Ísafold


Ísafold - 27.06.1909, Qupperneq 2

Ísafold - 27.06.1909, Qupperneq 2
158 ISAFOLD og jafnvel geðverstu gagnrýnarnir kvörtuðu aldrei um það, að samkvæmin væru leiðinleg. — En í Nýja Sjálandi hafið þið kampavin i loftinu, S3gði Stead. — Getur verið, að það sé ekki svo fjarri sanni, sagði Sir Robert. En þörf- in hér í landi er sú, að leiðtogar þjóð- arinnar sýni rögg af sér og hef ji kross- ferð mikla gegn drykkjusiðnum. Sið- spillingin og líkamlega tjónið, sem múgurinn verður fyrir af þessum fylli- ríis-siðum, og þessi óhemjulega fjár- eyðsla — 160 miljónir á ári í áfengi — alt þetta hrópar með þrumuraust til leiðtoganna um að vera öðrum sú fyrirmynd að gera öll vín og alla sterka drykki útlæga úr húsum sinum. Stead spurði hann, hverjr. leiðtoga hann hefði í huga. Hann sagðist hafa aðalsmennina í huga. Þeir eru aristoi (helztu menn- irnir), leiðtogar enskrar þjóðar að erfð- um og samkvæmt sögu hennar. Öll- um öðrum stofnunum landsins hefir verið umsteypt. Lávarðamálstofunni hefir aldrei verið breytt. Bæði ætt- göfgi og félagsskapur lávarðanna bendir á það, að þeir eiga að gerast foringjar i sérhverri allsherjar-hreyfingu, sem vaknar til þess að verjast hættum þjóð- arinnar. Hér er einhver mesta hætt- an. Hvers vegna skipa þeir sér ekki i brodd fylkingar til þess að fá fram- gengt mestu umbótinni, sem um get- ur verið að tefla? Hvers vegna gera þeir ekki skörulega atrennu að drykkju- siðunum, sem eru að eitra þjóðina, og hella áfengisbirgðum sínum út í skólp- rennurnar og vinna þess æfilangt heit, að forða sjálfum sér og fjölskyldum sínum og þjónum sínum og gestum sinum frá vínum og öli og sterkum drykkjum ? Alveg er óhætt að fullyrða það, að engin þjóð veraldarinnar á svo miklu mannvali á að skipa, að henni þætti ekki sæmd að öðrum eins stjórnmála- manni og Sir Robert Stout. Svo að það ætti að vera oss íslendingum til nokkurrarr huggunar, að fráleitt verð- ur hann til þess að leggja oss það út til tilfinnanlegra lýta, að þjóð vor og löggjafarþing hafa samþykt að gera áfengið útlægt úr þessu landi. Jörundur hundadagakon- ungur. Hnndrað ára stjórnarafmæli hans er um þessar mundir. í gær voru liðin ioo ár síðan er stjórnarbylting hans hófst. Bezt frásögn um hann er í Jörundarsögu dr. Jóns Þorkelssonar. Danska tímaritið Maaneds-Magasinet minnist þessa afmælis í ritgjörð eftir Valgerði Jónsdóttur. Ritgjörðin endar á þeim ummælum Jörundar, að fjand- inn mætti vera konungur á íslandi, og gefið í skyn, að svo mundu fleiri mega segja, sem víst á að merkja það, að íslendingar séu ekki mjög konung- hollir. Sláttur byrjaði á túnum hér í bænum nú i vikunni, og úti í sveitum er farið að slá beztu blettina, en grasspretta orðin eins mikil, og sumstaðar meiri, en um venjulega sláttarbyrjun. Sama öndvegistið er um alt land. Meiðyrðamál. Björn Jónsson ráðherra hefir höfð- að mái gegn stjórnarnefnd félags þess, sem gefur út blaðið Reykjavík, Lárusi H. Bjarnason lagaskólastjóra, Sigfúsi Eymundssyni bóksala og Tryggva Gunnarssyni