Ísafold - 15.04.1909, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.04.1909, Blaðsíða 3
ISAFOLD 83 Er). ritsímafréttir til íi&foldar. Khöfn 13. april. Stjórnarbylting í Miklagarði. Her- menn umkringja þinghúsið. Heimta Muhamedstrú hreina. Oljósar fréttir um, að Ungtyrkjastefnan sé hœtt stödd. Soldán talinn standa bak við. Swinburne dáinn. Ummæli í dönsku blaði um hinn nýja raðgjafa. Það er satt, að dönsk málgögn báru honum ekki vel söguna um hríð, hinum nýja ráðgjafa, ekki sízt meðan hann var að eins ráðgjafa efni. En rétt er þess að minnast, að verstu svívirðingarnar og óhróðurinn voru runnar undan íslenzkum rótum, frá ,vinuml vorum í hinum herbúðunum og þeirra »vinum« og leiguþjónum þar suður í Khöfn. Þeirra er einn alkunnur ólánsaumingi, ómentaður flækingur og afarilla kyntur, nú að almennri sögn dæmdur glæpamaður, er hlift hefir verið við hegningn að sinni með þeim skildaga, að hann hagi sér sæmilega. Hefir blaðið glæpst á hon- um til samvinnu við ritstjórn þess til — fjósaverka. Þá er annar ísleazkur »vísindamað- ur« í Khöfn, ákafur fylgifiskur fyrri stjórnenda landsins og ekki tiltakan- lega næmur á drengskap við sína mótstöðumenn, er hann svo kallar, þ. e. mótstöðumenn húsbónda síns eða húsbænda En ýmsar eru undanþágur frá óhróðrinum. Þeirra er ein grein sú, er hér birtist ágrip af og 'stóð í Dannebrog sama dag sem hinn nýi ráðgjafi var skipaður. Fyrst eru nokkrar æfiágripslínur um B. J. og síðan segir svo: — ísofold stofnaði B. J. 1874, og hefir verið eigandi hennar og ritstjóri æ síðan. Hann rak jafnframt tölu- verða prentunariðju, og bóka og pappírs verzlun og varð á því efnaður maður. ísafold dafnaði undir öruggri stjórn B. J. bæði að virðing og vexti, og hefir nú verið langa-lengi stærsta blað íslands. Með blaðinu hefir B. [. afl- að sér vegs þess og valda í stjórn- málum, er hann hefir lengi haft. Fyrir tuttugu árum var hann alþingis- maður stuttan tíma, en annars hefir hann jafnan eingöngu komið áhrifum sínum fram í blaðinu. Það er vott- ur um hvíiíkur tilkvæmdarmaður hann er og hve mikið traust er haft á hon- um, að hann hafa allir talið vera fyr- irliða flokks síns, þ ó a ð hann hafi aldrei skift sér beinlínis af stjórn- mála-úrslitum á þingi. í kosningabaráttunni i sumar er leið bauð hann sig til þingmensku. Við það var vopuum mótstöðumann- anna — og þau voru víst ekki alt af sem björtust — stefnt ekki sízt á Björn Jónsson og ísafold. Hatin varð sigurvegarinn og getur nú horfið sigri hrósandi heim til íslands. Hann er tengdur mörgum böndum og miklum samhug við Danmörku og þjóðina dönsku. Af því ekki siður en hinu mikla trausti, er hann á undir sér á íslandi, mætti ef til vill gera sér vonir um, að hann geti lagt drjúgan skerf til að greiða vel út' stjórnmálaflækjunni dansk-islenzku. Sjálfur er hinn nýi ráðgjafi óvenju- lega viðfeldinn maður og látlaus. Þingfréttir eru svo litlar að þessu sinni og litt sögulegar, að vel mega biða næsta blaðs. Leikfélag Reykjavikur: Bondinn a Hrauni verður leikinn laugardag 17. apríl kl. 8‘/2 siðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Tekið við pöntunum í afgr. ísaf. KONUNGL. HIRD-VERKSMIDJA. Biæðiriir Clocita mæla með sínum viðurkendu Sjókólaðe-tegundu^a, sem eingöngr eru búnar til úr Jinasía %XaRa6, Syfiri og *ffaniU<&. Ennfremur j^akaópúlvep af beitu