Ísafold - 02.06.1909, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.06.1909, Blaðsíða 3
ISAFOLD 131 Amerísk blöð umlsland. Skemtiferðir handan um haf? Dönsku blaöi meiri háttar (Aalborg Stiftstidende) segist svo frá 25. f. m. —: Amerískum blöðum virðist ekki standa á sama um sambandsmál Danmerkur og íslands. Dagblaðið mikla T h e D e - troit News, eitt af forvígisblöðum sórveldiamanna í Norðurríkjunum, lysir t. d. í síðustu viku ítarlega hinu nú- verandi ástandi, og sn/st algerlega í lið með andstæðingum Dana; segir að Dan- mörk hafi ekki haldið heit sín við ís- land, og einkum hafi hún steypt land inu í fátækt á því, að einoka verzlun- ina. »Þótt ísland liggi raunar nokkuð af- skeiðis venjulegri þjóðleið ferðamanna, varðar það þó miklu Yesturheimsmenn sakir fornsagnanna, sórkennilegrar nátt- úru og fornrar andlegrar menningar, og síðast en ekki sízt sakir þess, að frá ís landi komu fyrstu Norðurálfumenn til Ameríku, og þangað var það, er Kólum- bus hólt fyrst til að leita sór vitneskju um, hvað við tæki vestur á bógnum«. Líkt hafa farist orð öðrum blöðum. í síðasta tbl. af The Saturday Evening Post — vikublaði með myndum, sem selt or í meira en miljón eintökum um þvera og endilanga Ame- ríku — hefir Hamborgar-Ameríkulínan (samgöngufélagið) birt stóra auglýsing um það, að til hius fagra íslands og Noregs fari nokkrum sinnum í sumar nýtízku skemtiferða gufuskip, er hentugt samband hafi frá Ameríku við skip fó- lagsins frá New-York. Fjársjóðir 1 féhirzlu pátans kvað vera páfans. meira gull saman komið, en alt það er gengur manna á milli í allri Evrópu. Eignir Abduls Abdul Hamid, fyrver- Hamids. andi Tyrkjasoldán, er talinn auðugastur allra þjóðhöfðingja. Nýlega voru opnaðar leynihirzlur hans i Yildiz-Kioskinum. Þar fundust gimsteinar og gersemar, 15 mi!j. kr. virði. Ennfremur fund- ust þar rikisskuldabréf, sem metin eru á 950 miljónir kr. Abdul Hamid þýðir »hinn heiðraði þræll*. Hér er átt við þræl Allahs (guðs). Annars ætti nafnið illa við um »drottinn rétttrúaðra manna«. Reykingar tneðal Mestur »reykháfur« konunga og drot allra þjóðhöíðingja ninga. í Evrópu, síðan Áb- dul Hamid ieið, er Franz Jósef, Austurríkiskeisari. Eliza- bet, kona hans, reykti og mest allra drotninga, meðan hún lifði. Nú er það keisaraekkjan rússneska, Maria Feodorowna, systir Eriðriks Danakon- ungs. Hún svælir um 50—60 vind- linga á dag. Nýtt tróllskip. Eimskipafélagið »White Star« hefir nýlega látið smíða gufuskip eitt heljarstórt. Skipið er 880 fet á lengd og 92 fet á breidd og leikur sér að því að renna 5^/2 mílu á einum klukkutíma. Spilabankinn I spilabankanum alræmda, i Monaco. íMonteCarlo, eru margir tignir gestir. Þar eru nú staddir ekki færri en 20 prinsar, 10 prinsessur og 14 miljónaeigendur. Saltgerð. Stærsta saltsmiðja heimsins er Manistee. Þaðan flytjast 250,000 pd. salts út í heiminn á degi hverjum. Þjóðráð við í Zúrich í Sviss notuðu hjónaskilnaði. menn fyrir eina tið all- einkennilegt ráð til þess að láta hjón hætta við að skilja. Ef hjón komu og heimtuðu skilnað, voru þau lokuð inni í turni einum og voru þar hvert út af fyrir sig. Þau höfðu lítið herbergi með mjóu rúmi, einu borði og einum stól og matur var þeim færður inn um gat á veggnum. Þegar þau höfðu hafst við þarna 8 daga, var það venjan, að þau beiddu um útgönguleyfi, og svo urðu þau fegin að sleppa, að þau gengu að þv að taka saman aftur. En ef einhver sat i fangelsinu 14 daga án þess að hætta við skilnaðarkröfuna, var álitið, að honum ætti að veitast hjónaskiln- aður. Menn trúðu lengi