Ísafold - 07.08.1909, Síða 2

Ísafold - 07.08.1909, Síða 2
202 ISAFOLD Samgöngusamningur. Svofelt símskeyti um samgöngu- samning hefir landritari fengið í dag — 7. ág. 1909, frá ráðgjafa: Tlu ára samningur er gerður við Thorefélagið og Sameinaða gufuskipafólag- ið um þvi nær vikulegar, reglubundnar millilanda- ferðir, 48 alls, 2 kæli- rúmaskip. — Thore heflr Hamborgarferðir og þing- áskildar strandferðir á ný- jum aðalstrandbátum, báð- um með kælirumum. Ing-ólfs-vitnin. Ingólfur leiðir ekki færri en fjögur vitni nú í vikunni, og hygst að fá því nú slegið föstu eitt skifti fyrir öll, að áýengið sé ekki eitur, heldur saklaus og hollur drykkur. Og það eru engin smámenni, vitn- in þau: einn læknir, einn doktor og tveir prófessorar; enda tekur Ingólf- ur það fram, að vitnisburðir þeirra muni ekki verða vefengdir. Hvað bera svo þessi vitni? Nr. 1. Norskur læknir, A. Krey- berg: — »AJengi er eitur«, segir hann . . . en »pað er ekki ncerri alt aj eit- ur« — bætir hann við. Nr. 2. Doktor Specht, Tubingen: »Það skal Júslega játað, að ájengi, jajnvel pó í smáskömtum sé, dregur úr starjspreki sálarinnar, sérstaklega að pvi er skilning snertir«. Nr. ). Pófessor dr. Hans Meyer: (Takið nú vel eftir, þetta er náungi, sem Ingólfur segir að »einna mest mark beri að taka á«). Hann kemst svo að orði: »Viðvönum (sic) verður léttara að vinna pegar ájengis er neytt, og pað hefir mikla práktiska pýðingu«! — Heyr! Nr. 4. Hugo Múnsterberg, sálar- fræðingur og prófessor við Harward- háskóla: »Þúsundir mannslíja tapast, og enn Jleiri púsundir heimila komast á vonarvöl Jyrir drykkjuskap. Því verð- ur ekki neitað, pað kennir læknisjræðin, hagjræbin og glæpajrœðin oss«. Þannig hljóðar þá vitnisburður þess- ara manna um eðli og áhrif áfengis. Og það er víst öllum ljúft að trúa því, að þetta séu merkir menn. En séu þeir hinsvegar bornir fyrir ein- hverju því, er kemur í bága við þessi ummæii þeirra, hlýtur það að eins að leiða til þess, að vitnisburður þeirra missir sönnunargildi sitt á báða bóga. Og vafalaust gætu Ingólfs- menn sjálfir vitnað í móti H. Meyer, — ef þeir vildu. A. J. Gudsþjdnnstur i dómkirkjunni á morgnn: Á hádegi sira Fr. Friðriksson. SiOdegis sira Haraldnr Nielsson. Báðgjaflnn kemur úr utanför sinni 24. þ. m. á Thorefélags-skipinu Ingólfi, beina leið frá Björgvin, ásamt sonum sínum báðum og tengdadóttur. Heilsuhælisgjöf. Heílsuhælinu á Vífilsstöðum hefir hr. Guðmundur Þorsteinsson frá Heið- arbjp í Þingvallasveit gefið 200 kr. Sundskalinn vígður. Kœðt* H. Hafsteius bnnkastjóra. Háttvirta samkoma! Stjórn sundfélagsins »Grettir«hefir falið mér að segja nokkur orð til að lýsa vígslu hins nýja sund- skála, sem nú stendur hér fullger, og í dag verður opnaður til almenn- ings afnota, á þann veg, að sund- flokkur Ungmennafélags Reykjavik- ur, ásamt fleiri syndum mönnum, þreytir fyrsta sundleikinn héðan í augsýn þess mannfjölda, sem hér er saman kominn. Síðan getur hver sem vill átt kost á því, að fá sér hér heilnæmt og hressandi bað í sölt- um sjó. Þörfin á slíkum sundskála eða bað- húsi við sjóinn i nánd við Reykja- vík hefir lengið vakað fyrir ýmsum. Menn hafa skrafað og skeggrætl um, hvað það væri ilt og óþolandi að hafa ekkert slíkt, sérstaklega þeir, sem hafa verið nýkomnir heim frá öðrum löndum, en úr framkvæmdun- um hefir orðið minna, réttara sagt, alls ekkert, þangað til Ungmennajé- lag Reykjavíkur tók málið í sína hönd. Á fundi sínum í nóvember- mánuði