Ísafold - 03.03.1909, Side 2

Ísafold - 03.03.1909, Side 2
54 ISAFOLD eftir að verða af numið með oss hið bráðasta. Fyrir 2—3 mánuðum eða svo var samþykt í neðri málstofunni í parla- mentinu mikil takmörkun á veiting og sölu áfengra drykkja. En var felt í efri málstofunni. Því að þar var fyrir óvígur her vellauðugra ölgerðar- manna og hvers konar áfengis, og sægur annarra auðkýfinga, sem eiga eða haía vald á miklum hluta allrar áfengissölu í landinu. Það atferli mæltist svo ilia fyrir alstaðar i landinu, að nú er risinn gegn efri málstofunni nýr stormur, sá er óvíst er hvar lægir. Því er það, að eg fyrirverð mig ekki, né tel þjóð vora þuría að fyrirverða sig, þótt talin sé með Eskimóum, ef þ e 11 a er Eskimóamark. Eitt er það, er ekki hefir verið vikið að í þessum umræðum: Hvað skyldi landssjóður hafa þurft og þurfa enn.að svara út miklu þeim mönnum, er velzt hafa úr embætti og á eftir- laun fyrir þá sök, að áfengið hefir gert þá allsendis óverkhæfa? Þá er ein röksemd ráðgjafa sú, að aðflutningsbann dragi úr ferðmanna- straum til landsins. Þetta er af tómri vanþekkingu talað og misskilningi. Eg tel engan vafa á, að ferðamanna- straumurinn mundi þvert á móti auk- ast að miklum mun fyrir þá afar- mikilsverða framför, að áfengisneyzlu væri útrýmt úr landinu. Allir, sem málið hafa kynt sér, vita, að það er hugarburður einn, að vínið dragi það mikið að sér ferðamenn. Útlendir ferðamenn koma. hingað til að lyfta sér upp. Þeir fara til að losna út úr sukki og svalli stórborgalífsins norð- ur í himintært fjallaloftið. Eg skal nefna dæmi, er vér höfum fyrir oss, þá er Þingvallaskýlið var reist, Valhöll. Þá gerði sýslunefndin í Arnessýslu það sómastrik, að hún synjaði eigendum skýlisins um, að mega veita þar áfengi. Þá var ekki grýlan sú sein á fætur, að þessi synjun mundi fæla útlenda ferðamenn stórum frá þvi að koma á þann forn- helga, fræga stað. En hver er reynslan? Eg var þar á ferð skömmu síðar, og átti tal við útlenda férðamenn þar. Þeir kváðust vera lifandi fegnir því, að þar væri ekki áfengissala; þeir vissu hvað það var, að hafa ekki svefnfrið alla nóttina fyrir drykkjuærslum ölv- aðra manna. Sama sögðu innlendir ferðamenn. Sagt var þá um leið, að ekki væri til neins að banna vínsölu þar, því að ferðamenn mundu hafa vín m e ð sér. Hver er reynslan? Sú, að slíkt ber varla nokkurn tíma við. Þeir v i 1 j a ekki hafa það, finst það raska ferðalífs-yndinu. Og þeir skammast sín fyrir að láta sjá sig með pela »npp á vasann«. Nei, eg held vér þurfum ekki að óttast neina rýrnun á ferðamanna- straum hingað til lands, þótt vér ger- um áfengi ekki landvært hér með lögum. Þann mann, sem kann ekki að virða lög og rétt þess lands, er hann vitjar, — hann biðjum vér heil- an aftur hverfa til síns heima Vér sækjumst e k k i eftir þeim gestum til lands vors, er geta ekki notið þeirrar fegurðar og alls yndis, er íslenzk sumarnáttúra á til, öðru vísi en grómteknir af áfengisólyfjau. Enda mundu þeir verða færri. Hugsið um alla þá menn útlenda, karla og konur, er hingað mundu vilja senda ástvini sína marga fyrir þá e i n a sök, að hér væri áfengislaust land. Hér hafa verið haldnar hrókaræður í dag, fluttar af miklum fjálgleik og heilagri vandlæting, — af mönnum, sem eru þó ekki neitt tiltakanlega kennimannlegir endranær, — hróka- ræður um það, hvað það mundi verða til mikillar spiilingar sonum þjóðar- innar, æskumönnum hennar, ef vín hætti að flytjast til landsins; þeir mundu sökkva sér niður í