Ísafold - 07.08.1909, Síða 3

Ísafold - 07.08.1909, Síða 3
ISAFOLD 203 msm mm II Éf 1 i É *o H f Sápuhúsið, Austurstr. 6 C/5 ál B i i wmzyíA mm ^uuiwiimnunniitpuiiiiiiMiiinuinuiiuiiimmumiiiiiMtftiiimiiummminiuiiwmiiuuittiBnBunuHmimimntoiminmiiumminniuimimtHiuiuiimnnHniiinnmtiuumiimuumniiWHWWCTioww I = Hárvolki í álnum á 96 aura fr. alin. Störir svampar = fyrir lítið verð. Finar vanilinstengur í glösum á 35 aura. Vatnsslöngur til að festa á vatnshana, mátaðar lengdir á 15 og 25 aura. Burstavörur i alls konar, mikið úrval, lágt verð. | ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiimHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitimiiiiuiiiiRiiiiiiiiiiiiiiiiiniiimiinimiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiimiiiiiiiHiiiniiiiiiiiinr HI F Sápuhúsið, talsími 155 Nýtt liðsbönarkvak. A refllstigum. Fremur virðist mega ætla að fátt sé um föng hjá »Bakkusarfélaginu«, er það reynir að hagnýta sér til inn- tekta ummæli síra Friðriks J. Berg- manns í grein hans um áfengisbann- ið, er prentuð var í ísafold 14. f. m. Hann (F. f. B.) álítur sem sé að erfitt muni verða að sjá um, að bann- ið verði ekki brotið og lögin virt að vettugi. Það sé eitt hið versta böl, að hafa lög sem ekki sé lifað eftir, og það hafí hvarvetna reynst þyngsta þrautin, að fá slíku banni framfylgt. En hvers vegna? Vegna pess, að »maðurinn er slægt dýr, og þegar hann setur sér fyrir að brjóta, ratar hann marga refilstigu« segir síra Friðrik. Vér göngum að því visu, að ein- hverir erfiðleikar muni á því verða að framfylgja bannlögunum. Og það því fremur, sem vér höfum þegar þá menn meðal vor, er espa þjóðina til mótþróa gegn þeim, hvetja hana til að virða þau að vettugi og telja það vanvirðulaust, að fara refilstigu kring- um þau. Meinsmenn laganna lýstu því yfir hátíðlega á löggjafarþingi þjóðarinnar í vetur, að brot á bannlögunum gæti ekki talist nein ósæmileg athöfn, — réttarmeðvitundin fyrirdæmdi ekki yfir- tioðslur slíkra laga. Og »Bakkusarfélagið« lét þann boð- skap út ganga um það leyti er lögin voru samþykt, að þau væru til háð- ungar og hnekkis fyrir landið, og skoraði á þjóðina að ganga í allsher- jar-samband gegn þeim. — Síðan hefir það og hvað eftir annað reynt að telja þjóðinni trú um, að það væri vansæmdarlaust að brjóta þau, — þeim yrði ekki sýnd sama hlýðni og undirgefni sem öðrum lögum; — að brjóta þau eða fara í kring um þau mundi ekki verða álitið neitt siðgæð- isbrot! o. s. frv. Svðrtu lagdarnir. En nokkurs ætti að vera um það vert, að vita það fyrir fram, hverir þeir menn eru, sem eiga frumkvæðið að laga-yfirtroðslunum : — hverir hafa leitast við að sljófga löghlýðni og ábyrgðartilfinning þjóðarinnar í þessu efni og þar með æst hana til lög- brotanna. Og vér fáum ekki betur séð, en að þeir menn séu auðþektir. Þeir eru lagðaðir. Og lagðana settu þeir á sig sjálfir, er þeir skráðu sig í Bakkusarfélagið — og birtu nöfn sín undir stefnu- skrá þess. Oss skilst að þeir hljóti að minsta kosti að eiga drjúgan siðferðislegan þátt í þeirri lögbrota-óöld, sem þeir spá að hér hljóti að verða út af áfeng- isbanninu. »Spánný tilraun«. Einn mikilsvirtur andmælandi bann- laganna otaði því fast fram á þinginu í vetur (27. febr.): að hér væri verið að brjóta upp d spánnýrri tilraun, sem ekki ælti sinn lika nokkurstaðar í heim- inum; það mundi ekki vera holt voru fámenna þjóðfélagi, að vera að láta hafa sig fyrir nokkurs konar tilraunadýr. Þetta væri ojstcekis- og öjgahreyjing — sótt- ncemur sjúkdómur og Jaraldsmál, líkt og galdrabrennuhreyfingin forð- um! Þetta eru að vorri hyggju stærstu orðin og langmestu öfgarnar, sem fram hafa komið