Ísafold - 30.10.1909, Blaðsíða 2
282
I8AF0LD
stjórn geti staðið stundu lengur öðru
vísi en að hin mikla flokkasundrung
réni og saman renni í eitt viðunan-
legur meiri hluti á þingi, sá erstjórn
veiti fylgi til nokkurrar frambúðar.
Gjörbótamenn munu vilja með öðrum
orðum afla sér meiri hluta í þeim kosn-
ingum, með þeim bandamönnum, er
þá kynnu að vilja þýðast, eða falla
við sæmd að öðrum kosti. Líkleg-
asta til slíks bandalags mun mega
telja jafnaðarmenn, þótt tvísýnt sé.
En þeirra lið er nú 24 f fólksþinginu.
Þó verða drjúgum að riðlast fleiri
fylkingar, ef duga skal.
Vera má, að efri deild þingsins,
landsþingið, verði látið hafa sömu för
og fólksþingið, og þingrof það látið
þá ná til hins konungkjörna liðs í
þeirri þingdeild, 12 af 66. En það
hafa lagamenn og stjórnvitringar yfir-
leitt eigi viljað kannast við að löglegt
væri, þótt sumir hafi haldið því fram,
hinnar yngri kynslóðar einkanlega.
Með því ráði er mjög kipt fótum
undan íhaldsvaldi danskrar þingstjórn-
ar.
Fyrir því mun vera tíðinda von með
Dönum vetur þann, er nú fer í hönd.
Og er alllíklegt, að eigi verði sezt í
lögréttusæti þar fyr en á bak jólum,
að undangengnum kosningum annað-
hvort til fólksþingsins eða í báðum
deildum.
Það vitnast áður langt um líður.
F r é z t hefir það eitt að svo stöddu,
að skift hefir verið um ráðuneyti, á
þá lund, er nú var mælt. Hitt eru
spár einar, og líkur fyrir þeim raktar.
Ito, Bismark Japana, myrtur.
Thorefelagið og Lögrétta.
MálHhöföun.
í upphafi vega sinna barði blað
land-læknis, lands-verkfræðings eða
land-hvað þeir nú eru, sér á brjóst
á Farísea hátt og hrópaði hástöfum:
Eg verð ekki eins og önnur blöð,
eg verð sanngjörn, eg verð prýði,
prýði, prýðil íslenzkrar blaðamensku.
En blaðið er nú eigi að síður orðið eitt-
hvert ófyrirleitnasta málgagn landsins.
Ljósast dæmi þess er hin alræmda
áskorun þess um daginn til kaup-
manna, að ráðast á Thorefélagið með
því að hætta að senda vörur í skip-
um þess. Fátt er svívirðilegra en að
ráðast þenna veg á mótstöðumenn,
er ekki verður náð sér niðri á þeim
á annan hátt. En þetta er gamalt
húsráð í »Heimastjórnar«-flokknum.
Munu margir kannast við annað dæmi,
er gerðist hér í Rvík fyrir hér um
bil 3 árum, er Heimastj.höfðingjarnir
reyndu að hafa einn af sinum ákveðn-
ustu mótstöðumönnum undir með
þvi að láta ráðast á atvinnu hans á
óvenju-lymskukendan og lúalegan hátt.
Lögrétta fær nú að súpa seyðið
af tilræði sínu, því að forstjóri Thore-
félagsins, hr. Þórarinn Túliníus, ætlar
nú í skaðabótamál við blaðið fyrir
tilræði þess gegn félaginu. Er Thore-
félaginu vorkunn, þótt eigi vilji það
þegja við því, að aðalmálgagn annars
stjórnmálaflokksins og fyrv. stjórnar
landsins fremji þá óhæfu, er hér er
um að tefla. Eigi blaðið nokkuð
undir sér í flokk sinum er sem sé
ekki að vita, hve mikið tjón tillaga
blaðsins getur gert Thorefélaginu.
(Símfregji frá Khöfn 27. okt.)
Hirobumi Ito, hinn japanski aðmír-
áli og fursti, hefir nýlega verið drep-
inn af Kóreumanni einum.
