Ísafold - 04.09.1909, Blaðsíða 1
Kemui út ýmist einn sinni ef)a tvisvar l
vikn. Verft árg. (80 arkir minst) 4 kr., er-
lendis B kr. eöa 1 */« dollar; borgist fyrir
miBjan júli (erlondis fyrir fram).
ISAFOLD
Uppsögn (sbrifleg) bundin viö áramót er
ÓRÍld nema komln sé til útgefanda fyrir
1. okt. og Kaupandi skuldlaus viö blabib*
Afgreibsla: Austurstr«eti 8.
XXXVI. árg.
Iðnaðarmenn I
Munið eftir að ganga i Sjúkrasjób ibnabarmanna
— Sveinn Jónsson gik. —
Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustíg 10.
fer til
Borgarness sept. 2., 8., 12.
Akra sept. 5., 12.
cÆifsffórn <3safoíéar.
Með pessu blaði tek eg við ritstjórn
Isafoldar.
4. sept. 1909.
t
Olafur Björnsson.
Samgöngnmálið.
í fjárlögunum er stjórninni veitt heim-
ild til að gera samning um gufuskipa
ferðirnar um alt að 10 ára tíma, ef mun
betri ferðir fást, en þœr 25 millilanda-
ferðir og 20 strandferðir, sem Samein.
fólagið bauð þinginu. Jafnframt er á-
skilið, að kœlirúm verði í 2 millilanda-
skipum og loks, að nokkrar ferðir á ári
verði farnar til Hamborgar.
Eftir samningi þeim, sem ráðgjafi gerði
við Thore félagið og Sameinaða félagið f
sumar og prentaður er í aðaldráttunum
annarsstaðar í blaðinu er ekki einungis
öllum þessum skilyrðum fullnægt, held-
ur hefir tekizt þar að auki að fá marg-
ar aðrar mjög mikilsverðar
bætur á skipunum.
Reglubundnu ferðirnar verða framvegis
45 í stað 25 áður. Þeim verður
skift reglulega niður á alt árið, líklega
þannig, að lagt verður á stað frá Kaup-
mannahöfn til íslands á hverjum sunnu-
degi 9—10 mánuði ársins, en annan-
hvern sunnudag 2—3 mánuðina, nóv.—
janúar. Hór hefir tekizt að fá því fram-
gengt, sem lengi hefir verið þráð mjög
heitt. Kássuferðirnar, 4—5 skip á
örfáum dögum og sfðan ef til vill
mánaðar millibil milli ferða, eru hór með
úr sögunni. Þetta á að geta komið að
miklu haldi á mörgum svæðum. Kaup-
mennirnir þurfa ekki að kaupa eins
miklar vörur í einu þegar ferðirnar eru
svona tíðar, þurfa þá ekki að hleypa sér
í eins miklar skuldir hjá stórkaupmönn •
um erlendis, geta komist af með minna
geymslurúm o. s. frv. Alt þetta ætti
að geta orðið til þess, að ekki þyrfti að
leggja eins mikið á vörurnar hór á landi.
Samgöngubót þessi á því að verða allri
þjóðinni mesti hagur.
Fyrir ferðamannastrauminn er það og
harla mikils um vert að reglubundnar
vikuferðir komist á. Ferðamennirnir
þurfa ekki framvegis að brjóta heilann
um ferðirnar. Þeir fá að vita, að þeir
komast til íslands frá Leith á hverjum
miðvikudegi, frá Kaupmannahöfn á hver-
jum sunnudegi. Ollum, sem erlendis hafa
dvalið, mun skiljast, að þessi hlið máls-
ins er og mikilsverð.
Auk þessarra reglubundnu ferða verð-
ur farinn fjöldi aukaferða eins og hingað
til. Thorefólagið fer ekki minna en
10—12 ferðir til, ákveðnar á ferðaáætl-
un og sendir auðvitað þar að auki mörg
aukaskip oft og tíðum. Sameinaða fó-
lagið sömuleiðis. Frásagnir minnihluta-
blaðanna um, að ferðirnar verði færri
eftirleiðis en hingað til eru því ekki
anuað en venjuleg minnhluta ósannindi
og blekkingar.
