Ísafold - 30.10.1909, Blaðsíða 1
Kemm út ýmist eina sinni eöa tyisvar i
viku. Verf) árg. (80 arkir minst) 4 kr., er-
lendis B kr. eBa l1/* dollar; borgist fyrir
-nibjan júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD
UppaðKn (strifleg) bnndin við Aramót, sr
ðgild nema komm aé til útgefanda fyrlr
1. okt. og aanpandi skuldlans vib blaftið.
Afgreiðsla: Ansturstrœti 8.
XXXVI. árg.
Reykjavík laugardagian
30. okt. 1909.
71. tölublað
I. O. O. P. 911158y2
Forngripasafn opiB á virkum dögum 11—12
íslandsbanki opinn 10—2 */* og 5
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstðfa frá 8 árd. til
10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */t siðdegis
Landakotskirkja. Guðsþj. 91/* og 6 á helgum
Landakotsspítali f. sjúkravitj. 10 V*—12 og 4—5
Landsbankinn 101/*—21/*. Bankastjórn við 12—1
Landsbókasafn 12—8 og B—8. Útlán 1—3
Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1
Lækning ók. i læknask. þriðjd. og föstd. 11—12
Náttúrugripasafn opið l1!*—21/* á sunnudögum
Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og B. md. 11—1
Iðnaðarmenn 7
Munið eftir að ganga i Sjúkrasjóð iðnaðarmanna
— Sveinn Jónsson gik. —
Heima kl. 6 e. m. — Bóknlöðustíg 10.
A. G. Larsen. Esbjerg
Umboðssali fyrir: Vörubirgðir:
Sláturfél. Suðurl. 25 Yesterbrog.
Reykjavík Köbenhavn
tekur að sér að selja fyrir hæsta fáan-
legt verð: gærur, loðnar og snögg-
ar, húðir, tólg o. fl. Fljót reikn-
ingsskil, sanngjörn umboðslaun.
Símnefni: Ladejoqed Esbjerg.
Sambandsmálið.
Það hefir klingt við í sumar í ó-
sannindabjöllum minnihlutans, að ráð-
gjafinn og meirihlutinn væru búnir
að »svæfa sambandsmálið« og vinna
því þann veg feigðartjón. Eins og
lög gera ráð fyrir hefir drjúgur kaup-
bætir af illyrðarausi og aðdróttunum
verið látinn fylgja ásökunum þessum.
Þess þarf sizt að geta, að skraf
málgagnanna í þessu efni er jafnhæfu-
laust og ósannindum orpið sem ella,
er stjórnin og meirihlutinn á hlut að
máli. Ósannindin og hártogauirnar
eru jafnan af allsleysi blaðanna gerð,
þeim tjaldað að eins til augnabliks svöl-
unar og hugfróunar, óðara rekin ofan
í þau afturl Þá er sú dýrðin úti!
Sönuu búsifjum verða nú blöð þessi
og fylgifiskar þeirra að sæta út af
markleysuhjali sínu og brigzlum i
sambandsmálinu.
í því máli hefir meirihluti, og
stjórn unnið svo mikilsvert starf og
veglegt — allar leiðir frá þvi, er svo
tókst vel að ráða fram Ur málum i
kosningunum í fyrra, að innlimunar-
uppkast minnihlutans var dæmt til
heljar —, að þjóðhollara starf getur eng-
inn þingflokkur kosið sér. Og meiri
hluti og stjórnin mun halda ájram að
vinna að hinu sama þjóðhollustu verki
— vafalaust svo ósleitilega, að minni-
hlutanum mun meira en nóg boðið,
áður lýkur.
Hvað hefir þá stjórnin gert í sam-
bandsmálinu, síðan alþingi batt enda
á sambandslagafrumvarpið í vetur?
Þegar ráðgjafi kom til Khafnar i
sumar, fann hann yfirráðgjafann að
máli, er þá var Neergaard, og fór
þess á leit við hann, að stjórnin
danska tæki upp frumvarpið og legði
það fyrir ríkisþingið. En um það
hafði Neergaard skýlaus aftök, fyrir
stjórnarinnar hönd. Sagði svo þá
sem fyr, að lengra en uppkastið fór
millilandanefndarinnar, væri ekki við-
lit að þoka málinu að svo stöddu.