Ito var langmestur stjórnmálagarp-
ur Japana og átti miklu drýgstan þátt
að hinum feikilegu framförum, er
orðið hafa í Japan á mýmarga lund,
hin seinni árin.
Ito var fæddur 1840. A unga
aldri fór hann hvora kynnisförina á
fætur annarri til Norðurálfu, kynti
sér stofnanir og stjórnskipanir þar
og lagði sig mjög í líma, er heim
kom til Japan, að fá landa sína til
að semja sig að siðum Norðurálfu-
þjóða. — Hafa og Japanir gert það,
svo sem kunnugt er, i flestum efn-
um. Árið 1900 komst á í Japan
þingbundið einveldi. Aðalhvatamaður
þess og forvígismaður var íto.
í stríðinu milli Kínverja og Japana
1894—1895 gat hann sér orðstír á-
gætan fyrir hreysti sakir og harðfengi
— og í friðargerðinni eftir striðið
liélt hann svo vel á spilunum af
Japana hendi, að þeir báru úr býtum
eyna Formosa. 1 þakkarskyni fyrir
það fekk hann fursta-nafnbót.
Þegar Japanir tóku Kóreu árið 1904,
var hann gerður landstjóri þar og kom
hann þá skipulagi á stjórn Kóreu og
samband þess við Japan. En óvinsæll
mun hann hafa orðið af landsfólkinu
þar fyrir afskifti sín af þeim málum
og hefir nú sopið seyðið af því svo
freklega, að hann hefir orðið lífið að
láta fyrir þeirrar þjóðar manni.
Svo mikið þótti að íto kveða og
starfi hans í þjóðar sinnar þarfir, að
því hefir verið líkt við starf Bismarks
fyrir Þjóðverja og hann verið kallað-
ur Bismark Japana.
Veðrátta
vikuna fr& 17. okt. til 23. okt. 1800.
Et. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh.
Sunnd. -1.0 —0,6 0,0 0,4 -2,0
Mánnd. -B.8 0.5 -1,8 -1,5 -2,5
Þriöjd. S.8 2,1 -1,1 -1,6 -0,3 2,3 6,6
Mi»Td. iX 4,3 2,4 2,0 1,0 4,4 7,0
Fimtd. 2,0 2,2 2,4 2.3 -0,4 5.1 8,0
Pöstd. 2,2 1.8 -0 2 -0.5 -4,0 —0,2 6,0
Langd. -8,1 0;d -0H -0,8 -7,0 0,8
Ev. = Reykjavlk j íf. = Isafjðrður;
Bl. = Blðndaós; Ak. = Aknreyri;
Gr. = Orlmsstaðir; Sf. = Seyðisfjörður;
Þb. = Þórshöfn i Kœreyjum.
Heykjavíkur annáll.
Dáinn. Magnús Pálsson sjómaðnr, Lanf-
ásveg 41, 62 ára. Dó 16. okt.
Fateignasala. Þingl. 28. okt. Carolína
Jónassen selnr biskupi Þórhalli Bjarnarsyni
túnblett austanvert við Tjörnina, svonefndan
Bræðrablett, með girðingnm, fyrir 1750 kr.
Dagsett 1. ág. 189 7»
Gísli Þorbjarnarson bdfræðingnr fyrir
bönd Jóns Sigurðssonar i Kalastaðakoti,
Jóns Þorlákssonar i Varmadal, Kolbeins
Eyjólfsson&r i Kollafirði og Þorst. Gunnars-
sonar fyrrum lögregluþjóns i Rvik, fær
uppboðsafsal fyrir húseign nr. 12 við Lauga-
veg með bakbúsi (nr. 1 við Bergstaðastræti)
og lóð fyrir 14100 kr. Dags. 6. sept.
Helgi Guðmundsson Hverfisgötu 28 B.
selur Guðjóni Guðmundssyni s. st. ‘/a húsið
28 B. við Hverfisgötu með tilheyrandi fyrir
4000 kr. Dags. 20. okt.
