Ísafold - 14.10.1909, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.10.1909, Blaðsíða 3
I8AF0LD 267 Yiðskiftaráðunauturinn islenzki i Kristjaníu. Miklar fagnaðarviðtökur. Eitt helzta blaðið í Kristjaníu, Dagbladet, aðalmálgagn stjórnarinnar norsku, sem nii er við völd, segir svo írá 2. þ. m.: Bænda-ungmennaíélagið hafði boðið í gærkveldi alþingismanni B j a r n a J ó n s s y n i upp á að flytja fyrir sér erindi um islenzkar listir og lands- stjórnarhagi. Það var húsfyllir t hinum mikla fundarsal í Möllerg. 20 og mannfjöld- inn var í þeim fjörmiklum, ósjálfráð- um samúðarham, að það hefir ekki dulist alþingismanninum, sem bauð af sér bezta þokka, hve velkominn hann var svo sem íslenzkur erindreki og hve hjartfólgið oss er landið hans og málefni þess. Glymjandi fagnaðarlæti kváðu við er hann steig í stólinn. Hann mintist fyrst á listina íslenzku, er ætti sér djúpar rætur, sem rekja mætti alla leið framan úr fornöld og hefði aldrei slitnað að fullu, enda virtist hún ætla að fara að blómgast á nýjan leik, að .vísu enn í æsku, þrátt fyrir langan æfiferii, og eigandi við að striða ýmsa frumbýlings-örðugleika. Hér í blaðinu hefir einmitt staðið nýlega ítarleg lýsing á listinni íslenzku. Og lesendur vorir munu gera eins og áheyrendur hans gerðu í gær: taka af miklum hlýleik undir áskorun hans um að vinna að veigameiri áhrifum íslenzkrar og norskrar skáldmentar og annarra lista hvorra á aðra. Stjórnmálastefnan og listin íslenzka eru tvíburar, — stórskáld landsins hafa alla tíma verið hinir beztu og örugg- ustu forvígismenn islenzks þjóðernis. Tvíburar þeir vinna og saman i stjórn- málaleiðangri þeim, er nú er róinn, og bera jafnhliða fram þjóðernistil- finning landsbúa. Fari svo, mælti Bjarni Jónsson í gær, að vér berum lægra hlut í þjóð- frelsisbaráttu vorri, og eigi að kæfa niður þjóðernistilfinning vora, þá höf- um vér ekkert til að halda oss uppi og veita oss stuðning í vorri hörðu lífsbaráttu á vorri fátæku harðbalaey, er vér unnum svo heitt. Þá eigum vér ekki annað eftir en að d e y j a. Deyja sem þjóð, tunga vor og ljóð, þau deyja þá vesölum dauða örvasa manns. En íslendingar, sem vita, hvað þjóð- erni þeirra hefir miðlað öðrum nor- rænum þjóðum og hvers virði það er, þeir gera sér visa von um, að þær kannist við það og votta þeim þakk- ir fyrir. Þeir treysta mannúð og frjálslyndi'dönsku þjóðarinnar, og gera sér vísa von um stuðning Danmerkur, Norvegs og Svíþjóðar í sjálfstæðis- baráttu þeirra. Þeim er líka óhætt að treysta því. Sá hinn mikli rómur, er gerður var í gær að máli Bjarna Jónssonar, og samúðin við þjóðina íslenzku, sem þar ómaði við, — það mun enduróma hvarvetna þar, er ríkir stjórnlegt og andlegt frjálslyndi, — ekki sízt í Dan- mörku. Mannsöfnuðurinn stóð upp og söng: Yderst mod Norden lyser en 0 0. s. frv. (Það er hið alkunna fagra kvæði nm ís- land eftir Norðmanninn Andreas Munch, er ÍBlenzkað hefir Matt. Jochumsson og þetta er upphaf að hjá honuru : Lýsir af eyju við ísþokuslóð úti við Dumbshafið kalda). Meðan sungið var, blasti við skugga- mynd af Islandi á fundarsals-veggn- um. Bjarni Jónsson tók til máls vikn- andi og hét að