Þá hefðu a 11 i r flokkar teygt sig
svo langt til samkomulags og til-
hliðrunar við íslendinga, sem þeir
væri frekast fáanlegir. Lengra yrði
þeim alls ekki þokað.
Var þá með öllu vonlaust um,
að málið næði fram að ganga, meðan
Neergaards-stjórnin sæti að völd-
um og lítilsnýtt og óvænlegt til sig-
urs að snúa sér til andófsflokka henn-
ar á þingi, er þá voru, þar eð þeir
voru í miklum minni hluta og auk
þess með allan hugann á aðaláhuga-
máli Dana um þær mundir, landvarn-
armálinu.
En til þess að halda málinu eigi
að síður vakandi, tók ráðgjafi það ráð
að mælast til þess, í bréfi til yfirráð-
gjafans, að frumvarpið eins og alþingi
gekk frá því, yrði auglýst í rikisþing-
inu, ef verða mætti, að þá fengist ef
til vill einhver þingmaður til að taka
það upp og málið þann veg kæmist
til umræðu. Þetta hafðist fram.
Frumvarpið var, svo sem dönsk
blöð hafa skýrt frá, auglýst í rikis-
þinginu um miðjan ágústmánuð o:
gerðir álþingis tilkyntar frá forseta-
stólum rikisþingsins og frumvarpinu
útbýtt meðal þingmanna allra. — En
frumvarpið var ekki að því sinni tekið
upp af neinum þingmanni, enda naum-
ast við því að búast, þar eð þingmenn
áttu þá meira en nóg að vinna við
stórmáiin dönsku, landvarnarfrumvörp-
in.
Það hlýtur hver sanngjarn og heil-
skygn maður að sjá, að frekara
eða meira gat ráðgjafi ekki
aðhafsteftir því sem mál-
u m v a r k o m i ð í s u m a r.
Nú í haust hefir stjórnin haft nýjar
tilraunaleiðir á prjónunum til þess að
greiða sambandsmálinu götu. — Og
nú, er mikil breyting er orðin á stjórn-
inni í Danmörku og í valdasess eru
komnir þeir menn, er einna helzt
má gera ráð fyrir, að unni oss sann-
gjarnra kosta í sjálfstæðismáli voru,
þarf ekki að efa, að stjórnin mun
leggja alt kapp á og gera það, sem
frekast er á hennar valdi, til þess
að sæta því færi og fá sjálfstæðismáli
voru komið i það horf, er sjálfstæðis-
flokkurinn og mikill meiri hluti ís-
lenzkrar þjóðar óskar og þráir.
Simfregnir frá Danmörku síðustu
dagana hafa talið þingrof líklegt. Enda
mun mega ganga að þvi visu, þótt
enn sé það ófrétt með fullri vissu,
að hin nýja stjórn Dana beri þegar
í stað tilverurétt sinn undir kjósend-
ur, rjúfi þing og efni til nýrra kosn-
inga. Það er óhugsandi, að gjörbóta-
menn vilji eiga undir stuðning íhalds-
sömustu mannanna á þingi Dana.
En það verður hún að gera, ef hún
situr með þingið eins og það nú er
skipað. Vafalaust má því búast við
þingrofafréttinni þá og þegar. Nýjar
kosningar fara þá sjálfsagt fram á
mánaðarfresti eða svo. Fari þá svo,
að hin nýja stjórn vinni sigur — en
þess megum vér íslendingar óska af
heilum hug —, þá virðist ekki alveg
vonlaust, að bjartari tímar renni upp
fyrir sjálfstæðismáli voru.
Stjórnin og sjálfstæðisflokkurinn
mun þá ekki liggja á liði sínu. Ráð-
gjafinn mun þá ekkert á sig telja,
hvorki utanför né annað, er tiltæki-
legt kynni að þykja og hugsanlegt,
að málinu mætti að haldi koma.
Fornmenjar
frá landnámstíð, silfurbaugar o. fl.,
fundust í sumar í rústum eyðijarðar
einnar fram af Bárðardal. Þær eru
nú nýkomnar á forngripasafnið.
Frost og stillur
hafa verið hér syðra vikuna þessa.
Úrkomulaust þangað til í gæi\ Þá
tók að snjóa.