Jón póstnr Guðmundsson á Laugalandi
selur Ólafi Jónssyni maskinumeistara á
Hverfisgötu 18 í Reykjavík húseigninaLaugav
land með erfðafestulandi o. s, frv. fyrir
10320 kr. Dags. 21. okt.
Hjónaefni. Ólafur Briem forstjóri i Viðey
og ym. Anna Claessen.
Hjúskapur. Friðgeir Guðmundsson skip-
stjóri frá ísafirði og ym. Sigurbjörg Einars-
dóttir Thoroddsen 24. okt.
Jón Benjaminsson Framnesveg 1 og ym.
Málfriður Bjarnadóttir s. d.
Kjartan Eyjólfsson trésmiður Bergstaða-
stræti 34 B. og ym. Jórunn Gisladóttir, 25.
okt.
Magnús Ágúst Jónsson kennari úr Borg-
arnesi og ym. Jóna Jónsdóttir, 28. okt.
Ólafur Jónsson frá Landamótum i Vest-
manneyjum og ym. Geirlaug Sigurðardóttir
23. okt.
Steingrimur Jóhannson ekkill Vesturgötu
26. C. og ym. Sigríður Eiriksdóttir 23. okt,
-----3se-------
Nýi konsúllinn norski,
hinn heimansendi, fyrstur þaðan
þess kyns, er seztur að hér í Reykja-
vík og hefir tekið við embætti 26. þ.
mán., með viðurkenning DanakonungSv
Hann heitir Þjóðólfur Klingen-
berg, miðaldra maður og hinn álit-
legasti. Hann hefir rekið konsúlser-
indi víða um lönd, meðal annars í
París og Lundúnum, en síðast í New
York. Hann er því allmjög fram-
aður og hinn líklegasti ti' að verða
oss að miklu gagni í þessari stöðu,
eigi síður en fósturjörð sinni.
Hann er kvæntur fransk-svissneskri
konu, frá Lausanne, og er hún hing-
að komin með manni sínum og syni
þeirra fárra ára, svo og fóstursyni
nokkrum árum eldri. Með öðrum
orðum: fjölskyldan alsezt hér að.
Nýr jarðfræðingnr.
Guðmundur Bárðarson óðalsbóndi
frá Kjörseyri (ekki Bæ) i Hrútafirði
fór utan nú með Sterling, svo sem
skýrt var frá í síðasta blaði. En með
því að vér búumst við, að fæstir af
lesendum ísafoldar viti glögt deili á
þessum manni, viljum vér segja gerr
af honum.
Guðmundur er ungur vísindamaður,
tæplega þritugur. Hann hefir lagt
fyrir sig jarðfræði og innan hennar
lagt stund á skeldýrafræði sem sér-
fræði. Hann hefir þegar gert merkar
og mikilvægar athuganir og rann-
sóknir á skeldýraleifum hér á landi,
og er nú viðurkendur náttúrufræðing-
ur og sjálfstæður rannsóknari. Eru
hæfileikar hans mjög miklir í þessa
átt, eftir því, sem þeir, er því eru
kunnugastir hafa skýrt frá; að öðrum
kosti hefði honum ekki heldur getað
orðið eins ágengt og raun er á orðin,
þegar þess er gætt, að hann er sjálf-
mentaður í sinni fræðigrein, því að
hann hefir ekki stundað annað skóla-
nám en 4 ár, er hann var i Latínu-
skólanum, áður en hann fyrir nokkr-
um árum fór að búa. Hann hefir
stundað fræðigrein sína í hjáverkum
með búskapnum á frumbýlingsárum,
sem jafnan eru erfiðust. Má nærri
geta, að það er ekki hægt verk að
gera það upp á eigin spýtur, bóka-
lítill og fyrirmunað að ná til safna og
annarar þess konar hjálpar. En hann
er svo áhugamikill, ötull og vel gef-
inn, að honum hefir ekki orðið það
til fyrirstöðu. Hann hefir meðal ann-
ars notað heimagerð verkfæri við
rannsóknir sínar, eins og t. d. heima-
gerðan hallamæli. Hefði mörgum
óefað orðið vandræði úr slíku áhalda*
leysi. Það hefir og bagað hann og
gert honum erfiðara fyrir, að hann
hefir átt við veikindi að búa og tvt-
vegis orðið að láta gera á sér hol-
skurði hér i Reykjavík. Um eitt leyti
var Guðmundur kominn á fremsta
hlunn með að leggja vísindin á hill-
una, en fyrir áeggjan dr. Helga Péturss
hélt hann rannsóknum sínum áfram,
og hefir nú hlotið viðurkenningu
annarra merkra jarðfræðinga og 3
undanfarin ár notið vísindastyrks af
Carlsbergssjóði til rannsókna á skel-
dýraleifum hér á landi. Nú i sumar
hefir Guðmundur gert merkar athug-
anir og ransóknir i Búlandshöfða á
Snæfellsnesi og leyst úr spurningum
viðvíkjandi skeldýraleifum þar, er dr.
