Ísafold - 22.09.1909, Side 1
Komui út ýmUt einu sinni eöa tvisvar l
vikn. Ver6 árg. (80 arkir minst) 1 kr., er-
lendis 6 kr. eBa l‘/i dollar; borgist fyrir
miftjan júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD
Uppsögn (sbrifleg) bundin viö dramót, er
ógild nema komln sé til útgefanda fyrir
1. okt. og aaupandi skuldlaus viö blaðiö.
Afgreiðsia: Austurstr«ti 8.
XXXVI. árg.
Reykjavík miðvikudaginn 22. sept. 1009.
62. tölublað
I. O. O. F. 9010x9.
Augnlœkning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 T,jarnarg. 18
Forngripasafn opiö á virkum dögum 11—12
íslandgbanki opinn 10—2 V* og 5 x/s—T.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstðfa frá 8 árd. til
10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 »/* siðdegis
Landakotskirkja. öuðsþj. 9*/a og 6 á helgum
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 */«—12 og 4—5
Landsbankinn 10*/t—2l/». Bankastjórn við 12—1
Landsbókasaín 12—3 og 6—8. Útlán 12—3
Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1
Lækning ók. i læknask. þriðjd. og föstd. 11—12
Náttúrugripasafn opið ll/a—21/* á sunnudögum
Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 3. md. 11—1
Iðnaðarmenn I
Munið eftir að ganga i Sjúkrasjóð iðnaðarmanna
— Sveinn Jónsson gik. —
“'khlf
Heima kl. 6 e. m.
Bóknlöðustíg 10.
Á víð og* dreií.
Norðurheimskautið er sagt fundið.
Og veröldin stendur á öndinni.
Þetta þykir svo óviðjafnanlega dásam-
legt.
Margir fullhugar heimsins hafa lagt
út í óumræðilegar mannraunir, i þeirri
von, að það kynni að geta komið
fyrir, að þeirn auðnaðist að ná heim-
skautinu. Sumir hafa látið smíða
forkunnar vönduð skip til þeirra íerða
með óhemju kostnaði. Aðrir hafa
reynt að fara þessa ferð í loftinu.
Öllum hefir fullhugunum að sjálf-
sögðu verið það ljóst, að þeir legðu
á bak ástvinum sínum heljarbjörg af
áhyggjum með þessum ferðalögum,
rækju þá út i stríða árstrauma af ang-
ist og söknuði og kvíða. Allir hafa
þeir gengið að því vísu, að fyrir hönd-
um væru mestu þrautir; að þeir yrðu
um langan tíma að fara á mis við
þægindi hins síðaða heims; að þeir
mættu eiga von á hungri og kulda
og margvíslegum hrakningum.
En alt þetta hafa þeir á sig lagt,
af þvi að mönnunum þykir svo óvið-
jafnanlega dásamlegt að finna norður-
heimskautið.
Loks kemur maður norðan úr höf-
um, og segist hafa komist á norður-
heimskautið. Sú stórborgin, sem verð-
ur fyrir því láni og þeirri sæmd, að
maðurinn stigi þar fyrst á land, tjald-
ar öllu, sem hún á til, í fagnaðar
skyni. Konungsefni verður fyrstur
til að taka á móti honum í nafni
þjóðarinnar. Konungur heldur hon-
um veizlu. Þjóðin heldur honum
veizlu, sem mörg hundruð manna
sækja. Og fleira er gert manninum
til virðingar og til fagnaðarauka út af
þessum stórtíðindum.
Annar maður kemur, segist líka
hafa fundið norðurheimskautið og
rengir þann, sem hefir orðið fyrri ti
að segja það. Menn láta sig ekki
slíka renging litlu skifta. Út af henni
verður allsherjar-rifrildi um allan heim.
Þetta er svo óviðjafnanlega mikilsvert,
af því að það er svo dásamlegt, að
einhverjum manni auðnist að komast
á þann depil jarðarinnar, sem nefnd-
ur er norðurheimskautið.
Ókunnugir fáfræðingar kynnu nú
að ætla, að þessi staður, sem menn-
irnir þrá svo að komast á, sé einhver
góður staður, — að einhverju leyti
eftirsóknarverður staður, að minsta
kosti. En því fer fjarri. Mönnun
um, sem þangað hafa komið, finst
þetta rnuni vera ömurlegasti staður
inn á allri jörðunni. Þar er ekkert
annað að sjá en einmanalega ísfláka
og endalausa, líflausa auðn. Þegar
mennirnir eru þangað komnir, þr:i
þeir ekkert annað þann svipinn en
að komast þaðan aftur sem allra-fyrst.