áfengis- glötunina óðara en til útlanda kæmi, — ef þeir þektu hana ekki áður héðan að heiman! Þar að auki væri lands- menn sviftir ókeypis kenslu í skóla — freistingarinnar! Hvilíkur hégómi! Hvílíkt öfug- streymi í allri röksemdaleiðslu I Er ekki málstaðnum orðið fallhætt, þegar hann hangir á ekki styrkari stoð en þetta ? Mundu ekki synir vorir, þeir er fæddir eru upp í því þjóðfélagi, er óspilt væri af áfengi — mundu þeir ekki fyllast andstygð, er þeir sæi spillingu þess fyrir sér annarstaðar, og þakka forfeðrum sínum fyrir að hafa forðað sér frá þeirri hörmung? Þá hefir það verið sagt í dag, og gert mikið úr, að lögin yrði brotin. Já, það er í lögum, að ekki megi stela. Brotið er það, og sakast þó enginn um, að lögin séu til. Enginn kemur upp með það, að nema þjófa- lögin úr gildi. Haldið þér ekki samt, að meira væri stolið, ef þjófnaður varðaði ekki við lög? Eins er um þetta mál, nema hvað þar eru óvenju- lega lítil líkindi til að framin verði lagabrot. Refsingin við því yrði þung. Og hverir haldið þið svo að færi að leggja það í kostnað, að halda uppi vínflutningi hingað, úr því að öll vín- föng væri upptæk? Gefið var það í skyn, að bindindis- hreyfingin væri ekki annað en of- stækisfull stundarhviða, er hjaðnaði brátt niður aftur, eins og öli bráðræðis- ofstæki gerði. En hvað er nú þessi hreyfing búin að standa lengi? Hátt upp í 3/4 aldar. Og ekkert farin að hjaðna enn. Henni er sí og æ að aukast fylgi. í Bandaríkjunum einum eru 40 miljónir manna, er búa í bannríkjum. Eitt er það, er borið hefir verið á málstað vorn, að bannlögin í Ameriku hafi verið til bölvunar og ekki annars. Það er ósvinna hrein og bein að láta sér slíkt um munn fara á mannfund- um, þegar allir vita, þeir er eitthvað þekkja til og satt vilja segja, að þau hafa gagnbreytt ástandinu þar. Aðrar eins sögur eru ekki annað en 50 ára gamlar múmíur, bábiljur frá þeim tíma, er bindindi fjandsamleg blöð kúnnu engan óhróður að flytja nógu gífurlegan um bindindismálið. Nýjustu og áreiðanlegustu skýrslur um bannlögin í Ameríku votta það, að þeim sé hlýtt engu miður en öðrum lögum. Það mun mest vera að kenna al- vöruleysi löggæzlumanna, ef út af er brugðið, um þau lög, sem mörg önnur. Svo var t. d. í sýslu einni í Norður- Dakota fyrir nokkrum árum, að þar var kvartað sáran um, að lögin væri brotin. En þá verður íslendingur þar yfirvald, maður, sem nú er nýkominn heim, Skafti Brynjólfsson, og eftir 2—3 mánaða tíma hætti þeim um- kvörtunum með öllu. Það var því að þakka, að hann gekk svikalaust eftir því, að lögunum væri hlýtt. Það flaug út um ait, að bannlögum í ríkinu Kansas væri alls ekki hlýtt. Hvergi gengi betur að selja áfengi en þar. Ölgerðarmaður í austur- rikjum fréttir það. Hann skrifar kunningja sínum vestur þangað, og spyr, hvort ekki mundi ráð að koma og setja þar á stofn ölgerðarhús. Hann fær það svar aftur: Jú, þú getur reynt það, ef þú vilt það kosti þig sama og það kostaði mig. Eg stalst til að selja 26 bjóra. Það kost- aði míg 2600 dollara sekt og 8 mánaða fangelsi ! Ein röksemdin gegn aðflutnings- banni er sú hin vesala, að þá hafi Templaraféiagið ekkert að gera! Þ-ð er af sem áður var í þessum bæ, meðan sá félagsskapur var í æsku, að heldra fólkið kunni ekki að velja hon- um nógu svæsin óvirðingarorð. En hvað er nú m a r k m i ð þess félags- skapar ? A ð útrýma áfengisbölinu svo freklega sem unt er. Og ekki reyndar því eina böli, heldur sem flestum mannfélagsmeinum. Eigum vér að að kosta kapps um að halda