Ísafold - 04.05.1909, Blaðsíða 1

Ísafold - 04.05.1909, Blaðsíða 1
Kemui út ýniist einu sinni eða tvisvar i viku. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða l»/« dollar; borgist fyrir mibjan júl (erlendis fyrir fram). Uppsðgn (skr*fleg) bundin við áramót. er ógild nema komin só til útgefanda fyrir 1. okt. og aaupandi skuldlaus vib blabib. Afgreiösla: Austurstrœti 8. XXXVI. árg. Keykjavík þriöjuclaginii 4. maí 1909. 25. tölublaö I. O. O. F. 894238ya. ____________________ Augniækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 i spítal Forngripasafn opib A mvd. og id. 11—12. íslandsbanki opinn 10—2 lla og ö1/*—'J. K. F. U. M. Lestrar- og skríistofa frá 8 Ard. til 10 siM. Alm. fundir fsd. og sd. 8 V* síðd. Landakotakirkja. G-uðsþj.91/* og 6 A helgidögum. Landakotsspitali f.-sjúkravit.j. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 10l/a—2*/«. H'*nkastjórn við 12—1. Landsbókasaín 12—8 og £ -tí. Landsskjalaaafnið A þia., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12, NAttúrugnpaöafn (í landsb.safnsh.) A sd. I1/*— 24/«. Tannlækning ók. i róstbússtr. 14. l.ogS.md. 11— ’ Iðnaðarmenn I Munið eftir að ganga i Sjúkrasjóð iðnaðarmanna — Sveinn Jónsson gik. — Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustig 10. LaÉbÉsÉið. Samkvæmt fyrirmælum il. gr. í Reglum um afnot Landsbókasafnsins 21. apríl 1909 er hér með skorað á alla þá, er bækur hafa að láni úr bóka- safninu, að skila þeim í safnið fyrir 15. d. maímánaðar næstkomandi. — Útlán byrja aftur 15. maí. Landsbókas. 30. apríl 1909. Jön Jakobsson. 1 Agæt atvinna fyrir ötnlan og þektan fiskimann. Framúrskarandi duglegur formaður á mótorbát getur fengið mjög góða atvinnu á Austurlandi í vor og sumar. Æskilegt væri að hann útvegaði sjálf- ur mótorista og 2 háseta á bátinn með sér. Semja verður sem allra fyrst við kaupm. Jcín Arnason, Vesturg. 39. TIL ALLRA. Af alls konar álnavöru, bæði í hvers- dags og sparifatnað, bæði smágerðri og stórgerðri, eru send, ef um er beðið, sýnishorn ókeypis frá Messen Köbmagergade 44 Köben- havn. Messen er einhver stærsta álna- vöruverzlun Danmerkur og hefir útibú í 62 dönskum bæjum. Péiur ]. Thorsteinsson Lækjartorg Reykjavík kaupir gegn peningum íslenzkar vör- ur, svo sem gotu, sundmaga og salt- fisk nr. 1 af öllum tegundum, ýmist fullverkaðan eða upp úr salti, einnig dún, selskinn o. fl. Kenslubœkur þessar hefir Bókverzlun ísafoldar til sölu fyrir sjálfa sig, allar í bandi: Kr. Balslevs Biblíusögur..........0,75 Barnalærdóm H. H..............0,60 Danska lestrarbók Þorl. Bjarnas. og Bjarna Jónssonar........2,00 Danska orðabók nýja (J. J.) . . 6,00 Enskukenslubók H. Br..........itoo Hugsunarfr. Eir. Briem........0,50 Kirkjusögu H. Hálfd...........4,00 Kristin fræði (Gust. Jens.) . . . 1,50 Lesbók handa börnum og ungl. I. 1,00 — — — — II. 1,00 Mannkynssögu P. M..............3,00 Reikningsbók Ögm. Sig. . . . 