Ísafold - 22.09.1909, Page 2

Ísafold - 22.09.1909, Page 2
246 ISAFOLD Bimaðarhættir á Hjaltlandi og Orkneyjnm. Samrœða við Einar Helgason. Vér höfum hitt að máli Einar garð- yrkjufræðing Helgason. Hann lætur hið besta yfir utanför sinni. Einkum taldi hann sér mikið gagn að verunni á Hjaltlandi og í Orkneyjum. Eyjarn- ar eru fjallendar, en fjöllin mikið lægri en hér á landi. Þar er eyja- loftslag, rigninga- og stormasamt og eins og hér engir skógar. Trjdrœkt má heita engin, nema í görðum allmörgum; en trjánum veit- ist erfitt að vaxa upp yfir skjólgarð- ana. Enskur auðmaður einn byrjaði fyrir rúmu ári síðan á skógrækt á Hjaltlandi. Hann á þar stórabújörð; er það góð byrjun og gengur mæta- vel enn, hvað sem seinna verður. Garðrœkt er almennari í Leirvik en í Reykjavík; blómræktin er fjölskrúð- ugri og matjurtaræktin margbreyttari og meiri. Bændur rækta mikið af kartöflum og rófum og kályrkju hafa þeir mikla, rækta ýmiskonar höfuðkál og gefa það kúm. Það sprettur vel og þykir betra til mjólkur en fóður- rófur, en geymist ver og verður því að eyða því o: gefa það alveg upp fyrri hluta vetrar; vaxtartími þess er nærri tvö sumur. Kornyrkja er fremur lítil á Hjaltlandi; hafra rækta þó flestir, sumir mikið, En þeir verða ekki fullþroskaðir, fyr en í septembermánaðarlok og nú í haust enn þá seinna vegna óhagstæðr- ar sumarveðráttu. Hafrarnir eru mest- megnis notaðir til skepnufóðurs; þeir þykja ekki eins góðir til manneldis sem útlendir hafrar. Bygg rækta menn, en rúgur er þar hvergi rækt- aður. Grasraktin er litil. En það sem að henni er gert byggist á grasfræ- sáningu og sáðskifti. Sláttur byrjaði í sumar 20 ágúst; var það viku seinna en venjulegt er. Þrátt fyrir votviðra- samt tíðarfar er lítið sem ekkert um súrheysgerð og þó margt og mikið sé oft um það rætt og ritað, verður þó ekki úr framkvæmdum. Orsökin til þess er talin sú, að í flestum ár- um rnegi þurka heyið, þótt það að vísu hrekjist oft meira og minna, en súrheysgerð sé svo varið að ekki sé eigandi við hana nema menn séu henni verklega vanir og geri súrhey árlega. Sauðjjárrækt er mikil á Hjaltlandi. Innlenda féð er lítið, heldur minna en íslenzkt fé, en það er harðgert beitarfé og er sá kostur metinn svo mikils, að kyninu er haldið hreinu og kostgæfilega einræktað. Frálagsfénaði eða dilkum til frálags er svo komið upp með kynblöndun undan innlend- um beitarám og útlendum hrútum af vænna og betra afurðakyni. Þessir kynblendingar verða talsvert vænni en innlenda féð; munurinn er talinn svo mikill að ef 7—8 shillings (kr. 6,30 — 7,20) fæst fyrir dilk af innlendu .kyni, þá eigi að fást 10 shillings fyr- ir kynblendingadilkana. Stundum er verð á dilkum miklu meira en þetta og vex þá verðmunurinn að sama skapi, svo að munað getur 5—6 shillings. Nautpeningsrækt er allmikil. Kýr af innlendu kyni eru smáar vexti, eru því þurftarminni en kýr af út- lendu kyni, en þykja gera gott gagn. Smærri bændur hafa venjulega inn- lendar kýr. Hrossin eru minni en íslenzku