bankastjóra, fyrir meiðyrði, sem stóðu nýlega í blaði þeirra út af prentun þingtíðind- anna. Yfirréttarmálfærslumaður Magn- ús Sigurðsson rekur málið fyrir hönd sækjanda. Jón H. Sigurðsson héraðslæknir Rangæinga hefir feng- ið leyfi til þess að vera eitt ár er- lendis til þess að afla sér viðbótar- mentunar í læknisfræði og ætlar að sækja spítala í Kaupmannahöfn og Berlín. Hann lagði af stað héðan með Láru fyrir fáum dögum. Deiluefnið í fyrra. Umræður Lögréttn um »svik« Sjálf- stæðismanna við kjósendur í sambands- málinu eru nú farnar að verða svo skoplegar, að eðlilegast virðist að hún fari ein að ræða það mál eftirleiðis. í síðasta blaði sínu ætlar hún að sanna sitt mál um »svikin« með því að telja upp ýmsa þingmenn úr Sjálf- stæðisflokknum, sem hafi lýst yfir því, að þeir vildu ekki Jella frumvarp sambandsnefndarinnar, heldur að eins breyta því. Og var það ekki þetta, sem síðasta þing gerði ? Samþykti það ekki frumvarp stjórn- arinnar með breytingum? Væri ekki blaðinu betra að líta of- urlitið í kring um sig og hafa gát á, hvað það er að segja? »Svikin« geta ekki verið fólgin í þvi, að meiri hlutinn hafi Jelt sam- bandslagafrumvarp hins fráfarna ráð- gjafa, þvert ofan i yfirlýsingnr sínar. Því að frumvarpið var ekki felt. Lögr. virðist lika sjálf hafa veður af þvi, að þetta sé eitthvað veilt. í öðru orðinu lætur hún svikin ekki vera fólgin i því að Jella frum- varpið, heldur i því að breyta þvi. Hvernig gat nú verið sviksamlegt að breyta frumvarpinu, fyrst Lögrétta kannast við það, að breytinga hafi Sjálfstæðismenn krafist á undan kosn- ingum ? Lögr. svarar þeirri spurningu svo, að meiri hlutinn hafi, með forsetum sinum, fengið óyggjandi vissu um það, að breytingarnar yrðu ekki staðfestar, og fyrir pví hafi það verið svik við kjósendur að hafna frumvarpi minni hlutans. Um hvað var þá deilan i fyrra sumar? Var hún ekki um það, hvort taka ætti eða hafna frumvarpi nefndarinn- ar, ef'engar breytingar fengjust? Þáverandi stjórnarmenn voru fúsir á breytingar, ef þær fengjust hjá Dön- um. En þeir vildu þiggja það sem í boði var, ef breytingar væru ófáan- legar. Andstæðingar þeirra, sem urðu meiri hluti við kosningarnar, vildu breyt- ingar, ef þær fengjust. En væru ekki fáanlegar þær breytingar, sem fyrir þeim vöktu, vildu þeir heldur fresta að útkljá sambandsmálið að fullu en ganga að því, sem í frumvarpinu var boðið. Vér hyggjum ekki að nokkur mað- ur á þessu landi hafi verið í vafa um það, að deilan hafi um þetta verið. Þetta og ekkert annað. Vér hyggjum ekki, að á öllu land- inu sé nokkur fullorðinn maður svo skilningssljór, að hann viti ekki, að þjóðin sagði með atkvæðagreiðslu sinni io. sept. í fyrra, að hún vildi ekki ganga að frumvarpinu — að hún vildi ekki leggja á sig þau bönd um allan ókominn tíma, sem henni skild- ist að á sig yrði lögð, ef frumvarpið yrði að sambandslögum — vildi það ekki, þó að breytingar yrðu ófáanleg- ar að sinni. Svo að alt þetta »svika«-hjal Lögr. út af úrslitum sambandsmálsins er ekk- ert annað en með