Fráleitt ber að hallmæla ásókninni
eftir að komast á þennan stað, frem
ur en öðrum myndum, sem þekking
arþrá mannanna tekur á sig. Og
ekkert skal eg um það dæma, hve
mikill gróði það kunni að verða vís
indunum, að einum eða tveimur mönn
urn hefir tekigt að komast á þessa
ísfláka; eg hefi ekki vit á því. En
Edinborgar-útsalan mikla!
A morgun, og þaO sem eftir er af vikunni, gefum viö Heilsuhaelinu á Vífils-
stöðum 2 */s % af aiiri þeirri upphæð, sem inn kemur fyrir vörur þær sem
seldar veröa fyrir peninga út í hönd á næstk. þremur
dögum í Vefnaðarvðru-, Fataefna-, Járnvðru- og Skódeild.
Hellsuhælið fær þess vegna 2 V, eyrir
af hverri krónu, sem keypt er fyrir.
Vonbrigðin.
m
m
M
1
('íí'U
m
(faií
s
Kaupbætismiðarnir
verða ennfremur gefnir út þessa daga
Kaupandinn vlnnur því tventíeinu:
1. haun fær þá vöru, sem hann þarfnast, með ágætisverði
ásamt þeirri 10% ívilnun, sem Nýlenduvörudeildin gefur;
2. haun styður um leið ágætt fyrirtæki, sem stofnað er til líknar hinum sjúbu.
Bæjarbuar! Ferðamenn!
Litið inn i útsöluna miklu i Edinborg með hennar kostakjörum og
i ♦ -f Eflið Heilsuhælið!
hitt finst mér rixuni vera óhætt að
fullyrða, að mjög mörgum þeirra
manna, sem nú gera sér títt um fund
norðurheimskautsins, mundi verða
ögreitt um svar, ef þeir ættu að gera
grein þess, með hverjum hætti þessi
stórtíðindi geti gert nokkurn rnann
verulega vitrari eða betri eða sælli.
Og vafalaust eru þeir teljandi, sem
hugsa sér, að koma nokkurn tíma
sjálfir á ísfláka heimskautsins, eða sjá
þess nokkurn veg að gera sér í hug-
arlund, að fundur þeirrar lífleysis-
auðnar geti nokkuru sinni gert þeim
nokkurt gagn eða- ógagn, beint eða
óbeint, eða haft nokkur áhrif á líf
þeirra frá nokkurri hlið.
Ura nokkurn tima undanfarinn hafa
aðrir menn verið í nokkurs konar
andlegri landaleit. Þeir hafa verið að
leita að því landi, sem mannkynið
hefir, frá því er sögur fara af því
fyrst og alt fram á þennan dag, haft
meira og minna ljóst eða óljóst hug-
boð um, að allir menn eigi að lenda
í. Þeir hafa verið að leita að land-
inu hinumegin við haf dauðans. Þeir
hafa, með öðrum orðum, verið að
rannsaka, hvort nokkur vitneskja gæti
um það fengist, hvort það land sé til,
og hvernig því sé háttað, ef það sé
til — hvort mennirnir haldi endur-
minningum sínum og helztu eigin-
leikum, þegar þangað er komið, hvort
velfarnan þar standi í nokkuru sam-
bandi við það, hvernig með þetta líf
hefir verið farið, hvort ástvinir úr
þessum heimi finnist þar aftur, og
þar fram eftir götunum.
Ætla mætti, að mannkyninu stæði
ekki með öllu á sama um árangurinn
af þessari landaleit. Óhugsandi virð-
ist, að nokkur annar þekkingarauki
mannanna geti jafnast við þennan, ef
hann er á annað borð fáanlegur. Ó-
hugsandi virðist, að nokkur annar
þekkingarauki geti gert þeim jafn-
mikið gagn, geti aukið jafn-mikið
sanna vizku þeirra, geti tálrnað jafn-
mikið óhamingju þeirra. Gladstone
gamli virðist hafa haft á ómótmælan-
lega réttu að standa, þegar hann rit-
aði þau orð, að þessar rannsóknir
séu »mikilsverðasta verkið, sem menn
eru að vinna í veröldinni — lang-
mikilsverðasta verkið« (»the most im-
portant work which is being done in
the world — by far the most im-
portantc).
Menn hafa komið úr þessari landa-
leit með þau tíðindi, að þeir hafi
fundið landið. Meðal þeirra eru ckki
allfáir af þeim, sem mest vitsmunaorð
hafa á sér með menningarþjóðunum.