Ha mbo rga r f e r ð i r eiga að verða
ekki færri en 4 á ári. En Thorefólagið er
reiðubúið til að fara eins margar
ferðir þangað eins og þörf-
in frekast krefur. Það er því
alveg undir oss íslendingum sjálfum
komið hversu margar ferðir þessar verða.
Þær e i g a að verða miklu fleiri, ef vel
er á haldið. Það er enginn vafi á því,
að allmikill hluti af vörum þeim, sem
nú flytjast frá Kaupmannahöfn eru ætt
aðar frá Þýzkalandi, og eiga því að fara
Reykjavík laugardagiun 4. sept. 1909.
57. tölublað
Haust-salan mikla í Edinborg
byrjar 15. sept.
í skip þar. Flutningurinn til Kaup-
manuahafnar er ekkert annað en langur
og kostnaðarmikill krókur.
Samgöngubótin, sem felst í Hamborgar-
ferðunum á því beinlínis að verða til
þess að lækka vöruverðið, sem samsvar-
ar flutningskostnaði frá Hamborg til
Kaupmannahafnar. Óbeini hagurinn verð-
ur ekki metinn í augnablikinu. Ham-
borgarferðirnar æ 11 u að hafa í för
með sór aukin viðskifti við Þýzkaland,
einnig á öðrum svæðum, en í verzlun.
Þær æ 11 n að verða til þess, að ís-
lendingar hættu að rígbinda sig við Kaup-
mannahöfn, er þeir fara utan. Þær æ 11 u
að verða til þess, að beina þyzkum menn-
ingarstraumum og viðurkendri þekkingu
Þjóðverja á ýmsum verklegum efnum til
okkar.
Mjög mikið veltur nú áþvf, að dugandi
og áreiðanlegir menn hefji viðskiftin við
Þjóðverja, svo að ekki fari þeim eins og
Englendingum hór á árunum, er Leith-
ferðirnar hófust, að þeir hvekkist og
hrekkist á óvöndnm viðskiftum af ís-
lendinga hálfu. Þá er ver farið, en heima
setið.
K æ 1 i r ú m u m gerði alþingi ráð fyrir
í 2 millilandaskipum, en e n g u m í
strandbátunum. Eftir samningnum verða
kælirúm ekki einungis í 2 millilanda-
skipum heldur þar að auki í 2
strandbátum. Með þessu móti er
ekki einungis Reykjavík og þeim til-
tölulega fáu bæjnm, sem millilandaskip-
in leggja leið sína um, gerður kostur á
því, að koma smjöri, fersku keti og fiski
o. s. frv. á markaðinn, heldur og nærri
hverjum krók á öllu Iand-
i n u. Betra verður ekki á kosið.
Þá hefir Thorefólagið, sem yfirleitt
hefir verið miklu liðlegra í öllum samn-
ingum, en Samein. fólagið, skuldbundið
sig til að n o t a 1 s 1 e n d i n g a á
skipum sínum, að svo miklu leyti,
sem unt er. Þegar á næsta ári munu
skipstjórar og öll skipshöfnin á strand-
bátunum verða íslendingar. Þeim tíð-
indum munu flestir fagna. Það hefir
oft valdið miklum erfiðleikum, að skip
verjar á strandbátunum eigi hafa getað
mælt eða skilið íslenzka tungu. Mörg-
um á smærri höfnum umhverfis landið,
sem viðskifti hafa átt við strandbátana
hefir verið þetta mjög andstætt, enda
líka borið á því, að hinir dönsku skip-
verjar hafi litið með lftilsvirðingu á þá
íslendinga, sem ekki skildu þeirra mál
og beitt þá öðrum búsifjum. Vór trú-
um ekki öðru, en að fólki út um landið
þyki notalegra að ferðast með strand-
bátunum eftirleiðis. Mikill hagur á og
sjómannastóttinni íslenzku að verða í
þessari nýbreytni. Atvinna hennar eykst,
og verkahringurinn stækkar.
