Ísafold - 10.04.1909, Blaðsíða 2
78
ISAFOLD
Dönsk blöð
°g
ráðgjafinn.
Það kveður nokkuð við annan tón í við-
talsfróttum danskra blaða, þeirra er með
póstinum komu í gær, heldur en í sím-
skeyta -þvættingi minnihlutablaðannna
hór á dögunum.
Flest ummæli B. J. um sambandsmálið
við dönsk blöð eru ekki annað en það,
sem sjálfstæðisflokkurinn mundi á kjósa
að sagt væri Dönum, sagt sem greini-
legast. Stefnu flokksins hefir hann haldið
fram við þau einkar-einarðlega, og
hvergi vikið af, svo sem vænta mátti;
enga dul dregið á, hver voðagiipur Upp-
kastið væri oss til handa, grímubúin
innlimun og ekki annað, segir hann.
En samningsfúsa kveður hann þá koma
til Danmerkur, forseta, hvað sem ágengt
verði. Samningar muni ekki stranda
á öðru en mótþróa Dana um það, að
verða við réttmætum kröfum vorum.
Blöðin segja hann einkar-viðtalsþyðan
mann, en orðvaran. Þeir hefði komið
sór saman um, forsetar, at tjá sig um
sem fæst áður talað hefði við konung,
og ekki nema í samráði hver við annan.
Ónákvæmni og rangfærslur í viðtals-
fréttunum hefir dönskum blöðum verið
ljúft að leiðrótta, með því að hitt hafa
þau sóð vera þyngra á metunum í um-
mælum -ráðgjafa, er því var gagnstætt.
Islenzkt listasafn.
Gjöf Einars Jónssonar, listaverk hans
öll, er farið að minnast á í erlendum
blöðum,dönskum,sænskumognorskum,
-r hvað hún sé stórvirðuleg. Sænskt blað
mjög merkt kemst svo að orði:
— Einar Jónsson, íslenzki högg-
myndasmiðurinn mikli, hefir boðið
fósturjörðu sinni um 40 listaverk,
meiri og minni, svo sem stofn að
islenzku listasafni. Hann setur það
skilyrði, að alþingi láti reisa steinhús
fyrir safnið. Vitanlega tekur alþingi
með þakklæti við þessari stórfenglegu
gjöf.
Heiðurspeniug úr gulli
hlaut kaupmaður Th. Thorsteinsson
hér í bænum á fisksýningunni í Niðar-
ósi síðastliðið ár fyrir sérlega vel vand-
aðan saltfisk.
Fjárlögin
eru nú kómin fyrir Efri deild. Nefnd
i þau er kosin : Eir. Br., Gunnar ÓI.,
Sig. Hjörl., Sig. Stef., Stgr. Jónsson.
Þinghlé
er á í viku, frá því á mánudag og
fram til þriðja i páskum. Þingmenn
nærsveitis farið heim um hátiðina.
Bæjarfógetafulltrúi
í stað Halldórs Júlíussonar er nýorð-
inn Sigurjón Markússon yfir-
réttarmálaflm., en 2. fulltrúi J ó n S i g-
u r ð s s o n skrifari.
Hátíðismessur i dómkirkjunni.
Páskadag kl. 8 árdegis sira Haraldur
Nielsson, kl. 12 á hád. sira Jóhann Þor-
kelsson, kl. 5 siðd. sira Friðrik Friðriksson
(á dönskn).
Annan páskadag kl. 12 á hd. sira Bjarni
Hjaltested, kl. 5 siðd. Signrhj. Á. Gislason,
cand. theol.
Þilskipaaflinn
hefir verið það sem af er vertíð
mjög misjafn; frá 2—13V2 þhs. á
skip héðan úr flóanum. Hæst er
Ása með 131/* þós., þá Sea-Gull með
12^/j, tvö skip: Ragnheiður og Geir
með 10 þús. hvort, Hafsteinn 9Y2,
Sæborg og Björgvin 9 þús. hvort,
Margrét og Egill 7x/2 þús. o. s. frv.
Meðalafli á 23 þilskip, er skýrsla hefir
fengist um, nær 7 þús. á skip. Fisk-
urinn talinn fremur vænn.
