Ísafold


Ísafold - 04.05.1909, Qupperneq 3

Ísafold - 04.05.1909, Qupperneq 3
ISAFOLD 99 an. Það er um að gera að þekkja á áhorfendurnar og gera bardagann á- hrifamikinn og æsandi. Sannfærður er eg um, að íslend- ingar geta ekki hlotið miður vinveitta áhorfendur en Dani. íslendingaóvild er meiri hér í Danmörku en Dana- óvild á íslandi. Við það verða marg- ir íslendingar varir, þeir er hér búa og tjáir ekki að mótmæla því. Ekki kom það samt verulega fram í þetta sinn. Þó heyrðist blístrað í hljóð- pípu úr einu horni við og við, svo sem til að láta í ljósi fyrirlitningu. Raddir heyrðust og um, að steðjinn mundi ekki vera eins þungur og látið var o. fl. þess háttar. Aðrir létu aft- ur í ljós aðdáun. Þjóðverji einn sat t. d. við hlið mér og var auðheyrt á, að honum fanst mikið um. Séð hefi eg blaðagreinar um glímu- sýninguna í þrem blöðum daginn eftir, »Dannebrog«, »Social-Demokraten« og »Vort Land«. Fluttu þau öll lof um íþróttirnar — jafnvel hið síðast talda, sem annars þjáist ekki af ást til land- ans. Tvö hin fyr nefndu gátu þess þó, að ekki gæti íslenzka glíman jafn- ast við þá grísk-rómversku að brögð- um og margvisi. Stafar þessi dómur eflaust af þvi, að mennirnir glímdu ekki nógu lengi og sýndu eigi nógu mörg brögð. Löng kappglima hefði orðið áhrifamest. Viðtal við Jóhannes Framtíðarhorfur- Eg hitti Jóhannes á götunni skömmu eftir sýninguna. Ekki var hann vel ánægður. Þótti honum betur hafa tekist á Englandi og áhorfendur þar vinveittari. — Verðið þið lengi hér, og hvert haldið þið héðan? — Hér verðum við alls ekki leng- ur en til mánaðamóta, en ekki full- ráðið enn, hvert við förum. Við ráð- um því alls ekki sjálfir. Við erum vistaðir til nýárs hjá dönskum blaða- manni, Nielsen, fyrir ákveðið kaup, fullsæmilegt. Hann ræður öllu um okkar ferðalag og fer auðvitað þangað með okkur, sem bezt er boðið og hann hefir mest upp úr. — Hefir hann fengið nokkur til- boð? — Já, fjögur eru þau komin sem stendur, frá Berlín, Breslau, St. Péturs- borg og núna síðast í dag frá Nor- egi (Kristjaníu). Pétursborg á hæsta boð enn sem komið er, og þangað förum við líklega, ef ekki fæst annað betra. í því kom bifreið þjótandi eftir götunni, hljóðandi og blásandi. Við stóðum á miðri götunni og stefndi vagninn á okkur. Eg forðaði mér upp á gangstéttina hið bráðasta. En Jóhannes stóð eftir á götunni, rétti fram höndina og bjóst til að stöðva vagninn. Eg kallaði til hans og leiddi honum fyrir sjónir, að vagnver jar gætu slasast og hvílíkur ábyrgðar- hluti þetta væri. Jóhannes lét tilleið ast og vagninn slapp ldaklaust fram hjá. Eg kvaddi Jóhannes með virktum og óskaði honum allra fararheilla. Svipall. •E f t i r m á 1 i. Eftir að þetta er ritað, hefi eg séð minst á glímurnar í 4 blöðum í við- bót, Köbenhavn, iMiddagsposten, Aften- bladet og Folkets Avis. Fara þau öll hlýjum orðum um glímurnar og þykir þetta alleinkennileg íþrótt. Eitt þess- ara blaða kallaði mennina í s b r j ó ta (Isbrydere) og