0,75 Ritreglur Vald. Asm............0,60 Siðfræði FI. Hálfd.............3,00 Stafsetningarorðbók B. J......i,oo Frjálst og fullvalda ríki. Þess var getið siðast, að neðri deild hefði samþykt með 16:9 atkv. milli- landanefndar-frumvarpið með gagngerð- um breytingum, þess efnis aðallega, að ísland yrði frjálst og full- v a 1 d a r í k i, í konungssambandi einu við Danmörku. Hér er nú frumvarpið alt, svo orð- að sem deildin gekk frá því og sendi efri deild: 1. gr. ísland er frjálst og fullvalda ríki í sambandi við Danmörku um einn og sama konung og þau mál, er dönsk stjórnarvöld fara með í um- boði íslands samkvæmt sáttmála þess- um. í heiti konungs komi eftir orðið: »Danmerkur«, orðin: »og íslands*. 2. gr. Skipun sú, er nú gildir í Danmörku um rikiserfðir, trúarbrögð konungs, myndugleika hans og um ríkisstjórn er konungur er sjúkur eða fjarstaddur, skal einnig gilda að því er til íslands kemur. Sé konungur ófullveðja, gilda einnig hin sömu á- kvæði og nú í Danmörku, þangað til löggjafarvald íslands gerir þar um aðra skipan. 3. gr. Þessi eru sambandsmál Dan- merkur og íslands: 1. Konungsmata, borðfé ættmenna konungs og önnur gjöld til kon- ungsættarinnar. 2. Utanríkismálefni. Enginn þjóða- samningur, er snertir íslenzk mál, skal gilda fyrir ísland, nema rétt stjórnarvöld íslenzk eigi þátt í og leggi samþykki til. 3. Gæzla fiskiveiða í landhelgi íslands, að óskertum rétti íslands til að auka hana. Meðan Danir annast strandvarnirnar, njóta þeir jafn- réttis við íslendinga að því er til fiskveiða i landhelgi íslands kemur, nema um annað endur- gjald semji. 4. Peningaslátta. 5. Hæstiréttur, þangað til löggjafar- vald íslands setur á stofn æðsta dóm i landinu sjálfu. Meðan sú breyting er eigi gerð, skal þess gætt, er sæti losnar í hæstarétti, að skipaður sé þar maður, er hafi sérþekking á íslenzkri löggjöf og kunnugur sé íslenzkum hög- um. 4. gr. Danir, heimilisfastir á íslandi, skulu njóta fulls jafnréttis við íslend- inga, og íslendingar, heimilisfastir í Danmörku, jafnréttis við Dani. Þó skulu forréttindi íslenzkra náms- manna til hlunninda við Kaupmanna- hafnar-háskóla óbreytt, nema réttum stjórnarvöldum beggja ríkjanna semji um aðra skipun á því efni. 5- gr. í umboði íslands fara dönsk stjórnarvöld með mál þau, er talin eru í 3. gr., unz uppsögn fer fram af annari hvorri hálfu samkvæmt fyrir- mælum 7. gr. Að öðru leyti ræður hvort landið að fullu öllum sínum málum. 6. gr. Meðan ísland tekur ekki frekari þátt í meðferð sambands- málanna en um getur í 3. gr., tekur það heldur ekki þátt í kostnaði við þau, nema hvað ísland leggnr fé á konungsborð og til borð- fjár konungsættmenna hlutfallslega eftir tekjum Danmerkur og íslands. Fram- lög þessi skulu ákveðin fyrirfram um 10 ár í senn með konungsúrskurði, er forsætisráðhefra Dana og ráðherra íslands undirskrifa. Ríkissjóður Danmerkur greiðir ríkis- sjóði íslandseittskiftifyrir öll 1,300,000 kr., og eru þá jafnframt öll skulda- skifti, sem verið hafa að undanförnu tnilli Danmerkur og íslands, fullkom- lega á enda kljáð. 