flytja kveðju þessa og samúðaratlot með sér heim til þjóð- arinnar íslenzku. Lifa mun það, fjórða norræna landið, borið á örmum hinna frænd- þjóðanna þriggja, örmum þakklætis, aðdáunar og ástar, óspjallaðasta og skilfengnasta landið þeirra allra, land- ið, sem berst þeirra harðfengilegast og kveður veglátlegast, — lifa mun það í krafti trúar sinnar, vonar sinn- ar og þjóðernisstyrkleika, lifa í krafti norrænnar kynfestu, og mun ókom- in æfi þess verða auðug af ljóðum og afreksverkum. Þannig lagaðan hugaryl hefir það kveikt vor á meðal, er Bjarni Jóns- son hefir kunnað frá að segja af eynni norður þar. Þessi er hin ósjálfráða samúð, er máThans hefir vakið hvar- vetna í þessum bæ. Islenzkir hestar til Noregs. í Noregi er tollur á innflutningi ís- lenzkra hesta, 50 kr. fyrir hvern hest. Eitt af stórblöðum Norðmanna, Dag- bladet, tók að berjast fyrir því í fyrra, að tollurinn yrði lækkaður, eða helzt afnuminn. Nú er svo langt komið, eftir því sem Dagbladet þ. 1. okt. segir, að landbún- aðarráðuneytið norska kvað hafa stung- ið upp á því að færa tollinn niður um helming, niður f 25 kr. fyrir hvern hest. Dagbladet lofar íslenzku hestana á hvert reipi og telur þá munu geta unn- ið smábændum norskum, sem ekki hafa efni á að kaupa sér stóra hesta, feiki- mikið gagn. Dagbladet stingur upp á því, að kaupunum verði hagað eins og Danir geri: mynduð hesta-kaúpfélög og sendir rnenn til íslands á hverju vori hil þess að kaupa hesta í stórkaupum. Væntanlega verður tolllækkunin sam- þykt og má því búast við því, að Norð- menn þegar á næsta vori fari að keppa við Dani á hestamarkaði vorum. Gasstöðin. Undanfarnar vikur hafa gaspípur verið lagðar um allan miðbæinn. Nú er byrjað á austurbænum. En ekki verður búið aðleggja pípur um all- an bæinn fyrr en í desember einhvern- tíma, og sjálfri gasstöðinni verður ekki lokið fyr en kemur fram á næsta ár, eitthvað, hve langt, er ekki unt að segja að svo stöddu. Það kemur mjög undir tíðarfarinu. Gufuskipið Steriing kom aðfaranótt hins 12. þ. m. tveim dögum nndan áætlun Farþegar: Ungfrú Þuríður Jóhanns- dóttir (dómkirkjuprests), Helgi Zoega kaupm., Þorgrímur Kristjánsson stud. jur., o. fl. Væn jarðepli. ísafold gat um daginn um jarðepli frá skíðabrautinni, er var 56 kvint að þyngd. Nú höfum vér haft fregnir af enn þá vænni jarðeplum. Hinrik í Grænuborg hefir fengið eitt, er stóð 72 kvint, og Einar garðyrkjufr. Helga- son í Gróðrarstöðinni jarðepli, er var ý/ kvint. Býður nokkur betur? Valurinn er kominn hingað nýlega frá Vest- fjörðum. Hefir verið á sveimi þar fram af fjörðunum rúman hálfan mán- uð. Botnvörpunga sá hann fáa, enda verið mjög ilt í sjó og þeim því ó kleift að vera að veiðunj. Mynd af Cook bjó Einar Jónsson listamaður til, skömmu áður en hann fór frá Höfn, andlitsmynd í eir. Reykjavíkurbrauðið, þ. e. a n n a ð prestsembætti þar, er nú auglýst laust frá næstu fardög- um. Umsóknarfrestur tií 15. des. Um hinn fráfarandi prest, síra H a r- a 1 d N í e 1 s s o n , m. m., segist biskupi svo frá í málgagni hans, N. Kbl., 1» þ. m.: Reykjavíkursöfnuður sýndi eigi sér- staklega mikinn áhuga við prestkosn- inguna síðast, þó að mjög