öllu óboðlegur hé- gómi. Lögr. er alveg óhætt að trúa því, að enginn lifandi maður tekur mark á öðru eins, hvorki vinir henn- ar né andstæðingar. Hitt er annað mál, að öll þessi vonzka út af úrslitum sambandsmáls- ins á þinginu bendir á, hvert minni- hlutinn ætlar að stefna — að um þetta mál á að berjast áfram. Flokkurinn ætlar sýnilega að reyna að fá þjóðina til þess að taka ajtur svör sín frá síðustu kosningum. Og auðvitað er þjóðinni mikilsvert að gera sér grein þeirrar fyrirætlunar, og vera við þvi búin að svara aftur, þegar þar að kemur. Vestmanneyjasýsla er veitt aðstoðarmanni í stjórnar- ráðinu cand. juris Karli Einarssyni. Frakkar á Islandi. Stjórn franska lýðveldisins hefir sett á fót 3 sjúkrahús hér á landi, og fjórða sjúkrahúsið er gufuskip, sem er hér við strendur landsins. Arlegur kostn- aður er hér um bil 110,000 kr., sem franska stjórnin leggur til úr ríkis- sjóði. Sjúkrahúsin á landi eru á Fá- skrúðsfirði, i Vestmanneyjum og í Reykjavík. Frakkar hafa hvergi sett á fót sjúkrahús, þar sem íslenzkt sjúkra- hús var fyrir, svo að ekki verður sagt, að þeir séu að keppa við landsmenn með stofnunum sínum. Sjúkrahúsið í Landakoti er, sem kunnugt er, ekki íslenzk stofnun. Læknarnir við sjúkra- húsin á landi eru allir islenzkir menn, og eru allir launaðir af frönsku stjórn- inni fyrir starfa sinn við sjúkrahúsin. Læknarnir í Vestmanneyjum og Fá- skrúðsfirði eru jafnframt umboðsmenn aðalkonsúlsins hér á landi. Við sjúkra- húsin eru 6 franskar hjúkrunarkonur — þær eru ekki nunnur, því að lýðveld- ið á í styrjöld við kirkjuna og hefir átt það undanfarið; 8 íslenzkar kon- ur og karlar eru í þjónustu sjúkra- húsanna auk læknanna, sem standa fyrir þeim. Allar frönsku hjúkrunar- konurnar hafa gengið í hjúkrunar- skóla á Frakklandi, og hafa verið í sjúkrahúsum í París, áður en þær komu hingað, og forstöðukonan við sjúkrahúsið í Reykjavík hefir fengið heiðursdiplom frá læknaháskólanum í Parísarborg. — Sjálfsagt má segja, að franska stjórn- in kosti öllu þessu til vegna eigin þegna sinna; en það má hún eiga, að að hún gerir það með franskri lipurð. Hvergi er stofnað sjúkrahús, ef ís- lenzkt sjúkrahús er þar til að nafninu. Allir læknarnir og meiri hlutinn af fólkinu við sjúkrahús þeirra eru ís- lendingar. Svo mætti líta á verðið. A sjúkra- húsunum eru teknar kr 1,50 um dag- inn fyrir hvern franskan sjúkling, en að eins 75 aurar, ef íslendingur á í hlut. Nú eru Frakkar ekki hér við land á neinum stað lengur en 2 mánuði af árinu; íslendingar liggja í sjúkra- húsum þeirra einir hinn tímann. — Það er ekki ljúft að segja það, að við Reykvíkingar borgum það, sem fyrir okkur er gjört, með því að leggja hátt sveitarútsvar á hjúkrunarkonurn- ar frönsku, og með því að hafa opn- ar sorprennur kringum spítalalóðina hér í bænum. En satt er það samt. Forstöðumaðurinn fyrir sjúkrahús- um Frakka hér er konsúll Brillouin. Hann er mikill vinur Björnsons og margs stórmennis í Noregi, og var þar nokkur ár, sem konsúl missus, eða i sams konar stöðu og hann er í hér. Hr. Brillouin er ungur maður af beztu ættum; hann er á leið til frægðar fyrir leikrit sín, og hann rit- ar skáldsögur.