7. gr. Með eins árs fyrirvara get- ur Ríkisþing Dana og Alþingi hvort um sig sagt upp sáttmála þessum að nokkru leyti eða öllu, þá er 25 ár eru liðin trá því, er hann gekk í gildi. Akvæði sáttmálans um konungssam- band, sem og um borðfé til konungs og konungs ættmenna, verður þó eigi sagt upp. 8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Nefnd var sett í málið í efri d. á laugardaginn og hefir kveðið upp álit sitt í dag, tvískift, sem vita mátti. Meiri hlutinn, Sigurður Stefánsson (skrifari og framsögumaður), Jens Páls- son og Ari Jónsson, vilja aðhyllast frumvarp neðri deildar óbreytt, en minni hl., þeir Lárus og Stefán kon- ungkjörnir, þ. e. millilandanefndarmenn- irnir tveir, auðvitað því andvígir og hallast að stefnu minni hlutans í neðri deild, sem kemur mjög heim við Uppkastið góða. Meiri hlutinn kveður svo að orði, að hugsunin sé hér að halda fram fylstu kröfum þjóðarinnar, eins og þær komu fram við síðustu kosningú ar, fremur sem stefnuskrá þjóðarinn- ar, er hún vilji halda fast við í aðal- atriðum, heldur en sem samþykt, er eigi megi víkja frá einstökum atriðum, þeim erminnamáliþykjaskifta,sé um nokkra samvinnu eða samningsfúsleik að tefla frá hálfu hins málsaðilans. Málið verður á dagskrá í efri deild á morgun. ‘hdend tíðimli. Störnarbyltingin á Tyrklandi. Aðdragandinn. Khöfn, 19. apríl 1909. Eftir júlí-byltinguna í sumar, þegar soldán veitti Tyrkjum stjórnarskrá, hafa landsbúar reynt að koma á jöfn- uði innan lands og leitast við að miðla málum milli Evrópu og Austur- landa menningar. Tyrkneska ríkið hef- ir orðið fyrir áhrifum miklum frá Norðurálfu. Verkföll eru farin að gerast alltíð, kvenréttindahreyfingin vöknuð og jafnvel í Smyrnu i Litlu- Asiu hafa armenskir leikendur sýnt á sviði leikrit Shakespeares og Henriks Ibsens. En rígur mikill og flokkadráttur hefir verið meðal frjálslyndra manna, þeirra er völdin hafa haft. Þeir hafa skifst í tvo andstæða flokka, Ungtyrki, er drotna í stjórninni og sig kalla »Frelsis og framsóknar nefndina« og »Frjálslynda sambandið*. Ungtyrkir vilja koma á sterkri ríkisheild, á þjóð- legum Múhameðstrúar-grundvelli, en hinir vilja gera Tyrkland að sam- bandsríki með sjálfstjórn einstakra landshluta. Innan Frjálslynda sam- bandsins eru aftur smærri flokkar, vinstrimenn, og grískir og armenskir borgarar. Ungtyrkir hafa til þessa haft herforingjana á sínu bandi. í febrúar í vetur varð nokkurs konar bylting á Tyrklandi. Stórvesír- inn, Kia.mil Pasja, gegndi því embætti síðast á einveldisstjórninni, og lét ekki af því þrátt fyrir nýbreytnina. Ekki þótti Ungtyrkjum hann tryggur, og í febrúar losnuðu þeir við hann, þegar hann ætlaði að beita þá ger- ræði, og komu að einum sinna manna, Hiltni Pasja. Við þessa bylt- ingu kom glögglega í ljós flokka- rígurinn milli Ungtyrkja og Frjáls- lynda sambandsitts. Snemma í apríl var myrtur ritstjóri blaðsins Serbesti, Hassan Fehmi að nafni, á götum Miklagarðs, án þess að upp kæmist hver drýgt hefði glæpinn. Serbesti er eitt af blöð- um »Frjálst. samb.