Aldarafmæli
Daðá hins fróða Nielssonar var í
sumar, þ. 27. júlí, — en enginn hefir
eftir því munað fyrr en nú, að Þjóð-
ólfur getur þess í gær.
Verzlunarviðskifti
milli
Islands og Noregs.
j .Dagbladet í Kristjaníu flytur 1. þ.
mán. ágrip af því, sem það kallar mjög
svo fróðlegt erindi, er Bjarni Jóns-
son alþingism. og ráðunautur flutti
kvöldið áður fyrir tveimur þjóðmeg-
unarfræðisfélögum þar í borginni —
þau höfðu lagt saman — um búnað-
arhagi vora og verzlunar, og viðskifti
vor við Noreg. Hann lýsti fyrst, segir
blaðið, landkostum og því næst framför-
um þeim, er orðið hefði hér á landi til
þessa, og hafði þar fyrir sér verzlunar-
skýrslur vorar. Töluvert skrið hefði
einkum komið á framfarirnar eftir það,
er létt var af verzlunarokinu 1854,
sem hefði verið mesta niðurdrep fyr-
ir landið. En ekki væri við að búast,
að framfarirnar hefði getað orðið svo
miklar í öllum greinum á ekki lengri
tíma. Landbúnaði væri enn til muna
áfátt. En gæti tekið miklum fram-
förum og eins fiskiveiðarnar. Hér
mætti í stuttu máli svo mikið gera
og margt til framfara, að sjálfsagt gæti
allir landsbúar haft mikið vel í sig og
á i einni sýslu á landinu.
En nú væri farið að brydda á verka-
fólks skorti. En íslendingar vildu ekki
vinna það sér til efnahagsbóta að leggja
þjóðerni sitt í sölurnar með því að
safna að sér verkafólki frá öðrum lönd-
um — það væri þá helzt frá Noregi.
Norðmönnum mundi veita hægast að
ílendast hér, með því að likt hagaði
til í báðum löndunum að ýmsu leyti.
Enda hefði norskir fiskimenn leitað
til íslands.
En alt um það væri viðskifti milli
landanna hvergi nærri það, sem þau
gætu verið og ætti að vera, svo sem
sjá mætti á því, að aðfluttar vörur
frá Danmörku til Islands væri nær 12
milj, kr. á ári, en ekki nema x/2 milj.
frá Noregi. Það væri svo til komið,
að Danir hefðu um langan aldur rek-
ið alla verzlun á íslandi og enn hefðu
íslenzkir kaupmenn umboðsmenn sína
í Kaupmannahöfn. Af því leiddi það,
að jafnvel norskur kaupvarningur til
íslands legði þrásinnis leið sína um
Kaupmannahöfn.
A þetta ætti að mega koma öðru
' lagi.
En til þess að það lánaðist, yrði að
greiða eitthvað fyrir íslenzkum vörum
í Norvegi. Ræðumaður tilnefndi þar
einkum hesta og sauðfé.
Sér hefði verið sagt, að nú væri
verið að hugsa um að lækka um helm-
ing toll á hestum. Hann kvaðst hyggja
vel ráðið að afnema hann með öllu.
Sama væri um sauðfé. Fjárkynið ís-
lenzka væri svo nægjusamt og harð-
gert, að hagur mundi að hafa það þar
í landi (Norvegi).
Þriðja varan frá íslandi, er mikill
hagur gæti orðið að þar (í Norvegij
og því væri rétt að hlynna að, væri
saltað sauðakjöt. Þar ætti einnig að
létta af tollinum.
Væri þetta gert, kvaðst ræðumaður
vera alveg sannfærður um, að verzl-
un Norðmanna við ísland mundi tí-
faldast.
Ræðum. kvað það vera sitt sérstak-
legt hlutverk, að útvega íslandi verzl-
unar- og atvinnuviðskifti við önnur
lönd. Þá væri eðlilegt, að hann sneri
sér til Noregs, með því að þær þjóð-
ir báðar ættu sér mikið sameiginlegt
tungu sinniog sögu og hnattstaða land-
anna gerði þær nágranna. Og kvaðst
ræðum. vilja gera það, er hann gæti
framast til þess ekki einungis að efla
verzlunarviðskifti milli þjóðanna, held-
ur einnig andlegar samgöngnr þeirra i
milli.