tegund. Ágætir vitnis- burðir frá efnafræðisrannsóknarstofum. Mjög miklar birgðir af alls konar efni, smíðatólum og tölvélum fyrir smiðaverkstæði, vélaverkstæði og véia verksmiðjur. Alls konar vélar fyrir tré- •mfðaiðnað, t. d. bandsagir, stillarar o. fl. Biðjið um verðskrár vorar með myndum. Nienstædt & Co. Vestre Boulevard 20. Köbenhavn B. = Cigar- og Tobaksfabriken DANMARK = Niels HemmingsenRRade 20, Köbenhnvn K. Telf. 5621. — Grandlagt 1888 — Telf. 5621. StBrste Fabrik i Landet for direkte Salg til Forbrugerne. “^SSL Yed Kðb af Tobak gives 32 °/0 Rabat og pr. 9 Pd. franco Bane, over 10 Pd. ekstra 6 °/0 uden gratis franco. Toldforhöjeise 18 Öre netto pr. Pd. Forlang Fabrikens Priskurant med Anbefalinger. Kegleform, */» Brasil. 3 Kr. 50 Öre pr. 100 Stk. 16 Kr. 62 öre pr. 500 Stk. 31 Kr. 50 Öre pr. 1000 Stk. Toldforhöjelse 25 Öre netto pr. 100 Stk. Peninga-umslög afarsterk fást í bókverzlun ísafoldar. ^Jiíaóóar og ÍUJuáBœRur 'tf ýmsum stærðuaa, með ýmsu verði, ætíð fyrirliggjandi i Bókverzlun ísafoldar Jörðin Bráðræöi uið Reykjavík með húsum og mannvirhjum fæst til kaups og ábúðar fyrir mjög lágt verð með ágætum borgunarskilmálum. Jörðin er gyrt með steinlímdum garði úr höggnu grjóti, auk þess fylgir henni meiri og betri og fullkomnari húsakynni, þar á meðal íbúðarhús, en nokk- urri annari jörð á Islandi. — Fjós fyrir 24 kýr með vatnsveitu. — Heyhlaða sem tekur 1600 hesta; þar fyrir utan tr hesthús, pakkhús, áhaldaskúr o.m.fl. Tún jarðarinnar gefur af sér jyo hesta af töðu, auk þess fylgir land- spilda undirbúin til ræktunar alt að 20 dagsláttum að stærð. — 4gœt beit fylgir. Jörðin með húsum og öllu tilheyrandi er virt á 78,600 kr. Ýms hlunnindi önnur en hér eru talin fylgja jörðinni sem oflangt yrði hér upp að telja. Lysthafendur snúi sér til eiganda jarðarinnar Runólfs Olafssonar. Happakaup. í Ólafsvík í Snæfellsnessýslu fást, af sérstökum ástæðum, til kaups ágæt verzlunarhús á bezta stað, með stórri og góðri lóð, miklu fiskverkunarplássi, bryggju og járnbrautum með tilheyrandi vögnum. Húsin eru: 1) íbúðar- og krambúðarhús 23X11 álnir, á 2 hæðir með steinsteypukjallara undir öllu húsinu og með vatnsleiðslu á báðar hæðir. 2) Vörugeymsluhús 18X12 áln. með háu porti og steinsteypukjallara undir því öllu. 3) Steinsteypuskúr með mótor, sem notaður er til að draga vagna við uppskipanir. 4) Blautfisktöku- hús 12X10X4 áln. 5) Brauðgerðarhús með bakaraofni, gufukatli og öðr- unt nauðsynlegum áhöldum til brauðgerða. 6) 2 smá íbúðarhús með stór- um og góðum lóðum. 4 Þilskip frá 14—34 tons, þar af 1 með mótor. Ennfremur öll nauðsynleg verzlunaráhöld. Fengist geta einnig keyptar nokkrar vöruleyfar og útistandandi skuldir. Gott verð og góðir borgunar- skilmálar. Fæst hvort sem vill í einu lagi eða í pörtum. Lysthafendur snúi sér til Einars Markússonar Ólafsvík — eða yfirréttarmálaflutningsmanns Sveins Björnssonar, Reykjavík. -----Yerksmiðjan Laufásveg 2 Eyvindur & Jón Setberg Líkkistur af mörgum stærðum, líkklæði og líkkistuskraut. • Skoðið og spyrjið um verð áður en þér kaupið annarsstaðar. Legsteinar úr granít og marmara, plötur í steina úr sama efni (til sýnis steinar og myndir af mörgum teg.). — Líkkransar, pálniar, lyng- og perlukransar. — Nýtt! Klæðskeraverzlun. Nýtt! Th. Thorsteinsson Co. Hafnarstræti. Nýkomið með s/s