Ísafold - 11.12.1909, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.12.1909, Blaðsíða 1
Kemm út ýmist einu sinni eöa tvisvar i vikn. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. efta 1 ‘/a dollar; borgist fyrir mibjan júlí (erlendia fyrir fram). Uppnðgn (skrifleg) bundin vib áramót, er ógild nema komln sé til útgefanda fyrir 1. okt. og aaupandi skuldlaus við blaðið. Afgreibsla: Austurstrœti 8. XXXVI. árg. Reykjavík laugardaginn 11. des. 1909. 84. tðlublað I. O. O. F’. 9112178V2 Forngripasafn opið á virkum dögum 11—1*2 íslandsjbanki opinn 10—21/* og 5 */a—-7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstðfa frá 8 árd. til 10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* síbdegis Landakotskirkja. Guðsþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—B Landsbankinn 101/*—21/*. Bankastjórn vib 12—1 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—3 Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i læknask. þriðjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opið 1 ^/a—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 3. md. 11—1 Iðmaðarmeran T Muniö eftir a?) ganga i Sjúkrasjóö iðnaðarmanna — Sveinn Jónsson gik. — Heima kl. 8 e. m. — Bóknlööustíg 10. A. G. Larsen. Esbjerg Umboðssali fyrir: Vörubirgðir: Sláturfél. Suðurí. 25 Yesterbrog. Reykjavík Köbenhavn tekur að sér að selja fyrir hæsta fáan- legtverð: gærur, loðnar og snögg- ar, húðir, tólg o. fl. Fljót reikn- ingsskil, sanngjörn umboðslaun. Símnefni: Ladefoqed Esbjerv. Undirskriftafarganið. Það er orðið að landplágu. Hinir og þessir iðjuleysingjar, upp og niður vandaðir, rása hús úr húsi eða bæ frá bæ, með skjal í hendi, er þeir safna á nöfnum manna,. í því skyni að fá þann veg fram það sem þeir kalla yfirlýstan þjóðvilja um það eða það, mikilsvert eða ótnerkilegt. Þeir byrja á kjósendum til alþingis eða sveitarstjórnar, eftir því hvort við á. En hverfa brátt frá þeirri reglu, er tregt gengur veiðin, og taka hvern sem í næst, unga og gamla, börn og sveitarómaga. Eftir að ráðgjafinn fyrverandi (H. H.) gaf upp vörnina á öndverðu þingi hinu síðasta, þar sem fylgifiskar hans, brauðbítir og brauðbítsefni, stóðu upp hver á fætur öðrum og »vitnuðu«, eins og siður er til í Hjálpræðirhern- um, — vitnuðu um, að hann væri 1 a n d s i n s eina hjálpræði í valda- sessi, samdi einn þeirra, ungur og nýkominn »upp á hornið« hjá hon- um, hjartnæma þakklætiskveðju með heitu ákalli til drottins eða haming- junnar — man ekki hvort heldur var — um að þjóðin yrði sem skjótast aftur aðnjótandi hans miklu yfirburða í stjórnarstöðunni, eða eitthvað á þá leið. Þetta var því næst þotið með á stað í ailar áttir á sama sem væng- jum vindanna og tekið til að safna undirskriftum, með þeim hætti, sem nú var lýst. Undirskriftasmalarnir valdir eftir því sem bezt vildi verkast, og kaup goldið í ýmsu, friðu og ófríðu: atvinnulof- orðum, bankalánsfyrirheilum, ef ekki bankavíxlum, m. m. Veiðinni lýst síðan á prenti, í mál- gögnum þeirra félaga, fyrst í stað með nöfnum, meðan þau voru einhver að- laðandi, þ. e. líkleg til að laða aðra á eftir sér, en síðan talan tóm úr þeirri og þeirri sveit eða bygðarlagi; þvi skotið við, að rúm leyfði ekki að aug- lýsa allan þann sæg. En kunnugir þóttust geta fullyrt, að annað bæri til meðfram: að vitnast kynni um börn og sveitarómaga er