vel skæri úr með kosningu síra Haralds. En enn miklu betur skar úr með kirkju- sókn til hans, full kirkja sem á há- tiðum, útreiðardagana, alt sumarið. Fastur og tryggur söfnuður var að skipast um hann, og stórsaknar hans mikill meiri hluti safnaðarins. Píslarvætti afeogisins. Blaðið Ingólfur, málgagn þeirra manna, sem halda vilja áfenginu í land- inu, þrátt fyrir alt bölið og ógæfuna, sem allir vita, að af því flýtur, er farið að segja mönnum smásögur, sem eiga að sannfæra menn um, hve óviturlegt sé atferli þeirra manna, sem vilja gera áfengið landrækt. — Eg mætti þá máske líka segja nokkr- ar smásögur endrum og sinnum, sem sýna, hver er og verður afleiðingin af því, að áfengið á griðastað hér á landi. Miðvikudaginn 29. f. m. voru jörð- uð þrjú lík hér í bænum ; tvö ung- börn áttu að fara og fóru í sömu gröfina. Attu báðar líkfylgdirnar að koma á líkum tíma í kirkjugarðinn. Sú líkfylgdin, sem fyr kom, fór inn í líkhúsið og beið þar hinnar. Þegar hún var nýkomin þar inn, ruddist inn á hana óvörum útúrfullur maður með gauragangi og venjuleg- um drykkjumannalátum. Hann var nýkominn af sjónum og var að njóta frelsisins og hressa sig eftir sumarvertíðina! Eftir nokkrar stympingar komu lík- mennirnir honum á dyr, og ráku þeir hann alla leið út úr kirkjugarðinum; labbaði hann þá norður götu og virt- ist ætla niður í bæ. Skammri stundu seinna kom lík- fylgdin með hitt barnið, og var þá gengið með bæði likin vestur í kirkju- garðinn út að gröfinni. Mannaum- ingi þessi lá þá á Nýja-túninu, rétt fyrir vestan garðinn. Þegar hann í gegnum ölæðisþok- una sá mannfjöldann við gröfina, fór hann að brölta á fætur; komst hann eftir nokkrar atrennur yfir garðinn eða girðinguna og dikaði að gröfinni, lík- astur vitstola skepnu, með hávaða og ólátum. Karlmenn, sem við voru, vildu fyrst reyna til með góðu að koma honum brott, svo halda mætti greftruninni á- fram hindrunarlaust. En ekki varð að lokum við hann ráðið með öðru móti en því, að binda hann og gæta hans þangað til allar jarðarfarirnar voru um garð gengnar. Var svo sent eftir lögregluþjóni og kom hann innan skamms og fór með þennan drukkna vesaling í varðhald. Þessum ósköpum lauk með því, að hann var dæmdur í 120 króna sekt eða 6 daga fangelsi við vatn og brauð; og tekur hann bráðum þá hegningu út í tukthúsinu. Þess má enn geta, að á ölæðis- ófögnuðinn í kirkjugarðinum horfði útlend kona, nýkomin hingað frá einni fjölmennustu og mestu siðmenningar- þjóð Norðurálfunnar. Bannlagaóvinir geta því glaðst yfir því, að enn geta útlendingar séð, að ekki eru allardís- ir dauðar á íslandi hvað siðmenning- una snertir! og að skrælingjaháttur bannlagamanna og bindindismanna er ekki búinn að loka munnholunni á öllum! Þriðjudaginn 28. f. m. kom eitt fiskiskipið inn á höfnina úr síðustu ferðinni i sumar, eins og fleiri. Einn af hásetunum — eins og líklega fleiri — er búsettur maður hér í bænum og á konu og börn; hann er eigna- laus bláfátækur maður; er skamt síð- an heimilið varð fyrir þungum raun- um og hann fyrir slysi af drykkju- skaparvöldum. Hann kom brátt á land, og varð honum það fyrst fyrir að nota bless- að frelsið, sýna, að