annað furðaði sig á, að eigi skyldi kvöldmatur Jóhannesar koma í ljós, þegar steðjinn var lagður ofan á kvið honum. Sv. Aðfiutningsbanii full-samþykt- Mestu stórtíðindi á þessu þingi, eru og munu talin verða um langan ald- ur þau, er gerðust laugardaginn 1. þ. m., að samþykt var til fullnaðar frum- varp til laga um bann á aðflutningi á- fengra drykkja, frá ársbyrjun 1912. Slikt bann hefir alls eitt þjóðþing í heimi samþykt áður. Það var löggjafarþing Finna, fyrir nokkrum missirum. En þeim lögum var synjað stað- festingar, af þjóðhöfðingjaFinna, Rússa- keisara. En'ginn ætlar það þjóðhöfðingja vor- um, Friðrik konungi VIII.; það er síður en svo. Þá verðum vér hin fyrsta þjóð í h e i m i, er fær lögleitt aðflutn- ingsbann gegn áfengi. Atkvæðamunur um málið varð meiri að lokum en nokkur maður mun hafa gert sér í hugarlund: 18 atkv. gegn 6 í neðri deild, og 8 gegn 5 i efri. Húsbruni. í fyrra kvöld brann baðstofan á Esju- bergi á Kjalarnesi að köldurn kolum. Lausamunum varð bjargað. Það var af sama bænum er bóndinn (Guðm. Kolbeinsson) druknaði í vetur á heim- leið úr Rvík. Tilíái Hafsteins- liða út af Landsbanka-rannsókninni. Mesta hrakför fyrir þá. Yflrvaldið mikla kveðið í kut. Trausts-yfirlýsing til ráðgjaíans. Heldur varð lítið úr högginu, sem hátt var reitt — rothögginu, sem minni hlutinn ætlaði að greiða hinni nýju stjórn út af því, að hún dirfðist lögum samkvæmt að láta »rannsaka allan hag Landsbankans«. »Yfirvaldið mikla« fyrv., nú 5. kgkj. þm. (Lárus H. B.), lagði á stað í gær í efri deild með fyrirspurn til ráð- gjafans út af þeirri ráðstöfun, að hann hafði fengið til menn að rannsaka allan hag bankans vegna stjórnarskift- anna, og var ekki smár á velli. En fekk þær viðtökur, að sjaldan hefir skepna komið niðurdregnari af sundi. Viðureign hans og ráðgjafans (B. J.) stóð fullar 3 stundir, með meiri á- heyrendafjölda, en dæmi muriu vera til hér á þingi. Þingmaðurinn (L. H. B.) reyndi að lokum að smeygja að með hálfum hug svo meinlausri, rökstuddri dag- skrá, að verri var en engin honum til svölunar og hans flokksmönnum. En tókst ekki. Hún var feld alt um það, með öllum óháðum atkvæðum í deild- inni. Hins vegar var samþykt með þeim hinum sömu atkvæðum öllum (7) gegn atkvæðum hinna konungkjörnu svo feld traustsyfirlýsing til ráðgjafans í rökstuddri dagskrá: Með því að deildin lítur svo á, að hin umræddu af- skil'ti landsstjórnarinnar af hagLandsbankans séu bæði lögmæt og sjálfsögð, lýsir hún fullu trausti sínu á ráð- herranum, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá. Veðrátta yikuna frá. 28. apríl til 1. mai 1909. Rv. tf. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. Sunnd. 2,5 1.4 4,0 19 -1,0 2-0 3,0 Mánud. 1,0 0,9 1,1 0,0 -2,5 -0,4 3,0 Þriðjd. 1,5 -1,0 —1,0 -19 -4,0 -2,0 3,2 Miðyd. -0,1 -2,5 -0,5 -19 -5,8 -o,o 1,6 Fimtd. -0,1 — 1,1 -0,4 —1,2 -4,5 -1,4 0,0 Föstd. —‘2,0 -2,0 0,0 0,2 -4,5 —1,5 -0,6 Laugd. 