Botnvörpuugar.
Frá nýári til marzloka hefir botn-
vörpungurinn Marz aflað af þorski
81 þúsund og selt nýjan fisk fyrir
nær 3000 kr. Jón Jorseti hefir aflað
í salt eftir x. marz nær 111 þúsund
í 3 túrum, að meðaltali nær 37 þús.
i túr, (mest í einu 42 þús.), sem mun
vera með mesta afla, er á skip hefir
fengist á ekki lengri tíma.
Af Valnum danska.
Valurinn kom hingað tii lands 24.
jan.; hann hóf strandgæzlu sína fyrst
fyrir Vesturlandi, með því að nú á
síðari árum halda botnvörpungar sig
þar í nánd um þann tíma árs.
Allan veturinn hefir verið mjög lít-
ið um fisk nær landi úti fyrir Vest-
fjörðum, þar af leiðandi lítill afli á
vélarbáta og opna báta, svo að íslenzk-
ir fiskimenn hafa getað haldið í friði
veiðarfærum sínum fyrir botnvörpung-
um þá sjaldan þeir hafa farið til veiða.
Aftur á móti höfðu bötnvörpung-
ar orðið varir við mikinn fisk víða
úti á hafi t. d. 20 rastir norður af
Horni viðlíka langt undan Kögri alt
vestnr að ísafjarðardjúpi. Þá undan
Barða viðlíka langt undan landi og
engu síður þótt lengra komi út, ef
veður bannaði ekki að fiska á svo
djúpu. Á þessari ferð gátum vér alls
ekki grunað neinn botnvörpung um
ólöglega veiði, hvað þá að við tæk-
jum nokkurn.
Eftir þeirri vitneskju sem hægt er
að fá um fisk um þetta leyti árs er
mjög erfitt að draga af nokkra áreið-
anlega ályktun um hreyfingu fisksins,
með því að óveðrasöm og óblíð veðr-
átta bannar fiskimönnum að geta
fylgt fiskigöngunum.
En sanni næst mun það, að fisk-
urinn sé spakur um þetta leyti árs,
hafi litlar hreyfingar aðrar en að
leita að meira eða minna dýpi eftir
hitastigi sjávarins, ásamt öðrum óþekt-
um skilyrðum ef til vill, er hann
þarf sér til viðurværis, að undanskild-
um þeim áhrifum sem átan (síli eða
síld) hefir á fiskigöngurnar.
Þar næst átti skipið nokkra dvöl á
Faxaflóa, kringum Garðskaga og
Reykjanes, þar til í síðari hluta febr.,
að það hélt austur með landi til Port-
lands og lengra austur með strönd-
inni. Þar tók skipið fimm botnvörp-
unga; þrjá með upptækan afla og
veiðarfæri, einn með veiðarfærin óskil-
in, er að eins fekk sekt, og hinn
fimti slapp með áminning, sakir gildra
málsvarna er fram voru færðar.
Allir þeir botnvörpungar er við
höfðum tal af, kvörtuðu undan frem-
ur litlum fiski og stormasamri veðr-
áttu.
Fiskur virtist lítill uppi undir landi
og engin áta; það hefir þó oft verið
um þetta leyti árs, að fiskur hefir
verið í göngu með fram ströndum.
Aftur mun fiskur hafa verið, og
það til muna, lengra undan landi,
jafnvel niður á 100—i^ofaðma dýpi.
Það má fullyrða af áreiðanlegum frétt-
um frá franskri skonnortu sem kom
til Eyja, og enn fremur af spurnum,
er vér höfum haft af íóni forseta,
sem í byrjun marz aflaði ágætlega,
djúpt og austarlega á Selvogsvöstum.
A leiðinni hingað frá Eyjum vest-
ur með landi veitti eg því nákvæma
athygli, hvort ekki sæist neinstaðar
áta, en gat engis orðið var um það,
nema ef vera skyldi lítið eitt kring
um Reykjanes.
Það lítur því töluvert öðruvís út
nú en í fyrra vetur, sérstaklega fyrir
opnum bátum.