hross- in, lifa aðallega á útigangi, koma aldrei í hús, en er gefið á gadd ef þess gerist þörf. Þau eru seld út úr landinu, í kolanámur flest, en sum auðmönnum, er hafa þau sér til gam- ans og gefa vel fyrir. Einar telur sér mikið gagn að ferða- lagi sinu. Svo margt nýstárlegt bar fyrir augun. Einkum telur hann margt af því er hann sá og athugaði í gróðurrækt á eyjunum munu verða gagnlegt gróðurræktarstarfsemi þeirri, en hann fæst við hér í Rvík. „Prívatsekretærr. Lögrétta flutti einu sinni í sumar simjregn!! um það frá Höfn, að ráð- gjafi kallaði þá Björn alþm. Kristjáns- son og Svein yfirréttarmálaflutnings- mann Björnsson »privatsekretæra« sína. Svo er þetta til komið, að veitinga- hús þjónn! einn á að hafa sagt stúdent einum í Höfn að ráðgjafi vœri farinn út í Fredensborg og Sveinn — (ekki Björn) með honum »sem privatsek- retær«i. Alt er þetta ein endileysa. Ráðgjafinn hefir ekki stigið sínum fæti í Fredensborg í sumar — aldrei nefnt hvorki Svein né neinn annan »privatsekretær« sinn. Öll er Gróu- sagan þessi ósannindi frá upphafi til enda. Maður veit ekki að hverju maður á mest að brosa — Jóni Sveinbjörns- son? sem er að sírna þessa ómerkilegu Gróusögu heim til Fróns eða veslings blöðunum, sem eru að klifa á svo þunnu og nauðaómerku góðgæti, er ekki reynist annað á endanum, en tóm ósannindi. Rey kj a vlkurto r auð er að 1 o s n a aftur, þ. e. a n n a ð prestsembætti þar, fyrir uppgjöf síra Haraldar Níelssonar, er embættið var veitt í vor eftir kosningu safnaðarins og þjónað hefir því siðan. Uppgjöf- inni veldur illkynjuð hálsveiki, er hann hefir kent öðru hvoru frá ungum aldri, en hefir nú ágerst það, er hann fór að reyna þetta mikið á kverkarnar, með messugerð á hverjum helgum degi og mörgum tækifærisræðum að auki, að læknir hans'(G. B. landlæknir) telur honum alveg ókleift og frágangssök að halda því starfi áfram og hefir hann því eindregið ráðið honum til þess að sækja tajarlaust nm lausn. Það mun vera í ráði, að maður verði settur til að þjóna prestsembætt- inu til næstu fardaga, en ný kosning fari fram einhvern tíma á því tíma- bili. Heiðursgj afir úr styrktarsjóði Kristjáns konungs niunda hefir stjórnin veitt þ. á. bænd- unum Böðvari Sigurðssyni í Vesturtungu (Leirársveit) og Magnúsi Gíslasyni á Frostastöðum, 140 kr. hverjum, fyrir framúrskarandi dugnað í búnaði, ó- venjumiklar jarðabætur og húsa m. m. B ö ð v a r hefir á 29 búskaparárum sléttað 15 dagsláttur í túni, gert 1845 faðma vörzluskurði og 130 faðma veituskurði, ræktað 510 ferfaðma sáð- reiti, gert 445 fðm. upphleyptan veg yfir um túnið og fram með því og 1130 fðm. gaddavírsgirðingu með 2 feta garðhleðslu undir á 400 fðm. kafla. Heyhlöður hefir hann gert tvær, aðra við fjós 21X10 álna með stein- límdum vegg, en hitt fjárhúshlöðu 16X8 álna. M a g n ú s hefir á að eins s j ö bú- skaparárum bætt svo eignarjarðir sín- ar og ábúðar, Frostastaði og Yztu- grund, sem hér segir meðal annars: sléttað í þúfum 4135 ferfaðma, plægt og herfað 8 dagsláttur, gert 