sem flestu við, því sem ilt er í heiminum, — til þess að hafa alt af eitthvað til að útrýma ! ? Nei; enda væri þá nóg eftir, þótt þetta færi. Vér ættum heldur að segja: Góðum guði sé lof, þegar vér þurfum ekki lengur að eyða starfsþreki voru í viðureignina við þ e n n a n óvin, þegar vér megum hætta þ v í og snúa oss að ö ð r u. Fyrstu missirin eftir að aðflutnings- bannslögin komast á, verður þess aðal- verkefni að gæta þess, að lögunum sé hlýtt. Um þá, sem það ættu að gera, hefir verið talað hér með óvirð- ing í dag. Það hefir verið litið svo á, sem það sé blettur á manni, ef hann kemur upp lagabroti, — þótt það sé ein- hver sjálfsagðasta skylda hvers góðs borgara í þjóðfélaginu. Hvað er það meira um þessi lög en önnur? Allra-síðasta, allra-geigvænlegasta röksemdin í móti aðflutningsbanni — það var Spánarmarkaðurinn. A hverju er sú röksemd reist? A himinháum súlum hégóma og vanþekkingar, sem mig langar til að kippa undan henni. Það var vakið rnáls á þvi í Khöfn fyrir nokkurum árum af hendi Spán- verja, hvort Danir mundu vilja fall- ast á einhverja tilslökun á tolli af spænskum vinum, ef þeir, Spánverjar, hétu Dönum i móti beztu kostum fyrir aðfluttan saltfisk. En ríkisþing- ið gaf því engan gaum; sagði sem satt var að það hefði ekkert gagn af neinum vilkjörum fyrir danskan salt- fisk, með því að það væri e k k i dönsk vara. — Hjálendan frónska var ekki dönsk þ á stundina, ekki óað- skiljanlegur hluti Danaveldis það skiftið! Þá hugkvæmist Nellemann íslands- ráðgjafa, sem þá var að nafninu, — og var valinkunnur sæmdarmaður, oss góðviljaður eftir sinni skynsemd, — honum hugkvæmdist að bjóða Spán- verjum að semja við þá fyrir íslands hönd, landsins, sem hefði saltfiskinn á boðstólum. En hverju svara Spán- verjar þá? Þeir svara því, að það sé ekki hægt, það geti ekki komið til neinna mála, að þeir fari að bjóða íslandi nein vildarkjör fyrir saltfisk- inn þaðan, vegna þess, að það geti enga kosti boðið í móti — það geti enga linun veitt í víntolli, með því að þeir viti ekki til að n o k k u r ein flaska af spænsku vini flytjisttil íslands. Þar væri fyrir engu að gangast. — Þetta getur vel hafa verið rangt, sprottið af van- þekkingu, og að eitthvað dálítið flyt- jist hingað af spænskum vínum, þ ó a ð má! manna sé, að »spænsk« vín hér í búðum muni vera yfirleitt til- búin ýmist þar (í búðunum) eða þá í Danmörku eða á Englandi. En nærri má geta, hvað 16—17 miljóna þjóð muni láta sig muna um vínverzl- un við 80 þúsundir manna. Ráðgjafi hélt því fram, að Spán- verjar mundu reiðast svo því hafti á samningi bundnu viðskiftafrelsi við oss, sem fælist í þessu aðflutningsbanni, að þeir hefndu sín á oss fyrir það. Og einhver ræðum. í hans liði (ráðgj.) gerði ráð fyrir í dag, að k«nungur kynni að telja sig til neyddan að synja bannlögunum staðfestingar, til þess að vægja til við Spánverja!! Það er borið í vænginn, að fiski- markaður á Spáni fari mjög rýrnandi og ekkert megi gera, er spilli fyrir honum. Hvað ber til þeirrar rýrn- unar? Það, að Spánverjar eru sjálfir teknir að veiða sér fisk í soðið, vestan til við Afríku, og er mikill flutn- ingur þaðan til Spánar. Sá afli er alt af að aukast, og því meir versnar vitanlega um fiskmarkað annarra landa á Spáni. Þetta er ástæðan og ekki annað. Eg gat ekki að því gert, að mér hálf-blöskraði í dag, þegar eg heyrði ráðgjafann segja, að Spánverjar mundu hætta að eiga nokkur viðskifti við okkur, ef bannlög yrðu samþykt, og gæti svo farið, að vér yrðum að