í fyrra virtist fiskurinn hafa komið
upp af dýpinu með átunni á svæðinu
frá Vestmanneyjum til Reykjaness um
11. marz og haldið þaðaö áfram göngu
sinni vestur fyrir nes og inn fyrir skag-
ann; 1 o. marz í fyrra varð naumast
vart við fisk í Garðsjó, en 14. s. mán.
kominn ágætis afli. Aftur á móti
heflr nú snemma í marz orðið vart
við töluverðan fisk í Miðnessjó, á
djúpsævi, sem bendir til að fiskur af
dýpinu út af Faxaflóa sé í göngu á
sínar vanalegu stöðvar til að hrygna.
Af því er líklegt að fiskur komi i
flóann, eins og líka getur enn verið
þó að seint sé, að fiskur komi aust-
an með landi, ef sílisganga kemur.
í Vestmanneyjum má heita að hafi
verið ágætis afli síðan í síðari hluta
jan., þegar gefið hefir; en eftir því
sem fiskimenn þár segja, mun þar-
fenginn fiskur vera á svipuðum stöð-
vum eða aðallega í landssuður af
Eyjum og má því ekki vænta að hann
sé í göngu.
Hér eru nöfn og númer á botn-
vörpungunum sem teknir hafa verið
við Vestmanneyjar:
Þýskir: B B 52 Baden
B B 59 Hohenfels
B B 53 Braunschweig
Enskir: H 713 Newland
G. I. 682 Majestic.
Afgreiddur í Reykjavík:
I J. M. 32 Bernard
Reykjavík 15. marz 1909.
Þ. J. Sv.
Reykjavíkur-annáll.
Fasteignasala.
Jóhann kanpm. Jóhannesson selur 3. marz
Guðjóni Jónssyni málara húseign nr. 24 við
Grettisgotn á 4000 kr.- Þgl. 4. marz.
Sami selur 23. marz Helga úrsmið Hann-
essyni húsið nr. 49 við Grettisgötu á 5500
kr. Þgl. 25. marz.
Jón Sigurðsson bæjarfógetafulltr. 0. fl.
selja 8/ia’08 Davíð Östlund trúboða 1500
□ ál. lóð. Þgl. 4. marz.
Jónas Jónasson trésm. selur 21. febr.
Ólafi Árnasyni á Laugaveg 51 húseign nr.
40 við VeBturgötu á 2800 kr. Þgl. 4. marz.
Kristinn Jónsson trésm. selur 15. fehr.
Birni kaupm. Rósenkranz húseign nr. 11
við Klapparstig á 23000 kr. Þgl. 18. marz.
Kristján Hansson trésm. selur 23. febr.
Sigurði Magnússyni frá Stóra-Fjalli i Borg-
arfirði húseign nr. 7 við Frakkastíg. Þgl.
11. marz.
Kristján Ólafsson frá Selfossi selur ,8/10
’08 Jónasi Jónassyni trésm. húseign nr 40
við Vesturgötu á 2800 kr. Þgl. 4. marz.
Lambertsen J. J. kaupm. selur 30. marz
Oddi yfirréttarmálaflm. Gíslasyni x/2 hús-
eign nr. 58 A við Laugaveg á 4000 kr.
Þgl. 1. apríl.
Magnús Magnússon prentari selur 9. marz
Garðari kaupm. Gíslasyni og Pétri Zophon-
íassyni bankaritara */2 húseign nr. 10 við
Ingólfsstræti á 10000 kr. Þgl. 11. marz.
Magnús R. Jónsson skósm. selur 9, nóv.
1908 Jóhannesi Kr. Jóhannessyni trésm.
Melstaðaiblett við Bráðræðisholt á 5000
kr. Þir.gi. 1. aprrl.
Mjölnit, hlutafél., selur 12. marz hlutafél.
Skjaldbreið fastar og lausar eigur fyrir
72,900 kr. Þgl, 18. marz.
Páll Árnason lögregluþjónn selur 2. marz
Sigurjóni KrÞtjánssyni steinsm. húseign nr.