siðastliðið haust ákvað það að reyna að koma sundskála-hug- myndinni það áleiðis, að skálinn yrði kominn upp nú í sumar. Og það hefir haldið orð. Ungmennafélagið hefir að öllu leyti gengist fyrir bygging sundskál- ans, og sjálft lagt fram ríflega l/a byggingarkostnaðarins og þar fyrir ulan landið undir skálann og veginn að honum. Byggingarstæðið, hálf dagslátta lands, var Ungmennafélag- inu látið í té ókeypis af eigendum Skildinganess, og einnig fekk félagið endurgjaldslaust að leggja veginn gegn- um túnið á Þormóðsstöðum hjá Þór- arni bónda Arnórssyni. Tæpa 2/a hluta byggingarkostnaðarins fekk fé- lagið með hlutabréfasölu meðal bæjar- búa, og er sundskálinn því nú eign hlutafélags, sem Ungmennafél. Rvíkur á mestan hlutann í og nefnist »Sund- félagið Grettir*. í stjórn þess eru: formaður Jón Þ. Sívertsen, gjaldkeri Sigurjón Pétursson og auk þeirra Guðm. landlæknir Björnsson, Olafur Rósen- kranz leikfimiskennari og Símon Pét- ursson trésmiður. Skálinn er 18 áln. á lengd og álm- urnar auk þess io1/* og 1 i8/4 álnar; breiddin þrjár álnir. í honum eru 14 klefar; 12 þeirra eru ætlaðir til afnota 2 eða 3 mönnum i senn, ef þörf gerist, en tveir þeirra eru nægi- lega stórir og rúmgóðir fyrir 5—6 menn hvor. Kostað hefir skálinn 1500 krónur. Bryggjan er 100 álna löng og hefir kostað 300 kr. Hún er enn ekki al- veg fullger, að því leyti, að eftir er að leggja hana með mottum, sem gert mun verða sem fyrst. Vegna þess, hve útgrynni er hér afarmikið, þyrfti bryggjan að vera lengri, ef vel væri, og verður reynt að bæta úr þvi seinna, ef þörf krefur. Vegurinn er 90 faðmar á lengd, og hafa félagsmenn úr Ungmennafé- laginu unnið að honum í frístundum sínum á kvöldin eftir venjulegan vinnu- tima. Hann er því afar-ódýr, það því fremur sem ýmsir góðir menn hafa reynst þeim vel með lán á hestum og vögnum. Trésmiðirnir Páll Óskar Lárusson og Guðmundur Hallsson hafa smíðað skálann. Umsjónarmaður við hann er ráðinn Páll sundkennari Erlingsson; upp í kostnaðinn við rekstur skálans er ætl- ast til að komi aðgöngueyrir fyrir notkun hans, 10 aurar í hvert sinn fyrir fullorðna og 5 aurar fyrir börn, með töluverðum afslætti, ef keyptir eru mánaðarmiðar eða sumarmiðar. Ef tekjur nema ekki útgjöldum, mun verða reynt að afla þess, er á vantar, á annan hátt. Þannig er þá þetta fyrirtæki á stofn komið. Hið gleðilegasta við þessa lengi eftirþráðu sundskálastofnun er það tákn tímanna, að það eru æskumenn- irnir, ungmennin, sem hér beitast fyrir það, að koma verklegu Jyrirtæki í Jramkvœmd. Það hefir ekki vantað að undanförnu, jafnvel alt síðan að farið var verulega að vinna að endur- reisn íslands, að æskulýðurinn legði orð í belg; ungir menn og ungra manna félög hafa dyggilega tekið þátt í og jafnvel gengið á undan í ritsmíð- um, eggjunum, aðfinslum, kröfum og skáldskap um feðranna frægð og fram- tíðarvonir, yfir höfuð í því, sem gert er með pennanum eða munninum. En að æskumennirnir spenni sig fyr- ir vagn Jramkvæmdanna og taki verk- legan þátt í því, að koma hugsjónun- um út í lífið, það er tiltölulega nýtt hér, og það stendur í þessu tilfelli í allra nánasta sambandi við þann ný- græðing í þjóðlífi voru, sem allra mest má styrkja vonina um framtíð íslands og íslendinga, hinn vaxandi áhuga æskumannanna á líkamlegum íþróttum, fimleikum og hvers konar kappi í líkamlegri atgerfi. Allir verða með þakklátum hug að játa, að það er bæði mikið og gott verk, sem unnið hefir verið í þjóðlífi