342ofðm. langa gaddavírsgirðing, grafið 552 fðm. langa vörzluskurði og I3i4fðm. veitu- skurði, hlaðið 218 fðm. flóðgarða og 381 fðm. stíflugarða — þeir kostuðu 900 kr., enda græddist á því 400— 500 hesta engi. Akbraut hefir hann lagt milli Frostastaða og Yztu-Grund- ar 400 fðm., og 500 fðm. langa göngu- brú á engjar, sem styttir engjaveginn um þriðjung og keypt sér amerískan vagn, fjórhjólaðan, sem tekur ofan af 20—30 hestum; ennfremur vatnsdælu, forardælu og áburðardreifi. Meðal húsa- bóta er fyrst að nefna 20XJ4 álna íbúðarhús tvílofta og eru 4V2 álnir undir loft niðri, en 3^/2 uppi. Enn fremur 1000 hesta heyhlöður (6), 16 kúa fjós og 80 hrossa hesthús. Magn- ús er orðlagður í sínu héraði fyrir at- orkusemi í verklegum framkvæmdum og búhyggindi. S e x t á n bændur víðs vegar um land höfðu sótt um heiðursgjafir úr sjóðnum í þetta sinn. Bréfkafli um áfengisbannið. Vin minn við Eyjafjörð, þann er ritaði mér svo ítarlega um áfengis- bannið með Flóru síðast, bið eg vel- virðingar á því, að eg birti hér kafla úr bréfi hans. — Við tækifæri langar mig til að gera ofurlitla athugasemd við það atriði bréfsins, sem hann tel- ur aðal-mótbáru gegn bannlögunum. iX. Jóhannsson. — Bannlögin vekja allmikið athygli. Meira talað um þau manna í milli, en önnur lög síðasta þings. Enda allmikið og fáheyrt nýmæli í þeim fólgið. Og allmisjafnir eru dómarnir, eins og títt er um nýungar. Það er eins og mönnum finnist málinu kom- ið lengra áleiðis, en við var búist, — jafnvel lengra en þeir hugðu, er því hafa fylgt hvað fastast; eins og eitt- hvað óvænt 4iafi skeð. Við erum ekki vanir því, Islending- ar, að flana að framkvæmdunum. Hitt er tíðara, að stórmálin okkar séu sein á sér og lengi í burðarliðnum. Óskir þjóðarinnar eru óvanar því, að vera orðnar að lögum áður en þær eru ársgamlar. Þess vegna er það svo eðlilegt, að mikið sé um bannlögin hugsað og talað. Og þess \egna mætti ef til vill líka telja það eðlilegt, að auðveldara veiti að vekja óhug og mótspyrnu gegn þeim, en öðrum lögum. Auðvitað er pað þó ekki réttmæt ástæða gegn lögunum. Þvert á móti ætti það að gleðja þjóðina, að sjá vilja sínn þannig tekinn til greina,— þann vilja, sem kom í ljós í þessu máli 10. septbr. í fyrra. Það ætti að vekja hjá henni metnað og auka á- byrgðartilfinning hennar. Það ætti að vera henni öflug hvöt til að »rasa ekki fyrir ráð fram« og vanda sem bezt afskifti sín af máiunum, er hún sér, að það sem ofan á verður hjá henni, verður að lögum í þinginu. Um það má auðvitað deila, hvort hinn sanni pjóðarvilji sé sá, er í ljós kom í fyrra i þessu máli. A það eru nú bornar brigður. En um það má ávalt þrátta, hvernig svo sem í garð- inn væri búið. Þeir hafa að vísu nokkuð til síns máls, sem segja að undirbúningurinn hafi verið einhliða, — ekkert unnið að atkvæðagreiðslunni nema af hálfu bindindismanna. En það mun þó engum dyljast, hvers vegna svo var. Eg hygg að flestöllum hugsandi mönn- um í landinu hafi þótt bindindisstarf- semin góð, — hafi þótt vænt