hann væri ekki skrælingi — eins og bannlagamenn- irnir kváðu vera — og fá sér ærlegt staup af dönsku brennivíni, eins og kvað hæfa siðuðum mönnum ! Drakk hann sig þegar augafullan áður en hann komst heim til að heilsa upp á konuna og börnin. Hann var síðan út úr fullur meira eða minna daglega i 7 daga, nema minst á sunnudaginn. A heimilinu var alt í uppnámi; hann lagði jafnvel í ölæði hendur á konuna, og hún varð að leita hjálp- ar utan heimilis. En á hans kostnað var annar mað- ur keyptur fyrir full daglaun til að vinna verk hans við skipið, afferma það, og annað sem honum bar að gera. Konan hefir þessa dagana, þegar sjómannakonurnar hafa verið að fagna mönnum sínum af sjónum, setið oft- ast grátandi heima yfir börnunum sín- um og í fátæktinni, sárkvíðandi þeirri stundinni, að maðurinn hennar kæmi heim fullur, vitlaus og vondur. En — það skiftir nú liklega ekki miklu í sumra manna augum, hvernig fáeinum konuræflum og munaðarlaus- um krökkum líður úr alþýðuflokkn- um, bara meðan blessað brennivins- frelsið er í landinu! Það kvað hvort sem er vera sið- menningarvotturinn! Hvað skyldi þá þessi kona vera að kvarta yfir ógæfu sinni og barna sinna! Má henni ekki, og öðrum konum, sem í líkum sporum eru, vera ánægju- auki að hugsa um það í fátæktinni og baslinu, að þær eiga menn, sem bera á sér á strætum og gatnamótum auð- sæjan siðmenningarvottinn og eru ekki bundnir á skrælingjaklafa bindindis- manna og bannlagavina, menn, sem að vísu taka bitann frá munni kvenn- anna og barnanna til að kaupa fyrir hann brennivín, enn sem líka eru tímanum muni þetta altsaman lagast og menn hætta að drekka úr hófi. En — sú spá mun seint rætast. Slys, ógæfa og ófarsæld margra eru og munu jafnan verða förunautar á- fengisins, hvar sem það er um hönd haft. Það er jafn óviturlegt að neita því, eins og það er ómannúðlegt, að vilja ekkert á sig leggja til þess að bjarga ógæfumönnum. Bannlagaóvinum þykir skifta litlu um þessa menn, því það séu einungis mestu ræflarnir, sem verða ofdrykkju- menn. Það er illa mælt og óviturlega, og hygfi eg, að ekki þurfi sumir bann- lagaóvinir að seilast um öxl til loku til að finna dæmin þess, að þau orð eru ósönn. Maður ! Líttu þér nær! Það má segja, að ofdrykkjumenn endi með því að verða ræflar, en það er þá líka fyrir þá sök, að ógæfuefn- ið var til, sem gerir þá að ræflum. En hitt veit hver maður, að mjög margir ofdrykkjumenn voru efnilegir og mannvænlegir, er þeir komust út á drykkjuskaparbrautina. Mönnum þeim, sem eg hefi nú af kvenyetrarhöttum, barnahöttum og húfum eru enn komnar til Kristínar Bierini Laugaveg 6. Alt með nýtizku lagi og Mgangi. •mTTn.rmfT^’iniiTiTTgTiiiTyriimi’yTiiintixm; líklegustu efni í Þjóðvarnarmenn eða aðra slíka siðmenningarfrömuði! Honum hefir einungis, mannaum- ingjanum þeim arna, eins og hinum, sem eg sagði frá áðan, gengið hálf- illa að praktisera heimspekina þeirra Þjóðvarnarmanna, að leiða sjálfur sjálf- an sig. — Skyldu þeir ekki verða fleiri en þessir tveir, sem gengur það illa, eins eftirleiðis og hingað til.? — Þær eru sorglegar þessar sögur, það er satt; en þær hafa það til síns á- gætis, að þær eru