taka slík lög aftur. Er nú ekki nóg, að d a n s k a mamma vill skapa og skera um öll vor mál, hafa eftirlit með öllu hér, vill fara það sem fært er í að ráða hér lögum og lofum, — eigum vér nú líka að fara að eignast s p æ n s k a mömmu, þá er vér þurf* um að spyrja að, hvað vér megum gera að lögum í landi voru? Föstuguðsþiónusta i kvöld kl. 6. Síra Fr. Fr. (PassíuBálmar). Tilnefning ráðgjafaefnis. Með því að birt hefir verið í blöð- um sitthvað um það, sem gerðist á flokksfundi vor sjálfstæðismanna 24. f. mán. um tilnefning ráðgjafaefnis, þótt svo ætti ekki að vera, vil eg Ieyfa mér að biðja ísafold fyrir eftirfarandi r é 11 a skýrslu um það mál, eftir gjörðabók flokksins. Ráðgjafa-tilnefning var ekkert hreyft við af oss fyr en vér fengum áskor- un um það frá ráðgjafa, eftir það er samþykt var vantraustsyfirlýsingin á hendur honum 23. f. mán. Fyrsta prófkosning fór svo, að Björn Jónsson fekk 9 atkv., þeir Kristján Jónsson og Skúli Thorodd- sen 6 atkv. hvor, og Hannes Þor- steinsson 3. Þá færðist Kristján fónsson ein- dregið undan kjöri — hafði einnig gert það áður, á undan prófkosning- unni. Þar næst fór fram önnur prófkosn- ing, og hlaut þá B. J. 15 atkv., Sk. Th. 8 og H. Þ. 1. Þetta var að morgni dags, og var þá fundi frestað til kvelds. Þá var enn gerð ný prófkosning, og hlaut þá B. J. 15 og Sk. Th. 7. Þá var eftir nokkrar umræður gerð fullnaðarályktun um það (með 14 atkv. gegn 8), að nefna til einn mann en ekki tvo í ráðgjafastöðuna. Loks var samþykt með öllum atkv. nema einu (22 af 23), að Björn Jóns- son væri tilnefndur og annar ekki. Hann v;.r sjálfur ekki á fundi. Þetta tjáði flokksstjórnin ráðgjafa morguninn eftir. Rvík 3. marz 1909. Sitrurður Steýánsson, þm. ísfirðinga, flokksstjórnarritari Kenslumál. Neðri deild hefir, eftir tillögu frá Birni fónssyni, Jóni Þorkelssyni og 6 þm. öðrum, skipað 5; manna nefnd til þess að íhuga kenslumál landsins og koma fram með tillögur um þau efni. Þessir menn hafa verið kosnir í nefndina: Bjarni Jónsson, Björn Jóns- son, Eggert Pálsson, Hálfdan Guð- jónsson, Jón frá Hvanná, Jón Magn. og Stef. í Fagrask. Björn Jónsson er form. og Bjarni Jónsson skrifari. Tollhækkunin. Við það frumvarp er nærri lokið í Nd. Þeir eru þar í nefnd, Björn Krist- jánsson (skrif.), Einar Jónsson, Ól. Briem (form.), Jóh. Jóh., Magn. Bl., J. Ól., J. Sig. Námulög þau, er samþykt voru á siðasta þingi, voru svo frámunalega illa úr garði gerð, að ógjörningur er að not- ast við þau, — óframkvæmanleg eins og þau eru. Fyrir því var nú þegar í þingbyrjun borið upp nýtt námu- lagafrumvarp, og eru þeir flutnings- menn að því, Björn Kristjánsson og Sigurður Gunnarsson. Nefnd var skipuð í málið við 1. umr., þeir Jó- hannes Jóh. (form.), Ben. Sv., Björn Kristjánsson (skrif.), Jón Ólafsson og Sig. Gunnarsson. Umsækjendur nm Reykjavikur prests- embættið ern, ank þeirra, er taldir vorn i siðasta bl. þeir slra Onflmundur Einars- 8on i Ólafsvik, sira Haraldur Hielsson sett- nr prestaskólakennari og háskólakandídat Hanknr Oislason frá Þverá í Fnjóskadal. Verzluuar- og atvinnulöggjðf. Jón Þorkelsson, Magnús Bl. og 4 þm. aðrir hafa lagt til, að skipuð væri 5 manna þingnefnd til þess að fhuga og rannsaka verzlunar- og atvinnu- löggjöf landsins og gera tillögur um þau efni. Nd. samþyktist því og kaus í nefndina þá Bj. Kristjánsson (form.), Jón Ólafsson, Magnús Bl. (skrif.), Ólaf Briem og Jón frá Múla. Búiiaðarþiiijsr l landsinsjj var haldið hér í Reykjavík io daga, 17.