um hvað eina er á vanst til að hefta á- fengisnautnina. Því að í raun og veru stendur öllum stuggur af henni, þótt ekki játi það nema sumir. Þess vegna mundu fáir nýtir menn hafa orðið til að vinna að málinu jrá hinni hliðinni. Það mundi hafa þótt Ijót og ópörj iðja, og fáir kosið að vera við hana kendir — opinberlega. Og sama er enn, þar sem eg þekki til. Mót- spyrnan gegn áfengis-útrýmingunni þykir Ijót. Jafnvel sumir þeirra, er helzt ympruðu á andmælum í fyrra, hafa horfið frá því ráði, af því að þeim þykir ófagur undirróðurinn gegn lögunum. Sumstaðar bólar á því, að með bannlögunum þyki hafa verið farið of langt. Stökkið sé of stóít. Lögin of ströng. Þjóðin hafi ekki ætlast til, að svo vægðarlaust væri tekið í taum- ana — alt í einu. Spurningin, sem lögð var fyrir þjóðina í auglýsingu landstjórnarinnar í fyrra, var skýr og ótvíræð: »hvort lögleiða skuli bann gegn aðjlutningi á- jengra drykkja.« Um þetta var spurt, og annað ekki. Þjóðin játaði, — mikill meiri hluti þeirra, er málið létu til sín taka. Hvað átti þingið að gera ? — Hvern- ig mundi því hafa verið tekið, ef neit- að hefði verið um bannlög — þau feld? Aðjlutningsbann varð að geja. Ann- ars var vilji þjóðarinnar vettugi virtur. Hitt er í sjálfu sér auka-atriði, hvernig um bannið er búið. Nægur tími til að breyta lögunum og bæta þau, ef áfátt þykir vera. En varhugavert gæti það orðið, að slaka mikið á. Annaðhvort verður að vera: bann eða ekki bann. Hálfgild- ings-bann, sem fara mætti kringum alla vega og kaupa sig undan með vægum sektum, — af því mundi rísa sífelt lögbrotaþref, þjóðin þreytast á því og heimta það hafið von bráðar. En einmitt hér sjá óvinir bannsins fisk undir steini, og verður að gjalda varhug við. — Þeir vita hvert stefnir, ef vægt er á lögunum. Mér skilst, að nauðsynlegt sé, að bannlögin skapi beyg, líkt og hegn- ingarlögin gera. Að því er mér er kunnugt, kveður mest að einni mótbáru gegn bann- lögunum — hér í sveit, að minsta kosti. Hér er fremur lítið um vínkaup, og svo hefir verið allmörg árin síð- ustu. Sjaldgæft að menn drekki sig kenda, — nema í kaupstaðarferðum, og margir hættir því líka við þau tækifæri. Fjórir — fimm menn drykk- feldir, af öllum sveitarbúum. Margir hugsa því á þá leið, að pjóðinni (þ. e. gjaldendum) sé það vinningur, að hafa áfengi í landinu. Þess neyti ekki til muna aðrir en efnamenn, höfð- ingjar og embættismenn, og svo út- lendingar er hingað koma. Og þess- um mönnum sé það sízt meinandi. Rétt að lofa þeim að borga í lands- sjóðinn. Þeir séu ekki of góðir til þess. Og það sem útlendingar greiði hér í toll, eða landssjóðstekjur af á- fengisnautn þeirra hér,— það sé sama sem fundið fé. Áfengistollurinn stór tekjuliður og ilt að missa hann, og meginhluta þess fjár hyggja menn greiddan af innlendum höfðmgjalýð og útlendingum. Þetta sé því eina gjaldið, sem alþýðan komist tiltölu- lega létt undan. Þessi hlið málsins finst bændum blasa beinast við og vera þeim auð- skildust. Og það hygg eg, að þetta eina