íslands undanfarna áratugi, alt síðan jónas Hallgrímsson og Jón Sigurðsson, hver á sinn hátt, létu gjalla lúðurinn, sem enn ómar í eyrum vorum, til endurvakningar fornu frelsi, tungu og þjóðerni, en hins vegar dylst það ekki, að endurvakningin hefir orðið nokkuð einhliða, helst til mikið bókfræðileg og hugræn, horfandi aftur á bak og fram i tímann, en miður rétt fram fyrir fæturna á sér. Hið verklega og líkamlega hefir orðið á hakanum. Menn hafa reynt að líkja eftir forfeðrunum í ýmsu, í málafylgi, í lögskýringum, í kveðskap og orðfæri. En að íþrótt- um þeirra og líkamsatgerfi höfum við að eins dáðst, síður líkt eftir því. Oss hefir þótt gott til þess að vita, að vera eftirkomendur svo vaskra manna, og látið þar við lenda. Fyrst landi vor, Gunnar á Hlíðarenda, gat hlaupið hæð sína alvopnaður og Skarphéðinn stokk- ið 12 álnir yfir Markarfljót milli höf- uð-ísa, þá þurftum við ekki að hafa fyrir því að vinna þá frægðina land- inu til handa. Fyrst Kjartan samlandi vor Ólafsson synti svo vel, að hann gat kafiært Ólaf konung Tryggvason sjálfan, þá gerði minna til, þó við sykkjum eins og steinar rétt við fjör- una. Það bar á okkur sundfrægðar- Ijóma frá fornöldinni samt. Endur- minningadraumurinn hefir komið í staðinn fyrir veruleikann og borið oss ofurliði. Á sama hátt hafa framtíðar- draumarnir og stórpólitíkin oft borið ofurliði nútímans nauðsynjastörf til efnalegs sjálfstæðis og verklegrar við- reisnar. Meðan hinar og þessar hug- sjónakreddur og kenningar hafa þró- ast og fest rætur meira eða minna, hefir landið haldið áfram að blása upp og skógarnir að upprætast. Þjóðlíf vort hefir að þessu leyti verið mis- vaxið, líkt eins og unglingur með of stórt höfuð, og of lítinn líkama. Slíkt er aldrei holt, enda verður þess ekki dulist, að á síðari tímum hefir brytt á ýmsum þjóðfélagskvillum, öfgasýki í einu og öðru, sem getur leitt til mikillar hættu. Úr þessum misvexti á hinn nývaknaði áhugi æskumanna á íþróttum og líkamsæfingum að bæta. Langt frá því að rýra hugsjónirnar, hið andlega og stórhuga, á þetta ein- mitt að stuðla að því, að byggja upp hinn nauðsynlega grundvöll undir það, skapa hin nauðsynlegu skilyrði fyrir sterkri framþróun. Eins og Iíkams- æfingarnar herða og styrkja líkama einstaklingsins, eins á sú stefna að styrkja og efla þjóðina i heild sinni, svo að, einnig að því er þjóðlífið snertir, verði heilbrigð sál í heilbrigð- um líkama, og eftirfarandi kynslóð verði betri, sterkari, vitrari og afkasta- meiri, heldur en sú, sem nú lifir. Þetta tekur auðvitað tíma. En þegar frá byrjun má læra margt af líkams- íþróttinni, sem væri hollur lærdómur fyrir vort opinbera líf. Hver sá, sem keppir við aðra í löngu hlaupi, sundi eða glímu, kemst brátt að raun um það, að kapp er bezt með forsjá. Hann lærir það fljótt, að sá sem vill sigra, hann má ekki oftaka sig á neinu gönuskeiði eða of- raun, heldur verður hann að fara jafnt og beint og eiga nokkuð ejtir alla leið að markinu. Hann sannfærist um, að gætni og hófsemi í hvívetna, glögg skynjan á ástandinu, sem er, snarræði til þess að grípa tækifærið og þrek og þol til að fylgja sér, er einasti vísi vegurinn til sigurs, og lærir því að meta hvern unninn sigur eftir því, hvernig hann er fenginn. En um fram alt — hann lærir, að leikurinn á að vera það, sem Englendingar nefna Jair. Hann á að vera heiðarlegur, undir- hyggjulaus, háður í einlægni, þannig, að keppinautarnir, andstæðingarnir, geti haldist í