á þessa turn- vist, hversu nauðsynleg og sáttvæn leg hún væri og fullyrtu, að hjónum dytti aldrei hjónaskilnaður i hug framar, ef þau hefðu verið í turninum. Erlend tíðindi. --- Kh. 22/5- Frá Tyrklandi. Ungtyrklr taka vlð sljórn, Soldán vinuur eið að stjórnarskránni. í Tyrklandi má nú heita, að alt sé fallið í ljúfa löð. Tewfik Pasja, sá er áður hefir nefndur verið, afiurhalds- stórvesír og stórgæðingur Abdúls gamla, varð að hröklast úr tigninni sem von var. Stórvesír er orðinn aftur í hans stað Ungtyrkjaöldungur- inn Hilmi Pasja, sá er varð að láta af því embætti í byltingunni fyrir afturhaldsgjörræði soldáns. Þetta hefir gerst þar síðan er sein- ast var ritað, og ennfremur hefir Múhamed hinn 5., soldáninn nýi, unnið eið að stjórnarskránni í viður- vist þingmanna. Það gerði og Abdul Hamid, en þess vænta menn, að þessir eiðar verði tryggari en hans, enda er nýi soldáninn sagður maður friðsamur og deiggeðja, — veiklaður af lang- vinnu fangelsi. Enn er það, að þingið á Tyrklandi hefir samþykt að fullu samning þann við Búlgaríu, er Tewfik Pasja skrifaði undir. Er því öll misklíð milli ríkja þessara úr sögunni, að minsta kosti í bráðina. I»ýzkalan<l og Bretlancl. Ófriðarurgur. Nú um langan tíma hefir verið allkalt á milli Bretlands og Þýzka- lands. Segja menn, að fyr eða síðar komi að því, að til ófriðar dragi milli stórvelda þessara. Bæði ríkin auka flota sinn og vigbúnað sem mest má verða. Játvarður Englakonungur hefir ferðast um flest þjóðlönd Norðurálf- unnar og gert samninga við valdhafa um vináttusamband og styrktar við Bretland. En gengið hefir hann jafn- an fram hjá Þýzkalandi og er engu líkara en að leikur þessi sé til þess gerður að einangra Þjóðverja til þess að hægara verði að yfirstíga þá ófriði. Þetta vita Þjóðverjar og er þeim illur kurr. Hins vegar fara sögur af því að flotabúnaður Englend- inga sé ekki í góðu lagi sem stendur. Þess vegna þykir ekki ósennilegt að Þjóðverjar gangi á lagið og ráði á þá þá og þegar. Báðir eru við öllu búnir og hljóðskraf og hvíshngar láta hærra og hærra í eyrum. Loftskipagerð er hjá Þjóðverjum á háu stigi. Á ríkið að sögn fjölda slíkra skipa. Þetta þykir Bretum var- hugavert í meira lagi. Vita þeir eigi nema skipin séu vígbúin og geri að þeim stórskotahríð ofan úr loftinu. Núna undanfarið hafa margir Eng- lendingar séð loftskip hátt uppi loftinu, sem vindla í lögun, svífa ti og frá yfir landinu. Ætla margir, að hér séu Þjóðverjar komnir og fari njósnandi. Ennfremur drótta Bretar því að Þjóðverjum, að þýzka stjórnin geri út árlega snuðrara, svo að þús- undum skifti, til Bretlands. Er þetta hvorttveggja notað mjög til æsinga meðal brezkra kjósenda og unnið að eflingu flotans hnúum og hnefum. Um loftskip þessi segja aftur aðrir, að það séu alinnlendar vélar, sem verið sé að reyna. En hvað sem því líður, verður eigi annað séð en að kuldinn vaxi óðum milli ríkjanna. Frostbrestirnir láta hátt báðum megin. Verklöll a Frakklaudi. Þar hefir ekki gengið á öðru en verkföllum núna undanfarið. Einkum eru það póstmenn og símþjónar, sem hafa gert hvert verkfallið á fætur öðru. Ekkert hafa þeir þó á unnið, því að stjórnin hefir tekið á þeim ómjúkum höndum, rekið verkfallsmenn með öllu úr vistinni og tekið nýja í stað- inn. Eru verkföllin hætt um sinn; Clemenceau forsætisráðgjafi hrósar sigri og hefir enn einu sinni hlotið trausts- yfirlýsingu þingsins. Reikningspraut. Embættismaður einn í ríkisbankanum þýzka refir nýlega fundið upp einkennilega og handhæga aðferð til þess að borga út peninga. Hann hefir reiknað