Loks hefir Thorefólagið gengið inn á,
að gestaróttur Reykjavíkur
verði varnarþing f þeim mál-
um, sem rísa á milli þess og manna bú-
settra hór á landi. Hingað til hefir þurft
að sækja hvaða smámál, sem var, alla
leið suður til Hafnar — og mörgum
manninum því eigi þótt ómaksins vert
að leggja á sig þá fyrirhöfn til þess að
fá leiðrótting mála sinna. Samgöngu-
málanefndin á síðasta alþingi lagði mjög
mikið upp úr þessu atriði. Er því lfk-
legt, að það vekji mikla ánægju, að þetta
hefir hafst fram.
Bæði fólögin háfa tjáð sig fús til að
halda skipunum að öllu leyti f því horfi,
sem þau eru nú, og endurnýja þau þeg-
ar þörf gerist.
N or ðurheimskaut
íundið.
Símskeyti frá Kaupmannahöfn í
gærmorgun segir, að amerískur maður
Cook að nafni, hafi fundið norður-
heimskaut í aprilmánuði 1908. Ef
fregnin er rétt, hefir þá Cook tekist
að ná því marki, sem fullhugar ver-
aldarinnar hafa kepl að í meir en 2200
ár, svo að sögur fari af — eða siðan
Pytheas frá Marseille á Frakklandi
fór norður í höf 320 f. Kr. og fann
Thule. En Thule halda sumir, að
verið hafi ísland.
Erlend tíðindi.
Khöfn 18. ágúst.
Ráð un eytisskiltin
í Danmorku.
Holstein-Hleiðrugreifl og
hervarnarmálið.
J. C. Christensen og völdin.
Hneyksli og háðung.
Loks er hún þó á enda kljáð, þessi
valdaþvæla hér í Danmörku eftir
meira en hálfs mánaðar þóf og þótti
mörgum mál til komið.
Sama daginn, sem síðustu fréttir
voru ritaðar, þá um kvöldið, varð
Mogens Frijs lénsgreifi að tjá kon-
ungi, að sér hafi mistekist að mynda
ráðaneyti. Frijs hafði borið það und-
ir hervirkjaflokkana í þinginu, hvort
þeim þætti æskilegt, að hann myndaði
ráðaneyti og hvort þeir vildu styðja
sig með þvi, að leggja til ráðgjafa úr
flokkunum. Miðlunarmenn (Neer-
gaardsflokkur) og svonefndur ii-
mannaflokkur, en það er sá hluti af
umbótamönnum, er fylgt hefir Neer-
gaard í hervarnamálinu, svöruðu þvi
til, að vinstrimaður ætti að verða ráðu-
neytisforseti. Það tók af skarið og
Frijs varð því að hætta við alt saman.
Nú leit alt iskyggilega út og óvæn-
lega. En þá kom sá maður til sög-
unnar, er Holstein-Ledreborg er nefnd-
ur. Hann er lénsgreifi hér á Suður-
Sjálandi, og er 70 ára að aldri, þýzk-
ur að ætt. Hann var lengi þjóð-
þingismaður, en lét skyndilega af
þingmensku árið 1890 sakir ósam-
lyndis við þingflokka. Hann var
fyrst hægrimaður, en seinna varð hann
vinstrimaður og það hefir hann verið
siðan. Annars hefir hann löngum
þótt allreikull á stjórnmálabrautinni.
En skörungur hefir hann verið hinn
mesti þar sem hann hefir beitt sér
og orðlagður er hann fyrir sakir
mælsku og málfimi. Þá er hann hafði
sagt af sér þingmensku, fór hann af
landi burt, en kom þó brátt aftur.
En stjórnmál vildi hann ekkert eiga
við eftir það og hét þvi margsinnis,
að skifta sér aldrei af þeim framar.