* Leikritin hafa verið leikin í París og víðar á Frakklandi, og nú stendur fyrir dyrum að leika eitthvað af þeim bæði í Kristjaníu og Kaupmannahöfn. Eftir því sem oss er bezt kunnugt, er hann mjög góð- viljaður íslandi, og álítur að Frakkar beri góðan hug til vor. Reykjavíkur-annáll. Dánir. Hólmfriðnr Pétnrsdóttir, gift kona, 32 4ra, Langaveg 34. Dó 21. júni. Signrðnr Jónsson trésmiður (Frá Fjöllum) Laugaveg 67. Dó 20. júni. Fasteignasala. Jes Zimsen konsúll og Signrjón Sigurðsson trésmiðnr selja Jóhanni kanpmanni Jóhannessyni húseignina nr. 38 A við Laugaveg með lóð og útihúsum fyrir 18000 kr. Þingl. 25. júni. Hjúskapur. Einar Óiafsson hóndi á Fremra-Hálsi i Kjós og ekkjan Jóhanna Þorsteinsdóttir 25. júní. Magnús Þorbjarnarson söðlasmiðnr í Borgarnesi og ym. Ingibjörg Einarsdóttir 19. júni. Þingholtsstræti er verið að lengja alla leið suðnr í Lanfásveg, Læknir fótbrotnar. Ólafur Óskar Lárusson læknaskóla- stúdent hefir verið settur til þess fyrst um sinn að þjóna læknishéraði Rang- æinga í fjarvist héraðslæknis. Hann fótbrotnaði í lækningaferð fyrir nokk- urum dögum. Bunaðarsamband Suðurlands hólt aðalfund sinti 19. þ. m. að Þjórsár- túni. Ágrip af fundargerðinni er sem hór segir: 1. Fundarstjóri var formaðurinn Sig- urður Guðmundsson á Selalæk, en skrif- ari síra Ólafur Y. Briem á Stóranúpi. Mættir voru fulltrúar frá 16 búnaðar- fólögum og nokkuð af eðrum fundar mönnum. 2. Formaður lagði fram skýrslu um gerðit sambandsins, sem byrjaði starf sitt í vor, og skýrði hana fyrir fund- inum. 3. Hallgrímur Þorbergsson fjárræktar- niaður, sem ferðast hafði um Rangár- vallasýslu til rannsóknar a sauðfjárrækt- intii, hólt fyrirlestur um það efni. Var gerður að honum góður rómur, og spuun- ust út af því talsverðar umræður. 4. Samþykt að fundarmenn hvettu bændur á Suðurlandi til að baða alt fó sitt í haust. 5. Jón Jónatansson búfræðingur, sem kennir plægingar og fl., hélt fyrirlestur um jarðræktina. Yar sömuleiðis gerður að því mjög góður rómur og spunnust umræður út af því. Þessar tillögur um plægingarkensluna voru samþyktar í einu hljóði: 6. Fundurinn æskir þess að kensla í plægingum og jarðrækt haldi áfram á líkan hátt og nú er, en mælir með því, að námstfminn só styttur í 2 vikur. 7. Búnaðarfólögin, sem í sambandinu eru, gatigi fyrir með plægingar og náms- pilta. A næsta ári þau, sem eru fyrir austan Ytri-Rangá. 8. Þeir, sem óska eftir plægingum eða námi í haust, tilkyuni það stjórn- inni fyrir 15. ágúst n. k. 9. Þeir, sem vilja láta plægja hjá sór næsta sumar, tilkynni það formanni búnaðarfélagsins í sveit siuni og skal hann svo hafa tilkynt stjórn Búnaðar- sambandsins það fyrir síðasta dag febr.- mánaðar n. k. Fyrir sama tíma sendi námspiltar sambandsstjórninni umsókn síua. 10. Sá, sem lætur plægja hjá sór, borgar í sjóð sambandsins 8—12 kr. fyrir hverja dagsláttu. 