum vér íslend- ingar að ná fullum réttindum vorum, er stundir liðu. Réttaróvissan sú, sem nú væri á um ríkisréttarlega stöðu Islands (ólögleg upptök stöðulaga og stjórnarskrár) væri i slendingum til hagnaðar í baráttunni. Skilningur Dana á málinu hlyti að skýrast smám saman, þótt örðugt gengi fyrstu, og þeim að leiðast þófið og áta undan, svo að vér fengjum sið- ::erðislegan rétt vorn að lokum. Ráðherra héldi því fast að þjóðinni, að samþykkja Uppkastið, og vildi þar með binda hendur eftirkomendanna. En þessari stefnu hans hefði mikill meiri hluti þjóðarinnar tjáð sig and- vígan og kosningaósigur stjórnarinnar 10. sept. síðastl. sýndi ótvírætt, að ráðgjafi hefði glatað trausti með þjóð- inni; enda mundi framkoma hans i sambandsmálinu ekki eiga hvað síztan þátt í því. í samræmi við þennan yfirlýsta þjóð- arvilja kvað hann meiri hluta þings hafa falið sér að lýsa yfir því, að vænt- anlegar væri mjög bráðlega úr báðum deildum þingsins þingsályktunartillög- ur, er lýstu vantrausti meiri hluta þings og þjóðar á núverandi ráðherra. Jón Þorkelsson: Eg skal ekki að svo komnu fara mikið út í einstök atriði þessa máls, snúa mér heldur að því, hvernig uppkast þetta er orðið til og undir komið. Menn hafa að minu áliti með atferli þessa máls farið götuvilt. Þegar ísland gekk undir Noregs- konung, samdi það við konung e i n n, en engan annan. Það gaf sig ekki undir Norðmenn, heldur N o r ð- m a n n a k o n u n g. Þau réttindi sem landið tók með sáttmálanum hinum forna, hefir það aldrei afsalað sér til annarrar þ j ó ð a r. Þegar landsmenn gengu undir ein- veldið í Kópavogi 1662, fengu þeir ekki Dönum í hendur réttindi sin til meðferðar, heldur l é ð u þeir þau k o n u n g i Dana og Norðmanna. Landið hafði verið frá því er það bygðist, og þjóðfélagsskipun komst hér á, sjálfstætt og full- valda ríki. Á þessu varð engin breyting gerð með Gamla Sáttmála. Landið var sjálfstætt ríki eftir sem áður. Og þeim rétti hefir það aldrei afsalað sér. Og ekki heldur í Kópa- vcgi, heldur léði það konungi ein- valdsstjórn mála sinna svo sem h i n konungsríkin, Danmörk og Noregur. Landið hefir aldrei fengið öðrum en k o n u n g i neitt vald yfir sín- um málum og á því að réttu lagi við engan um heimting á ráðum yfir mál- efnum sínum nema k o n u n g. Þessu hefir og lengi verið haldið fram af íslendingum. En aldrei hefir það komið kröftuglegar fram en 1871, þegar ríkisþingið danska gaf út með ofríki lögin um stöðu Islands í ríkinu án þess að íslendingar væru um spurð- ir eða fengi nokkru um það ráðið. Því að strax á alþingi um sumarið lýstu íslendingar yfir því, að Danir hefði ekkert átt með slikt löggjafar- verk og mótmæltu lögum þessum. En á síðasta áratug 19. aldar tók að brydda á því, þegar seint þótti sæk- jast lagfæring og endurbót á stjórnar- skránni, að menn fóru að hreyfa því, að nefnd væri skipuð af mönnum úr báðum þessum þjóðlöndum, til þess, að koma sér niður á sambandið milli landanna. Háværar raddir tóku síðar að heyr- ast um þétta í stöku blaði, og í þing- mannaförinni til Danmerkur 1906 gerðist það undirtal, að til slíkrar nefndar skyldi stofnað verða, og varð það að verki 1907. A þenna hátt er frumvarp þetta undir komið, og er nú lagt bæði fyr- ir ríkisþing Dana og alþingi íslendinga. íslendingar hafa hér hleypt sér út á þá stigu, sem eru glapstigir og villigötur. Islendingar