2,2 1,5 1,8 2,0 -2,0 -2,0 1,4 Rv. = Reyk.javik; íf. = ísafjörður [nýbœtt vibl; Bi. = Blönduós; Ak. = Akureyri; Gr *= Grím8staöir; Sf. = Seyöisfjörður; I>h. = Þórshöfn i Fsereyjum. — Marðar-eðlið — Nýlega gat eg þess í bl. Rvík, að eg skildi ekki aðalrökfærslur alþm. síra Eggerts Pálssonar í þvi blaði fyrir Marðareðli mínu og óskaði skýringa. Nú vil eg taka t. d. eitt atriði í grein hans orðrétt, en bæta þó inn i spurn- iugum á milli sviga, er hann gæti út- skýrt. Þetta atriði er svona: — Yar þá fyrsta verkið að semja misréttisgreinina nr. 1. Og eftir að hafa látið sjálfati meistarann hefla hana og slótta (hvaða meistara!), lagði hann af stað í sína nafntoguðu undirskriftar- smölun. Og með því að læðast um sem ófrjáls maður (hvar?), taka fyrir einn og einn mann í einu, bregða upp hinum mesta hógværðar- og sakleysis svip tókst honum að fá nöfn flestra Rængæinga, er hugðu hontim ganga gott eitt til, undir greinina (hver var tilgangurinn ?). En þó með þeim for- mála af flestra hendi, að feldar væru úr stærstu vitleysurnar (hvaða vitleysur?), sem stóð þá heldur ekki á að lofa, þótt efndirnar yrðu minni, eins og í raun og veru vænta mátti (hverju lofaði eg og efndi ekki?) — — Svona spurningar flugu mér f hug, hver af annari, er eg las greinina. Eg varð hissa; eg sá, að fleiri slíkar gátu verið héðan úr sýslu, þó sumum þætti það ótrúlegt. Bæði vegna þessara orða prestsins og fleiri slíkra, sem áður voru sögð um það efni, verð eg að skýra frá ferð minni í örfáum orðum. í 5 hreppum, Landhreppi, Holtahr., Hvolhr. og Landeyja báðum, tóku 2—4 innanhreppsmenn greinina að sér til undirskriftar. Aðeins örlitlar undan- tekningar, helzt í Hvolhreppi. í 2 hreppum, Ása og Rangár valla, hlutaðist eg til um 'það mest á 7 smáfundum. Og í þremur, Eyjafjalla báðum og Fljóts- hlíðar, kom eg því einnig áleiðis með góðum dreng úr audstæðingaflokki mín- um, Guðjóni í Bjóluhjáleigu, er eg fekk með mér, og með tilhjálp bænda. Við fórum hvergi dult með eriudið, gistum á prestsetrunum Holti og Breiða- bólstað, og bárum það upp þar sem annarstaðar. Staðarpresturiun (síra E. P.) sagöi sem vonlegt var, að hann gæti ekki skrifað undir, af því hann hefði samþykt vegalögin og síma á þinginu. Á einum bæ, TorfastÖðum, man eg eftir að bændur gerðu athugasemdir, er máli skiftu. Tók eg þá fram, að eg kysi heldur að þeir skrifuðu ekki undir, en að breyta efni, sem margir voru bún- ir að samþykkja. Bros verður mér á vörum er eg les annað atriði greinar prestsins, sem hann segir að eg taki fram í Misréttargrein miuni nr. 1. Hann er um kröfur mín- ar, bjargráð sýslunnar og hótun um að gera Rangárvallasýslu að sérstöku ríki m. fl. * og spyr svo: — Hvað er fáránlegt og klaufalegt, ef ekki þetta? Spurninguna samþykkja líklega allir. En allir geta líka sóð, með samanburði greinanna, að hún hljóðar um orö prests- ins, en ekki mín, eða búeudur sýslunn- ar. í hvaða skyni mun hann gera þetta ? Prestverkum síra E. P. hefi eg ekki gert lítið úr og mun ekki gera; einnig