hendur bæði Jyrir og ejtir glimuna. Það ættu allir ætíð að muna. Það sem því gleður mig allra mest, þegar eg lít þennan nýbygða sund- skála, — sem eg vona að verði sem flestum til sem mestrar ánægju, holl- ustu og heilsubótar, — það er það samband, sem hann stendur í við hið vaknandi sportsllj hjá hinni ungu og uppvaxandi kynslóð, og á Ungmenna- félag Reykjavíkur hinar mestu þakkir skilið fyrir þann sýnilega vott um framkvæmd og dáð, er þessi nýja stefna vekur. Eg vil óska þess og vona, að þessi skáli verði almetiningi að þeim notum, sern til er ætlast, og frumkvöðlum og frömuðum verksins til þess sóma, sem þeir eiga skilið. Að svo mæltu lýsi eg því yfir í umboði stjórnarnefndar sundfélagsins Grettis, að sundskálinn er opnaður til afnota. Eftirmæii. Þórður Jónsson bóndi og hafn- sögumaður í Ráðagerði á Seitjarnarnesi var fæddur 20. júní 1850. Hann var sonur Jóns bónda Þórðarsonar í Hlíðar- húsum í Reykjavík, alkunnugs borgara, bróður Guðmundar á Hól og Sigurðar í Steinhúsinu; en móðir hans var Jódís Sigurðardóttir frá Efra-Skarði í Leirár- sveit, velmetin sæmdar og dugnaðar kona. Þórður heitinn var bráðþroska mjög og hinn gjörfulegasti, svo að um tvítugt var hann að vexti og burðuin jafnoki hinna gildustu karlmanna. Hann kvæntist ungur Þórunni, dóttur Jóns bónda Sigurðssonar í M/rarhúsum á Seltjarnarnesi, og bjó fyrst stuttan tíma í húsmensku þar á nesinu, en keypti síðan jörðina Ráðagerði og settist þar að. Bygði hann þar vandað íhúðarhús og komst í góð efni. Hann var ötull og heppinn formaður og stjórnari ágæt- ur, og bjargaði hann mönnum oftar en einu sinni úr lífsháska á sjó. Þórður heitinn var hinn mesti brjóstgæðamaður og mátti ekkert aumt sjá. Var þeim, sem þetta ritar, vel kunnugt um, að fátæklingar leituðu sjaldan eða aldrei árangurslaust til hans um hjálp og gaf hann oft rausnarlega, jafnvel eftir að efni hans tóku að þverra. Þórður heit- inn var skemtinn og glaðlyndur, bæði á heimili og utan heimilis. Hélzt hon- um vel á hjúum og reyndist þeim jafn- an hinn bezti drengur. í hreppsnefnd starfaði haun um nokkur ár. Þórunni konu sína misti hann úr lungnabólgu árið 1900. Hafði þeim orðið margra barna auðíð, en flest af þeim dóu á unga aldri, og tók Þórður heit- inn sér mjög nærri missi þeirra. 5 af börnum þeirra komust upp og eru nú 'á lífi, og eru þau hin mannvænlegustu, enda sparaði Þórður heitinn ekki að veita þeimr hið bezta uppeldi og alla þá mentun, er þau vildu á kjósa. Aft- ur kvongaðist Þórður fyrir nokkrum ár- um og gekk að eiga Haldóru Jónsdótt- ur, systur fyrri konu sinnar. Þeim varð ekki barna auðið. Á seinni árum var Þórður heitinn hafnsögumaður fyrir Reykjavíkurkaup- stað, og stundaði hann þann starfa með árvekni og dugnaði. Fyrir rúmu hálfu öðru ári fekk hann »slag« og varð að mestu máttlaus. Rótti hann að vísu nokk- uð við úr því aftur, en var þó sýnilegt, að eigi mundi hann af bera lengi. Keyndist það og svo, þv< framan af þessu ári fór honum að heita mátti stöðugt hnignandi, þar til hann andað- ist snemma dags hinn 20. f. m. X. Dáinn er á heimili sínu í fyrra dag dbrm. Jens Jónsson á Hóli í Hvamms- sveit í Dalasýslu, merkismaður í hví- vetna. Hann var fæddur 28. nóv. 1833. Kvennaskolinn i Reyjavík og frú Th. Melsteð. ísafold hefir verið beðin fyrir eftir- farandt grein frá merkiskonu utan úr sveit: Það er einkennilegt, að nú fyrst skuli það vera fullyrt bæði í Skóla- blaðinu og Óðni, að frú Ólufa Fin- sen sé stofnandi