sannar; þvi miður. En — »til þess eru vond dæmin að varast þau«. Hvernig lita nú bannlagamenn á svona dæmi, og hvernig aftur bann- lagaóvinir ? Bannlagamenn segja, að hver mað- ur sé ofgóður til að fara sér að voða í áfengisöldunum; reynslan, margra áratuga og alda reynsla, sé búin að sýna það og sanna, að ávalt séu marg- ir, of margir, sem ekki geta gætt hófs- ins, enda þótt þeir vilji, sem falla fyrir áfengisfreistingunum, glata gæfu sinni og annara og verði aumingjar, oft bæði á sál og líkama. Þeim mönn- um verði ekki bjargað, nema með því eina mótinu, að taka frá þeim voð- ann. Því verði allir meðlimir þjóð- félagsins í mannkærleikans nafni og mannúðarinnar að taka höndum sam- an, neyta sér vegna annara um alla áfengisnautn, þó menn þurfi þess ekki sjálfra sín vegna, og banna með lög- um allan innflutning á þeirri skað- ræðisvöru, sem týnir lífi margra og fjármunum, sviftir menn allri sóma- tilfinningu, og bakar mörgum saklaus- um þungt böl og sárar raunir. — Hvað segja svo bannlagaóvinirnir, mennirnir, sem halda vilja áfenginu í landinu ? Þeir segja auðvitað, að svona dæmi komi þeim ekkert við. Hver verði að leiða sig sjálfur og ábyrgjast sig sjálfur; þeir, sem ekki geti gætt sin fyrir voðanum, verði að súpa seyðið af því sjálfir. Þeir segja, að með sagt frá, og mörgum öðrum, hjálpar ekkert, nema bannlögin. Svo er og um þá tvo mannaumingja, sem í dag leiddust og slöguðu dauðadrukknir vestur Hafnarstræti. Það var svo mikil minkun að sjá þá, að greindum manni varð að orði, að þeir ættu skilið, að Ingólfur væri límdur á bakið á þeim! Nei! Það þarf meira en hrossa- lækningakák til að létta af þjóðinni á- fengisbölinu. Og sú mun raunin á verða, að íslenzk alþýða mun seint sannfærast um, að það sé til að auka farsæld hennar og velgengni eða af eintómri umhyggjn fyrir hennar hag, að bannlagaóvinirnir eru að stritast við að halda áfenginu í landinn. íslenzka alþýðan er ekki eins heimsk, og surnir lærðu mennirnir gera stund- um ráð fyrir. Því fer nú betur. Reykvíkingur. Tóbaksnautn. Allir vita, að hún er margs konar, en enginn mundi trúa þvi, sem ekki veit, hve margvísleg hún getur verið, einkum njá villimönnum. Blökkumenn á eynni Luzon kveikja í vindlunum og stinga siðan upp í sig þeim endanum sem eldurinn er í og sjúga að sér reykinn á þann hátt. Hátt upp i Himalaya- fjöllum býr þjóðflokkur einn, sem reykir þannig, að þeir grafa göng i snjóinn, leggja brennandi viðarkol i annan munninn, en andlitin í hinn og anda svo að sér reyknum. í Paraguay taka konur upp í sig og ef tvær konur heilsast þar í landi gerist það á þann hátt, að þær kyssast og skiftast um leið á um tuggurnar hvor út úr annari! Þjóðir þær er búa milli ánna Evphrat og Tigris blanda tóbakið vatni og natron, og gera úr graut, er nefndur er Bucka. Þær éta hann með mestu hægð og að lokinni máltíð, sigur á þær höfgi líkt og af ópíum. Blátnenn við miðjarðarlínuna troða tóbakinu ofan í stórar jarðholur. Þvi er þetta haft eftir Zuluhöfðingj- anum Cheye: Jörðin, það er pípan mín. Siðan er tóbaksleginum haldið saman og hans neytt af mikilli græðgi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.