« og hafði það skömmu áður dróttað því að Ung- tyrkjum, að þeir misbeittu valdi sínu sjálfum sér í vil og sínum mönn- um. Morðið var því óðara kent Ungtyrkjum. Lík ritstjórans var jarð- sett með mikilli viðhöfn í Mahmuds- grafreitnum, en þar eru eingöngu jarðaðir frægir föðurlandsvinir og þjóðskörungar. Upphlaup gerðust mikil á götunum og múgurinn gekk í fylkingu og atyrti Ungtyrki. Var svo að sjá sem lýðhylli Ungtyrkja væri á förum. Stakk þetta nokkuð í stúf við hugi landsmanna í júli, þá er Ung- tyrkjum var fagnað með kostum og kynjuni sem frelsurum landsins. Nú virtust þeir ætla að verð und- ir í framsóknarbaráttunni. England hafði alt til þessa stutt þá, en nú var eins og skifti um alt í einu, og stórblaðið enska T i m e s tók að mæla sterklega fram með að Tyrkland yrði að sambandsriki með sjálfstjórnar- fylkjum. Það var og eitt með öðru til þess að blása að óánægjunni, að Ungtyrk- ir minkuðu stórum lífvarðarlið soldáns og köstuðu þá mörgum þúsundum hálaunaðra herforingja út á klakann. Þessir embættislausu herforingjar urðu æfir við atvinnu og eftirlauna missinn og espuðu lýðinn til upphlaups gegn Ungtyrkjum. Tóku þeir það ráðið, er bezt hreif, notuðu trúarvandlæt- ingu að yfirskyni, sögðu Ungtyrki vilja barnatrú þeirra feiga, múhameds- trúna, og því yrði að hefjast handa. Þetta er saga málsins í fám orðum, og þessi atriði virðast vera helztu forsendur aprílbyltingarinnar, þeirrar er nú skal drepið á. Byltingin 13. april o. s. frv. Snemma morguns 13. apríl fóru nokkrar hersveitir um götur Mikla- garðs og umkringdu þinghúsið. Heimt- uðu þeir, að stórvesírinn og ráða- neytið yrði sett af embætti. Á stræt- unum safnaðist múgur og margmenni og eggjaði þar hver annan að berjast af alefli fyrir trúnni. Þingmenn flýðu og ráðuneytið varð að segja af sér. Fyrst ætlaði soldán að gera Kiamil Pasja aftur að stór- vesír, en upphlaupsmenn neituðu , að viðurkenna hann. Þá var Tevjik Pasja gerður að stórvesír, illskiftinn íhaldsmaður. Skothríð mikil hófst á götunum. Nazitn Pasja dómsmála- ráðgjafi var veginn og nokkrir þingmenn og herforingjar, er reyndu að sefa hermennina og áminna þá um hlýðni. Soldán virtist vera á bandi byltingar- manna, hét þeim að varðveita trúna hreina, beiddi þá að halda aftur til herbúðanna og lofaði að láta eigi hegna þeim fyrir tiltækið. Margir héldu að soldán hefði komið af stað óeirðunum til þess að ná í einveldið aftur. Þó varð hann að lýsa yfir því, að stjórnarskráin skyldi í engu skert. Byltingamenn vildu svo vera láta. Þeir börðust eingöngu fyrir i s 1 a m (trúnni). Annars er það all-undarlegt, að eng- inn veit, hver stýrt hefir þessu borg- arastríði. Hermennirnir hafa fengið ríflegt dagkaup einhversstaðar að, en enginn veit hvaðan. Svo var og í júlíbyltingunni 1908. Enginn vissi, hver stjórnaði Ungtyrkjum þá, og heiminum er það hulið enn í dag. Nú fór að sverfa að Ungtyrkjum, og ekki var annað fyrirsjáanlegt, en að úti væri um þá. Þeir lögðn á flótta úr borginni margir saman, afl- stola og eigi óhultir um líf sitt. Upp- reistarmenn færðu