11. Nemendur fá eina kr. á dag í fæðispeninga og ókeypis kenslu, en ekki kaup. Um heyverkunartilraunir var samþykt í einu hljóði þessi tillaga : 12. Stjórn Sambandsins er falið að útvega 5 góða menn — 2 í Rangár- vallasýslu, 2 í Árnessýslu og 1 í Vestur- Skaftafellssýslu — til að gera súrhey og sæthey árlega í 4 ár. Skulu þeir fá 25 kr. árslaun og lánaðan þar til gerðan hitamæli ókeypis. En þeim ber að leiðbeina öðrum í þessari heyverkun. Um notkunartilraunir sláttuvóla var sarnþykt í einu hljóði þessi tillaga: 13. Þeir, sem vilja láta gera tilraun hjá sór með notkun sláttuvóla í sumar undir umsjón Jóns Jónatanssonar, borgi 5 kr. fyrir tilraunina, en semjist svo, að hann slái meira en til tilrauna, þá borgast það eftir samningi. Óskir um þetta sendist stjórn Sambandsins sem allra fyrst. 14. Borið npp erindi frá Guðjóni Jónssyni í Hlíð um ósk margra kvenna að fá stúlku til matreiðslukenslu í Skaft- ártungu. En þar sem Búnaðarfólag ís- lands hefir þá kenslu á hendi, sá Sam- bandið ekki fulla ástæðu til að sinna því. Þessi tillaga um búnaðarnámsskeið var samþykt: 15. Fundurinn leggur til að Búnaðar- samband Suðurlands mæli með því við Búnaðarfólag íslands, að það sendi 1 eða 2 menn austur í Vfk, til þess að halda þar nokkura búfræðilega fyrirlestra næstkomandi vetur. 16. Borið upp erindi frá Búnaðar- sambandi Austurlands um fóðurkorn- pöntun í stórkaupum frá Ameríku. Fundurinn sá sór ekki fært að sinna þvf. Taldi líka róttara að snúa sór í því efni til sambands kaupfólaganna. 17. Borið upp erindi frá Búnaðarfé- lagi Vestur-Landeyinga um að láta rann- saka, hvað gert yrði til umbóta sveitinni, og var samþykt að Búnaðarsambandið taki að sór að beina þeirri málaleitan til landsstjórnarinnar, og óska eftir að hún láti skógfræðing landsins skoða þar sandinn og álfta hvort tiltækilegt muni að hefta sandfokið með skógrækt, eða með vatnsáveitu, sem þá gæti einnig orðið til áveitu vfðar á sveitina. 18. Kosin stjórn til næsta árs. For- maður Sigurður Guðmuttdsson á Selalæk endurkosinn, en meðstjórnendur Guð- mundur Þorbjarnarson a Hvoli og Ágúst Helgason í Birtingaholti. Varamenn í stjórn sr. Ólafttr Finnsson, Kálfholti, Jón Jónatansson, Stokkseyri og Þor- finnur Þorfinnsson, Spóastöðum. Endur- skoðuttarmenn: Ólafur Ólafsson, Lindar- bæ og sr. Ólafur V. Briem, Stóra-Núpi. Sig. Guðmundsson. Japðnsk gliina. Ju-jut.su. Frantan úr fornöld hefir glímulistin verið mikils metin í Japan, og þar er til sérstök stótt matina, sem gerir ekki anttað eu glíma, og hefir átt sór mikla lýðhylli. Það er ekki lengra síðan en 1901, að 28000 áhorfendur voru viðstadd- ir glímuleikana mikln. En það sem kýnt er við þessa glímu leika er eingöngu sit rno, einföld og óbrotin glímulist, sem hver getur kent sór sjálfttr. Það er ekki hún, setn borið hefir orðstír japanskrar glimulistar út unt allan heim síðustu árin. Það er ekki hún, sem átt er við, þegar rætt er ttnt japanska glímu- list. Það er annað kerfi, sem er ekki nærri eins fábreytt, og ekki er komin undir likamsafli, og hver maður hefir