þar mótmælir hann sínum orðum; en ekki mínum. Enn veit eg ekki til að eg hafi sagt neitt rangt í greinum mínum, — nema eitt smáorð var heldur víðtækt, af gleymsku á lítilsverðu atriði. En það hefir ékki verið nefnt. Fyrst engu af því hefir orðið mótmælt, skiftir litlu, þó eg só vondur, heimskur og huglaus. Bæti presturinu nú úr sínum málstað með því að svara spurningum mínum rótt, eða mótmæla greinum minum með rökum, svo eg geti sannfærst, og kom- ist hjá að láta raunsaka þetta og dæma. Sig. Guðinundsson. Stœrri og smærri í búðir hefir Guðm. Egilsson til leigu frá 14. maí. Heima kl. 3 —4. Laugaveg nr. 40. Guðni. Egiisson. J L, Bull yfirréttarmálafærslumaður, Aalesund, Norge, tekur að sér innheimtu og málfærslu um endilangan Noreg. Meðmæli frá: Landmannsbankanum í Alasundi, Carl E. Rönneborg & Sön- ner, O. A. Devalds Sönner. I Lœkjargötu 10 B ágæt stofa til leigu 14. maí. Semja má við — Sigurjón Sigurðsson snikkara. fTrfesti úr gulli hefir tapast á leið- ^ inni trá apótekinu fram að Sanitas. Finnandi er beðinn að skila henni í apótekið gegn góðum fundarlauuum. Til Ipícth fást herbergi 1 11 lCIgU móti suðri(með aðgangi að eldhúsi) og geymslu í húsinu 66 við Laugaveg. Semja má við Jón Collin, Thomsens Matardeild. íbúð fyrir einhleypa og litla fjöl- skyldu fæst leigð frá 14. þ. m. Sigjús Sveinbjörnsson fasteignasali. Sórstök og möbleruð her- bergi fást í Bergstaðastrœti 3. Uppboðsauglýsing. Eftir kröfu yfirréttarmálaflutnings- manns Karls Einarssonar og að und- angengnu fjárnámi 18. júlí f. á verð- ur opinbert uppboð haldið laugardag- inn 15. þ. m. kl. 11 f. hád. á Vatns- stíg nr. 10 hér í bænum og þar seld ýmskonar segl af kutter-skipinu: Helga. Söluskilmálar verða birtir á upp- boðsstaðnum. Bæjarfóg. í Reykjavík 3. maí 1909. Jón Magnússon. Járnsteypa Rvíkur steypir alls konar muni úr járni. Hefir fyrirliggjandi: Mótorkúlur, Ristar alls konar, Trawlrúllur, Hreinsikarma, Brunnkarma, Klyds, Kefa, Handvigtir, smáar og stórar, Þakglugga, Bolta- tungur o. fl. JSjf" Munir úr kopar eru steypt- ir fyrir sanngjamt verð. 52 andlitið : eÍDSetumanns hamurinn var horfinn: fjórir fagrir vængir huldu tignarlegan líkama og lagði af þeim bjarma. — Ó þú sending af himnuml ó guð- Iegi engill, hrópaði Zadig upp og féll á kné, þú ert stiginn þaðan niður til þess að kenna breyskum, dauðlegum mönnum að gangast undir boðorð eilífðarinnar ? — Mennirnir, mælti Jesrad engill, dæma um alt, þótt þeir þekki ekki neitt: þu ert sá allra manna, sem mesta fræðslu átt skilið. Zadig bað hann leyfis að tala: — Eg vantreysti sjálfum mór, mælti hann; en má eg biðja þig að skýra mér eitt vafamál? Hefði ekki verið réttara að betra þetta barn, og láta hann verða góðan mann, heldur en að drekkja honum ? Jesrad svaraði: — Ef hann hefði verið góður mað- ur, og hefði lífað, þá hefðu forlög hans orðið þau að verða drepinn ásamt konunni sinni, sem orðið hefði, og börnum þeirra. 