En það er um hann eins og Leon
Bourgeois á Frakklandi. Hann hefir
verið hafður með í ráðum við öll
ráðaneytisskifti upp á síðkastið i Dan-
mörku og þótt þar hinn úrræðabezti.
Menn hafa oft staðið á öndinni hér í
landi við ráðuneytisskifti og beðið
þess með óþreyju, að Holstein skelti
sér aftur inn í pólitíkina og flestir
flokkar hafa talið sér hann ef svo
færi.
Þegar í byrjun þessa nýafstaðna
stjórnarþófs var hann hvað eftir ann-
að hjá konungi til skrafs og ráðagerða
og loks kom að því að konungur
beiddi hann að reyna að mynda ráða-
neytið eftir uppgjöf Frijs greifa.
Um skoðun Holsteins á hervarna-
málinu vissu menn það eitt, að hann
hafði nýlega látið sér það um munn
fara í samtali við blað eitt i Hróars-
keldu, að nú væri hervirkjamálið kom-
ið yfir um og væri því eigi við bjarg-
andi, enda væru landvarnir ekki veg-
uiinn til þess að tryggja Danmörku
hlutleysi. Því urðu menn allforviða
í þetta skifti er það fréttist, að hann
hefði tekið að sér ráðuneytisforustuna
og ekki síður á hinu, að hann kom
á sátt eða samningum milli þingflokka
þeirra fjögra, er hervirkjum eru hlynt-
ir, sem sé hægrimanna, miðlunar-
manna, 1 i-mannaflokksins og umbóta-
manna eða 27-mannaflokksins (J. C.
Christensen), auðvitað landvarnar-
grundvelli. Mönnum þótti þetta stinga
nokkuð í stúf við áðurnefnt blaðasam-
tal, sem enginn rengir og hann hefir
sjálfur lesið yfir. Hins vegar þótti
það þrekvirki mikið, að hann skyldi
geta miðlað málinu eftir alt þetta þjark.
Miðlunin er i því fólgin eins og
símað hefir verið, að núverandi land-
virkjum á að halda í 12 ár enn eða
til 1922 en leggja síðan niður nema
þingið taki aðra ákvörðun um málið
þangað til. A að veita fé til þess að
halda virkjunum \ið. Eins og séð
verður, hafa báðir slakað til Christen-
sen og hinir, en þó hefir Christensen
komið sínu fram í aðalatriðum: land-
girðingu á að leggja niður. Annars
verða miðlunartillögurnar ræddar vand-
lega núna við þriðju umræðu land-
varnamálsins, er hefst á morgun og
þá verður nýtt frumvarp gert úr garði
með þessum samkomulagsbreytingum.
Þegar Holstein var búinn að þessu,
hélt hann aftur til kóngs og sagði
honum sem komið var. Konungur
bað þá um umhugsunartima og kvaðst
þurfa að ráðfæra sig við menn, er vit
hefðu á málinu og hann treysti. Með
þetta fór greifinn. Konungi hefir
verið álasað fyrir þetta í blöðum og
það átalið, að hann hafi sér til ráð-
gjafar í stjórnmálum menn, er enga
ábyrgð bæru fyrir þinginu eða þjóð-
inni og þetta jafnvel talið þýðingar-
laust því að ekkert gæti konungur
gert án vilja þingsins. Nokkrum dög-
um seinna var Holstein sóttur til
konungs og honum nú falin ráðu-
neytismyndun fyrir fult og alt.
í fyrra dag var siðan ráðuneytið
fullmyndað. Það fór brátt að kvisast,
að nú mundi Christensen aftur verða
varnarráðgjafi. Hann hafði að vísu
sagt við Holstein, að hann léti ekki
hervirkjamálið stranda á sér. Þessu
áttu menn bágt með að trúa, — og
viti menn, þegar ráðgjafaskráin kom,
var Christensen þar næst efstur á
blaði I
Annars var ráðuneytið að mestu
skipað sömu mönnunum og áður.
Þó varð Brun fjármálaráðgjafi að þoka
fyrir Neergaard. Heldur hann aftur
heim í amtmannsembætti sitt á Jót-
landi og þykir hann vera betur fall-
inn í þá stöðu, en ráðgjafasessinn.