Helgi Péturss hafði ekki getað komið
við að rannsaka til fulls.
Guðmundur fór nú utan í þeim er-
indum sérstaklega, að skoða og rann-
saka það, er ýmsir, meðal annarra
Eggert Ólafsson, hafa safnað af skel-
dýrum hér á landi og geymt er i
söfnum í Kaupmannahöfn, Kristjaniu
og víðar. Kváðu þeir fjársjóðir vera
ærið miklir og lítt rannsakaðir.
Til utanfararinnar hefir Guðmundur
1000 kr. styrk af alþingi, og hafði
hann til þess beztu meðmæli frá pró-
fessor Þorvaldi Thoroddsen, dr. Helga
Péturss og kennara sínum í náttúru-
fræði í Latínuskólanum Bjarna Sæ-
mundssyni. Er þetta í fyrsta sinni,
sem Guðmundur fer utan, og hygst
hann að dvelja erlendis vetrarlangt.
Guðmundur lifir á búskap, og er
hann mjög myndarlegur bóndi, svo
að þeir er til þekkja segja, að ekki
geti hjá því farið, að íslenzkum bú-
skap verði gott að því að eiga meðal
þeirra manna, er áhugasamir eru um
búnaðarmál landsins, jafn athugulan
náttúrufræðing og hugkvæmdarsaman
mann í ýmsum efnum sem Guðmund
Bárðarson.
Vígslubiskupar.
Fyrir 16. nóv. eiga atkvæði þeirra,
er kjósa eiga vigslubiskupa, að vera
komin til biskups.
Heyrt hefir ísafold á skotspónum,
að liklegastur muni i þá tign sunn-
anlands, Valdimar prófastur og sálma-
skáld á Stóranúpi, en norðanlands
muni atkvæðin fremur dreifð. Þó
muni líklega síra Björn Jónsson prest-
ur i Miklabæ i Skagafirði verða hlut-
skarpastur.
Nýju ráðgjafarnir dönsku
Tildurs-afsal.
(Slmfregn frá Khöfn 80/1(,)
Ráðgjafarnir í Zahle-ráðuneytinu hafa
afsalað sér öllu titlatogi, og óskað að
losna við einkennisbúning ráðgjafa.
Vænta þeir hins sama af íslandsráð-
gjafanum, segir simfregnin, og mun
það vera svo að skilja, að yfirráð-
gjafinn hefir látið eitthvað í ljósi um
það við dönsk blöð.
Ráðgjafinn íslenzki hefir enn ekki
fengið neina tilkynning um þetta, en
engin hætta mun á þvi vera, að á
honum standi, þvi siður sem hann
mun einmitt hafa leitað hófanna
í upphafi, í þann mund, er hann var
skipaður í embættið, að losna við ein-
kennisbúninginn; en ekki vel í það
tekið þá, meðal annars vegna þess,
að sú nýbreytni styngi í stúf við bún-
ing hinna ráðgjafanna.