Að erindi þessu var ger mikill róm-
ur, og vottaði Morgenstjerne prófess-
or ræðumanni þakkir frá mannsöfn-
uðinum.
Umræður urðu nokkrar síðar út af
erindi B. J. og spurði þá Andersen
stórkaupm. Abrahamsen ráðherra, sem
var viðstaddur, hvort ekki ætti að
senda viðskiftaráðunaut til íslands.
Ráðherra svaraði, að nú er gerður
væri heimansendur konsúll til ís-
ands, mundi komast betra lag á starf-
semi konsúla þar. — En að öðru leyti
mundi stjórnin verða hlynt sérhverju
því, er miðaði til að efla viðskifti vor
við ísland.
Nýtt danskt ráðuneyti
enn.
Mestu fretsisgarpar.
Af 2-mánaða-ráðuneytinu, þeim Hol- |
stein Hleiðrugreifa og hans félögum,
tók við fyrir 3 dögum, 27. þ. mán.,
samkvæmt simskeyti samdægurs, hin
frjálslyndasta stjórn, er verið hefir í
Danmörku nokkurn tíma.
Yfirráðgjafinn og dómsmála heitir
Carl Theodor Z a h 1 e, þingmaður og
lagamaður (yfirréttarmálafl.m.), formað-
ur flokks þess í fólksþinginu danska,
er nefnist gjörbótamenn og fæddur er
fyrir 4 árum, klofningur úr umbóta-
flokknum, sem þá var þar stjórnar-
flokkur og í greinilegum meiri hluta.
Hann er nú margklofinn orðinn, og
þessi ekki nema sem svarar rúmum
^/g hluta þess sem það lið var þá.
Hann efldist lítils háttar í síðustu kosn-
ingum í vor sem var, upp í 15; var
ekki nema 9 áður. Auk þess snerust
í lið þeirra einir 4 þingmenn í haust,
er í vor létu telja sig utan flokka.
Meiri hluta atkvæða hefir hinn nýi
yfirráðgjafi ekki öðru vísi en með
bandalagi við aðra flokka, og þá held-
ur 2 en 1 eða jafnvel fleiri en 2 —
og það að eins i þeirri deildinni, neðri
deild þingsins; enn færra að tiltölu í
hinni, landsþinginu.
Zahle er ungur maður heldur, hefir
þrjá um fertugt, sjálfsagt þeirra yngst-
ur, er gerst hafa yfirráðgjafar með
Dönum. En hann er atgervismaður,
skarpur lagamaður og vel máli farinn.
Hann var áður blaðamaður mörg ár.
Hann var formaður i milliþinganefnd
þeirri allfjölmennri, er hafði bindindis-
mál eða áfengislöggjöf Dana til með-
ferðar árin 1903—1906. Hann gerð-
ist þá bindindismaður. Honum blöskr-
aði, hvílik voðaspell Bakkus gerir þar
í landi sem víðar, að skýrslur greindu
m. fl., og sá, að þar var alt að kenna
handvömm, vanþekking og hugsunar-
leysi. — Zahle er skóarason frá Hró-
arskeldu.
Það er ekki yfirráðgjafinn einn, sem
tekinn hefir verið úr gjörbótaflokkn-
um, heldur virðast hinir ráðgjafamir
allir hafa fylt þann flokk. Þeir eru
raunar ekki á þingi sumir, og verður
þá ekki um þá sagt með vissu, enda
fáþektir.
Þeirra er langnafnkendastur Christo-
fer K r a b b e, bræðrungur við Harald
Krabbe prófessor, einn hinn ákveðn-
asta frelsisvin Dana, nú háaldraður
orðinn, rúmlega hálfáttræður (f. 1833).
Hann fer með landvarnarmál; hefir
tekið við þeim af J. C. Christensen.