Þá varð og Jensen Sonderup að íara
frá og það kom öllum á óvart, því
að hann hefir verið maður vinsæll
og vel metinn. Þessi tilbreyting er
kend J. C. Christensen. Hefir hann
gert þetta til þess að ná sér niðri á
Jensen-Sönderup, því að hann hafði
haldið fast við skoðun Neergaards,
gert Christensen óleik mikinn og
steypt fyrir honum góðum manni í
kjördæmi einu á Jótlandi.
Flestra flokka blöð hafa ráðist á
Christensen með svæsnum orðum út
af þessari dæmafáu ósvifni og valda-
græðgi. Þykir og flestum það fádæma
hneyksli og háðung fyrir Danmörku,
að þessi maður skuli aftur vera kom-
inn upp í ráðgjafasessinn, þessi mað-
ur, sem mesta ber ábyrgðina á Albertí
og öllu hans athæfi — og hefir ekki
einu sinni hreinsað sig undan vitorði
fyrir ríkisdómi. Fláttskapur hans við
Neergaarp þykir og ófagur. Aldrei
vék hann fet frá hálfgirðingu sinni,
altaf sagði hann Neergaard, að hann
væri fús til frekari samninga. Hann
hefir leikið sér að honum eins og
köttur að mús. Fyrir honum hefir
það eitt vakað, að brjótast til valda
aftur, hvað sem hver segði. Enginn
frýr honum vits né atorku, en hitt
þykir með ódæmum, hversu áræðinn
hann er og óskammfeilinn.
Það er mál manna, að eigi muni
Holstein greifi verða mosavaxinn i
embættinu. Hann hefir lokið sínum
starfa og hefir nú ekkert í ráðuneyt-
inu að gera lengur, enda gegnir hann
þar engu embætti utan forustunnar.
í þinglok spá menn því, að hann
fari, en Christensen taki við stjórn-
inni að fullu og öllu eins og áður.
Jafnskjótt sem það vitnaðist, að
Christensen væri orðinn varnarráð-
gjafi, fór æðsti hershöfðingi Dana,
Liitken, á fund konungs og sagði af
sér. Honum þykir svo úr hófi keyra,
að hann getur eigi haldist við í em-
bættinu virðingar sinnar vegna og
sóma landsins. Víst er talið að fleiri
muni á eftir fára úr hernum og að
ekki sé Christensen búinn að bíta úr
nálinni með þetta enn, — og að ekki
sé loku fyrir það skotið, að allir samn-
ingar geti strandað ennþá þegar minst
varir.
Það ber öllum blöðum saman um,
að leyndarráðgjafi Christensens og
önnur hönd í öllum þessum stórræð-
um sé María Lassen, ekkja Vilhelms
Lassens fjármálaráðgjafa. Henni er
og um kent, að Jensen-Sonderup varð
að hætta við samgöngumálaráðuneytið.
Hann hafði komist í ónáð hjá henni
og blaði hennar í Álaborg. Sam-
göngumálaráðgjafinn nýji Thomas Lar-
sen, húsmaður, er gamall flokksbróðir
Christensens og vildarvinur gegnum
sætt og súrt. Hann var framsögu-
maður fyrir Christensensstjórnina í
Vetur þegar þingið fjallaði um Albertí-
hneykslið. Við síðustu kosningar féll
hann fyrir Gronborg ritstjóra, gjör-
bótamanni. Hann er annars talinn
dugnaðarmaður.
Verkfalliö í Svíþjóð
gerir hvorki að hrökkva né stökkva,
en þó þykir hafa orðið úr því miklu
minna, en til var stofnað. Allsherjar-
verkfall hefir það ekki orðið, þó að
það hafi staðið til. Uppskeruverkfall
og járnbrauta hefir farist fyrir og
vinna víða byrjuð. Blöð koma út
aftur eins og ekkert hafi í skorist og
sporvagnar ganga víðast hvar. Þó er