sig upp á skaftið og heimtuðu meðal annars að stjórn- in framseldi þeim öldunginn Hilmi Pasja, fyrv. stórvesir o. fl. Þó varð eigi úr, að þeir fengi þessum kröfum framgengt. Fylkingar streymdu til Miklagarðs úr nágrenninu til stuðn- ings uppreistarmönnum. En þessi tíðindi gerðust að eins í Miklagarði og grendinni. Frá öðrum landshlutum og stórborgum heyrðist ekkert strax. En þaðan kom sú snurða á þráð- inn, er vonandi ríður íhaldsmönnum að fullu. Ungtyrkir rétta yið. Óvænt hjálparhönd. Það er oft sagt frá því í gömlum riddarasögum, að óvæntar hersveitir koma á síðustu stundu til liðs við söguhetjurnar, þegar alt er komið í óefni. »Nefndu nafn mitt þegar þér liggur mikið á!«, sögðu trygðatröll- in. í sögunni eru og ótal dæmi þess, er óþreyttar hersveitir koma í bar- dagalok og skakka leikinn, t. d. í or- ustunni við Waterioo, þegar Napóleon beið ósigurinn mikla. »Eigi verður feigum forðað, né ó- feigum í hel komiðc segir máltækið og svo fór á Tyrklandi. Það hefir Ungtyrki og hamingju þeirra innan- borðs. Frá ýmsum stórbæjum Tyrklands, (Saloniki, Adrianopei o. fl.), Makedó- níu og öðrum landshlutum streyma nú hersveitir hrönnum saman til Mikla- garðs til liðs við Ungtyrki. Þegar fregnirnar bárust út um landið, reis allur lýður öndverðnr gegn afturhalds- gerræðinu í Konstantínópel, herinn var þar tryggur og nú flytjast herflokkar til höfuðstaðarins með hverri járn- brautarlest til þess að rétta hluta Ung- tyrkja og frelsisins. Er »frelsisherinn« í svo miklum meirihluta, að uppreist- arsveitirnar hafa séð sitt óvænna og þorðu eigi að leggja til bardaga. Sagt er að þeir iðrist nú sáran. Landsveitirnar krefjast þess nú, að nýja stjórnin fari frá þegar í stað, en fyrv. Ungtyrkjastjórn taki við, og að alt sitji við það sem áður var, á und- an byltingunni. Hóta þeir að reka soldán frá ríkjum ella. Enn fremur heimta þeir að forsprökkum upphlaups- manna verði hegnt harðlega fyrir til- tækið. Ungtyrkir hafa öll undirtök. »Frjáls- lynda sambandið« og Ungtyrkjanefnd- in leggjast á eitt gegn afturhaldinu og taka þeir nú við völdum aftur í dag eða á morgun. Lengra er ekki komið sögunni. Alberti er veikur enn og óráðið um ríkis- dóm. Enn eru að komast upp um hann fleiri og fleiri óknyttir í em- bættisstöðunni. Síðast hefir það vitn- ast, að hann neitaði manni um lyfsalaleyfi vegna þess að maðurinn greiddi honum ekki 5000 kr. í þókn- un fyrir. Hafði þó konungur mælt með lyfsalanum. Prívatbankastjórnin i Kaupmanna- höfn er að komast í ógöngur miklar út af viðskiftunum við Alberti. Mærin frá Orleans. Jeanne d’Arc, heilladís Frakklands og þjóðhetja, var tekin í helgra manna tölunýlega með mikilli viðhöfn; 30,000 manna viðstaddir. Athöfnin sú fór fram í Péturskirkjunni í Róm. Hoiland. Nú horfir landið og væntir manns. (Hollenzkur) prins mætti logsárin langa — lífdögg á frjóhnappsins anga. Þar er alt á öðrum endanum. Vilhelmína drotning er komin að falli. Hljóðin heyrast um alla Evrópu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.