hafa aldrei átt við ríkisþing Dana neitt að semja um samband landanna. Þ a ð e i n a í æssu máli, sem gat verið samnings- atriði við ríkisþingið, var um það, er snerti fjárgreiðslur af Dana hendi. En þó að Uppkast þetta sé nú fram comið á þenna hátt, og máli þessu comið í svo öfugt horf, sem nú hefi eg talið, sé eg þó ekki að svo gervu, að ekki megi setja nefnd í málið því til athugunar. Mál þetta hefir nú verið þaulrætt hér á landi um hríð, og skal eg því ekki fara mikið út í einstök atriði æss, enda mun þess enn verða kost- ur þótt síðar sé. Þó vil eg geta þess, að eftir þessu l'rumvarpi verður ekki séð að landinu sé ætlað að vera ríki og því síður fullvalda ríki. Orðið ríki kemur hvergi fyrir í öllu Uppkastinu. Þar er einungis sagt, að það skuli vera »land«,sem að vísu getur þýtt í viss- um samböndum nokkurn veginn sama og ríki, en í þessu sambandi þarf engin slik merking í því að liggja. Hér lá einmitt á, að orðið r í k i stæði, ef landinu var í raun og veru ætlað að v e r a ríki. Sá einn staður í athugasemdum við frumvarpið, þar sem helzt kynni að vera að því vikið, að riki væn nefnt á nafn, er einnig svo lagaður, að á honum er ekkert að byggja. Þar er að eins sagt, að ísland verði eftir þessu frumvarpi nokkurs konar s æ r- 1 i g S t a t. Orðið S t a t getur að vísu þýtt ríki. En það getur líka þýtt fylki í öðru ríki, sem ekki hafi neitt sjálf- stæði annað en stjórn nokkurra mála sinna. Orðið M e d v i r k n i n g í 2. Iið 3. greinar þarf að mínu viti öldungis ekki að þýða samþykki, eins og ráð- herra vill láta það þýða. Það þarf blátt áfram ekki að þýða annað en »meðverknað« eða tilstyrk. En til- styrk verða menn stundum að veita nauðugir og ósamþykkir, þar sem við þann er að eiga, sem öflugri er. Skipun gerðarmannanna í 8. gr., þar sem ætlast er til að oddamaður sé dómsforseti hæstaréttar Dana, ber óneitanlega einhvern keim af ákvæð- um þeim, sem stóðu í hinu alræmda frutnvarpi Danastjórnar til stjórnskipu- laga fyrir ísland, sem lagt var fyrir þjóðfundinn 1851. Þar stóð klausan sú: ef alþingi og ríkisþingið danska greindi á um það, hver mál heyrði undir alþingi, þá skyldi ríkisþing Dana úr skera. Eg skal ekki leggja harðan dóm á aðgerðir ísl. nefndarmannanna í milli- rikjanefndinni. En sárt þykir mér að sjá það, að ekki er annað að merkja en að taflinu sé svo snúið við, að þekkingin sé orðin Dana megin á þessu máli, en vanþekkingin íslendinga megin. Hvað hörðum höndum íslendingar hafi unnið í nefndinni, læt eg ósagt. En borist hefir mér til eyrna sú saga, að dr. Knud Berlin hafi skorað á einn af ísl. nefndarmönnunum — og það einn af þeim, sem ekki er hvað minst- ur fyrir sér, að minsta kosti að hans eigin áliti — að svara hinni síðari ritgerð sinni, er fylgir gerðum nefnd- arinnar. Hafi þá maður þessi afsakað sig með því, að hann mætti ekki vera að því af því, að hann væri boð- inn í miðdegisverði á 26 stöðum og þá mætti hann ekki undir höfuð Ieggjast. Ef þetta er satt, — eg sel það ekki dýrara en eg hefi keypt —, þá gæli verið umtalsmál, hvort það væri að vinna trúlega í v i n-garði föðurlands- ins. Messur i dómkirkjunni 4 morgun: Á hádegi: sira Skúli Skúlason i Odda. Síð- degismessa kl. 5 sira Rnnólfur Runólfsson. Föstugnðsþjónusta á miðvikud. kl. 6 siðd. sira Bjarni Hjaltested.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.