ekki átt aðgang að. Það er j u - j u t s u. Ju-jutsu það er »hin ntjúka list«, »ntjúkleika listin«, sem aflminstu mettn geta lært, svo að grannvaxin kona getur láðið niðurlögum sterkasta karlmanns, og getur gert barnið hættulegt viður- eignar. Það er æfagömul list, meira enn 2500 ára, segja Japanar. Hver fyrstur fann upp það kerfi, er ókunnugt um; en það segja sumir að verið hafi spakur maður, er horfði á ketlinga vera að leika sór og sá hve þeir hringveltu hvor öðrum. I þess mattns rett gekk listin siðau eius og helgur leyndardótnur frá föður til sonar. Tignarmönnum einum var hún kend, og hún var aðalsirts eign, þar til Japanskeisari bauð fyrir fám árurtt að ju-jutsu skyldi kettd í öllum æðri menta- skólunt landsins. Það var á 9. öld, er keisari var dáinn, og lót eftir sig tvo sonu, að glímuleikur milli þeirra skyldi skera úr hvor þeirra tæki við völdum. Svo var ju-jutsu mik- ils metin þá. Nú verða allir lögreglu- þjónar í Japan að kunna listina forttu. Frá Japan hefir hún síðan borist til Kvrópu. I bresk-japönsku stofnuninni niiklu í London hefir prófessor Uyenishi kent ju-jutsu árum saman; og nú er hún líka rækt í öðrum löndum. Þrjú stig eru í jujutsu; þrent sent lagt er stund a: vörn, líkamsment og sókn. Og vörnin er ekki komin uttdir afli, þótt mikinn mjúkieik þurfi til hennar. Eins og penninn er máttugri en sverðið, eins er ju-jutsu máttugri en heljartökin. Laust högg á eina sin, og handleggur- inn úr liði! Örlítið olnbogaskot, og sterkustu menn steypast kollhnís. Ef þrýst er fast á tiltekinn vöðva, veldur það óbærilegum kvölttm. Þú grípur glímunaut þittn alveg á tilteknum stað á handleggnum, og bann er samstundis á valdi þínu. Þú lærir hvernig ein þrýst- ing getur valdið dauðadái, og þú lærir að vekja upp af þeim dauða. Alt er reist á margra alda reynslu og gagn-vísindalegri aðferð. Sú líkamsment, sem þarf til ju-jutsu, er fyrst og fremst fult vald á andar- drættinum, þar næst samsvarandi þrosk- un allra líkamsvöðva, regluleg böð og æfingar, sem styrki brjóst og kvið, þar sem öll veiki vorra tíma á sér óðal. Jöfn þroskun er markmiðið, og að þeim jöfnuði dáumst vór sérstaklega með Japönum, Evrópumenn. Hattn sýnir að jujutsu hefir verið mjög svo fullkomið kerfi. I Japan njóta nú allir karlar og kon- ur, sem nokkurn kost eiga á, æfingar í ju-jutsu, og nú hnígur að því, að mörg Evrópu-löndin komi á eftir. (Kringsjaa, mai 1909). Kosninga-kostnaður. Danska blaðið Politiken hefir samið áætlun um, hvað þingkosningarnar, sem fram fóru í Danmörk í síðasta mánuði, muni haía kostað. Aætlunin er á þessa leið: Kostnaður af almenn- ingsfé (sveitarsjóðum) kr. 120.000 Kostnaður stjórnmála- flokkanna .... — 570.000 Tekjumissir við það, að ekki er unnið kosn- ingadaginn .... — 600.000 Samtals kr. 1,290.000 Þetta er það — ein miljón og tvö hundruð og níutiu þúsundir króna — sem gizkað er á að Dani muni kosta að kjósa fólksþingsmenn sína. Sennilega hafa fáir búist við svo hárri tölu,

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.