út, að ef 1000 markpeningum er skift niður í tíu poka, er hægt að borga út af þeim hverja fjárhæð, sem vera skal, frá 1 og upp í 1000 mörk (1 mark = 90 aurar), án þess að opna nokkurn pokanna. Tölurnar í hver- jum poka eru þessar: i--j—2—}—4—J—8—}— 16-}- 32-4-64—)-128-}—2 56-4-489 mark- peningar = 1000 mörk. Ef t. d. á að borga út 777 mörk er ekki annað en þrífa til þriggja poka, þeirra, er hafa að geyma 489, 256 og 52 mörk. Búist er við, að þessi aðferð verði notuð framvegis i bönkum við smá- útborganir. Nefskattur á Þingið í Búlgariu hefir piparsveinum. samþykt að leggja 10 kr. skatt árlega á alla ókvænta menn 30 ára og þaðan af eldri. Sams konar skattur er og á piparsveinum í ríkinu Maine í Norður- Ameríku. Þó er þeim hlíft við skatt- inum, ef þeir geta sannað, að þeir hafi verið hryggbrotnir 3 sinnum. Flestir kjósa heldur að greiða skattinn. Mómýrar. Ef þurkaðar væri upp all- ar mómýrar á Þýzkalandi, mundi meðalhiti landsins vaxa um S—6 stig. Stjórnarskrá. Einu sinni flyktust þegn- ar Ferdinands II. kon- ungs í Neapel utan um höll hans og heimtuðu stjórnarskrá. Konungur brosti vingjarnlega til þeirra af hallar- svölunum og spurði: »Hvað viljið þið, börnin mín?« »Við viljum hafa stjórnarskrá !c »Er það alt og su nt. Ekki tekur að láta svona þess vegna. Eg skal gefa ykkur hana og þó að þið viljið tvær eða svo margar sem ykkur lang- ar til. Og þegnarnir fyltust aðdáun og hrópuðu: »Lifi kongurinn, lifi stjórnar- skráin!« Og lýðurinn hélt burt sigri hrósandi. En Carbonari sat eftir með sárt ennið. Hann hafði æst upp þjóð- ina, en hún vissi bara ekkert hvað stjórnarskrá var og skildi því ekki háð konungs. 'Ánamaðkar geta orðið um 3 álnir 'Astralíu á lengd. Þeir eru not- aðir til manneldis og þykja dýrindisfæða. Dýrar í London voru seld nýlega myndir. á uppboði gömul listaverk fyrir afarverð. Dýrust var kvenmynd ein eftir Raeburn. Hún fór á 140.900 kr. Landslagsmynd eftir Gainsborough fór á 120.500 kr. Sama mynd hafði verið seld árið 1857 á 9000 kr. Ennfremur var á þessu uppboði seld mynd eftir Jan Steen fyrir 34.000 kr. og önnur eftir O- stade á 27.500 kr. í París voru seldar nýlega tvær myndir eftir Rubens, önnur á 60.000 kr. en hin á 38.000 kr. Ennfremur mynd eftir J. Ruysdael fyrir 27.000 kr., eftir Tocqué á 28.500 kr. og mynd eftir Wouwermann á 25.000 kr. Ibúatalan í er orðin um 4% miljón. New-York Hefir hún vaxið um hálfa miljón á fjórum árum. Þar er misjafn sauður í mörgu fé, menn aí öllum þjóðum. Þjóðverjar og þeirra börn eru um 1.800.000, írar 1.200.000, nærri x/2 milj. ítala og 750,000 Gyðingar. Blaðið »Daily Expressc getur þess og, að einnig séu til Ameríkumenn New-York. Mannalát. Hinn 4. maí siðastliðinn andaðist i Landakotsspítalannm i Reykja- vik trésmiður Jóhannes Böðvarsson, ætt- aður úr Þver&rhlið i Mýrasýslu. Foreldr* ar hans vorn Böðvar Jónsson og Ingibjörg Pétursdóttir, systir Hjálms Péturssonar, er um eitt skeið var alþingismaður Mýra- manna. Ingibjörg var góð kona, greind og merk, misti maDn sinn frá barnahóp óuppkomnum og bjó sem ekkja i Örnólfsdal við þröngan efnahag. Þar ólst Jóhannes upp, unz hann réðst trésmiðanemi til Magnúsar trésmiðs Ólafssonar í Reykjavik. Að loknu námi stundaði hann húsasmiði, nálega eingöngu til sveita. Hann var prýðilega fær i iðn sinni. Að kirkjusmíði vann hann að Mæli- felli i Skagafirði, Útskálum, Hjarðarholti i Dölum og viðar. íbúðarhús smiðaði hann allmörg á prestssetrum og meiri háttar bændabýlum. Að upplagi var hann atgervismaður til likama og sálar; hraustur og vaskur, skýr- leiksmaður