slæðst hefðu á undirskriftarskjölin. Það gerði alt sama gagn : að fylla t ö 1 u n a. En hana skyldi nota aðallega til að síma dösku mömmu og sannfæra h a n a um, hve óumræðileg eftirsjá landsmönnum væri í þeim mikla stjórnsnilling; þeim hafði verið haldið dyggilega við trúna um það frá upp hafi, með sífeldu gumi af honum í dönskum blöðum og ódæma-vinsæld- um hans, ásamt nógum símskeytum héðan um afrek hans og dálætið, sem á honum væri haft; en allur sá fróð- eikur skrásettur af þar til útvöldum skósveinum og fylgifiskum hér og í Khöfn. Loks klykt út með því, að kosningaósigurinn io. sept. hefði verið allur að kenna fregninni um áfallið hans Alberti 2 dögum áður 1 Og því rendi danska mamma niður al- veg eins og nýmjólk. Nema hvað? ' Hvaða r á ð u m muni hafa verið beitt til þess að veiða nöfn undir áminst skjal eða skjöl, — um það fara þeir nærri, sem kunnugir eru at- ferli »vina« vorra i hinum herbúðun- um n ú og fyr. — Eitt með mein- lausari dæmum er það, er spurt var einhversstaðar, hvaða Hannes þetta væri, sem ætti að senda þakkarávarp eða heiðursskjal; og svarað var, að það væri hann Hannes póstur og þakkirnar væru fyrir það, hvað hann hefði farið vel með hestana sína I I Tilætlunin með þessu bralli öllu saman var hvorki meira né minna en að ónýta atkvæði kjósenda io. sept. 1908 og vilja þingsins um ráðherra- skifti. Það átti að gera kongi Viðvart um þenna atkvæðasæg af öllu landinu og láta hann taka aftur þetta sem hann gerði, er hann veitti H. H. lausn og skipaði annan mann í sæti hanr. Sú fyrirætlun gaus upp fám dögum eftir skipun hins nýja ráð- gjafa; er borið var upp á stúdenta- fundi í Khöfn, að senda skyldi áskor- un til alþingis um að afsegja að taka á móti honum ! Hin nýja fráfararáskorun til ráð- gjafans (B. [.) í laumupistlinum 3. þ. m. er ekkert annað en framhald þess- arar hreyfingar, sem mun meira að segja naumast hafa verið séð fyrir endann á. Og hún hefir öll hin sömu ein- kenni og sú fyrii. Þar lýsir sér sama hreinskilnin, sama sannsöglin, sami drengskapurinn. Sýnilega ímynd þess alls er naum- ast hægt að hugsa sér aðra snjallari en þessa sem mörg hundruð manna horfðu á, í aðförinni að ráðgjafanum 28. f. mán.: »Húsbóndann« sjálfan (H. H.) hjúfr- andi sig niður a ð b a k i Lögréttu- ábyrgðarmannsins og æpandi þar: Niður með ráðherrann! Hér á að koma aftan að mönnum, aftan að kjósendum víðs vegar um land, gera þeim bilt og æsa þá upp með sæmilega ófeilnum ósannindasam- setningi, láta þá ekki hafa tíma til að átta sig og vita hvað þeir væru að gera, heldur rjúka upp til handa og fóta og taka undir afhrópunarópið með því að rita nöfn sín eða leyfa að rita undir slíka áskorun. Hræða þá síðan með hringlandabrigzlum, er þeir yrðu hins sanna vísari og lýstu undirskriftir sínar markleysu, með því að þær hefði verið tældar út með ósannindum og blekkingum. Hrikakartafla. Isafold hefir verið send heljarstór kartafla ofan af Mýrum, frá Ásgeiri í Knararnesi. Þegar hún var tekin upp, vó hún 1 pd. og 20 kvint. En rýrn- aði nokkuð á suðurleið (þornaði) og reyndist 110 kvint, er hún var vegin hér. Þessi kartafla er þeirra langþyngst, er enn hafa komið fram í þessari kartöflusamkepni. Sú, er næst kemst henni var að eins 91 kvint. Býður n ú nokkur betur. Fimtugsafmæli Eiuars Hjörleifssouar. Það var á mánudaginn 6. þ. mán., eins og drepið var á í