42 við Skólavörðustig á 4400 kr. Þgl.á.marz,
Sigurður skólastj. Þórólfsson selur 1. ap-
ril 189? ‘/j erfðafestuland Norðurmýrarhlett
nr. 2, nyrðri partinn, á 300 kr. Þgl. 25.
marz. ,
Signrjón Ólafsson t.résm. & Co. selja i
febr. Jóni trésm. Halldórssyni & Co. hús-
eignir nr. 4, 6 og 6 B við Skólavörðustíg.
Þgl. 4. marz.
Sæmundur Þórðarson steinsm. selur 17.
marz Kjartaui Höskuldssyni blett úr Elsu-
mýri á 1044 kr. Þgl. 18. marz.
Völundur, hiutafél., selur 12. marz hluta-
fél. Skjaidbreíð fastar og lausar eigur fyrir
330,000 kr. Þgl. 18. marz.
Zimsen, K., verkfræðingur selur 22. febr.
Jóni Sigurðssyni bf.fulltr. o. fl. 468 Q ál. lóð
við Kárastlg á 1000 kr. Þgl. 11. marz.
Þórður Þórðarson verzlm. selur 6. marz
Guðríði J. Jónsdóttur ‘/2 húseign nr. 35
við Laugaveg á 3625 kr. " Þgl. 11. marz.
UppboÖsafsal 12. marz t'l handa Brydes-
verzlun fyrir húseign nr. 53 A við Vestur-
götu á 3200 kr. Þgl. 18. marz.
Uppboðsafsal 12. marz til handa Helga
Magnússyni járnsm. fyrir */2 húseign nr. 20
við Bergstaðastræti á 3250 kr. og */2 hús-
eign nr. 22 við sama stræti á 1000 kr.
Þgl. 18. marz.
Uppboðsafsal 17. marz til handa alþm.
Magnúsi Th. S. Blöndahl fyrir húseign nr.
8 B við Kirkjustræti á 18,500 kr. Þgl.
18. marz.
Upphoðsafsal 80. marz til handa hlutaf.
Völundi fyrir húseign nr. 17 við Laugaveg
á 13,200 kr. Þgl. 1. apríl.
Nýársnóttln. Um hana er nýkom-
inn ritdómur í U p s a 1 a, blaði R, Lund-
horgs, eftir sænskan mann, er lagt hefir
stund á íslenzku, Viggo M. Zadig. Hann
ritar meðal annars —:
»Indriði Einarsson hefir áður auðgað
islenzkar bókmentir að nokkrum leikritum
og auk þess orðinn kunnur nokkuð erlend-
is, — honum hefir nú tekist í siðasta riti
sinu að lýsa draumum og sálarlífi manna
þýðlega 0g viðfeldið — ekki i neinum
Jónsvökudraumi, heldur í eins konar ætt-
ingja þess, í þvi sem nafnið bendir til,
Nýársnóttinni. Hann er þýtt skáld og oft-
ast alvarlegur, er sannarlega á skilið að
verða kunnur hér heima; eins og íslenzkar
bókmentir yfirleitt eiga margt og mikið,
er Sviar mundu hafa yndi af að lesa. Það
er ekki nema mjög eðlilegt, að sérstök ein-
kenni móti bókmentir þjóðar, sem á sér
ekki að eins annan eins bókmentalegan
fornaldararf að undirsöðu sem íslendingar,
heldur lifir fornöldin að nokkru leyti með
henni enn í dag. — —
Þegar ritið var leikið í Rvik i fyrra
vetur, var gerður að því stórmikill rómur,
er ekki mun hvað minst að þakka ylnum
hinum skáldlega, er vakir undir öllum gangi
leiksins, þvi hve leikskrúðið er öflugt, og af
hve mikilli list eru tengdir saman ólíkir
athurðir, hvortveggja hlutir, sem eigi sér
djúpar rætur i hinum fornhelga sögustíl.-
Þótt ógerningur væri að ná fullkomlega
þeim fornaldarblæ, sem íslenzkan getur sýnt
svo glögt — gætið bara að stuðlafallinu:
hálft er betra en heilt, ef alt er ilt — þá
mundi leikurinn fara vel á sænsku leiksviði,
ekki sízt vegna þess töframáttar sem álf-
arnir valda, og þeirrar fyllingar sem ein-
kennir leikinn, en hún stafar bæði af þvi,
hve tilbreytingarnar eru miklar og þó alt
ein heild.s — —
I sama blaði er itarlegur ritdómur um
tvær sögur Guðm. Magnússonar, Höllu og
Heiðarbýlið, þeim hrósað mikið; því mið-
ur um of. Sagt t. d. að mannlýsingarnar
heri á sér meitil-snið fornsagnannal
Veðrátta
vikuLa frá 4.—10. apríl 1909.
Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh.
Snnnd. 4,5 4,6 5,6 6,0 4,0 4.0 8,1
Mánud. 4.0 8,0 4,0 6,0 4,0 5,4 7.2
í>riðjd. 1.6 1,4 ‘2,6 3,7 2,0 2,8 7,0
Miðvd. 2.0 1,0 -0,1 1,4 1,5 4,1 8,1
Fimtd. 3,6 -1,8 —1,2 -0,7 —25 0,8 8,3
Föstd. 7,0 1,3 1,1 2,5 3,5 0.6 8.8
Lauf?d. 6,6 3,0 6,5 6,7 0,8 4,1 6,9
Rv. = Reyk.javik; íf. = ísafjörður [nýbœtt
viðl; Bl. = Blönduós; Ak. = Akureyri; Gr.
= Grim8staðir; Sf. = Seyðisfjörður; Þh. =
Þórshöfn i Pœreyjum.
verður sýnt á annan dag páska (auka-
Býning) kl. 2—4.
Unz öðruvísi verður ákveðið verður
saínið eftirleiðis sýnt á þessum tím-
um :
Mánudögum...
þriðjudögum...
Miðvikudögum
Fimtudögum...
Föstudögum...
Laugardögum.
kl. 4—5
— 4—5
— 11—12
— 11—12
— 4—5
— 11—12
Safnhúsi 10. apríl 1909.
cfflaítfíias þóréarson
Snndsbálinn!
Fimtudagskveldið 15. apríl verður
haldin afarfjölbreytt skemtun í Iðnó
til ágóða sundskálanum. Efnisskrá:
Einsöngur, fjórsöngur, hnefaleikur
(box), nýjar alþingisrímur, spánnýjar
gamanvísur (St. G.), íþróttir, sund (Bj.
Bj.). Leiknir fleiri þættir úr forn-
sögunum.
Til leigw
nokkur herbergi með eða án húsgagna
frá 14. maí. — Stýrimannastíg.
Jón Eyvindsson.
Bæjafskfá Reykjavíkur
1909
komin út. Ómissandi bók fyrir alla.
I n n i h a 1 d:
1. Gatnatal og bæja.
2. Nafnaskrá og heimila.
3. Félagaskrá og stofnana.
4. Atvinnuskrá.
5. Auglýsingar.
Fæst í bókverzlunum. Aðalútsala bók-
verzlun ísaf. Verð: innb. 1 kr. v
Tækifæriskaup.
Af sérstökum ástæðum verður vandað
og lítið brúkað kvenreiðhjól enn-
fremur söðull og hnakkur selt
við afarlágu verði. Ritstj. vísar á.
Til heimalitunar viljum vér
sérstaklega ráða mönnum til að nota
vora pakkaliti, er hlotið hafa verðlaun,
enda taka þeir öllum öðrum litum
fram, bæði að gæðum og litarfegurð.
Sérhver, sem notar vora liti má ör-
uggur treysta þvf að vel muai gefast.
— í stað hellulits viljum vér ráða
mönnum til að nota heldur vort svo
nefna Castorsvart, þvi þessi litur er
miklu fegurri og haldbetri en nokk-
ur annar svattur lítur. Leiðarvísir á
islenzku fylgir hverjum pakka. — Lit-
irnir fást hjá kaupmönnum alstaðar á
íslandi.
Buchs Farvefabrik.
Viðskiftabækur
(kontrabækur)
nægar birgðir nýkomnar í bókverzlun
ísafofdarprentsmiðju. Verð; 8, 10, 12,
ij, 20, 2j og 3J amr,
Sálmabókin
(vasadtgáfan) fatst nú í bókverzlun
ísafoldarprentsm. með þessu verði:
1,80, 2,25 og gylt i sniðum, 1 hulstri,
350 og 4 kr.