Sterling: Ljómandi falleg fataefni, mikið úrval. Mörg hundruð tegundir af slifsum og slaufum. Allskonar hálslín. Manchettskirtur mislitar. Regnhlífar. Urval af göngustöfum. Tilbúinn fatnaður af öllum stærðum og verði yfir 150 tegundir. Beiðjakkar yfir jo tegundir. Yfirhafnir — úrval. Beztu og ódýrustu regnkápur sem kvmið hafa til bæjarins af ýms- um litum. Nýmóðins liattar og húfur. Hanskar. Urval af nærfatuaði m. m. VefnaBarTöriverzlni Th. Thoísteinsson’s aí Ingóllávoli hefir nu fengið ógrynnin öll af allskonar vefnaðarvör- um, er verða til sýnis seinni hluta vikunnar. Urvalið stórkostlegt!. Margt nýtt! 1 góða veðrinu vilja allir vera úti með ungbörn sín; — til þess þarf barnavagna og barna- kerrur sem fási eins og annað bezt og ódýrast hjá Jénatan Þorsteinsson. Ferðakistur •« (erðatöskur feikna-stórt úrval nýkomið. Verð á kistum frá . . . kr. 4,20 — — töskum — ... — 2,70 Allar mögulegar stærðir. Jónatan Þorsteinsson. "W" búð vantar mig frá 14. maí eða 1 fyr. Tilboð óskast fyrir n. k. 1 laugardagskvöld. Þorsteinn Sigurgeirsson (við Timbur-^og' Kolaverzlunin'Reykjavik). 1 ff eð Sterling hafa komið I%/1 fullorðins- og barna- X T JL hattar og hatta- skraut til Krlstjðnu Markhúsdóttur Pósthússtræti 14. Mötorolíu (smurningsolíu) selur Timbur- og Kolaverzl. Reykjayík. Ensk vaðmál og dömnklæði nýkomin; einnig ýmsar aðrar vefn- aðar- og nauðsynjavörur í verzlun Geirs Zoega. Samleggstólarnir marg-eftirspurðu eru nýkomnir til Jónatans Þorsteiussonar. Tækifæriskaup á nýju reiðlijóli. Uppl. gefur Einar B. Halldörsson. A komandi vori verður stærst og ódýrast úrvai af alls konar reiötýgjum hjá Jónatan Þorsteinsson. 2 sexmannaför selur Timbur- og KolaYerzl. Reykjavik. í Liverpool er nú komið margt bráðnauð- synlegt fyrir fólkið — t. d.: úpval af alls konar -- Ostum Kartöflnr Selleri Rödbeder Porre Gulerðdder. Jurtapottar af öllum stærðum. Fiður margar tegundir — verð frá 45 aurum — nýkomið til Jónatans Þorsteinssonar. 1 eim, sem hjáipuðu til að bjarga bushlut- m um minum ur húsbrunanum á Skóla- U vöröustig 35 síðastl. páskadagsnótt, svo 1 og þeim er af sama tilefni hafa boðið eða veitt mér aðra hjálpsemi, — þakka eg öllum hjartanlega. Reykjavik 13. april 1909 Þorsteinn Slgnrgeirsson. 1 til 2 herbergi með eða án hús- gagna til leigu. Ritstj. visar á. 2 stofur til leigu með hljóð- færi ef óskast. Ritstj. vísar á. Lifandi blómstur rósir, pálmar 0. s. frv. nýkomið í Lækjargötu 4. Nú er I ■ I komið zl saltkiotio þess sem fyrst. Að eins fáar tunn- ur eftir óseldar. 6. Zoega. Til sölu brúkaður barnavagn, Lindarg. 10A. Fylgirteppi. Lágt verð. Nýtízku barnavagn er til sölu með vægu verði hjá V. Paulsen í húsi Gísla Finnssonar við Norðurstíg. Hátt kaup getur dugleg vinnu- kona fengið í húsi málaflutnings- manns Odds Gislasonar frá 14. maí næstkomandi. Linoleum og gölfraxdúkar. Bæjarins langstærsta og ódýrasta úr- val hjá Jónatan Þorsteinsson. FTndirritaður selur c. 1000 pd. af ágætu heyi (töðu). Rvík Bakkast. 9, Þorst. f. Sveinsson Fortepiano óskast til leigu. — Upplýsing i Liverpool. Einhver farþegi a Sterling hefir tekið í misgripum ferðareim með ferðasjali og regnkápu. Skilist á afgreiðslu ísafoldar. Margs konar blómstur og fræ nýkomið. Stýrimannastig 9. Lyklar fundnir. Geymdir í bók- verzlun ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.