til þessa dags í ræðu eða riti um bindindis- og bann- lagamálið — með eða móti. Þungur áfellisdómur ef réttur væri. Og það virðist ekki vera óþarft að ítreka hér önnur ummæli sira Fr. J. Bergmanns í áður nefndri grein, sem lýsa áliti hans á því, hvort hér sé um óþekta og »spánnýja tilraun« að tefla, og í annan stað hvert vér stefn- um með bannlögunum, — hvort heldur það er aftur á bak til skræl- ingja, eða fram á veg til meiri sið- menningar og farsældar. Síra Friðrik segir um áfengisbannið : að það sé stórmál, sem allar siðaðar pjóðir séu að berjast Jyrir, þó misjafnlega langt sé komnar. Alt beri að sama brunni um endalok. Það komi þar með öllum þjóðum, að siðmenningin jcegi pann Jiekk aj sér. Olíkir dómar tveggja mætra manna! Báðir eru skýrir. En öðrum hvorum skýzt. Lesendurnir greini sjálfir í milli. En lítt hyggjum vér það muni duga »Bakkusarfélaginu«, að kvaka til síra Fr. J. Bergmanns um liðveizlu. iA. Jóhannsson. Þjóðhátíðarljóð. 1. Sungið við vigslu sundskálans 1. ág. 1909. Nú er hæli vort bygt, nú er hreystinni trygt yfir höfuð sér þak gegnum æskunnar stríð. Það ber gullaldarbrag sem vér gerum i dag, og vér gefum þér ávöxtinn, komandi tlð. Það bar feðranna orð yfir stórhöf og storð, hversu stranminn þeir léku og brimfallsins rót. Sérhver konungleg þraut lagði blóm þeim á braut, jafnvel björnum á sundi þeir lögðust í mót. Nú skal frægðaröld ný renna skini um ský, nú skal skuggunum hnekt voru dáðleysi frá. Hér skal djarflega teflt,hér skal atgervið eflt, hér skal ættlera-svipurinn skolast af brá. Sjá, hér býður hann hönd, leggur band inn í strönd, þe8si blikandi leikvöllui, kvikandi tær. Dröfn, þitt vinfengi’ er valt, fang þitt karl- mensku-kalt, en þin kesknis-bros laða svo eggjandi skær. Þar sem fólkið er hraust, er það hugarvíls- laust, þar á heimurinn gnægð, þar er hvarvetna byr. Því er búð þessi reist, þetta handalag treyst, að sú blessunaröld megi koma því fyr. Heill þér, framgjarna sveit! Krýni frægð þennan reit, þar sem frumherja-vígið þú reisii á strönd. Marga hamingjuspá er i hylling að sjá, eins og heiðbjartan jökul við seedjúpsins rönd. G. M. II. Sungið við ininni íslands 2. ág. 1909. Þú móðir kær, i minnisbókum þinum svo mörg og itur ljóma frægðar nöfn, að stærri þjóðir ei i sögum sÍDum þau sýna mega fleiri, né þeim jöfn. Þvi enn þá heldur œgishjálmi Snorri, og enginn betur Lilju-skáldi kvað; hið skæra ljós frá söng og sagnlist vorri nein singjörn hönd ei getur slokkið það. Enn er þin sama bjarta, heiða bráin, sem bláu lyftast himinskauti mót. Enn er hin sama sona þinna þráin æ þig að hefja, mæra jökulsnót. Enn áttu, móðir, fræga’ og frjálsa niðja, sem frama stærstan jafnan telja það til nýrra heilla’ og hags þér brautir ryðja en hopa ei, né bið&’ i sama stað. Hún móðir vor þarf margt að láta vinna, við margan óvin heyja þarf hún strið. Með hrygð hún litur sundrung niðja sinna, — hið sama böl, er spilti fyrri tið. — Hver þjóð er sjúk, sem skortir andans eining, hið hmra strlð er hennar refsi hris. Nær spillir öllum sáttum sundurgreining um sérhvert mál, — já, þá er glötun vis. Ei fyr en sáttir saman getum barist vér Snælands-niðjar, miða fer úr stað. Þá fyrst er nm það von að geta varist gegn voða hverjum, sem ber höndum að. Því strengjum heit á móður minnis-degi þann metnað sýna’ að standa hlið við hlið og þoka hverjum vanda’ úr hennar vegi, og veita’ ei hverir öðrum sár, — en lið. II. S. Bl. III. Sungið viö minni ísi. erlendis 2. ág. 1909. Nú liður yfir lönd og haf vort ljóð um heimsins bungu alla, og leitar handan hafs og fjalla að bræðrum þeim, sem guð oss gaf. Vér þekkjum augun, ef vér sjáum þar