atriði sé þyngra á metunum hjá þeim, en öll hin önnur samanlögð, þau er teflt hefir verið fram gegn bannlögunum. Fjárhagshliðin er jafn- an einna viðkvæmust, sem ekki er að lá. Auðvitað hafa verið færð rök móti þessu, — rök, sem mér finnast góð og gild. En hæpið að alþýðan hafi enn tileinkað sér þau eða fært sér í nyt sem skyldi. Eg trúi ekki öðru, en að stórmikill meiri hluti hennar vilji losna við áfengið með öllu. En hún er kröfufrek á röksemdir, eink- um að því er fjárhagshliðina snert- ir.------- Gufuskipið Sterling fór til útlanda í gær. Parþsgar 40. Meðal þeirra: kaup- mennirnir Björn Sigurðsson, Helgi Zoega, Tkaulow, Tang með frá og Knud Philip- sen, Popp lyfsali úr Stykkishólmi, Sigurður Lýðsson ritstjóri, Stefán Magnússon prent- ari, Jónas Magnússon bókbindari, Vilhelm Bernhöft bakari, Jón Bach málari, Ásgeir Asgeirsson (Sig. konsúls), frúrnar: Ingi- björg Bjarnason (konsúls á ísafiiði) og Isafold Haakonsen, ungfrúrnar: Guðrún Zoega, Sigríður Sigurðsson (frá Búðardal), Hendil, Ellen Christensen, Anna Guðmnnds- dóttir (Jakobssonar trésmiðs), Helga Helga- dóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Anna Magnúsdóttir, Emilia Pálsdóttir, Bannveig Hallgrlmsdóttir og Anna Vigfúsdóttir. Til V esturheims fóru : Skafti Brynjólfsson og frú og Sveinn Arnason bóndiúr Reykholts- dal. Til Grimsby: Kristinn Guðmundsson með fjölskyldu. Gufuskipið Vesta fór í gær til út- landa. Meðal farþega: Guðmundur Böðv- arsson kaupmaður, frú Rita Oddgeirsson, 8 vesturfarar og nokkrir Englendingar. Gufuskipið Skálholt fór vestur um land á mánudag með strjáling farþega. Trolle kapteinn, sem mörgum íslendingum mun kunnur frá ferðum hans hér við land 1874 og oftar, kom með Sterling um daginn og íór aftur í gær. Hann kom hingað til þess að hjálpa stjórninni með undirbúning á fram- kvajmdum samábyrgðarlaganna frá síð- asta þingi. Herra Trolle býst við að setjast að hér á landi, áður langt líður. Hann er faðir Aljreds Trolle, sjó- liðsforingja þess, er fór með Myliusi Erichsen í Grænlandsförina og gerðist foringi hennar, er Myliusar misti við. Bruni á Isaflrði. Þann 13. þ- tnán. brann bræðslu- hús Leonhards Tang& Son verzlunar. Ókunnugt um upptök eldsins. Vátrygt. Bátiumenska! »Aðalsorpritari Islands« kvað íjmál- gagni sinu seinast hafa um það mörg orð, að hann vilji ekki láta hneppa »ráðherrabarnið«: ritstj. ísafoldar í nokkurra vikna fangelsi og muni því eigi ómaka dómstólana út af grein- inni i næstsíðustu ísafoldl Hann hefir lengi hlífinn verið ridd- arinn sá!! Nei, herra Dánumaður! Ekki Iigg- ur þar fiskur undir steini, heldur mun herra lagaskólastjórinn eigi treystast til að losa sig undan áburði þeim, sem vér leyfum oss að endurtaka í dag, að hann sé aðalsorpritari Islands og saurblaðamaður. Forstjóri einnar æðri mentastofn- unar íslands og versti sorpritari lands- ins, ein og sama persóna! — Fagurt afspurnar! —• Er ekki svo, herra Dánumaður o. s. frv. ? Aeykjav ikur anrsáU. Bæjarstjórnarfundur 16. sept.: Barnaslióli