—26. febrúnr. Sóttu það 11 full- trúar: Ágúst Helgason bóndi, dbrm. i Birt- ingaholti. Ásgeir Bjarnason, bóndi i Knarrarnesi. Eggert Briem, bóndi i Viðey. Eiríkur Briem, prestaskólakennari. Guðmundur Helgason, f. próf., bún- aðarfélagsforseti. Jóhannes Jóhannesson, bæjarfógeti á Seyðisfirði. Pétur Jónsson, umboðsmaður á Gaut- löndum. Sigurður Stefánsson, prestur í Vigur. Skúli Skúlason, prestur í Odda. Stefán Stefánsson, skólastjóri á Akur- eyri. Þórhallur Bjarnarson, biskup. Helztu málin, sem það hafði til meðferðar, voru: fjármál, jarðræktar- mál, búfjárræktarmál, búnaðarfræðslu- mál og um sölu landbúnaðarafurða. Nefndir voru skipaðar til að athuga hvert þessara mála um sig. Tekjur félagsins eru áætlaðar 36,800 kr. hvort árið 1910 og 1911. Stærsti gjaldaliðurinn er til rækt- unarfyrirtækja 27,300 kr. fyrra árið og 25,800 kr. síðara árið. Af þeim fjárhæðum eru 7000 kr. ætlaðar til ýmislegra ræktuuarfyrir- tækja (styrks til girðinga, vatnsveit- inga, plæginga o. s. frv.). Ræktunarfélagi Norðurlands eru ætl- aðar 8300 kr. hvort árið, Búnaðarsam- bandi Austurlands 4500 kr. fyrra árið og 4000 kr. síðara árið, Búnaðarsam- bandi Vestfjarða 4000 kr. fyrra árið og 3000 kr. siðara árið. Til gróðrarstöðvarinnar í Reykjavik og sýnisstöðva 2600 kr. hvort árið. Þá er annar stærsti gjaldaliðurinn til búfjárræktar 7300 kr. hvort árið. Til mjólkurmeðferðarkenslu eru ætlaðar 3300 kr. hvort árið o. s. frv. Stutt búnaðarnámsskeið jyrir konur og karla voru ráðgerð: við Þjórsárbrú, eins og undanfarna tvo vetur, á Vest- fjörðum á 2 eða 3 stöðum, og á Austur- landi í sambandi við búnaðarskólann á Eiðurn. Auk þessa er búist við slíkum námsskeiðum í búnaðarskólun- um á Hólum og Hvanneyri. Kenslubækur i bújræði. í tilefni af málaleitun Metúsalems Stefánssonar, búfræðiskand., og Sigurðar Sigurðs- sonar, skólastjóra á Hólum, er það í ráði, að Búnaðarfélagið sjái um útgáfu slíkra bóka. Sæthey og súrhey. Mælt með því, að mönnum gefist kostur á að læra sætheysgerð og súrheys hjá bændum þeim, er nota þessa heyverkun og hafa margra ára reynslu á baki. Plægingakensla. Styðja skyldi að því með fjárframlögum, að Jón bú- stjóri Jóntansson geti haft plæginga- kenslu með höndum í Árnessýslu og Rangárvalla á næsta sumri. Peningshús og áburðarhús. Að veita verðlaun fyrir beztu uppdrætti að hag- anlegum peningshúsum og áburðar ásamt skýringum er síðar séu prent- aðar í Búnaðarritinu. Kynbætur búpenings. Að í sam- bandi við styrkveitingu til nautgripa- ræktarfélaga verði ákveðið aldurslág- mark undaneldisnauta. Rætt var um að koma á tilraunum í fjárrækt, með kynblöndun á beitarfénaði og fé með ræktuðum afurðakostum, í því skyni að koma upp undan beitarfénaðinum vænna og arðsamara fé til frálags, en ekki til framtímgunar. Reyna þann veg að hafa sem mest not þessara tveggja kosta, sem rlla sameinast, beitarþolið annars vegar og kjötsöfn- un hins vegar. Smjörsala. Skorað er á alþingi að gera samning við eitthvert guiuskipa- félag um, að það hafi að minsta kosti eitt hraðskreitt skip með kælirúmi í förum milli Reykjavíkur og Leith, er fari eigi sjaldnar en tvær ferðir á mánuði frá 1. júlí til miðs nóvember. Sláturstörj. Ráðgert að koma á fót kenslu í slátrun og bjúgnagerð við Slátrunarhúsið hér í Reykjavík ef samningar um það nást við Slátrun- arfélag Suðurlands. Kornjorðabúr til skepnujóðurs. Bún- aðarþingið taldi mikilsvert, að þau kæmust á, og ákvað að veita 1000 kr. styrk í því skyni.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.