Þeir hafa ekki þurft að kveðja ástvini
sína eins og heimskautafararnir. Þeir
hafa ekki þurft að leggja út í hungur
og kulda ishafsins. En þeir hafa oft
orðið að leggja í sölurnar mikið af
dýrmætum tíma sínum, mikið af sál-
arfriði sínum, mikið af áliti sínu og
vinsældum.
Þeir segjast hafa fundið landið. Og
þeir segja það ekki út í bláinn. Þeir
leiða að því svo rambyggileg rök, að
við þeim verður ekki hróflað með
neinni þeirri þekkingu, sem mann-
kynið á nú; engin grein verður, af
skynsamlegu viti, gerð þess, er þeir
hafa frá að skýra, önnur en sú, að
þeir hafi í raun og veru fundið
landið.
En ekkert konungsefni hefir komið
til þess að taka á móti þeim í nafni
neinnar þjóðar. Þeir eru ekki kallaðir
inn í hallir konunganna — nema þá
í laumi. Þjóðirnar halda þeim ekki
veizlu. Þeir verða að beita öllum
sínum vitsmunum og öllu sfnu þreki
til þess að verða ekki ofurliði bornir
af getsökum og brigzlum um svik-
semi og lygar, einfeldni og aulahátt.
Svo hefir þetta gengið lengstum. Og
sú breyting, sem á hefir orðið á sið-
ustu timum — sú breyting, að ýms
merkustu blöð og tímarit stórþjóð-
anna eru farin að ræða málið af viti
og alvöru, og að nú er það ekki
lengur vansæmd með vísindamönnum
að vera við þessar landaleitir riðinn
— er eingöngu að þakka því ofur-
magni þolinmæði og vitsmuna, sem
i leitina hefir verið lagt af nokkurum
af allra-ágætustu mönnum heimsins.
Svo miklu minna hefir mönnum
þótt í það varið að finna landið hinu-
megin við dauðans haf en norður-
heimskautið.
Samt er norðurheimskautið ekkert
atxnað en helfrosnar jökulbreiður, þar
sem engin tegund af lífi getur hald-
ist við, og helminginn af árinu er þar
óslitin vetrarnótt. En af óbrigðulli
vitneskju um hitt landið mundi leggja
það Ijós og þann yl, senx mannkynið
hefir ekki fengið síðan á þeim tim-
unx, er kristindómurinn var i fæðing-
unni. Og á þvi landinu virðast allir
eiga að lifa einhvern tíma, góðir menn
og vondir, voldugir og vesalir, vitrir
og fávísir.
Oft er um það talað, að vegir drottins
séu óskiljanlegir. Stundum eru vegir
mannanna nokkuð undarlegir líka.
E. H.
Það er segin saga, að vonbrigði
geta stundum gert menn svo ergilega
og vonda, að þeir ráða sér ekki fyrir
reiði, vita ekkert hvað þeir segja, en
þeyta úr sér illyrðum og skömmum
ástæðulaust — í því skyni einu að
svala sér um stund.
Ætli Heimastj.blöðunum sé ekki
eitthvað líkt farið um þessar mundir?
Ætli ekki vonbrigðin i sumar, er
öll lögin frá alþingi voru staðfest
muni einhverju valda um núverandi
ástand þeirra.
Þeim, Heimastj.mönnum, datt ekki
í hug, að ráðgjafi myndi fá bannlög-
in staðfest. Þeir vonuðu fastlega, að
fjárlögum yrði neitað staðfestingar.
Þeir gerðu meir en ráð fyrir, að lán-
ið fengist ekki. Og loks hlökkuðu
þeir fram úr hófi til þess að ráðast á
stjórnina fyrir gufuskipasamninginn!
•ífowastjórnarmennirnir bygðu allar
hinar fögru vonir sínar á Hajnarsýöm-
inni!
En alt brást, — brást algerlega.
Bannlögin voru staðfest, þrátt fyrir
megna mótspyrnu úr ýmsum áttum!
Landssjóðslánið fekst, þrátt fyrir alls
konar spádóma og tilraunir héðan, til
þess að fá dönsku bankana til að ganga
frá öllu! Gufuskipamálið var til lykta
leitt svo hagræðislega oss íslendingum,
að á betra verður varla kosið!
Það er því eðlilegt að vonbrigðin séu
mikil hjá mönnum, er virðast meta meir
flokksheill og eigin valdaveg, en gæfu
og gengi landsins og þjóðarinnar.