53 — Hvað þá! mælti Zadig! er þá nauðsyniegt að til sé glæpir og ólán, og að ólánið komi niður á góðu mönnunum? — IUmennin, s varaði Jesrad, eru æfin- lega ólánssöm ; þau eru til þess að reyna lítinn hóp róttlátra manna sem dreifð- ir eru um jörðina, og fátt er svo með öllu ilt, að ekki fylgi nokkuð gott. — En, mælti Zadig, efnú væri bara til gott, eu ekkert ilt? — þá, svaraði Jesrad, væri þessi jörð öll önnur; rás viðburðanna væri þá önnur vísdómsfull niðurröðun ; en sú tilhögun, sem mundi vera fullkom- in, getur ekki annarstaðar verið en í heimkynni hinnar æðstu veru, þar er ekkert ilt fær komið. Hann hefir skapað miljónir heima, og engan öðr- um líkan: sú geysimikla margbreytni er einn þátturinn í hans geysimikla mætti. f>að er ekki til tvö laufblöð á jörðunni, ekki tveir hnettir í enda- lausum himingeimnum, sem eru eins; og alt sem þú sér á þessari litlu ögn, þar sem þú ert fæddur, átti að vera á sínum stað og settum tíma, sam- 56 Eg hélt til í eina gistihúsinu sem þar var, í stórri hvítkalkaðri stofu, með fábreyttum húsgögnum, en snotr- um; gluggarnir sneru út að sjónum. Eg sat á strástól framan við ómálað furuborð, og var þá að búa til kvæði við hátfðlegan og vaggandi niðinn af þungum öldum sem mór þóttu vera að segja mér sí og æ að rímfallið væri náttúrulögmál. En það verður ekki alt af ort og skrifað, og gönguförin var mér bæði til heilsubótar og skemtunar. Venju- lega gekk eg fram með ströndinni, og til hægri handar við mig var kleifin ófrjó og hrikaleg, en á vinstri hönd mér þurt fjöru-flæmið, grfðarmikil sandauðn, og svartar kletta-hleinir upp úr á stöku stað. Hér var einveran fullkomin. var ekki oftar en tvisvar eða þrisvar, að eg hitti einhvern tollþjón á ferða- lögum sínum, með byssuna um öxl. Eg var svo reglubundinn og friðsam- ur göngumaður, að svölurnar á sand- inum voru ekkert orðnar hræddar við úlpuna mína rauðu; þær hoppuðu fáein skref frá mér, og þrýstu þar stjörnulög- uðum sporum sínum á votan sandinn. 49 gert hafði önnur eins öfgaverk gat ályktað vel. Eftir samtal jafn fróð- legt og það var ástújflegt, fylgdi gest- gjafi þeim loks til herbergis þeirra og blessaði guð fyrir að hafa sent þangað jafn vitra menn og góða. Hann bauð þeim fó með svo mjúkum og tiginmanulegum hætti, að engin leið var að þykkjast við; einsetumaðurinn hafnaði boðinu, og kvaðst nú verða að kveðja hann, því að hann ætlaði að leggja upp fyrir dag. Skilnaðurinn varð innilegur; einkum fann Zadig sig fullan lotningar til þessa elskulega manns. |>egar þeir einsetumaður voru orðn- ir einir í herbergÍDU, héldu þeir langa lofræðu um gestgjafa. í dögun vakti öldungurinn félaga sinn: — j?að er kominn tími til að fara, sagði hann; en þó að alt fólk sé f svefni, vil eg sýna þessum manni ein- hvern vott virðingar minnar og vin- semdar. Um leið og hann slepti orðinu, tók hann kyndil og lagði eld í húsið. Zadig varð óttasleginn, rak upp óp, og vildi ekki gefa sig við jafn níðisge-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.