næst síðasta blaði. Enginn vafi er á því, að hefði ekki þetta afmæli borið upp á styrjaldar- tímaskeið, það er snarpast hefir yfir þennan bæ gengið, út af bankafargan- inu, mundi alþjóð manna í höfuð- stað vorum hafa látið sér harla ljúft að eiga þátt í afmælisfagnaði þeirra, er bezt kunna að meta, hve mikil eign þjóðinni er í öðrum eins rit- snilling og stórskáldi sem E. H. er, og hve mikil sæmd henni er í slík- um afreksmanni í listarinnar heimi. Vitaskuld þekkir þorri manna ritverk hans, ekki sizt skáldskap hans í óstuðl- uðu máli, og hefir á þeim mestar mætur alls þess, sem til er á íslenzku t þeirri grein bókmenta vorra. En þeir, sem það gera ekki, en heyrtjiafa hann t. d. flytja erindi fyrir almenningi, til skemtunar eða fróðleiks, fá seint fulldást að snild hans í þeirri list, og fá jafnan stórum færri hennar að njóta en vilja, sakir ónógs hús- rúms. Hann hafði að vísu látið bankarimmuna hlutlausa með öllu. En ekki hikuðu sumir menn, þeir er standa á öndverðum meið við ráðherra í þeirri rimmu, sér minstu vitund við að láta hann (E. H.) gjalda alkunnrar vináttu við hann, ráðherrann, og bregðast illa við, er komið var upp með við pá almenn samtök og flokksgreinarálitslaus um að fagna þess- um degi og sýna skáldinu maklega sæmd og viðurkenning. Svo heitt var inni fyrir í brjóstum þeirra, »vinanna« í hinum herbúðunum. Þó var víða nokkuð dreginn fáni á stöng í bænum þenna dag, fyrst og fremst á landstjórnarhúsinu, menta- skólanum og ráðherrabústaðnum. Því næst heimsóttu skáldið nokkrir vildustu vinir hans, þar á meðal nokk- urs konar nefnd, er síra Magnús Helgason kennaraskólaforstöðumaður hafði orð fyrir á þessa leið hér um bil: Ræða síra M. H. Við komum hér 6 saman til þess að færa þér og þínum heillaósk á afmælis- daginn þinn, er þú stendur á fimtugu, ekki í okkar. nafni einna, heldur jafn- framt allmargra manna annarra, sem þyk- ir vænt um þig og kunna þór þökk fyrir það, sem þú hefir unnið íslenzkri menningu og íslenzkum bókmentum til gagtis og sæmdar. Og við erum með ofurlitla ’sendingu, sem við ætlum að biðja þig að þiggja; það er lítilfjörlegt merki þakklætis og viðurkenningar fyrir það starf, langtupi minna en við vildum og vert var. Sendingin er silfurstaup þettaog í því rúm 700 kr.;er eitt hundrað- ið frá Akureyringum, hitt frá Reykvík- ingum. Eg afhendi þór þetta með þeirri ósk af heilum huga frá okkur öllum, að þór og þínum gangi alt til gæfu, og að þér endist líf og heilsa til að vinna enn mikið þór og íslandi til sæmdar og okkur og mörgum öðrum sem flestum til gagns og ánægju. Svar E. H. Það er ekki þægilegt, þegar svo er ástatt fyrir manni, að geta ekki orða bundist, og geta samt ekki komið upp neinu orði. Vinur minn Þorsteinn Er- lingsson spurði mig í gær, hvort eg yrði heima kl. 1 í dag; nokkurir kunningjar mínir væru þá að hugsa um að koma heim til mín í tilefni af því, að þá væri 50. afmælisdagurinn minn. En hann var svo hlálegur að steinþegja um það, að nokkuð anuað stæði til en að taka í hendurnar á einhverjum vinum míuum og rabba við þá ofurlitla stund. Eg get ekki komið orðum að þakk- læti mínu. Þetta kemur svo óvænt. Og mór er svo örðugt að átta mig á því, að mér skuli vera sýnd svona mikil ástúð. Eg finn svo mikið til þess, hvað örlítið það er, sem mór hefir auðnast að leysa af hendi. En eg þykist vita, að um einhvern