mikill og stálminnugur; gaman- samur var hann, fyndinn nokkuð, og fáir kunnu framar honum skritlur, né sögðu þær betur en hann. Grandvar maður var hann að innræti, lundhreinn og trygglyndur; dýra- vin var hann mikill, einkum hesta ; engum manni hygg eg hann hafa verið meinsam- an, nema sjálfum sér. Hjátrú hans á gagn- semi áfengisins varð meinvilla hans, og varð drykkfeldnin að sorglegum giftuspilli miklum atgervis- og drengskaparmanni þar sem Jóhannes var. — J. P. J^AREÐ borið hefir verið um bæ- inn að andlitssjúkdómur sá er eg hef, sé berklaveiki, og þareð eg nú er tekin við útsölu Viðeyjarmjólkur lér í bæ, þykir mér ástæða tilað birta eftirfarandi vottorð frá Guðm. lækni Magnússyni þessu viðvíkjandi: Reynið Boxcalf-svertuna Sun; þér brúkið ekki aðra skósvertu úr því. Hvarvetna á íslandi hjá kaupmðnn- um. Buchs litarverksmiðja, Kaupmannahöfn. MARTIN JENSEN KJÖBKNHAVN garanterede ægte Vine og Frugtsafter anbefales. Hotei Dannevirke i Grundtvigs Hus Studiestræde 88 yed Raadhuspladsen, Kðben- havn. — 80 herbergi meb 180 rúmum á 1 kr. BO a. t41 2 kr. íyrir rúmib meb ljóai og hita. Lyfti- vél, raf magnslýsing, miðstöðvarhitun, bab, góður matur. Talaimi H 900. Yirbingarfýlat Það vottast hérmeð, að hörunds- tvilli sá, sem Rebekka Hjörtþórsdóttir íefir í andliti, á að mínu viti ekkert skylt við berklaveiki. Rvík i.—6.—'09. G. Mag'nusson, læknir. Peter PeHer. Vegtr if ðtt—1 stæeðwn of geeðeMB, fyrii ðnað, verzlun og lancfeéaai. Verðskrár ákeypfs. Andersmi & Jensens Vægtfabrik. Kjöbenhavn. Siðastliðinn vetur kom fyrir lamb út í Grafningi með mínu marki: tví- stýft aftan biti fr. hægra og tvær stand- fjaðrir aftan vinstra. Lamb þetta á eg ekki. Réttur eigandi getur því gefið sig fram, sem fyrst, og fengið. and- virði lambsins, að öllum kostnaði frá dregnum; ennfremur samið við mig um markið. Kolsholti 25. maí 1909. Vigfús Ingv. Sigurðsson. Skipstjúíafl íshúsið á Sandi (steinsnar fyrir innan Öndverðanes) selur freðna síld og ís, og kaupir nýja síld. THE NORTH BRITISH ROPEWORK Co. K i r k c a 1 d y Contractors to. H. M. Govemment búa til rússneskar og italskar figkilínur og færi, alt úr bezta efni og sérlega vandað. Fæst hjá kaupmönnum. Biðjið því ætíð um Kirkcaldy fiskilinur og færi, hji kaupmanni þeim er þér verzlið, þvi þá fáið þér það sem bezt er. Blekbyttur fást í bókverzlun Isafoldar. líONlMGL. HIRB-VEBKSMIhJA. BræSnrnir Cloetta mæla með sinum viðurkendu Sjókólaðe-teg unduL.1 sem eingöngu eru búnar til úr Jinasta cffiafiaó, Syfiri og ^Janiíla. Ennfremur áakaópúlver af beztu teguud. Ágætir vjtnis- burðir frá efnafræðisrannsóknarstofum. Peninga-umslðg afarsterk fást í bókverzlun Isafoldar. = Cigar- og Tobaksfabriken D A N M A R K = Niels Hemmingsensaade 20, Köbenhnvn K. Telf. 5621. — Grnndlagt 1888 — Telf. 5621. ■7* 8törste Fabrik i Landet for direkte Salg til Forbrugerne. -Igjf Yed Köb af Tohak givea 32 % Rabat og pr. 9 Pd. franco Bane. over 10 Pí. ekstra 6 °/0 uden gratis franco. Toldforhöjelse 18 Öre netto pr. Pd. Forlang Fabrikens Prtskurant med Anbefalinger. C//. » Kegleform, V» Brasil. 3 Kr. 50 Öre pr. 100 Stk. 16 Kr. 62 öre pr. 500 Stk. 31 Kr. 50 öre pr. 1000 Stk. Toldforhöjelse 25 öre netto pr. 100 Stk. .injog miKiar nnrgöir at alls konar efni, smíðatólum og tölvélum fyrir smiðavérkstæði, vélaverkstæði og vél verksmiðjur. Alls konar vélar fyrir tr smíðaiðnað, t. d. bandsagir, stillarar o. fl. Biðjið um verðskrár vorar mtð myndum. Nienstædt & Co. Vestre Boulevard 20. Köbenhavn I

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.