kvennaskólans í Reykjavík. Reyn‘dar er mér ekki full- kunnugt um, hversu mikinn eða lít- inn þátt sú kona hefir átt í skólastofn- uninni, en á hinu, hver átt hafi skóla- hugmyndina og verið lifið og sálin i öllum framkvæmdum þar að lútandi, helt eg að enginn vafi gæti leikið. hygg, að hver sem kefir heyrt getið kvennaskóla Reykjavíkur hafi þá einnig heyrt getið nafns Thóru Mel- steð. — Og eftir því, sem Páll Mel- steð maður hennar skýrir sjálfur frá í riti því sem gefið er út um skólann árið 1900, er auðheyrt, að frú Mel- steð hefir verið aðalfrumkvöðull þess- arar skólastofnunar. Hún hefi fundið að máli jústizráð Bojesen föður frú Finsen og komið á framfæri málinu, og hann einmitt leitað hjá henni vit- neskju um alt, sem þar að lýtur. Að frú Finsen hafi stutt að þvi, að faðir hennar legði skólastofnuninni liðsyrði sitt er skiljanlegt. En það er frú Melsteð, sem kveður konur til fund- ar til þess, »að ræða nm fyrirkomu- lag á mentastofnun í Reykjavík handa ungum stúlkum«. Þótt nafn frú Finsen standi efst á blaði undir ávarpi því, sem þá var samið til íslendinga, þarf það ekki að vera sönnun þess, að hún sé stofn- andi skólans eða frumkvöðull að þeirri hugmynd, eins og fullyrt er í Óðni. Sjáanlega hefir það verið gert fyrir kurteisis sakir að láta hana vera fyrsta, með því að hún var í æðsta sessi lands- ins. Eigi að ráða af nöfnunum, hverjar næstar hafi staðið skólastofn- uninni af þeim konum, er þar hafa skrifað undir, mætti ætla, að frú Mel- steð væri sú, sem fjærst honum hefði staðið, en það dettur þó víst engum í hug. En annars finst mér, að um þetta þurfi ekki að þrátta. Frú Melsteð setti skólann 1. okt. 1874 án þess, að frú Finsen eða aðrar nefndarkon- ur væru þar viðstaddar, jafnvel þótt þeim hefði verið gert viðvart. Hún las þá einnig upp reglur þær, er hún hafði samið fyrir skólann. Og saga kvennaskólans ber það fyllilega með sér, hver sú kona er, sem tekið hefir á sínar herðar allar framkvæmdir þessa kvennaskólamáls, vanda og ábyrgð, sem því fylgdi, og það hefir blessast svo vel, að nafn hennar mun aldrei gleymast. Enginn veit, hversu mikið erfiði, hugrekki og viljaþrek hefir þurft til þess, að halda skólanum í réttu horfi meðan hann átti við sem örðugast- an hag að búa bæði inn á við og út á við. Þessum kostum er einmitt frú Melsteð gædd. Stjórn hennar og reglusemi mun seínt fyrnast. En ekki er það einungis þetta, sem hefir hana hátt í huga allra þeirra, er bezt hafa þekt hana, heldur fundu allir þeir, að hún er sannmentuð gáfu kona, sem borið hefir kvenna mest og bezt fram til sigurs kvenn- mentunarmálið. Sé avo, »að kristilega mentuð norræn kona, sé hugsjón allra kvenna*, eins og frökin Friðriksson kemst að orði í Óðni, þá væri betur, að mörgum konum auðnaðist að vinna jafntrúlega að þeirri hugsjón og frú Melsteð hefir gert. — Skólablaðið getur þess að setja ætti mynd af frú Finsen í veglegasta sal hins nýja kvennaskólahúss. Af því að þar er þess ekki getið, að mynd af frú Melsteð ætti einnig þar að vera, skil eg það svo, að það hafi svo sjálfsagt þótt, að á það hafi ekki þurft að minna, en ekki að það sé sagt í því skyni, að skerða þann heiður, er þeirri konu ber með réttu. Eg veit, að allar hugsandi konur, sem verið hafa undir umsjón frú Mel- steð eða kynst henni á annan hátt, geyma minningu hennar sem þeirrar konu, er sönn kvenprýði sé og fyrirmynd í hvívetna. Ein aj mörgum.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.