andlegan skyldleika só að tefla, þegar annað eins ber við og þetta. Og eg hugsa mér, < hverju hann só fólginn. Hann er vitanlega ekki fólginn í sömu skoðunum. Hann er fólginn í löngun okkar allra til að leita sannleikans, hvar sem hver einstakur okkar kann að von- ast eftir að finna hann, og í tilfinningu ress, hvílík gæfa það er, að mega veita ójónustu sína hverjum þeim sannleika, sem maður. hygst að hafa fundið. í því frændliði vil eg fyrir hvern mun vera. Og mér skilst, sem vinir mínir séu svona góðir við mig af þvl, að þeir telji mig iar. Með þeim skilningi þakka eg þessa höfðinglegu gjöf, og þá miklu ástúð, sem þar kemur fram. Nokkuru síðar kom ráðherra. Hann ávarpaði skáldið eitthvað á þessa eið: Ræða ráðherra. Oss er fagnaðarefni að hitta hinn mikla óskmög islenzkrar sagnaskáld- gyðju heiLan d húfi og hressan vel þenn- an dag, hdlfaldar-afmœlisdaginn hans, Eg sæti þessu færi til að votta honum í sjdlfs mín nafni og þjóðarinnar okk- ar, sem og mun mega nefnast fulltrúi fyrir vegna stöðu minnar, alúðarþakk- ir fyrir mikið og vel unnið starfí hennar þarfir, meðal annars og ekki sízt fyrir það, sem hann hefir unnið að því að glœða mentalíf hennar og afia henni andlegs sjdlfstœðis, en framast af öllu fyrir skdldmentarfjdrsjóðu þd, er hann hefir fœrt henni að gjöf. Frd hennar brjósti hygg eg mig og mœla eigi siður en viðstaddra vina og vandamanna, er eg óska honum giftu og gengis um enn ófarið œfiskeið, sem vér biðjum af hjarta að verða mætti sem lengst, og að hann ogþjóðin yrði svo Idnssöm, að hann fengi að vinna með ólömuðum, óskertum og helvt óoIcáftoA'yy* Icr'&fét**yx syA *»« Aon um er hugleiknast. Af því væntum vér oss auk annars þess harla mikilsverða árangurs, að islenzk skdldment hljóti, ef ekki heimsfrœgð, þd þó svo mikinn og góðan orðstir með öðrum þjóðúm, að þar — i því efni — þurfum vér engan kinnroða að bera fyrir smœð vora. Oss virðist nú þegar horfa fremur vænlega við um það. Svar E. H. Eg get ekki bundist þess að þakka þau ástúðarorð, sem ráðherra mælti til mín. Og eg nota þá jafnframt tæki- færið til þess að þakka honum öll hans orð og allar hans gjörðir í minn garð, síðan er eg kyntist honum fyrst. Hann óskaði mór þess meðal annars, að eg mætti vinna óskiftur að þvl, sem mór er hugleiknast. Það finst mér einhver bezta heillaóskin, sem unt er að færa mór. Eg hefi ekki alls fyrir löngu minst á það í heyranda hljóði, að mór fyndist smáþjóðirnar eiga nokkur hlunn indi, sem stórþjóðirnar ættu ekki. En meðal þeirra hlunninda er það ekki, að auðvelt sé að láta þessa ósk rætast. Og enginn vafi er á því í mlnum aug- um, að það er eitt af okkar meinum, hve hætt mönnum er við að skifta sér. Þó að menn vilji sneiða hjá því, sem ekki kemur þeim beint við, þá fyllist hugurinn af því áður eu þeir vita af, þar sem andlega þröngbýlið er jafnmikið eins og hór í Reykjavík. En áminning skal þessi elskulega vinar- ósk ráðherra vera mér um það, að forð- ast sem í míuu valdi stendur að festa hugann við þau málefni, sem eg finn ekki köllun hjá mér til að fást við. Eg veit, að með því einu móti er hugsan- legt að geta int nokkuð það af hendi, sem geti verið nokkurum manni veru- leg ánægja eða gróði. Viðhafnar-símskeyti bárust skáldinu mörg um daginn, afmælishamingju- óskir bæði innan bæjar (meðal annars frá Ungmennafélagi Reykjavíkur) og utan. í