-----3æ------
I»eir landlæknir, lands-
verkfræðingur & Co. hafa að vísu
unnið þarft verk og landsheillavæn-
legt að vanda með því að vilja (í há-
göfugu málgagni sínu) stofna til al-
mennra samtaka meðal kaupmanna
landsins um að nota ekki nokkurn
skapaðan hlut þessar fleytuómyndir,
sem Thorefélagið hefir flekað land-
stjórnina til að gera samning um í
strandferðir hér við land, Hamborgar-
ferðir o. fl., og kenna þar með þeim
uppskafning að lifa — eg á við fram-
kvæmdarstjóra Thorefélagsins, sem
ekki er einu sinni nema hálfdanskur,
— og ætla sér ekki þá dul, að fara
að keppa við eina hina mestu og göf-
ugustu velgjörðarstofnun vora, Sam-
einaðafélagið, sem alið hefir önn fyrir
oss ræflunum »hér uppi« fullan manns-
aldur eða lengur, og það af frámuna-
legri ósérplægni, enda er aldönsk í
allar ættir. En eitt hefir þeim háu
herrum og eldheitu ættjarðarvinum
sést yfir. Þeir hafa látið það við-
gangast, að ekki færri en 2 (tveir)
meðal hinna yngri og efnilegustu
lærðra stýrimanna vorra hafa siglt
fyrir skemstu til Kaupmannahafnar
beint í þvi skyni að bjóða fyrnefndri
ekki nema hálfdanskri uppskafnings-
stofnun sma þjónustu i stýrimanna-
stöðu á 2 hinum fyrirhuguðu strand-
bátum. í stað þess, að fyrnefndir
verndardýrlingar, er ráða fyrir lands-
ins hágöfusta málgagni (Lögr.), hefðu
átt að lýsa þessa ungu menn óðara varga
í véum fyrir hið biræfna tiltæki þeirra,
er gengur landráðum næst bæði við
Dani yfirleitt og sérstaklega við fyr-
nefnt félag, Samein.félagið, og dæma
þá óalandi og óferjandi. og óráðandi
öllum bjargráðum, og heita á alla verzl-
unarstétt landsins og alla útgerðar-
menn, að láta þá aldrei hafa einnar
stundar atvinnu hjá þeim meðan þeir
hfa- — Til þess að enginn glæpist
á þeim, leyfi eg mér hér með að
auglýsa nöfn þeirra, öðrum til við-
vörunar jafnframt, þeim er kynnu að
láta sig henda aðra eins glópsku.
Þeir heita: Einar Stefánsson ogjón
P. Jónsson (frá Laugalandi), og hefir
annar hér um bil hæstu einkunn, sem
til er frá Stýrimannaskólanum, og hinn
örfáum stigum minna.
Ekki veldur sá er varar, þótt ver
fari.
Föðurlandsvinur.
Jarðarför
Björns heit. augnlæknis fór fram
þriðjudag síðastliðinn ’og var mjög
fjölmenn. Margir Akurnesingar komu
til bæjarins til þess að sýna hinum
gamla lækni sínum virðingarvott í
hinzta sinni. — Þá voru og viðstaddir
höfðingjar bæjarins allflestir: ráðgjafi,
landritari, biskup, bæjarfógeti, borgar-
stjóri, forstjórar skólanna o. fl. o. fl.
Á heimilinu talaði síra Gísli Skúla-
son frá Stokkseyri, en í kirkjunni síra
Jóhann dómkirkjuprestur.
Nemendur i læknaskólanum báru
kistuna inn i kirkjuna, en læknar út
úr kirkjunni. Kirkjan og heimilið
voru fagurlega skreytt svörtum dúk-
um og Ijósum.
Thoro-saniningurinn
og kaupmaður Lðgréttu.
Einhver, sem nefnir sig kaupmann,
læst vera að svara grein Útgerðar-
mannsins, sem nýlega birtist í ísafold
um Thoresamninginn, en kemst sýni-
lega í svo miklar ógöngur, að hann
minnist á fæst af því, er þar er sagt,
en finnur upp á að kvarta yfir ýmsum
agnúum á samningnum, sem enginn
hafði áður verið svo vitur að finna.
Vil eg minnast fám orðum á höfuð-
syndir samningsins, sem þessi kaup-
maður gerir að umtalsefni.
Skaðabætur.