endurskin af fjöllum blánm með fossa glit og fanna ijóm. Það hlustar sérhvert hjarta við. — Því hvaða mál, sem tungan reynir, sér íslenzk hugsun undir leynir og heldur insta eldi við. Þar felast vorar frægu sögur, þar finnast vorar léttu bögur, þar ómar gígjan: »Guð vors laDds«. Þið gestir út um allan heim, við ykkar nálægð jafnan finnum, og yfir vorum mætu minnum þið eruð með — þið unnið þeim. Og þegar ísland yfir höfin við eiding lætur skína tröfin, þá svipast geislinn ykkur að. Guð fylgi ykkur strönd af strönd. Vér stráum kveðjnm yfir sæinn og leggjum islenzk ljóð i biæinn sem her þau yfir ykkar lönd. Og íslands heill og íslands gengi sé ykkar fylgja vel og lengi, og visi ykkur veginn heim. G. M. IV. Sungið við rainni Reykjavíkur 2. ág. 1909. IIér stóð upphaf okkar sögu, lngólfs höfuðból; fáar hendur fyrst hér reistu frónskan veldisstól. Einn hann tók, við engan deildi, alt var landið haDS. Gjöful hönd með gestum skifti gæðum þessa lands. Alt það hvarf — og ei skal rekja alda myrkra spor. Þá er oft sem ætti að gleymast æðsta minning vor. Loks var eins og einhver vera, ókend, vizkurik, benti vorum blindu völdum beint á Reykjavík. Vöxtur hennar, heill og gengi, hefir morgun-brag. Þá var eins og ísland búist undir hetri dag. Hér slær aftur hjarta landsins, hér er lagt þess ráð; helgi forna höfuðbólsins heimtar nýja dáð. Drotna skal hún -- fjöllum föðmuð, fögrum eyjum girt., standa vörðinn, sterk og ítur, stór og mikilsvirt, vera landsins háreist höfuð, hreinlynd, rausnarfull, meðan signir sólarlagið sundsins kvika-gull. G. M. Erl. ritsímafréttir til íaafoldar. ---- Kh. 7/8 kl.10 ard. Verkfall i Svfþjóð. Verkfall í Svlþjóð; kvartmiljón manna atvinnulausir. Ráðgjafaskiftin I Danmðrku. Það er óráðið enn, hver fiar verður yfirráðgjafi eftir Neergaard. -----9S6----- Veðrátta vikuna frá, 1. til 7. ágúst 1900. Rv. íf. Bl. Ak. ör. Sf. Þh. Sunnd. 12.0 12,2 12,6 18,1 18,5 11,0 10,5 MAnud. 11,5 18,5 12.6 12,5 12,6 15,8 11,6 Þriðjd. u,8 11,8 12,1 12,0 11,0 12,7 12,0 Miðvd. 10.1 8,7 11,6 12,5 10,0 14,5 11,0 Fimtd. 9,4 11,5 9,0 18,0 12,0 12,9 10,5 Föstd. 9.6 10,0 no 18,1 14,0 15,1 11,6 Laugd. 10,0 9,7 7,5 5,2 5,0 10,0 11,2 Rv. = Reyk.javík ; íf, = ísafjörður; Bl. * Blönduós; Ak. = Akureyri; Glr. =* örímsstaöir; Sf. = Seyðisfjörður ; Þh. *= Þórshöfn 1 Færeyjum. Um Georg Brandes flutti frk. Hulda Hr.nsen fyrsta er- indi sitt í fyrra kvöld, sérlega fróðleg tala og skemtileg, og talað af mikilli mentun og réttsýni. Leitt hve illa [ var sótt, og það jafnt af íslendinga [ hálfu sem hennar löndum hér í bae. í Af öllum dönskum mönnum hér stödd- um kom — einn. Hin erindin þrjú um Brandes flytur hún í kvöld, þriðjudags kvöld og fimtu- dags. =Dppboft= á nál. 40 hrossum á ýmsum aldri verður haldið hér í bænum næsta mið- vikudag 11. þ. m., kl. 11 f. hádegi, við bæjarbryggjuna. Fjöldinn af hrossum þessum er af- burða fallegar skepnur. Vagnhestar, reiðhestar og framúrskarandi falleg reiðhestaefni. Gamalt járn kaupir fyrstu daga næstu viku Timbur & kolaverzl. Reykjavík. Mötorbátur fæst leigður til heyflutninga o. fl. fyrir að eins kr. 2,50 um klukkutímann. Þeir sem kaupa og selja hey snúi sér að Sigfúsi Sveinbjörnssyni, Spítalastíg 9. Tals. 268. Verðmætar viðskifta- upplýsingar ókeypis í té látnar hlutað- eigendum til hagræðis. 