Ásgr. Magnússonar. Sam- þykt að börn úr þeim skóla, á skólaskyld- um aldri, skuli njóta jafnréttis við börn i barnaskóla bæjarins í snndkenslu, ókeypis bað í baðhúsi Reykjavikur og afnotum leik- fimishúss barnaskólans til leikfimiskenslu undir nmsjón skólastjóra, þó svo, að ekbi komi i bága við afnot barnaskóla bæjarins af húsinu, — alt að því áskildu, að skól- inn fái löggildingu stjórnarráðsins. Brunabótavirðingar samþyktar :. á húsi Brillouin konsúls í Eélagstúni kr. 37476 - — H. Hafsteins bankastjóra við Tjarnargötu...— 20570 - — Jóns Lúðvigssonar við Lind argötu...— 3263 - — Katólska trúboðsins í Landa- koti....— 29372 - — Sigurjóns Signrðssonar Læk- jargötu 10 B ..... . — 3896 - — Stgr. Guðmund8sonar við Eríkirkjuveg..— 59603 - — Völundar, við Laugaveg 17 — 27791 Erfðafestumál. Guðna Þorsteinssyni steinsmið veittar 3 dagsláttur til garðrækt- ar, er lokið sé að 6 árum liðnum. — Páli skólastjóra Halldórssyni veittar 8 dagsláttur til grasræktunar i Kringlumýri; sömuleiðis með 6 ára ræktunarfresti. Fátœkramál: Samúel Ólafsson söðla- smiður ieystur frá fátækrafulltrúastarfi eftir ósk hans, og í hans stað skipaður Ámundi kaupm. Árnason. Steinolíufélagið. Samþykt sð selja fé- iaginu lóð vestan til á Melunum 25X28 ál. á 50 aura feralin hverja, undir steinoliu- geymsluhús. Vatnsveitan. Borgarstjóri skýrði frá, að 2 menn hefðu verið skipaðir til að rann- saka vatnsveituskurÖina. Yfirsetukonustyrkur. ' Sesselju Ólafs- dóttur yfirsetukonu synjað um 100 kr. styrk fiá 1. okt. 1909 til jafnlengdar 1910. Fasteignaafsai: Þinglýsingar frá 16. þ. mán. Guðmundur Asbjörnsson trésmiður í Njáls- götu 30 A fær uppboðsafsal fyrir lóð vest- an Vitastigs og sunnan Njálsgötu, næst fyrir neðan húseignina nr. 18 við Vitastíg og fylgdi áður þeirri eign, fyrir 300 kr. Dags. 11. sept. Jóhann kaupm. Jóhannesson fær uppboðs- afsal fyrir ióð austan við húsið nr. 7 við Hverfisgötu fyrir 2225 kr. Dags. 10. sept. Sigurðnr Jónsson selur trésmið Hjálmari Þorsteinssyni byggingarlóð austan við Frakkastig, hina syðstu, sem útmæld hefir verið, 723 ferálnir, fyrir 1800 kr. Dags. 12. júni. Hjúskapur. Gunnar Gunnarsson frá Vík i Mýrdai og ym. Guðný Jóhannesdóttir s. st. 11. sept. Bímarnir. Borgarnessíminn, frá Grund út i Borgarnes, var fullger og tekið til að nota hann sunnudag 19. f. mán., og Akranessiminn, frá Kalastaðakoti út á Skipaskaga, daginn eftir. Druknun. Tveir menn druknuðu á Pollinum á Akureyri þ. 7. sept., Eiríkur Hall- dórsson frá Veigastöðum og Jóhann Þórarinsson frá Dálkstöðum. Báðir á bezta aldri. Kvöldskóli nýr heíur göngu sína hér í bæ í haust. Forgöngumaður er Asgrímur Magnússon kennari. Hann hefir sent oss skýrslu um kenslukrafta og reglugjörð skólans. Skólinn er ætl- aður ungu fólki frá 14 ára aldri. Kenslugreinar verða tungumál, sagn- fræði, náttúrufræði, reikningur o. s. frv. Kenslukraftar mjög góðir, t, d. dr. Helgi Péturss, Jón sagnfræðingur, Helgi Jónsson grasafræðingur, Guð-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.