Öll þjóðin œtti að fagna þvi, hversu
réttmæt árásarefni á stjórnina eru að
þrotum komin. Það ber vott um, að
hyggilega sé að farið. — En hugsjón
»Heimastj.flokksins« virðist sú ein að
lifa og hrærast í sífeldum árásum á
stjórnina, og til þess að geta það,
verður að búa til árásarefnin og halda
úti hneykslisblöðum, er gera það að
venju sinni, svo sem erlendra saur-
blaða er siður, að ráðast á einkahags-
líf manna og skrökva upp sakargift-
um.
Furðan mesta er sú, að menn hafa
ekki eingöngu tekið þessum land-
könnuðum illa fyrir þá sök, að landa-
fundur þeirra væri ótrúlegur, heldur
hefir og veröldinni þótt lítils vert um
málið sjálft, þó að það kynni að veia
á rökum reist. Einn þeirra nxanna,
sem framar öðrum hafa vísað ment-
uðum mannsanda Vesturlanda veginn
á síðara helmingi síðustu aldar, og
verið öllum trúarbrögðum andvígastir,
hefir sagt, að þó að hann vissi, að
hann ætti þess kost að tala við fram-
liðna nxenn hinutnegin við strætið,
mundi hann ekki ómaka sig þangað.
Svo virðist, sem mikill fjöldi manna
hafi verið eitthvað svipað skapi far-
inn.
Látinn
er í Altona á Þýzkalandi Einar
Bessi Baldvinsson, sonur Baldvins Ein-
arssonar, þjóðskörungsins, 78 ára
gamall.
Á barnsaldri dvaldi hann hér á
landi í nokkur ár, en síðan á Þýzka-
landi allan aldur sinn. Var hann
tollheimtumaður í Altona og giftur
danskri konu, er dó fyrir 3 árum.
Einar var á ferð hér á landi í fyrra-
sumar með einkasyni sínum, Baldvini,
og dvöldu þeir feðgar vikutíma hér í
Rvík hjá Páli borgarstjóra frænda sín-
um.
»Sæmdarmaður í hvivetna« segja
þeir er hann þektu.
Maunskaði í Arnarfirði.
I»rír menn drukna.
Bát hvolfdi 7. þ. m. fram undan
Hellu í Arnarfirði í snörpum mis-
vindis-svip af útsuðri, með fjórum
mönnum á. Þrir druknuðu: Gttí-
bjartur Sigurðsson frá Austmannsdal,
Guðbjartur Markússon og Guðmundur
EliassoU' báðir frá Skeiði í Selárdal.
Þeir voru ungir menn allir og
ókvæntir. Fjórða varð bjargað af Kjöl.
Skipsbruninn á Seyðisíirði.
Skipið, er brann þar á höfninni
aðfaranótt 14. þ. mán. hét Eva og
var frá Espevær í Noregi. Vél var
í skútunni. Hún var 38 smálestir,
úr tré, 4 ára gömul.
Veðrátta
vikuna fr& 12. til 18. sept. 1909.
Strand.
Vélarskútan Henny, eign Gisla
Hjálmarssonar kaupm. í Norðfirði
strandaði 14. þ. mán. skamt frá Höfn
í Borgarfírði. Verður seld innan
skamms.
Ev. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh.
Sunnd. 7,0 6,9 6,2 7,8 5,5 9,6 9,0
Mánud. 8,9 9,2 6,1 7,6 6,2 6,2 73
f»riðjd. 5,6 7,2 6,1 73 6,1 9,8 10,5
Miðvd. 8.0 5,6 7,0 7,9 5,6 5,8 8,7
Fimtd. 7,0 1,2 7.4 9,1 7,8 11,8 10,8
Föstd. 6,0 1,5 1.6 5,0 1,6 1,8 10,7
Laugd. 5,0 5,2 0.2 5,1 2,7 5.5 12/0
Ev. = Eeykjavík; íf. = t.afjörSur;
Bl. = Blönduós; Ak. = Akureyti;
Gr. = Grimaataöir; Sf. = Seyöisfjöröur ;
Þh. = Þórshöfn i Fœreyjum.
Heyskapur á Austurlandi
sagður með bezta móti í bréfi 15.
þ. m. frá Seyðisfirði. Tíðin ágæt.
F j á r v e r ð óákveðið enn, en útlitið
gott.
Kartöflurækt
hafa Ungmennafélögin hér í bæn-
um fengist við í melnum út við
Skíðabrautina og lánast mæta vel.
Hafa fengist margar kartöflur er stóðu
mörk og meira en það (ein reyndist
56 kvint að þyngd).