28 verið, að neyðin — og það sem hér varðar 088 sérstaklega: hin siðferðis- lega spilling meðal ungra stúlkna —, að hún kunni að vera jafn mikil — já, og ef til vill enn meiri í St. Páls söfnuði en hér í St. Péturs. En eg held þó, að ef starf vort á að geta borið sýnilega ávexti til blessunar, þá eigum vér að halda oss innan þeirra endimarka, sem guð hefir sjálfur sett oss, og það er — að minni hyggju — okkar eigin söfnuður. — Já — það er líka satt, sem kap- elláninn segir, mælti frú Bentzen glöð; — það er alveg eins og áður en eg fekk mina tilteknu hjálparþurfa. Alt aem eg gaf, sem við jusum út, þess sáust engar menjar, og þeim gerði ekki annað en fjölga, sem komu og beiddu beininga. En nú Iæt eg bara stúlkuna svara: »við höfum okkar til- teknu«. f>á er víst, að engir ómakleg- ir fá það, og þá getur maður sóð ósýni- lega ávexti — nei — blessunarríka ávexti —; hvernig var það nú sem kapelláninn sagði, það var bæði svo satt og fallegt. 29 — Sýnilega ávexti til blessunar — sagði kapelláninn með kurteisis roða. — Já — sona var það — sagði frú- in og hafði upp orðin i hljóði, til að festa þau sér í minni. — Eg að mínu leyti held nú ekki einu sinni, að það só r é 11 að gefa og hjálpa svona út í bláinn —, sagði unga frúin nýja lögreglustjórans og leit kursteislega niður fallegum augunum. Kapelláninn hneigði frúnni samsinn- andi og benti á, að það stæði Iíka í ritningunni, að ekki væri rótt að taka brauðið frá börnunum og varpa því fyrir hvolpana. þá veik haun aftur að því, að þetta félag fyrir fallnar konur, sem menn voru komnir hér saman til að stofna, ætti að halda stranglega starfi sínu innan endimarka St. Péturs safnaðar. With stórkaupmaður hafði í raun- inni ekki skapaðan hlut við þetta að athuga. Hann hafði mælt nokkur al- menn orð út í bláinn, til að segja eitthvað. Nú varð hann að skýra frá, að hann hefði að eins ætlað — svona í fám orðum — hm! að benda á, hvað þyrfti að gera, að — hm! — sinni 32 Sérstaklega tók hann eftir, að marg- ar dömurnar höfðu augastað á ritara- stöðunni í félaginu. Og þetta var að nokkru leyti sjálfum honum að kenna. |>ví hann hafði dregið upp fyrir þeim i hálfgerðu gamni, hve ánægjulegt og ábyrgðarmikið væri að hafa á hendi bókun í stóran, þykkan prótokoll með rauðum og bláum dálklínum. jþessum þykka prótokoll virtist sér- staklega lögreglustjórafrúin hafa feng- ið miklar mætur á; og hve nær sem ritara-etöðuna bar í tal, festi hún falleg augun á kapelláninum með siðlátlegri Bárbeiðslu. En þar voru aðrar, sem kunnu að vera maklegri þess frama. Fyrst var nú frú With, sem átti samkvæmissal- inn fagra, þann er fundurinn var hald- inn i, og frá henni var vænst drýgsta Bkerfsins. En kapelláninn hafði kæn- lega hugsað sér að lúka vel við hana með því að gera manninn hennar — konsúlinn að formanni félagsins. Jpá var frú Fanny Garman hin auðga frá Sandsgarði. Hún var svo útlits að vísu sem henni gerði ekki annað en leiðast og hirti um ekki neitt, en 25 henni; enginn i illþýðinu þorði að mjamta. þegar kom að dyrunum hjá frökin Falbe, vafði hún að sér Flóna og mælti: — Góða Elsa! lofaðu mér að fara þangað aldrei upp framar. |>ú sem ert nú orðin fulltíða stúlka; þú hlýtur að sjá, að þér samir ekki að vera innan um þennan óþokkalýð. Elsa varð blóðrauð í framan og hét því grátandi, að hún skyldi aldrei framar fara upp til illþýðisins. Og þegar hún var orðin ein niðri f Iitla herberginu sínu, hafði hún upp heitið aftur, meðan hún var að hátta. Frökin Falbe hafði á réttu að standa; það var víst einhver óþokkalýður — þau þarna uppi á loftinu. |>að var betra að stunda sjúklinga madömu Spackbom eða sitja á kvöldin hjá frök- in Falbe og lesa. En áður hún fór að hátta, varð hún að líta eftir rósunum sínum í glugg- anum. því Flónni þótti vænt um rós- irnar. Hún sá um öll blóm madömu Spack- bom, — og madaman átti blóm f hver- jum glugga; en rósirnar stundaði Elsa þó bezt, og þegar þær fóru að blómg-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.