ísafoldar sem skifta
um heimili eru vin-
samlegfs, beðnir að
láta þess getið sem fyrst i afgreiðslu
Reikningur
yfir tekjur og gjöld sparisjóðsins i Húna-
vatnssýslu fyrir árið 1908.
T ekj u r: _
1. Peningar isjóðifrá
f. á ......... kr. 4931,35
2. Borgað af lánum:
a. fasteignarveðs-
lán ..........kr. 1115,06
b. sjálfsskuldar -
ábyrgðarlán .. — 3799,00
c. lán gegn ann-
ari tryggingu . — 3235,00 — 8149,06
3. Innlög i sparisjóð-
ion á árinu... kr.16426,83
Vextir af innlög-
um, lagðir við
höfuðstól.....—_ 3314,19 — 19741,02
4. Vextir:
a. af lánum .. . kr. 4341,87
b. aðrir vextir. — 348,00 — 4689,87
5. Ymislegar tekjur. — 228,60
Alls kr.37739,90
Gjöld:
1. Lánað út á reikningstímahilinu:
a. gegnfasteignar-
veði .........kr. 6300,00
h. gegn sjálfskuld-
arábyrgð......— 8855,00
c. gegn annari
tryggingu . . .. — 3820,00 kr. 18975,00
2. Utborgað af inn-
lögum samlags-
manna .........kr.14277,76
Þar við bætast
dagvextir .... — 50,20 — 14327,96
3. Kostnaður við
sjóðinn:
a. laun .........kr. 300,00
b. annarkcstnaður— 105,45 — 405,45
4. Vextir:
a. af sparisjóðs-
innlögum......kr. 3314,19
b. aðrir vextir... — 175,07 — 3489,26
5. Borgað npp 1
sknld til ís-
landsbanka ... — 153,16
6. Peningar í sjóði
31. desbr..... — 380.07
Alls kr.37739,90
Blöndnósi. 18. febrnar 1909.
Gísli Isleijsson.
Böðvar Þorláksson.
Jafnaðarreikningur
sparisjóðsins i Húnavatnssýslu
hinn 31. desbr. 1908.
A k t i v a:
1. Sknldabréf fyrir lánum :
a. fasteignarveð -
skuldabréf .... kr.55595.44
b. sjálfskuldar-
ábyrgðarskuld-
abréf.........
c. skuldabréf fyr-
ir lánum gegn
annari trygg-
ingn...........
2. Verðbréf ........
3. Útistand&ndi vext-
ir, áfallnir við
í lok rejknings-
timabilsins....
4. í sjóði ........
33607,00
3275,00 kr.92477,44
— 5152,00
— 470,81
— 3S9,07
Alls kr.98489,32
P a s 8 i v a:
1. Innlög 455 sam-
lagsmanna alls — 87855,29
2. Fyrirfram greidd-
ir vextir, sem
eigi áfalla fyr
en eftir lok
reikningstíma -
bilsins.................... — 0,31
3. Lán tekið hjá ís-
landsbanka ... — 6855,53
4. Varasjóður....... — 3777,79
Alls 98489,32
Blönduósi 18. febrúar 1909.
Gísli Isleifsson.
Böðvar Þorláksson.
Vér undÞritaðir höfum endurskoðað
framaoskraðan reikning, ásamt bókum og
fylgiskjölum og höfum við ekkert reikn-
ingslega við hann að athuga; er hann rétt
0g reglulega færður.
En i sérstökn skjali höfum við seDt
stjórnicni nokkrar athugasemdir viðvikjandi
skuldabréfum og öðrum viðskiftum sjóðsins.
p. t. Blönduósi 28. febrúar 1909.
Tr. Bjarnason. Árni Árnason
(p. t. endnrskoðendur sparisjóðs
Húnavatnssýslu).
Hirmtoiumslitli
Ernst Stapfs, öll 3 heftin, I bókyerzl-
un ísafoldarprentsm.