Kaupmaður þessi segir, að í samn-
ingnum sé ákveðnar 20 ferðir milli
Kaupmannahafnar og úlands, en hvergi
sjáist það í honum, að neitt verði
dregið af styrknum til félagsins, þótt
það láti nokkrar af ferðum þessum
undir höfuð leggjast. Aðeins sé ákveðið
í 10. gr. að félagið greiði 1000 kr.
sekt og missi 2500 kr. af árstillaginu
fyrir hverja strandferð ólokna, Ham-
borgarferð eða miililandaferð með
kælirúmi. Kemst »kaupmaður« að
þeirri niðurstöðu, að þar sem svona
sé ákveðið, þá geti Thore vitalaust
látið 17 ferðir af 20 milli íslands og
Danmerkur falla niður.
En hér horfir dálítið öðru vísi við
en kaupmaðurinn hyggur. í 10. gr.
er aðeins verið að ákveða minstu sekt
fyrir brot í peim ferðum, sem lsland
varða mesíu, er þar því baði ákveðin
sekt og missir af árstillaginu, en svo
er ætlast til, að ef félagið brýtur samn-
inginn í þýðingarminni greinum, þá
geti landssjórnin aðeins haldið eftir
af tillaginu óákveðinni upphæð, og látið
dómstólana skera úr ef stjórn og Thore
ekki kemur sér saman um bæturnar.
Kaupmaður þessi hefir ekki gætt
þess, að i 9. gr. samningsins, siðasta
málslið stendur:
»Umsaminn styrkur, 60,000 kr.,
verður greiddur sem hér segir, hafi
félagið pá jullnœgl skyldum sínum eftir
samningi: 6000 kr. i april« o. s. frv.
Nú stendur berum orðum í 1. gr.
samningsins: »Félagið skuldbindur sig
til að halda uppi að minsta kosti 20
ferðum á ári milli Kaupmannahafnar
og íslands«.
Heldur nú kaupmaðurinn ekki, að
stjórnin hefði heimild til að halda eftir
af árstillaginu, ef Thore vanrækti að
fara 17 af þessum 20 ferðum?
Mundi hann samt álíta, að Thore
hefði »jullnægt skyldutn sinum ejtir samn-
ingi«, þótt félagið færi ekki nema 3
ferðir í staðinn fyrir 20?
Enginn heilvita maður mundi líta
svo ál
Feröaáætlunin.
Kaupmaðurinn slítur í meira lagi
óráðvandlega þessi orð í samningnum
alveg út úr réttu sambandi: »og sé
þá millilandaferðunum hagað svo, sem
frekast verður við komið, eftir ferða-
áætlun þess félags, sem fær danska
pósttillagið til millilandaferðanna«.
Hann gefur þannig lesandanum í
skyn, að ekkert annað sé í samningn-
um um þetta efni, hvernig ferðunum
skuli hagað, svo Thorefélagið geti
altaf elt skip Sameinaða eins og áður.
En til þess að geta fengið þetta yrkis-
efni, pá jellir hann burt pessi orð jram-
an aj setningunni: »að halda uppi að
minsta kosti 20 ferðum á ári milli
Kaupmannahafnar og íslands, og gera
jerðaáatlun peirra 20 jerða að minsta
kosti með ráði stjórnarráðsins og dönsku
póststjórnarinnar*. í framhaldi af pessu
kemur svo klausan hér á undan, sem
kaupmaðurinn tekur upp í grein
sína.
Ef þessi kafli hefði verið sýndur i
heild sinni ófalsaður, þá gat kaupmað-
urinn ekki haft neitt út á hann að
setja, þessvegna þurfti að jella fyrri
partinn burtu.
Meira en litla óráðvendni þarf nú
til þess að bera annað eins á borð
fyrir ráðvanda alþýðu, sem ekki þekkir
til slikrar hrekkvísi, og ekki er það
lítill heiður fyrir eigendur Lögréttu
eða hitt þó heldur, landlækninn, lands-
verkfræðinginn o. s. fr.v, að hafa
annan eins grip, eg meina kaupmann-
inn, til þess að svívirða yfirboðara
sinn með vísvitandi ósannindum og
blekkingum.