Hann var fyrst 20 ár samfleytt á þingi,
1864—1884, ogmeirihluta þess tíma
(frá 1870) forseti í fólksþinginu. Eftir
það var hann 10—11 ár utan þings,
vildi ekki gefa kostásér; síðar(i89j)
kosinn af nýju, í sama kjördæmi og
áður (Kalundborg og Sámsey), og hefir
setið á öllum þingum siðan. Hann
er héraðsfógeti og hefir verið það
nær 40 ár, nú síðari árin þar sem heitir
Lysgaard á fótlandi, og um leið herra-
garðseigandi þar skamt frá Vébjörgum;
höfuðból hans heitir Hald. — Síðari
árin hefir Chr. Krabbe átt stórmikinn
þátt í alþjóðasamtökum friðarfrömuða
og getið sér þar góðan orðstír. Vits-
munamaður mikill, fastlyndur og ráð-
svinnur.
Þá er þessu næst að telja dr. phil.
Edvard B r a n d e s, bróður Georgs
Brandes. Hann er þingmaður í efri
deild, landsþinginu. Hann er nafn-
kendur rithöfundur, bæði visindamað-
ur og sjónleikaskáld, svo og blaða-
maður (Politiken). Hann gerðisf þing-
maður fyrir nær 30 árum og hefir
verið það lengstum síðan. Gáfumað-
ur mikill, glöggskygn og Vel máli
farinn. Hann er rúmlega sextugur.
Hann er fjármálaráðgjafi í hinu nýja
ráðuneyti.
Fjórði nafnkendur maður í hinni
nýju stjórn er dr. phil. P. Munch,
ungur fræðimaður og rithöfundur mjög
efnilegur (í söguvísindum og stjórn-
fræði), mun vera innan við fertugt.
Hann komst á þing í síðustu kosn-
ingum, í vor sem leið. Hann er tal-
inn mjög svo mikilhæfur maður. —
Hann stýrir innanríkismálum.
E. }. Chr. Scavenius heitir
hinn nýi utanríkisráðherra og var áð-
ur skrifstofustjóri hjá utanríkisráðherr-
anum. Hann mun vera náskyldur
Jakob Scavenius, þeim er var mörg
ár ráðgjafi í Estrups-ráðuneyti, fyrir
20—30 árum.
Verzlunarmálaráðgjafinn heitir W ei-
mann og hefir verið konsúll i Ham-
borg.
Kenslumálaráðgjafi og kirkjumála
heitir síra N i e 1 s e n og er prófast-
ur, frá Vemmelev.
Loks eru tveir bændur, annar hús-
maður, Poul Christensen, og
J e n s e n frá Onsted fyrir landbún-
aðarmálum og samgöngumálum.
Það vitum vér helzt um stefnuskrá
þessa hins nýja ráðuneytis að sinni,
að það vill fá breytt stjórnarskrá Dana,
fyrst og fremst eða aðallega lögleiða
alþýðuatkvæði um meiri háttar laga-
nýmæli, eftir að þau eru samþykt á
þingi, svo sem lengi nokkuð hefir
verið í lögum suður í Sviss, ef þess
óskar allmikill tiltekinn hluti kjósenda.
Stjórnarskrárnýmæli það lét flokkur-
urinn upp 'borið á öndverðu þingi í
haust. Þá hélt hann og í annan stað
fast fram þeirri kröfu, að þá skyldi
lögsækja i ríkisdómi, er grunaðir eru
um að hafa verið ekki vitorðslausir
um féglæfra Alberti, en þar voru við
bendlaðir einkum eða öðrum fremur
þeir J. C. Christensen fyrrum yfir-
ráðgjafi og Sigurður Berg, annar með-
al sessunauta Alberti í ráðuneyti.
Gjörbótamenn vilja og breyta svo
kjördæmaskifting i Danmörku, að ekki
komi þingfulltrúar svo hrappallega nið-
ur á þjóðina, sem verið hefir, — kaup-
staðarmenn hafðir út undan o. fl. Þvi
máli eru og fleiri flokkar fylgjandi.
Þess er og að gæta í þessu sam-
bandi, að flokkur þessi, gjörbótaflokk-
urinn, kom sér niður á ýmsum mik-
ilsháttar og gagngerðum réttarbótum,
er hann hljóp af stokkum fyrir nokkr-
um árum, á allsherjarfuudi i Óðinsvé,
og mun söm vera hugsjón þeirra fé-
laga enn.
En naumast mun hjá því fara, að
þingrof verði einhver hin fyrsta til-
tekja hinnar nýju stjórnar, með þvi
að flestum kemur saman, að engin