símskeyti frá ísafirði var þessi staka, Guðm. Guðmundsson: Þakkar rún dýrust þér sé rist, þjóðhaginn vor á orðsins list. Rún, sem er flestum ofurefli, þér aldrei verður að fótakefii. Auk höf. stóðu undir vísunni þessi nöfn: Magnús Torfason, Davíð Sch. Thorsteinsson, Eiríkur Kjerúlf, Lárus Thorarensen, Guðm. L. Hannesson, Guðm. Bergsson, Guðm. Jónsson, Helgi Sveinsson, Hólmfriður Árna- dóttir. Margrét Sveinsdóttir, Ragn- íildur Björnsdóttir. —■ Kunnugir pjá það á þessum nöfnum, að Isfirð- ingar hafa kunnað að hrista af sér flokksofstækina þá stundina, þó að leykvíkingum yrði það o f u r e f 1 i. Fyrir afmælisminningarsamtökunum íér í bæ gengust: Ásgeir Sigurðsson konsúll, Björn Kristjánsson bankastjóri og alþm., Guðm. Hannesson læknir, sira Haraldur Níelsson prestaskólakenn- ari, Jón Helgason lektor, Klemens . ónsson landritari, Magnús Helgason œnnaraskólaforstöðumaður, síra Olaf- ur Ólafsson fríkirkjuprestur, Þórhall- ur Bjarnason biskup og Þorstein» Er- ingsson skáld. Þeir kváðu svo að orði i boðsbréfi, að þeir telji vel við eiga, að honum (E. H.) yrði þenna dag sýndur einhver virðingar- og viðurkenningarvottur fyr- ir það menningarstarf er hann hafi unnið fyrir þjóðina, og þann sóma, sem hann hafi gert landinu með skáld- ritum sínum. Hvers vegna af öllum flokkum? — Hvers vegna stendur í laumu- pistlinum fræga, frá þeim H. H. og sankti Knúti & Co., að óðum fjölg- andi(!) undirskrifendur undir vantrausts- yfirlýsing til ráðgjafans hér í bæ séu af öllum flokkum? Vita ekki aliir, að þetta eru að eins nokkrir »heima- stjórnar«-menn, sem fengist hafa und- ír pa askorun, mco goou inou eöa hins vegar? — Skilurðu ekki það? Getur það svo sem verið til annars gert en þess, að teyma ókunnuga, lokka sveita- menn út á hálan ís og fá þá til að gera slíkt hið sama — afhrópa ráð- herrann, jafnt hans flokksmenn sem aðrir? Sima síðan dönsku mömmu, þ. e. dönskum máltólum, að alt ís- land hafi afhrópað ráðgjafannl Nafnbeita. Hr. ritstj. 1 Mundi vera tilhæft í því, sem talað er hér í bænum um þessar mundir og fullyrt af merkum mönnum, að nafnaveiðar undir áskor- anir, fundarboð o. fl. sé af sumum reknar á þá lund, að þeir skrifi fyrstir undir skjalið, er meiri háttar menn eru eða halda sig vera, láti síðan sýna það sminni mönnum* í þeirra aug- um, er bæta þá við sínu nafni hik- laust, ýmist i því trausti, að óhætt muni að vera með úr því að s 1 í k- u r maður geri það, eða af fordild, til að láta sjá sig á blaði með öðrum eins höfðingja; en — »höfðinginn« strikar síðan eða skefur út nafn sitt, af því að hann fyrirverður sig að láta sjá það á skjalinu, af því að það er ef til vill einhver fjarstæða, lygi eða annar ósómi? Höfðinginn brúkar með öðrum orð- um nafn sitt fyrir b e i t u. Og er sá ósómi, annað eins óþokka- bragð, — er það ósaknæmt að lög- um? Sv.: Það er svo margt t a 1 a ð í þessum bæ um þessar mundir,”og oftar raunar, satt og ósatt,líklegt og ólíklegt, að enginn getur ábyrgst, hvað af því er eftir hafandi og hvað ekki. Og marg- ur er »dánumaðurinn« og til margs vís. Hitt, hvort slikt er ósaknæmt að lögum, — það er lögvitringanna um að dæma, og þá auðvitað ó v i ð r i ð- i n n a lögvitringa; hinum er varlega farandi mikið eftir. En siðferðislega saknæmt óþokkabragð sér hver maður að þetta er. Ritstj.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.